Greinar sunnudaginn 29. júní 2003

Forsíða

29. júní 2003 | Forsíða | 208 orð

Landakotsskólinn með bestu útkomuna

LÍTILL munur var á meðaltali skólanna á samræmdum prófum 10. bekkjar í vor. Meira
29. júní 2003 | Forsíða | 247 orð | 1 mynd

Skortur á raforku og eldsneyti skapar vanda

TÍU vikum eftir að Bandaríkjamenn náðu völdum í Írak vantar enn mikið upp á að innri stoðir samfélagsins virki sem skyldi. Meira
29. júní 2003 | Forsíða | 158 orð

Staðfesta vopnahlé

MOHAMMED al-Hindi, leiðtogi Íslamsks Jihad, herskárra samtaka Palestínumanna, lýsti því yfir í gær að samtökin hefðu fallizt á að stöðva árásir á Ísraela í þrjá mánuði. Meira
29. júní 2003 | Forsíða | 79 orð

Stúlkur hærri í stærðfræði og ensku

STÚLKUR stóðu sig betur en piltar í stærðfræði og ensku á samræmdu prófunum í vor í fyrsta skipti í langan tíma. Meðaleinkunn þeirra í stærðfræði var 5,2 en 4,8 hjá piltum. Í ensku fengu stúlkur 5,1 en piltar 4,7. Meira
29. júní 2003 | Forsíða | 84 orð | 1 mynd

Vilja breyta útihúsunum við Ásbyrgi í gestastofu

UPPI eru hugmyndir um að byggja upp gestastofu í þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfrum og kalla Gljúfrastofu, og vonast Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir þjóðgarðsvörður til að draumurinn verði að veruleika innan fárra ára. Meira

Baksíða

29. júní 2003 | Baksíða | 117 orð | 2 myndir

Hannes Hólmsteinn ritar ævisögu Halldórs Laxness

HANNES Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, vinnur að ritun ævisögu Halldórs Laxness og á fyrsta bindið af þremur að koma út í haust. Meira
29. júní 2003 | Baksíða | 273 orð | 1 mynd

Nýr vegur um Lyngdalsheiði undirbúinn

UNDIRBÚNINGUR að lagningu nýs uppbyggðs heilsársvegar með bundnu slitlagi yfir Lyngdalsheiði milli Þingvalla og Laugarvatns er í fullum gangi. Vegurinn styttir leiðina milli Reykjavíkur og Laugarvatns og uppsveita Árnessýslu um 20 kílómetra. Meira
29. júní 2003 | Baksíða | 193 orð

Samkeppni á kjörtímabilinu

EFNT verður til samkeppni um framtíðarskipulag Vatnsmýrar- og flugvallarsvæðisins á kjörtímabili Reykjavíkurlistans í borginni, að því er fram kemur í viðtali við Þórólf Árnason borgarstjóra í blaðinu. Meira
29. júní 2003 | Baksíða | 145 orð

Skorað á ÍSÍ að mótmæla

FIMM félög, sem vinna að jafnréttismálum, hafa skrifað Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands (ÍSÍ) bréf þar sem athygli er vakin á áformum borgaryfirvalda í Aþenu að fjölga vændishúsum þar í borg fyrir Ólympíuleikana 2004. Meira
29. júní 2003 | Baksíða | 80 orð | 1 mynd

Sumarið er tími styttri og lengri útreiðartúra

"Það er stormur og frelsi í faxins hvin, sem fellir að brjóstinu dægursins ok. Jörðin, hún hlakkar af hófadyn. Sem hverfandi sorg er jóreyksins fok." Svo kvað skáldið Einar Benediktsson en sumarið er tími útreiðartúra. Meira

Fréttir

29. júní 2003 | Innlendar fréttir | 118 orð

60 ár frá stofnun Stokkseyringafélagsins

Í TILEFNI þess að 60 ár eru liðin frá stofnun Stokkseyringafélagsins í Reykjavík og nágrenni ætlar félagið að gefa upplýsingaskilti sem sett verður upp við Þuríðarbúð. Meira
29. júní 2003 | Innlendar fréttir | 200 orð | 1 mynd

Alþjóðlegt atskákmót á Grænlandi

ALÞJÓÐLEGT atskákmót, Greenland Open 2003, hófst á Grænlandi í gær til minningar um gamlan Íslandsvin, málvísindamann og skákfrömuð, Daniel Willard Fiske. Lýkur mótinu á morgun, mánudag, en alls eru tefldar níu umferðir. Meira
29. júní 2003 | Innlendar fréttir | 1044 orð | 1 mynd

Auka má fljótasiglingar og nýta sérstöðu dýralífs

Í skýrslu um nýtingu fimm hálendissvæða í framtíðinni kemur fram að ýmis uppbygging þurfi að fara fram þar til að taka við auknum fjölda ferðamanna. Jóhannes Tómasson dregur fram nokkur þessara atriða. Meira
29. júní 2003 | Innlendar fréttir | 56 orð

Ákærðir fyrir smygl á hassi

LÖGREGLUSTJÓRINN í Reykjavík hefur ákært tvo menn, Breta og Þjóðverja, fyrir smygl á þremur til fjórum kg af hassi til landsins um síðastliðin mánaðamót. Meira
29. júní 2003 | Innlendar fréttir | 214 orð

Áskorun til stjórnvalda

FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA hefur borist áskorun frá Verkfræðingafélagi Íslands,VFÍ, og Tæknifræðingafélagi Íslands, TÍ, til stjórnvalda um að veita ekki erlendum aðilum starfsleyfi sem verkfræðingar eða tæknifræðingar án þess að ákveðin skilyrði séu uppfyllt. Meira
29. júní 2003 | Innlendar fréttir | 102 orð

Á þriðja tug sauðfjár fyrir bílum

EKIÐ var á kind skammt vestan Hafnar í Hornafirði í fyrrinótt og daginn áður var ekið á lamb í Suðursveit. Í hvorugu tilvikinu lifðu skepnurnar af en í öðru þeirra urðu talsverðar skemmdir á ökutækinu. Meira
29. júní 2003 | Innlendar fréttir | 226 orð

Bjartsýnn vegna góðs atvinnuástands

ATVINNUÁSTAND hjá byggingarmönnum í Eyjafirði hefur verið með besta móti undanfarið. Það sést til dæmis á því að undantekningarlítið hafa tilboð sem borist hafa í einstök verk á Akureyri verið nokkuð yfir kostnaðaráætlunum. Meira
29. júní 2003 | Innlendar fréttir | 268 orð

Bréf Ellerts komin í hendur Júlíusar

FORYSTA Íþrótta- og ólympíusambands Íslands hefur afhent Júlíusi Hafstein, fyrrverandi forseta Ólympíusambandsins, afrit af bréfum sem Ellert B. Meira
29. júní 2003 | Innlendar fréttir | 606 orð | 2 myndir

Búist við þreföldum fjölda gesta í ár

UMTALSVERÐAR nýjungar hafa litið dagsins ljós í Kerlingarfjöllum á síðustu þremur árum með breyttum áherslum í þjónustu við gesti staðarins. Meira
29. júní 2003 | Innlendar fréttir | 179 orð | 2 myndir

Byggingaverslanir sameinaðar

KAUPFÉLAG Borgfirðinga opnaði nýja verslun að Egilsholti 2, Borgarnesi, þar sem KB byggingavörur og búrekstrardeild KB sameinuðust í nýju húsi. Hin nýja bygging er við nýtt hringtorg þar sem Vesturlandsvegur og Ólafsvíkurvegur mætast. Meira
29. júní 2003 | Innlendar fréttir | 244 orð | 1 mynd

