Greinar föstudaginn 31. ágúst 2007

Fréttir

31. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 38 orð

4 bílar í árekstri

TVEIR voru fluttir á slysadeild með minni háttar áverka eftir fjögurra bíla árekstur á Höfðabakka, á móts við Húsgagnahöllina, á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Að sögn lögreglu var um aftanákeyrslur að ræða en nánari tildrög liggja ekki... Meira
31. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 83 orð

66,5 milljóna munur á tilboðum

ÞRJÚ fyrirtæki skiluðu tilboðum vegna gegnumlýsingarbúnaðar fyrir gáma sem Tollstjórinn í Reykjavík hyggst kaupa. Hæsta tilboð hljóðaði upp á um 181 milljón króna en lægsta boð var 66,5 milljón krónum lægra. Meira
31. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 286 orð | 2 myndir

Athugasemdir of seint fram komnar

NÝLEGAR athugasemdir um niðurrif hússins Hafnarstrætis 98, eða Hótels Akureyrar, og byggingu nýs húss á lóðinni eru heldur seint fram komnar, að mati Jóns Inga Cæsarssonar, formanns skipulagsnefndar Akureyrarbæjar. Meira
31. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 80 orð

Auglýsa mannvirki

Mannvirki bækistöðvar Atlantshafsbandalagsins, NATO, í Hvalfirði verða auglýst til sölu á næstu dögum, að sögn Baldurs Guðlaugssonar, ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu. Meira
31. ágúst 2007 | Erlendar fréttir | 217 orð | 1 mynd

Ártíðar Díönu minnst

London. AFP. | Í dag er þess minnst að tíu ár eru liðin frá dauða Díönu Bretaprinsessu og af því tilefni verður haldin minningarathöfn um hana í miðborg London. Meira
31. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 331 orð | 1 mynd

Boranir auka líkur á álveri

Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is BORUN í holu númer 4 á Þeistareykjum lauk um sl. helgi og að sögn Tryggva Finnssonar, formanns Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga, er talið víst að hún sé öflugasta hola sem boruð hafi verið á svæðinu til þessa. Meira
31. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 391 orð | 1 mynd

Byggja höll þar sem tónlistin mun hljóma

Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Reykjanesbær | Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur heimilað Eignarhaldsfélaginu Fasteign hf. að hefja framkvæmdir við endurbætur á félagsheimilinu Stapa og viðbyggingu fyrir tónlistarskóla og poppminjasafn. Meira
31. ágúst 2007 | Erlendar fréttir | 36 orð | 1 mynd

Byrjar afplánun

NORSKI auðkýfingurinn Kjell Inge Røkke hóf í gær að afplána 30 daga dóm fyrir að hafa mútað embættismanni árið 2001. Fékk Røkke að hefja afplánun degi fyrr en til stóð til að losna við ágang... Meira
31. ágúst 2007 | Erlendar fréttir | 105 orð | 1 mynd

Efasemdir um málatilbúnað

RÚSSNESKIR saksóknarar hafa sleppt úr haldi tveimur mönnum, sem handteknir voru vegna morðsins á blaðakonunni Önnu Polítkovskaju. Þá er þriðji maðurinn ekki lengur talinn tengjast málinu. Meira
31. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 132 orð

Einn af hverjum fimm óskráður

RÚMLEGA 2.000 ríkisborgarar frá hinum átta nýju Evrópusambandsríkjum eru ekki skráðir hjá Vinnumálastofnun, þótt þeir hafi sótt um íslenska kennitölu. Gerir Vinnumálastofnun ráð fyrir því að langmestur hluti fólksins sé hér við vinnu. Hátt í 10. Meira
31. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 58 orð | 1 mynd

Ekki fallist á tillögu Leiðar

SKIPULAGSSTOFNUN féllst ekki á tillögu Leiðar ehf. um matsáætlun svonefndrar Svínavatnsleiðar, vegar við Svínavatn í Húnavatnshreppi og Blönduósbæ. Er það m.a. gert í ljósi umsagna sveitarstjórna þessara hreppa – sem lögðust gegn tillögunni. Meira
31. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 95 orð | 1 mynd

Fjórði íslenski varaforsetinn

Fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, Hjálmar W. Hannesson sendiherra, hefur verið kjörinn einn af varaforsetum 62. allsherjarþings SÞ, en þingið hefst í næsta mánuði. Meira
31. ágúst 2007 | Erlendar fréttir | 151 orð | 1 mynd

Flokksbræður Craigs hvetja hann til að segja af sér

LARRY Craig, öldungadeildarþingmaður repúblikana fyrir Idaho í Bandaríkjunum, sem játaði á sig ósæmilega hegðun á karlaklósetti, einangrast meir og meir í sínum eigin flokki. Hafa nokkrir flokksbræður hans hvatt hann til að segja af sér sem þingmaður. Meira
31. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 532 orð | 1 mynd

Fornmenn voru heygðir í bátnum

Eftir Atla Vigfússon Þetta eru stór tíðindi í fornleifarannsóknum sumarsins," segir Adolf Friðriksson, forstöðumaður Fornleifastofnunar Íslands, þegar bátkuml fannst í gær á eyðibýlinu Litlu-Núpum í Aðaldal. Meira
31. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 110 orð | 1 mynd

Fullt hús hjá Eivöru

FÆREYSKA söngkonan Eivör Pálsdóttir hélt tónleika fyrir fullu húsi í Austurbæ í gærkvöldi. Tónleikarnir voru liður í Jazzhátíð í Reykjavík og lék Stórsveit Reykjavíkur undir hjá söngkonunni. Meira
31. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 135 orð | 1 mynd

Fullt í strætó á morgnana

GJALDFRJÁLS aðgangur fyrir framhalds- og háskólanema í strætisvagna er að slá í gegn, en fregnir herma að nú séu þeir fullsetnir alla morgna. Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó, staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið. Meira
31. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 226 orð | 1 mynd

Fyrsti kvenforsetinn

BJÖRG Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti, var í gær kjörin forseti lagadeildar Háskóla Íslands, fyrst kvenna. Björg tekur við af dr. Páli Sveini Hreinssyni, sem skipaður var hæstaréttardómari fyrr í vikunni. Meira
31. ágúst 2007 | Erlendar fréttir | 120 orð

Gleypa við SMS-lánum

MIKIL eftirspurn virðist vera eftir svokölluðum SMS-lánum í Danmörku en margir vara mjög alvarlega við lánastarfsemi af þessu tagi. Meira
31. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 930 orð | 1 mynd

Grunnskólanemar í framhaldsskólanámi

Eftir Gunnar Pál Baldvinsson gunnarpall@mbl.is Verulega hefur færst í vöxt síðustu ár að grunnskólanemendur taki áfanga í framhaldsskóla áður en þeir ljúka námi í grunnskólanum. Meira
31. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 216 orð | 1 mynd

Haldið upp á 75 ára vígsluafmæli

Siglufjörður | Liðin eru 75 ára frá vígslu Siglufjarðarkirkju. Haldið verður upp á tímamótin með hátíðarguðsþjónustu næstkomandi sunnudag, klukkan 14. Forveri þessarar kirkju var guðshús sem reist hafði verið árið 1890 niðri á Eyrinni. Meira
31. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 65 orð

Hannes Hlífar fremstur eftir þriðju umferð

HANNES Hlífar Stefánsson bar sigurorð af Braga Þorfinnssyni í 3. umferð Íslandsmótsins í skák í gær. Þá lauk skák Stefáns Kristjánssonar og Þrastar Þórhallssonar með jafntefli eftir æsispennandi viðureign. Meira
31. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 330 orð | 1 mynd

Heimild veitt til niðurrifs húsa við Laugaveg 4 og 6

Eftir Andra Karl andri@mbl.is BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sínum í gær að veita heimild til niðurrifs húsanna á Laugavegi 4 og 6 auk nýbyggingar á lóðunum. Meira
31. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 233 orð | 1 mynd

Icelandair segir upp á sjöunda tug starfsmanna

Eftir Andra Karl og Jón Pétur Jónsson ICELANDAIR hefur ákveðið að segja upp 25 flugmönnum og 39 flugfreyjum og -þjónum frá og með 1. desember nk. Að sögn upplýsingafulltrúa Icelandair munu uppsagnirnar ekki hafa áhrif á áætlunarflug. Meira
31. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 1585 orð | 2 myndir

Íslendingar öfundsverðir af Landgræðslu ríkisins

Gróðureyðing og eyðimerkurmyndun eru hægfara umhverfisógn, stuðla að loftslagsbreytingum og valda um 30% af losun gróðurhúsalofttegunda. Meira
31. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 161 orð | 1 mynd

Korpúlfsstaðavöllur verður stækkaður í 27 holur

BORGARRÁÐ Reykjavíkur samþykkti á fundi í síðustu viku að ganga að samningi við Golfklúbb Reykjavíkur um afmörkun lands undir golfvöllinn á Korpúlfsstöðum. Völlurinn verður 27 holur eftir stækkunina, en er nú 18. Meira
31. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 121 orð

Kærir árásarmanninn

KNATTSPYRNUDÓMARINN sem varð fyrir líkamsárás eftir leik í utandeildinni á þriðjudagskvöld hefur ákveðið að kæra árásarmanninn. "Það er búið að gera lögregluskýrslu. [... Meira
31. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 39 orð

Lóðum úthlutað við Hádegismóa

BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sínum í gær að úthluta Bakarameistaranum ehf., Límtré Vírneti ehf. og Léttkaupum ehf. byggingarrétti á lóðum við Hádegismóa 1, 3 og 9, með nánar ótilgreindum skilmálum. Meira
31. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 104 orð

