Greinar fimmtudaginn 8. janúar 2004

Forsíða

8. janúar 2004 | Forsíða | 117 orð

Banna raðir við salerni

ÁSTRALSKA flugfélagið Qantas segir að bandarísk yfirvöld vilji banna raðir við salerni flugvéla í vélum sem eru á leið til Ameríku. Meira
8. janúar 2004 | Forsíða | 366 orð | 1 mynd

Hélt ég myndi ekki halda út

SÆVAR Brynjólfsson, 62 ára gamall skipstjóri, þraukaði gegnblautur og kaldur í um eina og hálfa klukkustund á grindverkinu efst á stefni Húna KE sem sökk um tuttugu sjómílur norðvestur af Garðskaga. Meira
8. janúar 2004 | Forsíða | 61 orð

Jarðskjálfti nálægt Hveragerði

JARÐSKJÁLFTI varð um þrjá kílómetra norðvestur af Hveragerði klukkan 23:25 í gærkvöldi. Íbúar á Kjalarnesi, í Hafnarfirði, Hveragerði og á Selfossi urðu varir við skjálftann, sem talið er að hafi verið um 3,7 stig á Richter. Meira
8. janúar 2004 | Forsíða | 111 orð | 1 mynd

Megrun á kránni

ATKINS-megrunarkúrinn er nú farinn að hafa áhrif á krám í Bretlandi. Yates-keðjan, sem rekur um 130 nýtískulegar krár um landið allt, sagðist í gær ætla að bjóða viðskiptavinum rétti í anda Atkins með miklu prótíni en litlu kolvetni. Meira
8. janúar 2004 | Forsíða | 218 orð

Spáð framhaldi á lækkun dollarans

BÚIST er við, að gengi Bandaríkjadollara haldi áfram að lækka, meðal annars vegna ótta við, að erlendir fjárfestar kippi að sér hendinni vegna lágra vaxta vestra en það myndi gera Bandaríkjastjórn ókleift að fjármagna gífurlegan fjárlaga- og... Meira
8. janúar 2004 | Forsíða | 139 orð | 2 myndir

Vindhraði 30-40 m/s

ERFIÐ veðurskilyrði voru víða um land í gær og lentu menn á mörgum stöðum í erfiðleikum í veðurofsanum. Meðal annars var illfært á fjallvegum á Vestfjörðum og flughált og hvassviðri í Norðurárdal. Meira

Baksíða

8. janúar 2004 | Baksíða | 215 orð | 1 mynd

4% neysluaukning milli ára

SALA á léttvínum og bjór jókst í fyrra borið saman við árið á undan og sala á brenndum drykkjum dróst saman skv. tölum ÁTVR yfir áfengissölu árið 2003. Áfengissala nam 11,6 milljörðum króna með virðisaukaskatti borið saman við 11,3 milljarða árið 2002. Meira
8. janúar 2004 | Baksíða | 843 orð | 3 myndir

Inneignarnótur gildi á útsölum

Réttur neytenda er oft virtur að vettugi þegar kemur að því að skila jólagjöfunum. Margar verslanir fylgja góðum viðskiptaháttum en aðrar bjóða útsöluverð fyrir vörur, sem keyptar voru á fullu verði fyrir jól. Meira
8. janúar 2004 | Baksíða | 90 orð

Innköllun á snjóbrettabindingum

Vetrarvöruframleiðandinn Rossignol Group hefur ákveðið að innkalla eftirtaldar snjóbrettabindingar úr framleiðslu Rossignol fyrir veturinn 2003-2004: HC500, Zena, HC Rental, Unit rental. Meira
8. janúar 2004 | Baksíða | 97 orð

KB banka spáð 7,7 milljarða hagnaði

GREININGARDEILDIR viðskiptabankanna þriggja spá að meðaltali 32% aukningu hagnaðar fyrirtækja sem mynda Úrvalsvísitölu Kauphallar Íslands. Meira
8. janúar 2004 | Baksíða | 179 orð | 1 mynd

Kennsla hafin í nýju Náttúrufræðahúsi HÍ

KENNSLA hófst í Náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands í gær en húsið verður formlega opnað í lok febrúar. Rými er fyrir um 500 nemendur í kennslu samtímis í húsinu auk þess sem um 200 starfsmenn og framhaldsnemar stunda þar vinnu. Meira
8. janúar 2004 | Baksíða | 35 orð

Slys í Breiðholtslaug

MAÐUR á þrítugsaldri liggur nú á gjörgæsludeild LSH við Hringbraut vegna súrefnisskorts eftir að hafa misst meðvitund í Sundlaug Breiðholts í gær. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var maðurinn enn í lífshættu þegar blaðið fór í... Meira
8. janúar 2004 | Baksíða | 176 orð | 1 mynd

Verðmætið 2 milljarðar

SKIP sem stunda ólöglegar karfaveiðar á Reykjaneshrygg eru talin veiða um 30-50 þúsund tonn á ári eða allt að þriðjungi þess afla sem heimilt er að veiða þar árlega. Ætla má að verðmæti 30 þúsund tonna af úthafskarfa upp úr sjó sé hátt í 2 milljarðar króna. Íslensk skip veiddu á síðasta ári rúm 48 þúsund tonn af úthafskarfa. Meira
8. janúar 2004 | Baksíða | 257 orð | 1 mynd

Verðmæti fasteigna hækkar um tæpa 200 milljarða

FASTEIGNAMAT hækkaði að meðaltali um 10,7% um áramótin frá árinu áður og gildir matið á árinu 2004. Meira
8. janúar 2004 | Baksíða | 140 orð

Viðræður um aukið hlutafé

ÍTARLEGAR viðræður hafa átt sér stað við tvo aðila um hugsanlega aðkomu þeirra sem hluthafa að lággjaldaflugfélaginu Iceland Express. Meira
8. janúar 2004 | Baksíða | 290 orð | 1 mynd

Ýsa, lax og kjúklingur er nú á tilboðsverði

Það er hollustuvara á tilboði hjá matvöruverslunum nú í byrjun nýs árs, ýsa, kjúklingur, lax, múslí, ávaxtasafi og gróft brauð svo dæmi séu tekin. Meira
8. janúar 2004 | Baksíða | 355 orð | 1 mynd

Þarf að passa upp á kreditkortin

Misnotkun kreditkorta hefur aldrei verið meiri í Noregi en síðastliðið haust og í Dagbladet í Noregi kemur fram að kortasvindl nemi yfir 1,5 milljörðum íslenskra króna á ári þar í landi. Meira

Fréttir

8. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 409 orð

200 milljónir í einhverfurannsóknir ÍE

SAMNINGAR hafa verið gerðir á milli Íslenskrar erfðagreiningar og Siomons-rannsóknasjóðsins í New York um að Siomons-sjóðurinn muni fjármagna umfangsmiklar rannsóknir Íslenskrar erfðagreiningar á erfðafræði einhverfu og skyldra þroskaraskana. Meira
8. janúar 2004 | Erlendar fréttir | 103 orð | 1 mynd

25 ár frá falli stjórnar Rauðu khmeranna

FORSÆTISRÁÐHERRA Kambódíu, Hun Sen (til hægri), og fleiri leiðtogar landsins á bæn við athöfn í tilefni af því að í gær voru 25 ár liðin frá falli stjórnar Rauðu khmeranna. Meira
8. janúar 2004 | Suðurnes | 526 orð | 2 myndir

Alþjóðleg miðstöð fyrir rannsóknir og meðferð húðsjúkdóma

Grindavík | "Þó að margt sé sérstakt við Bláa lónið og umhverfi þess er ljóst að lækningamáttur Bláa lónsins er enn og verður um ókomna framtíð undirstaða ímyndar Bláa lónsins og lækningarmátturinn mun alltaf gera Bláa lónið einstakt á... Meira
8. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 54 orð | 1 mynd

Auka hraðann | Sveitarfélagið Árborg hefur...

Auka hraðann | Sveitarfélagið Árborg hefur ákveðið að flýta birtingu á afgreiðslum á heimasíðu sinni. Þannig munu allar fundargerðir bæjarstjórnar, bæjarráðs og nefnda birtast þar eins fljótt og auðið er. Meira
8. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 129 orð

Bandarísk stjórnvöld vilja farþegalista

ICELANDAIR þarf eins og önnur flugfélög sem fljúga til Bandaríkjanna að afhenda bandarískum stjórnvöldum farþegalista áður en vélin lendir í Bandaríkjunum. Meira
8. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 224 orð | 1 mynd

BIRGIR V. SCHIÖTH

BIRGIR V. Schiöth, fyrrv. kennari og myndlistarmaður, lést á líknardeild HSS í Keflavík þriðjudaginn 30. desember sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Birgir V. Schiöth var fæddur á Siglufirði 30. Meira
8. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 346 orð | 2 myndir

Brýnt að þjónusta íbúa nýju hverfanna

ÍÞRÓTTAFÉLAGIÐ Fylkir hefur sett fram hugmyndir um æfingasvæði og ýmsa aðstöðu við Rauðavatn og enn fremur nálægt núverandi aðstöðu félagsins í Elliðaárdal. Meira
8. janúar 2004 | Höfuðborgarsvæðið | 42 orð | 1 mynd

Bæjarstjóri tók fyrstu skóflustunguna að bensínstöð Atlantsolíu

Hafnarfjörður | Lúðvík Geirsson bæjarstjóri tók í gær fyrstu skóflustunguna að fyrstu bensínstöð Atlantsolíu, á svæði fyrirtækisins við Óseyrarbraut. Skóflustungan var tekin með 45 tonna gröfu, og fórst bæjarstjóranum verkið vel úr hendi. Meira
8. janúar 2004 | Erlendar fréttir | 247 orð | 1 mynd

Bær nánast jafnaðist við jörðu í hvirfilbyl

HVIRFILBYLURINN Heta gekk yfir Kyrrahafseyjuna Niue í fyrrakvöld og fregnir hermdu að hann hefði nánast jafnað höfuðstað eyjunnar við jörðu. Meira
8. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 377 orð | 1 mynd

Doktor í guðfræði

*RÚNAR Már Þorsteinsson varði doktorsritgerð við guðfræðideild Lundarháskóla í Svíþjóð þann 22. nóvember sl. Andmælandi var dr. Jonas Holmstrand, lektor við guðfræðideild háskólans í Uppsala. Meira
8. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 782 orð | 1 mynd

Eiga börn að vera vörur?