Doktor í lyfjaefnafræði

*GUNNAR Þór Gunnarsson varði nýlega doktorsritgerð sína á sviði lyfjaefnafræði við Virginia Commonwealth háskólann í Richmond, Virginíu í Bandaríkjunum. Meira
29. júní 2003 | Innlendar fréttir | 765 orð | 1 mynd

Eigum nánast enga bragfræði

Þórður Helgason er dósent við Kennaraháskólann. Hann fæddist í Reykjavík árið 1947 og ólst þar upp. Þórður lauk BA í íslensku við Háskóla Íslands árið 1972 og cand. mag. árið 1977. Hann er giftur Jóhönnu Hauksdóttur og eiga þau saman soninn Hauk. Meira
29. júní 2003 | Innlendar fréttir | 135 orð | 1 mynd

Ein fullkomnasta sorpbifreið landsins

SORPSAMLAG Strandasýslu festi fyrir nokkru kaup á sorpbifreið sem mun ein sú alfullkomnasta á landinu. Bíllinn er af gerðinni Volvo fm 12 með pressukassa frá Norba og kostar fullbúinn tæpar 13 milljónir króna. Meira
29. júní 2003 | Innlendar fréttir | 443 orð | 2 myndir

Einstakt í heiminum

HOLLVINASAMTÖK gufubaðs og smíðahúss á Laugarvatni hafa hafið skipulagsvinnu um framtíð gufubaðsins og nágrennis. Gufubaðið á Laugarvatni er eina náttúrulega gufubaðið fyrir almenning í heiminum en það er byggt yfir hver. Meira
29. júní 2003 | Innlendar fréttir | 302 orð

Fagnaðarerindið og súrmjólkurdrifnar kvöldvökur

Í KIRKJUMIÐSTÖÐINNI á Eiðum hafa verið starfræktar sumarbúðir mörg undanfarin ár. Þar dvelja um 200 börn yfir sumarið og koma flest af Austurlandi, þó nokkur komi norðan að og sunnan. Sr. Meira
29. júní 2003 | Innlendar fréttir | 167 orð

Fangelsi fyrir tilraun til nauðgunar

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt 19 ára gamlan karlmann í 18 mánaða fangelsi fyrir tilraun til nauðgunar í tjaldi á hestamannamóti í Skagafirði sl. sumar. Ákærði var einnig dæmdur til að greiða konunni 300 þúsund krónur í miskabætur. Meira
29. júní 2003 | Innlendar fréttir | 146 orð

Forseti Þýskalands til Íslands

FORSETI Þýskalands, dr. Johannes Rau, er væntanlegur í þriggja daga opinbera heimsókn til Íslands í boði forseta Íslands hinn 1. júlí. Meira
29. júní 2003 | Innlendar fréttir | 173 orð

Gengið á Þríhyrning í dag

UNGMENNAFÉLAG Íslands stendur í sumar fyrir göngu- og útivistarverkefnunum "Göngum um Ísland" og "Fjölskyldan á fjallið". Verkefnin fóru formlega af stað í gær en þá var gengið um skáldaslóð í Mosfellsdal. Í dag kl. 14. Meira
29. júní 2003 | Innlendar fréttir | 159 orð | 1 mynd

Grasrótin efld

SAMBAND íslenskra sveitarfélaga og Áfengis- og vímuvarnarráð hafa efnt til samstarfsverkefnis um forvarnir. Verkefnið er til þriggja ára og ber heitið "Vertu til!" en því er ætlað að efla áfengis- og fíkniefnaforvarnir sveitarfélaga. Meira
29. júní 2003 | Innlendar fréttir | 48 orð

Gæsluvarðhald framlengt um viku

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur framlengt gæsluvarðhald yfir varnarliðsmanni um eina viku en lögreglan í Reykjavík hafði farið fram á tveggja vikna framlengingu. Meira
29. júní 2003 | Innlendar fréttir | 233 orð | 1 mynd

Göngustígur upp á sjávarkampinn í Beruvík

HÓPUR af hörkukörlum úr Lionsklúbbi Nesþinga ásamt tveimur valkyrjum sem eru starfsmenn þjóðgarðsins Snæfellsjökuls unnu það afrek fyrir nokkru að næstum fullgera göngustíg upp á sjávarkampinn neðan við Klofning í Beruvík. Meira
29. júní 2003 | Innlendar fréttir | 66 orð

Hafnarstrætismáli áfrýjað

RÍKISSAKSÓKNARI hefur áfrýjað til Hæstaréttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir sakborningunum tveimur sem hlutu fangelsisdóma fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða Magnúsar Freys Sveinbjörnssonar í Hafnarstræti í maí á síðasta ári. Meira
29. júní 2003 | Innlendar fréttir | 1917 orð | 1 mynd

Háskóli Íslands útskrifar 775 kandídata

EFTIRTALDIR 775 kandídatar voru brautskráðir frá Háskóla Íslands í Laugardalshöll laugardaginn 21. júní s.l: Guðfræðideild (14) Cand. theol. Meira
29. júní 2003 | Innlendar fréttir | 77 orð | 1 mynd

Heyskapur við Reynihlíð

SLÁTTUR hófst í Mývatnssveit á sólstöðum og strax á mánudag er verið að hirða tún í Reykjahlíð og Vogum. Varla er um að tala betri verkun en þessa því að grasið þornar undan sláttuvélinni og er komið í rúllu næsta dag. Meira
29. júní 2003 | Innlendar fréttir | 203 orð | 1 mynd

Húsavíkurstofa, upplýsingamiðstöð ferðamála

HÚSAVÍKURSTOFA, upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn var opnuð í versluninni Strax í gamla kaupfélagshúsinu við fjölmenna athöfn á dögunum. Meira
29. júní 2003 | Innlendar fréttir | 155 orð

Ístak bauð lægst í vörumiðstöð Samskipa

ÍSTAK átti lægsta tilboð, upp á rúma tvo milljarða króna, í lokuðu útboði Samskipa í nýja vörumiðstöð skipafélagsins á Holtabakka. Meira
29. júní 2003 | Innlendar fréttir | 51 orð | 1 mynd

Jaðrakan snyrtir sig

ÞESSI fallegi jaðrakan var að þrífa sig við Vatnsholt á Snæfellsnesi í blíðskaparveðri og virti fyrir sér veiðimenn sem voru að renna fyrir fisk í ánum þar. Meira
29. júní 2003 | Innlendar fréttir | 72 orð

Kærður fyrir nauðgun

LÖGREGLAN í Hafnarfirði hefur yfirheyrt karlmann á grundvelli nauðgunarkæru sem rúmlega þrítug kona lagði inn hjá lögreglu í byrjun þessa mánaðar. Meira
29. júní 2003 | Innlendar fréttir | 285 orð

Leitað til EFTA-dómstólsins í máli Sæunnar Axels ehf.

HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hefur ákveðið að leita ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins varðandi meint tollalagabrot og brot gegn almennum hegningarlögum í tengslum við útflutning á 804 tonnum af afurðum fiskvinnslufyrirtækisins Sæunnar Axels ehf. Meira
29. júní 2003 | Innlendar fréttir | 97 orð

Loðnuvinnslan í markvissri uppbyggingu starfsmanna

TUTTUGU sérhæfðir fiskvinnslumenn hafa verið útskrifaðir úr námi hjá Loðnuvinnslunni hf. Meira
29. júní 2003 | Innlendar fréttir | 179 orð | 1 mynd

Mikill afli um Stöðvarfjörð

GOTT atvinnuástand hefur verið hér á Stöðvarfirði það sem af er þessu ári. Frá því í lok febrúar hafa tveir af ísfisktogurum Samherja hf. landað hér á Stöðvarfirði. Það eru skipin Margret EA-710 og Björgólfur EA-312. Frá 26. febrúar til 23. Meira
29. júní 2003 | Innlendar fréttir | 204 orð | 1 mynd

Námsferðir og nemendaskipti milli Íslands og Svíþjóðar

ÁRIÐ 1997 hófust skipulagðar náms- og nemendaskiptaferðir hjá sænskunemum í Menntaskólanum við Hamrahlíð og Agneborgsgymnasiet í Uddevalla í Svíþjóð. Meira
29. júní 2003 | Innlendar fréttir | 59 orð

"Uppnám" í íslenskum stjórnmálum

ÁÆTLANIR Bandaríkjastjórnar um að draga verulega úr varnarviðbúnaði á Keflavíkurflugvelli hafa valdið "uppnámi" í íslenskum stjórnmálum, að því er fram kom í frétt hjá AFP -fréttastofunni frönsku í gær. Meira
29. júní 2003 | Innlendar fréttir | 683 orð | 1 mynd

Rannsakar uppruna náttúruverndar

NÁTTÚRUVERND í sögulegu ljósi var meginumfjöllunarefni bandaríska umhverfissagnfræðingsins Harrietar Ritvo, sem hélt fyrirlestur í Norræna húsinu sl. miðvikudag í boði Landverndar og Hins íslenska náttúrufræðafélags. Meira
29. júní 2003 | Innlendar fréttir | 195 orð | 1 mynd

Reykjatangi ehf. leigir eignir Héraðsskólans að Reykjum

ÁRIÐ 2001 keypti Húnaþing vestra allar eignir fyrrverandi Héraðsskólans á Reykjum í Hrútafirði af ríkissjóði. Markmiðið með kaupunum var að tryggja eftir föngum að framhald yrði á starfsemi á staðnum, en skólabúðir hafa verið á Reykjum frá árinu 1988. Meira
29. júní 2003 | Innlendar fréttir | 142 orð

Sjö fá inni í húsi Jóns Sigurðssonar

NEFND um úthlutun fræðimannsíbúðar samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn hefur lokið störfum og úthlutað íbúðinni frá 1. september 2003 til 31. ágúst 2004. Meira
29. júní 2003 | Innlendar fréttir | 31 orð

Sumarferð starfsmanna Múlalundar.

Sumarferð starfsmanna Múlalundar. Lokað verður eftir hádegi á morgun, mánudaginn 30. júní, vegna sumarferðar starfsfólks. Hér er um að ræða árlega ferð starfsfólks þar sem farið verður í Heiðmörk og... Meira
29. júní 2003 | Innlendar fréttir | 120 orð | 2 myndir

Sumargleði leikskólabarna

SUMARGLEÐI 250 leikskólabarna í Vestmannaeyjum var haldin á Stakkagerðistúni fyrir skömmu. Að sögn Ernu Ingólfsdóttur leikskólakennara er Sumargleðin að verða fastur þáttur í starfsemi allra leikskóla í Eyjum og dagmæðra. Meira
29. júní 2003 | Innlendar fréttir | 161 orð | 2 myndir

Sýningarstóll hvarf úr Kringlunni

PÉTUR B. Lúthersson húsgagnahönnuður saknar sárlega stóls sem hefur verið til sýnis á neðri hæð Kringlunnar í vikunni en hvarf með dularfullum hætti á fimmtudag. Meira
29. júní 2003 | Innlendar fréttir | 169 orð | 1 mynd

Vel tekið á móti fyrsta skemmtiferðaskipinu

FYRSTA skemmtiferðaskipið af sjö sem boðað hafa komu sína til Grundarfjarðar á þessu sumri lagðist að bryggju fyrr í mánuðinum. Skipið, sem nokkuð er komið til ára sinna, heitir Funchal og er skráð í Portúgal. Meira
29. júní 2003 | Innlendar fréttir | 157 orð

Viljum halda lyfjakostnaði í skefjum

SIGURBJÖRN Sveinsson, formaður Læknafélags Íslands, segir að þegar litið sé til lyfjaverðs hafi læknar lítil áhrif á þá þróun. Þeir hafi hins vegar áhrif á val lyfja, m.a. Meira
29. júní 2003 | Innlendar fréttir | 70 orð | 1 mynd

Vínbúð opnuð í Vík

ÁTVR hefur opnaði vínbúð í Víkurskála í Vík í Mýrdal, verslunarstjóri er Guðmundur Elíasson. Meira
29. júní 2003 | Innlendar fréttir | 168 orð

Yfirtökutilboð í Skýrr

OPIN kerfi Group hefur gert samninga um kaup á 22,63% hlutafjár í Skýrr hf. Opin kerfi Group átti fyrir 50,45% hlut í Skýrr í gegnum eignarhaldsfélag sitt, Opin kerfi Eignarhaldsfélag ehf. Meira
29. júní 2003 | Innlendar fréttir | 93 orð

Þrjár konur vígðar í Dómkirkjunni

ÞRJÁR konur verða vígðar í dag til starfa á vegum Þjóðkirkjunnar. Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, vígir tvær konur til prestsstarfa og eina til djáknastarfa við athöfn í Dómkirkjunni sem hefst kl. 14. Meira

Ritstjórnargreinar

29. júní 2003 | Leiðarar | 548 orð

Áleitnar spurningar

Sl. fimmtudag birtist hér í Morgunblaðinu bréf frá Kristínu Michelsen, þar sem hún beinir máli sínu til heilbrigðisráðherra, félagsmálaráðherra og alþingismanna. Meira
29. júní 2003 | Leiðarar | 2264 orð | 2 myndir

Reykjavíkurbréf

Stríðið í Írak á eftir að setja mark sitt á þróun mála á mörgum sviðum á næstu misserum. Meira
29. júní 2003 | Staksteinar | 342 orð

- Þýðir þögnin afnám hátekjuskattsins?

Birgir Ármannsson, nýkjörinn alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, er í svokölluðu netviðtali á frelsi.is. Í viðtalinu er m.a. Meira

Menning

29. júní 2003 | Leiklist | 661 orð

Að veiða sér vin

Höfundur handrits, brúðugerð og -hönnun og leikstjórn: Helga Steffensen. Leikstjóri hljóðupptöku: Sigrún Edda Björnsdóttir. Höfundur Stubbs: Bengt Nielsen. Endursögn Stubbs á íslensku: Vilbergur Júlíusson. Myndskreyting Stubbs: Greta Janus Nielsen. Meira
29. júní 2003 | Fólk í fréttum | 711 orð | 2 myndir

Afar SKE-mmtilegt

Hljómsveitin Ske vermdi gesti Hróarskeldu degi fyrir opnun með tónleikum á tjaldsvæði hátíðarinnar. Arnar Eggert Thoroddsen fylgdist með og tók meðlimi tali eftir atið. Meira
29. júní 2003 | Tónlist | 735 orð

Djassinn og dægurlagið

Óskar Guðjónsson og félagar. Óskar Guðjónsson tenórsaxófónn, Ómar Guðjónsson gítar og Róbert Þórhallsson rafbassi. Sunnudagskvöldið 22.6. 2003. Meira
29. júní 2003 | Menningarlíf | 30 orð

Í DAG , sunnudaginn 29.

