Greinar föstudaginn 6. september 2002

Forsíða

6. september 2002 | Forsíða | 261 orð

Arabar vilja vopnaeftirlit í Írak

FORSETI Arababandalagsins, Amr Mussa, sagði í Kaíró í gær að arabaríki væru fylgjandi því að vopnaeftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna (SÞ) fengju að fara aftur til Íraks, og yrði það liður í samkomulagi Íraka við SÞ. Meira
6. september 2002 | Forsíða | 428 orð | 2 myndir

Forseta Afganistans sýnt banatilræði í Kandahar

HAMID Karzai, forseti Afganistans, slapp naumlega á lífi þegar gerð var tilraun til að ráða hann af dögum í borginni Kandahar í Suður-Afganistan í gær. Meira
6. september 2002 | Forsíða | 122 orð | 1 mynd

Nýr sigur gegn 17. nóvember

GRÍSK yfirvöld hrósuðu í gær miklum sigri yfir hryðjuverkasamtökunum 17. nóvember en þá gaf sig fram við lögregluna einn helsti foringi þeirra. Hafði hann farið huldu höfði í tvo mánuði. Meira
6. september 2002 | Forsíða | 171 orð

Ólaunuð leiðindi

SAPARMURAT Niyazov, forseti Túrkmenistans, hefur veitt yfirmanni einnar af ríkissjónvarpsstöðvunum hressilega ofanígjöf vegna þess hversu dagskrá stöðvarinnar er leiðinleg. Meira

Fréttir

6. september 2002 | Erlendar fréttir | 427 orð | 1 mynd

Atvinnulausir yfir fjórum milljónum

TÖLUR yfir fjölda atvinnulausra í Þýzkalandi voru birtar í gær í síðasta sinn áður en Þjóðverjar ganga að kjörborðinu, en kosningar til þýzka Sambandsþingsins fara fram hinn 22. þessa mánaðar. Meira
6. september 2002 | Innlendar fréttir | 359 orð

Aukin umferð er um göngin en minni tekjur

UMFERÐ um Hvalfjarðargöngin fyrstu átta mánuði ársins var nærri 4% meiri en sama tíma í fyrra. Meira
6. september 2002 | Innlendar fréttir | 274 orð

Breyta ekki áætlunum Norðuráls um stækkun

SPÁR sérfræðinga um að hætta sé á offramleiðslu á áli í heiminum undir lok þessa áratugar breyta ekki áætlunum Norðuráls á Grundartanga um stækkun álbræðslunnar. Meira
6. september 2002 | Innlendar fréttir | 61 orð | 1 mynd

Einn merkilegasti hellafundur síðari ára

FUNDIST hafa áður óþekktir hellar í Skaftáreldahrauni sem teljast til merkilegustu hellauppgötvana síðari ára. Sumir þeirra eru mörg hundruð metra langir og sá stærsti tæpir 2 km að lengd eða á stærð við stærsta helli landsins, sjálfan Surtshelli. Meira
6. september 2002 | Innlendar fréttir | 55 orð

Ekkert studdi frávísunarkröfu

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur vísaði í gærmorgun frá kröfu verjanda sakbornings um að máli sem varðar smygl á 30 kílóum af hassi verði vísað frá dómi. Meira
6. september 2002 | Landsbyggðin | 135 orð

Ekki tekin ákvörðun um kæru

ÁKVÖRÐUN um hvort úrskurður Skipulagsstofnunar um Norðlingaölduveitu verður kærður til umhverfisráðherra var ekki tekin á fundi hreppsnefndar Skeiða- og Gnúpverjahrepps í fyrradag. Meira
6. september 2002 | Innlendar fréttir | 341 orð

Enginn hafði réttindi til að fara svo djúpt

MATTHÍAS Bjarnason, fræðslustjóri Sportkafarafélags Íslands, segir að enginn þeirra sem köfuðu í Kleifarvatni á þriðjudagskvöld hafi haft réttindi til að fara jafnt djúpt og þeir gerðu. Meira
6. september 2002 | Innlendar fréttir | 78 orð

Fallið verði frá sameiningu orkufyrirtækja

AÐALFUNDUR starfsmannafélags Orkubús Vestfjarða fagnar og styður ályktun 47. fjórðungsþings Vestfirðinga um orkumál. Meira
6. september 2002 | Innlendar fréttir | 271 orð | 1 mynd

Fékk inngöngu í breska herinn

SEXTÁN ára íslenskur piltur hefur fengið inngöngu í breska herinn og byrjar í tólf vikna herþjálfun í janúar næstkomandi. Pilturinn, Kristófer Kevin Turner, er breskur í föðurættina og hefur búið hérlendis frá ungaaldri ásamt fjölskyldu sinni. Meira
6. september 2002 | Innlendar fréttir | 178 orð

Fíkniefnin fundust vegna hávaða

HÁREYSTI og fyrirgangur í íbúð í Grafarvogi urðu til þess að lögreglan í Reykjavík lagði hald á um 51 gramm af amfetamíni, 489 e-töflur, 545 grömm af hassi og 103 grömm af kókaíni. Meira
6. september 2002 | Erlendar fréttir | 531 orð | 1 mynd

Fogh Rasmussen vill meiri áherslu á framkvæmdir en orð

DEILDAR meiningar eru um það hvort rétt sé að halda með reglulegu millibili gríðarlega fjölmenna alþjóðafundi á borð við ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem nú er nýlokið í Suður-Afríku. Meira
6. september 2002 | Innlendar fréttir | 185 orð

Fylgið svipað og í síðustu kosningum

SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR, Samfylking og Vinstrihreyfingin - grænt framboð auka fylgi sitt lítillega frá síðustu alþingiskosningum fyrir þremur árum, en Framsóknarflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn tapa fylgi ef marka má niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar... Meira
6. september 2002 | Innlendar fréttir | 114 orð

Gengið á slóðir gamalla trjáa

Í HAUST standa skógræktarfélögin fyrir skógargöngum, þar sem ætlunin er að skoða gömul og sögufræg tré. Þessar göngur eru hluti af fræðslustarfi skógræktarfélaganna og Búnaðarbanka Íslands hf. Meira
6. september 2002 | Innlendar fréttir | 99 orð | 1 mynd

Grjóthrun úr björgum við Vík

GRJÓT HRUNDI úr björgum austan við Víkurklett aðfaranótt fimmtudags. Fréttaritari Morgunblaðsins í Vík tilkynnti fyrstur um grjóthrunið. Meira
6. september 2002 | Erlendar fréttir | 149 orð | 1 mynd

Hafnar lögsögu Ísraela

RÉTTARHÖLD yfir Marwan Barghouti, einum helsta leiðtoga Palestínumanna í uppreisninni gegn hernámi Ísraela, hófust aftur í Ísrael í gær. Lýsti hann því yfir, að hann væri palestínskur þingmaður og Ísraelar hefðu engan rétt til að lögsækja hann. Meira
6. september 2002 | Erlendar fréttir | 176 orð

Himneskir tónar í farsímann KAÞÓLSKA kirkjan...

Himneskir tónar í farsímann KAÞÓLSKA kirkjan í Hollandi hvetur nú til þess að farsímanotendur segi skilið við jarðneska hringingartóna og sæki sér frekar himneska tóna í símana sína, stafræn stef sótt úr þekktum sálmalögum á borð við "Ave... Meira
6. september 2002 | Innlendar fréttir | 305 orð

Hverfið á að vera sjálfbært hvað þjónustu varðar

DEILT var um tillögu að deiliskipulagi Norðlingaholts í gær, á fyrsta fundi borgarstjórnar eftir sumarleyfi. Meira
6. september 2002 | Innlendar fréttir | 189 orð

Íslendingar sækja í sólina vegna ótíðar

TALSMENN ferðaskrifstofa hér á landi sem Morgunblaðið ræddi við í gær, segjast hafa orðið varir við aukna eftirspurn eftir sólarlandaferðum nú á haustmánuðum. Meira
6. september 2002 | Innlendar fréttir | 84 orð | 1 mynd

Íslenskt landslag fallegt

HÚN vakti óneitanlega nokkra athygli japanska konan Teruko Sano, þar sem hún kraup á götuhorni við Drottningarbraut á Akureyri og málaði landslagsmynd með vatnslitum sínum. Meira
6. september 2002 | Innlendar fréttir | 116 orð