Indriði Björnsson fæddist í Reykjavík 1967. Útskrifaðist með BS í tölvunarfræði frá HÍ 1991 og hefur síðan lagt stund á hugbúnaðargerð. Árið 1993 eignaðist hann sitt fyrsta barn, Atla Má sem reyndist vera með Downs-heilkenni. Var einn af stofnendum Félags áhugafólks um Downs-heilkenni árið 1997 og fyrsti formaður þess. Hefur hann starfað að ýmsum málefnum sem tengjast fötluninni. Maki er Edda Björk Sævarsdóttir og börn þeirra eru Atli Már, Íris Björk og Dagný Birna. Meira
8. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 195 orð

Ekki komið til móts við óskir Reykvíkinga

SJÁLFSTÆÐISMENN í borgarráði gagnrýndu áherslur R-listans í skipulagsmálum á fundi ráðsins á þriðjudag, og sögðu nýlega skýrslu um búsetuóskir Reykvíkinga sýna að ekki væri komið til móts við óskir borgarbúa. Meira
8. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 68 orð

Eldur í málningarhakkara

ELDUR gaus upp úr tunnu undir málningarhakkara, sem kallaður er svo, í efnamóttöku Sorpu í Gufunesi um klukkan hálf tvö í fyrradag. Einar Gunnlaugsson, verkstjóri í móttökunni, segir að eldur hafi teygt sig upp í sjálfan hakkarann. Meira
8. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 75 orð

Enginn grunaður um innbrotið

LÖGREGLAN á Egilsstöðum hefur engan grunaðan um innbrotið í söluturn á virkjanasvæðinu við Kárahnjúka um áramótin þar sem stolið var vörum og peningum að andvirði ein og hálf milljón króna. Meira
8. janúar 2004 | Erlendar fréttir | 366 orð | 2 myndir

ESB fái Nóbels-verðlaun

THORBJÖRN Jagland, fyrrverandi forsætisráðherra í Noregi, sagðist í gær ætla að tilnefna Evrópusambandið til friðarverðlauna Nóbels fyrir árið 2004 vegna þess mikilvæga hlutverks sem sambandið hefði leikið í lýðræðisþróun í Evrópu. Meira
8. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 123 orð

FÍA andvígt vopnuðum vörðum í flugvélum

STJÓRN Félags íslenskra atvinnuflugmanna hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem lýst er yfir andstöðu við að settir verði vopnaðir verðir um borð í flugvélar eins og bandarísk stjórnvöld hafa lýst yfir að gerð verði krafa um ef vísbendingar hefðu borist... Meira
8. janúar 2004 | Austurland | 821 orð | 2 myndir

Frystihúsið á Seyðisfirði hefur aftur vinnslu í dag

Seyðisfjörður | Í dag hefst vinnsla í frystihúsinu á Seyðisfirði að nýju eftir tveggja mánaða hlé. Adolf Guðmundsson keypti reksturinn eftir að Útgerðarfélag Akureyringa lokaði húsinu og hætti starfsemi á Seyðisfirði seint á síðasta ári. Meira
8. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 61 orð | 1 mynd

Gámaþjónustan hf. styrkir BUGL

GÁMAÞJÓNUSTAN hf. sendi ekki jólakort til viðskiptavina sinna heldur var ákveðið að láta andvirði jólakortanna renna til BUGL, Barna- og unglingageðdeildar Landspítala - háskólasjúkrahúss. Benóný Ólafsson, framkvæmdastjóri Gámaþjónustunnar hf. Meira
8. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 72 orð | 1 mynd

Gullslegin ljósakróna í Víkurkirkju

Fagridalur | Ný ljósakróna var sett upp í Víkurkirkju í Mýrdal fyrir jólin. Ljósakrónan er gjöf frá Gísla Holgeirssyni og fjölskyldu en Gísli rekur GH heildverslun í Garðabæ. Krónan var hengd upp í kirkjuskipið fyrir framan altarið. Meira
8. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 62 orð

Gulur á ný | Hinn öflugi...

Gulur á ný | Hinn öflugi þingeyski fréttamiðill skarpur.is er kominn í sín gulu hvunndagsföt á ný en í tilefni jólanna skartaði hann rauða litnum í nokkrar vikur. Ritstjóri Skarps er hinn kunni fjölmiðlamaður á Húsavík, Jóhannes Sigurjónsson. Meira
8. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 341 orð | 1 mynd

Hafa boðið erlendu keppnisfólki lækningu hérlendis

SVEINBJÖRN Brandsson, bæklunarskurðlæknir, segir sóknarfæri hér á landi til að bjóða upp á sérhæfða læknisþjónustu fyrir erlent keppnisfólk vegna íþróttameiðsla. Verið sé að byggja upp víðtæka þjónusta á þessu sviði með góðu fagfólki. Meira
8. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 849 orð | 1 mynd

Hegðun fólks er full af reglulegum munstrum

Getur verið að við hreyfum okkur og framkvæmum hluti eftir ákveðnu ferli aftur og aftur? Magnús S. Magnússon hefur í yfir 20 ár unnið við að skilgreina hulin munstur sem hann segir felast í atferli fólks en enginn sjái. Meira
8. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 168 orð | 1 mynd

Höfnin dýpkuð

Húsavík | Vinna við dýpkun í Húsavíkurhöfn hófst að nýju nú eftir áramótin eftir jólafrí en það er fyrirtækið Sæþór ehf. sem sér um framkvæmdir. Reinhard Reynisson, bæjarstjóri á Húsavík, er jafnframt hafnarstjóri. Meira
8. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 74 orð

Íbúð stórskemmd í eldi

ÍBÚÐ á annarri hæð fjölbýlishúss við Stekkjarberg í Hafnarfirði skemmdist mikið í eldsvoða í gær þegar kviknaði í út frá þurrkara. Meira
8. janúar 2004 | Landsbyggðin | 96 orð | 2 myndir

Ísfirðingar stóðu úti í tunglsljósi

ÞRETTÁNDAGLEÐIN á Ísafirði var fjölmenn og mjög vel heppnuð að þessu sinni. Í tunglskinsbjörtu kvöldhúminu söfnuðust bæjarbúar saman á götum úti ásamt margs konar skrautklæddum kynjaverum, þessa heims og annars. Meira
8. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 91 orð

Íslandsmót barna í skák

ÍSLANDSMÓT barna í skák 2004 verður haldið á morgun, föstudaginn 9., og laugardaginn 10. janúar. Allir krakkar fæddir 1993 og síðar geta verið með. Tefldar verða níu umferðir eftir Monrad-kerfi. Meira
8. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 292 orð | 1 mynd

Jákvætt og ber vott um mikla framsækni

ÉG tel að það sem verið er að gera á Norðurlandi vestra sé afar athyglisvert og ég vona að þessu verði fylgt eftir. Nýbreytni í skólastarfi getur haft jákvæðar afleiðingar fyrir alla aðra. Meira
8. janúar 2004 | Erlendar fréttir | 65 orð | 1 mynd

Jólabrauðið skorið

Jólin voru haldin hátíðleg í gær, 7. janúar, hjá Rétttrúnaðarkirkjunni en hún heldur að þessu leyti enn í júlíanska tímatalið, sem Vesturkirkjan lagði af á 16. öld. Meira
8. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 64 orð | 1 mynd

Jólatrjám safnað saman

STARFSMENN gatnamálastjóra í Reykjavík hafa í nógu að snúast þessa dagana við hirðingu jólatrjáa um alla borgina. Meira
8. janúar 2004 | Akureyri og nágrenni | 83 orð | 1 mynd

Jólin kvödd

Fjöldi fólks á öllum aldri lagði leið sína á félagssvæði Þórs við Hamar í blíðskaparveðri og tók þátt í Þrettándagleði sem þar fór fram að kvöldi þrettánda dags jóla. Meira
8. janúar 2004 | Landsbyggðin | 37 orð | 1 mynd

Jólin kvödd í Dölunum

Búðardalur | Dalamenn kvöddu jólin eins og flestir landsmenn með brennu og flugeldum. Björgunarsveitin Ósk var með útsölu á flugeldum fyrr um daginn og höfðu menn mikið af bombum og flugeldum til að skjóta upp af... Meira
8. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 250 orð | 1 mynd

JÓN A. SIGURGEIRSSON

JÓN A. Sigurgeirsson, fyrrverandi kennari og skólastjóri, lést í Berlín 30. desember á 95. aldursári. Jón fæddist á Akureyri 24. maí 1909 og voru foreldrar hans Júlíana Friðrika Tómasdóttir og Sigurgeir Jónsson, tónlistarkennari og organisti á Akureyri. Meira
8. janúar 2004 | Erlendar fréttir | 94 orð | 1 mynd

