Greinar mánudaginn 13. desember 2004

Fréttir

13. desember 2004 | Innlendar fréttir | 131 orð

10% fækkun afbrota

HEGNINGARLAGABROTUM fækkaði um tæplega 10% og umferðarlagabrotum um 12% á milli áranna 2002 og 2003. Á sama tíma fjölgaði brotum gegn öðrum sérrefsilögum en umferðarlögum um rúmlega 16% og varð fjölgunin mest í fíkniefnabrotum. Meira
13. desember 2004 | Erlendar fréttir | 170 orð | 1 mynd

Barghuti hættur við

MARWAN Barghuti er hættur við framboð í forsetakosningunum sem halda á í Palestínu 9. janúar. Nánir samstarfsmenn Barghutis greindu frá þessu í gær en hann afplánar nú margfaldan lífstíðardóm í ísraelsku fangelsi. Meira
13. desember 2004 | Innlendar fréttir | 120 orð | 1 mynd

Beðið eftir jólasveinunum

Kristín Ólafsdóttir á Giljum í Mýrdal er ein fjölmargra barna sem bíða spennt eftir jólasveinunum sem tínast nú til byggða einn af öðrum. Í nótt kom Giljagaur til byggða og og næstu nótt er von á Stúf. Meira
13. desember 2004 | Innlendar fréttir | 60 orð | 1 mynd

Bergljót María Finsen

BERGLJÓT María Finsen lést á hjúkrunarheimili í Kaupmannahöfn hinn 11. desember síðastliðinn, 93 ára að aldri. Bergljót fæddist hinn 13. Meira
13. desember 2004 | Innlendar fréttir | 165 orð

Biðin eftir aðgerð styttist

BIÐLISTAR eftir skurðaðgerðum hafa styst um tæp 20% á Landspítalanum frá nóvember í fyrra. Nú bíða 233 einstaklingar eftir almennri skurðaðgerð en í fyrra biðu 706. Meira
13. desember 2004 | Innlendar fréttir | 131 orð

Bílveltur í hálku á Suðurlandi

Í TENGSLUM við bílveltu sem varð við bæinn Kross í Ölfusi rétt fyrir klukkan 14 í gær, lýsir lögreglan á Selfossi eftir ökumanni nýlegrar rauðrar Nisson Patrol jeppabifreiðar sem tók fram úr annarri bifreið við bæinn í sama mund. Meira
13. desember 2004 | Innlendar fréttir | 324 orð

Blaðberi fær ekki greidd laun í uppsagnarfresti

FYRRVERANDI blaðberi hjá Útgáfufélagi DV efh. Meira
13. desember 2004 | Innlendar fréttir | 193 orð | 1 mynd

Bók um 100 ára sögu rafmagns á Íslandi

VALGERÐI Sverrisdóttur, iðnaðarráðherra, var nýverið afhent fyrsta eintak bókarinnar Afl í segulæðum - Saga rafmagns á Íslandi í 100 ár. Meira
13. desember 2004 | Innlendar fréttir | 360 orð | 1 mynd

Byrjaði í blómlaukum og banönum

BAKKAVÖR Group verður einn af stærstu matvælaframleiðendum Bretlands og leiðandi í framleiðslu ferskrar tilbúinnar matvöru, ef af yfirtöku þess verður á breska matvælaframleiðandanum Geest. Meira
13. desember 2004 | Innlendar fréttir | 109 orð | 1 mynd

Doktorsvörn í líffræði

DOKTORSVÖRN fer fram við raunvísindadeild Háskóla Íslands þriðjudaginn 14. desember. Meira
13. desember 2004 | Innlendar fréttir | 217 orð

Eftirlit en ekki hagstjórnartæki

PÁLL Gunnar Pálsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins (FME), segir hert eftirlit með fjármálafyrirtækjum, sem Fjármálaeftirlitið hefur boðað, ekki eiga að þjóna hlutverki hagstjórnartækis, líkt og margir virðast telja. Meira
13. desember 2004 | Innlendar fréttir | 49 orð | 1 mynd

Eiður jafnaði á Highbury

EIÐUR Smári Guðjohnsen tryggði Chelsea annað stigið gegn Englandsmeisturum Arsenal þegar Lundúnarisarnir skildu jafnir, 2:2, í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á Highbury, heimavelli Arsenal, í gær. Meira
13. desember 2004 | Innlendar fréttir | 46 orð

Einn bitinn í fingur

PILTUR var bitinn í fingurinn og stúlka skarst á eyra í slagsmálum sem brutust út á Seyðisfirði í fyrrinótt, að loknu jólahlaðborði. Að sögn lögreglu tókust um fimm piltar á og nokkur hópur var í kring. Meira
13. desember 2004 | Innlendar fréttir | 412 orð | 1 mynd

Einsöngvararnir fengu samtals rúmlega 3,1 milljón

FJÓRIR einsöngvarar á þrennum tónleikum sem haldnir voru til styrktar krabbameinssjúkum börnum í Hallgrímskirkju fengu samtals rúmlega 3,1 milljón í greiðslur vegna þeirra. Meira
13. desember 2004 | Innlendar fréttir | 223 orð

Ekki fullnægjandi samráð að mati Hlífar

VERKALÝÐSFÉLAGIÐ Hlíf telur sig á engan hátt hafa lýst því yfir né samþykkt að fullnægjandi samráð hafi verið haft við félagið varðandi hópuppsagnir þær sem Sólar ehf. boðaði til í ágústmánuði sl. og hefur nú þegar hafið í tengslum við yfirtöku Sólar... Meira
13. desember 2004 | Minn staður | 363 orð

Ekki gert ráð fyrir fækkun grunnskóla

Borgarfjörður | Lagt er til að komið verði upp einföldu og skilvirku stjórnkerfi í nýju sveitarfélagi sem verður til í Borgarfirði, norðan Skarðsheiðar, ef sameining verður samþykkt. Meira
13. desember 2004 | Innlendar fréttir | 111 orð | 1 mynd

Eldurinn breiddist út á nokkrum mínútum

STARFSFÓLK Nóatúns, tryggingafélagsins Sjóvár-Almennra og fleiri hafa um helgina unnið að því að rýma verslun Nóatúns við Hringbraut sem stórskemmdist í eldsvoða aðfaranótt laugardags. Meira
13. desember 2004 | Innlendar fréttir | 451 orð | 1 mynd

Erlendir aðilar fái aðgang að markaðinum

EKKI er heimilt að takmarka rétt erlendra happdrætta til þess að starfa hér á landi að mati Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA), en í íslenskum lögum er fólki búsettu hér á landi óheimilt að taka að sér hvers konar störf fyrir erlend happdrætti. Meira
13. desember 2004 | Innlendar fréttir | 68 orð

Fræðslufundir fyrir útlendinga

RÉTTINDI og skyldur fólks af erlendum uppruna á vinnumarkaði verða til umræðu á fræðslufundum sem verða haldnir á vegum Einingar-Iðju og Alþjóðastofunnar. Þeir fara fram á mismunandi tungumálum, sá fyrsti á pólsku og filippínsku á mánudag, 13. Meira
13. desember 2004 | Erlendar fréttir | 93 orð

Fundu lík meints bókaþjófs

SÆNSKA lögreglan greindi frá því í gær að búið væri að finna lík eiganda íbúðarinnar í miðbæ Stokkhólms sem eyðilagðist í bruna á miðvikudag. Maðurinn er grunaður um stórfelldan bókaþjófnað í Konunglega bókasafninu en þar vann hann. Meira
13. desember 2004 | Innlendar fréttir | 413 orð | 1 mynd

Fyrstu málin höfðuð í byrjun næsta árs

FYRSTU mál Samtaka eigenda sjávarjarða gegn íslenska ríkinu, þar sem krafist verður viðurkenningar á eignar- og útræðisrétti sjávarbænda á aðliggjandi sjávarsvæði, verða höfðuð á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Það er Ragnar Aðalsteinsson hrl. Meira
13. desember 2004 | Erlendar fréttir | 105 orð | 1 mynd

Gagnrýnir ummæli Stoibers

RECEP Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, fordæmdi í gær afstöðu forystumanna þýsku stjórnarandstöðunnar sem hafa látið hafa eftir sér að þeir muni beita sér gegn því að Tyrklandi verði veitt aðild að Evrópusambandinu. Meira
13. desember 2004 | Erlendar fréttir | 652 orð | 2 myndir

Gandhi-ættin og fjölskylda kvikmyndagoðs takast á

Öðrum megin er ætt sem hefur ráðið ríkjum á Indlandi í nær hálfa öld. Hinum megin er fjölskylda vinsælasta leikara Indlands, manns sem er svo dáður að dæmi eru um að aðdáendur hans hafi fyrirfarið sér af hollustu við hann. Meira
13. desember 2004 | Innlendar fréttir | 370 orð | 1 mynd

Grunnurinn að nútíma samfélagi

ÞVÍ var fagnað í Hafnarfirði í gær að 100 ár eru liðin frá því rafvæðing Íslands hófst, en upphafið er rakið til þess þegar Jóhannes J. Reykdal keypti rafal og virkjaði Lækinn í Hafnarfirði upp á sitt eindæmi. Meira
13. desember 2004 | Innlendar fréttir | 99 orð

