Greinar föstudaginn 15. ágúst 2003

Forsíða

15. ágúst 2003 | Forsíða | 62 orð | 1 mynd

Al-Qaedaleiðtogi handtekinn

BANDARÍKJASTJÓRN tilkynnti í gær handtöku manns sem talinn er hafa skipulagt sprengjuárásina á indónesísku eyna Balí í fyrra og fleiri mannskæð hryðjuverk. Meira
15. ágúst 2003 | Forsíða | 384 orð | 1 mynd

Daglegt líf í stórborgum lamað

DAGLEGT líf í New York og fleiri stórborgum í norðausturhluta Bandaríkjanna og suðausturhluta Kanada lamaðist síðdegis í gær þegar rafmagn fór af stóru svæði þar sem tugir milljóna manna búa. Haft var eftir kanadískum embættismönnum að rafmagnsleysið, sem sagt var hið umfangsmesta í sögu Bandaríkjanna, mætti líklega rekja til þess að eldingu hefði lostið niður í raforkuver í Niagara í New York-ríki. Meira
15. ágúst 2003 | Forsíða | 315 orð

Er heimilt að vinna læknisverk gegn fullri greiðslu sjúklings

SJÁLFSTÆTT starfandi bæklunarlæknum, sem hafa gert samning við Tryggingastofnun ríkisins, er þrátt fyrir slíkan samning heimilt að vinna læknisverk fyrir sjúkratryggða einstaklinga, gegn greiðslu frá sjúklingunum og án þátttöku stofnunarinnar, að því... Meira
15. ágúst 2003 | Forsíða | 183 orð

"Allir mjög rólegir"

HELGA Kristín Einarsdóttir, blaðamaður Morgunblaðsins, var stödd í heimahúsi við 16. stræti á Manhattan þegar rafmagnið fór af. Hún segir að fólki hafi verið brugðið en það haldið ró sinni. Meira

Baksíða

15. ágúst 2003 | Baksíða | 225 orð

Ákærður fyrir að aðstoða hryðjuverkamenn

BRESKUR maður af indverskum ættum var formlega ákærður í Bandaríkjunum á miðvikudag fyrir að leggja hryðjuverkamönnum lið með því að reyna að selja þeim flugskeyti. Meira
15. ágúst 2003 | Baksíða | 1565 orð | 7 myndir

Björg R. Árnadóttir og Ármann J. Lárusson

Þau hafa verið saman í meira en hálfa öld og kyssast enn í tíma og ótíma. Kristín Heiða Kristinsdóttir heimsótti ástfangin hjón sem nýlega héldu upp á gullbrúðkaup sitt. Meira
15. ágúst 2003 | Baksíða | 471 orð | 8 myndir

Djásn

SKÖPUNARGLEÐI manna birtist með ýmsum hætti og getur tekið á sig margvíslegar myndir. Meira
15. ágúst 2003 | Baksíða | 117 orð | 1 mynd

Fannst látinn við Blakksnes

MAÐUR um áttrætt fannst látinn í fjörunni skammt fyrir innan Blakksnes í Patreksfjarðarflóa skömmu fyrir kl. 18 í gærdag. Meira
15. ágúst 2003 | Baksíða | 97 orð | 1 mynd

Fyrst til að dæma karlaleik

FYLKIR tapaði 1:0 í undankeppni UEFA-bikarsins fyrir AIK í Svíþjóð í gær og Grindavík 2:1 í sömu keppni fyrir Kärnten í Austurríki. Svissneska konan Nicole Petignat dæmdi leik Fylkis og varð hún fyrst kvenna til að dæma hjá körlum í Evrópukeppni. Meira
15. ágúst 2003 | Baksíða | 155 orð

Hætt að ganga á handbært fé fyrir lok ársins

SÚ staða er nú að koma upp að hægt sé að reka deCODE, móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar, á eigin fé og tekjum fyrirtækisins, að sögn Hannesar Smárasonar, aðstoðarforstjóra ÍE. Meira
15. ágúst 2003 | Baksíða | 440 orð

Í borg

FJÖLDASKILABOÐ eru meðal þeirra möguleika sem bjóðast í nýrri gerðum farsíma. Þá eru sömu textaskilaboð send hópi fólks í einu. Meira
15. ágúst 2003 | Baksíða | 151 orð

Konur með 59% af tekjum karla

ATVINNUTEKJUR kvenna námu að meðaltali 59% af atvinnutekjum karla á árinu 2002, skv. þeim upplýsingum sem fjármálaráðuneytið hefur tekið saman úr skattframtölum. Hefur þetta bil minnkað um 1,6 prósentustig miðað við árið á undan. Meira
15. ágúst 2003 | Baksíða | 239 orð | 1 mynd

Lamadýr til Íslands?

UMHVERFISSTOFNUN telur ekki ástæðu til að standa gegn áformum um innflutning á lamadýrum til Íslands. Þetta kemur fram í umsögn sem stofnunin hefur sent landbúnaðarráðuneytinu vegna umsóknar um innflutning á dýrunum. Meira
15. ágúst 2003 | Baksíða | 118 orð | 1 mynd

Mikið álag á slysadeild

HRINA alvarlegra slysa olli miklu álagi á starfsfólk slysa- og bráðadeildar Landspítalans í Fossvogi fyrr í vikunni. Kalla varð starfsfólk úr vaktafríum þegar mest gekk á. Meira
15. ágúst 2003 | Baksíða | 216 orð

. . . og sjó

Áður en langt um líður geta farsímaeigendur um víða veröld hringt í írska höfrunga, sér til ánægju, yndisauka og afslöppunar, ef tæknileg útfærsla hugmyndarinnar heppnast. Meira
15. ágúst 2003 | Baksíða | 168 orð | 1 mynd

Rósir ofan á brauð

Á heimasíðu Garðyrkjufélags Íslands má fræðast um Rósaklúbbinn undir liðnum klúbbar . Þar má finna ýmsan fróðleik um rósir, m.a. leiðbeiningar um útplöntun og umhirðu þeirra. Meira
15. ágúst 2003 | Baksíða | 118 orð | 1 mynd

Skip Grænfriðunga til Íslands

RAINBOW Warrior, flaggskip umhverfisverndarsamtakanna Greenpeace, er á leið til Íslands. Að sögn Frode Pleym, talsmanns samtakanna í Osló, var ákveðið að halda til Íslands þegar fregnir af fyrirhuguðum vísindaveiðum Íslendinga á hrefnu bárust. Meira
15. ágúst 2003 | Baksíða | 105 orð | 1 mynd

Sofnar ekki yfir sjónvarpinu

STÓR og tígulegur örn með tuttugu punda lax í klónum situr í bílskúrnum hjá Birgi Eyjólfssyni vélvirkja í Hafnarfirði. Örninn og bráð hans eru úr járni og sköpunarverk Birgis, sem þegar hefur varið um 500 vinnustundum í gerð fuglsins. Meira
15. ágúst 2003 | Baksíða | 508 orð | 5 myndir

Steinar

GÓÐLEGUR köttur hvílir værðarlega á útidyratröppunum heima hjá Ólínu Björk Pétursdóttur og sonum hennar þremur í Ásgarðinum. Meira
15. ágúst 2003 | Baksíða | 111 orð | 1 mynd

Tökur hefjast í apríl

BRESKI leikstjórinn Mike Newell hefur verið fenginn til að leikstýra fjórðu kvikmyndinni um galdrapiltinn Harry Potter. Newell er fyrsti Bretinn til að stýra mynd eftir bókum samlanda síns, J.K. Rowling. Meira
15. ágúst 2003 | Baksíða | 944 orð | 3 myndir

Veiðihundur í góðri þjálfun

Þuríður Elín Geirsdóttir stundar ekki veiðar en þjálfar og ræktar veiðihunda. Hún og Labradortíkin hennar, Björk, fengu hinn eftirsótta Haddabikar í veiðiprófi í sumar og Steingerður Ólafsdóttir spjallaði við Þuríði af því tilefni. Meira
15. ágúst 2003 | Baksíða | 1726 orð | 9 myndir

Veröldin í símanum

Sími er sími ef úr honum er hægt að hringja og í hann svara. Það er upphaflegt og eiginlegt hlutverk símtækja. Nú er hins vegar hægt að selja fólki síma sem syngja, vekja, muna, dansa, mynda og brosa. Sigurbjörg Þrastardóttir spyr: Hefur nútíminn misst sjónar á grunnþörfum fólks eða hefur hann einungis leitt í ljós að þarfir manneskjunnar eru margar og flóknar? Meira
15. ágúst 2003 | Baksíða | 195 orð | 1 mynd

Vésteinn landsliðsþjálfari Dana

VÉSTEINN Hafsteinsson hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Dana í kastgreinum frjálsíþrótta. Vésteinn er Íslandsmethafi í kringlukasti og fyrrverandi landsliðsþjálfari í frjálsíþróttum. Samningur Vésteins við Danina er til ársins 2008. Meira

Fréttir

15. ágúst 2003 | Erlendar fréttir | 390 orð

Allt að 3.000 dauðsföll rakin til hitans

TALSMENN franska heilbrigðisráðuneytisins greindu frá því í gær að allt að 3.000 mann hefðu dáið í landinu af völdum hitabylgjunnar sem gengið hefur yfir Evrópu undanfarinn hálfan mánuð. Meira
15. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 85 orð

Alþjóðlega ráðstefnan um sjálfútleggjandi steinsteypu Dagana...