Karli vel fagnað

KARLI Bretaprins var vel fagnað í gær þegar hann sást opinberlega í fyrsta sinn frá því að The Daily Mirror birti orðsendingu sem Díana prinsessa er sögð hafa ritað bryta sínum, Paul Burrell, þar sem hún lýsir því yfir að hún óttist að Karl reyni að... Meira
8. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 49 orð | 1 mynd

Klifrað á klakanum

ÞÓTT snjórinn sé að láta undan er enn hægt að klifra upp á klakahröngl og reyna að haldast þar uppi eins og þessi drengir gerðu við Langholtsskóla þótt menn séu kannski ekki beint fótvissir. Meira
8. janúar 2004 | Akureyri og nágrenni | 278 orð

Kostnaðaraukinn allt að 6 milljónir

UNNIÐ er að lagningu hitaveitu á Svalbarðsströnd og fara starfsmenn Vinnuvéla Símonar Skarphéðinssonar á Sauðárkróki mikinn þessar vikurnar. Meira
8. janúar 2004 | Miðopna | 143 orð

Liður í að taka á móti fleiri ferðamönnum

"ÞAÐ má vekja athygli á því að á vegum Ferðamálaráðs hefur verið unnið að mjög miklu rannsóknarverkefni um þolmörk ferðamannastaða. Meira
8. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 171 orð

Litlar líkur taldar á að sættir geti náðst

VIÐRÆÐUM Samkeppnisstofnunar og lögmanna olíufélaganna þriggja sem staðið hafa yfir undanfarnar vikur hefur verið hætt. Meira
8. janúar 2004 | Erlendar fréttir | 338 orð | 1 mynd

Lýsti ódæðinu en nefndi enga ástæðu

MIJAILO Mijailovic, 25 ára gamall maður, sem setið hefur í gæsluvarðhaldi grunaður um morðið á Önnu Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóðar, játaði það á sig við yfirheyrslur í fyrrakvöld. Meira
8. janúar 2004 | Höfuðborgarsvæðið | 147 orð

Mánabrekka fær grænfána

Seltjarnarnes | Leikskólinn Mánabrekka hefur fengið aðild að grænfánaverkefninu svokallaða, en grænfáninn er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða um Evrópu sem tákn um góða fræðslu og umhverfisstefnu í skólum. Meira
8. janúar 2004 | Erlendar fréttir | 176 orð

Meints liðsmanns al-Qaeda leitað í Evrópu

FRANSKA stjórnin staðfesti í gær að lögregluyfirvöld í Evrópu væru að leita að meintum liðsmanni al-Qaeda sem keypti farmiða hjá Air France en mætti ekki á flugvöllinn á aðfangadag jóla þegar flugi frá París til Bandaríkjanna var aflýst vegna hættunnar á... Meira
8. janúar 2004 | Miðopna | 556 orð | 1 mynd

Mengun mesta ógnunin við hvali

Litlar líkur eru á því að á ný verði hafnar arðvænlegar hvalveiðar í atvinnuskyni en deilan um veiðarnar er hins vegar kærkomin fyrir þá sem vilja nota tækifærið til að sýna hve miklir umhverfissinnar þeir séu og tjá því ást sína á hvölum. Meira
8. janúar 2004 | Akureyri og nágrenni | 168 orð

Miklar framkvæmdir framundan

SKATTTEKJUR Grýtubakkahrepps á árinu eru áætlaðar um 110,8 milljónir króna, en fjárhagsáætlun hreppsins var samþykkt í vikunni. Meira
8. janúar 2004 | Erlendar fréttir | 205 orð

Mörg hundruð tegunda í hættu

LOFTSLAGSBREYTINGAR í heiminum gætu orðið til þess að hundruð dýra- og plöntutegunda yrðu útdauð á næstu 50 árum að því er fram kemur í grein nítján vísindamanna sem tímaritið Nature birtir í dag. Meira
8. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 169 orð

Námskeið í frumhönnun tölvuleikja.

Námskeið í frumhönnun tölvuleikja. Haraldur Björnsson hefur unnið sem hönnuður og stjórnandi tölvuleikja sem gefnir hafa verið út af Sony, Sega, Microsoft, Infogames og Electronic Arts. Meira
8. janúar 2004 | Austurland | 166 orð

Nemendur fá markvissara námsmat

Fjarðabyggð | Við Verkmenntaskóla Austurlands í Fjarðabyggð verður tekið upp nýtt námsmatskerfi á vorönn 2004. Kerfið byggist á þrískiptingu annarinnar, þar sem mat verður lagt á námsframvindu nemenda þrisvar á önninni. Meira
8. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 281 orð | 1 mynd

Ný heilsugæslustöð á Reyðarfirði

Á þrettándanum var vígð ný heilsugæslustöð að Búðareyri 8 á Reyðarfirði. Húsið er 208 fermetrar, teiknað af Birni Kristleifssyni, arkitekt á Egilsstöðum, og byggt af byggingarfyrirtækinu Byggðarholti ehf. á Eskifirði. Meira
8. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 241 orð

Óljóst hvort kynferðisdómi verður áfrýjað

RÍKISSAKSÓKNARI hefur ekki ákveðið hvort sýknudómi Héraðsdóms Vestfjarða frá 5. janúar, yfir karlmanni sem ákærður var fyrir kynferðisbrot gegn barni, verður áfrýjað til Hæstaréttar. Meira
8. janúar 2004 | Erlendar fréttir | 520 orð | 1 mynd

Ólöglegir innflytjendur fái atvinnuleyfi

MILLJÓNIR ólöglegra farandverkamanna, herbergisþerna og annarra innflytjenda, sem vinna án leyfis í Bandaríkjunum, geta fengið tímabundið atvinnuleyfi og komist hjá því að vera rekin úr landi, ef nýtt frumvarp George W. Meira
8. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 247 orð | 1 mynd

Óvenju mikið sést til fálka á Suðvesturlandi

ÓVENJU mikið hefur sést til fálka á Suðurlandi og Suðvesturlandi í haust og í vetur, að sögn Ólafs K. Nielsen, fuglafræðings hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Hann segir að þrátt fyrir rjúpnaþurrð hafi varp fálka gengið mjög vel sl. vor. Meira
8. janúar 2004 | Miðopna | 916 orð | 2 myndir

"Fór í sjóinn með reglulegu millibili"

ÞAÐ MÁ kallast kraftaverk að Sævar Brynjólfsson hafi náð að þrauka í um eina og hálfa klukkustund í grindverkinu efst á stefni Húna KE. Og þá ekki síður að stefnið á bátnum skyldi haldast á floti allan tímann. Meira
8. janúar 2004 | Miðopna | 378 orð

"Þú hefur auga með honum"

TENGDASONUR Sævars og eigandi Húna KE, Einar Magnússon, segist telja það mikið afrek að Sævar skyldi ná að þrauka svona lengi á stefni bátsins. Þá segir Einar að Tilkynningaskyldan hafi brugðist að öllu leyti rétt við og það hafi skipt sköpum. Meira
8. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 283 orð

Ráðherra skoðar sölu tölvuleikja

ÞORGERÐUR Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hefur sett í gang vinnu innan ráðuneytisins þar sem skoða á vandlega hvort hægt sé að setja reglur um sölu tölvuleikja á grundvelli núgildandi laga, eða hvort breyta þurfi lögum. Meira
8. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 623 orð

Ríkissaksóknari gekk lengra en lög heimiluðu

UMBOÐSMAÐUR Alþingis kemst m.a. Meira
8. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 264 orð

Rúm 80% styðja kröfu um samræmdan lífeyrisrétt

RÍFLEGA 80% landsmanna eru hlynnt kröfu félaga og sambanda í Alþýðusambandi Íslands um samræmdan lífeyrisrétt launamanna á almennum markaði og hjá hinu opinbera. Meira
8. janúar 2004 | Erlendar fréttir | 361 orð | 1 mynd

Segir Díönu ekki hafa verið ólétta

ÞRÁLÁTUR orðrómur um að Díana prinsessa hafi verið með barni þegar hún dó í bílslysi í París 31. ágúst 1997 er úr lausu lofti gripinn. Þetta fullyrðir réttarskurðlæknir sem tók þátt í krufningu hennar. "Ég var viðstaddur líkskoðunina. Meira
8. janúar 2004 | Höfuðborgarsvæðið | 261 orð

Setja hámark á farsímareikninga borgarstarfsmanna

Reykjavík | Í drögum að verklagsreglum um úthlutun og notkun á farsímum á vegum Reykjavíkurborgar kemur fram að settar verði hámarksupphæðir fyrir farsímanotkunn starfsmanna, og umframkostnaður verði greiddur af starfsmönnum geti þeir ekki gefið... Meira
8. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 446 orð

Shellstöðvarnar eru samkeppnisfærar

EFTIRFARANDI athugasemd hefur borist Morgunblaðinu frá Margréti Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra markaðssviðs smásölu hjá Skeljungi hf. Meira
8. janúar 2004 | Erlendar fréttir | 201 orð | 1 mynd

Simitis boðar til kosninga í mars

COSTAS Simitis, forsætisráðherra Grikklands, greindi formlega frá því í gær að hann myndi hætta sem leiðtogi Pasok, gríska sósíalistaflokksins, áður en gengið yrði til kosninga í landinu í vor. Simitis tilkynnti jafnframt að þingkosningarnar færu fram 7. Meira
8. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 267 orð | 1 mynd

Sjálfvirk sementssíló í notkun á Reyðarfirði

BÚIÐ er að taka í notkun sementssílóin fjögur sem BM Vallá hefur reist við steypustöð sína á Reyðarfirði. Hvert síló er 1.700 rúmmetrar að stærð og tekur 2.000 tonn af sementi. Þetta eru mikil mannvirki, á hæð við 12 hæða blokkir. Meira
8. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 187 orð | 1 mynd

Skólahúsið í Flatey á Breiðafirði endurgert

NÝVERIÐ var undirritaður lóðarleigusamningur vegna endurgerðar skólahússins í Flatey, að því er fram kemur á heimasíðu Reykhólahrepps. Meira
8. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 116 orð

SS með helmingshlut í Hollt og gott

SLÁTURFÉLAG Suðurlands svf. hefur keypt 25% eignarhlut í salat- og grænmetisfyrirtækinu Hollt og gott ehf. Eignarhluturinn var keyptur af Eignarhaldsfélaginu Feng hf. sem á ekkert í félaginu eftir söluna. Meira
8. janúar 2004 | Austurland | 52 orð

Stórir bankar og litlir | Um...