Játa innflutning á 1,5 kílóum af amfetamíni

TVÆR konur og þrír karlmenn játuðu öll þátt sinn í smygli á samtals 1,5 kílóum af amfetamíni til landsins í apríl árið 2000, þegar málið var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Skv. mælingum lögreglunnar var styrkleiki efnisins aðeins 1%. Meira
6. september 2002 | Akureyri og nágrenni | 99 orð | 1 mynd

Jólatáknið 2002

SÍÐSUMARIÐ er orðið tími handverks- og hagleiksfólks í Eyjafjarðarsveit. Það er því vel við hæfi að í kjölfarið kynni Jólagarðurinn "Jólatáknið 2002". Meira
6. september 2002 | Erlendar fréttir | 261 orð

Kannabis verði leyft

ÞINGNEFND í Kanada er sammála um að hvetja til þess að fullvöxnu fólki verði leyft að nota marijuana og er talið að niðurstaðan auki þrýsting á ríkisstjórn Jean Chretiens um að breyta fíkniefnalöggjöfinni. Meira
6. september 2002 | Innlendar fréttir | 85 orð | 1 mynd

Keikó í Noregi

HÁHYRNINGURINN Keikó synti inn í Skálavíkurfjörð í Noregi um helgina og er þar enn. Keikó hefur fengið mikla athygli í Noregi undanfarna daga. Krakkar hafa leikið sér við hann og fólk komið til að skoða hann. Þjálfarar Keikós fylgjast með honum í Noregi. Meira
6. september 2002 | Innlendar fréttir | 300 orð

KFUM og KFUK með hausthátíð um næstu helgi

VETRARSTARF KFUM og KFUK í Reykjavík hefst með hausthátíð sunnudaginn 8. september. Þá verður fjölskyldudagur í aðalstöðvum félagsins með dagskrá sem hefst kl. 14. Meira
6. september 2002 | Landsbyggðin | 149 orð | 1 mynd

Klæðning komin að Félagslundi

UNNIÐ hefur verið í sumar að vegaframkvæmdum á Gaulverjabæjarvegi frá Selfossi að félagsheimilinu Félagslundi og Gaulverjaskóla. Þessi vegkafli á grófri og holóttri möl var orðinn verulega slæmur. Horfðu íbúar því mjög til bættra samgangna. Meira
6. september 2002 | Miðopna | 734 orð | 1 mynd

Kuldalegar og ótímabærar kveðjur

JÓN Steinar Gunnlaugsson, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir að honum finnist leiðaraskrifin í Tímariti lögfræðinga vera kuldaleg kveðja til lagadeildar HR. Meira
6. september 2002 | Erlendar fréttir | 188 orð

Könnun sýnir meirihluta borgaraflokka

GÖRAN Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar og leiðtogi sænskra jafnaðarmanna, hvatti í gær flokkssystkin sín til dáða en síðustu skoðanakannanir fyrir kosningarnar 15. Meira
6. september 2002 | Suðurnes | 102 orð

*Laxness-fjöðrin, listaverk Erlings Jónssonar, verður afhjúpað...

*Laxness-fjöðrin, listaverk Erlings Jónssonar, verður afhjúpað á lóð Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum, Skólavegi 1 í Keflavík, klukkan 15 á morgun, laugardag. Meira
6. september 2002 | Akureyri og nágrenni | 409 orð | 1 mynd

Lágu á sjúkrahúsi í samtals um 40 daga

SUMARIÐ hefur verið heldur endasleppt hjá þeim félögum Júlíusi Tryggvasyni og Hlyni Jóhannssyni knattspyrnumönnum í KA. Meira
6. september 2002 | Suðurnes | 740 orð | 1 mynd

Lítið sjávarþorp með viðeigandi lykt og hljóðum

Saltfisksetur Íslands verður tekið í notkun í dag með því að forseti Íslands opnar sögusýningu um saltfisk í nýbyggðu sýningarhúsi í Grindavík. Meira
6. september 2002 | Innlendar fréttir | 102 orð

LSH hefur greitt 276 milljónir kr.

SAMKVÆMT könnun sem Samtök verslunarinnar létu gera í gær vegna vanskila Landspítala - háskólasjúkrahúss og Sjúkrahúsapóteksins ehf. við aðildarfyrirtæki samtakanna hafa fyrirtækin fengið greiddar til baka um 276 milljónir króna. Meira
6. september 2002 | Innlendar fréttir | 62 orð

Lýst eftir vitnum

LÝST er eftir vitnum að umferðaróhappi er varð í Pósthússtræti við Kaffibrennsluna, fimmtudaginn 5.9. á milli kl. 8.20 og 9.05. Meira
6. september 2002 | Innlendar fréttir | 101 orð

Lögreglumaður sakaður um kynferðisbrot

LÖGREGLUMAÐUR við embætti sýslumannsins í Kópavogi hefur verið kærður fyrir kynferðislegt ofbeldi skv. upplýsingum frá lögreglunni í Kópavogi. Ekki fengust upplýsingar um að hverjum meint brot mannsins beindust eða hvenær þau eru sögð hafa verið framin. Meira
6. september 2002 | Innlendar fréttir | 89 orð

Markaðsverð Baugs hækkar um 2,3 milljarða

MARKAÐSVERÐ Baugs hækkaði um 2,3 milljarða króna eða 10,6% í viðskiptum gærdagsins í Kauphöll Íslands og er verðmæti félagsins nú 23,5 milljarðar króna. Meira
6. september 2002 | Erlendar fréttir | 571 orð | 1 mynd

McDonalds í þrengingum í Hvíta-Rússlandi

BANDARÍSKA alþjóðafyrirtækið McDonalds á nú stöðugt erfiðara uppdráttar í Hvíta-Rússlandi, þar sem stjórnvöld virðast vera staðráðin í að sjá til þess að skyndibitamenning sú sem McDonalds stendur fyrir skjóti ekki varanlegum rótum meðal Hvít-Rússa. Meira
6. september 2002 | Innlendar fréttir | 140 orð

Meirihluti á móti framboði borgarstjóra

LIÐLEGA helmingur Reykvíkinga er andvígur því að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri leiði lista Samfylkingarinnar í næstu alþingiskosningum en tæp 26% eru því fylgjandi, að því er kemur fram í skoðanakönnun DV í gær. Meira
6. september 2002 | Miðopna | 473 orð

Menn sanna sig ekki með auglýsingum og yfirlýsingum

LEIÐARAHÖFUNDUR Tímarits lögfræðinga er nokkuð harðorður í garð nýstofnaðrar lögfræðideildar Háskólans í Reykjavík (HR) í 2. hefti tímaritsins. Segir í leiðaranum að töluverðir gallar hafi komið fram í kynningu á deildinni. Meira
6. september 2002 | Innlendar fréttir | 629 orð | 1 mynd

Mismunun að lækka fasteignaskatt á eldri borgara

TILLÖGUR sjálfstæðismanna um að lækka fasteignaskatta á lífeyrisþega og lækka holræsagjald um 25% á næsta ári, sem fyrsta áfanga í að fella það niður á kjörtímabilinu, voru felldar í borgarstjórn í gærkvöld, á fyrsta fundi borgarstjórnar eftir sumarfrí. Meira
6. september 2002 | Innlendar fréttir | 676 orð

Mörg mál taka lengri tíma en æskilegt er

HÖRÐUR Jóhannesson yfirlögregluþjónn í Reykjavík segir að taka megi að vissu leyti undir gagnrýni á lögregluna sem fram kemur í frásögn konu í Morgunblaðinu í gær, sem fannst innbrotsrannsókn lögreglu hvorki ganga né reka og því hafi hún upplýst málið... Meira
6. september 2002 | Akureyri og nágrenni | 745 orð

Nauðsynlegt að tryggja að ríkissjóður verði ekki meirihlutaeigandi

MIKLAR umræður hafa verið að undanförnu um hugsanlega sameiningu Norðurorku á Akureyri, RARIK og Orkúbú Vestfjarða í eitt orkufyrirtæki og sýnist sitt hverjum. Meira
6. september 2002 | Innlendar fréttir | 80 orð

Námskeið í djúpslökun og hugleiðslu

SÍTA, frá Skandinavíska jóga- og hugleiðsluskólanum, heldur eins dags námskeið í Reykjavík sunnudaginn 8. september. Lögð verður áhersla á djúpslökunar- og hugleiðsluaðferðir. Námskeiðið verður haldið í Bolholti 4, 4. hæð. Það byrjar kl. 9 og lýkur kl. Meira
6. september 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 183 orð | 1 mynd