Gæsluvarðhald framlengt í fíkniefnamáli

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur framlengt gæsluvarðhald yfir einum sakborninga í umfangsmiklu fíkniefnamáli um sex vikur. Fimm karlmenn sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins en aðrir sakborningar ganga lausir. Meira
13. desember 2004 | Erlendar fréttir | 219 orð | 1 mynd

Hafa stundað hleranir hjá IAEA

BANDARÍSK stjórnvöld vilja losna við Mohammed ElBaradei úr starfi framkvæmdastjóra Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA). Hafa yfirvöld látið hlera símtöl ElBaradeis og íranskra embættismanna í því skyni að finna vopn sem nýta mætti í þessu skyni. Meira
13. desember 2004 | Innlendar fréttir | 277 orð | 1 mynd

Hangikjöt á heimsenda

"Ég er búinn að reykja rosalega mikið í haust, sjálfsagt eina 40 skrokka," segir Eðvald Jóhannsson á Randabergi við Egilsstaði. Meira
13. desember 2004 | Innlendar fréttir | 81 orð

Hámarkið hækkaði síðast 2002

REGLUM um verðmæti þess varnings sem ferðamenn mega taka með sér til landsins án þess að greiða af þeim toll var síðast breytt í byrjun árs 2002. Meira
13. desember 2004 | Innlendar fréttir | 238 orð

Jólagleði í Mangógrilli á aðfangadagskvöld

JÓLASTEMNINGIN verður í fyrirrúmi á Mangógrilli á aðfangadagskvöld. Eigendur þessa matsölustaðar í Brekkuhúsum í Grafarvogi, Ingibjörg Guðmundsdóttir og Magnús Garðarsson, ætla að efna til jólaveislu þar sem ekkert verður til sparað og öllum er boðið. Meira
13. desember 2004 | Innlendar fréttir | 45 orð | 1 mynd

Laufabrauð skorið á Árbæjarsafni

Ungir og gamlir skáru út laufabrauð á Árbæjarsafni í gær. Það var Páll Pálsson, frá Borg í Miklaholtshreppi, sem leiðbeindi þeim sem yngri eru um hvernig ætti að bera sig að. Meira
13. desember 2004 | Innlendar fréttir | 171 orð | 1 mynd

Lenka sigraði Friðrik í spennandi skák

LENKA Ptacnikova, fyrsti kvenstórmeistari Íslendinga í skák, sigraði Friðrik Ólafsson, fyrsta karlstórmeistara þjóðarinnar, í opnunarskák á Friðriksmóti Landsbankans og Skáksambands Íslands í gær. Meira
13. desember 2004 | Innlendar fréttir | 30 orð | 1 mynd

Lést eftir árás

Maðurinn sem lést eftir árásina hét Ragnar Björnsson. Hann var 55 ára, fæddur 3. janúar 1949, til heimilis að Efri-Reykjum í Mosfellsbæ. Hann lætur eftir sig eiginkonu og þrjá... Meira
13. desember 2004 | Innlendar fréttir | 35 orð

Lúsíuhátíð í Brimborg

LÚSÍUHÁTÍÐ verður í Brimborg að Bíldshöfða 6, þriðjudaginn 14. desember kl. 17-18. Hátíðin er haldin í tilefni af því að undanfarið hefur Volvo hlotið lof fyrir gæði, öryggi og fallega hönnun. Boðið verður upp á... Meira
13. desember 2004 | Innlendar fréttir | 606 orð | 1 mynd

Lyf til ópíumfíkla áttu að fylgja stofnuninni

Okkur þykir ómaklega að Tryggingastofnun ríkisins vegið þegar stofnunin er vænd um að vilja ekki greiða fyrir viðhaldsmeðferð ópíumfíkla og að stofnunin sé þar með að mismuna sjúklingum, því þannig er málum ekki háttað," segir Inga J. Meira
13. desember 2004 | Innlendar fréttir | 237 orð

Maður lést eftir þungt höfuðhögg

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur úrskurðaði í gærkvöldi 25 ára gamlan karlmann í gæsluvarðhald til 16. desember vegna árásar á veitingastaðnum Ásláki í Mosfellsbæ í fyrrinótt sem leiddi til dauða 55 ára gamals karlmanns. Meira
13. desember 2004 | Innlendar fréttir | 261 orð

Mikið ber í milli í viðræðum

Í KJÖLFAR fundar samninganefnda launanefndar sveitarfélaga (LN) og Félags leikskólakennara (FL) á föstudag ákvað FL að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. Meira
13. desember 2004 | Innlendar fréttir | 144 orð

Minnkar hugsanlega hættu á riðu

ÞÉTTNI mangans í heyi hefur hugsanlega áhrif á riðuveiki í sauðfé. Þetta kemur fram í rannsókn sem var gerð á rannsóknardeild yfirdýralæknis í dýrasjúkdómum á Keldum. Heysýni voru tekin á 47 bæjum og magn málmanna kopars, selens og mangans rannsakað. Meira
13. desember 2004 | Erlendar fréttir | 66 orð | 1 mynd

Mjótt á munum í Rúmeníu

FORSETAKOSNINGAR fóru fram í Rúmeníu í gær og bentu útgönguspár til þess að mjótt væri á munum með Adrian Nastase, forsætisráðherra landsins, og Traian Basescu, borgarstjóra í Búkarest. Meira
13. desember 2004 | Erlendar fréttir | 140 orð | 1 mynd

Mótmæli gegn Mubarak í Kaíró

UM þrjú hundruð manns tóku þátt í mótmælum í Kaíró í gær gegn því að forsetaembættið í Egyptalandi fengi að "ganga í erfðir" en grunur leikur á að Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, hafi hug á því að láta son sinn, Gamal, taka við af sér,... Meira
13. desember 2004 | Innlendar fréttir | 427 orð

Munu fara vandlega yfir tillögurnar

GEIR H. Haarde fjármálaráðherra segir ánægjulegt að hefðbundin skattsvik, svört atvinnustarfsemi og vantaldar tekjur séu á undanhaldi, en bendir á að þess konar skattsvik séu enn langstærsti hlutinn af skattsvikum hér á landi. Meira
13. desember 2004 | Innlendar fréttir | 299 orð | 1 mynd

Norðsnjáldra rak í Kelduhverfi

NORÐSNJÁLDRA, sem er svínhveli, rak á fjörur Fjalla í Kelduhverfi, rétt vestan við Lónsós, á dögunum. Að sögn Gísla Víkingssonar, hvalasérfræðings hjá Hafrannsóknastofnun, álitu þeir sem fundu dýrið að um höfrungategund væri að ræða. Meira
13. desember 2004 | Innlendar fréttir | 58 orð

Ók á fjögur hreindýr

PALLBÍL var ekið á fjögur hreindýr, tvo tarfa og tvo kálfa, á Kárahnjúkavegi á Fljótsdalsheiði í gærmorgun. Tvö dýranna drápust við áreksturinn en hin tvö varð að aflífa. Að sögn lögreglunnar á Egilsstöðum var þoka og myrkur þegar slysið varð. Meira
13. desember 2004 | Innlendar fréttir | 115 orð

Réttarstaða samkynhneigðra verði bætt

FUNDUR í Norðurlandsdeild FAS, Samtaka foreldra og aðstandenda samkynhneigðra hefur sent frá sér ályktun þar sem fagnað er útkominni skýrslu nefndar um réttarstöðu samkynhneigðra, sem birt var á haustdögum, en forsætisráðherra skipaði nefndina 8. Meira
13. desember 2004 | Erlendar fréttir | 201 orð | 1 mynd

Saksóknarar boða lögreglurannsókn

SAKSÓKNARAR í Úkraínu hafa ákveðið að taka upp lögreglurannsókn að nýju á grunsamlegum veikindum stjórnarandstöðuleiðtogans Viktors Jústsjenkó að því er BBC greindi frá í gær. Meira
13. desember 2004 | Innlendar fréttir | 86 orð | 1 mynd

Samið um forkönnun upplýsinga um meðferð mænuskaða

JÓN Kristjánsson, heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra, og Auður Guðjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur, hafa undirritað samkomulag um forkönnun upplýsinga um meðferð mænuskaða. Meira
13. desember 2004 | Innlendar fréttir | 154 orð

Skátahreyfingin gefur börnum endurskinsborða

SKÁTAHREYFINGIN hefur nú dreift til allra 6 ára barna í landinu endurskinsborða með frönskum lás og er ætlaður á upphandlegg, ásamt sérstöku riti um öryggi barna í umferðinni. Meira
13. desember 2004 | Innlendar fréttir | 69 orð

Skilafrestur framlengdur

ÁKVEÐIÐ hefur verið að framlengja skilafrest í samkeppni um námsefni til kennslu í neytendafræðslu í grunn- eða framhaldsskólum til 20. febrúar 2005. Samkeppnin er haldin að frumkvæði norrænu ráðherranefndarinnar. Meira
13. desember 2004 | Innlendar fréttir | 107 orð | 1 mynd

SORPA styrkir Konukot

Í STAÐ þess að senda viðskiptavinum SORPU jólakort er góðu málefni lagt lið með fjárstyrk. Í ár var það Konukot, næturathvarf fyrir heimilislausar konur, sem hlaut styrk að upphæð 200.000 kr. Meira
13. desember 2004 | Innlendar fréttir | 697 orð | 1 mynd

Sparkvellir slá í gegn

Á þessu ári hafa margir sparkvellir verið teknir í notkun hér á landi en um er að ræða afrakstur samstarfsverkefnis Knattspyrnusambands Íslands og UEFA, auk þess sem fyrirtæki leggja verkefninu til fjármagn. Meira
13. desember 2004 | Innlendar fréttir | 115 orð | 1 mynd

Stekkjarstaur kom fyrstur...