Stórir bankar og litlir | Um áramót bárust Sparisjóði Norðfjarðar erindi frá hvorum tveggja Landsbanka og Íslandsbanka, þar sem beðið var um viðræður vegna hugsanlegrar sameiningar. Meira
8. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 122 orð

Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar

FRÁ því í júní 2003 hefur stuðningur við ríkisstjórnina minnkað um 9% og nýtur hún nú stuðnings 53% landsmanna samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup. Er það svipað hlutfall og fyrir síðustu Alþingiskosningarnar í maí. Meira
8. janúar 2004 | Miðopna | 303 orð | 1 mynd

Styrkir renna framvegis beint til hagsmunaaðila

FERÐAMÁLARÁÐ Íslands kynnti í gær nýjar reglur við útdeilingu á fjármunum til umhverfismála sem fela í meginatriðum í sér að framkvæmda- og uppbyggingarstarfi í nafni ráðsins verður hætt en í stað þess verður bróðurparti fjármuna þess úthlutað í... Meira
8. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 620 orð | 1 mynd

Styr um rekstur Egilsbúðar í Neskaupstað

Mikill styr hefur staðið um útboð á rekstri Hótels Egilsbúðar í Neskaupstað undanfarnar vikur. Meira
8. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 210 orð

Sýningin Áfram stelpur í Borgarnesi

FÖSTUDAGINN 9. janúar kl. 17 opnar borgarstjóri Reykjavíkur, Þórólfur Árnason, sýninguna "Áfram stelpur!" í Safnahúsi Borgarfjarðar. Sýningin "Áfram stelpur! Meira
8. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 83 orð

Sængur út

JÓN Sveinsson, æðarbóndi á Miðhúsum í Reykhólasveit, er byrjaður að framleiða silkidúnsængur á Bandaríkjamarkað. Saumastofan Nytjasaumar ehf. Meira
8. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 72 orð | 1 mynd

Teygja og toga bíla

Bifreiðaverkstæðið Ásmegin í Stykkishólmi keypti í fyrra réttingabekk fyrir bíla og fullkominn sprautuklefa. Meira
8. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 65 orð

Tildrög slysaskots rannsökuð hjá lögreglu

RANNSÓKN á tildrögum þess að níu ára telpa varð fyrir riffilskoti á Hallormsstað á mánudagskvöld heldur áfram hjá lögreglunni á Egilsstöðum. Meira
8. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 146 orð

Umboðsmaður telur innheimtu próftökugjalda ólögmæta

UMBOÐSMAÐUR Alþingis, Tryggvi Gunnarsson, hefur ályktað að innheimta Háskóla Íslands á sérstöku próftökugjaldi fyrir nemendur sem þreyta inntökupróf í læknadeild sé ekki lögmæt. Meira
8. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 90 orð

Um breyskleika

Ólína Þorvarðardóttir orti í tilefni af stríðsáformum og væringum við Íraka: Margt er böl í heimi hér heldur vandast málið; hvenær skyldu Bush og Blair byrja að súpa kálið. Oft súpa menn annað en kálið í vísum. Meira
8. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 97 orð

Vefur um stefnumál Íslendinga í norrænu samstarfi

VEFUR um formennskuáætlun Íslendinga í Norrænu ráðherranefndinni á árinu 2004 hefur verið opnaður. Þar eru allar upplýsingar um helstu stefnumál í norrænu samstarfi á næsta ári, verkefni, ráðstefnur og fundi. Meira
8. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 35 orð

Vilja eignast íslenskan vinabæ

SAMBANDI íslenskra sveitarfélaga hefur borist beiðni frá formanni borgarskipulagshóps Kosóvó þar sem óskað er eftir vinabæjasambandi við Gjakova, sem er höfuðborg Kosóvóhéraðs. Meira
8. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 160 orð | 1 mynd

Vill fjölga íbúunum | Jóhann Guðni...

Vill fjölga íbúunum | Jóhann Guðni Reynisson, sveitarstjóri Þingeyjarsveitar, ritar janúarbréf á vef sveitarfélagsins. Bréfið hefst á almennri hvatningu til íbúanna um að bretta upp ermarnar og taka höndum saman um að efla byggðina á nýbyrjuðu ári. Meira
8. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 54 orð

Þrír í gæsluvarðhald vegna hassmáls

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur úrskurðaði þrjá menn í tveggja vikna gæsluvarðhald í gær að kröfu lögreglunnar í Reykjavík vegna rannsóknar á tilraun til innflutnings á umtalsverðu magni á hassi til landsins. Meira
8. janúar 2004 | Austurland | 51 orð

Þróunarstofan | Umsóknarfrestur um starf framkvæmdastjóra...

Þróunarstofan | Umsóknarfrestur um starf framkvæmdastjóra Þróunarstofu Austurlands rann út um helgina. Fjórtán hafa sótt um, en ekki fæst gefið upp hverjir þeir eru. Elísabet Benediktsdóttir hætti sem framkvæmdastjóri í desember sl. Meira
8. janúar 2004 | Erlendar fréttir | 209 orð

Ætla að sleppa 500 Írökum úr haldi

BANDARÍKJAMENN hyggjast sleppa lausum 506 mönnum sem þeir hafa geymt á bak við lás og slá síðan þeir tóku öll völd í Írak. Fyrstu hundrað mönnunum verður veitt frelsi í dag, fimmtudag. Meira
8. janúar 2004 | Innlendar fréttir | 179 orð

Önnur vél sótti farþegana

FLUGVÉL frá bandaríska flugfélaginu United Airlines flaug frá New York til Keflavíkur í gær til að sækja fólkið sem var í vél félagsins sem var lent þar í fyrrakvöld vegna bilunar í öðrum hreyflinum. Meira

Ritstjórnargreinar

8. janúar 2004 | Staksteinar | 363 orð

- Hannes og heimildirnar

Jakob F. Ásgeirsson rithöfundur skrifar í Viðskiptablaðið um gagnrýni á bók Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um Halldór Laxness. Árásirnar komi ekki á óvart, það geri tilefni þeirra hins vegar. Meira
8. janúar 2004 | Leiðarar | 759 orð

Parmalat

Í forystugrein brezka dagblaðsins Financial Times í gær er fjallað um ábyrgð endurskoðenda í ljósi ásakana um sviksemi í rekstri ítalska fyrirtækisins Parmalat. Meira

Menning

8. janúar 2004 | Menningarlíf | 33 orð | 1 mynd

Apar á prjónum

TAÍVANSKI míníatúr-listamaðurinn Chen Frong-shean vinnur hér að nýjasta verki sínu - bambusprjóni með tveimur öpum - á vinnustofu sinni í Taipei í vikunni. Ár apans heldur innreið sína í Kína 22. janúar... Meira
8. janúar 2004 | Fólk í fréttum | 348 orð | 2 myndir

* ARI Í ÖGRI: Dúettinn Dralon...

* ARI Í ÖGRI: Dúettinn Dralon skemmtir föstudag og laugardag. * ÁSGARÐUR, Glæsibæ: Dansleikur, Caprí-tríó leikur fyrir dansi sunnudagskvöld kl. 20 til 23.30. *BROADWAY: SHOCKWAVE laugardag kl. 23.30. 18 ára aldurstakmark. Plötusnúðar frá Bretlandi. Meira
8. janúar 2004 | Fólk í fréttum | 106 orð | 1 mynd

Á kaf í rugl

Bandaríkin 1999. Skífan VHS. Bönnuð innan 12 ára. (106 mín.) Leikstjórn John Jacobsen. Aðalhlutverk Dewon Sava, Tara Reid, Bill Smitrovich. Meira
8. janúar 2004 | Fólk í fréttum | 231 orð

Á slóðum meistarans

Íslensk heimildarmynd. Handrit og þulur: Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Tónlistarval og klipping: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson. Kvikmyndataka og hljóðsetning: Guðmundur Bergkvist. Sýningartími 49 mín. BF útgáfa 2003. RUV í des. 2003. Meira
8. janúar 2004 | Fólk í fréttum | 520 orð | 4 myndir

BÍÓ molar

Landssamtök gagnrýnenda í Bandaríkjunum hafa valið Bandaríska dýrð (American Splendor) bestu mynd ársins 2003 en myndin er byggð á ævi myndasagnahöfundarins Harvey Pekar . Þetta er í 38. skipti sem verðlaunin eru veitt. Meira
8. janúar 2004 | Fólk í fréttum | 91 orð | 1 mynd

Bjarkardjass!

HÁSTÖKKVARINN í þessari viku er engin önnur en Björk okkar Guðmundsdóttir. Og platan er Gling Gló , tímamótaplata sem hún tók upp með tríói Guðmundar Ingólfssonar árið 1990. Meira
8. janúar 2004 | Menningarlíf | 87 orð

Café Borg, Hamraborg, kl.

