Greinar þriðjudaginn 10. október 2006

Fréttir

10. október 2006 | Innlendar fréttir | 144 orð | 1 mynd

45.000 fleiri með strætó

FARÞEGUM Strætó fjölgaði um 45.801, eða 6,8% í september, miðað við sama mánuð í fyrra. Farþegum Strætó hefur fjölgað jafnt og þétt síðustu mánuðina og er aukningin 3,5% fyrstu níu mánuði ársins, miðað við sama tíma í fyrra. Meira
10. október 2006 | Erlendar fréttir | 650 orð | 3 myndir

Abe varar við nýju kjarnorkutímabili

Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is ALLT frá lokum ósigurs síns í síðari heimsstyrjöldinni hafa Japanar haft takmarkaðan her, einskonar heimavarnarlið sem óheimilt hefur verið að nota til árása gegn öðrum þjóðum. Meira
10. október 2006 | Erlendar fréttir | 153 orð | 1 mynd

Aðeins þýska í leikskóla

Berlín. AFP. | Öll önnur tungumál en þýska voru bönnuð á dagheimilum og leikskólum í bænum Dietzenbach í gær og í þeim öllum voru uppi myndir af Horst Köhler, forseta Þýskalands, og þýski fáninn. Meira
10. október 2006 | Innlendar fréttir | 159 orð | 1 mynd

Ásatrúargoðum fjölgað

GOÐUM Ásatrúarfélagsins hefur fjölgað og eru þeir nú átta talsins. Það er yfirlýst stefna Ásatrúarfélagsins að geta þjónustað allt landið. Meira
10. október 2006 | Innlendar fréttir | 119 orð | 1 mynd

Ásókn í skoðunarferðir um herstöðina

Keflavíkurflugvöllur | SBK býður upp á hópferðir um hina yfirgefnu herstöð á Miðnesheiði. Þessi nýbreytni hefur mælst vel fyrir, að því er fram kemur á vef Víkurfrétta. Meira
10. október 2006 | Erlendar fréttir | 68 orð | 1 mynd

Ban arftaki Kofis Annans í embætti

ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóðanna tilnefndi í gær Ban Ki-Moon, utanríkisráðherra Suður-Kóreu, í stöðu næsta framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, en Kofi Annan lætur af því embætti í árslok. Meira
10. október 2006 | Erlendar fréttir | 86 orð

Boðberi heimsendis

Kinangop. AFP. | Deilan um kjarnorkutilraunir Norður-Kóreu hefur tekið á sig óvænta mynd í Afríku. Meira
10. október 2006 | Innlendar fréttir | 169 orð | 1 mynd

Brúarsmiðir hafa snör handtök

Eftir Sigurð Gunnarsson Breiðamerkursandur | Brúarvinnuflokkur Sveins Þórðarsonar úr Vík í Mýrdal hefur í sumar unnið að lagfæringum á brúnni yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi. Þeir hafa sandblásið brúna og málað og unnið að margskonar lagfæringum. Meira
10. október 2006 | Innlendar fréttir | 535 orð | 2 myndir

Ekið um Ísland og Evrópu

Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Grindavík | Margrét Júlíusdóttir ekur stórum gámaflutningabíl milli Grindavíkur og Reykjavíkur. Hún hefur ekið flutningabílum frá því hún mátti taka meiraprófið 18 ára, um allt Ísland og Evrópu. Meira
10. október 2006 | Innlendar fréttir | 75 orð

Erindi um Alþjóðadómstólinn

Í ERINDI á Lögfræðitorgi í dag, þriðjudag kl. 12, í stofu 24 í Þingvallastræti 23, gerir Rachael Lorna Johnstone grein fyrir viðfangsefnum, starfsháttum og einkennum Alþjóðadómstólsins í Haag. Meira
10. október 2006 | Innlendar fréttir | 797 orð | 3 myndir

Fagna kjarabót, sem hefði mátt koma fyrr

Að stærstum hluta finnst mér þessar tillögur vera á réttum nótum, að beina þessum aðgerðum að virðisaukaskattinum og vörugjöldunum," sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Meira
10. október 2006 | Innlendar fréttir | 100 orð | 1 mynd

Fara á mbl.is í fréttaleit

ÞEIR sem skoða fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is, eru flestir í leit að fréttum, samkvæmt samræmdri vefmælingu Modernus í síðustu viku. Notendur voru samtals 231.256 og hafa aldrei verið fleiri. Mælingin tekur til vikunnar 2.-8. október. Meira
10. október 2006 | Innlendar fréttir | 113 orð | 1 mynd

Flutti mál 85 ára

FRÁ því var skýrt í blaðinu í gær að Jón Hjaltason hefði flutt mál fyrir Hæstarétti í síðustu viku, 82 ára gamall. Meira
10. október 2006 | Innlendar fréttir | 94 orð | 1 mynd

Friðarsúlan kostar 15 millj. kr.

LISTAKONAN Yoko Ono er stödd hér á landi, meðal annars til að undirbúa gerð friðarsúlu sem rísa á í Viðey. Hugmyndina um súluna fékk Yoko að eigin sögn fyrir um 40 árum en súlan er í raun sterkt ljós sem teygir sig upp í himinhvolfið. Meira
10. október 2006 | Innlendar fréttir | 44 orð

Fyrirlestur um menningarsöguna

NÝSTOFNUÐ Akureyrarakademía efnir til opins fundar í dag, þriðjudaginn 10. október, kl. 17 í gamla Húsmæðraskólanum á Akureyri. Á fundinum mun Viðar Hreinsson, höfundur ævisögu Stephans G. Meira
10. október 2006 | Innlendar fréttir | 114 orð | 1 mynd

Gefur kost á sér í 4. sætið

JENS Sigurðsson, formaður Ungra jafnaðarmanna í Kópavogi, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 4. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi sem haldið verður 4. nóvember. Meira
10. október 2006 | Innlendar fréttir | 161 orð

Gengið gegn sjálfsvígum

Í HINNI árlegu geðgöngu verður gengið gegn sjálfsvígum. Gangan er í dag í tilefni af Alþjóðageðheilbrigðisdeginum sem haldinn er 10. október ár hvert. Yfirskrift dagsins er Vaxandi vitund - aukin von: Saman eflum við geðheilsu og drögum úr sjálfsvígum. Meira
10. október 2006 | Erlendar fréttir | 261 orð | 1 mynd

Grunur fjölmiðla beinist að stjórnvöldum í Tétsníu

Moskvu. AP, AFP. | Myndir af Önnu Politkovskaju voru á forsíðu allra helstu dagblaða í Rússlandi í gær. Var hennar minnst sem "yndislegrar" og ákaflega hugrakkrar manneskju ásamt heitstrengingum um að finna morðingja hennar. Meira
10. október 2006 | Erlendar fréttir | 151 orð | 1 mynd

Hafa ekki áhyggjur af leiðtoganum

ÞAU virtust ekki hafa sérstakar áhyggjur af heilsufari leiðtoga Kúbu, þessi börn sem léku sér á sunnudaginn á götu í gamla hluta Havana-borgar. Meira
10. október 2006 | Innlendar fréttir | 131 orð | 1 mynd

Hákarl í kílóavís!

