Greinar föstudaginn 19. október 2007

Fréttir

19. október 2007 | Innlendar fréttir | 77 orð

433 brotlegir

BROT 433 ökumanna voru mynduð á Sæbraut sl. mánudag en fylgst var með ökutækjum sem var ekið í suðurátt, þ.e. yfir gatnamót Sæbrautar og Langholtsvegar. Umrædd vöktun stóð yfir í u.þ.b. sjö klukkustundir en á tímabilinu fóru 5. Meira
19. október 2007 | Erlendar fréttir | 31 orð

Alí tekinn af lífi

STJÓRN Íraks sagði í gær að "Efnavopna-Alí", sem var dæmdur fyrir fjöldamorð í valdatíð Saddams Husseins, yrði tekinn af lífi á næstu dögum. Aftökunni var frestað í nokkrar vikur vegna... Meira
19. október 2007 | Innlendar fréttir | 428 orð | 1 mynd

Andi þjóðsagnaritarans sveif yfir vötnum á Sigfúsarþingi

Eiðar | Andi Sigfúsar Sigfússonar þjóðsagnaritara og sagnamanns sveif yfir vötnum á tveggja daga löngu Sigfúsarþingi sem haldið var í Kirkjumiðstöðinni á Eiðum um liðna helgi. Meira
19. október 2007 | Erlendar fréttir | 102 orð | 1 mynd

Á annað hundrað beið bana í árás

AÐ MINNSTA kosti 126 manns létu lífið og um 370 særðust í sjálfsmorðsárás nálægt bíl sem flutti Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, um götur Karachi í gær þegar hún sneri heim úr átta ára útlegð. Meira
19. október 2007 | Erlendar fréttir | 33 orð | 1 mynd

BBC að spara

BBC , breska ríkisútvarpið, kynnti í gær áætlanir sínar um sparnað en þær munu ekki síst felast í því að segja upp samtals 1.800 starfsmönnum. Það eru einhverjar mestu uppsagnir í sögu... Meira
19. október 2007 | Innlendar fréttir | 549 orð | 1 mynd

Brýnt að halda áfram rannsóknum á tíðni sjálfsskaða

Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is ÞAÐ færðist mjög í aukana í kringum síðustu aldamót að fólk á Norðausturlandi, þjónustusvæði Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, skaðaði sig sjálft vísvitandi. Meira
19. október 2007 | Innlendar fréttir | 110 orð

Dagur náms- og starfsráðgjafar

Í TILEFNI af Degi náms- og starfsráðgjafar á morgun, laugardaginn 20. október, heldur Félag náms- og starfsráðgjafa námsstefnu undir heitinu "Breytingarmáttur náms- og starfsráðgjafar". Meira
19. október 2007 | Erlendar fréttir | 37 orð

Dálagleg dýrtíð

VERÐBÓLGA í Simbabve er komin á það stig að nú fást milljón Simbabvedollarar fyrir einn Bandaríkjadal á svartamarkaðnum. Talið er að verðbólgan sé nú um 25.000% og því er spáð að hún fari í 100.000% undir... Meira
19. október 2007 | Innlendar fréttir | 182 orð

Dæmdar 26 milljónir í bætur

HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt íslenska ríkið til þess að greiða pilti rúmar 26 milljónir króna í skaðabætur vegna súrefnisskorts sem hann varð fyrir við fæðingu. Meira
19. október 2007 | Innlendar fréttir | 136 orð

Dæmdur fyrir myndatöku

MEÐ því að nota farsíma til að taka myndir af nakinni stúlku án samþykkis hennar árið 2004 gerðist 18 ára piltur sekur um lostugt athæfi og fékk fangelsisdóm fyrir í Hæstarétti í gær. Héraðsdómur Norðurlands vestra hafði sýknað piltinn hinn 28. mars sl. Meira
19. október 2007 | Innlendar fréttir | 149 orð | 1 mynd

Ekki einkavædd í bili

NÚVERANDI stjórnvöld ætla sér ekki að einkavæða Landsvirkjun en spurningunni um hvort fyrirtækinu verður breytt í hlutafélag er enn ósvarað. Þetta kom fram í máli Geirs H. Meira
19. október 2007 | Innlendar fréttir | 329 orð

Fallist á þjóðlendur jarða á Síðumannaafrétti

TVEIR dómar í þjóðlendumálum gengu í Hæstarétti í gær og vann íslenska ríkið annað málið en tapaði hinu. Meira
19. október 2007 | Innlendar fréttir | 47 orð

Félag ákærenda

Á DAG, föstudag, verður haldinn stofnfundur Ákærendafélags Íslands í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu. Fundurinn hefst kl. 15 og munu Björn Bjarnason dómsmálaráðherra og Bogi Nilsson ríkissaksóknari halda tölu í upphafi fundarins. Meira
19. október 2007 | Innlendar fréttir | 163 orð | 1 mynd

Fíkniefnin vógu 40 kíló en ekki 60

FÍKNIEFNIN sem fundust um borð í skútu í Fáskrúðsfjarðarhöfn vógu alls um 40 kíló en ekki 60 eins og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greindi frá í upphafi. Misræmið felst í því að töskur sem fíkniefnin fundust í höfðu verið þyngdar, a.m.k. sumar þeirra. Meira
19. október 2007 | Innlendar fréttir | 140 orð | 1 mynd

Forsetinn verðlaunaður

FORSETI Íslands Ólafur Ragnar Grímsson tók í fyrrakvöld við viðurkenningu fyrir forystu um samstarf og sjálfbæra þróun á norðurslóðum. Meira
19. október 2007 | Innlendar fréttir | 215 orð