Neyðarmiðstöð tekur á sig mynd

FRAMKVÆMDUM við stækkun húsnæðis Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins að Skógarhlíð 14 miðar vel áfram. Ráðgert er að taka hluta byggingarinnar í notkun í desember. Að sögn Björns Gíslasonar, framkvæmdastjóra SHS fasteigna ehf. Meira
6. september 2002 | Miðopna | 505 orð | 1 mynd

Orð í tíma töluð

EIRÍKUR Tómasson, forseti lagadeildar Háskóla Íslands (HÍ), segir að honum finnist þetta vera orð í tíma töluð, hann taki undir margt sem þar komi fram. Meira
6. september 2002 | Innlendar fréttir | 145 orð

Pennar seldir til styrktar Krabbameinsfélaginu

UM helgina verða seldir pennar um land allt til styrktar starfi Krabbameinsfélagsins, en slík sala er orðin árviss. Selt verður við verslanir og gengið í hús þar sem því verður við komið. Meira
6. september 2002 | Suðurnes | 71 orð

Portúgalskir dagar

PORTÚGALSKIR dagar verða á öllum veitingahúsum í Grindavík dagana 6. til 8. september, í tilefni af opnun Saltfiskseturs Íslands. Hópur matreiðslunema frá Portúgal kemur til að leiðbeina við matseldina. Meira
6. september 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 339 orð | 1 mynd

"Fór hálfur ofan í sjó til að koma böndum á hana"

"ÉG held að þetta sé örugglega stærsta lúða sem veiðst hefur á sjóstöng hér við land," segir Ólafur Björnsson um 131,5 kg lúðu sem Bandaríkjamaður setti í norðaustur af Garðsskaga fyrir rúmum átta árum. Meira
6. september 2002 | Innlendar fréttir | 434 orð | 2 myndir

"Mikil ævintýraveröld niðri í hrauninu"

NÝFUNDIÐ hellakerfi í Skaftáreldahrauni er talið ein merkasta hellauppgötvun hér á landi hin síðari ár en þar eru hellar á stærð við lengsta helli landsins, Surtshelli í Hallmundarhrauni. Meira
6. september 2002 | Erlendar fréttir | 142 orð

"Skákmót aldarinnar"

TÍU af beztu skákmönnum Rússlands munu mæta tíu þekktum skákmeisturum frá öðrum löndum heims á fjögurra daga skákmóti sem hefst í Moskvu á sunnudag. Meira
6. september 2002 | Erlendar fréttir | 172 orð | 1 mynd

Reykur þjakar Moskvubúa

ÍBÚAR Moskvu áttu í andnauð í gær, er reykjarmökkur frá skógareldum í grennd við borgina lagðist yfir hana og bættist ofan á þá loftmengun sem fyrir var frá verksmiðjum og bílaumferð. Meira
6. september 2002 | Erlendar fréttir | 881 orð | 1 mynd

Rússar erta Bandaríkjamenn

EFTIR því sem bandarísk stjórnvöld beita Rússa meiri þrýstingi um að hætta við viðskiptasamninga við Íran, Írak og Norður-Kóreu virðast samskipti Rússlandsstjórnar við löndin sem George W. Meira
6. september 2002 | Erlendar fréttir | 315 orð | 1 mynd

Sakaðir um föðurmorð

ANNAR tveggja bræðra, sem ákærðir hafa verið fyrir að hafa myrt föður sinn, sagði lögreglu við yfirheyrslu að fyrsta höggið með hafnaboltakylfu í höfuð mannsins hefði hljómað "eins og þegar tré brestur eða lendir á steinsteypu", að því er fram... Meira
6. september 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 298 orð

Samið um nýja aðstöðu fyrir frjálsar íþróttir

BORGARRÁÐ hefur samþykkt að ganga til samninga við rekstraraðila Egilshallar um leigu á aðstöðu fyrir frjálsíþróttaiðkun. Er með þeirri samþykkt fallið frá því að hafna tilboði um slíka leigu. Meira
6. september 2002 | Akureyri og nágrenni | 301 orð

Segja gögn um menntun ekki rétt

FULLTRÚAR Samfylkingar og L-lista gagnrýndu fyrirtækið Mannafl, sem sá um að fara yfir og greina umsóknir um stöðu deildarstjóra íþrótta- og tómstundamála, á fundi bæjarstjórnar fyrr í vikunni. Meira
6. september 2002 | Akureyri og nágrenni | 127 orð

Síðasta sýningarhelgi

SÝNINGUNNI "Milli goðsagnar og veruleika; nútímalist frá arabaheiminum" lýkur á sunnudag, 8. september, í Listasafninu á Akureyri. Meira
6. september 2002 | Innlendar fréttir | 394 orð | 2 myndir

Sjóbirtingur veiðist vel

HÖRKUVEIÐI var í Vatnamótunum neðan Klausturs í byrjun vikunnar, veiðihópur sem þá var á svæðinu í tvo daga veiddi 42 sjóbirtinga og menn settu í og misstu fullt af fiski til viðbótar, að sögn Arnar Hjálmarssonar í Útilífi sem fylgist grannt með gangi... Meira
6. september 2002 | Innlendar fréttir | 217 orð

Skipverji féll útbyrðis í Faxaflóa

SKIPVERJI á dragnótabátnum Reykjaborg RE-25 bjargaðist giftusamlega eftir að hafa fallið útbyrðis á áttunda tímanum í gærkvöld, en þá var báturinn í Faxaflóa, um 20 sjómílur norður af Reykjavík. Meira
6. september 2002 | Erlendar fréttir | 280 orð | 1 mynd

Skopast að kúrekanum Blair

TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, er dyggasti stuðningsmaður George W. Bush Bandaríkjaforseta í baráttunni gegn hryðjuverkum. Meira
6. september 2002 | Miðopna | 1078 orð | 1 mynd

Skóli er forvörn í sjálfu sér

ÝMISLEGT er gert í forvarnarmálum í grunn- og framhaldsskólum. Í framhaldsskólum geta nemendur leitað með vandamál sín tengd neyslu vímuefna til sérstaks forvarnarfulltrúa. Meira
6. september 2002 | Innlendar fréttir | 437 orð | 1 mynd

Skrikaði fótur og féll niður snarbratta hlíð

RÚMLEGA 40 björgunarsveitarmenn ásamt slökkviliði og lögreglu voru kallaðir út eftir að unglingsstúlka féll um 20 metra niður bratta hlíð Múlafjalls í Botnsdal um hádegisbil í gær. Meira
6. september 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 300 orð | 1 mynd

Sturtur, klefar og sundlaugin friðuð

FYRIRKOMULAG búnings- og sturtuklefa í Sundhöll Reykjavíkur er einstakt að sögn Magnúsar Skúlasonar, framkvæmdastjóra húsafriðunarnefndar ríkisins. Meira
6. september 2002 | Innlendar fréttir | 25 orð

Styrktarhlaup á laugardag

RANN hlaupið sem sagt var frá í blaðinu í gær að færi fram sunnudaginn 8. september hefur verið fært yfir á laugardag, 7. september, klukkan... Meira
6. september 2002 | Akureyri og nágrenni | 45 orð

Sumarlok í Samlaginu

"SUMARLOK" nefnist gluggasýning sem verður í Samlaginu/Listhúsi, í Kaupvangsstræti á Akureyri dagana 7. til 15. september. Meira
6. september 2002 | Innlendar fréttir | 275 orð | 1 mynd

Svipuð niðurstaða og í kosningunum 1999

SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR, Samfylking og Vinstrihreyfingin - grænt framboð auka fylgi sitt lítillega frá síðustu alþingiskosningum fyrir þremur árum, en Framsóknarflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn tapa fylgi ef marka má niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar... Meira
6. september 2002 | Suðurnes | 195 orð | 1 mynd

Sýning á verkum 40 félagsmanna

MENNINGAR- og fjölskylduhátíðin Ljósanótt 2002 var sett í Reykjanesbæ í gær um leið og opnuð var sýning á verkum 40 félagsmanna í Myndlistarfélagi Reykjanesbæjar. Meira
6. september 2002 | Höfuðborgarsvæðið | 540 orð | 1 mynd

Sölubann er þýðingarmesta aðgerðin

SIGMAR B. Hauksson, formaður Skotveiðifélags Íslands, segir að sölubann sé þýðingarmesta aðgerðin til að vernda rjúpnastofninn auk þess sem félagið leggi til að friðað svæði í nágrenni Reykjavíkur verði stækkað og rannsóknir auknar. Meira
6. september 2002 | Innlendar fréttir | 249 orð