Grímsey | Þau eru mörg áhugamálin hans Bjarna hreppstjóra Magnússonar í Grímsey. Það nýjasta er hákarlavinnsla. Allt hófst þetta með því að Bjarni smíðaði hinn myndarlegasta hjall suður á ey með hjálp góðvinar úr Reykjavík Sigurðar Guðmarssonar. Meira
10. október 2006 | Innlendar fréttir | 190 orð | 1 mynd

Heiðursdoktor við HÍ hlýtur Nóbelsverðlaun

BANDARÍSKI hagfræðingurinn Edmund S. Phelps hlýtur Nóbelsverðlaunin í hagfræði í ár fyrir rannsóknir í þjóðhagfræði. Hann er heiðursdoktor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Meira
10. október 2006 | Innlendar fréttir | 45 orð | 1 mynd

Íslenskt góðgæti í Washington

Undanfarna daga hafa íslensk matvæli verið kynnt í Whole Foods Market-keðjunni í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna. Á myndinni gefur ofurkokkurinn Siggi Hall ungum bandarískum strák íslenskan ost að smakka. Meira
10. október 2006 | Innlendar fréttir | 139 orð

Konur sýna álverinu áhuga

Reyðarfjörður | Mikill áhugi var fyrir kynningu Alcoa Fjarðaáls á störfum fyrir konur í álverinu, en hún fór fram á Reyðarfirði á sunnudag. Meira
10. október 2006 | Innlendar fréttir | 91 orð | 1 mynd

Kristján Þór sækist eftir 1. sæti

KRISTJÁN Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, tilkynnti á aðalfundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Akyreyri í gærkvöldi, að hann ætlaði að gefa kost á sér í 1. sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi í alþingiskosningum í... Meira
10. október 2006 | Innlendar fréttir | 256 orð

Kynnti tillögur um öryggisþjónustu

Eftir Friðrik Ársælsson fridrik@mbl.is BJÖRN Bjarnason, dómsmálaráðherra, kynnti fulltrúum þingflokkanna tillögur starfshóps um öryggismál í gær. Meira
10. október 2006 | Innlendar fréttir | 301 orð

Matarverð nálgist meðaltalið á Norðurlöndum

Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is MATVÆLAVERÐ á að geta lækkað um 16% þegar tillögur ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til lækkunar þess, sem kynntar voru í gær, verða að veruleika 1. mars nk. Meira
10. október 2006 | Innlendar fréttir | 235 orð

Matsgerð lögð fram í Baugsmáli

REIKNA má með að lögð verði fram ný gögn í Baugsmálinu í dag þegar málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Meðal þess sem von er á er mat sérfræðinga á því hvort tölvupóstar sem lagðir hafa verið fram í málinu geti mögulega verið falsaðir. Meira
10. október 2006 | Innlendar fréttir | 257 orð | 1 mynd

Með hlaðna byssu innanklæða

KARLMAÐUR sem fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík handtók á föstudagskvöld var með öfluga skammbyssu innanklæða og í bíl hans fannst ennfremur lítil heimatilbúin sprengja. Meira
10. október 2006 | Innlendar fréttir | 339 orð | 1 mynd

Minnisvarði um Sigurjón Rist á bakka Tungnaár

Eftir Sigurð Sigmundsson Hrauneyjar | Afhjúpuð hefur verið bronsmynd af hinum kunna vatnamælingamanni, Sigurjóni Rist. Myndin er við Hald á eystri bakka Tungnaár, fyrir neðan Hótel Hrauneyjar. Meira
10. október 2006 | Innlendar fréttir | 158 orð

Mótmæla tillögum um breytt stúdentspróf

MÁLSTOFA um nýja námsskrá í þriðja/fjórða erlenda tungumáli í framhaldsskólum á ráðstefnunni Það er leikur að læra - samræða allra skólastiga, haldin á Akureyri 29.-30. Meira
10. október 2006 | Erlendar fréttir | 199 orð

Mörg hundruð Súdanar drepnir

MÖRG hundruð súdanskir borgarar voru drepnir í árásum í Darfur-héraði í ágústmánuði og virðist sem stjórnvöld hafi haft vitneskju um og stutt drápin, að því er fram kemur í skýrslu á vegum Sameinuðu þjóðanna (SÞ). Meira
10. október 2006 | Innlendar fréttir | 67 orð

Nýherji kaupir Tölvusmiðjuna

Nýherji hf. hefur keypt 100% hlutafjár í Tölvusmiðjunni sem stofnuð var á Austurlandi árið 1998 og hyggst reka hana áfram sem sjálfstætt dótturfyrirtæki. Kaupverð er trúnaðarmál. Meira
10. október 2006 | Innlendar fréttir | 160 orð

Nýtt 4.000 manna verkalýðsfélag

Ákveðið hefur verið að sameina Félag járniðnaðarmanna og Vélstjórafélag Íslands. Stofnfundurinn verður haldinn á laugardag en félagar í nýja félaginu verða um 4.000 að tölu. Meira
10. október 2006 | Innlendar fréttir | 806 orð | 1 mynd

"Dagurinn í dag markar tímamót í hagsmunabaráttu geðfatlaðra"

Fulltrúar félagsmálaráðuneytisins kynntu í gær framkvæmdaáætlun vegna átaks í þjónustu við geðfatlaða á árunum 2006-2010. Silja Björk Huldudóttir var á staðnum. Meira
10. október 2006 | Innlendar fréttir | 153 orð

"Lenti of neðarlega"

ÉG ætlaði að hlaupa yfir smáhalla en lenti aðeins of neðarlega í fjallinu. Mig vantaði bara spotta til að koma mér í burtu aftur. Meira
10. október 2006 | Innlendar fréttir | 374 orð | 1 mynd

"Margir nemenda okkar náð langt á tónlistarbrautinni"

Eftir Kristínu Ágústsdóttur kristin@na.is Neskaupstaður | Tónskóli Neskaupstaðar er fimmtíu ára um þessar mundir og af því tilefni var boðið til afmælisfagnaðar og tónleika í Egilsbúð sl. laugardag. Meira
10. október 2006 | Innlendar fréttir | 121 orð

Réttað í olíusamráðsmáli 14. nóvember

GAGNAÖFLUN í máli Reykjavíkurborgar annars vegar og Strætó bs. hins vegar gegn olíufélögunum Keri hf., Olíuverslun Íslands og Skeljungi er lokið og hefur aðalmeðferð verið ákveðin þriðjudaginn 14. nóvember í Héraðsdómi Reykjavíkur. Meira
10. október 2006 | Innlendar fréttir | 341 orð | 1 mynd

Rök fyrir jarðgöngum úr Syðridal í Hnífsdal

JARÐGÖNG undir Óshyrnu leysa ekki samgöngumál Bolvíkinga nema að hluta því áfram yrði hætta á veginum. Eru mörg rök sem hníga að því að frekar verði farið í göng milli Bolungarvíkur og Hnífsdals. Meira
10. október 2006 | Innlendar fréttir | 90 orð

Samið um skipulag herragarðslóða

Garður | Bæjarráð Sveitarfélagsins Garðs hefur falið bæjarstjóra að skrifa undir samninga við JG herragarða ehf. Fyrirtækið hyggst reisa svokallaða herragarða í landi sveitarfélagsins. Meira
10. október 2006 | Erlendar fréttir | 406 orð | 1 mynd

Segir Fogh vera "mömmudreng"

Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is DANSKA utanríkisráðuneytið beindi í gær þeim tilmælum til Dana að gæta varúðar, hygðu þeir á ferðalög til Miðausturlanda, en nýjar deilur um myndir af spámanninum Múhameð hafa sprottið upp í Danmörku. Meira
10. október 2006 | Innlendar fréttir | 454 orð | 2 myndir

Símahleranir gagnrýndar

Eftir Friðrik Ársælsson fridrik@mbl.is HART var tekist á um mögulega leyniþjónustustarfsemi á vegum stjórnvalda í utandagskrárumræðu á Alþingi í gær. Steingrímur J. Sigfússon, 5. þingmaður NA-kjördæmis, hóf umræðurnar og rakti fræðiskrif þeirra Guðna... Meira
10. október 2006 | Innlendar fréttir | 369 orð | 1 mynd

Skerpa þarf á nálgun

Í meðferð við geðsjúkdómum þarf að horfa meira á einstaklinginn í heild, á veikleika hans, styrkleika, reynslu og aðstæður, segir Björg Guðmundsdóttir geðhjúkrunarfræðingur. Hún segir lyf einn þátt í geðmeðferð en efla þurfi aðra þætti hennar. Meira
10. október 2006 | Innlendar fréttir | 1012 orð | 1 mynd