Forstjórinn víki sæti

FORSTJÓRA Samkeppniseftirlitsins, Páli Gunnari Pálssyni, er skylt að víkja sæti við meðferð stjórnsýslumáls sem hófst með húsleit Samkeppniseftirlitsins hjá Mjólkursamsölunni ehf., Auðhumlu svf. og Osta- og smjörsölunni sf., 5. júní 2007. Meira
19. október 2007 | Innlendar fréttir | 67 orð | 1 mynd

Fögnuðu ákaft sigri ÍR-inga

Þessir krakkar skemmtu sér vel á leik ÍR og Tindastóls sem fram fór í íþróttahúsi Seljaskóla í Breiðholti í gærkvöldi. Leikurinn endaði 93-74 fyrir ÍR-inga, en bæði lið eru með tvö stig eftir að hafa leikið tvo leiki. Meira
19. október 2007 | Innlendar fréttir | 417 orð | 1 mynd

Grípa til aðgerða til að gera borgina að betri vinnustað

Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is DAGUR B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, lagði fyrir borgarráð í gær tillögu í fimm liðum um aðgerðir í starfsmannamálum borgarinnar til að gera borgina að eftirsóknarverðari vinnustað en nú er. Meira
19. október 2007 | Innlendar fréttir | 22 orð

Helgi og félagar á Græna hattinum

Eyfirska sveitin Helgi og hljóðfæraleikararnir heldur tónleika á Græna hattinum í kvöld. Tónleikarnir hefjast kl. 22.00 og húsið verður opnað kl.... Meira
19. október 2007 | Innlendar fréttir | 442 orð

Hópur settur yfir stjórn OR

Eftir Andra Karl andri@mbl.is MEIRIHLUTI borgarráðs vísaði í gær tillögu minnihlutans um stuðning við bókun Svandísar Svavarsdóttur, borgarfulltrúa VG, á eigendafundi Orkuveitunnar 3. október sl. Meira
19. október 2007 | Innlendar fréttir | 218 orð

Hvað viltu, veröld? (20)

Páll stóð ekki lengi við í Aþenu. En svo fór hann þaðan, að nokkrir menn, þar af tveir nafngreindir, karl og kona, höfðu orðið sannfærðir um boðskap hans, tekið kristna trú. En næst fór hann til Korintuborgar. Meira
19. október 2007 | Innlendar fréttir | 75 orð | 1 mynd

Hvítfálki í Arnardal

HVÍTFÁLKI sást í Arnardal í Skutulsfirði í vikunni en þeir ku vera sjaldgæfir gestir á Vestfjörðum. Hvítfálki er litarafbrigði fálka. Hann verpir á Grænlandi og er sjaldgæft að þeir sjáist á Íslandi, segir á fréttavef Bæjarins besta á Ísafirði. Meira
19. október 2007 | Innlendar fréttir | 66 orð

Illa farið með hund

ÓSKAÐ var eftir aðstoð lögreglunnar á Suðurnesjum í fyrrakvöld vegna hunds sem hafði verið skilinn eftir í óupphituðum og rafmagnslausum bílskúr. Er lögreglumenn komu á staðinn kom í ljós að hundurinn, sem er af rottweiler-tegund, var mjög illa haldinn. Meira
19. október 2007 | Þingfréttir | 373 orð | 1 mynd

Ísland aftarlega á merinni í loftslagsmálum

Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is ÍSLAND er mjög aftarlega á merinni með að grípa til aðgerða til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda. Meira
19. október 2007 | Innlendar fréttir | 129 orð | 1 mynd

Kirkjuþing hefst á morgun

KIRKJUÞING 2007 hefst laugardaginn 20. október nk. kl. 9 árdegis með helgistund í Grensáskirkju. Síðan flytja ávörp biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, og Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra. Fyrir þinginu liggja 19 mál að þessu sinni. Meira
19. október 2007 | Innlendar fréttir | 152 orð | 1 mynd

Kubbar tákna fjölda kvenna

LYFJAFYRIRTÆKIÐ Roche hefur tekið upp samstarfi við Krabbameinsfélagið um að vekja athygli kvenna á miklilvægi leitar að brjóstakrabbameini í tilefni af árveknisátakinu í októbermánuði. Meira
19. október 2007 | Erlendar fréttir | 31 orð

Lissabonsáttmáli?

LEIÐTOGAR ESB-ríkjanna hófu í gær tveggja daga fund í Lissabon til að semja um nýjan sáttmála sem á að koma í stað stjórnarskrársáttmála sem Frakkar og Hollendingar höfnuðu í þjóðaratkvæði... Meira
19. október 2007 | Innlendar fréttir | 163 orð

Lumuðu á tékkneskum vegabréfum

ÞEGAR húsleit var gerð hjá tveimur mönnum sem leituðu hælis hér á landi fyrir nokkrum vikum og kváðust þá vera frá Hvít-Rússlandi, kom í ljós að þeir lumuðu á tékkneskum vegabréfum. Meira
19. október 2007 | Innlendar fréttir | 913 orð | 2 myndir

Lægstu laun hækki sérstaklega

Forseti ASÍ sagði á ársfundi að samhljómur væri um kröfur um aukinn kaupmátt, umtalsverða hækkun lægstu launa og að færa taxta að greiddu kaupi. Meira
19. október 2007 | Erlendar fréttir | 41 orð