Tekur marga mánuði að leiða málið til lykta

ÓVÍST er hvenær rannsókn Samkeppnisstofnunar á málefnum Eimskipafélags Íslands lýkur en að sögn Guðmundar Sigurðssonar, forstöðumanns samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunar, er þó ljóst að taka mun allmarga mánuði að leiða málið til lykta. Meira
6. september 2002 | Akureyri og nágrenni | 247 orð

Tilboð Ístaks ógilt að mati Ríkiskaupa

RÍKISKAUP hafa sent erindi til kærunefndar útboðsmála og óskað eftir því að kærunefndin staðfesti þá skoðun Ríkiskaupa að tilboð Ístaks og Nýsis í byggingu rannsókna- og nýsköpunarhús við Háskólann á Akureyri sé ógilt. Júlíus S. Meira
6. september 2002 | Innlendar fréttir | 262 orð

Tóbaksframleiðandi hefur stefnt ríkinu

TÓBAKSFRAMLEIÐANDINN British American Tobacco, eitt stærsta tóbaksfyrirtæki heims, hefur höfðað mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur gegn Jóni Kristjánssyni heilbrigðisráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins. Meira
6. september 2002 | Akureyri og nágrenni | 204 orð

Tónleikaferð til Grænlands

SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Norðurlands heldur í tónleikaferð til Nuuk á Grænlandi á mánudag, 9. september. Héðan fer 45 manna hljómsveit og heldur tvenna stórtónleika í Katuaq, norræna menningarhúsinu í Nuuk. Meira
6. september 2002 | Innlendar fréttir | 56 orð

Umræðufundur um stjórnmálaástandið

ÞJÓÐMÁLARITIÐ KREML boðar til Kremlarkvölds um stjórnmálaástandið á veitingastaðnum Café Victor í Hafnarstræti á föstudagskvöldið nk. 7. september kl. 20. Meira
6. september 2002 | Innlendar fréttir | 112 orð | 1 mynd

Úrfelli í Eyjafirði

SJALDAN er ein báran stök, sólarminnsti mánuður á Akureyri í þrettán ár er rétt að baki og ekki hefur betra tekið við. Á Akureyri rigndi eins og hellt væri úr fötu í allan gærdag og muna menn vart annað eins. Meira
6. september 2002 | Innlendar fréttir | 104 orð

Úrskurðurinn var staðfestur

HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að heimilt sé að rita niður upplýsingar úr skrá um stofnfjáreigendur í SPRON. Stofnfjáreiganda var í sumar meinað að rita skrá um stofnfjáreigendur í SPRON. Meira
6. september 2002 | Innlendar fréttir | 780 orð | 1 mynd

Varðveisla til framtíðar

Halldóra Ásgeirsdóttir fæddist í Hafnarfirði 1956. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1976 og vann í Þjóðminjasafni Íslands 1976-1979. Lauk BS-prófi í forvörslu frá Forvörsluskólanum í Kaupmannahöfn árið 1982. Hefur unnið við forvörslu á Þjóðminjasafni Íslands síðan 1983. Hún er formaður í Íslandsdeild Félags norrænna forvarða og hefur setið í stjórn kjaradeildar Félags íslenskra fræða. Halldóra Ásgeirsdóttir er gift Birki Árnasyni lyfjafræðingi og eiga þau tvö börn. Meira
6. september 2002 | Landsbyggðin | 188 orð

Vika símenntunar á Suðurlandi

VIKA símenntunar verður haldin á Suðurlandi dagana 8.-14. september undir yfirskriftinni Símenntun í atvinnulífinu. Það er Fræðslunet Suðurlands sem stendur fyrir þessu átaki og hvetur fólk á öllum aldri til að afla sér þekkingar. Meira
6. september 2002 | Innlendar fréttir | 1112 orð | 1 mynd

Vilja kynnast íslenskum landbúnaði af eigin raun

RÁÐSTEFNA undir yfirskriftinni "Sjálfbær matvælaframleiðsla" verður haldin á Hótel Sögu nk. miðvikudag þar sem rætt verður um mikilvægi ferðaþjónustu og framleiðslu afurða á sjálfbæran hátt og í sátt við umhverfið. Meira
6. september 2002 | Innlendar fréttir | 148 orð

Vill beita sér fyrir opnun heilabilunardeildar

ÓLAFUR Örn Haraldsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar Alþingis, segist munu beita sér fyrir því, í góðri samvinnu við heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra, við gerð fjáraukalaga, að Landspítalinn - háskólasjúkrahús fái þær... Meira

Ritstjórnargreinar

6. september 2002 | Leiðarar | 790 orð

Tímamót hjá Marel

Hátæknifyrirtækið Marel hefur tekið í notkun nýjar höfuðstöðvar við Austurhraun í Garðabæ. Nýja húsið er sérsniðið að starfsemi fyrirtækisins og allt hið glæsilegasta. Meira
6. september 2002 | Staksteinar | 400 orð | 2 myndir

Örveirur og matvæli

Ljóst er, að baráttan við salmonellu og fleiri vágesti af líkum toga er viðvarandi og mun vaxa að umfangi. Það mun kosta bændur bæði fjármuni og aukna vinnu. Þetta segir Bændablaðið. Meira

Menning

6. september 2002 | Fólk í fréttum | 409 orð | 1 mynd

24 tíma teiti

KVIKMYNDIN 24 Hour Party People verður frumsýnd í kvöld. Hér er á ferð bresk mynd um tónlistarlandslagið í Manchester á árunum '76 til '92, allt frá síðpönki til dansrokks. Meira
6. september 2002 | Fólk í fréttum | 257 orð | 1 mynd

ASTRÓ Salsastemning með salsadönsurum frá Kramhúsinu.

ASTRÓ Salsastemning með salsadönsurum frá Kramhúsinu. CAFÉ CATALÍNA Sváfnir Sigurðarsson. CAFÉ ROMANCE Ray Ramon og Mete Gudmundsen spila. CAFFÉ KÚLTURE Indverskir dagar. Indverskar veitingar, létt tónlistarkynning og indverskir tónar fram á nótt. Meira
6. september 2002 | Fólk í fréttum | 412 orð | 1 mynd

Bíðið með að binda ykkur!

Leitandi einstæðum sálum ætti að vegna vel í höndum sálfræðinemans og hárgreiðslukonunnar sem munu leiða saman líka einstaklinga í beinni útsendingu í vetur. Meira
6. september 2002 | Fólk í fréttum | 189 orð | 1 mynd

Bræður munu berjast

Nýja-Sjáland 2000. Góðar stundir VHS. (100 mín.) Bönnuð innan 16 ára. Leikstjórn Sam Pillsbury. Aðalhlutverk Temuera Morrison, Lawrence Makoare. Meira
6. september 2002 | Fólk í fréttum | 88 orð

Campbell gift kona

NAOMI Campbell hefur tilkynnt að hún hafi gengið í hjónaband með spænsku fyrirsætunni Enrique Palacio í rómantískri bátsferð um Miðjarðarhafið. Palacio er nokkrum árum yngri en Campbell og er lítið þekktur miðað við eiginkonuna. Meira
6. september 2002 | Menningarlíf | 98 orð

Garngrafík í Ráðhúsinu

DANSKA myndlistarkonan Ulla Tarp Danielsen, opnar sýningu á verkum sínum í Ráðhúsi Reykjavíkur, í dag, laugardag, kl. 15. Þar sýnir hún "garngrafik" eða myndir ofnar úr garni og er nafn sýningarinnar "Det ufuldendtes kraft". Meira
6. september 2002 | Menningarlíf | 675 orð | 1 mynd

Grín um nútímakonur

Í hinu nýja verki Skjallbandalagsins, "Beyglur með öllu", sem frumsýnt verður í Iðnó í kvöld, er líf kvenna í samtímanum tekið til nákvæmrar skoðunar, og kómedían þar notuð til að draga fram þann fáránleika og kannski þann sannleika sem býr... Meira
6. september 2002 | Menningarlíf | 26 orð | 1 mynd

Götumyndir á Eyrarbakka

Í RAUÐA húsinu á Eyrarbakka stendur nú yfir sýning Hafliða Magnússonar, rithöfundar og teiknara, á lituðum teikningum. Um er að ræða götumyndir frá Eyrarbakka, Stokkseyri og... Meira
6. september 2002 | Fólk í fréttum | 305 orð | 1 mynd