Skortur á fleiri og fjölbreyttari úrræðum

Virðingin fyrir sjónarmiðum sjúklinga sem glíma við geðraskanir hefur tvímælalaust aukist og þeir hafa sífellt meira að segja um sína meðferð, segir Engilbert Sigurðsson geðlæknir. Meira
10. október 2006 | Innlendar fréttir | 152 orð | 1 mynd

Stefnir á 3. sætið

VALDIMAR Leó Friðriksson alþingismaður gefur kost á sér til áframhaldandi þingsetu fyrir hönd Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi og stefnir á 3. sætið. "Ég vil berjast fyrir auknum jöfnuði í þjóðfélaginu. Meira
10. október 2006 | Innlendar fréttir | 154 orð | 1 mynd

Stórt bandarískt herskip væntanlegt til landsins

VON er á afar stóru bandarísku herskipi, USS Wasp, í heimsókn til landsins í þessari viku, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Skipið er svonefnt "amphipious assault"-skip, þ.e. það er sérhannað til innrása af hafi. USS Wasp er 40. Meira
10. október 2006 | Innlendar fréttir | 507 orð | 1 mynd

Stuðlar að virkri þátttöku geðfatlaðra í samfélaginu

Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is MAGNÚS Stefánsson félagsmálaráðherra kynnti á blaðamannafundi í gær stefnu og framkvæmdaáætlun vegna átaks félagsmálaráðuneytisins á árunum 2006-2010 sem ætlað er að efla þjónustuna við geðfatlaða. Meira
10. október 2006 | Innlendar fréttir | 93 orð

Stærðfræðiþraut Digranesskóla

UNDANFARIN þrjú skólaár hefur Digranesskóli birt stærðfræðiþrautir á heimasíðu sinni undir heitinu "Peran". Ein þraut er birt á viku hverri á síðunni og einnig í Morgunblaðinu sem hefur verið samstarfsaðili frá byrjun. Meira
10. október 2006 | Innlendar fréttir | 499 orð | 1 mynd

Stöðnun jafngildir afturför

STÚDENTARÁÐ Háskóla Íslands hefur ákveðið að koma af stað umræðu um gildi menntunar nú í aðdraganda alþingiskosninga. Markmiðið er að efla þjóðarvitundina um mikilvægi menntunar og vekja enn frekar athygli á því hversu mikilvægt þekkingarþjóðfélagið er. Meira
10. október 2006 | Innlendar fréttir | 76 orð | 1 mynd

Sýning í Haraldarhúsi

HARALDUR Böðvarsson á Akranesi keypti sexæringinn Helgu Maríu og hóf eigin útgerð fyrir um 100 árum. Í tilefni af því verður opnuð sýning í Haraldarhúsi, Vesturgötu 32 á Akranesi, 17. nóvember næstkomandi, sama dag og útgerðin hófst 1906. Meira
10. október 2006 | Innlendar fréttir | 106 orð

Tekinn á 163 km hraða

LÖGREGLAN tók 17 ára pilt á ofsahraða á Miklubrautinni um helgina og mældist bíll hans 163 km hraða. Pilturinn hefur nú í fjórgang verið tekinn fyrir hraðakstur. Í tveimur tilfellum var um ofsaakstur að ræða. Meira
10. október 2006 | Innlendar fréttir | 755 orð | 1 mynd

Tillögurnar eru ávísun á skert kjör hjá bændum

Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is TILLÖGUR ríkisstjórnarinnar um lækkun á tollum á kjötvörur og verðstöðvun á mjólk er ávísun á kjaraskerðingu hjá bændum, segir Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands. Meira
10. október 2006 | Innlendar fréttir | 617 orð | 3 myndir

Tímamót í Haraldarhúsi

Eftir rúman mánuð eða 17. nóvember verða 100 ár liðin frá því að Haraldur Böðvarsson hóf atvinnurekstur á Akranesi. Af því tilefni verður opnuð sýning í Haraldarhúsi. Meira
10. október 2006 | Innlendar fréttir | 89 orð

Undirrita samkomulag um varnir

GEIR H. Haarde, forsætisráðherra, og Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra héldu til Washington, höfuðborgar Bandaríkjanna, í gær. Meira
10. október 2006 | Innlendar fréttir | 369 orð | 1 mynd

Uppbygging á Jaðarsvelli

Jaðar | Jaðarsvöllur á Akureyri er einn þekktasti 18 holu golfvöllur landsins og gengur oftast undir nafninu "Stóri Boli" þar sem völlurinn þykir vera langur og krefjandi. Meira
10. október 2006 | Innlendar fréttir | 241 orð | 1 mynd

Viðbúnaðaráætlun við inflúensu

GERÐ viðbúnaðaráætlunar vegna hugsanlegs heimsfaraldurs inflúensu er nú komin vel á veg. Undirbúningur hófst síðastliðinn vetur á vegum sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Meira
10. október 2006 | Erlendar fréttir | 164 orð

Vilja afnema hugtakið "geðklofi"

HÓPUR sérfræðinga í geðlækningum sem kom saman í Lundúnum í gær lagði til að hætt yrði að nota hugtakið "geðklofi" til að lýsa sjúkdómseinkennum einstaklinga, það hefði orðið að samheiti fyrir ýmsa óskylda geðræna kvilla ásamt því að leiða til... Meira
10. október 2006 | Innlendar fréttir | 62 orð | 1 mynd

Vináttuhópur í heimsókn

VINÁTTUHÓPUR úr efri deild franska þingsins heimsótti Alþingi á hádegi í gærdag. Forseti Alþingis, Sólveig Pétursdóttir, tók á móti hópnum. Meira
10. október 2006 | Innlendar fréttir | 916 orð | 1 mynd

Virðisaukaskattur á matvörur mun lækka úr 14% í 7% 1. mars 2007

Ráðherrar ríkisstjórnarinnar kynntu í gær aðgerðir til að lækka matvælaverð á Íslandi. Reiknað er með að aðgerðirnar muni rýra tekjur ríkissjóðs um sjö milljarða króna á ári. Munu lækkanir koma til viðbótar við lækkun tekjuskatts um áramót. Meira
10. október 2006 | Innlendar fréttir | 87 orð

Vodafone lækkar verð á GSM-símtölum

NÚ geta viðskiptavinir Vodafone á Íslandi hringt á sama verði í útlöndum eins og heima hjá sér með Vodafone Passport. Meira
10. október 2006 | Erlendar fréttir | 187 orð | 1 mynd

Þrýst á um refsiaðgerðir

Eftir Baldur Arnarson og Elvu Björk Sverrisdóttur BANDARÍSK stjórnvöld lögðu í gær til að stjórn Norður-Kóreu yrði beitt refsiaðgerðum eftir að hún sprengdi kjarnorkusprengju neðanjarðar aðfaranótt mánudags. George W. Meira

Ritstjórnargreinar

10. október 2006 | Leiðarar | 434 orð

Bati með umdeilanlegum meðulum

Aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að lækka matarverð eru augljóslega veruleg búbót fyrir heimilin í landinu. Afnám vörugjalda er löngu tímabært. Þau eru tímaskekkja og engin rök fyrir því hvernig þau eru lögð á. Meira
10. október 2006 | Leiðarar | 283 orð

Kórea skekur heiminn

Enn einu sinni valda atburðir á Kóreuskaga því að um allan heim hefur fólk ástæðu til að óttast meira um öryggi sitt í dag en í gær. Meira
10. október 2006 | Leiðarar | 210 orð

Nauðsynleg umræða

Í síðustu viku sýndi Kastljós sjónvarpsins fjóra þætti um geðlyf og virkni þeirra, sem Jóhanna Vilhjálmsdóttir tók saman og byggðust að töluverðu leyti á efni bókar eftir bandarískan blaðamann, Robert Whitaker að nafni, en bókin heitir Mad in America. Meira
10. október 2006 | Staksteinar | 241 orð | 1 mynd

Þátttaka í prófkjörum

Prófkjörsbaráttan er hafin í flestum kjördæmum. Það er mikilvægur þáttur í lýðræðisferlinu að almenningur fái tækifæri til að velja fólk á lista þeirra stjórnmálaflokka sem bjóða fram til Alþingis. Meira