Café Borg, Hamraborg, kl. 20 Ljóðsýning Hrafns Andrésar Harðarsonar, Bláleikur að orðum, verður opnuð á upplestri. Sýningin er framreidd á málmplötum Gríms Marinós Steindórssonar. Hrafn Andrés er skáld Ritlistarhóps Kópavogs í janúar. Meira
8. janúar 2004 | Fólk í fréttum | 982 orð | 1 mynd

Djassþel af bestu gerð

Tríó Jóels Pálssonar, Tómas R. Einarsson og hljómsveit, Tríó Sigurðar Flosasonar, Hljómsveitin Tilnefning Meira
8. janúar 2004 | Fólk í fréttum | 360 orð | 4 myndir

FÓLK Í fréttum

LEIKARAPARIÐ Matt Damon og Eva Mendes virðast hafa gefist upp á feluleik fyrir fjölmiðlum í Bandaríkjunum, en þau hafa neitað því í nokkra mánuði að þau væru par. Hins vegar sást til þeirra saman í Las Vegas í lok ársins 2003. Meira
8. janúar 2004 | Menningarlíf | 370 orð | 1 mynd

Heildstætt yfirlitsverk um kristna siðfræði

KRISTIN siðfræði í sögu og samtíð er heiti nýútkomins rits eftir Sigurjón Árna Eyjólfsson guðfræðing. Hið íslenska bókmenntafélag gefur verkið út. Meira
8. janúar 2004 | Menningarlíf | 64 orð | 1 mynd

Kvöldvaka hjá Iðunni

KVÆÐAMANNAFÉLAGIÐ Iðunn hefur starfsemi sína á nýju ári með kvöldvöku í sal Blindrafélagsins Hamrahlíð 17 kl. 20 annað kvöld, föstudagskvöld. Meira
8. janúar 2004 | Fólk í fréttum | 186 orð | 1 mynd

Læknir fékk Harrison til að árita gítarinn á dánarbeðinum

DÁNARBÚ Georges Harrisons hefur höfðað mál á hendur einum læknanna sem annaðist Harrison þegar hann lá banaleguna fyrir rúmum tveimur árum en læknirinn er sagður hafa nánast neytt bítilinn fyrrverandi til að árita gítar. Meira
8. janúar 2004 | Fólk í fréttum | 101 orð | 1 mynd

Neitar öllu

ÞAÐ er enginn annar en sjálfur Michael Jackson sem verður tekinn á beinið í kvöld í Sextíu mínútum. Ekki þarf að fjölyrða um ástæðuna en sem kunnugt er hefur Jackson verið borinn þungum sökum og er sagður hafa brotið á börnum kynferðislega. Meira
8. janúar 2004 | Fólk í fréttum | 87 orð | 1 mynd

Nýklassík!

ÓSKALÖGIN 7 og í reynd allar Óskalagaplöturnar eru mikilvæg heimild um íslenska dægurlagasögu. Á þeim er safnað lögum sem reynst hafa endingargóð í tímans rás og bera það með sér að vera talin sígild. Meira
8. janúar 2004 | Fólk í fréttum | 101 orð | 1 mynd

Ofurást!

ÞAÐ er leitun að jafn góðum "látum okkur líða vel" myndum og Love Actually er. Í raun má segja að hér sé á ferðinni sú algerasta ástarmynd sem lengi hefur fram komið. Meira
8. janúar 2004 | Fólk í fréttum | 132 orð | 1 mynd

O sole mio!

ENN er það undrabarnið Robertino sem situr kátlega á toppi Tónlistans. Það er öruggt mál að engan óraði fyrir þessum gríðarlegu vinsældum er platan kom út fyrir rétt tæplega tveimur mánuðum síðan. Meira
8. janúar 2004 | Menningarlíf | 1582 orð | 1 mynd

Raunsæi og ruglingur

Ekki laust við að tvær framkvæmdir sem nú standa yfir á íslenzkum myndlistarvettvangi ýfi heilasellurnar, fæði af sér heilabrot sem erindi eiga á opinberan vettvang. Meira
8. janúar 2004 | Fólk í fréttum | 388 orð | 1 mynd

Stafrófið: Lífið frá A til Ö

ÚTVARPSKONAN góðkunna Anna Kristine Magnúsdóttir snýr aftur á öldur ljósvakans í dag en þá hefst þáttur hennar Stafrófið: Lífið frá A til Ö . Þátturinn verður á dagskrá alla virka daga á milli 13.00 og 14.00 og endurtekinn samdægurs kl. 23.00. Meira
8. janúar 2004 | Menningarlíf | 1317 orð | 3 myndir

Söguþráðurinn spannst kringum persónurnar

Við hvað erum við alltaf svo upptekin, að við megum ekki vera að því að sinna samskiptum okkar á milli? Þessi spurning brann á Bergþóru Jónsdóttur eftir að hafa fylgst með æfingu á nýju leikriti Bjarna Jónssonar, Vegurinn brennur, þar sem ósköp venjuleg fjölskylda tekst á við ósköp venjulegan raunveruleika sem snýst upp í mikla dramatík. Bergþóra ræðir hér við höfundinn og leikstjórann, Viðar Eggertsson. Meira
8. janúar 2004 | Fólk í fréttum | 849 orð | 3 myndir

Tónlist tilfinninganna

Hann var fenginn til þess að túlka með tónum tilfinningar aðalpersónunnar, leikin af Meg Ryan, í sálfræðitryllinum In The Cut sem frumsýnd er hérlendis í kvöld. Skarphéðinn Guðmundsson ræddi við Hilmar Örn Hilmarsson um þátttökuna í þessu kröfuharða og umdeilda verkefni. Meira
8. janúar 2004 | Menningarlíf | 33 orð

Vegurinn brennur

eftir Bjarna Jónsson. Leikstjóri : Viðar Eggertsson. Lýsing : Páll Ragnarsson. Leikmynd : Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir. Búningar : Margrét Sigurðardóttir og Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir. Leikarar : Arnbjörg Hlíf Valsdóttir, Guðrún S. Meira

Umræðan

8. janúar 2004 | Bréf til blaðsins | 296 orð

Armbeygjur kosta ekki neitt

NÚ þegar landinn er nýbúinn að melta jólasteikina flæðir inn um flest skilningarvit líkamsræktaráróður í formi blaða-, útvarps- og sjónvarpsauglýsinga. Tími endurnýjunar á árskortum er runninn upp. Meira
8. janúar 2004 | Bréf til blaðsins | 360 orð

Dapurlegt hvað fólk er tillitslaust

Í Morgunblaðinu um jólaleytið birtist mynd af manni sem var að ganga í ró og friði í kirkjugarði. Meira
8. janúar 2004 | Aðsent efni | 597 orð | 1 mynd

Jólunum pakkað saman

Ættum við því ekki að setja okkur það markmið nú í upphafi nýs og spennandi árs, árs vonar og nýrra tækifæra, að gefa jólagjöfinni tækifæri? Meira
8. janúar 2004 | Aðsent efni | 722 orð | 1 mynd

Menningarstefna er atvinnustefna

Það er lenska að skora á yfirvöld að beita sér fyrir auknum útgjöldum hins opinbera. Það geri ég ekki. Meira
8. janúar 2004 | Bréf til blaðsins | 334 orð | 1 mynd

Nýársþankar um stöðnun í sölu ljóðabóka

OKKAR vinsæli Víkverji upplýsir í Mbl. 9/12 sl.: "Illa er komið fyrir íslenska ljóðinu. Það selst ekki. Ef samantekt Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið á jólabókasölu dagana 25. nóv. til 1. des. er skoðuð, en hún birtist hér í blaðinu sl. Meira
8. janúar 2004 | Aðsent efni | 617 orð | 1 mynd

Samningar við "sérgróðalækna"

Það eru einlæg ráð mín til handa ráðherra að leysa samninganefndina upp. Meira
8. janúar 2004 | Aðsent efni | 1001 orð | 1 mynd

Vörumst hringamyndun og einokun í atvinnu- og viðskiptalífi

Menn verða að átta sig á því að einokun og samþjöppun í sjávarútvegi getur orðið ennþá hættulegri íslensku samfélagi en samþjöppun og einokun á öðrum sviðum. Meira

Minningargreinar

8. janúar 2004 | Minningargreinar | 1147 orð | 1 mynd

EINAR EINARSSON

Einar Einarsson fæddist í Reykjavík 3. ágúst 1919. Hann lést á Landspítala - háskólasjúkrahúsi 24. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Einar Sveinbjörnsson útgerðarmaður í Sandgerði, f. 19. janúar 1860, d. 29. Meira  Kaupa minningabók
8. janúar 2004 | Minningargreinar | 319 orð | 1 mynd

ERNA HAFDÍS JÓHANNSDÓTTIR

Erna Hafdís Jóhannsdóttir fæddist í Reykjavík 22. nóvember 1936. Hún lést 30. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Katrín Þorbjörnsdóttir, f. 12. desember 1907, d. 11. júlí 1980, og Jóhann Guðlaugsson, f. 2. janúar 1901, d. 9. Meira  Kaupa minningabók
8. janúar 2004 | Minningargreinar | 2591 orð | 1 mynd

GUÐFINNA SIGURDÓRSDÓTTIR

Guðfinna Sigurdórsdóttir fæddist í Götu í Hrunamannahreppi 5. september 1921. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 31. desember. Foreldrar hennar voru Sigurdór Stefánsson bóndi í Götu og kona hans Katrín Guðmundssdóttir frá Kambi í Holtahreppi. Meira  Kaupa minningabók
8. janúar 2004 | Minningargreinar | 778 orð | 1 mynd