Hafið tilnefnt til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna

EVRÓPSKA kvikmyndaakademían hefur tilnefnt kvikmyndina Hafið eftir Baltasar Kormák til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna 2002 og er það eina íslenska kvikmyndin sem tilnefnd er að þessu sinni. Verðlaunin verða veitt á vegum akademíunnar í Róm 7. desember. Meira
6. september 2002 | Menningarlíf | 356 orð

Helena djassar að nýju

Helena Eyjólfsdóttir, söngur, Sigurður Flosason, altósaxófón, Agnar Már Magnússon, orgel, og Pétur Grétarsson, trommur. Laugardaginn 31. ágúst 2002. Meira
6. september 2002 | Menningarlíf | 110 orð

Innsetning hjá Sævari Karli

ÓLÖF Björg Björnsdóttir myndlistarmaður opnar sína fimmtu einkasýningu í dag, laugardag, kl. 14 í Galleríi Sævars Karls. Um sýningu sína segir Ólöf Björg m.a.: "Hún er innsetning og byggir á litrófi tilfinninga og upplifunar. Meira
6. september 2002 | Menningarlíf | 327 orð | 1 mynd

Kjarnorkuslys í jómfrúferð

Smárabíó, Regnboginn og Borgarbíó Akureyri frumsýna K-19: The Widowmaker með Harrison Ford, Peter Stebbings, Liam Neeson, Peter Sarsgaard og Joss Ackland. Meira
6. september 2002 | Menningarlíf | 83 orð

Komst einnig í úrslit

Ungt ljóðskáld í Garðabæ, Bjarki Páll Eysteinsson, var í hópi þeirra 33 sem komust í úrslit alþjóðlegu ljóðlistakeppninnar sem haldin var á Netinu í sumar. Meira
6. september 2002 | Menningarlíf | 270 orð | 1 mynd

Leiðsögn um sjö minjastaði

FORNLEIFAVERND ríkisins gefur almenningi kost á að skoða sjö minjastaði víða um land í dag og á morgun með leiðsögn sérfræðinga. Minjarnar tengjast fiskveiðum og siglingum. Meira
6. september 2002 | Menningarlíf | 69 orð | 1 mynd

Leikaraskipti í Björk

LEIKRIT Þorvaldar Þorsteinssonar And Björk, of course ... verður sýnt á nýjan leik í Borgarleikhúsinu, eftir sumarhlé, og verður fyrsta sýningin í kvöld. Það er leikhópur undir stjórn Benedikts Erlingssonar sem leikur í verkinu. Meira
6. september 2002 | Menningarlíf | 544 orð | 2 myndir

Leikfélag sem á engan sinn líka

Leikfélag Sólheima sýnir söngleikinn Hárið okkar í Borgarleikhúsinu á morgun kl. 14. Heiða Jóhannsdóttir ræddi við Eddu Björgvinsdóttur sem leikstýrir hópnum. Meira
6. september 2002 | Fólk í fréttum | 359 orð | 1 mynd

Minority Report Stórfengleg afþreying frá Spielberg,...

Minority Report Stórfengleg afþreying frá Spielberg, bæði dulúðug framtíðarsýn og spennandi glæpareyfari. Ein af myndum ársins. Amen. (S.V.)**** Smárabíó, Laugarásbíó, Borgarbíó, Sambíóin (Ak. Meira
6. september 2002 | Menningarlíf | 133 orð | 2 myndir

Óperusöngur á hátíðasýningum

NÚ stendur yfir skráning nýrra félaga í Vinafélag Íslensku óperunnar. M.a. býðst félagsmönnum einum að hlýða á óperusöngvarana Kristin Sigmundsson og Gunnar Guðbjörnsson leiða saman hesta sína á sérstökum hátíðarsýningum á Rakaranum í Sevilla 29. og 30. Meira
6. september 2002 | Menningarlíf | 83 orð

Skartgripahönnuður hjá Ófeigi

SÝNING á verkum Eero Lintusaari skartgripahönnuðar og Harri Syrjanen, gullsmiðs og leðursmiðs, verður opnuð á morgun, laugardag, kl. 16. Þetta er í þriðja sinn sem Harri sýnir í Listhúsi Ófeigs. Meira
6. september 2002 | Menningarlíf | 259 orð | 1 mynd

Stjórnlaus rokksagnfræði í háborg tónlistarinnar

Háskólabíó og Sambíóin í Mjódd frumsýna 24 Hour Party People með Steve Coogan, Paddy Considine, Lennie James, Andy Serkis og Shirley Henderson. Meira
6. september 2002 | Menningarlíf | 135 orð

Sýningu lýkur

Listasafn Akureyrar Sýningunni Milli goðsagnar og veruleika lýkur á sunnudag. Sýningin kemur frá hinu konunglega fagurlistasafni Jórdaníu í Amman. Meira
6. september 2002 | Kvikmyndir | 399 orð

Tilvist Guðs og geimvera

Leikstjórn og handrit: M. Night Shyamalan. Kvikmyndataka: Tak Fujimoto. Tónlist: James Newton Howard. Aðalhlutverk: Mel Gibson, Joaquin Phoenix, Rory Culkin, Abigail Breslin og Cherry Jones. Sýningartími: 118 mín. Bandaríkin. Touchstone Pictures, 2002. Meira
6. september 2002 | Tónlist | 487 orð

Tilþrifamikill og glæsilegur flutningur

Trío Nordica flutti verk eftir Rakhmanínov, Brahms og frumflutti tríó eftir Hauk Tómasson. Þriðjudagurinn 3. september 2002. Meira
6. september 2002 | Menningarlíf | 57 orð

Tónlistarhátíð UNM

Föstudagur - Nú stendur yfir tónlistarhátíð ungra norrænna tónlistarmanna, UNM, og verða tónleikar í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi, kl. 20.30. Meira
6. september 2002 | Menningarlíf | 169 orð | 1 mynd

Úr söngbók Gunna Þórðar

GUNNAR Þórðarson verður með tónleika í Stapanum í kvöld kl. 22 sem eru hluti af menningarhátíðinni Ljósanótt sem nú stendur yfir í Reykjanesbæ. "Þetta er dagskrá með mínum eigin lögum eingöngu," sagði Gunnar í samtali við Morgunblaðið. Meira
6. september 2002 | Menningarlíf | 299 orð | 1 mynd

Úthlutað úr Styrktarsjóði Önnu Nordal í dag

Á hádegi í dag verður veitt viðurkenning úr Styrktarsjóði Önnu Karólínu Nordal. Til sjóðsins var stofnað árið 1990 með peningagjöf frá Önnu, og er tilgangur hans að styrkja efnilega söngnemendur til náms. Anna Karólína Nordal fæddist 6. Meira

Umræðan

6. september 2002 | Aðsent efni | 834 orð | 1 mynd

Aukin útgjöld til heilbrigðismála?

Ég hvet Landspítala, segir Ólafur Örn Haraldsson, til að endurskoða þessa ákvörðun strax. Meira
6. september 2002 | Aðsent efni | 579 orð | 1 mynd

Á að sökkva krónunni?

Það sem íslenskt þjóðfélag þolir sízt er óróinn, sveiflurnar, jafnvægisleysi og agaleysi á öllum sviðum, segir Ingólfur Guðbrandsson í opnu bréfi til ríkisstjórnar og Seðlabanka Íslands. Meira
6. september 2002 | Bréf til blaðsins | 362 orð

Fjölskylduvænt sumarorlof

ÞAÐ er tilhlökkunarefni allra þegar sumarleyfi nálgast, þá undirbýr fjölskyldan langþráð frí þar sem allir ætla að eiga góðar stundir saman hvort sem tjaldinu og tilheyrandi viðlegubúnaði er dröslað út í bíl og ekið af stað út í óvissuna eða þá að haldið... Meira
6. september 2002 | Bréf til blaðsins | 322 orð | 1 mynd

Mikill er mátturinn

STEFÁN Kjærnested, framkvæmdastjóri Atlantsskipa, ber sér duglega á brjóst í Morgunblaðinu á laugardag. Hann virðist stjórnlaus í sjálfshóli og telur sig vera mikla himnasendingu til handa íslenskri þjóð. Meira
6. september 2002 | Bréf til blaðsins | 503 orð

Naten-safi SÍÐASTLIÐIÐ 1½ ár hef ég...