Malaríubóluefni

TILRAUNIR með að bólusetja börn í Afríku við malaríu hafa gefið mjög góða raun og vakið vonir um, að mikill árangur sé að nást í baráttunni við sjúkdóminn. Hann leggur að velli eina milljón barna í Afríku einni á ári... Meira
19. október 2007 | Innlendar fréttir | 104 orð | 1 mynd

Með sterka skáldtaug

ARI Jóhannesson læknir hlaut í gær Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar í ár fyrir frumraun sína, ljóðabókina Öskudagar . Ari hefur fengist við skriftir í fjögur ár og yfirgaf fljótlega hugmyndina um að ljóðin færu bara í skúffuna. Meira
19. október 2007 | Erlendar fréttir | 715 orð | 1 mynd

Mikið manntjón er reynt var að myrða Bhutto

Eftir Svein Sigurðsson og Boga Þór Arason Á ANNAÐ hundrað manns lá í valnum eftir tvær sprengingar nálægt bíl Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, í Karachi í gær þegar hún sneri heim úr átta ára útlegð. Meira
19. október 2007 | Innlendar fréttir | 51 orð | 1 mynd

Mikil alda þegar varðskip tók bát í tog

Varðskip Landhelgisgæslunnar kom í gær fiskiskipinu Erling KE-140 til aðstoðar eftir að vél skipsins bilaði. Skipið var þá statt um 19 sjómílur SSA af Malarrifi. Erling er um 37 metrar að lengd. Meira
19. október 2007 | Innlendar fréttir | 465 orð | 1 mynd

Mikilvægt að bera saman bækur í forvörnum

Eftir Andra Karl andri@mbl.is FULLTRÚAR þeirra fimmtán borga sem taka þátt í evrópska forvarnarverkefninu Youth in Europe – A Drug Prevention Programme taka nú þátt í alþjóðlegri ráðstefnu sem hófst í Laugardalshöll í gærdag – og lýkur í... Meira
19. október 2007 | Innlendar fréttir | 460 orð | 2 myndir

Minni hætta er á flóðum og líkur á stíflurofi taldar litlar

Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is MEGINNIÐURSTAÐA áhættumats vegna Urriðafossvirkjunar er sú að bygging hennar leiðir ekki til aukinnar áhættu á svæðinu. Líkur á að Þjórsá flæði upp fyrir bakka sína minnka og líkur á stíflurofi eru taldar litlar. Meira
19. október 2007 | Innlendar fréttir | 107 orð | 1 mynd

Minningarsýning

MINNINGARSÝNING um Magnús heitinn Kjartansson myndlistarmann verður opnuð í Grafarvogskirkju á sunnudaginn kemur við guðsþjónustu kl. 11. Meira
19. október 2007 | Innlendar fréttir | 269 orð | 1 mynd

Mokveiði á Grundarfirði

Grundarfjörður | Nú er síldin komin aftur inn á Grundarfjörð og mikið af henni. Krossey SF frá Hornafirði sótti 650 tonn af ágætri síld um síðustu helgi og strax eftir helgi var Bjarni Ólafsson AK 70 mættur inn á fjörðinn. Meira
19. október 2007 | Innlendar fréttir | 99 orð

Námskeið í kjarna-qigong

NÁMSKEIÐ í kínversku kjarna-qigong (Chinese Essence Qigong) verður haldið í Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi dagana 20.-21. október næstkomandi. Meira
19. október 2007 | Innlendar fréttir | 31 orð | 1 mynd

Nýr fræsari

Fjarðabyggðarhafnir færðu málmdeild Verkmenntaskóla Austurlands nýjan fræsara að gjöf á dögunum. Hér eru Helga M. Steinsson skólameistari, Kristófer Ragnarsson frkvstj. Meira
19. október 2007 | Innlendar fréttir | 60 orð

Nýr skattstjóri

ÁRNI Mathiesen fjármálaráðherra hefur skipað Hönnu Björnsdóttur til að gegna embætti skattstjóra á skattstofu Norðurlandsumdæmis vestra frá 1. desember 2007 til fimm ára. Hanna lauk B.Sc.-prófi í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri árið 2006. Meira
19. október 2007 | Innlendar fréttir | 83 orð | 1 mynd

Ný þýðing Biblíunnar

FYRSTA eintakið af Biblíu 21. aldar verður afhent forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, við hátíðlega athöfn í Dómkirkjunni kl. 11 í dag. Því næst verður ráðherrum og alþingismönnum afhent nýja biblíuþýðingin í Alþingishúsinu. Biblía 21. Meira
19. október 2007 | Innlendar fréttir | 332 orð | 1 mynd

Orð kvöldsins þeim kærkomið

Eftir Andra Karl andri@mbl. Meira
19. október 2007 | Innlendar fréttir | 166 orð | 1 mynd

"Ekta austur-evrópsk" göngugata?

SIGMUNDUR Davíð Gunnlaugsson, doktor í skipulagsfræðum, lýsti í vikunni þeirri skoðun sinni að hvergi væru betri aðstæður til áframhaldi uppbyggingar en á Akureyri, ef rétt yrði haldið á spöðunum. Meira
19. október 2007 | Innlendar fréttir | 690 orð | 1 mynd

"Hætta að takast á við fortíðina"

Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is SJÁLFSTÆÐISFÓLK lítur nú á samstarfsslitin í borgarstjórn sem útrætt mál eftir fund stjórna sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík í Valhöll í gærkvöld. Meira
19. október 2007 | Innlendar fréttir | 2650 orð | 7 myndir

"Veki áhuga á þessari merkilegustu bók veraldar"

Ný íslensk Biblíuþýðing kemur út í dag. Hér er um að ræða fyrstu heildarþýðingu Biblíunnar frá árinu 1912, en þá sjöttu frá upphafi. Aftur á móti er þetta ellefta íslenska Biblíuútgáfan. Silja Björk Huldudóttir og Elva Björk Sverrisdóttir ræddu við nokkra aðstandendur útgáfunnar, sem verið hefur í undirbúningi sl. tvo áratugi. Meira
19. október 2007 | Innlendar fréttir | 86 orð | 1 mynd

"Þjálfarinn ábyrgur"

"ÞAÐ er alveg ljóst að við erum ekki ánægðir með árangur liðsins. Við stefnum hærra en þetta, það er klárt mál. Meira
19. október 2007 | Innlendar fréttir | 361 orð | 1 mynd

Reglur ekki í tísku?

Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl. Meira
19. október 2007 | Erlendar fréttir | 87 orð | 1 mynd

Rússar geta varið sig

EF eitthvert ríki ímyndar sér að það geti ráðist inn í Rússland til að komast yfir olíu- og gaslindir þess eru leiðtogar þess sekir um "pólitíska draumóra". Meira
19. október 2007 | Erlendar fréttir | 27 orð

Saksóttur í Haag

EINN af stríðsherrum Kongó, Germain Katanga, var í gær framseldur til Alþjóðasakamáladómstólsins í Haag þar sem hann verður sóttur til saka fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn... Meira
19. október 2007 | Innlendar fréttir | 156 orð

Sambandsþing UMFÍ á Þingvöllum

UNGMENNAFÉLAG Íslands heldur 45. sambandsþing sitt dagana 20.–21. október á Hótel Valhöll á Þingvöllum. Þingsetning fer fram laugardaginn 20. október kl. 10 við Almannagjá. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, verður viðstaddur setninguna. Meira
19. október 2007 | Erlendar fréttir | 213 orð | 1 mynd

Sarkozy skilinn

París. AFP. | Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti og kona hans, Cecilia, hafa ákveðið að skilja. Forsetinn staðfesti þetta í gær eftir að frönsku blöðin fjölluðu flest um orðróm þessa efnis. Meira
19. október 2007 | Erlendar fréttir | 191 orð | 1 mynd

Sendiherrann kallaður á fund

Peking. AP, AFP. Meira
19. október 2007 | Erlendar fréttir | 49 orð | 1 mynd

Stokkað upp í stjórn Noregs

JENS Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, stokkaði upp í stjórn sinni í gær og skipaði þrjá nýja ráðherra. Á meðal þeirra er Manuela Ramin-Osmundsen, sem á að fara með jafnréttismál. Meira
19. október 2007 | Innlendar fréttir | 297 orð

Stórir hópar hafa mátt þola rýrnun kaupmáttar

Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is ÞRÁTT fyrir að kaupmáttur launafólks hafi vaxið mikið að meðaltali á umliðnum áratug kemur í ljós ef rýnt er á bak við meðaltölin að kaupmáttur margra er að rýrna. Meira
19. október 2007 | Innlendar fréttir | 195 orð | 1 mynd

Stúka og vallarhús stækkuð

Seltjarnarnes | Breytingar á deiliskipulagi á íþrótta- og skólasvæði hafa verið samþykktar á Seltjarnarnesi. Þær eru til komnar vegna þess að ákveðið var að byggja stúku og búningsaðstöðu með öðrum hætti en í upphafi var áætlað. Meira
19. október 2007 | Innlendar fréttir | 109 orð | 1 mynd

Synjun lögbanns staðfest

Héraðsdómur Reykjaness hefur hafnað kröfu Samtaka myndréttindahafa á Íslandi (SMÁÍS) um að fella úr gildi ákvörðun sýslumannsins í Keflavík um að hafna lögbannskröfu á sölu, eða milligöngu, fyrirtækisins Sky Digital Ísland á áskriftum að... Meira
19. október 2007 | Innlendar fréttir | 365 orð | 1 mynd

Um 80 samningar lausir um áramót

Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is UM 80 kjarasamningar renna út 31. desember næstkomandi og um 200 kjarasamningar eru lausir á næsta ári. Meira
19. október 2007 | Erlendar fréttir | 61 orð | 1 mynd

Vatnið eitrað

EFTIR öra iðnvæðingu í þrjá áratugi eru mörg stöðuvötn og vatnsföll í Kína orðin svo menguð, að vatnið í þeim er ekki aðeins óhæft til drykkjar, heldur beinlínis eitrað viðkomu. Meira
19. október 2007 | Innlendar fréttir | 241 orð

Vaxandi fordómar

TVÆR konur, Solveiga Urboniene og Joanna Dominiczak, skrifa hvor sína greinina í Morgunblaðið í dag um vaxandi fordóma gegn útlendingum hér á landi. Solveiga er Lithái og hefur átt heima hér í sex ár. Meira
19. október 2007 | Innlendar fréttir | 239 orð | 1 mynd

Verið draumurinn frá því ég var lítill

Grímsey | Það var stór stund í lífi Árna Snæs Brynjólfssonar, sextán ára gamals Grímseyings, þegar hann flug út í Grímsey í sínum síðasta flugtíma í einkaflugmannsnámi. Meira
19. október 2007 | Erlendar fréttir | 46 orð | 1 mynd

Verkfall í París

FRAKKAR áttu erfitt með að komast til vinnu í gær vegna eins dags verkfalls starfsmanna almenningsfarartækja til að mótmæla áformum um breytingar á lífeyriskerfi þeirra. Meira
19. október 2007 | Innlendar fréttir | 212 orð

Þetta helst...