Alþjóðlega ráðstefnan um sjálfútleggjandi steinsteypu Dagana 18. til 20. ágúst nk., verður haldin alþjóðleg ráðstefna á Hótel Nordica í Reykjavík um sjálfútleggjandi steinsteypu hér á landi. Meira
15. ágúst 2003 | Akureyri og nágrenni | 501 orð

Aukin aðsókn að skólunum

LJÓST er að fleiri nemendur en nokkru sinni hefja framhaldsskóla- og háskólanám á Akureyri í haust og alls verða nemendur skólanna þriggja á fjórða þúsund talsins. Nemendur við Verkmenntaskólann á Akureyri verða um eða yfir 1. Meira
15. ágúst 2003 | Suðurnes | 125 orð | 1 mynd

Á annan tug sjúklinga og starfsfólk veiktist

SEX sjúklingar veiktust afa völdum Norwalk-veirusýkingar sem kom upp á almennri deild sjúkrahúss Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í Keflavík og um það bil jafnmargir starfsmenn. Sýkingunni hefur verið eytt og starfsemi sjúkrahússins komin í samt lag. Meira
15. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 35 orð | 1 mynd

Á hjóli við háskóla

FLJÓTLEGA fara nemendur að flykkjast í skóla landsins, þar með talið í Háskóla Íslands. Í gær var þó frekar rólegt umhverfis skólann en þess má vænta að eftir nokkra daga verði meira líf í... Meira
15. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 95 orð

Árétting

ÓNÁKVÆMNI gætti í frétt Morgunblaðsins í gær um fjárhagslega endurskipulagningu DV. Þar sagði að í "frétt Ríkisútvarpsins var staðhæft að Landsbankinn hefði afskrifað um 700 milljónir króna vegna DV. Meira
15. ágúst 2003 | Erlendar fréttir | 263 orð

Breskur hermaður féll í Basra

BRESKUR hermaður lét lífið í borginni Basra í Írak í gær og tveir særðust þegar sjúkrabifreið, er þeir ferðuðust með, varð fyrir sprengju, að sögn talsmanns breska hernámsliðsins. Hann sagði bifreiðina hafa verið skýrt auðkennda sem sjúkrabifreið. Meira
15. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 110 orð

Burger King í Smáralind síðar á árinu

VEITINGASTAÐUR undir nafni Burger King verður opnaður í Smáralind síðar á þessu ári. Meira
15. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 260 orð

Bætur greiddar fyrir heilsumissi

TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN hefur hafið sölu á gæludýratryggingum og hafa sjónvarpsauglýsingar þess efnis vakið athygli. Meira
15. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 88 orð | 1 mynd

Dagskrá menningarnætur á mbl.is

MEÐAL fjölmargra forvitnilegra viðburða á menningarnótt í Reykjavík á morgun er gjörningadagskráin Uppnám sem flutt verður í höggmyndagarðinum við Listasafn Einars Jónssonar á Skólavörðuholti. Meira
15. ágúst 2003 | Landsbyggðin | 200 orð | 1 mynd

Dansað fyrir friði

UNGMENNI frá Þýskalandi, Spáni, Íslandi, Íran, Hollandi og Tékklandi hafa æft og sýnt dansa um landið síðan í lok júlí. Þau komu við í Hveragerði og sýndu dansana sína á Heilsustofnun NLFÍ og fögnuðu gestir þessari heimsókn. Meira
15. ágúst 2003 | Austurland | 146 orð

Egilsbúð, Neskaupstað : Trúbadorfest 2003, KK...

Egilsbúð, Neskaupstað : Trúbadorfest 2003, KK og Magnús Stefánsson. 15. ágúst kl. 21.30. Seyðisfjörður : Norskir dagar til 17. ágúst. Sýning Inger Helene Bóasson í Sumarkaffi. Fljótsdalshérað : Ormsteiti 2003, héraðs-, bæjar- og uppskeruhátíð. Setning... Meira
15. ágúst 2003 | Suðurnes | 179 orð

Ekki verði stofnað sameiginlegt flutningsfyrirtæki

HITAVEITA Suðurnesja og Orkuveita Reykjavíkur leggja áherslu á að ekki verði stofnað sameiginlegt fyrirtæki sem bæði eigi og stýri raforkuflutningum í landinu og að farið verði yfir þörf þess að niðurgreiða dreifingarkostnað í dreifbýli. Meira
15. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 502 orð | 2 myndir

Ellefu ára stelpa með 17 punda Maríulax

Ellefu ára stelpa, Halldóra Anna Þorvaldsdóttir, hóf laxveiðiferilinn með miklum glæsibrag á bökkum Vesturdalsár í Vopnafirði fyrir skemmstu. Meira
15. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 243 orð

Engar búðanna standast íslenskar kröfur

BRUNAVÖRNUM í vinnubúðum Impregilo, Arnarfells og Landsvirkjunar við Kárahnjúka er verulega áfátt. Meira
15. ágúst 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 192 orð | 2 myndir

Fallegir garðar og snyrtilegar lóðir verðlaunuð

HAFNFIRÐINGAR fögnuðu snyrtilegum görðum og fallegum lóðum í Hafnarborg í gær, þegar veittar voru árlegar viðurkenningar fyrir fallega garða, snyrtimennsku og fegrun á vegum bæjarins. Meira
15. ágúst 2003 | Austurland | 167 orð | 1 mynd

Ferðamenn á virkjunarslóðum

FJÖLDI ferðafólks hefur lagt leið sína inn að virkjanasvæðinu við Kárahnjúka í sumar. Meira
15. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 182 orð | 1 mynd

Fjarnemar mættir til náms

FJARNEMAR við Kennaraháskóla Íslands voru boðaðir í skólann í gær, rétt um miðjan ágúst. Að sögn Svanhildar Kaaber, skrifstofustjóra, hefur sá háttur verið hafður á um nokkurra ára skeið að boða fjarnema til staðbundinnar lotu um miðjan ágúst. Meira
15. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 305 orð | 1 mynd

Flaggskipinu Rainbow Warrior snúið til Íslands

FLAGGSKIP umhverfisverndarsamtakanna Greenpeace, Rainbow Warrior, er væntanlegt til Íslands síðar í mánuðinum vegna fyrirhugaðra hrefnuveiða Íslendinga í vísindaskyni. Meira
15. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 126 orð

Flugmaður kom töskunum fyrir

HLAÐMENN lögðu óvænt niður störf á flugvellinum í Kaupmannahöfn, Kastrup, í fyrradag. Meira
15. ágúst 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 294 orð | 1 mynd

Framkvæmdir við grunnskóla seinka ekki skólastarfi

SENN líður að upphafi skólaársins og stutt er í að gangar og stofur grunnskóla höfuðborgarinnar fyllist af fróðleiksfúsum nemendum enn á ný. Meira
15. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 177 orð

Fyrra flaggskipi sökkt af Frökkum

KOMI flaggskip Grænfriðunga hingað til lands verður það ekki í fyrsta sinn sem samtökin eru hér á ferðinni. Skipið er þó ekki hið sama og kom hingað í jómfrúarferð sinni árið 1978 til að reyna að koma í veg fyrir hvalveiðar Íslendinga. Meira
15. ágúst 2003 | Akureyri og nágrenni | 455 orð | 1 mynd

Færri komast á nemendagarða en vilja

EINS og fram kemur annars staðar á síðunni er mikil ásókn í vist á nemendagörðum skólanna á Akureyri, enda hafa nemendur þeirra aldrei verið fleiri en nú. Meira
15. ágúst 2003 | Akureyri og nágrenni | 180 orð | 1 mynd

Föstudagur 15.