Í DAG , sunnudaginn 29. júní, verður opnuð sýning Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur í Gallery xie xie, Xiamen í Kína. Opnun sýningarinnar er liður í verki Aðalheiðar "40 sýningar á 40... Meira
29. júní 2003 | Menningarlíf | 261 orð

Kiljur

ÚT eru komnar fimm kiljur af Útkalls-bókum Óttars Sveinssonar um sannar frásagnir af slysum og björgunum. Bækurnar eru allar prentaðar í Danmörku en Stöng gefur út. Meira
29. júní 2003 | Fólk í fréttum | 845 orð | 1 mynd

Lifandi þjóðlög

Platan 22 ferðalög með KK og Magnúsi Eiríkssyni kemur út eftir helgina. Inga Rún Sigurðardóttir ræddi við KK, Magnús og útgefandann Óttar Felix Hauksson um þennan sameiginlega söngarf þjóðarinnar. Meira
29. júní 2003 | Menningarlíf | 2285 orð | 1 mynd

Nautn í stað neyslu

SAMLÍKING við Ólympíuleika eða heimsmeistaramót er algeng þegar Feneyjatvíæringinn ber á góma, hann er eins konar heimsmeistarakeppni listamanna og hefur sem slíkur áþekkt vægi í listheiminum og stærstu mótin í heimi íþróttanna. Meira
29. júní 2003 | Menningarlíf | 124 orð

Niðjatal

Fagurhólsbræður úr Landeyjum , niðjatal Sigurðar Einarssonar, bónda í Fagurhól í Landeyjum, og Helgu Einarsdóttur konu hans, er nú komið út í nýrri og endurskoðaðri gerð. Meira
29. júní 2003 | Menningarlíf | 195 orð

Ný stjórn útgefenda

NÝKJÖRIN stjórn Félags íslenskra bókaútgefenda skipti með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi starfsársins 2003-4. Sigurður Svavarsson, Eddu, formaður (kjörinn á aðalfundi), Snæbjörn Arngrímsson, Bjarti, varaformaður, Gunnar H. Meira
29. júní 2003 | Bókmenntir | 499 orð

Opinskár og einlægur

eftir Eyþór Rafn Gissurarson. 47 bls. Pjaxi ehf. Garðabær, 2003. Meira
29. júní 2003 | Fólk í fréttum | 395 orð | 1 mynd

"Like a prayer" kveikir blossann fyrir leiki

OLGA Færseth er í flokki fremstu knattspyrnumanna landsins og átti stóran hlut í 4:0 sigri landsliðs kvenna í knattspyrnu á liði Ungverja fyrr í mánuðinum. Meira
29. júní 2003 | Fólk í fréttum | 266 orð | 1 mynd

Robbie Williams hefur viðurkennt að hann...

Robbie Williams hefur viðurkennt að hann sé háður þunglyndislyfjum. Í opinskáu viðtali við breska tímaritið Q sagði hann frá sjúkdómi sínum sem hann segir ættgengan. Í viðtalinu sagði söngfuglinn m.a.: "Ég held að ég sé ánægður vegna lyfjanna. Meira
29. júní 2003 | Fólk í fréttum | 907 orð | 3 myndir

Rokk, ról og menntaskólarómantík

SÖNGLEIKURINN Grease var frumsýndur í Borgarleikhúsinu á fimmtudagskvöldið en þetta er í þriðja sinn sem verkið er sett upp hérlendis á síðustu árum. Meira
29. júní 2003 | Bókmenntir | 522 orð | 1 mynd

Saga af eggjum og kjúklingum

Höfundur: Friðrik G. Olgeirsson. 302 bls. Útgefandi er Félag eggjaframleiðenda. - Reykjavík 2003. Meira
29. júní 2003 | Menningarlíf | 84 orð | 1 mynd

Sagnfræði

ÚT er komin bókin Hafnir á Reykjanesi - Saga byggðar og mannlífs í ellefu hundruð ár eftir Jón Þ. Þór . Sögusvið bókarinnar er Hafnir á Suðurnesjum. Við fáum innsýn í þróun byggðarinnar frá fyrstu tíð, kynnumst fólkinu og sögu hreppsins í texta Jóns Þ. Meira
29. júní 2003 | Menningarlíf | 139 orð | 1 mynd

Sívertsenshúsið opið í sumar

BYGGÐASAFN Hafnarfjarðar býður nú í sumar upp á nýtt yfirbragð sýningar í Sívertsens-húsi, elsta húsi Hafnarfjarðar. Meira
29. júní 2003 | Fólk í fréttum | 616 orð | 2 myndir

Sjálfsævisöguleg heiðríkja

Bandaríska söngkonan Gillian Welch hefur löngum haft einfaldleikann í hávegum. Ný skífa hennar, Soul Journey, kom því mörgum úr jafnvægi. Meira
29. júní 2003 | Fólk í fréttum | 222 orð | 1 mynd

Sjúklega fælinn spæjari

FYRRVERANDI rannsóknarlögreglumaðurinn Adrian Monk þjáist af ýmsum kvillum sem rekja má til þess að eiginkona hans var myrt og ekki tókst að klófesta morðingja hennar. Meira
29. júní 2003 | Menningarlíf | 887 orð | 2 myndir

Sóknarkirkja grafin upp í fyrsta sinn á Íslandi

UPPGREFTRI sem staðið hefur yfir á kirkjurústum í Reykholti lauk á föstudaginn var. "Við höfum aðallega verið að rannsaka kirkjurústina gömlu sem vitað var um sunnan við gömlu kirkjuna sem stendur enn þá og er nýbúið að gera upp. Meira
29. júní 2003 | Fólk í fréttum | 460 orð | 1 mynd

Sumarlegt Fiðrildi

Enn eitt sólskinssumarið er í uppsiglingu hjá bandinu Á móti Sól. Út er komin ný plata þeirra, Fiðrildi, og ræddi Ásgeir Ingvarsson við tvo meðlimi hljómsveitarinnar um aðdraganda útgáfunnar og ungu aðdáendurna. Meira
29. júní 2003 | Fólk í fréttum | 612 orð | 1 mynd

Til heiðurs Jónasi Árnasyni - aftur

RÉTT rúmt ár er liðið síðan írskuskotna þjóðlaga- og danslagahljómsveitin Papar gaf út plötuna Riggarobb þar sem Jónasi Árnasyni og söngtextum hans var hampað á þá vegu sem Pöpunum einum er lagið. Meira
29. júní 2003 | Fólk í fréttum | 232 orð | 1 mynd

Welles í Brasilíu

SAGT er að á meðan heimsstyrjöldin síðari geisaði hafi Nelson Rockefeller komið að máli við Orson Welles og beðið hann að búa til heimildarmynd sem sýndi vinatengslin á milli Bandaríkjanna og ríkja Suður-Ameríku, ekki síst til að koma í veg fyrir... Meira

Umræðan

29. júní 2003 | Bréf til blaðsins | 643 orð

Miðbæjarblús

Á UNDANFÖRNUM árum hefur aðsókn mín í miðborg Reykjavíkur minnkað mjög mikið. Hinn 17. júní síðastliðinn er ég rölti með fjölskyldunni niður Laugaveginn var ég að velta fyrir mér hver væri orsök þess að ég sækti verslun og þjónustu annað en í miðbæinn. Meira
29. júní 2003 | Aðsent efni | 1032 orð | 1 mynd

Stefnumótun í sauðfjárslátrun

Á VEGUM landbúnaðarráðuneytisins er komin út skýrsla svokallaðrar sláturhúsanefndar undir sömu yfirskrift og þeirri sem skreytir greinarkorn þetta. Meira
29. júní 2003 | Bréf til blaðsins | 144 orð

Ungliðar vilja að Reykjavíkurlistinn haldi sínu striki

Reykjavíkurlistinn hefur á síðustu árum staðið sig mjög vel við stjórnun borgarinnar. Samstarf flokkanna sem standa að Reykjavíkurlistanum hefur gengið vel þrátt fyrir ítrekaðar hrakspár pólitískra andstæðinga. Meira
29. júní 2003 | Aðsent efni | 1188 orð | 1 mynd

Vagga siðmenningar?