Fyrstu lög vetrarins Þingfundur gærdagsins stóð langt fram á kvöld en engu að síður þurfti að taka nokkur mál út af dagskrá. Frumvarp um frestun vatnalaga um eitt ár var afgreitt sem lög og varð því að fyrstu lögum þessa þings. Meira
19. október 2007 | Innlendar fréttir | 282 orð | 2 myndir

Þjónustuver Umferðarstofu opnað í flugstöðinni

Eftir Gunnlaug Árnason Stykkishólmi | Umferðarstofa hefur opnað þjónustuver í Stykkishólmi og verða þar til fjögur ný störf. Starfsstöðin er til húsa í flugstöðinni við Stykkishólm. Meira

Ritstjórnargreinar

19. október 2007 | Leiðarar | 361 orð

Boðskapur ASÍ

Ársfundur ASÍ hófst í gær og lýkur í dag. Þetta er mikilvægur fundur vegna þess, að framundan eru nýir kjarasamningar. Meira
19. október 2007 | Leiðarar | 487 orð

Glæpir og fordómar

Íslendingar eru óbótamenn. Allir. Íslendingar fremja glæpi; þeir brjótast inn, smygla eiturlyfjum og selja þau æsku landsins; þeir lemja fólk og berja, stinga á hol og skjóta. Íslendingum er ekki treystandi. Meira
19. október 2007 | Staksteinar | 173 orð | 1 mynd

Tíðir fundir fulltrúaráðsins

Tíðir fundir Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, í Valhöll við Háaleitisbraut að undanförnu um atburðina í borgarstjórn Reykjavíkur hafa vakið athygli. Margir spyrja hvaða stofnun Sjálfstæðisflokksins þetta sé. Meira

Menning

19. október 2007 | Fjölmiðlar | 86 orð | 1 mynd

37 milljarðar "googla" í ágúst

BANDARÍSKA leitarvélin Google er langvinsælasta leitarvél heims ef marka má niðurstöður gagnaöflunarfyrirtækisins ComScore. Meira
19. október 2007 | Fjölmiðlar | 224 orð | 1 mynd

Að lifa með náttúrunni

Bókin Uppvöxtur Litla trés eftir Forrest Carter kom ekki til mín fyrr en í þýðingu Gyrðis Elíassonar. En hún varð mér strax hjartfólgin. Nú flytur Útvarpsleikhúsið leikgerð Benónýs á þessari mögnuðu bók í leikstjórn Lárusar Ýmis Óskarssonar. Meira
19. október 2007 | Myndlist | 83 orð | 1 mynd

Afrísk samtímalist kynnt á Ísafirði

HAFIÐ, Ísland, Afríka og fleira er þema á sýningu Jóhönnu Bogadóttur sem stendur yfir í Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Sýningin er á veggjum kaffistofu og í anddyri. Meira
19. október 2007 | Fólk í fréttum | 90 orð

Aftur í röðina, takk fyrir

Eftir að reykingabannið tók gildi er lífið orðið nokkuð flóknara hjá reykingafólki. Þeir Airwaves-gestir sem reykja finna nú fyrir banninu því ef þeir fara út í smók þurfa þeir að fara aftur í röðina ef þeir vilja inn aftur. Meira
19. október 2007 | Kvikmyndir | 70 orð | 1 mynd

Alain Delon í Sólmyrkva Antonionis

Á MORGUN kl. 16 sýnir Kvikmyndasafnið Sólmyrkva(L'Eclisse 1962) eftir ítalska meistarann Michelanglo Antonioni. Sólmyrkvi er þriðja og síðasta myndin í þríleik Antonionis. Meira
19. október 2007 | Myndlist | 454 orð | 1 mynd

Andstæður úr vinnustofu Sigurðar Árna

Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is "ÞETTA eru allt saman ný verk og heljarinnar blanda, bæði málverk, vatnslitir, glerverk og skúlptúrar á gólfi úr áli. Meira
19. október 2007 | Fólk í fréttum | 132 orð | 1 mynd

Annuals og of Montreal í bókabúð Máls og menningar

Hljómsveitin of Montreal frá Aþenu í Georgiu-fylki er óvæntur gestur í tónleikaprógrammi bókabúðar Máls og menningar í dag. Meira
19. október 2007 | Bókmenntir | 258 orð | 1 mynd

Aukin sala á bókum Dorisar Lessing

SALA á bókum Dorisar Lessing tók kipp í Bandaríkjunum í síðustu viku, eftir að tilkynnt var að skáldkonan fengi nóbelsverðlaunin í bókmenntum í ár. Meira
19. október 2007 | Tónlist | 491 orð | 2 myndir

Áfram gakk...

Segja má að Iceland Airwaves hafi farið rólega af stað, sæmilega ljúfur fordrykkur áður en lætin bresta á um helgina. Þetta er í fyrsta skipti sem miðvikudagskvöldið er svona viðamikið og ég mæli eindregið með því að þessi háttur verði hafður á áfram. Meira
19. október 2007 | Tónlist | 215 orð | 2 myndir

Á hvaða tónleika ætlar þú?