Föstudagur 15. ágúst Föstudagshádegi í Ketilhúsinu kl. 12. Fljóðleikur - tilraun með tóna og orð. Arna Kristín Einarsdóttir, flauta og ljóð. Arna Kristín spilar einleiksverk fyrir flautu og varpar samtímis texta/ljóðum eftir sjálfa sig upp á vegg. Meira
15. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 325 orð | 1 mynd

Geðveilur í fornbókmenntunum

GEÐVEILUR í fornbókmenntunum eru umfjöllunarefni Óttars Guðmundssonar geðlæknis á norrænu geðlæknaþingi í Háskólabíói í dag. Óttar hefur gert úttekt á umfjöllun fornbókmenntanna um geðsjúkdóma og hvað segir í sögunum um geðsjúka og þunglynda. Meira
15. ágúst 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 231 orð | 1 mynd

Gengið um Grasagarðinn

INNAN um hina fjölmörgu menningarviðburði sem verða í boði á laugardaginn leynast annars konar uppákomur sem eru ekki síður áhugaverðar. Meira
15. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 181 orð

Gestum vísað á Flúðir og Selfoss

HÓTEL á höfuðborgarsvæðinu eru nánast uppbókuð um helgina og dæmi eru um að fólk sem ætlaði að fá hótelherbergi í Reykjavík hafi orðið að taka hótelherbergi á Selfossi og Flúðum. Meira
15. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 165 orð

Grettishátíð í Húnaþingi vestra

GRETTISHÁTÍÐ verður haldin í Húnaþingi vestra um helgina, á vegum Grettistaks ses. Verkefnisstjóri er Þröstur Árnason. Laugardagskvöldið verður Grettisvaka í Félagsheimili Hvammstanga, menningarleg skemmtidagskrá. Meira
15. ágúst 2003 | Landsbyggðin | 67 orð

Hátíðardagur á Kópaskeri

FJÖLSKYLDUDAGUR verður haldinn á morgun, 16. ágúst, á Kópaskeri. Frítt er á alla atburði dagsins, nema á dansleikinn um kvöldið, einnig eru frí tjaldstæði á staðnum. Meira
15. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 223 orð | 1 mynd

Heillandi tímar framundan

NORRÆN ráðstefna um rannsóknir í viðskiptafræði var sett í Háskólabíói í gær. Fjöldi fræðimanna frá öllum Norðurlöndunum er hingað kominn til að vera við ráðstefnuna sem stendur fram á sunnudag. Meira
15. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 86 orð

Heimilislausir í hús

FÉLAGSÞJÓNUSTAN í Reykjavík hefur gert samning við Samhjálp um rekstur heimilis fyrir heimilislausa Reykvíkinga. Á heimilinu verður rými fyrir 8 einstaklinga og mun hver hafa sitt eigið herbergi, utan einn sem mun fá til umráða litla einstaklingsíbúð. Meira
15. ágúst 2003 | Austurland | 43 orð | 1 mynd

Heldri borgarar gera víðreist

FÓLK úr félögum eldri borgara frá Fáskrúðsfirði til Breiðdalsvíkur, var nýlega í skemmtiferð á Borgarfirði eystri. Meðal annars heimsótti fólkið Kjarvalsstofu, Álfastein, Lindarbakka og Vinaminni, félagsheimili eldri borgara á staðnum. Meira
15. ágúst 2003 | Miðopna | 495 orð

Herafli færður frá vesturhluta álfunnar

BANDARÍKJASTJÓRN hefur tjáð íslenskum stjórnvöldum að í viðræðum um varnarmál verði ekki fjallað einangrað um Ísland einvörðungu, heldur varnarmálin skoðuð í víðara samhengi og í tengslum við heildarendurskoðun á herafla Bandaríkjanna, ekki síst í... Meira
15. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 279 orð | 1 mynd

Hrifinn af starfi Íslendinga

PHILIPPE Busquin, yfirmaður vísinda- og tæknimála í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB), segist mjög hrifinn af því sem Íslendingar eru að gera á sviði vísinda og tækni. Meira
15. ágúst 2003 | Austurland | 73 orð | 1 mynd

Hrökk upp með andfælum í Gusunni

Fyrir nokkrum árum var trillukarl á leið til lands í Borgarfirði eftir fremur langan veiðitúr. Honum rann eitthvað í brjóst þegar skammt var eftir að hafnarbakkanum í Bakkagerði og slæmdist báturinn inn í hraunskoru, sem kölluð er Gusan og ekki að... Meira
15. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 136 orð | 1 mynd

Hundur á rúntinum

HUNDAR mega ekki ganga lausir niður Laugaveginn eins og mannskepnurnar en þeim er sárast langar að skoða í glugga verslananna hafa þó ýmsa kosti. Þessi hvutti var t.d. Meira
15. ágúst 2003 | Erlendar fréttir | 178 orð

Ísraelar fella háttsettan meðlim Jihad

ÍSRAELSKAR hersveitir felldu í gærmorgun háttsettan meðlim hins Íslamska Jihad, herskárra samtaka Palestínumanna, í skotbardaga við felustað hans í Hebron á Vesturbakkanum. Samtökin hóta hefndum vegna atburðarins. Meira
15. ágúst 2003 | Erlendar fréttir | 161 orð | 1 mynd

Landgönguliðar lenda í Líberíu

BANDARÍSKIR landgönguliðar taka sér stöðu á Robertsfield-flugvelli utan við Monróvíu, höfuðborg Líberíu, eftir að hafa verið flogið í land í þyrlum af herskipum bandaríska flotans. Meira
15. ágúst 2003 | Suðurnes | 441 orð | 1 mynd

Leiðir til tuga prósenta verðhækkunar á svæðinu

ALLT bendir til þess að hugmyndir sem eru uppi hjá opinberum fyrirtækjum um fyrirkomulag flutnings raforku í landinu og jöfnun vegna flutnings og dreifingar orkunnar leiði til tuga prósenta hækkunar raforkuverðs á orkuveitusvæði Hitaveitu Suðurnesja hf. Meira
15. ágúst 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 465 orð | 1 mynd

Lokun gæsluvallar mótmælt

FORELDRAR í Vesturbænum afhentu í gær Árna Þór Sigurðssyni, forseta borgarstjórnar, undirskriftalista þar sem á annað þúsund manns mótmæla fyrirhugaðri lokun gæsluvallarins við Frostaskjól í dag, 15. ágúst. Meira
15. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 410 orð

Mega vinna læknisverk án þátttöku Tryggingastofnunar

SJÁLFSTÆTT starfandi bæklunarlæknum sem hafa gert samning við Tryggingastofnun ríkisins er heimilt að vinna læknisverk fyrir sjúkratryggða einstaklinga fyrir utan samninginn gegn greiðslu frá sjúklingnum og án þátttöku Tryggingastofnunar gegn því að... Meira
15. ágúst 2003 | Austurland | 103 orð

Meistaramót á Vilhjálmsvelli

MEISTARAMÓT Íslands fyrir tólf til fjórtán ára unglinga fer fram á Vilhjálmsvelli um næstu helgi. 271 keppandi er skráður til keppni frá 16 félögum og héraðssamböndum og eru skráningar um 1.060 í heildina. Meira
15. ágúst 2003 | Akureyri og nágrenni | 97 orð

Mikið um frjókornaofnæmi

GUÐJÓN Ingvi Geirmundsson, læknir á Heilsugæslustöð Akureyrar, segir að áberandi aukning hafi orðið undanfarið á því að fólk með frjókornaofnæmi hafi leitað til stöðvarinnar vegna óþæginda. Meira
15. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 496 orð | 1 mynd