Menning

10. október 2006 | Tónlist | 447 orð | 1 mynd

Angurvær Schubert

Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is HIN landskunna söngkona Rannveig Fríða Bragadóttir mun syngja á hádegistónleikum í Anima söngskóla og myndlistargalleríi á fimmtudaginn. Meira
10. október 2006 | Menningarlíf | 84 orð | 1 mynd

Bozzini-kvartettinn í Listasafninu

KANADÍSKI strengjakvartettinn Bozzini verður með tónleika í Listasafni Íslands kl. 20 í kvöld. Kvartettinn er sérstakur gestur Norrænna músíkdaga í ár en hann er heimsþekktur og hefur sérhæft sig í að leika fjölbreytta nútímatónlist. Meira
10. október 2006 | Menningarlíf | 1562 orð | 1 mynd

Breyttar áherslur Goethestofnunarinnar á Íslandi

Eftir Jón Gunnar Ólafsson jongunnar@mbl.is "REKSTUR Goethe-Zentrum var mjög dýr. Miklum fjármunum var varið í leigu á stóru húsnæði fyrir ofan Mál og menningu á Laugaveginum. Meira
10. október 2006 | Tónlist | 607 orð | 1 mynd

Draumar rætast

Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Toggi, eða Þorgrímur Haraldsson eins og mamma hans þekkir hann, sprettur fram sem fullskapaður tónlistarmaður á plötunni Puppy . Meira
10. október 2006 | Tónlist | 15 orð | 1 mynd

FL Group veðjar á íslenska tónlist

Höskuldur Ólafsson hoskuldur@mbl.is SÖNGVARINN Garðar Thór Cortes og From Nowhere Records í eigu Barða Jóhannssonar og Sigurðar Pálma Sigurbjörnssonar eru fyrstu verkefnin sem Tónvís, nýr fjárfestingarsjóður í eigu FL Group, fjárfestir í. Meira
10. október 2006 | Fólk í fréttum | 77 orð | 1 mynd

Fólk folk@mbl.is

Joseph Fiennes hefur tekið að sér hlutverk tónskáldsins Antonio Vivaldi í kvikmynd um ævi tónskáldsins sem byrjað verður að kvikmynda á næsta ári. Aðrir leikarar í myndinni verða m.a. Malcolm McDowell , Jacqueline Bisset og Zuleikha Robinson . Meira
10. október 2006 | Fólk í fréttum | 76 orð | 1 mynd

Fólk folk@mbl.is

Módel af geimskipinu Enterprise, úr sjónvarpsþáttunum Star Trek, seldist á uppboði fyrir sem svarar 40 milljónum króna, eða tuttugufalda þá upphæð sem vænst hafði verið fyrir það. Módelið var notað við gerð þáttaraðanna The Next Generation . Meira
10. október 2006 | Fólk í fréttum | 79 orð | 1 mynd

Fólk folk@mbl.is

Stórmynd David Lynch , Inland Empire , var frumsýnd í Bandaríkjunum á kvikmyndahátíðinni í New York sl. sunnudag. Kvikmyndin er þriggja klukkustunda löng og hefur fengið blendnar viðtökur gagnrýnenda. Meira
10. október 2006 | Fólk í fréttum | 109 orð | 1 mynd

Fólk folk@mbl.is

Fregnir herma að þær Eva Longoria og Nicolette Sheridan , sem fara með tvö aðalhlutverk í Aðþrengdum eiginkonum , hafi lent í hávaðarifrildi út af handtösku. Meira
10. október 2006 | Fólk í fréttum | 100 orð | 1 mynd

Fólk folk@mbl.is

Jeannik Littlefield , sem átti sæti í stjórn San Francisco-óperunnar á árunum 1977-1992, hefur gefið óperunni 35 milljónir dollara, tæpa 2,5 milljarða ÍSK. Hún sagði að gjöfin ætti að tryggja óperunni bjarta framtíð. Meira
10. október 2006 | Fólk í fréttum | 49 orð | 1 mynd

Fólk folk@mbl.is

Kvikmyndahátíðin í Mar Del Plata í Argentínu stendur fyrir yfirlitssýningu á kvikmyndum Hrafns Gunnlaugssonar . Hátíðin er nú haldin í þriðja sinn og fer fram dagana 20.-29. október. Meira
10. október 2006 | Leiklist | 233 orð | 1 mynd

Hestar eru fallegar skepnur

Leikstjóri: Sigrún Sól Ólafsdóttir. Höfundur tónlistar: Pálmi Sigurhjartarson. Leikmynd: Linda Stefánsdóttir. Búningar: Myrra Leifsdóttir. Lýsing: Arnar Ingvarsson. Hestaþjálfarar og knapar: Karen Líndal Marteinsdóttir og Berglind Rósa Guðmundsdóttir. Meira
10. október 2006 | Kvikmyndir | 208 orð | 2 myndir

Hryllingshúsið stelur fyrsta sætinu

TEIKNIMYNDIN Monster House skaust beint á toppinn um helgina og velti þar með úr fyrsta sætinu kvikmyndinni Talladega Nights . Meira
10. október 2006 | Kvikmyndir | 657 orð | 1 mynd

Hvað kom fyrir Oliver Stone?

Leikstjórn: Oliver Stone. Aðahlutverk: Nicolas Cage, Maria Bello, Michael Pena, Maggie Gyllenhaal, Michael Shannon. Meira
10. október 2006 | Menningarlíf | 78 orð | 1 mynd

Jonathan Richman spilar í Iðnó

SÖNGVARINN, gítarleikarinn og lagasmiðurinn Jonathan Richman spilar í Iðnó annað kvöld ásamt trommuleikaranum Tommy Larkins. Meira
10. október 2006 | Leiklist | 347 orð | 1 mynd

Leiklist á erindi til allra

LEIKLIST fyrir alla er yfirskriftin á námskeiði sem leikarinn, leikstjórinn og kennarinn Inga Bjarnason fer af stað með nú í vikunni. Námskeiðið er ætlað öllum sem vilja kynnast undirstöðuatriðum leiklistar og þjálfast í því að koma fram og flytja... Meira
10. október 2006 | Menningarlíf | 114 orð

Ný stjórn Listahátíðar í Reykjavík

NÝ STJÓRN Listahátíðar í Reykjavík var skipuð 4. október, en stjórn hátíðarinnar er skipuð til tveggja ára í senn. Fráfarandi fulltrúi borgarstjóra og formaður stjórnar, Halldór Guðmundsson, hefur verið í stjórn frá árinu 2000 og víkur nú úr stjórninni. Meira
10. október 2006 | Fólk í fréttum | 369 orð | 1 mynd

"Framtíðin er í okkar í höndum"

Eftir Flóka Guðmundsson floki@mbl.is FRIÐARSTYRKUR í nafni John Lennon og Yoko Ono var afhentur í Höfða í Reykjavík í gær. Meira
10. október 2006 | Menningarlíf | 81 orð | 1 mynd

Rokk og ról í 50 ár á Íslandi

ÞAÐ verður örugglega líf og fjör, og rokk og ról, í Salnum í kvöld og á morgun, en þá verður því fagnað að um þessar mundir eru liðin fimmtíu ár frá því að rokkmúsík fór fyrst að heyrast í íslensku útvarpi og á skemmtistöðum hérlendis. Meira
10. október 2006 | Menningarlíf | 73 orð | 1 mynd

Schumann-ljóð með Finni Bjarnasyni

FINNUR Bjarnason tenór kemur fram ásamt Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur píanóleikara á hádegistónleikum í Íslensku óperunni á morgun. Þetta eru fyrstu hádegistónleikar vetrarins. Finnur og Anna Guðný flytja ljóð eftir Robert Schumann á tónleikunum. Meira
10. október 2006 | Kvikmyndir | 226 orð | 1 mynd