Naten-safi SÍÐASTLIÐIÐ 1½ ár hef ég annað slagið keypt aloe vera-safa sem mælt er með við ójafnvægi í maga og ýmsum öðrum smákvillum. Á umbúðum er safinn sagður framleiddur fyrir NATEN International ehf., Íslandi. Meira
6. september 2002 | Aðsent efni | 469 orð | 1 mynd

"Treystum vor heit"

Öll þjóðin, segir Helga St. Hróbjartsdóttir, á kirkjusókn í Þingvallakirkju. Meira
6. september 2002 | Aðsent efni | 940 orð | 1 mynd

Skýrsla stjórnvalda um sjálfbæra þróun

Meira er gert en nokkru sinni fyrr, segir Hjörleifur Guttormsson, úr orkuauðlindum landsins. Meira
6. september 2002 | Bréf til blaðsins | 109 orð

Varnir í umferðinni

SÍFELLT fær maður fréttir, bæði í blöðum og sjónvarpi, af alvarlegum slysum í umferðinni, jafnvel banaslysum. En það hafa ekki allir efni á að eiga og reka bíl og nota strætó í staðinn eða leigubíl þegar þannig vill til. Meira
6. september 2002 | Aðsent efni | 791 orð | 1 mynd

Vetni og framtíðarbíllinn

Framtíðarbíllinn, knúinn efnarafala, segir Kristján Kristinsson, mun ekki nota vetnisgas frá vetnisstöðvum. Meira
6. september 2002 | Bréf til blaðsins | 27 orð | 1 mynd

Þessir duglegu drengir héldu tombólu og...

Þessir duglegu drengir héldu tombólu og söfnuðu 6.936 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands. Þeir heita Steinarr Ingólfsson, Valgeir Daði Einarsson, Guðlaugur Már Ingi björnsson og Anton Helgi... Meira

Minningargreinar

6. september 2002 | Minningargreinar | 1404 orð | 1 mynd

ERLA JÓNSDÓTTIR

Erla Jónsdóttir fæddist að Múla í Álftafirði 23. maí 1948. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 25 ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurborg Björnsdóttir og Jón Karlsson. Meira  Kaupa minningabók
6. september 2002 | Minningargreinar | 1708 orð | 1 mynd

ERLENDUR JÓN BJÖRGVINSSON

Erlendur Jón Björgvinsson fæddist á Barði í Fljótum í Skagafjarðarsýslu hinn 4. ágúst 1944. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítala - háskólasjúkrahúss við Hringbraut hinn 30. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans eru Björgvin Márusson, f. 5. Meira  Kaupa minningabók
6. september 2002 | Minningargreinar | 1380 orð

HÖRÐUR TRAUSTI FRIÐFINNSSON

Hörður Trausti Friðfinnsson fæddist í Reykjavík 8. nóvember 1953. Hann lést á heimili sínu 30. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans eru Rut Gíslína Gunnlaugsdóttir, f. 21.9. 1928, d. 28.9. 1970, og Friðfinnur Guðjónsson, f. 7.5.1929. Meira  Kaupa minningabók
6. september 2002 | Minningargreinar | 4139 orð | 1 mynd

MAGNÚS JÓNSSON

Magnús Jónsson óperusöngvari var fæddur í Reykjavík 31. maí 1928. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut mánudaginn 26. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Agnes Oddgeirsdóttir húsmóðir, f. 11. september 1906, d. 9. Meira  Kaupa minningabók
6. september 2002 | Minningargreinar | 4684 orð | 1 mynd

SIGURBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR

Sigurbjörg Guðmundsdóttir fæddist á Hundastapa í Mýrasýslu 27. júlí 1929. Hún lést af slysförum 21. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðmundur Jónsson og Sigurbjörg Ólafsdóttir, bændur á Hundastapa. Systkini hennar eru Jón, f. 1927, d. Meira  Kaupa minningabók
6. september 2002 | Minningargreinar | 1490 orð | 1 mynd

STEINUNN GUÐMUNDSDÓTTIR

Steinunn Guðmundsdóttir fæddist í Hafnarfirði 7. mars 1929, en fluttist ung að árum að Móakoti á Vatnsleysuströnd og síðan til Reykjavíkur. Hún lést á heimili sínu 27. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðmundur Kristjánsson, f. 28.4. Meira  Kaupa minningabók
6. september 2002 | Minningargreinar | 2328 orð | 1 mynd

SVANHILDUR STEINSDÓTTIR

Svanhildur Steinsdóttir fæddist í Neðra-Ási í Hjaltadal 17. okt. 1918. Hún lést á heimili sínu 26. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Steinn Stefánsson, f. 30. nóv. 1882 á Stóru-Brekku í Fljótum, d. 9. maí 1954, og Soffía Jónsdóttir. f. 10. Meira  Kaupa minningabók
6. september 2002 | Minningargreinar | 2339 orð | 1 mynd

SVEINN SKAFTASON

Sveinn Ingimar Skaftason fæddist á Ytri-Mælifellsá í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði 14. desember 1931. Hann lést á heimili sínu 30. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Skafti Magnússon, verkamaður, Sauðárkróki, f. 17. ágúst 1902, d. 14. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

6. september 2002 | Viðskiptafréttir | 694 orð

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 126 96 122...

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 126 96 122 958 116,926 Flök/Bleikja 400 400 400 28 11,200 Gellur 515 515 515 25 12,875 Gullkarfi 107 5 99 16,983 1,680,212 Hlýri 225 112 162 10,156 1,641,611 Háfur 50 5 48 176 8,395 Keila 86 30 67 5,021 336,050 Kinnar 210 210... Meira
6. september 2002 | Viðskiptafréttir | 878 orð | 2 myndir

Baugur samþykkir sölu á Arcadia

PHILIP Green, milljarðamæringur sem efnast hefur á viðskiptum með verslunarkeðjur, tilkynnti í gær að hann hefði náð samkomulagi við Baug um að kaupa 20% hlut Baugs í Arcadia. Meira
6. september 2002 | Viðskiptafréttir | 369 orð

KAUP Kaupþings á 55% hlut í...

KAUP Kaupþings á 55% hlut í sambankaláni Norðurljósa af þremur erlendum bönkum hafa vakið verðskuldaða athygli og um leið spurningar um áhrif þess á aðra banka sem standa að sambankaláni. Meira
6. september 2002 | Viðskiptafréttir | 440 orð

Kaupþing fer of hratt í sakirnar

BJÖRN Wolrath, stjórnarformaður JP Nordiska, er einn þeirra stjórnarmanna sem Kaupþing óskar ekki eftir að sitji lengur í stjórninni. Meira
6. september 2002 | Viðskiptafréttir | 463 orð

Kom í veg fyrir samstarf við Þorbjörn-Fiskanes

KER hf., eignarhaldsfélag Olíufélagsins hf., hefur keypt hlut Arnar Erlingssonar, útgerðarmanns, í útgerðarfélaginu Festi. Um er að ræða 42,93% hlut en fyrir áttu Ker hf. og dótturfélag þess, Íshaf hf., um 15,06% hlut í félaginu. Meira
6. september 2002 | Viðskiptafréttir | 74 orð

Krónan hækkar um 1%

GENGI íslensku krónunnar hækkaði um 1% í líflegum viðskiptum á millibankamarkaði í gær, samkvæmt upplýsingum frá gjaldeyrisborði Íslandsbanka. Viðskipti námu 12,3 milljörðum króna, en sala á hlut Baugs í Arcadia hafði mikil áhrif. Meira
6. september 2002 | Viðskiptafréttir | 344 orð

Verulega dregur úr viðskiptahallanum

SAMKVÆMT bráðabirgðauppgjöri Seðlabanka Íslands var 3,3 milljarða króna viðskiptahalli við útlönd á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við 29,8 milljarða króna halla á sama tíma í fyrra. Meira
6. september 2002 | Viðskiptafréttir | 135 orð | 1 mynd

Vélmenni vinnur 4-6 störf

SIGURÐUR Ágústsson ehf. í Stykkishólmi hefur keypt pökkunarlínu og vélmenni af Eltak ehf. til að bregðast við auknum umsvifum í kavíarvinnslu félagsins. Vélmennið sem um ræðir er frá Soco System í Danmörku og raðar stykkjum í kassa og kössum á bretti. Meira

Fastir þættir

6. september 2002 | Árnað heilla | 36 orð | 1 mynd

70 ÁRA afmæli .

70 ÁRA afmæli . Í gær, fimmtudaginn 5. september, varð sjötug Sigurrós Sigtryggsdóttir, Einigrund 6, Akranesi. Hún tekur á móti ættingjum og vinum á heimili dóttur sinnar og tengdasonar á Bjarkargrund 28, Akranesi, sunnudaginn 8. september kl.... Meira
6. september 2002 | Árnað heilla | 20 orð | 1 mynd

90 ÁRA afmæli .