Stekkjarstaur kom til byggða í gær og lét verða sitt fyrsta verk, eftir að hafa gefið í skóinn, að heimsækja Þjóðminjasafnið. Hann spjallaði við gesti safnsins og sagði sögur af ferðum sínum. Meira
13. desember 2004 | Innlendar fréttir | 285 orð | 2 myndir

Stöðugt dregur úr tóbaksreykingum landsmanna

Þeim fækkar stöðugt sem reykja. Þetta er niðurstaða kannana á tóbaksnotkun Íslendinga árið 2004. Meira
13. desember 2004 | Innlendar fréttir | 292 orð

Sumir nemar í THÍ greiða skólagjöld

TÆPLEGA 200 nemendur frumgreinadeildar Tækniháskóla Íslands munu þurfa að greiða verulega hærri skólagjöld en nú ef sameining Tækniháskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík verður að veruleika. Meira
13. desember 2004 | Innlendar fréttir | 289 orð | 1 mynd

Tillögu um andstöðu við Íraksstríðið hafnað í nefndinni

ÁTTA dögum fyrir innrásina í Írak felldi utanríkismálanefnd Alþingis þingsályktunartillögu frá Vinstrihreyfingunni - grænu framboði um að Ísland legðist gegn öllum hernaðaraðgerðum í Írak. Meira
13. desember 2004 | Minn staður | 863 orð | 1 mynd

Tímafrekt að skipuleggja refa- og minkaveiðar

Borgarbyggð | Við sameiningu sveitarfélaga þarf að taka tillit til margra þátta. Ekki síst þegar sameinuð eru þéttbýli og dreifbýli, enda oft um ólíkar þarfir varðandi þjónustu að ræða. Meira
13. desember 2004 | Innlendar fréttir | 54 orð

Tveir bílar ónýtir eftir veltur

TVEIR bílar eru taldir ónýtir eftir veltur á Vestfjörðum á laugardag en þá var mikil hálka á vegum. Ökumenn voru í bílbeltum og sluppu þeir ómeiddir. Önnur veltan varð á Hnífsdalsvegi, milli Ísafjarðar og Hnífsdals en hin varð í Dýrafirði. Meira
13. desember 2004 | Innlendar fréttir | 274 orð

Útrás hefur kallað á aukin skattsvik

AUKNING á skattsvikum í gegnum erlend samskipti er mjög alvarleg þróun, að mati Geirs H. Haarde fjármálaráðherra, en í skýrslu um skattsvik á Íslandi, sem lögð var fram á Alþingi á föstudag, eru m.a. Meira
13. desember 2004 | Innlendar fréttir | 152 orð

Verðbólgan á síðustu 12 mánuðum tæplega 4%

VERÐBÓLGAN síðustu tólf mánuðina er 3,9% miðað við verðlag í desember samkvæmt mælingum vísitölu neysluverðs. Meira
13. desember 2004 | Innlendar fréttir | 498 orð

Vísbendingar um að mangan geti verið vörn gegn riðuveiki

HUGSANLEGT er að mikið manganmagn í heyi á riðulausum bæjum miðað við riðubæi og fjárskiptabæi geti haft í sér nokkra vörn gegn riðu. Meira
13. desember 2004 | Innlendar fréttir | 177 orð

Vítavert að aka ölvaður

UMFERÐARRÁÐ vill minna ökumenn á að á hverju ári er mikill fjöldi ökumanna staðinn að því að aka undir áhrifum áfengis. Þetta sé vítavert athæfi. Meira
13. desember 2004 | Innlendar fréttir | 157 orð

Vænleiki dilka breytilegri en áður

FYRSTU tölur úr skýrslum fjárræktarfélaganna haustið 2004 hafa verið birtar, þegar uppgjöri fyrir ríflega 60 þúsund ær er lokið. Sýna tölurnar að vænleiki dilka er breytilegri en dæmi eru um áður. Frá þessu er greint á vef Bændasamtakanna, bondi.is. Meira
13. desember 2004 | Innlendar fréttir | 740 orð | 1 mynd

Ýmsar leiðir til að minnka undanskot

Breyta þarf reglum, bæta aðgengi skattayfirvalda, auka ábyrgð eigenda og stjórnenda og auka skattaeftirlit og rannsóknir til að minnka skattsvik hér á landi, að mati nefndar sem kannaði umfang skattsvika á Íslandi. Meira

Ritstjórnargreinar

13. desember 2004 | Leiðarar | 351 orð

Ein helsta heilbrigðisógn jarðarbúa

Þegar spænska veikin geisaði 1918 og 1919 létu milli 40 og 50 milljónir manna lífið. Á Íslandi létust 500 manns. 10 þúsund af 15 þúsund íbúum Reykjavíkur sýktust. Meira
13. desember 2004 | Leiðarar | 348 orð | 1 mynd

Kosningar í Írak

Innan Atlantshafsbandalagsins er nú deilt um það hvort senda eigi nokkra tugi manna til Íraks til að hjálpa til við þjálfun íraska hersins. Í dagblaðinu The New York Times í gær velti dálkahöfundurinn Thomas L. Meira
13. desember 2004 | Leiðarar | 474 orð

Laumufarþegarnir í þjóðfélaginu

Samkvæmt niðurstöðum skýrslu nefndar, sem rannsakaði umfang skattsvika á Íslandi, má áætla að ríki og sveitarfélög hafi tapað 25,5 til 34,5 milljörðum króna árið 2003 vegna skattsvika. Þetta eru um 8,5 til 11,5% af heildartekjum ríkis og sveitarfélaga. Meira

Menning

13. desember 2004 | Bókmenntir | 502 orð | 1 mynd

Allar bækurnar prentaðar hjá Odda

ALLAR bækurnar, sem tilnefndar eru til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, eru prentaðar hjá prentsmiðjunni Odda. "Saga Odda spannar rúma sex áratugi og allan þann tíma hefur bókaprentun verið einn af hornsteinum fyrirtækisins. Meira
13. desember 2004 | Menningarlíf | 58 orð | 2 myndir

Fengu gullmynddisk

ÞRIÐJI mynddiskur strákanna úr þættinum vinsæla 70 mínútum á Popptíví hefur náð gullsölu. Af því tilefni mættu kapparnir í Smáralind á dögunum og tóku við gullmynddiskum og árituðu um leið diska fyrir aðdáendur. Meira
13. desember 2004 | Menningarlíf | 164 orð | 1 mynd

Fingraför á klámblaði

FINGRAFÖR Michaels Jacksons og drengsins sem sakar hann um kynferðislegt ofbeldi fundust á klámblaði sem lagt var hald á við húsleit á Neverland-búgarði Jacksons á síðasta ári. Þetta segir Santa Barbara News-Press . Meira
13. desember 2004 | Menningarlíf | 39 orð | 3 myndir

Glæsileg förðun

LOKASÝNING nemenda sem verið hafa á förðunarnámskeiði Eskimo Models var haldin á Rex á dögunum. Meira
13. desember 2004 | Bókmenntir | 436 orð | 1 mynd

Góð afþreying í skammdeginu

Ýmsir höfundar. Almenna bókafélagið. 2004. 232 bls. Meira
13. desember 2004 | Menningarlíf | 258 orð | 1 mynd

Hafa allar gengist undir fegrunaraðgerðir

FYRSTA fegurðarsamkeppni kvenna sem gengist hafa undir fegrunar- eða lýtaaðgerðir fer fram í Kína 18. desember. Nítján konur keppa til úrslita, þ.a.m. Liu Yulan, sem er 62 ára en hún er elst keppenda. Meira
13. desember 2004 | Tónlist | 239 orð | 1 mynd

Heillandi ævintýraljómi

Balletttónlist við ævintýri eftir Önnu Kolfinnu Kuran og Ingu Huld Hákonardóttur. Smekkleysa 2004. Meira
13. desember 2004 | Bókmenntir | 627 orð | 1 mynd

Hún skrifaði síðustu blaðsíðurnar

Höfundur: Traudl Junge í samstarfi við Melissu Müller. 326 bls., myndaörk. Þýðandi Arthúr Björgvin Bollason. Útgefandi: PP Forlag, án útgáfustaðar 2004. Meira
13. desember 2004 | Kvikmyndir | 187 orð | 2 myndir

Mynd um Tyrki í Þýskalandi sigursæl

ÞÝSKA kvikmyndin Gegen die Wand var valin besta mynd Evrópu árið 2004 á evrópsku kvikmyndaverðlaunahátíðinni sem fram fór í Barcelona á laugardag. Hún fjallar um tyrkneskt par í Þýskalandi en henni leikstýrði Fatih Akin. Meira
13. desember 2004 | Menningarlíf | 340 orð | 1 mynd

Nútímastelpu rænt af Tyrkjum

Gunnhildur Hrólfsdóttir hefur sent frá sér unglingabókina Ránið um stúlkuna Kötlu sem lendir í óvæntum ævintýrum á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Meira
13. desember 2004 | Menningarlíf | 84 orð | 3 myndir

Skáldin lásu upp innan um bókastaflana

SKEMMTILEG jólastemmning ríkti á jólagleði Vörubíls og Dreifingarmiðstöðvarinnar sem haldin var í Garðabæ á föstudag. Meira
13. desember 2004 | Menningarlíf | 181 orð | 1 mynd