Lýsa stuðningi við bæjarstjóra

Forystumenn Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir lýsa stuðningi við Jónmund Guðmarsson bæjarstjóra og segjast harma þá aðför, sem gerð hafi verið að bæjarstjóranum í DV. Meira
31. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 600 orð | 3 myndir

Mannlífið á Selfossi fái að blómstra í nýjum miðbæ

Eftir Unu Sighvatsdóttur unas@mbl.is "ÞAÐ er mannlífið sem skapar miðbæinn, ekki einhver steinsteypa," segir Guðmundur Sverrisson, talsmaður Miðbæjarfélagsins sem mótmælt hefur fyrirhuguðum framkvæmdum í miðbæ Selfoss. Meira
31. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 308 orð | 1 mynd

Meiri peningar í viðhald

BREYTINGAR eru fyrirhugaðar á stjórnkerfi borgarinnar sem að sögn Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar borgarstjóra miða að því að efla vægi umhverfisins við rekstur borgarlandsins og mótun samgöngumannvirkja. Meira
31. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 185 orð | 1 mynd

Meistari Jakob sunginn á mörgum tungumálum

Reykjanesbær | Lagið Meistari Jakob var sungið á mörgum tungumálum við setningu menningar- og fjölskylduhátíðarinnar Ljósanætur í gær. Meira
31. ágúst 2007 | Erlendar fréttir | 583 orð | 1 mynd

Mengunin ógnar kínversku samfélagi

ENGIN dæmi eru um, að ríki hafi iðnvæðst án þess að því hafi fylgt mikil mengun og umhverfisskaði, sem langan tíma getur tekið að bæta úr. Iðnvæðingarsprengingin í Kína á sér hins vegar ekkert fordæmi í sögunni og mengunin er óskapleg. Meira
31. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 92 orð | 1 mynd

Minna af hrefnu á svæðum við landið

FÆRRI hrefnur virðast halda sig á ákveðnum svæðum við Ísland, samkvæmt því sem kemur fram í bráðabirgðaniðurstöðu úr hvalatalningum í sumar. Meira
31. ágúst 2007 | Erlendar fréttir | 61 orð | 1 mynd

Mótmæla misskiptingu í Chile

EFNT var til fjölmennra mótmæla í Santiago, höfuðborg Chile, á miðvikudag og er þetta í fyrsta sinn sem stjórn sósíalistans Michele Bachelet þarf að fást við umtalsverðar aðgerðir af því tagi en hún tók við embætti fyrir tveim árum. Meira
31. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 273 orð | 1 mynd

Nemendur flýta náminu

Eftir Gunnar Pál Baldvinsson gunnarpall@mbl.is DEILUR um styttingu náms til stúdentsprófs úr 4 árum í 3 fóru vart fram hjá neinum. Meira
31. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 145 orð | 1 mynd

Nýjar hlaupaleiðir í Brúarhlaupi Selfoss

Selfoss | Brúarhlaup Selfoss fer fram nk. laugardag. Að venju er boðið upp á 5 og 10 km hjólreiðar og 2,5 km, 5 km, 10 km hlaup og hálfmaraþon. Það verða allir ræstir á Ölfusárbrú, hjólreiðar kl. 11, hálfmaraþon kl. 11.30 og aðrar vegalengdir kl. 12. Meira
31. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 195 orð | 1 mynd

Ný tillaga fyrir Glaðheima í deiglunni

KÓPAVOGSBÆR mun á næstunni auglýsa tillögu til breytinga á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins vegna svonefnds Glaðheimasvæðis. Meira
31. ágúst 2007 | Erlendar fréttir | 124 orð | 1 mynd

Olían gælir við 74 dollara fyrir fatið á heimsmarkaði

OLÍUVERÐ á heimsmarkaði hækkaði í gær, aðallega vegna minni eldsneytisbirgða í Bandaríkjunum en einnig vegna þess, að verð á hlutabréfum hefur hækkað eftir mikla ókyrrð að undanförnu. Meira
31. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 149 orð

Phil Woolas fagnar ákvörðun Einars K.

PHIL Woolas, umhverfisráðherra Bretlands, fagnar mjög ákvörðun Einars K. Guðfinnssonar landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra frá 24. ágúst síðastliðnum, um að úthluta ekki nýjum hvalveiðikvótum fyrir næsta ár. Meira
31. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 148 orð | 1 mynd

Primera Air flýgur beint

Á MORGUN, föstudag, flýgur flugvél frá Primera Air í fyrsta sinn í beinu flugi frá Akureyrarflugvelli með farþega á vegum Heimsferða til Rhodos á Grikklandi. Farþegar í þessu jómfrúrflugi eru nemendur MA á leið í útskriftarferð sína. Meira
31. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 880 orð | 1 mynd

"Erum að berjast gegn mannréttindabrotum"

Karlar sem beita maka sína ofbeldi verða að taka ábyrgð á eigin gjörðum eigi þeir að geta fundið leið út úr ofbeldinu. Þetta kom fram á ráðstefnunni Karlar til ábyrgðar. Meira
31. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 113 orð | 1 mynd

Reynisfjörureki

Mýrdalur | Tunglfisk rak á Reynisfjöru fyrir um þremur vikum. Ragnar Indriðason, bóndi í Görðum í Mýrdal, sem fann fiskinn taldi að hann hefði verið í kringum hundrað kíló á þyngd og góðan metra á lengd. Meira
31. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 103 orð | 1 mynd

Ræðir hlutverk Vg í flokksráði

TVEGGJA daga flokksráðsfundur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs hefst í dag en fundurinn er haldinn á Hótel Flúðum. Katrín Jakobsdóttir, varaformaður flokksins, setur fundinn kl. 17 og síðan mun Steingrímur J. Meira
31. ágúst 2007 | Erlendar fréttir | 215 orð

Sharif hyggst snúa aftur til Pakistans

London. AP, AFP. | Nawaz Sharif, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, tilkynnti í gær að hann hygðist snúa heim úr útlegð til að reyna að koma í veg fyrir að Pervez Musharraf yrði endurkjörinn forseti landsins. Meira
31. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 84 orð | 1 mynd

Sigurlín M. Sigurðard. | 30. ágúst Textun og 202 þúsund Ég gat nú vart...

Sigurlín M. Sigurðard. | 30. ágúst Textun og 202 þúsund Ég gat nú vart orða bundist þegar ég las frétt á visir.is í gær um að afborgun af bíl útvarpsstjóra RUV ohf. væri 202 þúsund á mánuði. Meira
31. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 254 orð | 1 mynd

Sigur Rós leikur á magnaða skó

Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is FYRIR nokkrum árum samdi Sigur Rós tónlist við ballett eftir hinn heimskunna danshöfund Merce Cunningham sem fluttur var í New York við góðar undirtektir. Meira
31. ágúst 2007 | Erlendar fréttir | 89 orð | 1 mynd

Síðustu gíslarnir frjálsir

SJÖ Suður-Kóreumenn, sem talíbanar í Afganistan höfðu í gíslingu, voru í gær látnir lausir og er gíslatökunni þar með lokið. Alls tóku talíbanar á sínum tíma 23 s-kóreska gísla sem störfuðu að mannúðarmálum á vegum kristinna safnaða í heimalandi sínu. Meira
31. ágúst 2007 | Erlendar fréttir | 30 orð

Sjúkrahússmit

MIKIÐ hneyksli er hugsanlega í uppsiglingu í Hollandi. Óttast er, að um 500 manns hafi smitast í sumar af lifrarbólgu eða alnæmi á sjúkrahúsi. Er ástæðan sögð galli í... Meira
31. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 120 orð | 1 mynd

Skátadagur í Laugardal

SKÁTAFÉLÖGIN í Reykjavík halda á morgun, laugardaginn 1. september, Skátadag við Þvottalaugarnar í Laugardalnum. Skátafélögin mæta kl. 11 og setja daginn með fánaathöfn. Skátar munu síðan tjalda tjöldum og standa fyrir skátaverkefnum allan daginn. Meira
31. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 67 orð | 1 mynd

Skrautlegur leikhússtjóri

GUÐJÓN Pedersen, leikhússtjóri Borgarleikhússins, brá á leik fyrir ljósmyndara Morgunblaðsins í gær í tilefni af því að fyrsta frumsýning leikhússins fer fram annað kvöld. Meira
31. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 397 orð | 1 mynd

Stjórnendur OR vilja hlutafélagavæðingu

Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is "Í FYRSTA lagi teljum við frekar vafasamt að núverandi fyrirkomulag standist lög, þ.e. Meira
31. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 1042 orð | 3 myndir

Stuðningurinn frá Íslandi skiptir börnin öllu máli

Eftir Arndísi Þórarinsdóttur arndis@mbl.is Pakistan hefur verið mikið í umræðunni síðustu vikur og mánuði, og sjaldnast af góðu. Stjórnkerfið rambar á barmi upplausnar og öfgatrúuðum múslímum lýstur reglulega saman við herinn í landinu. Meira
31. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 217 orð | 1 mynd

Styrkir til rannsókna á jarðvarma og skógrækt

Eftir Gunnar Gunnarsson Fljótsdalur | Þrjú verkefni hlutu styrk úr rannsóknarsjóði Fljótsdalshrepps og Landsbanka Íslands. Tvö verkefni fengu aðalstyrk, þrjú hundruð þúsund krónur, en eitt verkefni aukastyrk, fimmtíu þúsund kr. Meira
31. ágúst 2007 | Erlendar fréttir | 181 orð