"Það sem er á planinu mínu núna er að byrja á því að fara á Mr. Silla & Mongoose sem byrja kl. 20 á NASA. Mr. Silla er frábær tónlistarkona og svo hefur hún einstaklega fallega rödd. Meira
19. október 2007 | Tónlist | 351 orð | 1 mynd

Bassaklarinett fyrir styrkinn

Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is VERÐLAUN Styrktarsjóðs Halldórs Hansen voru veitt í fjórða sinn við athöfn í Listaháskóla Íslands í gær. Verðlaunin hlaut Grímur Helgason klarínettleikari. Meira
19. október 2007 | Fólk í fréttum | 46 orð | 1 mynd

Ekki allir sáttir

Borið hefur á töluverðri gremju meðal þeirra hljómsveita og tónlistarmanna sem troðið hafa upp á svokölluðum "Off Venue"-stöðum en svo virðist sem viðkomandi staðir kasti til hendinni þegar skipuleggja á tónleikana. Meira
19. október 2007 | Fólk í fréttum | 52 orð | 1 mynd

Engin svæla

"Þetta er dásamlegt. Maður sér á sviðið, getur andað og þarf ekki að fara í sturtu fyrir svefninn," heyrðist einn Airwaves-gesta segja á miðvikudagskvöldið á NASA og var með því að dásama reykingabannið. Meira
19. október 2007 | Myndlist | 302 orð

Er og verður

"Óður", gjörningur í samvinnu við Ólöfu Björnsdóttur við Reykjavíkurhöfn föstudaginn 12. október. "Talning" í bakgarði Tólf tóna. Lokadagur er 21. október. Meira
19. október 2007 | Tónlist | 214 orð | 1 mynd

Heiðarlegri tónlist

Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is HEIÐAR Örn Kristjánsson hefur verið með fasta stöðu í íslensku rokksenunni allt síðan að hann og félagar hans í Botnleðju sigruðu glæsilega í Músíktilraunum 1995 með hráu, einföldu og nokk einstöku rokki sínu. Meira
19. október 2007 | Fólk í fréttum | 207 orð | 1 mynd

Hverjir voru hvar á Iceland Airwaves?

Hinir fínu og frægu skottast á milli tónlistarþyrsts almúgans á Airwaves eins og gengur. Meira
19. október 2007 | Myndlist | 380 orð | 1 mynd

Listræn sölumennska?

Til 21. október 2007. Opið þri.-su. kl. 11-17. Aðgangur ókeypis. Meira
19. október 2007 | Fólk í fréttum | 36 orð

Ljóstrað upp um Hilton

* Upptök tveggja dularfullra friðarsúlna sem prýddu kvöldhimininn á miðvikudag, í kapp við Friðarsúlu Yoko Ono, eru nú orðin ljós. Komu þær frá veislu sem haldin var við vígslu nýs Hilton-hótels við Suðurlandsbraut. Málið telst... Meira
19. október 2007 | Fólk í fréttum | 308 orð | 1 mynd

Logi Bergmann

Aðalsmaður vikunnar er landsmönnum flestum að góðu kunnur, en hann hefur lesið fréttir á bæði RÚV og Stöð 2, auk þess að hafa séð um spurningaþættina Gettu betur og Meistarann. Nýr þáttur hans, Logi í beinni, hefst á Stöð 2 í kvöld. Meira
19. október 2007 | Kvikmyndir | 447 orð | 1 mynd

Mannbætandi hetjusaga

Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl. Meira
19. október 2007 | Fólk í fréttum | 103 orð | 1 mynd

Með nýjan mann

LEIKKONAN Natalie Portman mætti með nýjan unnusta sinn til að hlusta á Dalai Lama halda fyrirlestur í New York. Nathan Bogle heitir kappinn og voru þau mjög ástfangin að sjá á fyrirlestri Lama, að sögn sjónarvotts. Meira
19. október 2007 | Kvikmyndir | 115 orð | 1 mynd

Miskunnarlaus

ÞRIÐJA Resident Evil-myndin verður frumsýnd hér á landi í dag. Nefnist hún Resident Evil: Extinction . Meira
19. október 2007 | Fólk í fréttum | 135 orð | 1 mynd

Nýtt rapp-stríð í uppsiglingu

Svo virðist sem nýtt rapp-stríð sé í uppsiglingu. Á tónleikum Rottweilerhundanna á Airwaves í fyrrakvöld fluttu Hundarnir fimm mínútna lag þar sem rapparinn Móri var "dissaður" af krafti. Meira
19. október 2007 | Fólk í fréttum | 76 orð | 1 mynd

Orðinn gráhærður

GEORGE Clooney er nú orðinn fyrirmynd Davids Beckhams í hárlit. Fótboltakappinn, sem er frægur fyrir síbreytilegt útlit, hefur viðurkennt að hann finni orðið grá hár meðal sinna ljósu lokka. Meira
19. október 2007 | Fólk í fréttum | 262 orð | 1 mynd

Ólína pússar silfrið

"ÉG hafna þessari goðsögn að það sé erfitt að fá konur til þess að tjá sig og vera með í opinberri umræðu, það er bara ekki tilfellið," segir Ólína Þorvarðardóttir sem er að fara af stað með umræðuþátt þar sem konur verða í aðalhlutverki. Meira
19. október 2007 | Fólk í fréttum | 83 orð | 1 mynd

Reyka í Boston Legal

* Framleiðendur Reyka-vodka sjá nú væntanlega fram á töluverða aukningu í sölu eftir að vel merktri Reyka-flösku sést bregða fyrir í hinum vinsæla þætti Boston Legal. Meira
19. október 2007 | Tónlist | 266 orð

reykjavík reykjavík mælir með ...