GUÐJÓN AÐALSTEINN GUÐMUNDSSON

Guðjón A. Guðmundsson fæddist í Reykjavík 6. janúar 1921. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 30. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur Guðjónsson, kaupmaður í Reykjavík, f. 19. Meira  Kaupa minningabók
8. janúar 2004 | Minningargreinar | 2072 orð | 1 mynd

HULDA AGNARSDÓTTIR

Hulda Agnarsdóttir fæddist í Súgandafirði 2. apríl 1921. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík 30. des. síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sturla Agnar Guðmundsson, f. 14. des. 1897, d. 2. okt. 1981, og Kristjana Margrét Sigmundsdóttir, f. Meira  Kaupa minningabók
8. janúar 2004 | Minningargreinar | 2516 orð | 1 mynd

JÓN ÓLAFUR ÓLAFSSON

Jón Ólafur Ólafsson fæddist á Akureyri 4. nóvember 1932. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 22. desember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Keflavíkurkirkju 31. desember. Meira  Kaupa minningabók
8. janúar 2004 | Minningargreinar | 2643 orð | 1 mynd

LOFTUR GRÉTAR BERGMANN

Loftur Grétar Bergmann fæddist í Hafnarfirði 4. febrúar 1934. Hann lést 26. desember (annan jóladag) síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðríður Guðlaugsdóttir, f. í Götu í Landsveit í Rang. 16.4. 1912, d. í Reykjavík 14.2. Meira  Kaupa minningabók
8. janúar 2004 | Minningargreinar | 534 orð | 1 mynd

MARGRÉT STEFANÍA BENEDIKTSDÓTTIR

Margrét Stefanía Benediktsdóttir fæddist í Reykjavík 31.8. 1958. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 26. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar eru hjónin Benedikt Einarsson, f. 7.3. 1918, d. 1.4. 2001, og Margrét Stefánsdóttir, f. 7.9. 1918. Meira  Kaupa minningabók
8. janúar 2004 | Minningargreinar | 1376 orð | 1 mynd

ÓLAFUR JENSSON

Ólafur Jensson fæddist í Bolungavík 17.8. 1922. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 24. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jens E. Níelsson kennari, f. 7.4.1888, d. 26.5. 1960, og Elín Guðmundsdóttir, f. 30.11. 1894, d. 2.1. 1997. Meira  Kaupa minningabók
8. janúar 2004 | Minningargreinar | 3955 orð | 1 mynd

SIGURLAUG JÓNASDÓTTIR

Sigurlaug Jónasdóttir hússtjórnarkennari og listmálari fæddist í Öxney á Breiðafirði 4. júlí 1913. Hún lést á Landspítala - háskólasjúkrahúsi Fossvogi 30. desember síðastliðinn. Sigurlaug vardóttir hjónanna Jónasar Jóhannssonar, bónda í Öxney, f. 21.7. Meira  Kaupa minningabók
8. janúar 2004 | Minningargreinar | 951 orð | 1 mynd

STEFANÍA SIGURJÓNSDÓTTIR

Stefanía Sigurjónsdóttir fæddist í Hafnarfirði 19. júní 1920. Hún lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund 31. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurjón Kristjánsson frá Kumlá í Grunnavík, f. 16.1. 1898, d. 19.4. Meira  Kaupa minningabók

Fastir þættir

8. janúar 2004 | Árnað heilla | 34 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. 6. janúar sl. varð fimmtugur Magnús Svavar Magnússon. Í tilefni tímamótanna taka þau Magnús og Hafdís á móti vinum og vandamönnum föstudaginn 9. janúar kl. 18-21 í Kiwanishúsinu Kópavogi, Smiðjuvegi... Meira
8. janúar 2004 | Árnað heilla | 38 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Í dag, 8. janúar, er sextugur Einar Óskarsson frá Firði, Borgarbraut 50a, Borgarnesi. Sambýliskona hans er Ása Sigurlaug Halldórsdóttir. Þau taka á móti ættingjum og vinum á Kaffi Reykjavík laugardaginn 10. janúar, frá kl.... Meira
8. janúar 2004 | Árnað heilla | 34 orð | 1 mynd

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. 16. janúar næstkomandi verður sjötugur Reynir Ragnarsson frá Vík í Mýrdal . Í tilefni þess mun fjölskylda hans hafa opið hús í félagsheimilinu Leikskálum í Vík föstudaginn 9. janúar frá kl.... Meira
8. janúar 2004 | Árnað heilla | 23 orð | 1 mynd

80 ÁRA afmæli .

80 ÁRA afmæli . Í dag, fimmtudaginn 8. janúar, er áttræður Emil Sigurðsson, vélstjóri frá Hafnarnesi við Fáskrúðsfjörð. Hann dvelur á Kanaríeyjum á... Meira
8. janúar 2004 | Árnað heilla | 23 orð | 1 mynd

85 ÁRA afmæli.

85 ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 8. janúar, er 85 ára Guðbjörg Salóme Þorsteinsdóttir, Pólgötu 6, Ísafirði. Hún verður að heiman á... Meira
8. janúar 2004 | Árnað heilla | 34 orð | 1 mynd

90 ÁRA afmæli.

90 ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 8. janúar, er níræð Jónasína Þrúður Kristjánsdóttir frá Hjarðardal í Dýrafirði, til heimilis á Grandavegi 47. Sína verður heima í dag og gleðst yfir konu vina og... Meira
8. janúar 2004 | Í dag | 238 orð

Alfa-námskeið í Grafarvogskirkju ALFA-námskeið hefst þriðjudaginn...

Alfa-námskeið í Grafarvogskirkju ALFA-námskeið hefst þriðjudaginn 13. janúar nk. kl. 19.00 í Grafarvogskirkju. Allir eru velkomnir og ekkert námskeiðsgjald. Alfa-námskeið er 10 vikna fræðslunámskeið um kristna trú og tilgang lífsins. Meira
8. janúar 2004 | Fastir þættir | 187 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson

Austur opnar á einum tígli í fyrstu hendi, en kemst svo ekki meira að og fær á endanum það verkefni að spila vörn gegn fjórum spöðum. Við skulum deila kjörum með honum um stund: Austur gefur; NS á hættu. Meira
8. janúar 2004 | Fastir þættir | 199 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Bridsfélag Kópavogs Um leið og við sendum öllum bridsspilurum beztu nýárskveðjur, er vakin athygli á að aðalsveitakeppni félagsins hefst fimmtudaginn 8. janúar nk. Eins og venjulega hefst spilamennskan kl. 19.30 og spilað er í Hamraborg 11, 3. hæð. Meira
8. janúar 2004 | Viðhorf | 797 orð

Föruneyti barnsins

Vegferð barnsins er undir því komin að föruneyti þess vaki á verðinum. En það svaf og barnaklám varð meginstraumur. Sómi varðar veg barns sem býr við kennslu í að greina milli góðs og ills. Meira
8. janúar 2004 | Dagbók | 54 orð

MÓÐIRIN VIÐ GRÖFINA

Kæra barn mitt, korríró, kúrðu vært og sof nú lengi. Vekja þig af vænni ró verkjatök né meinsemd engi. Húsið þitt er hlýtt og byrgt, harðviðra svo verjist straumi. Hræðstu ei, þó hér sé myrkt, himnesk ljós þú sér í draumi. Meira
8. janúar 2004 | Dagbók | 480 orð

(Mt. 5, 44.)

Í dag er fimmtudagur 8. janúar, 8. dagur ársins 2004. Orð dagsins: En ég segi yður: Elskið óvini yðar, og biðjið fyrir þeim, sem ofsækja yður. Meira
8. janúar 2004 | Fastir þættir | 271 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson

1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. e3 Bf5 5. Rc3 e6 6. Bd3 Bxd3 7. Dxd3 Bb4 8. a3 Bxc3+ 9. bxc3 Rbd7 10. Hb1 Hb8 11. O-O O-O 12. He1 Re4 13. Rd2 Rdf6 14. f3 Rxd2 15. Bxd2 De7 16. a4 e5 17. e4 Hfd8 18. cxd5 cxd5 19. dxe5 Dxe5 20. f4 De6 21. e5 Re4 22. Meira
8. janúar 2004 | Fastir þættir | 369 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Víkverja snarbrá þegar hann frétti af brúðkaupi Britney Spears á dögunum, ekki síst þar sem hjónabandið var ógilt af dómara eftir 55 tíma. Meira

Íþróttir

8. janúar 2004 | Íþróttir | 349 orð

Breytt lið og ekkert gefið

ÁTTA liða úrslit Bikarkeppni KKÍ og Lýsingar fara fram í kvöld. Erfitt er að spá fyrir um úrslit leikjanna, sérstaklega þar sem nokkur liðanna eru talsvert breytt frá því fyrir áramótin og því allsendis óljóst hvernig þau standa. Meira
8. janúar 2004 | Íþróttir | 85 orð

Brunæfingu var frestað

FYRSTU æfingu í bruni kvenna fyrir heimsbikarmót sem fram á að fara um helgina í Sviss, var frestað í gær. Meira
8. janúar 2004 | Íþróttir | 481 orð | 1 mynd

Cheyrou var hetja Liverpool

BRUNO Cheyrou, af öllum mönnum, skoraði markið sem skipti sköpum á Stamford Bridge í gær er Chelsea tók á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Meira
8. janúar 2004 | Íþróttir | 178 orð