ÁRIÐ 2002 var ár menningarminja í aðildarlöndum menningarsáttmála Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Hinn 1. febrúar sl. tilnefndi ríkisstjórn Íslands Þingvelli á heimsminjaskrá UNESCO. Meira
29. júní 2003 | Bréf til blaðsins | 462 orð | 1 mynd

Þekkir þú konuna á myndinni?

Þekkir þú konuna á myndinni? ÞESSI mynd var tekin í Kent á Englandi. Konan til vinstri heitir Gunnvör.Vinkona hennar, Renata, sem er til hægri á myndinni, leitar hennar. Þeir sem geta gefið upplýsingar hafi samband í síma 8998306. Meira
29. júní 2003 | Bréf til blaðsins | 40 orð | 1 mynd

Þessir duglegu krakkar úr Kvíslunum héldu...

Þessir duglegu krakkar úr Kvíslunum héldu tombólu til styrktar Rauða krossi Íslands og söfnuðu þau kr. 8.939. Þau eru: Styrkár, Snæþór, Ásgrímur, Snorri, Páll Halldór, Elsa Björk, Sveinbjörg og Þóra Silja. Meira

Minningargreinar

29. júní 2003 | Minningargreinar | 210 orð | 1 mynd

AÐALHEIÐUR HALLDÓRA GUÐBJÖRNSDÓTTIR

Aðalheiður Halldóra Guðbjörnsdóttir fæddist á Ísafirði 9. nóvember 1938. Hún lést á Landspítala - háskólasjúkrahúsi í Fossvogi 20. júní síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði 26. júní. Meira  Kaupa minningabók
29. júní 2003 | Minningargreinar | 289 orð | 1 mynd

BORGÞÓR ÓMAR PÉTURSSON

Borgþór Ómar Pétursson fæddist í Reykjavík 24. febrúar 1949. Hann lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut fimmtudaginn 19. júní síðastliðinn og var útför hans gerð frá Víðistaðakirkju 26. júní. Meira  Kaupa minningabók
29. júní 2003 | Minningargreinar | 735 orð | 1 mynd

GUNNAR JÓNSSON

Gunnar Jónsson fæddist á Hæringsstöðum í Svarfaðardal 26. október 1924. Hann lést á heimili sínu á Dalvík 15. júní síðastliðinn og var útför hans gerð frá Dalvíkurkirkju 21. júní. Meira  Kaupa minningabók
29. júní 2003 | Minningargreinar | 634 orð | 1 mynd

HAUKUR JÓNASSON

Haukur Jónasson fæddist í Reykjavík 2. maí 1924. Hann lést í Landspítalanum við Hringbraut 18. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ingibjörg Guðmundsdóttir, f. 10.1. 1898, d. 13.10. 1929, og Jónas Þóroddsson blikksmiður f .15.10. 1891, d.... Meira  Kaupa minningabók
29. júní 2003 | Minningargreinar | 385 orð | 1 mynd

LONE KASTBERG REBSDORF

Lone Kastberg Rebsdorf fæddist á heimili foreldra sinna í "Turup gamle skole" á Fjóni í Danmörku 23. október 1968. Hún lést á sjúkrahúsinu í Eppendorf í Þýskalandi, 13. júní síðastliðinn og var útför hennar gerð frá kirkjunni í Hornslet á Jótlandi 20. júní. Meira  Kaupa minningabók
29. júní 2003 | Minningargreinar | 390 orð | 1 mynd

PÉTUR GUÐLAUGUR JÓNSSON

Pétur Guðlaugur Jónsson fæddist á Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd 9. október 1912. Hann lést á Dvalarheimilinu Eir 1. maí síðastliðinn og var útför hans gerð í kyrrþey 8. maí. Meira  Kaupa minningabók
29. júní 2003 | Minningargreinar | 747 orð | 1 mynd

STEFÁN GUÐMUNDSSON

Stefán Guðmundsson fæddist á Nýp á Skarðsströnd 8. júní 1913. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 3. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Digraneskirkju 11. júní. Meira  Kaupa minningabók
29. júní 2003 | Minningargreinar | 672 orð | 1 mynd

VALDIMAR JÓNSSON

Valdimar Jónsson fæddist í Árbæ í Reykhólasveit 19. ágúst 1950. Hann lést af slysförum 30. maí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Reykhólakirkju 7. júní. Meira  Kaupa minningabók
29. júní 2003 | Minningargreinar | 1209 orð | 1 mynd

ÞORVALDUR KRISTJÁN JÓNSSON

Þorvaldur Kristján Jónsson fæddist á Akureyri 11. október 1918. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 19. júní síðastliðinn. Foreldrar Þorvaldar voru Sigurlína Sigurgeirsdóttir, f. 1879, og Jón Emil Tómasson, f. 1870. Meira  Kaupa minningabók

Daglegt líf

29. júní 2003 | Ferðalög | 236 orð | 1 mynd

Bjóða fjórhjólaferðir í Vík

ÞEIR sem leið eiga um Mýrdalinn á næstunni geta brugðið sér í fjórhjólaferð en í byrjun júnímánaðar hóf fyrirtækið Arcanum að bjóða slíkar ferðir frá Ytri Sólheimum í Mýrdal. Meira
29. júní 2003 | Ferðalög | 256 orð

Búið að laga veginn að Skoruvík

SEINNI part sumars í fyrra var ráðist í það að lagfæra veginn út að Skoruvík á Langanesi. Fram að því var ákaflega seinfarið um nesið og mikið af hvössu grjóti stóð í vegi. Meira
29. júní 2003 | Ferðalög | 195 orð | 2 myndir

Fátt sem toppar Snæfellsnes

LÖNGUFJÖRUR og Snæfellsjökull koma fyrst upp í hugann þegar Andri Már Ingólfsson er beðinn um að nefna sinn uppáhaldsstað á Íslandi. Meira
29. júní 2003 | Ferðalög | 348 orð | 2 myndir

Tölvutengingar á öllum herbergjum

NÝLEGA festu Hótelveitingar ehf. á Akureyri kaup á rekstri hótels við Brautarholt í Reykjavík. Ýmsar breytingar voru gerðar á hótelinu sem fékk nafnið Hótel Björk. Hildur Ómarsdóttir er hótelstjóri. Meira
29. júní 2003 | Ferðalög | 607 orð | 1 mynd

Vikan framundan 29/6-6/7

JÚNÍ - JÚLÍ 1. Barnadagar á Hólum . Á dagskrá er "Nýibær". 1. Fjallaskokk. Skokkarar, gönguhópur og aðrir sem vilja ganga þvert yfir Vatnsnesfjallið geta skráð sig hjá Gunnari Sveinssyni í síma 869 8099. Grill og glens og sund á eftir. 1. Meira

Fastir þættir

29. júní 2003 | Fastir þættir | 231 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson

Sabine Auken spilaði sitt fyrsta alþjóðamót í Brighton 1987. Meira
29. júní 2003 | Dagbók | 138 orð | 1 mynd

Háteigskirkja.

Háteigskirkja. Eldri borgarar. Félagsvist á morgun í Setrinu kl. 13. Pútt alla daga kl. 10 ef veður leyfir. Grafarvogskirkja. Bænahópur kl. 20. Tekið er við bænarefnum alla virka daga frá kl. 9-17 í síma 5879070. Lágafellskirkja. Meira
29. júní 2003 | Dagbók | 469 orð

(Jóh. 14, 6.)