Sumarsnjór í tísku

Moskva. AFP. | Sumarsnjór er nýjasta tískufyrirbærið meðal auðuga fólksins í Moskvu, borg sem er þekkt fyrir nístandi vetrarkulda. Meira
31. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 132 orð | 1 mynd

Sviðsstjóri í utanríkisráðuneyti

ÁKVEÐIÐ hefur verið að Gréta Gunnarsdóttir taki við starfi sviðsstjóra alþjóða- og öryggissviðs utanríkisráðuneytisins og kemur hún til starfa í byrjun október, segir í frétt frá ráðuneytinu. Meira
31. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 258 orð | 1 mynd

Sýning á verkum Nínu

Hvolsvöllur | Sýning á verkum Nínu Sæmundsson stendur yfir í Sögusetrinu á Hvolsvelli. Árni Mathiesen fjármálaráðherra opnaði sýninguna síðastliðinn laugardag en hún stendur til 22. september. Meira
31. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 425 orð | 1 mynd

Sögufrægt og fornt höfuðból til sölu

Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is HÖFUÐBÓLIÐ Grund í Eyjafirði hefur verið auglýst til sölu. Lárus L. Blöndal, hæstaréttarlögmaður hjá Almennu lögfræðistofunni sf., annast sölu jarðarinnar. Meira
31. ágúst 2007 | Erlendar fréttir | 26 orð

Taugaveikismit

Æ OFTAR koma upp taugaveikitilfelli í Bretlandi og segja læknar ástæðuna þá, að fólk ferðist til hinna ýmsu afkima veraldarinnar án þess að láta sprauta... Meira
31. ágúst 2007 | Erlendar fréttir | 127 orð | 1 mynd

Tugir mafíumanna handteknir

ÍTALSKA lögreglan handtók í gær yfir þrjátíu menn í illræmdri mafíufjölskyldu sem talin er hafa staðið á bak við morð á sex Ítölum í þýsku borginni Duisburg fyrir hálfum mánuði. Eru morðin rakin til illdeilna innan fjölskyldunnar. Meira
31. ágúst 2007 | Erlendar fréttir | 40 orð

Tvisvar þríbura

ÞAU hjónin Victoria og Tim Lasita áttu þríbura í maí í fyrra en langaði þó til að eiga eitt barn enn. Það kom í heiminn í gær ásamt tveimur systkinum, sem sagt aðrir þríburar. Það þýðir 300 bleiuskipti á... Meira
31. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 226 orð | 1 mynd

Verðlaunaskipulag í Urriðaholti

SKIPULAG Urriðaholts í Garðabæ er komið í lokaúrslit LivCom verðlaunanna sem eru alþjóðleg umhverfisverðlaun, veitt með stuðningi Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Meira
31. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 116 orð

Vildi láta hræða son sinn

LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út að heimili síðdegis á miðvikudag vegna ungs pilts sem neitaði að láta af tölvunotkun. Meira
31. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 700 orð | 2 myndir

Vísbendingar um fækkun hrefnu við landið

Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is SVO virðist sem þéttleiki hrefnu hafi minnkað á ákveðnum svæðum hér við land samkvæmt bráðabirgða niðurstöðu úr hvalatalningum í sumar. Meira
31. ágúst 2007 | Innlendar fréttir | 213 orð

Yfirlýsing frá minnihluta borgarstjórnar

MORGUNBLAÐINU barst eftirfarandi í gær: "Fyrir stjórnarfundi Orkuveitu Reykjavíkur sem boðaður er kl. 13 e.h. liggur fyrir tillaga um hlutafélagavæðingu fyrirtækisins. Meira

Ritstjórnargreinar

31. ágúst 2007 | Leiðarar | 785 orð

Ísland og Nató

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra sagði í ræðu á málþingi um norðurpólssvæðið í fyrradag að Ísland yrði að axla nýja ábyrgð innan Atlantshafsbandalagsins og taka aukinn þátt í nýjum verkefnum innan þess. Meira
31. ágúst 2007 | Staksteinar | 189 orð | 1 mynd

Ólund hér og þar

Það má finna í ýmsum hornum Sjálfstæðisflokksins, að nú þegar nýjabrumið er farið af samstarfinu við Samfylkinguna þykir sjálfstæðismönnum það samstarf ekki sérlega skemmtilegt. Meira

Menning

31. ágúst 2007 | Kvikmyndir | 107 orð | 1 mynd

Brimandi mörgæsir

ÞAÐ ku vera staðreynd að mörgæsir hafi fyrstar þeyst um á brimbrettum. Teiknimyndin Surf's Up fer með áhorfandann að tjaldabaki í einni áhættusömustu samkeppni allra tíma: heimsmeistaramóti mörgæsa í brimbrettareið. Meira
31. ágúst 2007 | Leiklist | 1054 orð | 2 myndir

Dragdrottning Íslands

Eftir Ásgeir H. Ingólfsson asgeirhi@mbl.is "Blær er búin að fylgja mér lengi – það er eins og Silvía Nótt sem fylgir Ágústu Evu. Hún er dálítil tík, veit hvað hún vill og er algjör glamúrgella – svolítil Paris Hilton. Meira
31. ágúst 2007 | Myndlist | 76 orð | 1 mynd

Einar Falur gerir æskuárunum skil

SÝNINGIN AFTUR, Ljósanætursýning Listasafns Reykjanesbæjar, verður opnuð í dag. Um er að ræða ljósmyndir eftir Einar Fal Ingólfsson þar sem hann gerir æskuár sín í Keflavík að myndefni. Meira
31. ágúst 2007 | Fólk í fréttum | 135 orð | 1 mynd

Eins og í gamaldags íslensku útvarpsleikriti

* Guðmundur Steingrímsson , pistlahöfundur, tónlistarmaður og pólitíkus hefur tekið upp fyrri bloggiðju nú þegar líður að vetri. Meira
31. ágúst 2007 | Fólk í fréttum | 399 orð | 2 myndir

Góður fiskur eða gott kjöt?

Það var með nokkurri tilhlökkun sem ég tróð föggum mínum niðrí tösku nú fyrir sléttri viku. För var heitið til Lundúna, en þangað hafði ég aldrei áður komið. Meira
31. ágúst 2007 | Fólk í fréttum | 371 orð | 1 mynd

Hera Hilmarsdóttir og Tinna Hrafnsdóttir

Að þessu sinni hlotnast tveimur ungum leikkonum sá heiður að vera aðalsmenn vikunnar. Þær eiga það sameiginlegt að leika stór hlutverk í Veðramótum, nýrri kvikmynd sem frumsýnd verður 7. september. Þá eru þær báðar dætur leikstjóra, þeirra Hilmars Oddssonar og Hrafns Gunnlaugssonar. Meira
31. ágúst 2007 | Leiklist | 481 orð | 1 mynd

Hláturinn er meðal

Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl. Meira
31. ágúst 2007 | Bókmenntir | 246 orð | 1 mynd

Íslenskastur allra íslenskra barnabókahöfunda

MÁLÞINGIÐ Ástin til landsins og hafsins fer fram á Höfn í Hornafirði á morgun. Meira
31. ágúst 2007 | Tónlist | 414 orð | 1 mynd

Lab of Love kemur út í Japan

Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is JAPAN er næsti viðkomustaður hljómsveitarinnar Skakkamanage með plötuna Lab of Love sem kom út hér á landi seinasta haust. Meira
31. ágúst 2007 | Fólk í fréttum | 105 orð | 1 mynd

Landafræðin flækist fyrir mörgum

* Myndband eitt á Youtube, sem sýnir frá kostulegu svari Ungfrú Suður-Karolínu í fegurðarsamkeppni sem fram fór í Bandaríkjunum á dögunum, fer eins og eldur um sinu um netheima þessa dagana. Meira
31. ágúst 2007 | Myndlist | 87 orð | 1 mynd

Leitaði efniviðar í byggðarsafninu

Í SUÐSUÐVESTRI verður opnuð í dag sýning Unnars Arnars J. Auðarsonar, Coup d'Etat. Unnar hefur leitað sér efniviðar í Byggðarsafni Reykjanesbæjar og á sýningunni má sjá brotabrot úr sögu bæjarins setta í nýtt samhengi. Meira
31. ágúst 2007 | Myndlist | 217 orð | 1 mynd

Litríkt og hressandi

Eftir Sverri Norland sverrirn@mbl.is GRAFÍSKI hönnuðurinn Hólmsteinn Ö. Kristjánsson, öðru nafni Holmes, opnar á morgun klukkan 15 sýninguna HRESSANDI! í Gallerí CRUSH á Laugavegi 28. Meira
31. ágúst 2007 | Fólk í fréttum | 238 orð | 1 mynd

Málaði á klúta

VISKASTYKKI skreytt áprentuðum myndum eftir van Gogh má eflaust finna í mörgum eldhúsum. Sjaldgæfari eru aftur á móti viskastykki sem listamaðurinn sjálfur málaði á. Meira
31. ágúst 2007 | Tónlist | 70 orð | 1 mynd

Mikið um að vera á Djasshátíð

Á NASA í kvöld kl. 22 munu nokkrir af helstu gítarleikurum þjóðarinnar koma saman ásamt bandarísku goðsögninni Larry Coryell. Meira
31. ágúst 2007 | Fólk í fréttum | 67 orð | 1 mynd