EM í hættu hjá Degi

DAGUR Sigurðsson fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik tognaði á framanverðu læri á æfingu landsliðsins í gærmorgun og er óvíst hvort hann verður búinn að ná sér fyrir Evrópumótið sem hefst í Slóveníu 22. þessa mánaðar. Meira
8. janúar 2004 | Íþróttir | 199 orð

Formaður B68 kannast ekki við samning um Hans Fróða

FORMAÐUR færeyska knattspyrnufélagsins B68, Niclas Davidsen, kannast ekki við að frágengið sé að Hans Fróði Hansen, færeyski landsliðsmaðurinn, fari frá félaginu yfir í raðir Fram. Meira
8. janúar 2004 | Íþróttir | 232 orð

Framtíð Ólafs Inga hjá Arsenal er í óvissu

FRAMTÍÐ Ólafs Inga Skúlasonar knattspyrnumanns, sem er á mála hjá enska stórliðinu Arsenal, er í óvissu en samningur hans við félagið rennur út í sumar. Meira
8. janúar 2004 | Íþróttir | 524 orð | 1 mynd

Gott kvöld hjá United

LIÐSMENN Manchester United höfðu ríka ástæðu til að fagna eftir leikina í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi. Englandsmeistarararnir höfðu betur gegn grönnum sínum í Bolton, 2:1, en á sama tíma töpuðu aðalkeppinautarnir, Arsenal og Chelsea, dýrmætum stigum. Chelsea lá fyrir Liverpool á Stamford og Arsenal varð að láta sér lynda jafntefli við Everton á Goodison og þar með jók United forystu sína í þrjú stig á toppnum. Meira
8. janúar 2004 | Íþróttir | 352 orð | 1 mynd

* GUÐJÓN Þórðarson , knattspyrnustjóri Barnsley...

* GUÐJÓN Þórðarson , knattspyrnustjóri Barnsley , er sagður hafa í hyggju að fá Chris Iwelumo , framherja hjá Stoke , leigðan frá félaginu. Guðjón keypti Iwelumo á sínum tíma til Stoke þegar hann var knattspyrnustjóri hjá félaginu. Meira
8. janúar 2004 | Íþróttir | 291 orð | 1 mynd

Helgi æfði með Ahlen í Þýskalandi

HELGI Sigurðsson landsliðsmaður í knattspyrnu æfði í gær með þýska 2. deildarliðinu Ahlen en Helgi er eins og fram hefur komið að leita að nýjum vinnuveitendum eftir að samningur hans við norska liðið Lyn rann út nú um áramótin. Meira
8. janúar 2004 | Íþróttir | 30 orð

Í KVÖLD

KÖRFUKNATTLEIKUR Bikarkeppni KKÍ og Lýsingar 8 liða úrslit karla: Grindavík: UMFG - Fjölnir 19.15 Ásvellir: Haukar - Keflavík 19.15 Njarðvík: UMFN - Hamar 19.15 Sauðárkrókur: Tindastóll - Snæfell 19.15 8 liða úrslit kvenna: Ásvellir: Haukar - UMFN 18. Meira
8. janúar 2004 | Íþróttir | 354 orð | 1 mynd

*ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik leikur þrjá...

*ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik leikur þrjá vináttulandsleiki við Sviss á föstudag, laugardag og sunnudag, en leikirnir eru liður í undirbúningi þess fyrir Evrópukeppnina sem hefst í Slóveníu 22. janúar. Meira
8. janúar 2004 | Íþróttir | 289 orð

KNATTSPYRNA England Úrvalsdeild: Bolton - Manchester...

KNATTSPYRNA England Úrvalsdeild: Bolton - Manchester United 1:2 Youri Djorkaeff 89. - Paul Scholes 24., Ruud van Nistelrooy 39. - 27.668. Chelsea - Liverpool 0:1 Bruno Cheyrou 33. - 41.420. Rautt spjald : El Hadji Diouf, Liverpool 87. Meira
8. janúar 2004 | Íþróttir | 162 orð

Liðakeppni á HM á skíðum árið 2005?

TALSMENN Alþjóða skíðasambandsins, FIS, sögðu á dögunum að líklega yrði keppt í sérstakri liðakeppni árið 2005 á Heimsmeistaramótinu sem fram fer það ár. Meira
8. janúar 2004 | Íþróttir | 292 orð | 1 mynd

"Dagný mun eflast við mótlætið"

DAGNÝ Linda Kristjánsdóttir skíðakona frá Akureyri verður frá keppni og æfingum í a.m.k. 6 mánuði eftir að í ljós kom að hún er með slitið krossband en hún slasaðist á æfingu fyrir Heimsbikarmót á dögunum. Friðrik Einarsson formaður Skíðasambands Íslands sagði í gær við Morgunblaðið að meiðsli Dagnýjar Lindu væru dapurlegar fréttir þar sem hún hefði verið komin á ágætt skrið á Heimsbikarmótunum en markmiðið hefði verið hjá henni að fikra sig upp heimslistann í vetur. Meira
8. janúar 2004 | Íþróttir | 413 orð

"Viljum ekki sitja eftir í baráttunni"

Í vetur hafa tvö efstu kvennaliðin í 1. deildinni í körfuknattleik leikið án þess að vera með erlendan leikmann í sínum röðum. Liðin eru ÍS, bikarmeistaralið s.l. árs, sem er í efsta sæti deildarinnar og Keflavík sem varð Íslandsmeistari s.l. Meira
8. janúar 2004 | Íþróttir | 119 orð

Saha fúll út í Fulham

LOUIS Saha, sóknarmaður Fulham, er allt annað en sáttur við þá ákvörðun eiganda félagsins að vilja ekki selja hann til Manchester United, en meistararnir buðu 8 milljónir punda í hann á dögunum. Meira
8. janúar 2004 | Íþróttir | 196 orð

Sigurður fékk flest atkvæði

BÚIÐ er að velja leikmenn sem skipa liðin sem leika gegn hvort öðru í hinum árlega Stjörnuleik KKÍ. Meira
8. janúar 2004 | Íþróttir | 93 orð

Stelpuslagur í körfunni

ÖLL félögin í efstu deild kvenna í körfuknattleik auk Hauka, sem leika í 2. deild, hafa ákveðið að efna til úrvalsleiks kvenna í körfu, svipuðum stjörnuleiknum hjá körlunum. Meira
8. janúar 2004 | Íþróttir | 169 orð

Vill þyngja refsingu Ferdinand

BRIAN Mikkelsen, menningarmálaráðherra Dana, kveðst ætla að sjá til þess að keppnisbann enska knattspyrnumannsins Rios Ferdinands hjá Manchester United verði lengt í tvö ár. Meira

Úr verinu

8. janúar 2004 | Úr verinu | 350 orð | 2 myndir

Beitningavél í sex tonna trillu

"ÞETTA er sennilega minnsti beitningarvélabátur í heimi," segir Kristján Þórisson, trillukarl og eigandi Smyrils SH frá Ólafsvík sem er, þrátt fyrir að vera aðeins 5,9 brúttótonn, búinn beitningarvél af fullkomnustu gerð. Meira
8. janúar 2004 | Úr verinu | 271 orð

FISKMARKAÐUR AUSTURLANDS Grálúða 221 221 221...

FISKMARKAÐUR AUSTURLANDS Grálúða 221 221 221 171 37,791 Gullkarfi 87 30 84 1,273 106,616 Hlýri 164 164 164 1,191 195,324 Keila 28 28 28 316 8,848 Skarkoli 235 169 170 1,175 199,567 Skrápflúra 50 50 50 351 17,550 Steinbítur 85 85 85 43 3,655 Und. Meira
8. janúar 2004 | Úr verinu | 274 orð | 1 mynd

FMP í Færeyjum eykur afköstin

"VIÐ munum að óbreyttu koma tveimur nýjum þurrkklefum í gagnið núna í janúar en ég á von á því að bætt aðstaða til eftirþurrkunar verði tilbúin í mars eða apríl," segir Eiríkur af Húsamörk, framkvæmdastjóri Faroe Marine Products,... Meira
8. janúar 2004 | Úr verinu | 472 orð

Gleðilegt ár

Í upphafi árs er hollt að líta bæði fram á veginn og til baka. Síðastliðið ár var um margt viðburðaríkt í sjávarútveginum. Miklar umræður áttu sér stað um fiskveiðistjórnun í kringum síðustu Alþingiskosningar og sýndist sitt hverjum. Meira
8. janúar 2004 | Úr verinu | 144 orð | 1 mynd

Gott ár í mjölinu

ÁRIÐ sem er að líða hefur verið nokkuð gott hjá Mjöl- og lýsisvinnslu Eskju á Eskifirði. Tekið hefur verið á móti tæpum 166.000 tonnum af hráefni til bræðslu, 65.000 tonnum af loðnu, 100.000 tonnum af kolmunna og 10.000 tonnum af síld. Meira
8. janúar 2004 | Úr verinu | 150 orð | 1 mynd

Meira af lúðu til Bandaríkjanna

ÚTFLUTNINGUR á ferskri lúðu héðan til Bandaríkjanna hefur margfaldazt á þessu ári. Gert er ráð fyrir að við seljum Bandaríkjamönnum 60 tonn af lúðu alls á þessu ári. Meira
8. janúar 2004 | Úr verinu | 105 orð

Meiri afli

HEILDARAFLI flakafrystitogara Þormóðs ramma - Sæbergs á þessu ári var 16.900 tonn sem er mesti afli þeirra á einu ári og tæplega 13% aukning frá í fyrra. Þormóður rammi - Sæberg gerir út þrjá flakafrystitogara, Kleifaberg, Mánaberg og Sigurbjörgu. Meira
8. janúar 2004 | Úr verinu | 263 orð