Í dag er sunnudagur 29. júní 180. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Jesús segir við hann: Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins, nema fyrir mig. Meira
29. júní 2003 | Fastir þættir | 283 orð

Púðursnjór - lausamjöll

Velvildarmaður þessara pistla benti mér á eftirfarandi fyrisögn, sem stóð í Mbl. 6. apríl sl.: Ótrúlega gaman að aka í púðursnjó [feitletrað hér]. Þar segir frá snjósleðaferð í Klettafjöllunum í Kanada. Meira
29. júní 2003 | Fastir þættir | 213 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson

1. Rf3 Rf6 2. g3 g6 3. b3 Bg7 4. Bb2 0-0 5. Bg2 d6 6. d4 Rbd7 7. Rbd2 c6 8. 0-0 Dc7 9. e4 a5 10. a4 b6 11. He1 Ba6 12. h3 e5 13. dxe5 dxe5 14. Bf1 Bxf1 15. Kxf1 Had8 16. De2 Hfe8 17. Had1 Rc5 18. Kg2 Hd7 19. Dc4 Rh5 20. Rf1 Hxd1 21. Hxd1 Rf6 22. Meira
29. júní 2003 | Fastir þættir | 695 orð | 1 mynd

Tólf hetjur

Seint verður lærisveinunum tólf fullþakkað að hafa lagt af stað með hinn kristna boðskap út í heiminn forðum daga. Sigurður Ægisson lítur til þessara einstöku manna og bendir á að af þeim megi ýmislegt læra, þótt bráðum skilji þarna 20 aldir á milli. Meira
29. júní 2003 | Fastir þættir | 432 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

PÓSTSAMGÖNGUR á milli Kúbu og Íslands eru ekki upp á það besta, alltént er það reynsla Víkverja sem á dögunum fékk póstkort frá manni sem var á Kúbu í vor. Kortið var dagsett 16. apríl og sett í póst samdægurs ef marka má póststimpil. Meira
29. júní 2003 | Dagbók | 33 orð

VÍSA

Undrast öglis landa eik, hví vér erum bleikir. Fár verðr fagr af sárum. Fann eg örva drif, svanni. Mig fló málmr inn dökkvi magni keyrðr í gögnum. Hvasst beit hjarta ið næsta hættlegt járn, er vætta... Meira

Sunnudagsblað

29. júní 2003 | Sunnudagsblað | 1261 orð | 2 myndir

Abelsverðlaunin Nóbel stærðfræðinnar

Norðmenn hafa veitt þekktasta stærðfræðingi sínum, Niels Henrik Abel, þá viðurkenningu sem honum hlotnaðist aldrei á meðan hann lifði með því að nefna alþjóðleg verðlaun í stærðfræði eftir honum. Ragnhildur Sverrisdóttir fræddist um Abel og verðlaunin hjá Sigurði Helgasyni, prófessor í stærðfræði við MIT í Massachusetts. Meira
29. júní 2003 | Sunnudagsblað | 2459 orð | 2 myndir

Afkomuaðferðafræði

Yfirgefur einhver heimilislíf sitt og fer sjálfviljugur á götuna? Aðalheiður Sigurbjörnsdóttir veltir fyrir sér lífinu á götunni og þeim erfiðleikum sem því fylgja. Meira
29. júní 2003 | Sunnudagsblað | 334 orð | 1 mynd

Austurlandahraðlestin

ÞAÐ ER ekki á hverjum degi sem eitt af vinsælli veitingahúsum landsins opnar útibú þar sem hægt er að panta og sækja marga af þeim réttum sem notið hafa hvað mestra vinsælda í gegnum árin. Meira
29. júní 2003 | Sunnudagsblað | 1332 orð | 1 mynd

Ánægt fólk vinnur betur saman

AUGLÝSINGAR eru virkur þáttur í daglegri tilveru okkar, og það sterkur að oft á tíðum tökum við ekki eftir þeim, nema þær séu annaðhvort leiðinlegar og þreytandi - eða skemmtilegar og fyndnar og stundum greypast þær inn í huga okkar án þess að við tökum... Meira
29. júní 2003 | Sunnudagsblað | 4087 orð | 1 mynd

Borg tækifæranna

Ráðningu Þórólfs Árnasonar, fyrrverandi forstjóra Tals, bar óneitanlega talsvert brátt að. Nú hefur Þórólfur komið sér vel inn í starfið og er farinn að taka til hendinni í ýmsum málaflokkum. Anna G. Ólafsdóttir yfirheyrði nýja borgarstjórann um líðan borgarinnar, helstu verkefni og "gæluverkefni", að ógleymdu samstarfinu við R-listann. Meira
29. júní 2003 | Sunnudagsblað | 36 orð | 1 mynd

Einkunnagjöf vína byggist á heildstæðu mati...

Einkunnagjöf vína byggist á heildstæðu mati á gæðum, upprunaeinkennum og hlutfalli verðs og gæða. Vín getur fengið að hámarki 20 stig í einkunn. Ef um mjög góð kaup er að ræða er vínið merkt með... Meira
29. júní 2003 | Sunnudagsblað | 1377 orð | 13 myndir

En hvar er "faðir" Saddam?

R INGULREIÐIN er það fyrsta sem slær okkur þegar komið er til Bagdad í byrjun maí, rétt eftir að stríðinu er lokið. Við sjáum þjófa skunda eftir götunum með feng sinn, allt er skítugt og rykugt og hús og götur á mörgum stöðum eru rústir einar. Meira
29. júní 2003 | Sunnudagsblað | 50 orð

Fyrirmyndarfólk

Níu ungmenni hlutu nemendaverðlaun fræðsluráðs Reykjavíkur á þjóðhátíðardaginn, 17. júní. Þau höfðu unnið til verðlaunanna hvert á sinn hátt, með góðum námsárangri, góðum framförum, virkni í félagsstarfi, frábærri frammistöðu í listum eða íþróttum, félagslegri færni og samskiptahæfni. Og er þá fátt eitt talið. Ragnhildur Sverrisdóttir talaði við þetta unga fyrirmyndarfólk. Meira
29. júní 2003 | Sunnudagsblað | 1041 orð

Gönguleiðir

Jökulsárgljúfur eru tilvalið land fyrir gönguferðir og öllum frjálst að ganga um þjóðgarðslandið en ætlast er til að merktum gönguleiðum sé fylgt. Þær eru samtals um 75 km. Meira
29. júní 2003 | Sunnudagsblað | 984 orð | 5 myndir

Í heimsókn hjá Freud

Freud-safnið í London er staðsett í því húsi þar sem sálgreinirinn Sigmund Freud bjó og starfaði síðasta æviár sitt. Safnið geymir m.a. húsgögn fjölskyldunnar og bekkinn fræga sem sjúklingarnir hvíldu á meðan á viðtalstímanum stóð. Bergljót Ingólfsdóttir heimsótti Freud-safnið. Meira
29. júní 2003 | Sunnudagsblað | 318 orð | 2 myndir

Kassavín enn og aftur

Vínum í þriggja lítra kössum fjölgar stöðugt á markaðnum enda er nú svo komið að um þriðjungur vínneyslu Íslendinga eru vín af þessu tagi. Kassavínin hafa jafnt kosti sem galla og innihaldið er misjafnt rétt eins og í flöskunum. Meira
29. júní 2003 | Sunnudagsblað | 96 orð

Metz

*** Austurstræti 9. Pöntunarsími: 5613000. Vefsíða: www.metz.is Andrúmsloft: Staður þar sem fólk kemur inn jafnt til að fá sér glas af góðu víni eða til að borða. Meira
29. júní 2003 | Sunnudagsblað | 575 orð | 3 myndir

Ódýrt og gott

Metz í Austurstræti markaði sér ákveðna sérstöðu meðal veitingahúsa í miðbænum allt frá fyrsta degi er veitingastaðurinn var opnaður í byrjun maí. Meira
29. júní 2003 | Sunnudagsblað | 477 orð | 1 mynd