...svaðilförum fyrirsætu

ÆRSLABELGURINN Ben Stiller bæði leikstýrir og leikur aðalhlutverkið í grínmyndinni Zoolander sem sýnd er á Bíórásinni í dag. Meira
13. desember 2004 | Tónlist | 262 orð | 1 mynd

Tímalaus englakór

Graduale Nobili söng ásamt Elísabetu Waage hörpuleikara verk eftir Rutter og Britten. Jón Stefánsson stjórnaði. Laugardaginn 11. desember, kl. 21.00. Meira
13. desember 2004 | Menningarlíf | 95 orð | 1 mynd

Tony og félagar

Margir eru spenntir að fylgjast með framvindunni hjá Soprano-fjölskyldunni í kvöld eftir mjög svo viðburðaríkan þátt síðasta mánudag. Meira
13. desember 2004 | Tónlist | 441 orð | 1 mynd

Upprunagaldur í Hallgrímskirkju

J.S. Bach: Jólaóratórían (fyrri helmingur). Ellen Margrét Ingvadóttir S, Guðrún Edda Gunnarsdóttir A, Eyjólfur Eyjólfsson T, Benedikt Ingólfsson B ásamt Scholae Cantorum og Alþjóðlegu barokkhljómsveitinni í Haag. Stjórnandi: Hörður Áskelsson. Laugardaginn 11. desember kl. 17. Meira
13. desember 2004 | Menningarlíf | 53 orð | 1 mynd

Varð heimsmeistari í Popppunkti

FJÖLDI manns mætti á Heimsmeistaramótið í Popppunkti sem var haldið á efri hæðinni á Grand Rokki á laugardaginn. Dr. Gunni stjórnaði mótinu af sinni einskæru röggsemi en 20 manns höfðu skráð sig til leiks. Meira
13. desember 2004 | Tónlist | 215 orð | 1 mynd

Var með Pantera á heilanum

MAÐURINN sem myrti Darrell "Dimebag" Abbott, fyrrum gítarleikara þungarokksveitarinnar Pantera, var með hljómsveitina á heilanum og sakaði sveitarmeðlimi um ýmsar furðulegar gjörðir. Meira

Umræðan

13. desember 2004 | Aðsent efni | 793 orð | 1 mynd

Að afvopna vopnasmiði

Halldór Þorsteinsson fjallar um stríðið í Írak: "Á meðan forseti Bandaríkjanna hagar sér nú eins og hann gerir ferst honum naumast að kalla önnur þjóðríki "öxulveldi hins illa"." Meira
13. desember 2004 | Aðsent efni | 479 orð | 1 mynd

Að halda sínu striki

Baldur Pálsson svarar Ólafi G. Sæmundssyni: "Þessi skaðvænu áhrif eru ekki komin fram enn, þótt milljónir manna hafi stundað þennan kúr langtímum saman." Meira
13. desember 2004 | Aðsent efni | 366 orð | 1 mynd

Á aðventu

Helgi Seljan fjallar um fátækt og vímuefnaneyslu: "Við viljum mega treysta dómgreind fólks að það leiki sér ekki að því að vanhelga hátíð ljóss og friðar..." Meira
13. desember 2004 | Aðsent efni | 703 orð | 1 mynd

Áfengisauglýsingar

Hjalti Þór Björnsson NCAC, formaður FÁR, félags áfengisráðgjafa, skrifar um áfengisauglýsingar: "Menn reyndu boð og bannleiðina en hún gekk sem kunnugt er ekki, hvorki á Íslandi né annars staðar." Meira
13. desember 2004 | Aðsent efni | 708 orð | 1 mynd

Eiginfjárhlutfall banka og hagsveiflan

Vilhjálmur Egilsson fjallar um efnahagsmál: "Íslenska krónan er því ekki lengur raunverulegur starfrækslugjaldmiðill þessara banka heldur má reikna með því að það sé evran eða annar erlendur gjaldmiðill." Meira
13. desember 2004 | Aðsent efni | 514 orð

...et dimitte nobis Barraban.

(Lúkas, 23,18.): "Hið ljósa man, eftir Halldór Kiljan Laxness kom út 1944. Skoðanir manna á verkum skáldsins og á skáldinu sjálfu voru mjög skiptar; sumum þóttu verk hans vond." Meira
13. desember 2004 | Aðsent efni | 569 orð | 1 mynd

Fremstur meðal jafningja?

Ragnar Thorarensen fjallar um val íþróttamanns ársins: "Hingað til hefur verið gengið framhjá fötluðu íþróttafólki við kjör íþróttamanns ársins." Meira
13. desember 2004 | Aðsent efni | 538 orð | 1 mynd

Hugleiðingar um nöfn sveitarfélaga

Árni Ólafsson fjallar um nafngiftir sveitarfélaga: "Við þurfum að gæta þess að viðhalda örnefnum og heitum á svæðum og héruðum og að ný og klaufaleg nöfn á stjórnsýslukerfum eyðileggi þau ekki." Meira
13. desember 2004 | Aðsent efni | 414 orð | 1 mynd

Landgrunn Íslands: Hið viðkvæma lífríki þess

Garðar H. Björgvinsson fjallar um friðun landgrunnsins: "Þökk sé Hafró fyrir hugrekkið sl. sumar að þora að hefja myndatökur á skemmdum þeim sem LÍÚ hefur stundað áratugum saman." Meira
13. desember 2004 | Aðsent efni | 704 orð | 1 mynd

Lengsta hernámið: Tíbet eða Palestína?

Jón Valur Jensson fjallar um Tíbet: "Heildarfjöldi fallinna Palestínumanna á Vesturbakkanum og Gaza kemst sem betur fer ekki nema örlítið í áttina til þeirra skelfilegu talna sem hér mátti lesa." Meira
13. desember 2004 | Aðsent efni | 323 orð | 2 myndir

Múrbrjótur

Helga Rúna Gústafsdóttir og Ingibjörg M. Ísaksdóttir fjalla um málefni fatlaðra: "Það er von okkar að fleiri atvinnurekendur átti sig á að fólk með fötlun er tilbúið að leggja fram starfskrafta sína og að ávinningurinn er allra." Meira
13. desember 2004 | Aðsent efni | 937 orð | 1 mynd

"Við Íslendingar"

Hrafnkell A. Jónsson fjallar um Íraksstríðið: "Það er vitað að Írakar beittu efnavopnum bæði á Kúrda og Sjíta. Viljann vantaði því ekki." Meira
13. desember 2004 | Aðsent efni | 766 orð | 1 mynd

Róttækar tillögur gegn skattsvikum

Jóhanna Sigurðardóttir fjallar um skattsvik: "Í húfi eru tugir milljarða króna sem skattgreiðendur hljóta að gera kröfu til að skili sér til að bæta lífskjör og velferð í landinu." Meira
13. desember 2004 | Aðsent efni | 723 orð | 2 myndir

Samkeppni en ekki samráð

Margrét Guðmundsdóttir skrifar um meint samráð olíufélaganna: "Þessi aukna markaðshlutdeild Skeljungs skiptir miklu máli í umræðunni um meint samráð olíufélaganna." Meira
13. desember 2004 | Aðsent efni | 712 orð | 1 mynd

Samþjöppun valds - breytingar á stjórnarskránni

Hreiðar Eiríksson fjallar um stjórnarskrármálið: "Fulltrúalýðræði hefur nú þann kost helstan að það dregur úr líkum á að ákvarðanir séu teknar í einhverskonar múgæsingu í samfélaginu." Meira
13. desember 2004 | Aðsent efni | 743 orð | 1 mynd

Skattalækkanir til hvers og fyrir hverja?

Jóhann Elíasson skrifar um skattalækkanir: "Kemur það þeim til góða sem verst eru staddir að fella niður hátekjuskattinn, lækka skattprósentuna, fella niður eignaskattinn og hækka persónuafsláttinn lítillega?" Meira
13. desember 2004 | Bréf til blaðsins | 303 orð | 1 mynd

Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Kveikjum ljósin og merkjum póstkassana ÉG tók að mér það aukastarf að bera út póst fyrir jólin í einu hverfi á höfuðborgarsvæðinu. Hugsaði ég mér gott til glóðarinnar, bæði að ná mér í aukatekjur og svo taldi ég að útivera og hreyfing mundi gera mér... Meira
13. desember 2004 | Bréf til blaðsins | 449 orð

Þjóð vill, þá þrír vilja

Frá Vilhjálmi Eyþórssyni:: ""Margur heldur mig sig," segir gamalt máltæki og sú hugsun, eða öllu heldur þráhyggja, að allir aðrir hljóti að vera á sömu skoðun og maður sjálfur er einkennandi fyrir hugsjónamenn, lýðskrumara og einfeldninga allra alda." Meira

Minningargreinar

13. desember 2004 | Minningargreinar | 1098 orð | 1 mynd

ÁGÚST GUÐMUNDSSON BREIÐDAL

Ágúst Guðmundsson Breiðdal fæddist á Krossi á Skarðsströnd í Dalasýslu 24. október 1926. Hann lést í Landspítalanum að morgni 1. desember síðastliðins. Meira  Kaupa minningabók
13. desember 2004 | Minningargreinar | 554 orð | 1 mynd