Minni afli erlendra skipa á Íslandsmiðum

NÆRRI 150 erlend skip tilkynntu um afla innan íslensku lögsögunnar til Landhelgisgæslunnar á síðasta ári og var aflinn samtals 169.757 tonn en á sama tíma í fyrra höfðu erlendu skipin veitt 206.330 tonn. Meira
8. janúar 2004 | Úr verinu | 171 orð | 3 myndir

"Mikil stemmning"

Neskaupstað - Börkur NK kom til heimahafnar í morgun með um 1.550 tonn af loðnu, en í gær landaði Ingunn AK fyrstu loðnu vertíðarinnar, um 100 tonnum, í Neskaupstað. Meira
8. janúar 2004 | Úr verinu | 1823 orð | 2 myndir

Sjórán undir yfirborðinu

Fórnarlömb sjóræningja nútímans eru ekki varnarlausir sjófarendur, heldur fiskar hafdjúpanna. Svokallaðar sjóræningjaveiðar eru vaxandi vandamál á öllum heimshöfum en tiltölulega stutt er síðan gripið var til aðgerða til að sporna við þeim. Helgi Mar Árnason segir frá. Meira
8. janúar 2004 | Úr verinu | 737 orð

Sjóræningjar á Reykjaneshrygg

TALIÐ er að afli skipa sem stunda ólöglegar karfaveiðar á Reykjaneshrygg geti numið allt að þriðjungi þess afla sem heimilt er að veiða þar árlega. Úthafskarfakvótinn á Reykjaneshrygg er á þessu ári um 120 þúsund tonn. Meira
8. janúar 2004 | Úr verinu | 77 orð

Spá hærra verði á laxi

NORSKA verðbréfafyrirtækið Gjensidige NOR Equities telur að verð á eldislaxi muni fara yfir 330 krónur íslenzkar á þessu ári. Það mat er byggt á nýjustu upplýsingum um magn á laxi í eldi, frá Kontali Analyse. Meira
8. janúar 2004 | Úr verinu | 538 orð | 1 mynd

Vilhelm Þorsteinsson fiskaði fyrir 1.135 milljónir í fyrra

Fjölveiðiskipið Vilhelm Þorsteinsson EA-11 veiddi alls tæp 54.000 tonn á árinu 2003 og nam framleiðsluverðmæti afurðanna 1.135 milljónum króna (CIF-verðmæti). Afli skipsins var aðallega síld, loðna, kolmunni og úthafskarfi. Skipið veiddi alls 23. Meira

Viðskiptablað

8. janúar 2004 | Viðskiptablað | 182 orð

Alcoa hættir við álver í Brasilíu

BANDARÍSKA álfyrirtækið Alcoa, sem byggir álver í Reyðarfirði, er hætt við áform sín um að byggja nýtt álver og raforkuver í Brasilíu. Ástæðan er sú að mikil óvissa ríkir um breytingar á raforkumarkaði í landinu. Meira
8. janúar 2004 | Viðskiptablað | 194 orð | 1 mynd

Ávöxtun óbundinna innlánsreikninga lækkar

NAFNÁVÖXTUN á sérkjara-innlánsreikningum banka og sparisjóða, sem eru óbundnir eða bundnir í skamman tíma, var almennt nokkru lægri á árinu 2003 en árið áður. Er munurinn allt að 2-3%. Meira
8. janúar 2004 | Viðskiptablað | 115 orð

Bankamönnum fjölgar á ný

BANKASTÖRFUM í fjármálahverfinu í London hefur nú farið fjölgandi á ný eftir að þau náðu lágmarki um mitt ár 2002. Samkvæmt frétt Reuters sýnir könnun Centre for Economics and Business Research, að nýtt hámark muni nást um mitt ár 2006. Meira
8. janúar 2004 | Viðskiptablað | 159 orð

Eftirspurn skýrir ekki há laun

HÁ LAUN breskra framkvæmdastjóra er ekki hægt að skýra með harðri alþjóðlegri samkeppni um þessa stjórnendur, að því er fram kemur í skýrslu frá Work Foundation. Meira
8. janúar 2004 | Viðskiptablað | 208 orð

Einkenni lággjaldaflugfélaga

*Áhersla á lág fargjöld og mikla sætanýtingu. Taka vissulega farþega frá hefðbundnum flugfélögum en skapa einnig nýjan hóp flugfarþega. *Fargjöld verðlögð aðra leiðina óháð því hvort eða hvenær farþegi ætlar til baka. Eykur sveigjanleika. Meira
8. janúar 2004 | Viðskiptablað | 1214 orð

Fall Parmalat

SAGA Parmalat hófst árið 1961 þegar Calisto Tanzi, þá 22 ára gamall, hóf að gerilsneyða, tappa á og selja mjólk í ítölsku borginni Parma og nágrenni. Fyrirtæki hans óx hratt á næstu árum og árið 1974 hóf það útbreiðslu til annarra landa. Meira
8. janúar 2004 | Viðskiptablað | 585 orð

Fjármögnun fjármálafyrirtækja

Bæði forsætisráðherra Íslands, Davíð Oddsson, og Seðlabanki Íslands hafa nýverið varað við útlánaaukningu viðskiptabankanna og sparisjóða og aukinni erlendri lántöku þeirra. Meira
8. janúar 2004 | Viðskiptablað | 512 orð | 1 mynd

Greiningardeildir spá 32% aukningu hagnaðar milli ára

GREININGARDEILDIR bankanna þriggja, Íslandsbanka, Landsbanka og KB banka, spá að meðaltali 32% aukningu hagnaðar fyrirtækja í Úrvalsvísitölunni á milli áranna 2002 og 2003. Meira
8. janúar 2004 | Viðskiptablað | 112 orð | 1 mynd

Hluthafar kæra Ahold

HLUTHAFAR í hollensku stórverslanakeðjunni Ahold hafa kært fyrirtækið vegna stórfelldra bókhaldssvika sem ollu miklu hneyksli í fyrra. Meira
8. janúar 2004 | Viðskiptablað | 2261 orð | 1 mynd

Hvernig hverfa 900 milljarðar króna?

Fjöldi fjármálahneyksla hefur skotið upp kollinum á liðnum árum. Eitt þeirra er gríðarleg bókhaldssvik sem leiddu til falls eins stærsta fyrirtækis Ítalíu. Haraldur Johannessen fjallar um þetta mál og reifar hugsanlegar skýringar á því hvernig fór. Meira
8. janúar 2004 | Viðskiptablað | 1363 orð | 2 myndir

Iceland Express á fljúgandi ferð

Fyrir ári hóf Iceland Express starfsemi. Á þeim tíu mánuðum sem félagið hefur boðið upp á ferðir til Kaupmannahafnar og London eru farþegar félagsins orðnir á annað hundrað þúsund. Guðrún Hálfdánardóttir ræddi við Jóhannes Georgsson, framkvæmdastjóra Iceland Express, og Ólaf Hauksson, forstöðumann almannatengsla hjá Iceland Express. Meira
8. janúar 2004 | Viðskiptablað | 86 orð | 1 mynd

Klippt og skannað

AÐFERÐIRNAR sem beitt var til að falsa fjárhagsstöðu Parmalat voru ekki alltaf flóknar eða fágaðar. Við gerð þessa bréfs voru bréfhaus og undirskrift klippt af öðru bréfi, bréfið skannað og því svo rennt nokkrum sinnum í gegnum bréfsíma. Meira
8. janúar 2004 | Viðskiptablað | 108 orð | 1 mynd

Lítilsháttar aukning í kortanotkun

NOTKUN á MasterCard greiðslukortum var heldur meiri fyrir síðustu jól en fyrir jólin 2002. Þetta á bæði við um kortanotkun einstaklinga og fyrirtækja, samkvæmt tölum frá MasterCard-Kreditkortum hf. Meira
8. janúar 2004 | Viðskiptablað | 145 orð

Morrisson vill hraða yfirtöku Safeway

WM Morrisson stórmarkaðskeðjan hyggst sækja um sérstakan dómsúrskurð til að geta klárað með hraði þriggja milljarða punda yfirtöku sína á samkeppnisaðilanum Safeway, en stjórn Safeway samþykkti tilboð Morrison í keðjuna í desember sl. Meira
8. janúar 2004 | Viðskiptablað | 166 orð

Orðrómur um yfirtökutilboð frá KB Banka

VERÐ hlutabréfa í breska bankanum Singer & Friedlander, sem KB Banki á 10% hlut í, hækkaði á þriðjudag vegna orðróms um að gera ætti yfirtökutilboð í fyrirtækið. Talið er líklegt á breska markaðnum að KB Banki standi að baki tilboðinu. Meira
8. janúar 2004 | Viðskiptablað | 349 orð

Skandia krefst þriggja milljarða króna í bætur

SÆNSKA fjármálafyrirtækið Skandia hefur höfðað mál gegn tveimur af fyrrverandi æðstu yfirmönnum félagsins þar sem farið er fram á hátt í 300 milljónir sænskra króna í bætur, eða um þrjá milljarða íslenskra króna. Meira
8. janúar 2004 | Viðskiptablað | 1136 orð | 1 mynd

Skapari franska stórveldisins Vivendi

FYRRUM forstjóri fjölmiðlarisans Vivendi Universal, Jean-Marie Messier, gerði nýverið samkomulag við bandaríska fjármálaeftirlitið SEC vegna meintra brota gegn bandarískum lögum um verðbréfaviðskipti á meðan hann var forstjóri Vivendi Universal. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.