Musik Zoo ná nýjum svalheita-hæðum

* Ef marka má orðið á götunni er það álit tónlistaráhugamanna að hljómsveitin Musik Zoo sé að verða sú svalasta í bænum og ganga sumir svo langt að segja að viðlík svalheita-sveit hafi ekki sést síðan Bubbleflies var og hét. Meira
31. ágúst 2007 | Dans | 30 orð

Röng dagskrá á vefnum

UPPLÝSINGAR sem teknar voru af vefsíðu Nútímadanshátíðar í fyrradag og birtust í Morgunblaðinu í gær reyndust vera rangar. Beðist er velvirðingar á því. Rétta dagskrá má finna á vefsíðunni... Meira
31. ágúst 2007 | Kvikmyndir | 151 orð | 1 mynd

Séra martröð

SÉRA Frank fengi trúlega ekki umfjöllun í Brúðkaupsþættinum Já. Þessi sérkennilegi kirkjunnar maður er í aðalhutverki í gamanmyndinni License to Wed sem frumsýnd er hér á landi í dag. Meira
31. ágúst 2007 | Tónlist | 590 orð | 1 mynd

Spennandi heimildarmyndir á RIFF

UM helmingur þeirra heimildarmynda sem sýndar verða á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í lok september er bandarískur, en í flokknum eru einnig myndir frá Belgíu, Danmörku, Kína og Búlgaríu svo eitthvað sé talið. Meira
31. ágúst 2007 | Fólk í fréttum | 126 orð | 2 myndir

Sungu saman Sumarást

ÁSTARLAGAKYRJARINN James Blunt hefur nú sungið dúet með fyrrverandi kærustu sinni Paris Hilton. Þau sungu Grease-slagarann "Summer Lovin" í afmælispartíi bikiníhönnuðarins Dian Jenkins í Malibu um síðustu helgi. Meira
31. ágúst 2007 | Tónlist | 84 orð | 2 myndir

Tvær stjörnur undir regnhlíf

SÓPRANSÖNGKONAN Arndís Halla Ásgeirsdóttir opnaði kvikmyndahátíðina í Feneyjum í gærkvöldi með frumsömdu lagi sínu, "Ovation", við mikinn fögnuð viðstaddra. Meira
31. ágúst 2007 | Myndlist | 394 orð | 2 myndir

Vits er þörf þeim er víða ratar

Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is GREINT var frá því í gær að verk eftir Finn Arnar Arnarson myndlistarmann muni prýða Háskólatorg Háskóla Íslands í framtíðinni. Meira
31. ágúst 2007 | Myndlist | 907 orð | 1 mynd

Vídd tungumálsins

Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Ég vinn með tungumál. Ég byrja á því að vinna með texta sem stundum er hægt að kalla ljóð en er sjálfsagt nýtt ljóðaform. Síðan bý ég til texta út frá ákveðnum aðstæðum. Meira

Umræðan

31. ágúst 2007 | Bréf til blaðsins | 343 orð

Bókmenntir í Gullsmára

Frá Stefáni Friðbjarnarsyni: "LESHÓPUR Félags eldri borgara í Kópavogi hefur starfað í félagsheimilinu Gullsmára frá haustinu 2003. Eldri borgarar koma saman í Gullsmáranum fyrsta þriðjudagskvöld hvers vetrarmánaðar. Gestahöfundur kemur í heimsókn á flestar samverur." Meira
31. ágúst 2007 | Aðsent efni | 281 orð | 1 mynd

Bull um sjávarútvegsstefnu ESB

Andrés Pétursson er ósammála skoðunum Gabriel Stein sem komu fram á ráðstefnu nýlega: "Það er margbúið að sýna fram á að aðeins íslensk fiskveiðiskip fengju kvóta í íslenskri lögsögu við inngöngu í ESB." Meira
31. ágúst 2007 | Velvakandi | 422 orð | 1 mynd

dagbók velvakandi

31. ágúst 2007 | Blogg | 87 orð | 1 mynd

Elín Arnar | 30. ágúst Kveðja frá Köben Nú er ég komin til...

Elín Arnar | 30. ágúst Kveðja frá Köben Nú er ég komin til Kaupmannahafnar og búin ad hreiðra um mig á heimili bróður míns í Frederiksberg. Það er búið að vera mikið stuð hjá okkur en við erum bæði búin að steinliggja með flensu í tvo daga. Meira
31. ágúst 2007 | Blogg | 321 orð | 1 mynd

Guðbjörg Hildur Kolbeins | 29. ágúst Ferðaþjónustan Í júlímánuði var...

Guðbjörg Hildur Kolbeins | 29. ágúst Ferðaþjónustan Í júlímánuði var umfjöllun á Rás 2 um ferðamennsku hér á landi. Sérfræðingur benti á að ferðatengd þjónusta hefði sprottið upp hér og þar á landinu, án nokkurra styrkja, til að mæta þörfum ferðamanna. Meira
31. ágúst 2007 | Bréf til blaðsins | 405 orð

Ljósanótt – fjölskylduhátíð í Reykjanesbæ

Frá Rannveigu Einarsdóttur: "LJÓSANÓTT í Reykjanesbæ hefur verið fastur liður um árabil og er nú haldin í áttunda sinn. Hátíðarhöldin hafa ávallt farið vel fram og lífgað upp á líf bæjarbúa og þeirra sem sækja Reykjanesbæ heim til að gera sér glaðan dag." Meira

Minningargreinar

31. ágúst 2007 | Minningargreinar | 1699 orð | 1 mynd

Guðmundur Elías Árnason

Guðmundur Elías Árnason fæddist í Hafnarfirði 14. mars 1916. Hann lést á heimili sínu Hraunvangi 1, miðvikudaginn 15. ágúst. Foreldrar hans voru Árni Sigurðsson trésmiður og rafvirki, f. 1878, d. 1959 og Sylvía Jónína Ísaksdóttir, f. 1879, d. 1966. Meira  Kaupa minningabók
31. ágúst 2007 | Minningargreinar | 752 orð | 1 mynd

Guðmundur J. Kristjánsson

Guðmundur J. Kristjánsson fæddist í Reykjavík 8. ágúst 1921. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 22. ágúst sl. Foreldrar hans voru Þóranna Rósa Sigurðardóttir og Kristján Schram Guðjónsson. Meira  Kaupa minningabók
31. ágúst 2007 | Minningargreinar | 1034 orð | 1 mynd

Helga Indriðadóttir

Helga Indriðadóttir fæddist á Hömrum í Skagafirði 12. júlí 1922. Hún lést á dvalarheimilinu Höfða á Akranesi sunnudaginn 26. ágúst síðastliðinn. Helga var dóttir hjónanna Indriða Magnússonar, f. 25.2. 1890, d. 14.12. Meira  Kaupa minningabók
31. ágúst 2007 | Minningargreinar | 1288 orð | 1 mynd

Kristín Jósepsdóttir

Kristín Jósepsdóttir fæddist á Ísafirði 7. janúar 1945. Hún lést á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi 23. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jósep Ástráður Hálfdánarsson, f. 30.1. 1914, d. 21.12. 1962, og Sigríður María Gísladóttir, f. 9.1. Meira  Kaupa minningabók
31. ágúst 2007 | Minningargreinar | 1938 orð | 1 mynd

Kristján Sverrisson

Kristján Sverrisson fæddist í Reykjavik 14. maí 1961. Hann lést af völdum krabbameins föstudaginn 24. ágúst síðastliðinn á sjúkrahúsinu á Ísafirði. Foreldrar Kristjáns eru Sverrir Þorsteinsson og Guðný W. Ásgeirsdóttir. Meira  Kaupa minningabók
31. ágúst 2007 | Minningargreinar | 2161 orð | 1 mynd

Richard Talkowsky

Richard Ira Talkowsky fæddist í Newark, New Jersey, 17. febrúar 1953. Hann lést á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi 5. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sylvia Talkowsky, f. 21.6. 1922, d. 1.4. 1984, og Philip Talkowsky, fótaaðgerðafræðingur,... Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

31. ágúst 2007 | Sjávarútvegur | 440 orð | 1 mynd

Loðnuveiðar mega hefjast í haust

Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is Sjávarútvegsráðuneytið hefur að tillögu Hafrannsóknastofnunarinnar ákveðið að heimilt verði að hefja loðnuveiðar 1. nóvember 2007. Bráðabirgðakvóti fyrir komandi vertíð hefur verið ákveðinn 205 þús. Meira

Viðskipti

31. ágúst 2007 | Viðskiptafréttir | 86 orð

Áfram tap hjá Flögu

TAP Flögu Group eftir skatta nam rúmri milljón dollara á fyrstu sex mánuðum ársins, eða um 65 milljónum króna, borið saman við 1,2 milljónir dollara á sama tímabili í fyrra. Meira
31. ágúst 2007 | Viðskiptafréttir | 160 orð

Álagspróf FME þróuð frekar

Í NÝRRI skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) um Ísland segir að samvinna Fjármálaeftirlitsins (FME) við erlendar eftirlitsstofnanir hafi vaxið mikið í takt við aukin umsvif íslenskra fjármálafyrirtækja á erlendri grundu. Meira
31. ágúst 2007 | Viðskiptafréttir | 77 orð | 1 mynd

Bandaríska hagkerfið tekur við sér á ný

BANDARÍSKA hagkerfið óx um 4% á öðrum ársfjórðungi og er það meiri vöxtur en bráðabirgðatölur, sem birtar voru í júlí, bentu til. Hagvöxtur mældist hins vegar aðeins 0,6% á fyrsta ársfjórðungi. Meira
31. ágúst 2007 | Viðskiptafréttir | 81 orð