SIGURÐUR EÐVARÐ PÁLSSON

Sigurður Eðvarð Pálsson fæddist í Reykjavík 19. ágúst 1933. Hann lést á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi 4. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Páll Hallbjörnsson, kaupmaður í Reykjavík, f. 10.9. 1898, d. 15.10. Meira  Kaupa minningabók
13. desember 2004 | Minningargreinar | 3901 orð | 1 mynd

SIGURÐUR GEIRDAL

Sigurður Ásgrímur Geirdal Gíslason fæddist í Grímsey 4. júlí 1939. Hann lést á Landspítalanum 28. nóvember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hallgrímskirkju 7. desember. Meira  Kaupa minningabók
13. desember 2004 | Minningargreinar | 351 orð | 1 mynd

SVEINN ÓLAFUR TRYGGVASON

Sveinn Ólafur Tryggvason fæddist í Reykjavík 1. júní 1931. Hann lést á Landspítala - háskólasjúkrahúsi við Hringbraut 1. desember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Bústaðakirkju 9. desember. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

13. desember 2004 | Viðskiptafréttir | 160 orð

Actavis tekur lán fyrir þróunarsetri í Hafnarfirði

ACTAVIS hefur gert tæplega tveggja milljarða króna lánasamning við Norræna fjárfestingabankann (NIB), eða sem nemur 24 milljónum evra. Samningurinn er gerður vegna byggingar nýs þróunarseturs samstæðunnar í Hafnarfirði. Meira
13. desember 2004 | Viðskiptafréttir | 76 orð

Afl bætir við sig í Low & Bonar

AFL fjárfestingarfélag hf. sem er í 99% eigu Fjárfestingarfélagsins Atorku hf. hefur keypt 220 þúsund hluti, 0,22% hlutafjár, til viðbótar í breska fyrirtækinu Low & Bonar plc. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu kauphallarinnar í London. Meira
13. desember 2004 | Viðskiptafréttir | 159 orð

ELI í prófanir í Bretlandi

EITT stærsta olíumengunarhreinsifyrirtæki í heimi, OSRL, prófar nú og reynslukeyrir í höfuðstöðvum sínum í Bretlandi frumeintak þróunarfélagsins Elí ehf. af ELI 2000 sem er fjölnota björgunar- og hreinsitæki. Meira
13. desember 2004 | Viðskiptafréttir | 111 orð

Hyggjast selja Woodwards-keðjuna

Forsvarsmenn Baugs hyggjast selja Woodwards matvælabúðirnar keppinautnum 3663, nái yfirtaka félagsins á Big Food Group- samsteypunni (BFG) fram að ganga. Baugur hefur frest til föstudags til að gera formlegt 326 milljóna punda boð í BFG. Meira
13. desember 2004 | Viðskiptafréttir | 248 orð | 1 mynd

"Brenndum okkur illa í Bandaríkjunum"

Í stuttu erindi á aðalfundi Landsnefndar Alþjóða verslunarráðsins á föstudag lýsti Jóhannes Jónsson útrás Baugs Group allt frá því að starfsemi Bónuss hófst í Færeyjum árið 1993. Jóhannes lýsti því sem hann kallar Bónushugsunarháttinn. Meira

Daglegt líf

13. desember 2004 | Daglegt líf | 468 orð | 1 mynd

Lúsía með ljós í hári

Í dag ganga margar stelpur með ljósakórónu á höfðinu í tilefni af Lúsíudeginum 13. desember. Flestar eru þær í Svíþjóð þar sem þessi hefð er orðin sterk þótt hún hafi ekki verið almenn nema í tæp áttatíu ár. Meira
13. desember 2004 | Daglegt líf | 344 orð | 2 myndir

Mest beðið um KR-púðana

"Ég er fæddur og uppalinn Reykvíkingur og Framari í húð og hár. Ég fæddist á Baldursgötunni og bjó lengi á Njálsgötunni og hef haldið með Fram síðan ég man eftir mér," segir Kristján Kristjánsson, eða Danni eins og hann er oftast kallaður. Meira

Fastir þættir

13. desember 2004 | Fastir þættir | 298 orð

Bridsfélag Hafnarfjarðar Mánudaginn 6.

Bridsfélag Hafnarfjarðar Mánudaginn 6. des. var haldin jólarúberta með glæsilegum konfektverðlaunum. Fyrirkomulagið mæltist misjafnlega fyrir, en það þýðir ekki að vera óheppinn í spilagjöfinni þegar rúbertan er annars vegar. Lokastaðan Friðþjófur... Meira
13. desember 2004 | Fastir þættir | 96 orð | 1 mynd

Bridsfélag Reykjavíkur Anton og Sigurbjörn Haraldssynir...

Bridsfélag Reykjavíkur Anton og Sigurbjörn Haraldssynir leiða enn eftir tvö kvöld af þremur í Cavendish - tvímenningi BR. Símon Símonarson og Hermann Friðriksson eru enn í öðru sæti, en nú munar ekki nema 39 impum á þeim. Meira
13. desember 2004 | Fastir þættir | 147 orð | 1 mynd

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Árleg keppni um Einarsbikarinn undir Eyjafjöllum Síðastliðið þriðudagskvöld fór fram árleg bridskeppni á milli Bridsfélags Rangæinga og Bridsfélags Hreppamanna að Seljalandi undir Eyjafjöllum. Meira
13. desember 2004 | Dagbók | 63 orð | 1 mynd

Fjölfræði

Fullnæging er eftir Katerina Janouch í þýðingu Ernu Árnadóttur. Manneskjunni er hollast að hugsa ekki með höfðinu einu saman. Vinkonugjöfin verður sænska bókin Fullnæging, falleg, lítil, rauð bók, sem veitir lengri unun en konfekt og blómvendir. Meira
13. desember 2004 | Dagbók | 111 orð | 1 mynd

Lúsíuhátíð í Seltjarnarneskirkju

ÁRLEGIR Lúsíutónleikar verða haldnir á vegum Sænska félagsins á Íslandi í Seltjarnarneskirkju í dag og hefjast kl. 19.30. Meira
13. desember 2004 | Dagbók | 450 orð | 1 mynd

Læra þarf af reynslunni

Ásthildur E. Bernharðsdóttir er fædd á Ísafirði árið 1960. Hún lauk BSc í viðskiptafræði frá HÍ 1984 og MA í stjórnmálafræði frá HÍ árið 2000. Ásthildur hefur starfað fyrir Crismart rannsóknarsetrið í Stokkhólmi á sviði áfallastjórnunar og leiðbeint við rannsóknir á áfallastjórnun hjá Global Affairs Institute við Háskólann í Syracuse. Ásthildur er nú forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar HÍ og Rannsóknarseturs um smáríki. Hún á einn son. Meira
13. desember 2004 | Dagbók | 32 orð

Sjá því gæsku Guðs og strangleika,...

Sjá því gæsku Guðs og strangleika, strangleika við þá, sem fallnir eru, en gæsku Guðs við þig, ef þú stendur stöðugur í gæskunni; annars verður þú einnig af höggvinn. (Róm. 11, 22.) Meira
13. desember 2004 | Fastir þættir | 149 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is

1. d4 f5 2. g3 Rf6 3. Bg2 e6 4. Rf3 d5 5. 0-0 Bd6 6. c4 c6 7. Dc2 0-0 8. Rc3 b6 9. Re5 Ba6 10. cxd5 cxd5 11. Bf4 De8 12. Hfc1 Re4 13. e3 Rd7 14. Rxd7 Dxd7 15. Bxd6 Rxd6 Staðan kom upp í Íslandsmótinu í netskák sem fram fór um daginn. Meira
13. desember 2004 | Dagbók | 89 orð | 1 mynd

Skáldsaga

Fyrirmæli (Käsky) er eftir Leena Lander í þýðingu Sigurðar Karlssonar. Sagan gerist í finnsku borgarastyrjöldinni 1918, en hún braust út í kjölfar rússnesku byltingarinnar. Jagarahermaður kemur með rauðan kvenfanga í fangabúðir, eftir sjóvolk í rúma... Meira
13. desember 2004 | Dagbók | 50 orð | 1 mynd

Um 120 manna kór söng í Grafarvogskirkju

Jólatónleikar voru haldnir í Grafarvogskirkju í gær. Um 120 manna kór söng í kirkjunni en hann var myndaður úr barnakór, unglingakór og kór Grafarvogskirkju. Flutt voru jóla- og aðventulög undir stjórn Harðar Bragasonar og Oddnýjar J. Þorsteinsdóttur. Meira
13. desember 2004 | Fastir þættir | 295 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Víkverji er fréttafíkill. Hann hefur fyrir vikið verið áskrifandi að Fjölvarpinu um langt skeið, í þeim tilgangi að sjá fréttastöðvarnar Sky og CNN. Hann hefur þó líka horft nokkuð á aðrar stöðvar sem Fjölvarpið bauð upp á, þ.e. Meira

Íþróttir

13. desember 2004 | Íþróttir | 7 orð | 1 mynd

1.

1. Meira
13. desember 2004 | Íþróttir | 668 orð | 1 mynd

1.

1. deild karla, DHL-deildin, norðurriðill: Haukar - Þór 28:29 Ásvellir, laugardaginn 12. desember 2004. Gangur leiksins: 0:1, 4:2, 5:5, 7:7, 9:11, 13:14 , 16:16, 18:20, 20:22, 23:23, 27:25, 28:28, 28:29. Meira
13. desember 2004 | Íþróttir | 341 orð | 1 mynd

* ANDRIY Shevchenko og Clarence Seedorf...