Scorsese slær eigið aðsóknarmet

KVIKMYND Martin Scorsese The Departed sem frumsýnd var nú um helgina í Bandaríkjunum fór beint á toppinn yfir vinsælustu kvikmyndir í kvikmyndahúsum vestanhafs um helgina. Meira
10. október 2006 | Fjölmiðlar | 187 orð | 1 mynd

Sjónvarp í útvarpi

FRÉTTIR tróna efst á vinsældalista þess efnis sem berst á öldum ljósvakans yfir land og lýð. Ein snjallasta ákvörðun ráðamanna sjónvarpsfréttastofanna var að koma því til leiðar að útvarpa sjónvarpsfréttatímunum. Meira
10. október 2006 | Menningarlíf | 505 orð | 2 myndir

Sumarið er tíminn

Nú er Jazzhátíð Reykjavíkur nýyfirstaðin og geggjarar landsins hafa flestir fengið sinn skammt í einni lotu. Umræða hefur farið af stað um hátíðina og þykir mörgum sem dregið hafi úr slagkraftinum. Meira
10. október 2006 | Menningarlíf | 207 orð | 1 mynd

Tate Modern breytt í leikvöll

BELGÍSKI myndlistarmaðurinn Carsten Höller á heiðurinn af nýjustu sýningunni í Unilever-sýningarröðinni í Tate Modern-safninu í London, sem opnuð verður í dag. Meira
10. október 2006 | Tónlist | 364 orð | 1 mynd

Unnið með arfinn

Lögin eru ýmist þjóðlög eða þá frumsamin af Ingólfi Steinssyni. Stundum fellir hann þjóðvísur að eigin lögum. Eitt lagið er eftir föður Ingólfs, Stein Stefánsson. Hljóðfæraleikarar og söngvarar eru Ingólfur Steinsson, Steingrímur Guðmundsson, Lárus H. Meira
10. október 2006 | Tónlist | 458 orð | 1 mynd

Örvæntingarfullur kraftur

Sýnið tillitssemi, ég er frávik, geislaplata hljómsveitarinnar Ælu. Meðlimir sveitarinnar eru Hafþór, Halli Valli, Sveinn Helgi og Ævar. Lög og textar eru eftir Ælu, nema Óður til hinna guðdómlegu neanderdalsmanna, þar er texti eftir H.G.N. og Ælu. Meira

Umræðan

10. október 2006 | Aðsent efni | 845 orð | 1 mynd

Aftur til fortíðar?

Eftir Þór Whitehead: "Þótt Kjartan telji sér nú henta að verja ofbeldisverk og fyrirætlanir kommúnista á Íslandi vegna málflutnings síns í símhlerunarmálinu svonefnda, samræmist það illa uppgjöri hans sjálfs við fortíð íslenskrar sósíalistahreyfingar." Meira
10. október 2006 | Aðsent efni | 606 orð | 1 mynd

Barnabætur orðnar að láglaunabótum

Jóhanna Sigurðardóttir skrifar um tillögur Samfylkignarinnar um barnabætur: "Tillögur Samfylkingarinnar um barnabætur sem nú liggja fyrir Alþingi munu gjörbreyta stöðu fjölda barnafólks." Meira
10. október 2006 | Aðsent efni | 794 orð | 1 mynd

Geðsjúkir eru fólk og fólk hefur rétt til að velja

Benedikt Gestsson fjallar um Fountain House og Klúbbinn Geysi: "Fyrir þann sem stríðir við geðsjúkdóm og öðlast sjálfstæði og vitund um ábyrga afstöðu í tengslum við sjúkdóm sinn opnast leið til virkrar þátttöku í samfélaginu." Meira
10. október 2006 | Aðsent efni | 253 orð | 1 mynd

Háskólinn í Keflavík?

Halldór Jónsson viðrar hugmyndir um nýtingu húsnæðis á Keflavíkurflugvelli: "Á Keflavíkurflugvelli hefur losnað mikið húsnæði undanfarið. Offíséraklúbburinn gæti verið veglegur stúdentakjallari. Alls kyns mötuneytisbyggingar og skemmur er þarna að finna. Vandaðar blokkir bíða eftir því að vera breytt í stúdentagarða." Meira
10. október 2006 | Aðsent efni | 219 orð

Í dag skulum við leggja við hlustir

Í DAG beinist athygli okkar að alþjóðageðheilbrigðisdeginum sem að þessu sinni ber yfirskriftina "Vaxandi vitund - aukin von. Saman drögum við úr sjálfsvígum". Meira
10. október 2006 | Aðsent efni | 431 orð | 1 mynd

Klúbburinn Geysir

Óðinn Einisson skrifar í tilefni af alþjóðlega geðheilbrigðisdeginum: "Það er frábært að sjá hversu margir hafa blómstrað er þeir uppgötva hvers þeir eru megnugir." Meira
10. október 2006 | Aðsent efni | 550 orð | 1 mynd

Nú er mál að linni

Guðfinna Lilja Gröndal fjallar um aðgengi sjúklinga að hjartalæknum: "Hvernig er hægt að réttlæta það að þeir sem þurfa á þjónustu hjartalækna að halda verði að flækjast á milli stofnana til þess að fá fyrirgreiðslu?" Meira
10. október 2006 | Aðsent efni | 650 orð | 1 mynd

Ný sátt um matvælaverð

Guðna Ágústsson skrifar um lækkun matarverðs: "Samkvæmt hugmyndum og útreikningum Samfylkingarinnar þarf verð til íslenskra bænda að lækka um 73,4 %, slík lækkun myndi í sumum tilvikum þýða að afurðaverð til bænda á Íslandi yrði einungis 1/3 af afurðaverði bænda í Danmörku." Meira
10. október 2006 | Aðsent efni | 506 orð | 1 mynd

Veldu þér viðhorf

Ingibjörg Hrönn Ingimarsdóttir í tilefni af Alþjóðageðheilbrigðisdeginum: "Fólk með geðfötlun þarf stuðning í búsetu, atvinnuþátttöku og allri samfélagsþátttöku og þarf á talsmanni að halda..." Meira
10. október 2006 | Velvakandi | 390 orð | 1 mynd

velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Mál að bölbænum linni DREKKJA, drekkja, drekkja. Fyrirfara. Aftaka. Fallöxi. Lík. Unglingar í hræðilegum tölvuleik eða öfgafullir ofsatrúarmenn? Nei, ekki aldeilis, þetta eru vel upplýstir Íslendingar á 21 öldinni. Meira
10. október 2006 | Aðsent efni | 822 orð | 1 mynd

Vilji til verka í málefnum geðsjúkra

Auður Axelsdóttir skrifar um málefni geðfatlaðra: "Fordómar og útskúfun geta hindrað möguleika á bata..." Meira
10. október 2006 | Aðsent efni | 266 orð

Þjóðaratkvæði um miðhálendið

Í ÁGÆTU Reykjavíkurbréfi leggur ritstj. Mbl. til að þau deilumál sem nú rísa hæst, þ.e. um virkjanir og stóriðju, verði leyst í almennum atkvæðagreiðslum. M.a. Meira

Minningargreinar

10. október 2006 | Minningargreinar | 2271 orð | 1 mynd

Bára Guðnadóttir

Bára Guðnadóttir fæddist á Hellu 18. febrúar 1951. Hún andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 29. september síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Guðni Jónsson, f. 24. september 1927, og Þórunn Jónasdóttir, f. 27. september 1931. Meira  Kaupa minningabók
10. október 2006 | Minningargreinar | 193 orð | 1 mynd

Einar Þorláksson

Einar Þorláksson fæddist í Reykjavík 19. júní 1933. Hann lést á LSH í Fossvogi 28. september síðastliðinn og var útför hans gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík 6. október. Meira  Kaupa minningabók
10. október 2006 | Minningargreinar | 295 orð | 1 mynd

Guðmundur Kristján Gíslason

Guðmundur Kristján Gíslason bóndi frá Höfða í Dýrafirði fæddist þar 25. febrúar 1910. Hann lést á Sjúkrahúsi Ísafjarðar að morgni 23. september síðastliðins og var jarðsunginn frá Mýrarkirkju í Dýrafirði 29. september. Meira  Kaupa minningabók
10. október 2006 | Minningargreinar | 819 orð | 1 mynd