OR eina veitan sem óskað hefur eftir hækkun

IÐNAÐARRÁÐUNEYTIÐ hefur nú til meðferðar ósk Orkuveitu Reykjavíkur um hækkun gjaldskrár á heitu vatni um 5,8% en skv. nýjum raforkulögum þarf ráðuneytið að staðfesta allar gjaldskrárhækkanir á heitu vatni áður en þær taka gildi. Meira
15. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 199 orð

Orkustofnun fer yfir beiðni OR

FJÓRAR orkuveitur hafa fengið heimild frá Orkustofnun um hækkun á rafmagnsverði á þeim forsendum að heildsöluverð á rafmagni frá Landsvirkjun hafi hækkað um 2% hinn 1. ágúst sl., skv. upplýsingum frá Orkustofnun. Meira
15. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 736 orð | 1 mynd

Ormurinn vekur bæjarbúa með söng

Lára Vilbergsdóttir er fædd árið 1963 á Egilsstöðum og ólst þar upp. Hún útskrifaðist frá Menntaskólanum á Egilsstöðum 1983 en hélt eftir það til náms við Skals handarbedjsskole og Semenarium í Skals á Jótlandi. Lára kennir textílhönnun í Menntaskólanum á Egilsstöðum auk þess að reka handverkshúsið Hús handanna á Egilsstöðum. Þar eru framleiddir hlutir úr hreindýraleðri, pappír og pappírskvoðu. Lára er framkvæmdastjóri Ormsteitis 2003. Hún er gift Valgeiri Skúlasyni og eiga þau tvær dætur. Meira
15. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 150 orð

"Getur breytt mjög miklu"

EF dómnum verður ekki áfrýjað eða Hæstiréttur staðfestir þessa niðurstöðu getur dómurinn breytt mjög miklu fyrir okkur. Meira
15. ágúst 2003 | Akureyri og nágrenni | 60 orð | 1 mynd

"Þrettán + þrjár"

Í lystigarðinum á Akureyri stendur nú yfir skúlptúrsýningin "þrettán + þrjár", sem er samsýning þrettán norðlenskra listakvenna og þriggja færeyskra. Meira
15. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 107 orð

Rangur fæðingardagur Í frétt í blaðinu...

Rangur fæðingardagur Í frétt í blaðinu í gær um andlát Guttorms Sigurbjörnssonar misritaðist fæðingardagur hans. Guttormur var fæddur 27. september 1918 og var hann því 84 ára er hann lést. Beðist er afsökunar á þessum mistökum. Ellý kl. Meira
15. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 80 orð

Retro opnuð í Smáralind í dag

Í DAG, föstudaginn 15. ágúst, verður opnuð Retro-verslun í Smáralind með úrval af vörum fyrir ungt fólk á öllum aldri. Verslunin er á 1. hæð á móti Vero Moda og er um 480 fermetrar. Meira
15. ágúst 2003 | Miðopna | 1196 orð | 4 myndir

Samfylking og frjálslyndir jákvæð - "martröð" í augum VG

Formenn Frjálslynda flokksins og Samfylkingarinnar segja fyrirmæli Bandaríkjaforseta um að afturkalla brottför orustuþotna varnarliðsins góð tíðindi. Það setji viðræður um varnarsamstarf þjóðanna í réttan farveg þar sem náið pólitískt samráð sé forsendan fyrir farsælli lausn. Verstu martraðir formanns VG eru hins vegar að rætast. Meira
15. ágúst 2003 | Austurland | 132 orð | 1 mynd

Samið um byggingu stöðvarhúss Kárahnjúkavirkjunar

FORSTJÓRI Landsvirkjunar hefur fengið heimild stjórnar fyrirtækisins til að undirrita samninga vegna byggingar stöðvarhúss Kárahnjúkavirkjunar og eftirlits með þeim framkvæmdum. Meira
15. ágúst 2003 | Erlendar fréttir | 383 orð | 1 mynd

Samningar takast um Lockerbie-skaðabætur

FULLTRÚAR Líbýustjórnar og aðstandendur fórnarlamba sprengjutilræðisins yfir bænum Lockerbie á Skotlandi árið 1988 hafa undirritað samkomulag um skaðabótagreiðslur upp á alls um 2,7 milljarða dala eða 216 milljarða króna. Meira
15. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 47 orð | 1 mynd

Sauðburður um miðjan ágúst

Á SUÐUR-Götum í Mýrdal fæddist í vikunni lítil og falleg lambgimbur undan ánni Sósu. Meira
15. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 164 orð | 1 mynd

Sjálfvirk tímataka í Reykjavíkurmaraþoni

Í SAMVINNU við Félag maraþonhlaupara, ÍTR og ÍBR hefur Reykjavíkurmaraþon fest kaup á sjálfvirkum tímatökutækjum sem verða notuð í fyrsta sinn hér á landi í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun. Hlauparar fá lítinn kubb sem þeir festa á annan skóinn. Meira
15. ágúst 2003 | Erlendar fréttir | 137 orð | 1 mynd

Snarpur jarðskjálfti á grísku eyjunni Lefkas

Jarðskjálfti sem mældist 6,4 á Richter skók grísku eyjuna Lefkas í gær. Enginn lét lífið en 30 manns slösuðust lítillega og skemmdir urðu á húsum, vegum og vatnsbólum. Skjálftinn varð klukkan 8. Meira
15. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 61 orð | 1 mynd

Sofandi tröllkarl á Heljarkinnarhaus

VÍÐA í landslaginu má sjá móta fyrir hinum og þessum kynjamyndum. Þegar komið er fram á Víkurheiði þar sem kallast Heljarkinnarhaus, virðist liggja sofandi tröllkarl. Meira
15. ágúst 2003 | Austurland | 98 orð | 1 mynd

Sorphirða færð til nútímahorfs

Nýr sorphirðubíll hefur verið tekinn í notkun á Austur-Héraði. Hann kostaði á tíundu milljón króna og pressar mikið magn sorps, sem síðan er urðað í gryfju í Tjarnarlandi á Egilsstöðum. Meira
15. ágúst 2003 | Erlendar fréttir | 377 orð | 1 mynd

Stjörnunum fækkar

STJÖRNUFRÆÐINGAR hafa komist að þeirri niðurstöðu í nýjustu rannsóknum sínum að með tímanum muni stjörnurnar hætta að glitra á næturhimninum. Það hefur lengi verið vitað að gamlar stjörnur kulna og nýjar stjörnur kvikna í þeirra stað. Meira
15. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 235 orð

Stofnfundur félags áhugamanna um heimspeki með...

Stofnfundur félags áhugamanna um heimspeki með börnum verður haldinn í dag, föstudaginn 15. ágúst kl. 20 á Bláu könnunni í göngugötunni á Akureyri. Meira
15. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 163 orð | 1 mynd

Stóri flugmódeldagurinn í Hafnarfirði

FLUGMÓDELFÉLAGIÐ Þytur heldur upp á100 ára afmæli flugs í heiminum með "Stóra flugmódeldeginum" á morgun, laugardaginn 16. ágúst, á félagssvæði sínu á Hamranesflugvelli, sunnan við Hafnarfjörð. Meira
15. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 162 orð

Stöðugar ábendingar um gráa jeppann

NÆSTUM daglega berast ábendingar til lögreglu um gráan jeppa sem leitað hefur verið að frá því rúta með 31 manni innanborðs valt á veginum um Geldingadraga laugardaginn 2. ágúst sl. Rætt hefur verið við fjölda manns víðs vegar um landið. Meira
15. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 64 orð

Stöðvaður á 112 km hraða innanbæjar

KARLMAÐUR um tvítugt var stöðvaður í Þingvallastræti á Akureyri eftir að bifreið hans var mæld á 112 km hraða. Hámarkshraði við götuna er 50 km/klst. Ökumaðurinn má búast við fjársektum og sviptingu þegar málið verður tekið fyrir af dómstólum. Meira
15. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 148 orð

Söfnun til styrktar Hjálparstarfi aðventista

HJÁLPARSTARF aðventista - ADRA mun veita framlögum viðtöku frá almenningi og fyrirtækjum á landsbyggðinni til þróunar- og líknarstarfs í þriðja heiminum og til að sinna þeim hér heima sem minna mega sín dagana 15.-22. ágúst. Meira
15. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 147 orð

Tré frá fjarlægum löndum Á morgun,...