Fimmfaldur hagnaður

HAGNAÐUR Byrs sparisjóðs eftir skatta á fyrstu sex mánuðum þessa árs nam 4.342,5 milljónum króna samanborið við 698,5 milljónir á sama tíma í fyrra. Hagnaður eftir skatta jókst um 521,7% milli tímabila. Meira
31. ágúst 2007 | Viðskiptafréttir | 96 orð

Gengistap hjá Samson

SAMSON eignarhaldsfélag, sem m.a. á 41,37% hlut í Landsbankanum, tapaði 3,2 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins, borið saman við 12,1 milljarðs hagnað á sama tímabili í fyrra. Meira
31. ágúst 2007 | Viðskiptafréttir | 81 orð

Hagnaður N1 eykst mjög

HAGNAÐUR N1 hf. á fyrri helmingi ársins nam 839 milljónum króna samanborið við 266 milljóna króna tap á sama tímabili í fyrra. Veltufé frá rekstri nam 152 milljónum króna en var 567 milljónir fyrir sama tímabil á fyrra ári. Meira
31. ágúst 2007 | Viðskiptafréttir | 73 orð

Hækkanir í Kauphöll

HLUTABRÉF hækkuðu í verði í Kauphöll Íslands í gær eins og í öðrum evrópskum kauphöllum. Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,3% og var 8.197 stig við lokun markaða. Meira
31. ágúst 2007 | Viðskiptafréttir | 375 orð | 1 mynd

Samráðsbrot talin sérstaklega alvarleg

Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is NÝLEGAR breytingar á samkeppnislögum eiga að auðvelda einstaklingum og fyrirtækjum að koma fram og aðstoða samkeppnisyfirvöld við upplýsingu og rannsókn mála er varða brot á lögunum. Meira
31. ágúst 2007 | Viðskiptafréttir | 68 orð

Samrunar heimilaðir

SAMKEPPNISEFTIRLITIÐ telur að kaup Sparisjóðs Mýrarsýslu á Sparisjóði Siglufjarðar og Sparisjóði Ólafsfjarðar muni ekki raska samkeppni og því mun eftirlitið ekki aðhafast frekar vegna þessara samruna. Var eftirlitinu tilkynnt um þessi kaup í maí sl. Meira
31. ágúst 2007 | Viðskiptafréttir | 206 orð | 1 mynd

Stórt sambankalán Exista

EXISTA hefur gengið frá sambankaláni að upphæð 500 milljóna evra (um 43 milljarða króna) og er lánið óveðtryggt. Því er ætlað að endurfjármagna eldri lán. Meira
31. ágúst 2007 | Viðskiptafréttir | 77 orð | 1 mynd

Vill frjálsa og virka samkeppni

STJÓRNVÖLD hafa fullan hug á að styrkja Samkeppniseftirlitið enn frekar en það hefur eflst verulega undanfarin misseri, að sögn Björgvins G. Sigurðssonar viðskiptaráðherra. Meira

Daglegt líf

31. ágúst 2007 | Daglegt líf | 204 orð

Bragaþing á Blönduósi

Árlegt Landsmót hagyrðinga verður haldið í félagsheimilinu á Blönduósi annað kvöld, laugardagskvöld, undir yfirskriftinni: Bragaþing á Blönduósi. Meira
31. ágúst 2007 | Daglegt líf | 337 orð | 2 myndir

Hausti fagnað Andlistmálun, dans, leikir, þrautir, hópsöngur...

Hausti fagnað Andlistmálun, dans, leikir, þrautir, hópsöngur, harmonikkuspil, kórsöngur, handverk og hljómsveit er meðal þess sem hægt verður að njóta á hverfahátíð á Miklatúni á laugardag. Meira
31. ágúst 2007 | Daglegt líf | 686 orð | 1 mynd

Huggulegt – en dýrt – stefnumót

Steingrímur Sigurgeirsson gagnrýnir veitingastaðinn Le Rendez-vous sem er við Klapparstíg. Le Rendez-vous ** Klapparstíg 38 Pöntunarsími: 517 0078 Meira
31. ágúst 2007 | Daglegt líf | 1195 orð | 4 myndir

Hvað er kyssilegra en berjabláar varir í vænni laut?

Eitt af því sem gerir síðsumarið heillandi er berjatínsla í hlíðum og lautum. Móðir jörð er gjöful og full ástæða til að taka ávöxtum hennar fagnandi og búa til gómsæti sem minnir á sumarið í munni um veturinn. Meira
31. ágúst 2007 | Daglegt líf | 66 orð | 1 mynd

Klæði fyrir ferfætlinga

PÚÐLUHUNDURINN Ginger stillir sér upp hjá flíkum frá Fifi and Romeo, fyrirtæki í Los Angeles sem sérhæfir sig í hundaklæðum fyrir þá ríku og frægu, en sýning á flíkunum var haldin í Tókýó í Japan á dögunum. Meira
31. ágúst 2007 | Daglegt líf | 773 orð | 2 myndir

Vélin er aðallega fyrir kaffinörda

Það verður ekki amalegt að fá sér kaffibolla hjá Kaffitári í Reykjanesbæ á Ljósanótt. Guðbjörg R. Guðmundsdóttir forvitnaðist um nýja og rándýra kaffivél sem dregur víst með eindæmum fram sérkenni kaffibaunarinnar. Meira
31. ágúst 2007 | Daglegt líf | 317 orð | 1 mynd

víkverji skrifar | vikverji@mbl.is

Er Víkverji spókaði sig í Kringlunni í gær blöstu við hönum sex andlitsmyndir í yfirstærð á útibúi Glitnis. Þarna voru m.a. þekkt andlit úr auglýsingum bankans sem höfða eiga til námsmanna. T.d. Meira

Fastir þættir

31. ágúst 2007 | Árnað heilla | 34 orð | 1 mynd

60 ára afmæli. Á morgun, laugardaginn 1. september verður Brynjar M...

60 ára afmæli. Á morgun, laugardaginn 1. september verður Brynjar M. Valdimarsson kennari sextugur. Af því tilefni mun hann og fjölskylda hans taka á móti gestum í Vinabæ, Skipholti 33, kl. 19.30 þann... Meira
31. ágúst 2007 | Fastir þættir | 205 orð

BRIDS - Guðm. Sv. Hermannsson | gummi@mbl.is

Örugg leið. Meira
31. ágúst 2007 | Í dag | 407 orð

Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofa er opin kl. 9-16.30. Leikfimi kl...

Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofa er opin kl. 9-16.30. Leikfimi kl. 8.30. Bingó kl. 14. Árskógar 4 | Baðþjónusta kl. 9-16, smíðastofa opin kl. 9-16.30, bingó kl. 13.30 bingó (2. og 4. föstudag í mán.). Meira
31. ágúst 2007 | Fastir þættir | 54 orð | 1 mynd

Héldu starfsmannafund í bíósalnum

Nýsköpunarmiðstöð tók til starfa um síðustu mánaðamót en hún varð til með sameiningu Iðntæknistofnunar og Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins. Meira
31. ágúst 2007 | Í dag | 392 orð | 1 mynd

Lykill að tækifærum

Magnús Sigurðsson fæddist 1957 og ólst upp í Lundarreykjadal í Borgarfirði. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum að Laugarvatni 1976 og MA-gráðu í þýsku sem erlendu máli og almennum málvísindum frá Heidelbergháskóla 1983. Meira
31. ágúst 2007 | Í dag | 15 orð

Orð dagsins: Vaknið því, þér vitið eigi, hvaða dag Drottinn yðar kemur...

Orð dagsins: Vaknið því, þér vitið eigi, hvaða dag Drottinn yðar kemur. (Matth. 24, 42. Meira
31. ágúst 2007 | Fastir þættir | 186 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 d6 5. O-O Bd7 6. c3 Rf6 7. He1 Be7 8. d4 O-O 9. d5 Rb8 10. Bc2 c6 11. Rxe5 dxe5 12. d6 Bg4 13. dxe7 Dxe7 14. Dd3 Rbd7 15. Rd2 Hfd8 16. Rf1 Be6 17. Rg3 Rf8 18. Df3 Re8 19. Be3 Dc7 20. Rf5 f6 21. h4 Rd6 22. b3 Kh8 23. Meira
31. ágúst 2007 | Í dag | 46 orð

Skemmtanir Vélsmiðjan Akureyri | Hljómsveitin Von Leikur fyrir dansi um...

Skemmtanir Vélsmiðjan Akureyri | Hljómsveitin Von Leikur fyrir dansi um helgina föstud. og laugard. Húsið opnað kl. 22, frítt inn til miðnættis. Uppákomur Menningarmiðstöð Hornafjarðar | Menningarmiðstöð Hornafjarðar efnir til Hafnarrölts kl. 13-23. Meira
31. ágúst 2007 | Í dag | 110 orð | 1 mynd

Spurter... ritstjorn@mbl.is

1 Þjóðminjavörður hefur áhyggjur af gömlum húsum. Hver er þjóðminjavörður? 2 Viðskipta- og hagfræðideild HÍ býður upp á ókeypis fyrirlestra á þessu sviði. Hver er fyrirlesarinn? Meira
31. ágúst 2007 | Í dag | 215 orð | 1 mynd

Við viljum morgunsjónvarp!