Iceland Airwaves Sverrir Bergmann Lídó kl. 20:30 Undanfarin þrjú ár hefur Sverrir Bergmann setið við, samið lög, tekið upp og unnið að útsetningum. Afraksturinn er væntanlegur í verslanir og verður kynntur í kvöld. Samúel J. Samúelsson Big Band Iðnó kl. Meira
19. október 2007 | Bókmenntir | 71 orð | 1 mynd

Sjón og söngur steinasafnarans

ÚT er komin hjá Bjarti ljóðabókin söngur steinasafnarans eftir Sjón. Sjón hóf feril sinn með útgáfu ljóðabókarinnar Sýnir, sumarið 1978. Hann var í fararbroddi ungskálda sem leituðust við að endurnýja íslenska ljóðlist með tækjum súrrealismans. Meira
19. október 2007 | Tónlist | 252 orð | 1 mynd

Skemmtilega oft

Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is ÁRNI Plúseinn, eða Árni Rúnar Hlöðversson, treður upp sjö sinnum á Airwaves þetta árið – og oftar ef hann fær einhverju ráðið. Meira
19. október 2007 | Bókmenntir | 675 orð | 1 mynd

Skrifaði ekki í skúffuna

Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is ARI Jóhannesson læknir hlaut í gær Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar í ár fyrir frumraun sína, ljóðabókina Öskudagar . Meira
19. október 2007 | Tónlist | 265 orð

Söngdansar Richards Rodgers

**** Kristjana Stefánsdóttir og félagar. Sunnudagskvöldið 14.10. 2007. Meira
19. október 2007 | Fólk í fréttum | 94 orð | 1 mynd

Tímarnir okkar uppseld hjá útgefanda

* Já, það fer ekki á milli mála að Sprengjuhöllin er vinsælasta hljómsveit landsins um þessar mundir. Fyrsta upplag að plötunni Tímarnir okkar er uppurið sem þýðir að 3.000 aðdáendur sveitarinnar hafa lagt það á sig að stökkva út í búð og kaupa gripinn. Meira
19. október 2007 | Fólk í fréttum | 108 orð | 1 mynd

Tónleikaferð á döfinni

SÖNGKONAN Kylie Minogue mun fagna fjörutíu ára afmæli sínu á næsta ári með stórri tónleikaferð um heiminn. Hún er nú byrjuð að skipuleggja ferðina sem mun hefjast nokkrum dögum eftir afmæli hennar, 28. maí. Meira
19. október 2007 | Fólk í fréttum | 155 orð | 1 mynd

Vill fjölskyldu

GLÆSIMENNIÐ Matthew McConaughey vill eignast börn með núverandi unnustu sinni, Camillu Alves. Sagt er að hann sé mjög hamingjusamur með hinni 24 ára brasilísku fyrirsætu og vilji eignast fjölskyldu sem fyrst. Meira
19. október 2007 | Kvikmyndir | 174 orð | 1 mynd

Þráir að hitta draumadísina

GAMANMYNDIN The Heartbreak Kid verður frumsýnd í Laugarásbíói, Smárabíói, Borgarbíói Akureyri og Sambíóunum Álfabakka og Keflavík í dag. Í henni leikur Ben Stiller persónuna Eddie sem er logandi hræddur við að enda sem piparsveinn allt sitt líf. Meira

Umræðan

19. október 2007 | Aðsent efni | 419 orð | 1 mynd

Að breyta rétt

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar um borgarstjórnarmálin: "Björn Ingi setti sjálfstæðismönnum afarkosti. Annaðhvort myndu þeir styðja REI-málið alla leið eða að meirihlutasamstarfinu yrði slitið." Meira
19. október 2007 | Blogg | 72 orð | 1 mynd

Einar Kristinn Guðfinnsson | 18. okt. Vel heppnað útboð Nýtt útboð á...

Einar Kristinn Guðfinnsson | 18. okt. Vel heppnað útboð Nýtt útboð á tollkvótum vegna innflutnings á landbúnaðarvörum sem fram fór um síðustu helgi tókst vel. Árangurinn var sá sem að var stefnt. Meira
19. október 2007 | Aðsent efni | 314 orð | 1 mynd

Ég get ekki borið ábyrgð á öllum

Solveiga Urboniene skrifar um þá fordóma sem hún hefur mátt þola frá Íslendingum: "Í dag geta Litháar ekki fengið íbúð á leigu á Íslandi, við fáum ekki vinnu, eða það sem verra er, við erum rekin úr vinnunni. Af hverju? Það er vegna þess að við erum frá Litháen." Meira
19. október 2007 | Aðsent efni | 659 orð | 1 mynd

Grænir hagar kennara eða auðnin ein

Sigurbjörn Sveinsson skrifar um agaleysi og ringulreið í skólum landsins: "Og þá er ekki átt við húsakost eða búnað, sem fylgir skólastarfi, heldur agaleysið og ringulreiðina, sem fer vaxandi í íslenskum skólum." Meira
19. október 2007 | Blogg | 60 orð | 1 mynd

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson | 18. okt. Mislögð gatnamót Nú er lag að...

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson | 18. okt. Mislögð gatnamót Nú er lag að minna nýja borgarstjórnarmeirihlutann á samgöngumálin sem líklega eru lykillinn að framförum í Reykjavík....Taka þarf á forgangi fyrir strætó þannig að þeir komist hraðar yfir. Meira
19. október 2007 | Aðsent efni | 253 orð | 1 mynd

Landsmót æskulýðsfélaga kirkjunnar

Á fjórða hundrað unglinga mun mæta á landsmótið um helgina segir Þorvaldur Víðisson: "Landsmótið er dýrmætur vettvangur æskulýðsfélaga og leiðtoga til að efla starfið, leika og biðja, allt í þeirri gleði sem kirkjan stendur fyrir." Meira
19. október 2007 | Blogg | 374 orð | 1 mynd

Marinó G. Njálsson | 18. október Samræmd próf Í dag er stundin mikla...