Guðný Laxdal

Guðný Laxdal fæddist í Tungu á Svalbarðsströnd 13. desember 1925. Hún lést á líknardeild Landakotsspítala í Reykjavík 29. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Laxdal, f. 1898, d. 1992, og Hulda Jónsdóttir, f. 1905, d. 1989. Meira  Kaupa minningabók
10. október 2006 | Minningargreinar | 569 orð | 1 mynd

Henning Þorvaldsson

Henning Þorvaldsson fæddist á Þórsnesi í Eyjafirði 26. apríl 1943. Hann lést á heimili sínu, Hamrabyggð 14, 24. september síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hafnarfjarðarkirkju. Meira  Kaupa minningabók
10. október 2006 | Minningargreinar | 343 orð | 1 mynd

Sigrún Magnúsdóttir

Sigrún Kristín Magnúsdóttir fæddist á Ísafirði 3. júní 1946. Hún andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 21. september síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Langholtskirkju 3. október. Meira  Kaupa minningabók
10. október 2006 | Minningargreinar | 1378 orð | 1 mynd

Svanhvít Svava Sigurðardóttir

Svanhvít Svava Sigurðardóttir fæddist í Þinghól í Hvolhreppi á Rangárvöllum 12. júlí 1914. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Eir sunnudaginn 1. október. Foreldrar hennar voru Jóhanna Jónsdóttir, f. í Götu í Hvolhreppi 1. júlí 1884, d. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

10. október 2006 | Sjávarútvegur | 163 orð

Erfitt í rækjunni

ALLS voru starfandi 11 rækjuvinnslur á landinu um þetta leyti í fyrra og hafði þeim þá fækkað um þrjár frá árinu á undan. Þá var fyrirséð að fækkun verksmiðja héldi áfram og nú eru 7 rækjuvinnslur starfandi. Meira

Viðskipti

10. október 2006 | Viðskiptafréttir | 320 orð

Avion framlengir tilboð sitt í Atlas

AVION Group hefur framlengt tilboð sitt í allt hlutafé kanadíska félagsins Atlas Cold Storage Income Trust. Þetta er í annað sinn sem Avion framlengir tilboð sitt. Tilboð Avion átti að renna út síðastliðinn föstudag, hinn 6. Meira
10. október 2006 | Viðskiptafréttir | 78 orð

Engar formlegar viðræður um sameiningu

MAREL og Stork Food Systems hafa átt í óformlegum viðræðum um hugsanlegt nánara samstarf, en engar formlegar viðræður eru í gangi um sameiningu . Þetta kemur fram í tilkynningu sem Marel sendi frá sér í gær. Meira
10. október 2006 | Viðskiptafréttir | 59 orð

Enn hækkar vísitalan

VIÐSKIPTI í Kauphöllinni í gær námu rúmum 25 milljörðum króna. Hækkaði úrvalsvísitalan um 0,63% og endaði í 6.418 stigum . Mestu hlutabréfaviðskipti voru með bréf Actavis Group fyrir tæpa 1,4 milljarða. Meira
10. október 2006 | Viðskiptafréttir | 231 orð | 1 mynd

Gefur út samúræjabréf

Eftir Sigurhönnu Kristinsdóttur sigurhanna@mbl.is KAUPÞING banki mun á næstunni ganga frá útgáfu samúræjabréfa, en svo kallast skuldabréf sem erlendir aðilar gefa út í jenum í Japan. Meira

Daglegt líf

10. október 2006 | Daglegt líf | 426 orð | 1 mynd

Ávextir og grænmeti í árbít

Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl. Meira
10. október 2006 | Daglegt líf | 275 orð | 1 mynd

Foreldrar eiga að vita hvað börnin eru að gera

Margir foreldrar vita lítið um það hvernig dagar eigin barna líða, hvað viðkemur sms- og netnotkun. Á vef Aftenposten er sagt frá því hvernig hægt er að fylgjast betur með og nokkur ráð sem foreldrum er bent á að gefa börnum sínum. Meira
10. október 2006 | Daglegt líf | 229 orð | 1 mynd

Heymæðin hamin

HEYMÆÐISJÚKLINGAR geta farið að anda léttar í orðsins fyllstu merkingu því nú er útlit fyrir að bólusetning við kvillanum sé í höfn. Vísindamenn telja að nýja bóluefnið geti leyst hefðbundin ofnæmislyf af hólmi. Meira
10. október 2006 | Daglegt líf | 700 orð | 2 myndir

Hreyfivandi hrjáir 10-15% barna

Rannsóknir sýna að 10-15% barna eigi við hreyfivanda að etja. Í daglegu tali eru þessi börn kölluð "klunnar", en hreyfivandi getur haft keðjuverkun á marga aðra þætti, s.s. á félags- og málþroska. Meira
10. október 2006 | Daglegt líf | 91 orð

Kartöflulagið nýja

Sigrún Haraldsdóttir yrkir "Haustljóð úr Þykkvabænum" og tekur fram að það sé spennuljóð. Óviðbúin, ung og smá, upp af svefni hrekkur. Leiftursnöggt um ljósa brá leikur kaldur trekkur. Þrýstin, rauðeygð, þvæld og stygg, þakin moldarsalla. Meira
10. október 2006 | Daglegt líf | 335 orð | 2 myndir

SELFOSS

Fagrir haustlitir setja svip sinn á Selfoss þessa dagana. Sérstakur andblær fylgir alltaf haustinu sem á sína lykt sem fylgir því þegar hitinn fer niður undir frostmark og jarðargróðurinn sendir frá sér sína sérstöku angan. Meira
10. október 2006 | Daglegt líf | 156 orð

Snyrtivörur í hófi á meðgöngu

ÞUNGAÐAR konur og nýbakaðar mæður vita ekki nægilega mikið um áhrif efna og efnasambanda í vörum sem þær nota. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar sem Berlingske Tidende greinir frá. Meira
10. október 2006 | Daglegt líf | 192 orð | 1 mynd

Tedrykkja gegn streitu

ALLT bendir nú til þess að tedrykkja komi ró á hugann og dragi úr streitu, samkvæmt nýlegri rannsókn við University College í Lundúnum. Alls tóku 75 karlmenn þátt í rannsókninni. Meira
10. október 2006 | Daglegt líf | 467 orð | 3 myndir

Töff tíska undan Eyjafjöllum

Eftir Unni H. Jóhannsdóttur uhj@mbl.is Fríða Jónsdóttir er kona sem ekki situr auðum höndum og er óhrædd við að framkvæma það sem hugur hennar stendur til. Meira
10. október 2006 | Daglegt líf | 457 orð | 1 mynd

Upprennandi nikkustelpa

Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Mér finnst alls konar tónlist skemmtileg en ég hafði engan sérstakan áhuga á að fara í tónlistarskóla fyrr en vinkona mín fór að læra á hljóðfæri, þá langaði mig líka. Meira

Fastir þættir

10. október 2006 | Árnað heilla | 25 orð | 1 mynd

árnað heilla ritstjorn@mbl.is

Gullbrúðkaup | Í dag, 10. október, eiga 50 ára hjúskaparafmæli hjónin Vera Einarsdóttir og Einar Jónsson, Laugarnesvegi 89, Reykjavík. Þau eyða deginum í faðmi... Meira
10. október 2006 | Fastir þættir | 160 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Stungu forðað. Meira
10. október 2006 | Í dag | 48 orð | 1 mynd

Hjónakvöld í Bústaðakirkju

Á þriðjudagskvöldið 10. okt. kl. 20 verður hjónakvöld í Bústaðakirkju. Þar mun Kolbrún Björk Ragnarsdóttir fjalla um samskiptin í hjónabandinu og kenna okkur á hvern hátt við getum náð einlægari samskiptum og átakaminni samræðum. Meira
10. október 2006 | Fastir þættir | 589 orð | 3 myndir

Hnífjafnt í Elista

23. september-10. október 2006 Meira
10. október 2006 | Í dag | 542 orð | 1 mynd

Maðurinn og skáldið Þórbergur

Soffía Auður Birgisdóttir fæddist í Reykjavík 1959. Hún lauk stúdentsprófi frá MH 1980, cand.mag. prófi í íslenskum bókmenntum frá HÍ 1989 og stundaði framhaldsnám í bókmenntafræði í Bandaríkjunum í 4 ár. Meira
10. október 2006 | Í dag | 25 orð

Orð dagsins: Látið Krist ríkja í hjörtum yðar, því að til friðar voruð...