Tré frá fjarlægum löndum Á morgun, laugardaginn 16. ágúst, kl. 11 er boðið upp á leiðsögn um Grasagarðinn undir heitinu Tré og runnar frá fjarlægum löndum. Meira
15. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 103 orð

Umsagnaraðilar hafa lagst gegn beiðninni

BEIÐNI Landhelgisgæslunnar um blá forgangsljós á einkabifreiðar flugáhafna Landhelgisgæslunnar í bráðaútköllum hefur verið til umfjöllunar í dómsmálaráðuneytinu. Meira
15. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 141 orð

Vegur að grundvelli almannatrygginga

KARL Steinar Guðnason, forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins, segir öruggt að dómnum verði áfrýjað en fari svo að Hæstiréttur staðfesti dóminn hljóti löggjafarvaldið að grípa í taumana. Meira
15. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 274 orð | 1 mynd

Verð á svínakjöti lækkar á ný

VERÐ á svínakjöti til bænda er aftur á niðurleið og er verðið langt undir framleiðslukostnaði. Verð á grísakjöti til bænda er komið niður í 145 krónur á kíló hjá Sláturfélagi Suðurlands og 135 krónur á kíló hjá Norðlenska. Meira
15. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 600 orð

Viðsnúningur í rekstri fyrirtækisins eftir hagræðingar

VIÐSNÚNINGUR hefur orðið í rekstri deCODE genetics, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, að sögn Hannesar Smárasonar aðstoðarforstjóra ÍE. Meira
15. ágúst 2003 | Austurland | 105 orð

Yfir 100 þúsund tonn komin á land

BÚIÐ er að taka á móti 101 þúsund tonnum af kolmunna, síld og loðnu til vinnslu í fiskimjölsverksmiðju Loðnuvinnslunnar hf. á Fáskrúðsfirði á árinu. Þetta er í annað skiptið sem farið er yfir 100 þúsund tonnin frá því að verksmiðjan var byggð árið 1995. Meira

Ritstjórnargreinar

15. ágúst 2003 | Leiðarar | 492 orð

Framtíð í fiskeldi

Mikilvægi fiskeldis eykst stöðugt. Sú tíð er löngu liðin að fiskeldi sé lítil atvinnugrein með óvissa framtíð. Skýrasta dæmið er sú gífurlega aukning sem orðið hefur í laxeldi á síðastliðnum áratug, ekki síst í Noregi. Meira
15. ágúst 2003 | Leiðarar | 462 orð

Jafnrétti til náms í Garðabæ

Samningur Garðabæjar við Hjallastefnuna um rekstur barnaskóla markar veruleg tímamót. Samkvæmt samningnum greiðir bærinn fasta upphæð með hverju barni sem býr í Garðabæ og munu börn bæjarbúa njóta forgangs í skólann. Meira
15. ágúst 2003 | Staksteinar | 347 orð

- Orkan kostar sitt

Gjaldskrárhækkun Orkuveitu Reykjavíkur hefur valdið mörgum heilabrotum. Í fjölmiðlum hafa forsvarsmenn fyrirtækisins haldið því fram að gjaldskrárhækkunin komi til vegna minni eftirspurnar eftir vörunni sem verið er að selja. Meira

Menning

15. ágúst 2003 | Tónlist | 473 orð

Alvara og gaman

Sigurlaug S. Knudsen, Hrafnhildur Björnsdóttir og Blake Fischer, við undirleik Martyn Parkes, fluttu söngverk eftir Schumann, Strauss, Mozart, Monteverdi og lög úr bandarískum söngleikjum. Sunnudagurinn 10. ágúst, 2003. Meira
15. ágúst 2003 | Fólk í fréttum | 200 orð | 1 mynd

Eilíft kíf

The Microphones, sem áttu snilldina Glow, Pt. 2 í hittiðfyrra, troða myrkari stíga en áður. Meira
15. ágúst 2003 | Fólk í fréttum | 269 orð | 1 mynd

Ég á heima í Smálandi...

Leikstjóri: Glenn Chaika. Handrit: Willard Carroll. Tónlist: William Finn. Teiknimynd. Ísl. raddsetning: Guðjón Davíð Karlsson (Tumi Þumall), Vigdís Hrefna Pálsdóttir (Þumalína), Björgvin Franz Gíslason (Sirkusstjórinn), Jóhannes Haukur Jóhannesson (Moldvarpan), Ester Casy (Pöddumamma). 75 mínútur. Miramax. Bandaríkin 2002. Meira
15. ágúst 2003 | Fólk í fréttum | 57 orð | 1 mynd

Fjólublár Eiki

EINS og fram kom í blaðinu í gær leiðir rauðhærði riddarinn Eiríkur Hauksson um þessar mundir rokkband sem rennir sér í gegnum feril þungarokksveitarinnar Deep Purple. Meira
15. ágúst 2003 | Fólk í fréttum | 277 orð | 1 mynd

Fræga fólkið fær á baukinn

FRÆGA fólkið í Hollywood fær heldur betur á baukinn í nýjum þætti sem Stöð 2 tekur til sýninga í kvöld. Þátturinn heitir Negldur ( Punk'd ) og er í umsjón leikarans Ashtons Kutchers. Meira
15. ágúst 2003 | Fólk í fréttum | 52 orð | 1 mynd

Funheitur fíll

Allt kvikt í Evrópu hefur þurft að þola ýmsar raunir vegna hitabylgjunnar miklu sem nú hrellir íbúa álfunnar. Gildir þá einu hvort þú ert stór eða lítill, feitur eða grannur. Meira
15. ágúst 2003 | Fólk í fréttum | 167 orð | 1 mynd

Glens og grín við morðrannsókn

Smárabíó, Regnboginn og Borgarbíó Akureyri frumsýna kvikmyndina Hollywood Homicide (Hættulíf í Hollywood) Leikstjóri: Ron Shelton. Aðalhlutverk: Harrison Ford, Josh Hartnett, Lou Diamond Phillips, Isiah Washington. Meira
15. ágúst 2003 | Fólk í fréttum | 190 orð | 1 mynd

Harry í herinn

HARRY Bretaprins hefur ákveðið að ganga í herinn. Hann stóðst inngöngupróf í landafræði og listum en hefur engu að síður ákveðið að spreyta sig sem dáti. Harry fékk reyndar ekkert alltof góðar einkunnir. Meira
15. ágúst 2003 | Fólk í fréttum | 396 orð | 2 myndir

Harry Potter og galdradagskrá

GALDRAR og bókmenntir eru meðal þess sem hægt er að kynnast nánar á hinni fjölbreyttu dagskrá Menningarnætur í Reykjavík á morgun. Meira
15. ágúst 2003 | Menningarlíf | 256 orð

Heimspeki með börnum

Áhugafólk um heimspeki með börnum stendur fyrir stofnfundi félags áhugamanna um heimspeki með börnum. Meira
15. ágúst 2003 | Menningarlíf | 471 orð | 2 myndir

Konunglegt framhjáhald

Krýning Poppeu eftir Monteverdi er verkefni Sumaróperu Reykjavíkur í ár; frumsýning verður á nýja sviði Borgarleikhússins í kvöld. Meira
15. ágúst 2003 | Menningarlíf | 97 orð

Krýning Poppeu

eftir Claudio Monteverdi Óperutexti eftir Giovanni Busenello byggður á annálum Takitusar og öðrum rómverskum heimildum. Meira
15. ágúst 2003 | Fólk í fréttum | 256 orð | 1 mynd

Listrænar tískusýningar

TÍSKAN fær sess í viðamikilli dagskrá Menningarnætur í Reykjavík á morgun. Haldin verður listræn danstískusýning með nemendum úr Listdansskóla Íslands í versluninni GuSt & dísjón við Laugaveg 39. Meira
15. ágúst 2003 | Fólk í fréttum | 352 orð | 1 mynd

Nói albínói Frumleg og vel gerð...