Sjónvarpsmarkaðurinn hér á landi er nokkuð sérstakur og markast verulega af yfirburðum Sjónvarpsins í Efstaleiti undanfarna fjóra áratugi. Einkasjónvarpsstöðvarnar hafa breytt þessari flóru, til allrar hamingju, og náð að vekja risann af værum blundi. Meira

Íþróttir

31. ágúst 2007 | Íþróttir | 121 orð

Ari hetjan hjá Häcken

ARI Freyr Skúlason var hetja sænska 1. deildar liðsins Häcken í gærkvöld þegar það lagði skoska 1. deildar liðið Dunfermline, 1:0, í UEFA-bikarnum í knattspyrnu og vann sér þar með sæti í aðalkeppninni. Fyrri leiknum í Skotlandi lauk með jafntefli, 1:1. Meira
31. ágúst 2007 | Íþróttir | 240 orð | 1 mynd

Birgir og Clarke eru jafnir

BIRGIR Leifur Hafþórsson er í 76.-97. sæti að loknum fyrsta keppnisdegi á Johnnie Walker-meistaramótinu í golfi á sem fram fer á Gleneagles-vellinum í Skotlandi. Birgir fékk fugl á 18. flöt í gær og lék hann á pari vallar, eða 73 höggum. Birgir lék 2. Meira
31. ágúst 2007 | Íþróttir | 1064 orð | 2 myndir

Draumamark

Peter Gravesen skoraði tvö gegn HK sem er enn í fallhættu Meira
31. ágúst 2007 | Íþróttir | 1092 orð | 3 myndir

Eitt stig dugði Frömurum til að fara upp um eitt sæti

FRAMARAR náðu einu stigi þegar þeir tóku á móti Keflavík í Landsbankadeildinni í gær. Það var Jónas Grani Garðarsson sem tryggði stigið, 2:2, með sínu tíunda marki í deildinni og er hann í harðri baráttu um Gullskóinn. Meira
31. ágúst 2007 | Íþróttir | 99 orð

Enn skorar Ármann

HORNFIRÐINGURINN Ármann Smári Björnsson skoraði í gær sitt fjórða mark fyrir Brann í jafnmörgum leikjum liðsins í UEFA-bikarnum í knattspyrnu. Norska félagið vann þá góðan útisigur, 4:3, á Suduva í Litháen og fylgdi eftir naumum heimasigri, 2:1. Meira
31. ágúst 2007 | Íþróttir | 470 orð | 1 mynd

Erfiðasta hlaupið á ferlinum

TYSON Gay frá Bandaríkjunum sigraði glæsilega í 200 metra hlaupi á HM í Japan í gær. Gay hljóp á 19,76 sekúndum sem er meistaramótsmet og er þetta annað gull Gay á mótinu en áður hafði hann sigrað með eftirminnilegum hætti í 100 metra hlaupinu. Meira
31. ágúst 2007 | Íþróttir | 153 orð

Fjölnismenn nálgast úrvalsdeildina

FJÖLNISMENN náðu í gærkvöldi níu stiga forskoti á Fjarðabyggð í baráttunni um þriðja sætið í 1. deild karla í knattspyrnu, sem gefur þátttökurétt í Landsbankadeildinni næsta sumar, með góðum 2:0 sigri á Njarðvík í Grafarvoginum í fyrsta leik 18. Meira
31. ágúst 2007 | Íþróttir | 427 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Hammarby frá Svíþjóð komst á ævintýralegan hátt í aðalkeppni UEFA-bikarsins í knattspyrnu í gærkvöld þegar Sebastian Eguren jafnaði gegn Fredrikstad í Noregi , 1:1, úr vítaspyrnu en þá var komið fram yfir venjulegan leiktíma. Meira
31. ágúst 2007 | Íþróttir | 416 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Garðar B. Gunnlaugsson tryggði Norrköping sigur á Öster , 1:0, í sænsku 1. deildinni í knattspyrnu í gærkvöld. Hann skoraði sigurmarkið á 53. mínútu og var útnefndur maður leiksins í leikslok. Stefán Þ. Meira
31. ágúst 2007 | Íþróttir | 282 orð | 1 mynd

Gríðarlega mikilvægur sigur ÍR á Fjölni

ÍR komst í gær upp úr botnsæti Landsbankadeildar kvenna í knattspyrnu með 1:0 heimasigri á Fjölni. Stjarnan nálgaðist efri hlutann með 3:1 sigri á Fylki og KR tyllti sér, tímabundið hið minnsta, í toppsætið með 6:1 stórsigri á Þór/KA. Meira
31. ágúst 2007 | Íþróttir | 870 orð | 1 mynd

Hjartastopp knattspyrnumanna vekja athygli

UNGIR knattspyrnumenn sem fengið hafa hjartaáfall eru eitt heitasta umræðuefni á kaffistofum landsins og þótt víðar væri leitað þessa dagana. Meira
31. ágúst 2007 | Íþróttir | 103 orð

Kjartan til Åtvitaberg

KJARTAN Henry Finnbogason gengur í dag til liðs við sænska knattspyrnufélagið Åtvitaberg og semur við það til loka tímabilsins, eða til næstu tveggja mánaða. Meira
31. ágúst 2007 | Íþróttir | 900 orð

KNATTSPYRNA Landsbankadeild karla FH – KR 5:1 Ásgeir Gunnar...

KNATTSPYRNA Landsbankadeild karla FH – KR 5:1 Ásgeir Gunnar Ásgeirsson 28., 33. 67., Tommy Nielsen 39., Sigurvin Ólafsson 82. – Bjarnólfur Lárusson 1. ÍA – Breiðablik 2:1 Vjekoslav Svadumovic 35., Dario Cingel 88. Meira
31. ágúst 2007 | Íþróttir | 271 orð

Malmö neitað um Þóru

Eftir Víði Sigurðsson vs@mbl.is BELGÍSKA knattspyrnufélagið Anderlecht hafnaði í gær beiðni sænska félagsins LdB Malmö um að fá íslenska landsliðsmarkvörðinn Þóru B. Helgadóttur lánaða út þetta keppnistímabil í Svíþjóð. Meira
31. ágúst 2007 | Íþróttir | 1566 orð | 6 myndir

Meistarataktar FH-inga

HAFI fólk haldið að FH-ingar séu að gefa eftir í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn þá er þeim ljóst núna að svo er ekki. Meira
31. ágúst 2007 | Íþróttir | 88 orð

Metið fellur í næsta leik

NÆR öruggt er að aðsóknarmetið í efstu deild karla í knattspyrnu verður slegið í leik Víkings og Vals á sunnudagskvöldið en það er lokaleikur 15. umferðar. Eftir leiki gærkvöldsins, þar sem 4. Meira
31. ágúst 2007 | Íþróttir | 349 orð

"Einföld skoðun skiptir miklu máli"

REYNIR Björnsson læknir situr í heilbrigðisráði Knattspyrnusambands Íslands og hefur hann starfað sem læknir kvennalandsliðsins undanfarin misseri. Meira
31. ágúst 2007 | Íþróttir | 125 orð

Reggina vill fá Hafstein

ÍTALSKA knattspyrnufélagið Reggina, sem Emil Hallfreðsson landsliðsmaður leikur með, hefur óskað eftir því að fá til sín 16 ára drengjalandsliðsmann úr HK, Hafstein Briem. Meira
31. ágúst 2007 | Íþróttir | 171 orð | 1 mynd

Roland í góðu lagi eftir meðferð í Frakklandi

ROLAND Valur Eradze, landsliðsmarkvörður í handknattleik, er orðinn góður af þeim meiðslum sem hrjáðu hann á síðustu leiktíð. Meira
31. ágúst 2007 | Íþróttir | 1667 orð | 2 myndir

Skagamenn seigir

VARNARMAÐURINN Dario Cingel tryggði ÍA 2:1-sigur gegn Breiðabliki með marki rétt fyrir leikslok á Akranesvelli í gær þar sem "ítalskur" varnarleikur Skagamanna hafði betur gegn léttleikandi og liprum leikstíl Kópvogsliðsins. Meira
31. ágúst 2007 | Íþróttir | 241 orð | 1 mynd

United mætir Roma aftur

DREGIÐ var í 32-liða úrslit meistaradeildar Evrópu í gær en spilað er í átta fjögurra liða riðlum. Meira
31. ágúst 2007 | Íþróttir | 190 orð

Þrjár breytingar á 21-árs landsliðinu

LÚKAS Kostic, þjálfari 21-árs landsliðs karla í knattspyrnu, tilkynnti í gær 18 manna hóp fyrir leiki í Evrópukeppninni gegn Slóvakíu og Belgíu sem fram fara dagana 7. og 11. september. Meira

Bílablað

31. ágúst 2007 | Bílablað | 139 orð | 1 mynd

Alonso útilokar að sleppa 2008

Fernando Alonso neitar því að hann íhugi að taka sér frí og keppa ekki í formúlu-1 á næsta ári. Vegna óánægju hans hjá McLaren undanfarið hefur það verið talinn valkostur sem hann stæði frammi fyrir. Meira
31. ágúst 2007 | Bílablað | 544 orð | 1 mynd

Dauður rafgeymir

*Leó M. Jónsson vélatæknifræðingur svarar fyrirspurnum á leoemm@simnet.is (Ath. Bréf geta verið stytt). Eldri spurningar og svör eru birt á www.leoemm.com. Spurt: Ég á 2001 Hondu Civic sem varð rafmagnslaus vegna þess að ljósin voru skilin eftir á. Meira
31. ágúst 2007 | Bílablað | 261 orð | 1 mynd