90 ÁRA afmæli . Vestur-Íslendingurinn og Íslandsvinurinn, Fanney Stefánsson, 408-610 Portage ave., Winnipeg, Manitoba, Kanada , er níræð í dag, föstudaginn 6.... Meira
6. september 2002 | Fastir þættir | 92 orð

Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík...

Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ásgarði í Glæsibæ mánud. 26. ágúst 2002. 24 pör. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S : Kristján Ólafss. - Friðrik Hermannss. 270 Birgir Sigurðsson - Sigrún Pétursd. 252 Sæmundur Björnss. Meira
6. september 2002 | Fastir þættir | 27 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Bridsfélag Hreyfils Byrjað verður að spila n.k. mánudag 9. sept kl. 19.30 í Hreyfilshúsinu. Tvímenningur, upphitun. Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti. Keppnisstjóri í vetur verður Eiríkur... Meira
6. september 2002 | Fastir þættir | 299 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

AUSTUR opnar á hindrunarsögn og doblar síðan slemmu suðurs. Það er augljóst að doblið er af útspilsætt, því ekki vantar tvo ása: Austur gefur; allir á hættu. Meira
6. september 2002 | Fastir þættir | 122 orð

Félag eldri borgara í Hafnarfirði Eldri...

Félag eldri borgara í Hafnarfirði Eldri borgarar í Hafnarfirði spila brids, tvímenning, í Hraunseli, Flatahrauni 3, tvisvar í viku, á þriðjudögum og föstudögum. Það vantar fleira fólk í brids. Mæting kl. 13.30. Spilað var 20. ágúst. Meira
6. september 2002 | Dagbók | 645 orð

Glatt á hjalla í Hjallakirkju

ÞAÐ er alltaf gaman á haustin þegar vetrarstarf kirknanna fer í gang því þá vakna þær af sumardvalanum og kalla fólk til kirkju á ný. Hjallakirkja í Kópavogi er þar engin undantekning. Meira
6. september 2002 | Viðhorf | 849 orð

Gleymist allt?

"Ekkert minna en svardagar og þinglýsingarhæfar yfirlýsingar dygðu til að slá út loforð þau sem borgarstjóri hefur gefið, svo staða þeirra sem hvetja hann til þingframboðs er afar sérstök." Meira
6. september 2002 | Dagbók | 163 orð

Laugarneskirkja .

Laugarneskirkja . Mömmumorgunn kl. 10 í umsjá Aðalbjargar Helgadóttur. Kaffispjall fyrir mæður, góð upplifun fyrir börn. Boðunarkirkjan, Hlíðasmára 9. Samkomur alla laugardaga kl. 11-12.30. Lofgjörð, barnasaga, prédikun og biblíufræðsla. Meira
6. september 2002 | Dagbók | 875 orð

(Sak. 7, 9.)

Í dag er föstudagur 6. september, 249. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Svo segir Drottinn allsherjar: Dæmið rétta dóma og auðsýnið hver öðrum kærleika og miskunnsemi. Meira
6. september 2002 | Fastir þættir | 143 orð | 1 mynd

SKÁK - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

1. d4 Rf6 2. Bg5 e6 3. e4 h6 4. Bxf6 Dxf6 5. Rf3 d5 6. Rbd2 c6 7. Bd3 Rd7 8. De2 dxe4 9. Rxe4 Df4 10. g3 Dc7 11. 0-0-0 b6 12. Bc4 Be7 13. Kb1 Bb7 14. Re5 Rxe5 15. dxe5 Dxe5 16. Meira
6. september 2002 | Fastir þættir | 444 orð

Víkverji skrifar...

FYRR á þessu ári las Víkverji grein í bandarísku dagblaði um sigurgöngu DVD-spilara þar í landi. Meira
6. september 2002 | Dagbók | 65 orð

ÞÚFAN

Frá jafnsléttu foldar sitt höfuð hún hóf, þá hnyklaði frostbólgan svörðinn. Er runninn var þelinn, sinn rótarvef óf sem ramlegast þolvirka jörðin. Meira

Íþróttir

6. september 2002 | Íþróttir | 212 orð

Arnar vekur athygli vestanhafs

ARNAR Hrafn Jóhannsson, fyrrverandi leikmaður Víkings og Vals, hefur byrjað tímabilið í bandarísku háskólaknattspyrnunni afar vel. Meira
6. september 2002 | Íþróttir | 114 orð

Ágústa Edda samdi við Arrahona

ÁGÚSTA Edda Björnsdóttir, handknattleikskona úr Gróttu/KR, hefur gert eins árs samning við spænska 1. deildarliðið Arrahona. Meira
6. september 2002 | Íþróttir | 334 orð | 1 mynd

* ÁRNI Gautur Arason markvörður er...

* ÁRNI Gautur Arason markvörður er eini leikmaðurinn sem hefur verið í byrjunarliði A-landsliðs Íslands í knattspyrnu í öllum fimm landsleikjum ársins. Gegn Kúveit, Sádi-Arabíu, Brasilíu, Noregi og Andorra . Meira
6. september 2002 | Íþróttir | 189 orð

Eiður vildi ekki fara frá Chelsea

Eiður Smári Guðjohnsen, landsliðsmaður í knattspyrnu, sagði í fyrradagvið sjónvarpsstöðina Chelsea TV, sem rekin er af félagi hans í Englandi, að hann hefði ekki viljað fara frá Chelsea þrátt fyrir miklar vangaveltur um það í sumar. Meira
6. september 2002 | Íþróttir | 93 orð

Elín í ellefta sæti á EM

ELÍN Óskarsdóttir er í ellefta sæti eftir annan keppnisdaginn á Evrópumóti landsmeistara í keilu sem nú stendur yfir í Schiedam í Hollandi. Elín er með samtals 3. Meira
6. september 2002 | Íþróttir | 369 orð | 1 mynd

* ÍSLAND og Ungverjaland hafa mæst...

* ÍSLAND og Ungverjaland hafa mæst sex sinnum í A-landsleik í knattspyrnu. Hvor þjóð hefur sigrað þrívegis en Ungverjar hafa skorað 9 mörk gegn 6 mörkum Íslendinga . * ÞJÓÐIRNAR voru saman í riðli í undankeppni EM 1996. Meira
6. september 2002 | Íþróttir | 372 orð | 1 mynd

* ÍSLENDINGAR sjá alfarið um dómgæsluna...

* ÍSLENDINGAR sjá alfarið um dómgæsluna í viðureign 21 árs liða Íslands og Ungverjalands sem hefst kl. 13 á morgun á Vilhjálmsvelli á Egilsstöðum . Bragi Bergmann dæmir leikinn og aðstoðardómarar eru þeir Guðmundur Jónsson og Marinó Þorsteinsson . Meira
6. september 2002 | Íþróttir | 224 orð

Keppir Vala í tugþraut?

Talsverðar líkur eru á því að Vala Flosadóttir, Íslandsmethafi í stangarstökki kvenna utanhúss, taki þátt í tugþrautarkeppni í Þýskalandi um aðra helgi. Meira
6. september 2002 | Íþróttir | 55 orð

KNATTSPYRNA 2.

KNATTSPYRNA 2. deild karla, lokaumferð: Leiknisvöllur: Leiknir R - Léttir 18 Garðsvöllur: Víðir - Njarðvík 18 Skallagr.völlur: Skallagrímur - KS 18 Sauðárkr. Meira
6. september 2002 | Íþróttir | 40 orð

KNATTSPYRNA Vináttulandsleikur Lúxemborg - Ísrael 0:5...

KNATTSPYRNA Vináttulandsleikur Lúxemborg - Ísrael 0:5 Udi 2, Badir, Keise, Benayun. Meira
6. september 2002 | Íþróttir | 94 orð

Kópavogssund á sunnudag Kópavogssundið, sem er...