* ANDRIY Shevchenko og Clarence Seedorf skoruðu báðir tvívegis er lið þeirra AC Milan vann Fiorentina 6:0. Giorgio Chiellini skoraði sjálfsmark í leiknum og Hernan Crespo skoraði eitt marka liðsins. AC Milan er með 34 stig að loknum 15 leikjum. Meira
13. desember 2004 | Íþróttir | 158 orð

Arsene Wenger: Svekktur að ná ekki sigri

ARSENE Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur aldrei tapað fyrir Chelsea í deildarleik en leikurinn í gær var sá 16. í röðinni sem hann stjórnar Arsenal gegn þeim bláklæddu. Meira
13. desember 2004 | Íþróttir | 170 orð

Auðun tekjuhæsti Íslendingurinn

SÆNSKA dagblaðið Aftonbladet birti um helgina frétt þar sem laun knattspyrnumanna í efstu deild í Svíþjóð voru tíunduð og listi yfir tekjuhæstu leikmenn birtur. Miðað er við síðasta skattár, eða árið 2003, og vantar því upplýsingar um leikmenn á borð við Tryggva Guðmundsson og Jóhann B. Guðmundsson sem leika með Örgryte en þeir komu til liðsins s.l. sumar frá liðum í Noregi. Meira
13. desember 2004 | Íþróttir | 210 orð | 1 mynd

Bikarkeppni Bikarkeppni KKÍ og Lýsingar, 16-liða...

Bikarkeppni Bikarkeppni KKÍ og Lýsingar, 16-liða úrslit, karla: KFÍ - Grindavík Frestað Keflavík - Haukar 101:68 Ljónin - Skallagrímur 88:90 Hamar - Tindastóll 96:70 Bikarkeppni KKÍ og Lýsingar, forkeppni að 8-liða úrslitum kvenna: KFÍ -Breiðablik 55:65... Meira
13. desember 2004 | Íþróttir | 168 orð | 1 mynd

Birmingham vann borgarslaginn

STEVE Bruce, knattspyrnustjóri Birmingham, brosti breitt eftir sigur sinna manna gegn Aston Villa í borgarslag Birminghamliðanna sem háður var á Villa Park í gær. Meira
13. desember 2004 | Íþróttir | 149 orð | 1 mynd

Bode Miller í sérflokki í alpagreinum á skíðum

TANJA Poutiainen frá Finnlandi sigraði í svigkeppni sem fram fór í Altenmarkt í Austurríki í gær en um var að ræða heimsbikarmót í kvennaflokki. Marlies Schild frá Austurríki varð önnur en hún varð aðeins 3/100 á eftir Poutiainen. Meira
13. desember 2004 | Íþróttir | 184 orð | 1 mynd

Ciudad Real og Lemgo áfram

ÍSLENDINGALIÐIN Ciudad Real og Lemgo tryggðu sér bæði sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handknattleik um helgina. Logi Geirsson og félagar hans í þýska liðinu Lemgo sóttu rússnesku meistarana í Medvedi heim til Moskvu. Lemgo tapaði, 23:22, en það kom ekki að sök því Lemgo vann heimaleikinn, 45:32. Meira
13. desember 2004 | Íþróttir | 93 orð

Eiður fékk góða dóma

EIÐUR Smári Guðjohnsen fékk góða dóma fyrir frammistöðu sína með Chelsea gegn Arsenal á Highbury. Hann fékk til að mynda 7 í einkunn á fréttavef BBC. Meira
13. desember 2004 | Íþróttir | 639 orð | 1 mynd

England Úrvalsdeild Crystal Palace - Blackburn...

England Úrvalsdeild Crystal Palace - Blackburn 0:0 - 22,010. Everton - Liverpool 1:0 Lee Carsley 68. - 43,045 Man.City - Tottenham 0:1 Frederic Kanoute 57. - 45,085. Newcastle - Portsmouth 1:1 Lee Bowyer 3. - Steve Stone 30. - 51,480. Meira
13. desember 2004 | Íþróttir | 61 orð | 1 mynd

Evrópumótaröðin Dunhill-mótið, Malelane-S-Afríku, par 72: Charl...

Evrópumótaröðin Dunhill-mótið, Malelane-S-Afríku, par 72: Charl Schwartzel, S-Afr. 281 (71 69 70 71) Neil Cheetham, Engl. 281 (68 71 69 73) *Schwartzel vann á fyrstu holu bráðabana. Ernie Els, S-Afr. 282 (67 75 70 70) Warren Abery, S-Afr. Meira
13. desember 2004 | Íþróttir | 126 orð | 1 mynd

Fagnaði sigri í 50. leiknum

HERMANN Hreiðarsson átti fínan leik í liði Charlton sem lagði botnlið WBA að velli á útivelli, 1:0. Sigurmarkið skoraði Írinn Matt Holland, fyrirliði liðsins, á 30. mínútu og var þetta fyrsta mark hans á leiktíðinni. Hermann Hreiðarsson lék sinn 50. Meira
13. desember 2004 | Íþróttir | 356 orð | 1 mynd

* FRANSKI landsliðsmaðurinn Thierry Henry hjá...

* FRANSKI landsliðsmaðurinn Thierry Henry hjá Arsenal skoraði tvö mörk gegn Chelsea og er hann orðinn langmarkahæstur í ensku úrvalsdeildinni með 15 skoruð mörk. Meira
13. desember 2004 | Íþróttir | 146 orð | 1 mynd

Heiðar Helguson og Ívar Ingimarsson skoruðu

HEIÐAR Helguson og Ívar Ingimarsson skoruðu fyrir sín lið í ensku 1. deildinni í knattspyrnu um helgina. Heiðar skoraði sitt 11. mark á tímabilinu þegar hann kom Watford yfir gegn lærisveinum Glen Hoddle í Wolves strax á fjórðu mínútu. Meira
13. desember 2004 | Íþróttir | 332 orð | 1 mynd

Hraði lykillinn að sigri HK

FRAMARAR eru í erfiðum málum í baráttunni um sæti í úrvalsdeild Íslandsmóts karla í handknattleik, DHL-deildinni, eftir stórt tap gegn HK í Digranesi á laugardaginn, 35:29. Þegar einungis ein umferð er eftir af fyrri hluta mótsins eru Framarar í 5. sæti norðurriðilsins, tveimur stigum á eftir Þór sem óvænt sigraði Hauka á sama tíma. Fram getur þó tryggt sæti sitt með sigri gegn FH eftir viku, þar sem þeir höfðu betur í innbyrðisviðureignum gegn Þór. Meira
13. desember 2004 | Íþróttir | 9 orð

í kvöld

HANDKNATTLEIKUR Bikarkeppni HSÍ, SS-bikarkeppnin, 8-liða úrtslit karla: KA-heimilið: KA - ÍBV 19. Meira
13. desember 2004 | Íþróttir | 119 orð

Jakob í 13. sæti í Vín

JAKOB Jóhann Sveinsson, Ægi, hafnaði í 13. sæti af 31 keppanda í 200 metra bringusundi á Evrópumótinu í sundi í 25 metra laug sem lauk í Vínaborg í gær. Jakob synti á 2.11,56 mínútum. Anja Ríkey Jakobsdóttir var í 25. Meira
13. desember 2004 | Íþróttir | 264 orð | 1 mynd

* JALIESKY Garcia skoraði 3 mörk...

* JALIESKY Garcia skoraði 3 mörk fyrir Göppingen sem tapaði fyrir Wetzlar , 31;24, í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Andrius Stelmokas, fyrrum leikmaður KA, skoraði einnig 3 mörk fyrir Göppingen . Meira
13. desember 2004 | Íþróttir | 369 orð | 1 mynd

Kanoute tryggði Tottenham sigur á City

FREDERIC Kanoute tryggði Tottenham þriðja sigurinn í röð en Frakkinn, sem leysti Jarmaine Dafoe af hólmi, skoraði eina mark leiksins gegn Manchester City í byrjun seinni hálfleik með þrumufleyg sem David James, markvörður City, réð ekki við. Meira
13. desember 2004 | Íþróttir | 77 orð

Keppnisbanni Páls Axels aflétt

AGANEFND Körfuknattleikssambands Íslands ákvað að taka kærumál Páls Axels frá síðasta fundi nefndarinnar upp að nýju þar sem nýjar upplýsingar hefðu komið fram. Meira
13. desember 2004 | Íþróttir | 175 orð

Leikmenn Bayern urðu vetrarmeistarar í Þýskalandi

BAYERN Munchen er vetrarmeistari í Þýskalandi en síðasta umferð fyrir vetrarhlé var um helgina. Bayern og Schalke eru efst og jöfn með 34 stig en Bæjarar skipa efsta sætið á betri markatölu. Meira
13. desember 2004 | Íþróttir | 309 orð | 1 mynd

* LEIKMENN San Antonio Spurs settu...