Nói albínói Frumleg og vel gerð mynd í alla staði. Magnað byrjandaverk. Nú sýnd með enskum texta. (S.V.) ***½ Háskólabíó. Andardráttur (Respiro) Mynd sem er sterk, falleg, tilgerðarlaus.(H.L.) ***½ Háskólabíó. Meira
15. ágúst 2003 | Fólk í fréttum | 176 orð | 3 myndir

Sextugsafmæli með glæsibrag

JÓN Magngeirsson pípulagningameistari hélt upp á sextugsafmæli sitt með pomp og prakt 10. ágúst. Það er í sjálfu sér merkur áfangi en afmælisveislan var þó fréttnæm fyrir það hve vegleg hún var. Meira
15. ágúst 2003 | Skólar/Menntun | 148 orð

Siðaklemma íslenskra blaðamanna

Á VEF Blaðamannafélags Íslands, www.press.is, má lesa um nýtt dæmi þar sem siðagildi mætast á þann hátt sem dr. Meira
15. ágúst 2003 | Menningarlíf | 131 orð | 1 mynd

Spádómar

Bókaútgáfan Salka hefur gefið út bókina Spáðu í mig í samvinnu við Spámanninn og Ingunni ehf. Meira
15. ágúst 2003 | Leiklist | 541 orð | 1 mynd

Stelpuskott tekur út þroska

Höfundur og leikstjóri: Brynja Benediktsdóttir. Frönsk þýðing: Sólveig Simha. Aðstoðarleikstjóri: Clara Le Picard. Búningahönnuðir: Clara Le Picard og Filippía Elísdóttir. Leikari: Sólveig Simha. Sviðsmynd og grímur: Rebekka Rán Samper. Hönnun lýsingar: Jóhann Bjarni Pálmason. Hljóð og tónlist: Margrét Örnólfsdóttir. Sunnudagur 10. ágúst. Meira
15. ágúst 2003 | Fólk í fréttum | 153 orð | 1 mynd

Stendur sig!

ÞAÐ er ekki ofsögum sagt að franski leikarinn Jean Paul Belmondo standi sig í mannkynsfjölgunarmálum. Franski leikarinn, sem nú er sjötugur að aldri, eignaðist barn á dögunum og er það hans fjórða. Meira
15. ágúst 2003 | Skólar/Menntun | 1522 orð | 1 mynd

Stolt/ur að dagsverki sínu loknu?

Fjölmiðlar/ Rannsóknir dr. Howards Gardners sýna að kenna þarf starfsmönnum fjölmiðla og líftæknifyrirtækja aðferðir til að standast þrýsting hagsmunaaðila og markaðar. Gunnar Hersveinn spurði Gardner um verkefnið Good Work sem hann vinnur nú að með samstarfsmönnum sínum, rannsóknin nær til 12 starfsgreina. Meira
15. ágúst 2003 | Fólk í fréttum | 137 orð | 1 mynd

Svaðilfarir Sindbaðs

Háskólabíó, Laugarásbíó, Sambíóin Álfabakka og Keflavík og Borgarbíó Akureyri frumsýna teiknimyndina Sinbad: Legend of the Seven Seas (Sindbað sæfari). Leikstjóri: Tim Johnson og Patrick Gilmore. Leikraddir í enskri útgáfu: Brad Pitt, Catherine Zeta-Jones, Joseph Fiennes, Michelle Pfeiffer og Christine Baranski. Íslenskar leikraddir: Atli Rafn Sigurðsson, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Selma Björnsdóttir, Valur Freyr Einarsson, Ólafur Darri Ólafsson og Þórhallur Sigurðsson. Meira
15. ágúst 2003 | Menningarlíf | 126 orð | 1 mynd

Sýna leikþátt fyrir heyrnarlausa

HÉR á landi eru stödd 16 ungmenni frá Bretlandi á aldrinum 18 til 25 ára til að taka þátt í ungmennaskiptum Félags heyrnarlausra. Meira
15. ágúst 2003 | Fólk í fréttum | 343 orð | 1 mynd

...sögu af sakleysingja í stórborginni

KVIKMYNDIN Midnight Cowboy er ein af þessum myndum sem allir verða að sjá, skínandi perla í alla staði, frumleg, sláandi og fangandi í senn. Meira
15. ágúst 2003 | Menningarlíf | 110 orð | 1 mynd

Tilraun með tóna og orð

ARNA Kristín Einarsdóttir flautuleikari heldur tónleika í Ketilhúsinu á Akureyri í dag, föstudaginn 15. ágúst, kl. 12. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröð Listasumarsins á Akureyri, Föstudagshádegið, og eru þeir næstsíðustu í röðinni. Meira
15. ágúst 2003 | Fólk í fréttum | 205 orð | 1 mynd

Venjulega rokkið

Ný plata frá Ocean Colour Scene. Gott hjá þeim. Meira

Umræðan

15. ágúst 2003 | Aðsent efni | 378 orð | 1 mynd

Ákvörðun Orkuveitunnar um að hækka verð á heitu vatni

Á SEX vikum hefur verð á heitu vatni verið hækkað um tæp 10% á höfuðborgarsvæðinu. Þessi hækkun finnst mér vera út úr korti, allt of mikil. Yfir fjórföld ætluð verðbólga á árinu. Meira
15. ágúst 2003 | Bréf til blaðsins | 456 orð

Bréf frá fjárhundi

FJÖLSKYLDA mín hefur ferðast um Ísland í mörg ár og ávallt verið boðin velkomin af líflegu gelti íslenskra bræðra minna sem hafa fylgt henni frá bæ til bæjar. Meira
15. ágúst 2003 | Aðsent efni | 567 orð | 1 mynd

Frjálst val íbúanna

BÆJARRÁÐ Garðabæjar samþykkti sl. þriðjudag samning um rekstur Barnaskóla Hjallastefnunnar á Vífilsstöðum. Samningurinn markar tímamót í skólastarfi í Garðabæ. Meira
15. ágúst 2003 | Bréf til blaðsins | 547 orð

Íslandspóstur og sjónvarpsdagskráin ÁTTUNDA ágúst sl.

Íslandspóstur og sjónvarpsdagskráin ÁTTUNDA ágúst sl. birtist í Velvakanda bréf sem ég sendi inn vegna fjölpósts, en það vantaði niðurlag bréfsins. Þar varpaði ég fram þeirri spurningu hvaða sjónvarpsdagskrá Íslandspóstur dreifði. Meira
15. ágúst 2003 | Bréf til blaðsins | 464 orð | 1 mynd

Martröð fanga

ORÐ og skrif án hugsunar skipta máli og fara flestum illa og þeim verst sem samfara því gefa ofstopa og heift lausan tauminn. Lítið lóð getur vegið þungt til góðs eða ills. Meira

Minningargreinar

15. ágúst 2003 | Minningargreinar | 1931 orð | 1 mynd

BJÖRGVIN GUÐMUNDUR JÓHANNESSON

Björgvin Guðmundur Jóhannesson verkstjóri fæddist í Reykjavík 1. mars 1914. Hann lést á Landakoti 25. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Málfríður Ólína Lára Ólafsdóttir, f. 24.12. 1878, d. 29.5. 1954, og Jóhannes Kristjánsson, f. 25.11. 1873, d. 10. Meira  Kaupa minningabók
15. ágúst 2003 | Minningargreinar | 101 orð

Ingunn Guðlaugsdóttir

Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þótt svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Meira  Kaupa minningabók
15. ágúst 2003 | Minningargreinar | 1702 orð | 1 mynd

INGUNN GUÐLAUGSDÓTTIR

Ingunn Guðlaugsdóttir fæddist á Akranesi 18. apríl 1973. Hún lést á heimili sínu 6. ágúst síðastliðinn. Ingunn var dóttir Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og Kristínar Magnúsdóttur. Systkini Ingunnar eru Jóhannes, f. 12.10. 1967, Magnea, f. 15.4. Meira  Kaupa minningabók
15. ágúst 2003 | Minningargreinar | 1417 orð | 1 mynd

JÓN JÓNSSON

Jón Jónsson, fv. verkstjóri hjá Eimskip á Akureyri, fæddist á Akureyri 15. ágúst 1914. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 4. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin (Þorbjörg) Guðný Jóhannsdóttir, húsfreyja, f. 23. Meira  Kaupa minningabók
15. ágúst 2003 | Minningargreinar | 1638 orð | 1 mynd

MARGRÉT SIGRÚN BJARNADÓTTIR

Margrét Sigrún Bjarnadóttir fæddist í Reykjavík 16. ágúst 1927. Hún lést á heimili sínu, Akraseli 18, 8. ágúst síðastliðinn. Foreldrar Margrétar voru Bjarni Guðmundsson, f. 7. september 1906, d. 25. október 1999, og Gyða Guðmundsdóttir, f. 30. Meira  Kaupa minningabók
15. ágúst 2003 | Minningargreinar | 1706 orð | 1 mynd