Orð dagsins: Látið Krist ríkja í hjörtum yðar, því að til friðar voruð þér kallaðir sem limir í einum líkama. Verið þakklátir. (Kól. 3, 15. Meira
10. október 2006 | Fastir þættir | 82 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

Staðan kom upp á sterku alþjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu á eynni Mön í Írlandshafi. Pólski stórmeistarinn Piotr Bobras (2535) hafði hvítt gegn Tatiönu Kononenko (2387) frá Úkraínu. 43. Dxg5+!! og svartur gafst upp þar sem hann verður mát eftir... Meira
10. október 2006 | Í dag | 127 orð

Spurt er... dagbok@mbl.is

1 Jón Hjaltason hæstaréttarlögmaður er með elstu mönnum sem flutt hafa mál fyrir Hæstarétti Íslands. Hversu gamall er hann? 2 Icelandair verður væntanlega selt á næstunni. Hvað banki tryggði söluna á fyrirtækinu? Meira
10. október 2006 | Fastir þættir | 243 orð | 1 mynd

Sveit Eyktar langefst í Deildakeppninni

Þegar deildakeppin er hálfnuð hefir sveit Eyktar tekið afgerandi forystu, hlotið 137 stig. Sveitin hefir unnið 6 af sjö leikjum, þar af tvo með fullnaðarsigri eða 25 stigum og aðeins tapað einum leik með 12 gegn 18. Meira
10. október 2006 | Í dag | 132 orð | 1 mynd

Sýningarlok á Café Karólínu og Karólínu Restaurant

Síðustu forvöð eru að sjá sýningu Lindu Bjarkar Óladóttur á Café Karólínu en henni lýkur þriðjudaginn 10. október. Linda sýnir hér litlar koparætingar þrykktar á grafíkpappír og ýmiskonar pappír. Meira
10. október 2006 | Í dag | 55 orð | 1 mynd

Sýning Soffíu í Gallerí Fold

Soffía Sæmundsdóttir er með sýninguna Rætur í Gallerí Fold til 22. október. Soffía er með MFA gráðu frá Mills College. Hún útskrifaðist úr MHÍ 1991 og frá Kunstschule í Vín 1985. Soffía hefur haldið margar einkasýningar hér á landi, í Noregi og Belgíu. Meira
10. október 2006 | Fastir þættir | 279 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Það er í tísku að birta ljósmyndir af blaðamönnum í íslenskum dagblöðum nú um stundir, bæði í Morgunblaðinu og öðrum blöðum. Meira

Íþróttir

10. október 2006 | Íþróttir | 143 orð | 1 mynd

Anna Lísa komst ekki áfram á Englandi

CECILIA Ekelundh frá Svíþjóð sigraði á Opna enska meistaramótinu á Chart Hills-vellinum á Evrópumótaröð kvenna í golfi um liðna helgi en þetta er þriðji sigur hennar á mótaröðinni í ár. Meira
10. október 2006 | Íþróttir | 223 orð | 1 mynd

Birgir í 88. sæti á styrkleikalistanum

BIRGIR Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, endaði í 88. sæti á styrkleikalista Áskorendamótaraðarinnar í golfi (Challenge Tour) á þessu ári en keppnistímabilinu lauk hjá Birgi á sunnudaginn í Frakklandi. Meira
10. október 2006 | Íþróttir | 272 orð

Björgvin og Petkevicius verja mest

BJÖRGVIN Gústafsson, markvörður Fram, og Egidijus Petkevicius, fyrrverandi markvörður Framliðsins, sem stendur nú á milli stanganna hjá HK, eru þeir markverðir sem hafa varið flest skot í úrvalsdeildinni í handknattleik karla, DHL-deildinni, eftir tvær... Meira
10. október 2006 | Íþróttir | 454 orð | 1 mynd

Björgvin Þór og Gusic skora mest

ÞEGAR tvær umferðir eru búnar í úrvalsdeild karla í handknattleik, DHL-deildinni, hafa tólf leikmenn skorað meira en tíu mörk í tveimur leikjum með liðum sínum. Meira
10. október 2006 | Íþróttir | 423 orð | 3 myndir

Fólk sport@mbl.is

Franski landsliðsmaðurinn í körfuknattleik, Tony Parker , kunni vel við sig í heimalandinu á sunnudaginn í sýningarleik í Frakklandi með liði sínu San Antonio Spurs gegn Maccabi Tel Aviv frá Ísrael. Meira
10. október 2006 | Íþróttir | 418 orð | 3 myndir

Fólk sport@mbl.is

Lorena Ochoa frá Mexíkó sigraði á móti í heimalandi sínu á sunnudaginn á bandarísku kvennamótaröðinni, LPGA, og er þetta í fyrsta sinn sem hún sigrar á LPGA-móti í Mexíkó. Meira
10. október 2006 | Íþróttir | 355 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Barcelona hefur hug á að tryggja sér argentíska markvörðinn Oscar Ustari, 20 ára, frá Independiente. Arsenal hefur einnig haft augastað á Ustari. Uppselt er á leik Brasilíumanna og Ekvadora sem mætast í vináttuleik í Stokkhólmi í Svíþjóð í kvöld. 34. Meira
10. október 2006 | Íþróttir | 272 orð | 1 mynd

Harrington lék vel með írska auðmanninum

PADRAIG Harrington frá Írlandi sigraði á Alfred Dunhill Links-meistaramótinu í golfi á sunnudaginn á Evrópumótaröðinni en lokahringur mótsins fór fram á St. Andrews. Meira
10. október 2006 | Íþróttir | 287 orð

Helgi vill fara frá Fram

Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is HELGI Sigurðsson, fyrirliði Framara, hefur óskað eftir því við forráðamenn félagsins að fá að yfirgefa félagið en hann sneri heim úr atvinnumennskunni í byrjun árs og samdi við Fram til tveggja ára. Meira
10. október 2006 | Íþróttir | 335 orð | 1 mynd

Listi yfir bestu knattspyrnumenn heims

ALÞJÓÐLEG samtök atvinnuknattspyrnumanna, FIFPro, hafa gefið út lista sem hefur að geyma nöfn 55 knattspyrnumanna sem eiga möguleika á að hljóta nafnbótina leikmaður ársins 2006 hjá samtökunum og þá verður lið ársins valið úr leikmannahópnum. Meira
10. október 2006 | Íþróttir | 219 orð | 1 mynd

Ljungberg verður ekki með Svíum

FREDRIK Ljungberg, fyrirliði sænska landsliðsins og leikmaður Aresnal, verður fjarri góðu gamni þegar Svíar leika við Íslendinga á Laugardalsvellinum á miðvikudaginn. Meira
10. október 2006 | Íþróttir | 213 orð | 1 mynd

Margrét einu marki á eftir Ásthildi

Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði 21. mark sitt fyrir íslenska A-landsliðið í knattspyrnu þegar Ísland tapaði naumlega fyrir Bandaríkjunum, 2;1, í æfingaleik í Virginíu í Bandaríkjunum í fyrrakvöld. Meira
10. október 2006 | Íþróttir | 284 orð

Mæta Haukar gömlum samherjum?