"Alúð og samviskusemi"

Yousef Ingi Tamimi, 9. bekk Seljaskóla "Yousef hefur sérlega glaðlega og jákvæða framkomu gagnvart samferðafólki sínu jafnt nemendum sem starfsfólki. Með viðmóti sínu hefur hann aflað sér trausts og virðingar þeirra er hann umgengst. Meira
29. júní 2003 | Sunnudagsblað | 209 orð | 1 mynd

"Frábær félagi"

Hrafnhildur Hekla Eiríksdóttir, 9. bekk Árbæjarskóla "Hrafnhildur er í senn frábær félagi og mikill íþróttamaður auk þess sem hún skarar fram úr í tónlist en hún er mjög góður harmonikkuleikari. Hún er góður námsmaður og skólasókn hennar er til fyrirmyndar. Framkoma hennar og allt viðmót er einnig til eftirbreytni." Valnefnd Árbæjarskóla Meira
29. júní 2003 | Sunnudagsblað | 263 orð | 1 mynd

"Fróðleiksfús og hjálpsöm"

Donn Eunice Patambag Cruz, 3. bekk Fellaskóla "Donn er óvenjulega fróðleiksfús, vinnusöm, hjálpsöm við aðra nemendur og gerir námslegar kröfur til sjálfrar sín. Hún hefur annað móðurmál en íslensku og hefur sýnt góðar framfarir í íslensku sem öðru tungumáli. Að auki hefur Donn sýnt góða félagslega færni og góða frammistöðu í myndlist. Að mati stjórnar Foreldrafélags Fellaskóla á þessi nemandi skilið sérstakt hrós." Stjórn Foreldrafélags Fellaskóla Meira
29. júní 2003 | Sunnudagsblað | 424 orð | 1 mynd

"Fróðleiksfús og vandvirkur"

Ingvar Haukur Guðmundsson, 9. bekk Víkurskóla "Ingvar Haukur er nemandi í mínum umsjónarbekk, 9. bekk. Hann kemur ætíð vel undirbúinn í kennslustundir og hefur sýnt ágætan námsárangur í bóknámi, ásamt list- og verkgreinum. Meira
29. júní 2003 | Sunnudagsblað | 293 orð | 1 mynd

"Góður félagi og vinnur vel"

Emma Theodórsdóttir, 5. bekk Klébergsskóla "Emma er ákaflega duglegur námsmaður. Hún vinnur vel hvort sem er einslega eða í hóp. Stundar íþróttir af kappi jafnt í skóla sem utan. Þrátt fyrir mikinn metnað í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur, tekur hún tapi og áföllum. Emma er góður félagi og til fyrirmyndar í allri framkomu." Starfsmenn Klébergsskóla Meira
29. júní 2003 | Sunnudagsblað | 271 orð | 1 mynd

"Hugmyndarík og samviskusöm"

Bára Dís Benediktsdóttir, 9. bekk Ölduselsskóla "Bára er fyrirmyndarnemandi, samviskusöm, vinnur sjálfstætt, smitar aðra nemendur af vinnugleði og er kurteis og iðin. Bára er hugmyndarík og á auðvelt með að skapa ýmis listaverk. Hún á auðvelt með samstarf við alla og er jákvæð fyrirmynd." Daníel Gunnarsson, skólastjóri Ölduselsskóla Meira
29. júní 2003 | Sunnudagsblað | 253 orð | 1 mynd

"Jákvæður og duglegur"

Steinar Birgisson, 10. bekk Hamraskóla "Alla sína skólagöngu í Hamraskóla hefur Steinar haldið sínu striki, verið jákvæður, duglegur, samviskusamur og í alla staði til fyrirmyndar. Hann sýnir öllum virðingu, kemur alltaf vel fram og stendur sig með prýði í öllu sínu námi, ástundun og samskiptum við aðra. Það er mér mikill heiður að hafa fengið að vera umsjónarkennarinn hans í tvö ár því það er svo margt gott sem af honum er hægt að læra." Soffía Guðnadóttir Meira
29. júní 2003 | Sunnudagsblað | 222 orð | 1 mynd

"Samviskusamur"

Benedikt Smári Skúlason, 10. bekk Engjaskóla "Benedikt Smári er framúrskarandi námsmaður, samviskusamur, stundvís og kurteis. Hann er mjög skipulagður unglingur í öllu sínu starfi því hann hefur orðið að skipuleggja vel tíma sinn í námi í grunnskóla og tónlistarskóla og í tómstundum. Hann er núverandi liðsmaður í unglingahljómsveitinni Búdrýgindi sem hlotið hefur Eddu-tónlistarverðlaunin og í keppni Músíktilrauna." Ormarr Snæbjörnsson, kennari í Engjaskóla Meira
29. júní 2003 | Sunnudagsblað | 384 orð | 1 mynd

"Þrautseigja í námi, leik og starfi"

Deondra Nickcoda Pennant, 10. bekk Hólabrekkuskóla "Deondra kom í skólann í 7. bekk ómælandi á íslenska tungu og er nú að ljúka grunnskólaprófi frá skólanum. Hún ætlar sér í framhaldsnám við Menntaskólann í Hamrahlíð. Meira
29. júní 2003 | Sunnudagsblað | 286 orð

Ríkisstyrkt hryðjuverk

FJÓRÐA fastanefnd Allsherjarþingsins er um sérstök stjórnmál og afnám nýlendustjórnunar. Viðfangsefni hennar í ár voru pólitísk staða fyrrverandi nýlendna og hins vegar ríkisstyrkt hryðjuverk. Meira
29. júní 2003 | Sunnudagsblað | 2583 orð | 2 myndir

Rómantíkin sterkari en pólitíkin

Tveir vinnusamir menn mætast, annar lífs, hinn liðinn. Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor er að vinna að ævisögu Halldórs Laxness og kemur fyrsta bindið af þremur út í haust. Pétur Blöndal talaði við hann um þetta umfangsmikla verkefni, áherslurnar og kynnin af nóbelsskáldinu. Meira
29. júní 2003 | Sunnudagsblað | 297 orð | 1 mynd

Stilluppsteypuplötur

* Án titils (Stuttskífa í sjötommuformi). Gallery Krunk. 1992. (Stuttskífuskilgreiningin á við um plötur sem innihalda á bilinu 3 - 6 lög). * Til eru hljóð (Hljómsnælda). Chocolate Monk. 1994. * Inside AM/Make Star Shine (Sjötomma. Samstarf með Curver). Meira
29. júní 2003 | Sunnudagsblað | 529 orð | 2 myndir

Víða furðu góð veiði

VÍÐA hefur verið lífleg veiði í laxveiðiánum þrátt fyrir afar lítið vatn á Suðvestur- og Vesturlandi og vestanverðu Norðurlandi. Einkum hafa opnanir verið líflegar, en síðan undir hælinn lagt með framhaldið. Meira
29. júní 2003 | Sunnudagsblað | 2011 orð | 2 myndir

Vorum og erum pönkarar

ÞEIR SEM á annað borð kannast við hljómsveitina Stilluppsteypu þekkja hana væntanlega af afspurn frekar en þeir hafi heyrt tónlistina, enda diskar Stilluppsteypu alla jafna selst lítið hér á landi og hending ef tónlist eftir hljómsveitina bregður fyrir í... Meira
29. júní 2003 | Sunnudagsblað | 1592 orð | 3 myndir