SIGURLAUG GUÐJÓNSDÓTTIR

Sigurlaug Guðjónsdóttir fæddist á Viðborði á Mýrum í Hornafirði hinn 4. apríl 1927. Hún lést á heimili sínu, Asparfelli 2 í Reykjavík, hinn 2. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðjón Gíslason, bóndi á Viðborði á Mýrum og síðar Kotströnd, f. Meira  Kaupa minningabók
15. ágúst 2003 | Minningargreinar | 2944 orð | 1 mynd

SIGURLAUG GUÐMUNDSDÓTTIR

Sigurlaug Guðmundsdóttir var fædd á Ytra-Felli á Fellsströnd, Dalasýslu 2. júní 1911. Hún lést á Dvalarheimili aldraðra á Sauárkróki 31. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigríður Helga Gísladóttir, f. 16. des. 1891, d. 6. Meira  Kaupa minningabók
15. ágúst 2003 | Minningargreinar | 677 orð | 1 mynd

SÓLVEIG B. GUÐMUNDSDÓTTIR VIKAR

Sólveig Bjarndís Guðmundsdóttir Vikar fæddist í Reykjavík 16. ágúst 1931. Hún lést á líknardeild Landspítala í Landakoti 7. ágúst síðastliðinn. Hún var yngsta barn hjónanna Guðmundar Vikar Bjarnasonar klæðskerameistara, f. í Reykjavík 11. apríl 1888, d. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

15. ágúst 2003 | Viðskiptafréttir | 234 orð

Batnandi afkoma hjá Deutsche Telekom

STÆRSTA símafyrirtæki Evrópu, Deutsche Telekom, skilaði 256 milljóna evra hagnaði eða sem nemur 23 milljarða króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins. Meira
15. ágúst 2003 | Viðskiptafréttir | 350 orð

Bætt afkoma SPRON

REKSTRARHAGNAÐUR SPRON eftir skatta fyrstu sex mánuði ársins nam 202 milljónum króna. Í fréttatilkynningu frá SPRON segir að rekstrarafkoman hafi batnað mikið miðað við sama tímabil í fyrra en þá tapaði félagið 132 milljónum króna. Meira
15. ágúst 2003 | Viðskiptafréttir | 212 orð

Innflutningur meiri nú en í uppsveiflunni árið 2000

Í JÚLÍ voru fluttar inn vörur fyrir tæplega 20,5 milljarða króna miðað við fast verðlag 2002, en svo mikill hefur innflutningur ekki verið í einum mánði síðan snemma árs 2000, þegar mikill uppgangur var í efnahagslífinu. Meira
15. ágúst 2003 | Viðskiptafréttir | 527 orð

Staðfest að "íssamningar" voru óheimilir

ÁFRÝJUNARNEFND samkeppnismála hefur staðfest ákvörðun samkeppnisráðs frá í júní sl. um að samningar Emmessíss og Kjöríss við Baug og Kaupás um ráðstöfun á hilluplássi hafi verið óheimilir og séu þar með ógildir. Meira

Fastir þættir

15. ágúst 2003 | Árnað heilla | 31 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag föstudaginn 15. ágúst er fimmtugur Arne I. Jónsson, af því tilefni eru vinir og ættingjar velkomnir á heimili hans að Klapparstíg 4, Njarðvík, eftir kl.... Meira
15. ágúst 2003 | Árnað heilla | 21 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 15. ágúst, er sextugur Vestarr Lúðvíksson, Bræðraborgarstíg 3, Reykjavík . Vestarr verður að heiman í... Meira
15. ágúst 2003 | Árnað heilla | 51 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Sextug er í dag, föstudaginn 15. ágúst, Svandís Bára Steingrímsdóttir, Þórólfsgötu 4, Borgarnesi , hún vinnur við heimilishjálp í Borgarbyggð. Svandís verður með kaffi og hveitibrauð í Lyngbrekku laugardaginn 16. ágúst kl. 14 til 18. Meira
15. ágúst 2003 | Árnað heilla | 37 orð | 1 mynd

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Á morgun, laugardaginn 16. ágúst, verður Jón Ragnar Jónsson, Fögrukinn 13, Hafnarfirði, áttræður. Af því tilefni tekur hann á móti ættingjum og vinum að Erluási 48, Hafnarfirði, á afmælisdaginn milli kl. 15 og... Meira
15. ágúst 2003 | Fastir þættir | 192 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson

SUMIR segja að freistingar séu til að falla fyrir þeim. Það er í besta falli umdeild speki hvað lífið sjálft varðar, en hitt er óumdeilt að það vinnur enginn bridsmót á þessari kenningu. Við spilaborðið gildir hið fornkveðna: Við freistingum gæt þín. Meira
15. ágúst 2003 | Fastir þættir | 91 orð | 1 mynd

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Þriðju umferð í bikarnum að ljúka Bridsspilarar taka það yfirleitt rólega yfir sumarmánuðina. Það eru einungis þeir hörðustu sem mæta í sumarbrids og svo eru einstaka leikir í bikarkeppni Bridssambandsins. Um helgina lýkur þriðju umferð en sl. Meira
15. ágúst 2003 | Viðhorf | 792 orð

Er Hulk staðalmynd?

Hinn dæmigerði græni maður á heima á Selfossi og eyðir sumarfríinu í ferðalög. Hann fer með fjölskylduna og fellihýsið í Húsafell á hverju sumri, ekki endilega í þeirri forgangsröð. Meira
15. ágúst 2003 | Í dag | 81 orð

Hallgrímskirkja: Hádegistónleikar kl.

Hallgrímskirkja: Hádegistónleikar kl. 12 á morgun, laugardag. Steingrímur Þórhallsson leikur á orgel. Menningarnótt í Hallgrímskirkju frá kl. 17 og lýkur með helgistund kl. 22 í umsjá sr. Jóns Dalbú Hróbjartssonar. Kirkjunni lokað kl. 23. Meira
15. ágúst 2003 | Dagbók | 25 orð

Landslag

Í einum fossi hendist áin niður morgunhlíð dalsins undir mjúku sólskýi; ungur smali ofan úr heiði með ljóð á vör, lamb á... Meira
15. ágúst 2003 | Í dag | 533 orð | 1 mynd

Lúther og djass

SUNNUDAGINN 17. ágúst verður haldin guðsþjónusta þar sem fluttar verða útsetningar Björns Thoroddsen á sálmum Martins Lúthers fyrir djasskvartett. Kvartettinn skipa Björn Thoroddsen, gítar Stefán S. Meira
15. ágúst 2003 | Dagbók | 451 orð

(Mark. 12, 31.)

Í dag er föstudagur 15. ágúst, 227. dagur ársins 2003, Maríumessa hin f. Orð dagsins: Annað er þetta: "Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig. Ekkert boðorð annað er þessu meira." Meira
15. ágúst 2003 | Fastir þættir | 747 orð | 2 myndir

Norðurlandamót taflfélaga á laugardag

16. ágúst 2003 Meira
15. ágúst 2003 | Fastir þættir | 193 orð | 1 mynd

SKÁK - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

1. b3 e5 2. Bb2 Rc6 3. e3 Rf6 4. Rf3 e4 5. Rd4 Rxd4 6. Bxd4 Be7 7. Be2 0-0 8. 0-0 c5 9. Bb2 d5 10. d3 Be6 11. Rd2 Dc7 12. c4 exd3 13. Bxd3 Had8 14. cxd5 Rxd5 15. Db1 f5 16. Rf3 Rb4 17. Be2 Rc6 18. Bc3 Bf6 19. Bxf6 Hxf6 20. Hc1 De7 21. Dc2 b6 22. Meira
15. ágúst 2003 | Fastir þættir | 400 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

MARGIR nota mikið benzín á sumrin. Fólk ferðast langar vegalengdir akandi og þarf oft að fylla á tankinn. Meira

Íþróttir

15. ágúst 2003 | Íþróttir | 99 orð | 2 myndir

Arnar meistari sjöunda árið í röð

ARNAR Sigurðsson varð í gær Íslandsmeistari í einliðaleik karla í tennis, sjöunda árið í röð. Hjá konum lenti bikarinn í nýjum höndum því Soumia Islami fagnaði sigri í fyrsta sinn. Meira
15. ágúst 2003 | Íþróttir | 287 orð | 1 mynd