* LEIKMENN San Antonio Spurs settu félagsmet gegn Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni á laugardag en þar hittu þeir 66% af skotum sínum í 116:97 sigri liðsins. Meira
13. desember 2004 | Íþróttir | 136 orð | 1 mynd

Lewis með íslenskt ríkisfang

DARREL Lewis, sem leikið hefur með úrvalsdeildarliði Grindavíkur í körfuknattleik, hefur fengið íslenskan ríkisborgararétt en Lewis er fæddur í Bandaríkjunum. Meira
13. desember 2004 | Íþróttir | 192 orð

Ljónin bitu frá sér gegn Skallagrími í bikarnum

ARI Gunnarsson tryggði úrvalsdeildarliði Skallagríms nauman sigur gegn 2. deildarliði Ljónanna í 16-liða úrslitum bikarkeppni KKÍ og Lýsingar. Ari skoraði 3-stiga körfu er skammt var til leiksloka en Skallagrímur vann leikinn 90:88. Meira
13. desember 2004 | Íþróttir | 568 orð

Mikilvægt sigurmark Árna Þórs

ÞÓR frá Akureyri vann gríðarlega mikilvægan sigur, 29:28, á Haukum þegar liðin mættust á laugardaginn að Ásvöllum á Íslandsmótinu í handknattleik, DHL-deildinni. Sigurmarkið skoraði Árni Þór Sigtryggsson, nítján ára stórskytta Þórsara, úr vítakasti þegar þrjár sekúndur voru eftir á leikklukkunni - hans tólfta mark í leiknum. Meira
13. desember 2004 | Íþróttir | 91 orð

Narfi lagði Björninn í tvígang

BJÖRNINN tók á móti Narfa frá Hrísey um helgina á Íslandsmótinu í ísknattleik og áttust liðin við í tvígang. Narfi sem tekur þátt í deildarkeppninni í fyrsta sinn gerði sér lítið fyrir og sigraði í báðum viðureignum liðanna. Meira
13. desember 2004 | Íþróttir | 110 orð

Níunda mark Eiðs Smára

EIÐUR Smári Guðjohnsen skoraði sitt 9. mark á leiktíðinni í gær þegar Chelsea og Arsenal skildu jöfn, 2:2, á Highbury. Eiður hefur skorað 7 mörk í úrvalsdeildinni, þrjú gegn Blackburn, og eitt mark gegn Manchester United, WBA, Charlton og Arsenal. Meira
13. desember 2004 | Íþróttir | 78 orð

Porto heims-meistari

EVRÓPUMEISTARAR Porto unnu í gær heimsmeistaratitil félagsliða í knattspyrnu þegar liðið sigraði S-Ameríkumeistarana í Once Caldas frá Kólumbíu í leik sem háður var Tokyo í Japan. Meira
13. desember 2004 | Íþróttir | 322 orð | 2 myndir

"Beið eftir að Eiður færi frá"

EIÐUR Smári Guðjohnsen tryggði Chelsea eitt stig úr stórleik ensku úrvalsdeildarinnar á Highbury þar sem Englandsmeistararnir úr Arsenal voru mótherjar Chelsea. Thierry Henry skoraði tvívegis fyrir Arsenal en John Terry skoraði fyrir Chelsea í fyrri hálfleik. Eiður Smári skoraði jöfnunarmarkið úr fyrstu sókn Chelsea í síðari hálfleik en liðið er nú með 4 stiga forskot í efsta sæti deildarinnar með 40 stig, Everton er með 36 stig og Arsenal í því þriðja með 35 stig. Meira
13. desember 2004 | Íþróttir | 109 orð

Riðlaskipting í deildabikarnum

BÚIÐ er að skipa niður í riðla í Deildabikarkeppni KSÍ sem hefst á nýju ári. Sú breyting hefur verið gerð að nú verður keppt í þremur deildum karla og kvenna. FH-ingar eiga titil að verja í karlaflokki en ÍBV í kvennaflokki. Meira
13. desember 2004 | Íþróttir | 116 orð

Róbert með tólf fyrir Århus GF

RÓBERT Gunnarsson landsliðsmaður í handknattleik hélt uppteknum hætti með liði sínu Århus GF í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær. Meira
13. desember 2004 | Íþróttir | 278 orð

Schwartzel með stáltaugar í Suður-Afríku

CHARL Schwartzel tryggði sér sigur á Dunhill-mótinu í golfi í gær í S-Afríku er hann fékk fugl á fyrstu holu í umspili gegn Englendingnum Neil Cheetham. Meira
13. desember 2004 | Íþróttir | 124 orð | 1 mynd

Shevchenko er sagður fá gullknöttinn eftirsótta

ÍTALSKIR fjölmiðlar og þá einkum og sér í lagi íþróttablaðið La Gazzetta dello Sport segir að Úkraínumanninum Andriy Shevchenko, framherja AC Milan, verði afhentur gullknötturinn í París í kvöld en þá útnefnir franska knattspyrnutímaritið France Football... Meira
13. desember 2004 | Íþróttir | 108 orð

Sprengjuhótun í Madrid

RÚMLEGA 70.000 áhorfendur yfirgáfu heimavöll spænska liðsins Real Madrid í skyndi í gær eftir að óþekktur maður hafði hringt í dagblaðið Gara og sagt að sprengja væri á vellinum. Þar áttust við Real Madrid og Real Sociedad og átti sprengjan að springa... Meira
13. desember 2004 | Íþróttir | 411 orð | 2 myndir

Svekktur að markið skyldi standa

"VIÐ vorum svekktir að markið, sem Henry skoraði, skyldi standa. Dómarinn var að færa vegg okkar til þegar Henry skaut en svona er fótboltinn bara," sagði Eiður Smári Guðjohnsen við fréttamenn eftir leikinn gegn Arsenal í gær. Leikmenn Chelsea mótmæltu mjög þegar Graham Poll dæmdi markið gott og gilt en Henry var fljótur að átta sig og skaut í autt mark Chelsea á meðan markvörðurinn Petr Cech var að stilla varnarvegg sinna manna upp. Meira
13. desember 2004 | Íþróttir | 101 orð

Tap hjá Lokeren og Genk

Íslendingaliðin Lokeren og Genk töpuðu bæði leikjum sínum í belgísku 1. deildinni í knattspyrnu um helgina. Meira
13. desember 2004 | Íþróttir | 364 orð | 1 mynd

* VAL á knattspyrnumanni og knattspyrnukonu...

* VAL á knattspyrnumanni og knattspyrnukonu verður kunngjört á Hótel Nordica í kvöld. Það er Knattspyrnusamband Íslands sem stendur að valinu en á 2000. Meira
13. desember 2004 | Íþróttir | 218 orð | 1 mynd

Við höfum lengi beðið eftir þessu

EVERTON vann fyrsta sigur sinn á Liverpool á Goodison Park frá árinu 1997 en mark miðjumannsins Lee Carsley á 68. mínútu skildi Mersey-liðin að. Þar með tapaði Liverpool í fyrsta sinn í níu leikjum fyrir grönnum sínum og skilja nú tólf stig liðin. Everton er áfram í hörkutoppbaráttu og hefur komið liða mest á óvart á tímabilinu en Liverpool siglir lygnan sjó um miðja deild. Meira

Fasteignablað

13. desember 2004 | Fasteignablað | 142 orð | 2 myndir

Dyrasímakerfi frá Fermax

Rafsól ehf. Skipholti 33 hefur hafið innflutning á dyrasímakerfum frá spánska fyrirtækinu Fermax. Í fréttatilkynningu frá Rafsól segir að kerfin séu framleidd í stöðluðum einingum svo auðvelt er að raða saman kerfum, hvort sem er fyrir eina eða 99... Meira
13. desember 2004 | Fasteignablað | 620 orð | 1 mynd

Enn er skrifað í Skáholti

Dyrabjallan er biluð. Bankið vingjarnlega á hurðina, en þó af festu," stendur á handskrifuðum miða á útidyrahurð hússins Skáholts í Reykjavík. Þessi fyrirmæli til gestkomandi segja meira um þann sem skrifar þau en þann sem knýr dyra. Meira
13. desember 2004 | Fasteignablað | 216 orð | 1 mynd

Eyrnalokkar á tjullpilsi

Það er afar þægilegt að hafa alla hluti á réttum stað svo hægt sé að grípa til þeirra þegar á að nota þá. Það á að sjálfsögðu við um skart sem aðra hluti. Meira
13. desember 2004 | Fasteignablað | 667 orð | 3 myndir

Fjölbýlishús úr einingum

Habitat 67, Montreal í Kanada Arkitekt: Moshe Safdie, 1967 Það reka flestir upp stór augu þegar þeir sjá Habitat 67 í fyrsta skipti. Það er heldur ekki að undra því byggingin á ekki sinn líka. Er þetta blokk? Varla. Klasahús? Má vera. Meira
13. desember 2004 | Fasteignablað | 760 orð | 1 mynd

Framnesvegur 54

Kristín Sigfúsdóttir skáldkona átti efri hæð hússins á Framnesvegi 54 á árunum frá 1952 til 1974, segir Freyja Jónsdóttir. Kristín var þekkt fyrir greinaskrif sín um menn og málefni og fór þá oft ekki troðnar slóðir. Meira
13. desember 2004 | Fasteignablað | 268 orð

Frá hverfi til hnattvæðingar

Dr. med. Þorkell Jóhannesson, prófessor úr embætti, skrifaði fróðlega grein um Skuggahverfið í blaðið Skjöld , 1. tbl. og 2. tbl. 2004 (útg. Sleipnir ehf). Þorkell ólst upp í Skuggahverfinu og bjó þar allar götur fram yfir stúdentspróf 1950. Meira
13. desember 2004 | Fasteignablað | 611 orð | 1 mynd

Frekustu ljóðin komast á prent

J óhann Hjálmarsson skáld hefur haft í nógu að snúast síðustu mánuðina, en hann var valinn "Skáld mánaðarins" í október síðastliðnum og ber þann titil fram í janúar. Meira
13. desember 2004 | Fasteignablað | 811 orð | 2 myndir

Frumskógur íbúðarlána

Almenningi standa til boða margskonar íbúðarlán á hagstæðum kjörum. Hærra lánshlutfall, lengri lánstími og ekkert hámark á lánspphæð. Það er ljóst að hin mikla samkeppni á lánamarkaði hefur reynst almenningi mikil kjarabót. Meira
13. desember 2004 | Fasteignablað | 122 orð | 2 myndir

Heilsárshús í Skorradal

Skorradalur - Fasteign.is er nú með í einkasölu 60 fm heilsárshús ásamt 12 fm gestahúsi í landi Indriðastaða í Skorradal. Húsið er á steyptum grunni, með hita í plötu og skilast fullbúið að utan. Meira
13. desember 2004 | Fasteignablað | 213 orð | 2 myndir

Húsið og Assistentahúsið á Eyrarbakka

Eyrarbakki varð ein af höfnum einokunarverslunarinnar árið 1602 og varð verslunin þar mjög umsvifamikil á síðari hluta 19. aldar og fram á þá tuttugustu. Meira
13. desember 2004 | Fasteignablað | 1055 orð | 2 myndir

Hvernig voru jólin í gamla daga?