Fagurlega hannaður Audi A4

Þriðja kynslóð Audi A4 er væntanlegur á markað innan skamms en A4 bílarnirhafa átt stóran þátt í söluaukningu og almennri velgengni hjá Audi hin síðustu ár. Meira
31. ágúst 2007 | Bílablað | 230 orð | 1 mynd

Glock í stað Ralfs hjá Toyota

Öll sund virðast vera að lokast fyrir Ralf Schumacher á að halda áfram starfi sem ökuþór í formúlu-1. Samningur hans við Toyota rennur út um helgina og ætlar liðið ekki að notfæra sér klásúlu í honum til að tryggja sér þjónustu hans næstu tvö árin. Meira
31. ágúst 2007 | Bílablað | 456 orð | 5 myndir

Hvert á land sem er

Framleiðendur Ford hafa verið sérlega duglegir í að þróa jepplinga sem höfða til breiðs hóps kaupenda. Meira
31. ágúst 2007 | Bílablað | 244 orð | 1 mynd

Kovalainen spáir Alonso titlinum

Finnski ökuþórinn Heikki Kovalainen hefur slegið í gegn í undanförnum mótum enda Renault-bíl hans farið mjög fram á vertíðinni. Við bílprófanir í Monza á Ítalíu í vikunni voru enn frekari uppfærslur á bílnum sem hann segir gera bílinn enn betri. Meira
31. ágúst 2007 | Bílablað | 279 orð | 2 myndir

Massa og Räikkönen frjálst að keppa

Ferrari-liðið segir ekki koma til greina að beita ökuþóra liðsins, Felipe Massa og Kimi Räikkönen, sérstökum fyrirmælum til að auka líkur á að annar hvor þeirra verði heimsmeistari ökuþóra í ár. Meira

Ýmis aukablöð

31. ágúst 2007 | Blaðaukar | 449 orð | 1 mynd

Áhyggjurnar fjúka í afródansinum

Sigrún Grendal afródanskennari kynntist afrískum dönsum í Gíneu og hefur farið þangað árlega síðustu tíu ár til að læra meira. Fríða Björnsdóttir horfði á hana taka sporin og ræddi við hana um dansinn. Meira
31. ágúst 2007 | Blaðaukar | 123 orð | 7 myndir

Ávaxtakarfan

Neysla á ávöxtum hefur vaxið á Íslandi á síðustu árum en Íslendingar þurfa samt enn að gera betur. Ráðlegt er að borða 200 g af ávöxtum á dag. Meira
31. ágúst 2007 | Blaðaukar | 1533 orð | 2 myndir

Baráttan við brjósklos og bakverki

Þursabit og brjósklos eru "góðkunningjar" baksjúklinga. Guðmundur Páll Arnarson lagðist á bekkinn hjá Ágústi Jörgenssyni sjúkraþjálfara og fræddist um orsakir bakverkja. Meira
31. ágúst 2007 | Blaðaukar | 1439 orð

Betri barnamatur

Ebba Guðný Guðmundsdóttir mun á haustdögum gefa út bók um hollt mataræði fyrir ungbörn, fulla af uppskriftum og fróðleik fyrir áhugasama foreldra. Hildur Loftsdóttir fékk að smakka hjá henni ýmiss konar góðgæti. Meira
31. ágúst 2007 | Blaðaukar | 227 orð | 1 mynd

Börnin hvött til heilbrigðs lífsstíls

"Fyrstu árin skipta máli fyrir framtíð barnsins, í hvernig umhverfi það er alið upp og við hvers konar venjur," segir Krisztina G. Agueda leikfimikennari og eigandi Hreyfilands. Meira
31. ágúst 2007 | Blaðaukar | 643 orð | 2 myndir

Dagleg umhirða og hreinsun húðarinnar

Húðin er okkar stærsta líffæri og því skiptir máli að hugsa og hirða vel um hana. Unnur H. Jóhannsdóttir ræddi við Svönu Björk Hjartardóttur snyrtifræðing um umhirðu húðarinnar. Meira
31. ágúst 2007 | Blaðaukar | 391 orð | 1 mynd

Dans er góð hreyfing

Kara Arngrímsdóttir danskennari hjá Dansskóla Jóns Péturs og Köru hefur dansað í tæplega 40 ár og finnst alltaf jafngaman. ,,Ég byrjaði sem barn í dansi og sem unglingur æfði ég bæði samkvæmisdans og jazzballet. Meira
31. ágúst 2007 | Blaðaukar | 225 orð | 1 mynd

Dansinn reynir á vöðvaminni

Edgar K. Gapunay stýrir nú Dansskóla Sigurðar Hákonarsonar en hann hefur kennt í 16 ár. "Við keyptum dansskólann af Sigurði fyrir þremur árum og höfum gert ýmsar breytingar en byggjum á góðum grunni. Meira
31. ágúst 2007 | Blaðaukar | 439 orð | 1 mynd

Enginn þarf að fela sig

Þær mæðgur, Rakel Dögg Þorvarðardóttir og Ingibjörg T. Sigurjónsdóttir, voru hressar og kátar að æfa í Curves í Bæjarlindinni. Meira
31. ágúst 2007 | Blaðaukar | 959 orð | 2 myndir

,,Erfðabreytt matvæli eru mjög umdeild

Á síðustu árum hefur neysla á lífrænt ræktuðum matvælum aukist mikið hjá Íslendingum. Unnur H. Jóhannsdóttir ræddi við hjónin Hildi Guðmundsdóttir og Rúnar Sigurkarlsson í Yggdrasli um muninn á kynbótum, erfðabreyttum matvælum og svo lífrænum. Meira
31. ágúst 2007 | Blaðaukar | 709 orð | 1 mynd

Fer sæl og ánægð heim af golfvellinum

"Ég sló í fyrsta skipti golfkúlu fyrir um það bil fimmtán árum. Tveimur árum síðar var ég kolfallin fyrir þessari skemmtilegu íþrótt," sagði Gullveig Sæmundasóttir, fyrrverandi ritstjóri Nýs lífs, þegar Fríða Björnsdóttir spurði hana um golfáhugann. Meira
31. ágúst 2007 | Blaðaukar | 479 orð | 2 myndir

Félagskapurinn mikilvægur í hóptímum

Hóptímar hafa sjaldan verið jafn vinsælir og í dag þótt þeir hafi alltaf verið vinsælir," segir Anna Eiríksdóttir íþróttakennari og deildarstjóri þolfimideildar í Hreyfingu. Meira
31. ágúst 2007 | Blaðaukar | 141 orð | 1 mynd

Frönsk súkkulaðiterta

Þessi góða og fljótlega franska súkkulaðiterta er úr smiðju Ebbu Guðnýjar Guðmundsdóttur. Meira
31. ágúst 2007 | Blaðaukar | 122 orð | 2 myndir

Góða grænmetisvísan

Góð vísa verður aldrei of oft kveðin. Íslendingar almennt þurfa að borða meira af grænmeti og ávöxtum þótt þeir hafi vissulega sótt í sig veðrið á því sviði. Meira
31. ágúst 2007 | Blaðaukar | 144 orð | 5 myndir

Heilsan er stóra málið!

Í öllum smámálunum sem við glímum við alla daga, gleymum við mörg að huga betur að því stærsta – heilsunni. Í amstrinu ætlum við að hugsa betur um hana á morgun; borða hollari mat, hreyfa okkur meira og jafnvel hvílast. Meira
31. ágúst 2007 | Blaðaukar | 617 orð | 1 mynd

Heilsubót hestamennskunnar

Eitt helsta stolt Íslendinga er hesturinn. Hann nýtur aðdáunar víða um heiminn vegna krafts, lipurðar, snerpu og sjarma. Meira
31. ágúst 2007 | Blaðaukar | 2076 orð | 3 myndir

Hinar mörgu hliðar gigtarsjúkdóma

Talið er að fimmti hver Íslendingur fái gigt einhvern tíma ævinnar. En það er ekki þar með sagt að allir þjáist af sama sjúkdómnum. Guðmundur Páll Arnarson ræddi við dr. Meira
31. ágúst 2007 | Blaðaukar | 467 orð | 1 mynd

Hundur og húsbóndi á Úlfarsfell og Esjuna sömu helgi

Hreyfing er nauðsynleg bæði mönnum og dýrum. Ýmsir fá sér hund svo þeir hafi ástæðu til að fara út að ganga. Fríða Björnsdóttir spurði göngumanninn Sigurð Örn Hansson, forstöðumann matvæla- og umhverfissviðs Landbúnaðarstofnunar, hvort hann gengi hundsins vegna eða sjálfs sín. Meira
31. ágúst 2007 | Blaðaukar | 1048 orð | 1 mynd

Hvenær líður okkur vel?