Fylkismenn vörðust vel

FYLKISMENN voru nærri því að halda jöfnu þegar þeir mættu AIK Solna frá Svíþjóð í fyrri leik liðanna í UEFA-bikarnum í gærkvöld en leikið var í Svíþjóð. En það tókst ekki því Svíar náðu að skora fimm mínútum fyrir leikslok og unnu 1:0. Engu að síður viðunandi úrslit hjá Fylki sem geta í raun þakkað Kjartani Sturlusyni, markverði sínum, að ekki fór verr. Meira
15. ágúst 2003 | Íþróttir | 565 orð | 1 mynd

Grindvíkingar eiga góða möguleika

GRINDVÍKINGAR eiga ágæta möguleika á að komast áfram í UEFA-bikarnum eftir nauman ósigur, 2:1, gegn Helga Kolviðssyni og samherjum hans í austurríska liðinu Kärnten í gær. Meira
15. ágúst 2003 | Íþróttir | 175 orð

Guðmundur hættur í Fram

GUÐMUNDUR Steinarsson, knattspyrnumaður, er hættur að leika með Fram og er á leið til Danmerkur þar sem hann mun leika með danska 1. deildarliðinu Brönshöj. Meira
15. ágúst 2003 | Íþróttir | 99 orð

Haukar byrja gegn Stjörnunni

ÍSLANDSMEISTARAR Hauka í handknattleik karla hefja titilvörnina á heimavelli þann 16. september. Þá fá þeir Stjörnuna í heimsókn á Ásvelli kl. 19.15, en flestir leikir vetrarins hefjast á þeim tíma í staðinn fyrir kl. 20. Meira
15. ágúst 2003 | Íþróttir | 275 orð

Hálfdán hetjan og skúrkurinn

Ég er ekki sáttur," sagði Valsmaðurinn Hálfdán Gíslason eftir leikinn. Hann skoraði gott mark með vel úthugsuðu skoti en fór líka illa með góð færi. Meira
15. ágúst 2003 | Íþróttir | 390 orð | 1 mynd

* HEIMIR Ríkharðsson, þjálfari unglingalandsliðsins í...

* HEIMIR Ríkharðsson, þjálfari unglingalandsliðsins í handknattleik er sérlega ánægður með framgang túlksins sem liðið hefur í Slóvakíu . Hann segir hana búna að koma sér upp litlum hópi vina og fjölskyldu sem kemur á leiki Íslands og hvetur það áfram. Meira
15. ágúst 2003 | Íþróttir | 225 orð | 1 mynd

*HELGI Valur Daníelsson lék ekki með...

*HELGI Valur Daníelsson lék ekki með Fylkismönnum gegn AIK í Stokkhólmi í gær. Hann meiddist á ökkla á æfingu Árbæjarliðsins í Stokkhólmi á þriðjudaginn. Meira
15. ágúst 2003 | Íþróttir | 376 orð | 1 mynd

*HELMUT Rahn, 73 ára, sem var...

*HELMUT Rahn, 73 ára, sem var ein af hetjum Þjóðverja á HM í Sviss 1954, þar sem þeir urðu heimsmeistarar, lést í gær. Rahn varð þjóðhetja í Þýskalandi þegar hann skoraði sigurmark Þjóðverja í úrslitaleik gegn Ungverjum í Bern, 3:2. Meira
15. ágúst 2003 | Íþróttir | 74 orð

Horfði á Chelsea frá Alaska

ROMAN Abramovich, hinn nýi rússneski eigandi Chelsea, gat ekki fylgt liði sínu til Slóvakíu í fyrrakvöld þegar það lék við Zilina í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Meira
15. ágúst 2003 | Íþróttir | 51 orð

Í KVÖLD

KNATTSPYRNA 1. deild karla: Garðabær: Stjarnan - HK 19 Keflavík: Keflavík - Haukar 19 Kópavogur: Breiðablik - Leiftur/Dalvík 19 Akureyri: Þór - Afturelding 2. deild karla: Sauðárk. Meira
15. ágúst 2003 | Íþróttir | 555 orð

KNATTSPYRNA Efsta deild karla, Landsbankadeildin Valur...

KNATTSPYRNA Efsta deild karla, Landsbankadeildin Valur - KR 1:1 Hálfdán Gíslason 5. - Sigurvin Ólafsson 49. Staðan: KR 1483321:1727 Fylkir 1382321:1026 ÍBV 1361619:1919 Grindavík 1361617:2019 FH 1353521:2118 Þróttur R. Meira
15. ágúst 2003 | Íþróttir | 301 orð | 1 mynd

Kraftmeiri og fljótari

EIÐUR Smári Guðjohnsen, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu, þykir mæta til leiks í góðri æfingu með Chelsea. Hann skoraði fyrra markið og átti stóran þátt í því síðara þegar Chelsea vann Zilina í Slóvakíu, 2:0, í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fyrrakvöld, og í viðtali við Evening Standard í gær sagðist Eiður vera betur upplagður en þegar síðasta tímabil hófst. Meira
15. ágúst 2003 | Íþróttir | 261 orð

"Markið gefur okkur líf"

"ÞAÐ tók okkur talsverðan tíma að komast inn í leikinn og nokkurs taugatitrings gætti í liðinu framan af leik. En þeir fengu smám saman sjálfstraust og þegar upp er staðið eru úrslitin mjög góð. Meira
15. ágúst 2003 | Íþróttir | 302 orð

Strákarnir mæta Svíum í undanúrslitum EM

ÍSLENSKA unglingalandsliðið, leikmenn 18 ára og yngri, er komið í undanúrslit á Evrópumótinu í handknattleik sem fram fer í Slóvakíu. Íslenska liðið lagði í gærkvöldi lið Slóvena 41:30 eftir að staðan hafði verið 20:16 í leikhléi. Meira
15. ágúst 2003 | Íþróttir | 663 orð | 1 mynd

Umdeild atvik á Hlíðarenda

VALSMENN stöðvuðu sigurgöngu Íslandsmeistara KR-inga þegar liðin gerðu 1:1 jafntefli í fjörugum og spennandi leik að Hlíðarenda og er óhætt að segja að umdeild atvik hafi sett sitt mark á leikinn. Stigið nægði KR-ingum til að skjótast í toppsæti deildarinnar um stundarsakir í það minnsta en Valsmenn sitja sem fyrr í næst neðsta sæti, stigi á eftir ÍA og KA. Meira
15. ágúst 2003 | Íþróttir | 181 orð

Valur 1:1 KR Leikskipulag: 4-3-3 Landsbankadeildin,...

Valur 1:1 KR Leikskipulag: 4-3-3 Landsbankadeildin, 14. umferð,Hlíðarendi Fimmtudaginn 14. ágúst 2003 Aðstæður: Sunnan strekkingur, rigning með köflum og 12 stiga hiti. Völlurinn blautur en góður. Áhorfendur: 1. Meira

Úr verinu

15. ágúst 2003 | Úr verinu | 229 orð

ALLIR FISKMARKAÐIR Bleikja 75 75 75...

ALLIR FISKMARKAÐIR Bleikja 75 75 75 55 4,125 Blálanga 69 44 68 3,878 263,833 Gellur 612 609 610 24 14,643 Grálúða 140 134 139 127 17,684 Gullkarfi 85 24 55 8,713 482,852 Hlýri 193 114 149 2,207 329,040 Keila 47 5 38 115 4,337 Keilubland 25 25 25 30 750... Meira
15. ágúst 2003 | Úr verinu | 316 orð | 1 mynd

Gengur vel á Ágústi GK eftir breytingarnar

ÁGÚST GK landaði í Grindavíkurhöfn 20 tonnum af bolfiski í vikunni. Ferðin var sú fyrsta eftir þær breytingar sem gerðar höfðu verið á honum í Póllandi í febrúar síðastliðnum. Meira
15. ágúst 2003 | Úr verinu | 189 orð | 1 mynd

Tæp 11 þúsund tonn til hliðar

SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ gaf nýverið út reglugerðir sem taka til úthlutunar aflaheimilda á næsta fiskveiðiári, sem hefst 1. september. Ráðuneytið hafði áður kynnt ákvarðanir um leyfilegan heildarafla. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.