Kópavogssund á sunnudag Kópavogssundið, sem er sundkeppni fyrir almenning, fer fram í Sundlaug Kópavogs sunnudaginn 8. ágúst nk. í níunda sinn. Sundið stendur frá kl. 8-21. Þar keppir hver þátttakandi við sjálfan sig um hversu langan veg hann syndir. Meira
6. september 2002 | Íþróttir | 157 orð

Langþráðar breytingar í Brasilíu

FORRÁÐAMENN knattspyrnusambandsins í Brasilíu hafa boðað gagngerar breytingar á deildakeppninni þar í landi og munu breytingarnar taka gildi fyrir keppnistímabilið árið 2003. Meira
6. september 2002 | Íþróttir | 111 orð

Manchester United bannar ævisögur

LEIKMENN enska stórliðsins Manchester United fá ekki í framtíðinni að skrifa ævisögu sína á meðan þeir leika með félaginu, sagði talsmaður félagsins, David Gill, í gær við enska fjölmiðla. Meira
6. september 2002 | Íþróttir | 81 orð

Montgomery til Njarðvíkur

KÖRFUKNATTLEIKSDEILD Njarðvíkur hefur komist að samkomulagi við bandaríska leikmanninni Sacha Montgomery um að hún leiki með kvennaliði félagsins í úrvalsdeildinni í vetur. Montgomery lék með Siena háskólanum en hún er 1. Meira
6. september 2002 | Íþróttir | 534 orð | 1 mynd

"Draumaliðið" lagt að velli í fyrsta sinn

EFTIR 58 sigurleiki í röð kom loks að því að bandaríska karlalandsliðið í körfuknattleik, skipað atvinnumönnum úr NBA-deildinni, tapaði leik á stórmóti. Meira
6. september 2002 | Íþróttir | 184 orð | 1 mynd

Ragnar sleit krossband

RAGNAR Óskarsson, landsliðsmaður í handknattleik sem leikur með franska liðinu Dunkerque, varð fyrir alvarlegum hnémeiðslum í æfingaleik með liði sínu á dögunum. Krossband í öðru hné slitnaði auk þess sem liðþófinn skaddaðist. Meira
6. september 2002 | Íþróttir | 30 orð | 1 mynd

Rúnar Kristinsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í...

Rúnar Kristinsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu og sá leikjahæsti frá upphafi, ásamt nýliðanum Atla Sveini Þórarinssyni á æfingu landsliðsins í gær en á morgun mæta Íslendingar liði Ungverja á... Meira
6. september 2002 | Íþróttir | 1214 orð | 1 mynd

Sérleiðirnar verða erfiðar viðureignar

ERFITT verður að spá fyrir um sigurvegara í Rally Reykjavík sem hófst í morgun á Lyngdalsheiðinni. Meira
6. september 2002 | Íþróttir | 115 orð

Sigfús lék vel með Magdeburg

SIGFÚS Sigurðsson átti mjög góðan leik með þýska handknattleiksliðinu Magdeburg í fyrrakvöld þegar liðið sigraði ísraelska liðið ASA Tel Aviv í æfingaleik, 35:23. Meira
6. september 2002 | Íþróttir | 682 orð | 1 mynd

Ungverjar eru hentugir andstæðingar

ÍSLAND mætir Ungverjalandi í vináttulandsleik í knattspyrnu á Laugardalsvellinum á morgun. Þetta er annar heimaleikurinn af fjórum á síðari hluta ársins og sá síðasti áður en riðlakeppni Evrópumóts landsliða hefst. Meira
6. september 2002 | Íþróttir | 139 orð

Woods með á ÓL í Peking?

FRAMKVÆMDASTJÓRN Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC) samþykkti á fundi sínum í lok ágúst að mæla með því við nefndina að keppt verði í golfi á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

6. september 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 893 orð | 2 myndir

Allir saman í hring

Á Austurvelli og víðar stendur fólk saman í hring og leikur listir sínar með lítinn bolta. Inga Rún Sigurðardóttir ræddi við vinina Braga Bergþórsson og Guðmund Thoroddsen um "Hacky Sack", eða sekkjaspark, sem þeir segja vinalega hópíþrótt. Meira
6. september 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 494 orð | 1 mynd

Fljótari að glósa með tölvunni

ÉG held að það langdýrasta við skólann sé maturinn. Það er svo mikið umstang við að taka með sér nesti í skólann," segir Egill Moran Friðriksson, sem er á fyrstu önn á náttúrufræðibraut í Menntaskólanum við Hamrahlíð. "Ég borga 5. Meira
6. september 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 255 orð

Góðar reglur til að styðjast við:...

Góðar reglur til að styðjast við: Staður: Vendu þig á að læra alltaf á sama stað þar sem vel fer um þig. Lýsing: Hafðu vel bjart í kringum þig. Hitastig: Gott er að hafa svalt í herberginu. Næði: Mikilvægt er að hafa gott næði. Meira
6. september 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 89 orð | 1 mynd

KR-stúlkur tvöfaldir meistarar

KR varð bikarmeistari í knattspyrnu kvenna um helgina og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í vikunni. Stúlkurnar í KR hafa haft mikla yfirburði í knattspyrnunni í sumar. Þær unnu Val 4-3 í bikarúrslitunum eftir að hafa komist í 4-0 eftir klukkutíma. Meira
6. september 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 554 orð | 1 mynd

Kýs að vinna ekki með skólanum

BJÖRG Valgeirsdóttir er á öðru ári í viðskiptafræðideild í Verslunarskóla Íslands. Hún hefur ekki ákveðið hvað hún gerir í framhaldi af náminu þar en gæti hugsað sér að fara í lögfræði. Meira
6. september 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 446 orð | 1 mynd

Skipulagið mikilvægast

Í UPPHAFI skólaárs er ýmislegt sem foreldrar þurfa að hafa í huga svo árangur barna þeirra verði sem bestur að loknum vetri. Eitt af því er heimanámið, sem stundum vill verða útundan í samkeppni um tíma í stundaskrá fjölskyldunnar. Meira
6. september 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 1109 orð | 7 myndir

Skór hafa sál

Lárus G. Lúðvígsson opnaði skóverslun í Reykjavík árið 1877 og niðjar hans hafa fetað í fótsporin. Fimmti ættliðurinn, Óskar Axel Óskarsson, segir Sveini Guðjónssyni sögu forfeðranna í skóbransanum og ræðir um reynslu sína í hönnun og framleiðslu á skóm. Meira
6. september 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 744 orð | 3 myndir

Skyldur og réttindi vormanna Íslands

Það getur verið vandasamt að vera í framhaldsskóla því svo virðist sem margir vilji lifa eins og fjárhagslega sjálfstæðir einstaklingar um leið og þeir eru launalausir við að afla sér menntunar. Guðjón Guðmundsson skoðaði fjárhagslegar og sálrænar hliðar málsins. Meira
6. september 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 144 orð | 1 mynd

Stóraukin framlög Bandaríkjanna til þróunarmála

RÁÐSTEFNU Sameinuðu þjóðanna í Jóhannesarborg í Suður-Afríku um sjálfbæra þróun lauk í fyrradag. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, boðaði stóraukin framlög Bandaríkjamanna til umhverfis- og þróunarmála á ráðstefnunni. Meira
6. september 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 562 orð

Tölvan með öllu kostaði 150.000 krónur

EINAR Ólafsson, bókavörður og ljóðskáld, á tvö börn í Menntaskólanum í Kópavogi. Hann segir það vissulega nokkra fjárhagslega skuldbindingu að eiga börn í framhaldsskóla. Meira
6. september 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 402 orð | 4 myndir

Undir Nausthömrum

NÝTT alþjóðlegt fyrirtæki í skóbransanum, UN Iceland , hefur kynnt nýja línu í skóhönnun, en fyrirtækið er byggt á rótgrónum íslenskum grunni, með reynslu fimm ættliða í skógerð og skóverslun, allt frá árinu 1877. Meira
6. september 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 226 orð | 1 mynd

Viðamesta sýningin á Íslandi til þessa

ÍSLENSKU sjávarútvegssýningunni lýkur á morgun. Hún hefur staðið yfir í Smáranum í Kópavogi síðan á miðvikudag og er viðamesta sýningin á Íslandi til þessa. UM 800 fyrirtæki frá 37 löndum taka þátt í sýningunni. Meira
6. september 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 433 orð

Þurfum að hlúa betur að framhaldsskólanemendum

MEIRI þrýstingur er á unglinga að ljúka framhaldsskólanámi og ganga menntaveginn enn lengra að því loknu en áður var, að mati Björns Harðarsonar sálfræðings. Meira
6. september 2002 | Daglegt líf (blaðauki) | 363 orð | 1 mynd

Þúsund sinnum á fimm mínútum

SEKKJASPARK er nútímaíþrótt, upprunnin í Oregon í Bandaríkjunum árið 1972 eftir fyrstu kynni Johns Stalbergers og Mikes Marshalls. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.