Vart er sá staður á landi hér að hann fagni ekki jólunum með blikandi ljósum og hvers konar skreytingum, jafnt utandyra sem innan. Þetta á jafnt við um þorp og bæi sem einstaka sveitabæi þó afskekktir séu. Meira
13. desember 2004 | Fasteignablað | 691 orð | 5 myndir

Hönnun Ettore Sottsass gefur lífinu lit

H önnun ítalska arkitektsins Ettore Sottsass sýnir allt annað en deyfð og sinnuleysi. Meira
13. desember 2004 | Fasteignablað | 239 orð | 2 myndir

Kögursel 38

Reykjavík - Fasteignasalan Draumahús er nú með til sölu parhús við Kögursel 38. "Þetta er hlýlegt og fallegt fimm herb. parhús á tveimur hæðum auk baðstofulofts, alls 135,3 ferm. og með bílskúr, sem er 23 ferm. Meira
13. desember 2004 | Fasteignablað | 359 orð | 1 mynd

Leirutangi 15

Mosfellsbær - Hjá Fasteignasölu Mosfellsbæjar er nú til sölu einbýlishús á Leirutanga 15 í Mosfellsbæ. "Þetta er mjög fallegt hús á einni hæð, 216,6 ferm. Meira
13. desember 2004 | Fasteignablað | 90 orð | 1 mynd

Litróf trúarinnar

Táknmyndir og litir hafa mismunandi merkingu í Austurlöndum, allt eftir trúarbrögðum og landshlutum, og segja oft heila sögu um uppruna, atburði og umhverfi. Þessi tákn eru gjarna í austurlenskum vefnaði, svo sem teppum. Meira
13. desember 2004 | Fasteignablað | 27 orð | 1 mynd

Litur naumhyggjunnar

HVÍTAR borðskreytingar geta verið mjög hátíðlegar. Hér má sjá hvít kerti í smíðajárnsstjaka sem skreyttur hefur verið með hvítglitrandi jólagreinum. Skreytingin fæst í Forn Ný í... Meira
13. desember 2004 | Fasteignablað | 188 orð | 1 mynd

Lyngrimi 11

Reykjavík - Fasteignasalan Hof er nú með í sölu einbýlishús við Lyngrima 11. Húsið er steinsteypt, 191,6 ferm. að stærð og með innbyggðum bílskúr. "Þetta er glæsilegt hús á tveimur hæðum og með fallegri lóð," segir Jón Guðmundsson hjá Hofi. Meira
13. desember 2004 | Fasteignablað | 964 orð | 4 myndir

Námsmannaþorp skipulagt í austanverðu Grafarholti

Gert er ráð fyrir 13 nemendagörðum á tveimur til fimm hæðum með um 200 íbúðum alls. Magnús Sigurðsson kynnti sér deiliskipulag að námsmannaþorpinu, en þar verða leiguíbúðir fyrir einstaklinga og pör. Meira
13. desember 2004 | Fasteignablað | 273 orð | 1 mynd

Óhreinindi og meðhöndlun þeirra

Á Netinu má finna ýmsan fróðleik sem nýtist manni við dagleg störf. Eftirfarandi upplýsingar um meðhöldun á ýmsum gerðum af óhreinindum má t.d. finna á vefsíðu Godda ehf., Auðbrekku 9, Kópavogi. Meira
13. desember 2004 | Fasteignablað | 351 orð | 1 mynd

Ósamþykktar íbúðir ódýrastar

HIN NÝJU 100% lán bankanna auðvelda ungu fólki til muna fyrstu kaup. Nú er svo komið að margir hugsa sig tvisvar um áður en þeir festa sér íbúð á leigu, þar sem lítið dýrara er - eða jafnvel ódýrara - að kaupa litla íbúð. Meira
13. desember 2004 | Fasteignablað | 1500 orð | 3 myndir

Reykjavík þarf nýja táknmynd

"Ný meiriháttar bygging á hafnarbakka Reykjavíkur getur haft feikilegt aðdráttarafl," segir Morten Schmidt arkitekt í samtali við Gunnar Hersvein, "ef miðbærinn verður þróaður með slíkri byggingu mun hann laða til sín fólk hvaðanæva að úr heiminum." Meira
13. desember 2004 | Fasteignablað | 775 orð | 3 myndir

Rétt upp hengdar seríur endast lengur

Það er að mörgu að hyggja þegar hengja skal upp jólaseríur, bæði innan húss og utan. Guðlaug Sigurðardóttir fékk hagnýt ráð hjá Baldri Hannessyni hjá Rafsól um frágang og uppsetningu jólasería. Meira
13. desember 2004 | Fasteignablað | 201 orð | 2 myndir

Sextíu og fimm lóðir til úthlutunar í Hveragerði

Hveragerðisbær auglýsir nú lausar til úthlutunar 65 lóðir fyrir raðhús, parhús og einbýlishús í nýju hverfi, sem er að rísa í suðvesturhluta bæjarins. Meira
13. desember 2004 | Fasteignablað | 616 orð | 1 mynd

Skipuleg og skapandi óreiða

Í lestrarsal Þjóðskjalasafns Íslands við Laugaveg er hljótt eins og í bókasafni. Þar er setið við hvert borð og fólk grúfir sig niður í skriftir með tölvuskjá fyrir framan sig. Það virðist augljóst að í þessum sal vinna miklir andans menn. Meira
13. desember 2004 | Fasteignablað | 243 orð | 1 mynd

Smáragata 10

Reykjavík - Hjá Fasteignamiðstöðinni er nú til sölu 351,8 ferm. einbýlishús ásamt 23,8 ferm. bílskúr, samtals 375,60 ferm. Húsið stendur á eftirsóttum stað við Smáragötu 10. Meira
13. desember 2004 | Fasteignablað | 237 orð | 1 mynd

Spörum rafmagn

MEÐ ÞVÍ að tileinka sér ákveðnar umgengnisvenjur er er hægt að spara umtalsverðar fjárhæðir með því að minnka rafmagnsnotkun. Hér eru nokkur atriði sem nota má til hliðsjónar. Meira
13. desember 2004 | Fasteignablað | 39 orð | 1 mynd

Stigar og handrið

IESS járngallerí var stofnað haustið 1996. Fyrirtækið sérhæfir sig í að hanna og smíða úr járni/stáli, svo sem stiga, handrið, borð, spegla og ýmis konar sérsmíði svo sem fatahengi og skógrindur. Iess er til húsa á Dalvegi 24, Kópavogi. www.iess. Meira
13. desember 2004 | Fasteignablað | 45 orð | 1 mynd

Tertustandur til leigu undir hátíðarterturnar

ÞEIR sem ætla að standa í stórræðum yfir hátíðirnar og baka glæsilegar tertur þurfa ekki nauðsynlega að fjárfesta í dýrum tertufötum. Í járnagalleríinu Forn Ný í Garðabæ er hægt að leigja fimm arma tertuföt úr smíðajárni. Meira
13. desember 2004 | Fasteignablað | 316 orð | 2 myndir

Úttekt á lokafrágangi lagnakerfa

LKÍ hefur fengið leyfi stjórnvalda til þess að gera úttekt á lokafrágangi lagnakerfa. Kristján Ottósson, framkvæmdastjóri LKÍ, fjallar hér um hvað í úttektinni felst. Meira
13. desember 2004 | Fasteignablað | 526 orð | 2 myndir

ÞETTA HELST...

Umframgreiðslur Íbúðalánasjóðs 41 milljarður ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR greiðir lánveitendum sínum um 41 milljarð króna umfram venjubundnar afborganir, vexti og verðbætur að mestu á síðustu mánuðum þessa árs og í upphafi næsta árs. Meira
13. desember 2004 | Fasteignablað | 231 orð | 1 mynd

Ægisbraut 11

Blönduós - Hjá Lögmannsstofu Stefáns Ólafssonar á Blönduósi er nú til sölu efri hæð hússins Ægisbraut 11 þar í bæ. "Þetta er hús með sál við ósa Blöndu," segir Magnús Ólafsson sölumaður. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.