Yngt upp í starfsliði Sameinuðu þjóðanna

Sameinuðu þjóðirnar setja óneitanlega svip sinn á samskipti þjóða heims og er starfsvettvangur SÞ fjölbreyttur. Ráðstefna sem byggir á líkani af Sameinuðu þjóðunum er haldin árlega og veitir hún námsmönnum í mennta- og háskólum tækifæri til að kynnast betur innviðum starfs SÞ. Anna Pála Sverrisdóttir sat ráðstefnuna. Meira
29. júní 2003 | Sunnudagsblað | 1258 orð | 6 myndir

Þjóðgarður í þrjátíu ár

Þjóðgarðurinn í Jökulsárgljúfrum var stofnaður 1973 með friðlýsingu jarðarinnar Svínadals í Kelduhverfi, að viðbættri landspildu á Ásheiði. Skapti Hallgrímsson skoðaði svæðið nú, þrjátíu árum síðar, í fylgd Sigþrúðar Stellu Jóhannsdóttur þjóðgarðsvarðar og fræddist um þessa miklu náttúruparadís. Meira
29. júní 2003 | Sunnudagsblað | 717 orð | 1 mynd

Ævintýri á háaloftinu

Í glugga húss við Vesturgötu er óbirt kvæði eftir meistara Kjarval. Þar eru líka Minningar úr menntaskóla, manns sem aldrei kom í hann. Hver skyldi kaupa símaskrána 1945-46? Stalín og Hitler standa báðir í glugganum, annar á mynd, hinn á kápu Mein Kampf. Meira

Barnablað

29. júní 2003 | Barnablað | 107 orð | 1 mynd

Fín fánastöng

Oft finnum við trjágreinar hér og þar og förum að leika okkur með þær. En er ekki hægt að gera eitthvað sniðugt úr þeim? Jú! Fána með persónulegu einkennismerki! Það sem til þarf: ·Efnisbút, kannski gamalt lak eða koddaver (spyrja um leyfi!). *Skæri. Meira
29. júní 2003 | Barnablað | 74 orð | 4 myndir

Flugdrekafjör

Í fyrrasumar kenndum við hér í barnablaðinu hvernig hægt er að smíða flugdreka. En nú hefur verið haldið námskeið í flugdrekasmíði á Árbæjarsafni. Meira
29. júní 2003 | Barnablað | 471 orð | 2 myndir

Hefurðu pælt í trjám?

Það eru tré í langflestum görðum á Íslandi, þótt annars sé ekki mikið um skóga hér á landi. Sagt er að þegar landnámsmenn komu hingað fyrst hafi landið verið skógi vaxið, en blessaðar landnámsrollurnar átu þá víst upp til agna! Meira
29. júní 2003 | Barnablað | 113 orð | 1 mynd

Heppnir vinningshafar

Voðalega langar marga í geisla- og dvd diskinn Uppáhaldslögin okkar. Það er ekki nema von, því geisladiskurinn er fullur af skemmtilegum lögum. Þegar dregið var úr stórum kassa fullum af réttum lausnum klárra krakka voru eftirtalin heppnust af öllum. Meira
29. júní 2003 | Barnablað | 37 orð | 1 mynd

Hetjuhvalur?

Þessa mynd sendi Róbert Árni Guðmundsson, 6 ára, inn í hvalamyndakeppnina okkar, en hann á heima í Frostafold 6 í Reykjavík. Er hér ekki eitthvert ofurmenni á ferð á hvalsbaki að fremja hetjudáð? Það lítur út fyrir... Meira
29. júní 2003 | Barnablað | 37 orð | 1 mynd

Hvernig tré er þetta?

Þarna stendur api hjá - kannski tréð sé þá ekki á Íslandi? En þið vitið samt nafnið á því, þótt apinn klóri sér í hausnum. Dragið línu frá 1 upp í 54 og tréð kemur í... Meira
29. júní 2003 | Barnablað | 65 orð | 4 myndir

Laufblaðið grandskoðað

Laufblöð eru ótrúlega mikilvæg fyrir trén, því þau færa þeim mat. Þegar laufblaðið hefur eldað matinn, fer hann fyrst um æðar þess inn í greinarnar, og þaðan áfram niður. Til að sjá betur æðarnar má gera eins og myndirnar sýna. Meira
29. júní 2003 | Barnablað | 18 orð | 1 mynd

Litið listavel

Væri ekki frábært að eiga svona tréhús? Þessir krakkar eru ekkert smá heppnir - og gaman hjá... Meira
29. júní 2003 | Barnablað | 91 orð | 2 myndir

Skrýtluskjóðan

Þessir bráðfyndnu brandarar birtust í Lesbók barnanna í Morgunblaðinu 16. apríl 1970. Dómarinn: Hafið þér nokkra ósk fram að færa áður en ég kveð upp dóminn? Ákærði: Já, ég vildi gjarnan, að þér snædduð morgunverð áður. Meira
29. júní 2003 | Barnablað | 183 orð | 1 mynd

Sól og sól

Einu sinni var lítil stelpa sem hét Sól. Hún átti heima í sveit sem hét Sunnusól. Sól var frekar einmana og mjög feimin. Þegar sumarið kom settist Sól alltaf að kveldi í litla brekku rétt hjá sveitinni og horfði á sólina setjast. Meira

Ýmis aukablöð

29. júní 2003 | Kvikmyndablað | 111 orð | 1 mynd

Dauðdagi Windu

ÞRÁTT fyrir að tökur hefjist ekki fyrr en eftir þrjár vikur eru fréttir teknar að kvisast út um gengi persónanna í Stjörnustríði III, (byrjuninni á endinum eða endanum á byrjuninni, hvernig sem menn líta á það). Samuel L. Meira
29. júní 2003 | Kvikmyndablað | 764 orð | 1 mynd

Ferðin á heimsenda

Frekar hljótt hefur verið um ævintýramyndina Meistari og sjóliðsforingi: Ferðin á heimsenda (á örugglega eftir að fá þjálla nafn!), sem Ástralinn Peter Weir lauk við í vor. Til stóð að hún yrði ein af stórmyndunum á sumarvertíð útgerðanna í Hollywood en frumsýningunni hefur verið frestað fram í nóvember. Sæbjörn Valdimarsson komst að því að ástæðan er bjartsýni á drjúga uppskeru Óskarsverðlauna að ári. Meira
29. júní 2003 | Kvikmyndablað | 609 orð | 1 mynd

Kvikmyndahús framtíðar í augsýn

Það eru aðeins örfá ár síðan umræður hófust um næstu byltingu í kvikmyndaiðnaðinum; nýja, stafræna sýningartækni sem nú er verið að þaulreyna í niðurníddu, sögufrægu bíói - sem vitaskuld er í gömlu Hollywood. Breytingarnar vekja margar, forvitnilegar spurningar. Meira
29. júní 2003 | Kvikmyndablað | 355 orð | 1 mynd

Patrick O'Brian

BRESKA ritsjólanum Patrick O'Brian (1914-2000) hefur verið líkt við stórskáld bókmenntasögunnar, allt frá Jane Austen til Hómers . Meira
29. júní 2003 | Kvikmyndablað | 113 orð | 1 mynd

"Sjóræningja" refsað

Kvikmyndaverin eru í stórsókn að verja eigur sínar fyrir bíræfnum þjófum sem hlaða nýjustu myndunum niður á netið svo aðrir geti notið þeirra frítt. Kerry nokkur Gonzales komst að því fullkeyptu að slík iðja er orðin býsna varasöm. Meira
29. júní 2003 | Kvikmyndablað | 414 orð | 1 mynd

Virtir og vinsælir

ÞEIR eru báðir andfætlingar okkar, ástralski leikstjórinn Peter Weir og nýsjálenski leikarinn Russell Crowe, og má ekki á milli sjá hvor er í meiri metum sem fagmenn og stjörnur. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.