Síðastliðin fimmtán ár hefur Matti Ósvald Stefánsson hjálpað streituþjökuðum Íslendingum við að ná andlegu og líkamlegu jafnvægi en hann starfar sem heildrænn heilsufræðingur. Þormóður Dagsson ræddi við Matta um íslenska streitu, kyrrð hugans og leitina að vellíðan. Meira
31. ágúst 2007 | Blaðaukar | 246 orð | 3 myndir

Í krafti ketilbjöllunnar

Hvað er það sem líkist tekatli án stútsins? Eða fallbyssukúlu með handfangi? Svarið við þessum spurningum gæti verið svokölluð ketilbjalla, forvitnilegt æfingatæki sem hefur verið að ryðja sér til rúms að undanförnu á líkamsræktarstöðvum víða um heim. Meira
31. ágúst 2007 | Blaðaukar | 241 orð | 4 myndir

Krakkar í sjokki

Það virtist ekkert ama að börnunum og unglingum í World Class, Laugum þótt þau væru í sjokkiþvert á móti. Þau voru hin hressustu. Unnur H. Jóhannsdóttir komst að því að það getur bara verið gott að vera í sjokki, þ.e. hreyfingarsjokki. Meira
31. ágúst 2007 | Blaðaukar | 1152 orð | 2 myndir

Kvíðaraskanir – vandi sem má leysa

Þormóður Dagsson thorri@mbl.is Flestir þekkja kvíða af eigin raun. Fyrirbæri eins og streita, áhyggjur, ónot og skelfing er öll dæmi um einhvers konar kvíðaástand. Meira
31. ágúst 2007 | Blaðaukar | 310 orð | 1 mynd

Leitar uppi hnútana í vöðvabólgu nuddi

Margir Íslendingar þjást af vöðvabólgu en vöðvabólga er eins og nafnið bendir til bólga í vöðvum en einkennin eru oft stífni og þreyta í vöðvunum. Meira
31. ágúst 2007 | Blaðaukar | 20 orð | 4 myndir

Litríkt haust

Augu kvenna verða litrík í haust en brúnir tónar, grænir, fjólubláir og sá svarti eru áberandi í augnskuggunum í... Meira
31. ágúst 2007 | Blaðaukar | 307 orð | 1 mynd

Lífsstílshönnuðir á hvolfi

Þær eru á hvolfi en eru samt í sjöunda himni, enda nýbúnar að stofna fyrirtæki. Fyrirtækið heitir því skemmtilega nafni Lífsstílshönnuðir en Guðbjörg Ósk Friðriksdóttir og Rakel Guðbjörnsdóttir segja það komið frá fólkinu sem þær hafa verið að vinna... Meira
31. ágúst 2007 | Blaðaukar | 187 orð | 1 mynd

Líkamsþjálfun dregur úr einkennum vefjagigtar

Vefjagigt er gigtarsjúkdómur sem samanstendur af fjölmörgum einkennum frá ýmsum líffærakerfum en helstu einkenni eru langvinnir og útbreiddir verkir frá stoðkerfi, almennur stirðleiki, yfirþyrmandi þreyta og svefntruflanir. Á fræðsluvefnum vefjagigt. Meira
31. ágúst 2007 | Blaðaukar | 655 orð | 1 mynd

Lærðu að elska lífið eins og það er

Ástvaldur Traustason hóf að iðka zen fyrir tíu árum og segir að sú ástundun hafi haft mikil áhrif á viðhorf sitt til lífsins. – Af hverju zen? Hraðinn í þjóðfélaginu er mikill og firringin eftir því. Meira
31. ágúst 2007 | Blaðaukar | 669 orð | 3 myndir

Mild handtök gegn spennu í líkamanum

Eftir Þormóð Dagsson thorri@mbl.is Sérstök höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð hefur verið að ryðja sér til rúms á undanförnum árum hér á landi sem og annars staðar og nýtur hún sífellt meiri vinsælda. Meira
31. ágúst 2007 | Blaðaukar | 567 orð | 1 mynd

Náttúran.is er fræðslusíða fyrir neytendur

Vefurinn fæddist í raun fyrir um 5 árum, þá sem sú hugmynd að gera vef sem mig vantaði sjálfa, vef sem tengir nútímafólk betur við náttúruna, árstíðirnar og gjafir jarðar og sinnir auk þess ákveðnu umhverfisupplýsingastarfi með tengingu við... Meira
31. ágúst 2007 | Blaðaukar | 374 orð | 1 mynd

"Skíðaíþróttin er hröð og erfið"

ÁGÚST Freyr Dansson er efnilegur skíðakappi að norðan. Hann varð í þriðja sæti í flokki 17-19 ára pilta í stórsvigi í skíðamóti Íslands í apríl og sigurvegari í sama aldursflokki í alpagreinum á bikarkeppni Skíðasambands Íslands (SKÍ). Meira
31. ágúst 2007 | Blaðaukar | 334 orð | 1 mynd

Rope yoga er hug- og heilsuræktarkerfi

Þeir sem stundað hafa rope yoga fullyrða að það leiði til djúpstæðrar vellíðunar og persónulegrar velgengni auk þess sem það eflir brennsluna og flæðið í líkamanum. Meira
31. ágúst 2007 | Blaðaukar | 1383 orð | 3 myndir

Skrefi nær paradís

Sólveig Eiríksdóttir mathönnuður er í sjöunda himni þessa dagana, enda með fullan garð af himnesku káli sem hún hendir beint ofan í salatskálina sína. Meira
31. ágúst 2007 | Blaðaukar | 580 orð | 2 myndir

Tennisíþróttin ryður sér til rúms á Íslandi

Tennisíþróttin á Íslandi hefur átt svolítið erfitt uppdráttar hér á landi sökum aðstöðuleysis. Nýja Tennishöllin í Kópavogi boðar þó breytta tíma en hún var opnuð 20. maí síðastliðinn að Dalsmára. Meira
31. ágúst 2007 | Blaðaukar | 62 orð | 5 myndir

Tilfinningin liggur í litunum

Góður varalitur er ein besta fjárfestingin fyrir konu - vilji henni líða eins og milljónamæringi án þess að þurfa að draga meira upp úr veskinu en eitt þúsund krónur eða tvö. Rauður, bleikur, brúnn eða ferskulitaður. Liturinn skiptir ekki máli. Meira
31. ágúst 2007 | Blaðaukar | 633 orð | 2 myndir

Til fullkomins samræmis

Leikstjórinn, dansarinn og danshöfundurinn Ástrós Gunnarsdóttir útskrifaðist sem Pilates-kennari nýlega en hún hefur stundað æfingarnar í yfir tuttugu ár. Meira
31. ágúst 2007 | Blaðaukar | 65 orð | 1 mynd

Tíminn er lífið sjálft

Það jafnast ekkert á við stund í náttúrunni, standa kyrr og láta sem tíminn geri það líka. Nútímamaðurinn talar oft um að tíminn fljúgi en tíminn er afstæður og í náttúrunni er fátt eðlilegra en að hann líði. Þannig er lífið. Meira
31. ágúst 2007 | Blaðaukar | 491 orð | 4 myndir

Ullarsokkar, harðfiskur og hamingja!

Útivist í náttúrunni er frábær leið til þess að slaka á í amstri hversdagleikans, er góð heilsurækt og ekki flókin. Kristín Sólveig Kristjánsdóttir bendir á nokkrar góðar hugmyndir að hamingjuríkri heilsurækt í náttúrunni. Meira
31. ágúst 2007 | Blaðaukar | 89 orð | 1 mynd

Vatn, fjör og frískir krakkar

Við Íslendingar erum svo lánsöm að eiga nóg af vatni, vatni sem við notum við leik og störf. Það er eitthvað fyrir alla aldurshópa í sundlaugunum okkar. Meira
31. ágúst 2007 | Blaðaukar | 405 orð | 1 mynd

Velferð starfsmannsins höfð að leiðarljósi

Vinnuvistfræðifélag Íslands, Vinnís, er 10 ára í ár. Af því tilefni ræddi Fríða Björnsdóttir við Harald A. Haraldsson, vinnuvistfræðing og stjórnarmann í Vinnís um vinnuvistfræði og vellíðan fólks í góðu starfsumhverfi. Meira
31. ágúst 2007 | Blaðaukar | 636 orð | 1 mynd

Verði þér að góðu, elskan mín...

Eftir Kristínu Sólveigu Kristjánsdóttur kristin.solveig@gmail.com Reglulega má sjá flennifyrirsagnir og heyra æsifréttir um offitu barna, agaleysi þeirra og eymdina sem við blasir. Meira
31. ágúst 2007 | Blaðaukar | 209 orð | 2 myndir

Vestmannaeyingar duglegir í ræktinni

Í janúar á þessu ári opnaði Nautilus á Íslandi fimmtu stöðina sína hér á landi í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum. "Í Vestmannaeyjum búa um 4.000 manns en við höfum selt rúmlega 650 árskort sem hlýtur að teljast frábært. Meira
31. ágúst 2007 | Blaðaukar | 858 orð | 2 myndir

Viðbragðssvæði fyrir höfuðið er í stóru tá!

Íslendingar voru ekki vel kunnugir svæðanuddi þegar Þórgunna Þórarinsdóttir flutti heim frá Danmörku með þekkinguna í farteskinu fyrir tveimur áratugum en þeir hafa síðan tekið vel við sér. Unnur H. Meira
31. ágúst 2007 | Blaðaukar | 1243 orð | 1 mynd

Það er ekki bannað að þykja vænt um sjálfan sig

Heilsteypt sjálfsmynd alla tíð fæst ekki fyrir fé eða gráður. Á lífsleiðinni getur kvarnast úr myndinni, hún skekkst og jafnvel brotnað. Kristín Sólveig Kristjánsdóttir ræddi við Bergþóru Reynisdóttur geðhjúkrunarfræðing um mannrækt og meðferðir, handleiðslu og áfallahjálp. Meira
31. ágúst 2007 | Blaðaukar | 411 orð | 2 myndir

Þrettán Íslendingar í þríþraut í London

Nú hlaupa menn maraþon bæði hér heima og erlendis en þeir keppa líka í því sem kallast London Triathlon, eða þríþrautarkeppni. Þrettán Íslendingar tóku þátt í keppninni, allt Herbalife dreifingaraðilar en keppendur voru alls um 13 þúsund. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.