ALLS eru það þrjú handknattleikslið, sem íslenskir handknattleiksmenn leika með, sem geta dregist á móti Haukum í 3. umferð EHF-keppninnar þegar dregið verður í höfuðstöðvum Handknattleikssambands Evrópu í Vín í dag. Meira
10. október 2006 | Íþróttir | 147 orð | 1 mynd

Ólafur Örn í stað Kára

Ólafur Örn Bjarnason var í gær kallaður inn í íslenska landsliðshópinn í knattspyrnu fyrir leikinn gegn Svíum í undankeppni EM sem fram fer á Laugardalsvellinum annað kvöld. Meira
10. október 2006 | Íþróttir | 435 orð | 1 mynd

Reglurnar of strangar

"REGLURNAR hjá Lagerbäck eru strangar. Meira
10. október 2006 | Íþróttir | 91 orð | 1 mynd

Öflugt lið Svía mætt til leiks

Sænska landsliðið í knattspyrnu kom til landsins síðdegis í gær en annað kvöld leiða Íslendingar og Svíar saman hesta sína í undankeppni Evrópumótsins á Laugardalsvelli. Meira

Ýmis aukablöð

10. október 2006 | Blaðaukar | 929 orð | 6 myndir

Að snerta, skapa og endurvinna

Snælandsskóli er umhverfisvænn skóli og það kemur inn í nám barnanna á öllum stigum og felst m.a. í endurnýtingu. Hildur Loftsdóttir hitti krakka í 2. bekk sem eru duglegir að endurvinna með því að föndra ásamt kennaranum sínum Valgerði Sigurðardóttur. Meira
10. október 2006 | Blaðaukar | 270 orð | 4 myndir

Bútasaumur í minningateppum

Austurblokin heitir bútasaumsklúbbur sem að sögn Birnu Guðmundsdóttur textílkennara hefur ekkert með pólitík að gera, þrátt fyrirnafnið. Meira
10. október 2006 | Blaðaukar | 95 orð | 2 myndir

Frímerkjasöfnun er vinsæl

Það hefur lengi verið vinsælt tómstundagaman að safna frímerkjum - og líka góð fjárfesting í sumum tilvikum. Meira
10. október 2006 | Blaðaukar | 168 orð | 1 mynd

Fröken Fix og trévörurnar

Á netinu er að finna síðu sem ber nafnið Fröken Fix. Þar er til sölu fjölbreytt úrval af máluðum og ómáluðum trévörum. Flestir hlutirnir eru með jólalegu yfirbragði núna. Meira
10. október 2006 | Blaðaukar | 60 orð | 1 mynd

Fyrir þá sem mála!

Í myndlistardeild Pennans í Hallarmúla er mikið úrval af myndlistarvörum fyrir listamanninn en þeir sem eru að byrja og hafa áhuga á að prófa sig áfram í myndlistinni ættu að nýta sér þessa pakka. Meira
10. október 2006 | Blaðaukar | 271 orð | 3 myndir

Föndur Garðheima

Við erum með margskonar föndur," segir Eva Huld Valsdóttir hjá Garðheimum. "Ég vil nefna "skrappvörum", það eru efniviður til að búa til myndaalbúm. Fólk tekur ljósmyndir og skreytir í kringum þær á ýmsa vegu. Meira
10. október 2006 | Blaðaukar | 449 orð | 3 myndir

Handavinnan í sókn

Hver man ekki eftir konum við útsaum og prjónaskap - og jafnvel einstaka karli líka. Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við Maríu Sigurðardóttur í hannyrðaversluninni Erlu um handavinnu veturins. Meira
10. október 2006 | Blaðaukar | 858 orð | 6 myndir

Hnýta flugur í skammdeginu

Þegar veiðitímabilinu fyrir sjóbirting lýkur 20. október safnast veiðifélagarnir saman til að hnýta flugur. Þetta er hálfgerður saumaklúbbur, segja bræðurnir Ævar og Magnús Ágústssynir, sem hnýtt hafa flugur í tæp fimmtán ár. Meira
10. október 2006 | Blaðaukar | 109 orð | 3 myndir

Keramik fyrir alla

Hjá Keramik fyrir alla er margt á boðstólum. "Fólk getur komið hingað og fengið stutta leiðsögn um aðferðir og málun keramiks," segir Guðrún K. Sigurðardóttir, eigandi fyrirtækisins. Meira
10. október 2006 | Blaðaukar | 981 orð | 1 mynd

Kimsleikir

Kimsleikir eru leikir sem þjálfa bæði athygli og minni og örva skynfærin. Nafnið á rætur sínar að rekja í bók eftir breska rithöfundinn Rudyard Kipling. Bókin fjallar um indverskan dreng að nafni Kim sem kemst í kynni við leynilögreglumann. Meira
10. október 2006 | Blaðaukar | 145 orð | 2 myndir

Korta- og skartgripagerð

Í versluninni Föndru eru gerð kort allt árið og mikill áhugi er á kortagerð. Þau algengustu eru þrívíddarkort, stimpluð kort, "embossing", þ.e. upphleyptur pappír, og nú er líka kennt að mála á kort. Meira
10. október 2006 | Blaðaukar | 101 orð | 1 mynd

Leirvörur til að mála

Leirmunir eru með elstu framleiðsluvörum heimisins, leirker frá gömlum menningarþjóðum hafa fundist og þykja mörg hver dýrgripir. En á síðari árum hafa Íslendingar lagt sitt af mörkum. Meira
10. október 2006 | Blaðaukar | 372 orð | 1 mynd

Litlir listafingur

Við slógumst í för með tveimur fjögurra ára listamönnum, þeim Kára Tómasi Haukssyni og Halldóru Elínu Einarsdóttur. Þau fóru ásamt foreldrum sínum í sandfjöruna hjá Geldinganesi og söfnuðu þar efni til að föndra úr. Meira
10. október 2006 | Blaðaukar | 101 orð | 1 mynd

Panduro Hobby-vörur á Íslandi

Oddi skrifstofuvörur hefur nýlega gert samning við Panduro Hobby um dreifingu og sölu á föndurvörum þeirra. Mesta úrvalið af vörunum verður til að byrja með í verslun Odda í Borgartúni 29. Meira
10. október 2006 | Blaðaukar | 108 orð | 1 mynd

Pappírsföndur og glerblómagerð

ÞAÐ er gaman að fá útrás fyrir sköpunargleðina með því að föndra skartgripi, stofustáss eða tækifæriskort. Meira
10. október 2006 | Blaðaukar | 254 orð | 2 myndir

Perluprjónar handstúkur á úlnliði

Það eru um tvö ár síðan ég fór að prjóna handstúkur á úlnliðina," segir Sigríður Huld Sveinsdóttir sem þegar hefur pjónað fjölda slíkra sem væntanlega koma að góðu gagni nú þegar tekið er að vetra. En hvering er þetta gert? Meira
10. október 2006 | Blaðaukar | 49 orð | 1 mynd

Rósaleppaprjón

Hjá Sölkuforlagi er að koma út bók eftir Hélén Magnússon sem heitir Rósaleppaprjón og er hugmyndin á bak við bókina rósaleppar sem voru áður fyrr notaðir í skó. Hélén er búin að færa þetta til nútímans og er bókin einstaklega falleg. Meira
10. október 2006 | Blaðaukar | 529 orð | 4 myndir

Sauma ekki ámálaðar myndir!

Það eru ekki margir karlar sem sauma út, en þeir geta þetta eins og kvenfólkið - Jón Þór Jónsson gefur kvenkyns útsaumurum ekkert eftir, myndir hans eru listavel saumaðar. Meira
10. október 2006 | Blaðaukar | 108 orð | 2 myndir

Skartgripir Perlukafarans

Hjá Perlukafaranum í Hjartaverndarhúsinu í Kópavogi er til margvíslegt efni til skartgripagerðar. "Þetta er sérverslun með efni í skartgripagerð. Meira
10. október 2006 | Blaðaukar | 387 orð | 3 myndir

Skipamódel eru vinsæl

Við sérhæfum við okkur í módelum. Við erum með plastmódel, tréskipamódel og fjarstýrð módel," segir Kristný Björnsdóttir hjá Tómstundahúsinu. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.