Marinó G. Njálsson | 18. október Samræmd próf Í dag er stundin mikla runnin upp. Mæla á samræmt getu 9 ára barna í stærðfræði og íslensku. Meira
19. október 2007 | Blogg | 77 orð | 1 mynd

Ragnar Freyr Ingvarsson | 17. október Risotto ...Þessi réttur var...

Ragnar Freyr Ingvarsson | 17. október Risotto ...Þessi réttur var innblásinn af veitingahúsaferð sem við vinirnir fórum í á Ítalíu fyrir fjórum árum. Meira
19. október 2007 | Aðsent efni | 486 orð | 1 mynd

Vaxandi fordómar á Íslandi

Joanna Dominiczak skrifar í tilefni greinar Unnar Maríu Birgisdóttur: "Neikvæð umfjöllun í fjölmiðlum gagnvart útlendingum hefur í för með sér afleiðingar sérstaklega fyrir okkur – saklaust fólk sem vill ekki annað en að lifa sínu venjulega lífi." Meira
19. október 2007 | Velvakandi | 492 orð | 2 myndir

velvakandi

Falleg föt til fyrirmyndar ÞEGAR maður hefur nógan tíma fer ekki hjá því að litið sé í kringum sig. Það sem vakið hefur furðu mína er hvað fólk yfir sextugt er ótrúlega fínt í tauinu. Meira

Minningargreinar

19. október 2007 | Minningargreinar | 1944 orð | 1 mynd

Ásmundur Björnsson

Ásmundur Björnsson fæddist á Eskifirði 27. júlí 1924. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 10. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristín Elsabet Ásmundsdóttir, f. 1898, d. 1973, og Björn Ingimar Tómas Jónasson, f. 1901, d. 1971. Meira  Kaupa minningabók
19. október 2007 | Minningargreinar | 1217 orð | 1 mynd

Baldur Björnsson

Baldur Björnsson fæddist í Þórunnarseli í Kelduhverfi 14. júlí 1921. Hann lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Uppsölum á Fáskrúðsfirði 11. október síðastliðinn. Faðir Baldurs var Björn Daníelsson frá Ólafsgerði í Kelduhverfi, f. 1882, d. 1969. Meira  Kaupa minningabók
19. október 2007 | Minningargreinar | 1596 orð | 1 mynd

Björn Andrésson

Björn Andrésson fæddist á Snotrunesi á Borgarfirði eystra 3. mars 1919. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum 10. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Andrés Bjarni Björnsson, bóndi á Snotrunesi, f. 10.9. 1893, d. 20. Meira  Kaupa minningabók
19. október 2007 | Minningargreinar | 2963 orð | 1 mynd

Guðrún Anna Kristjánsdóttir

Guðrún Anna Kristjánsdóttir húsmóðir fæddist á Básum í Grímsey 2. september 1931. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 12. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðrún Þórný Jóhannesdóttir, f. 20. ágúst 1896, d. 15. Meira  Kaupa minningabók
19. október 2007 | Minningargreinar | 1844 orð | 1 mynd

Inga Andrésdóttir Straumland

Inga Svava Andrésdóttir Straumland fæddist í Flatey á Breiðafirði 28. mars 1928. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi sunnudaginn 14. október síðastliðinn. Foreldrar Ingu voru Magdalena Sesselja Guðmundsdóttir, f. 1904, d. Meira  Kaupa minningabók
19. október 2007 | Minningargreinar | 645 orð | 1 mynd

Jón Gunnlaugsson

Jón Gunnlaugsson fæddist á Gjábakka í Vestmannaeyjum 20.11. 1920. Hann lést á heilbrigðisstofnuninni í Vestmannaeyjum 13.10. síðastliðinn. Foreldrar hans voru Gunnlaugur Sigurðsson skipstjóri í Vestmannaeyjum, f. í Efra-Hvoli í Hvolhreppi 28.9. 1883, d. Meira  Kaupa minningabók
19. október 2007 | Minningargreinar | 843 orð | 1 mynd

Sigurður Magnús Magnússon

Sigurður Magnús Magnússon vélvirki frá Kirkjubæ fæddist á Akranesi 7. febrúar 1928. Hann andaðist á heimili sínu 10. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Hólmfríður Oddsdóttir, f. 1899, d. 1984 og Magnús Sveinsson, f. 1892, d. 1951. Meira  Kaupa minningabók
19. október 2007 | Minningargreinar | 2455 orð | 1 mynd

Sigurður Tryggvason

Sigurður Tryggvason fæddist í Reykjavík 20. apríl 1985. Hann lést á heimili sínu aðfaranótt 11. október síðastliðins. Foreldrar hans eru hjónin Steinunn Ástvaldsdóttir, f. á Þrándarstöðum í Kjós 31. janúar 1951, og Tryggvi Sigurðsson, f. á Hvammstanga... Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

19. október 2007 | Sjávarútvegur | 539 orð | 1 mynd

Er reynsla sjómanna lygi?

HART var deilt á stofnstærðarmat Hafrannsóknastofnunarinnar á aðalfundi Landssambands smábátaeigenda í gær. Tillögur stofnunarinnar um 130.000 tonna hámarksafla voru sagðar í hróplegu ósamræmi við reynslu sjómanna. Meira
19. október 2007 | Sjávarútvegur | 317 orð | 1 mynd

Stofnstærðarmat LS ótrúverðugt

"ÉG VERÐ að viðurkenna og segja hér hreinskilnislega að það stofnstærðarmat sem Landssamband smábátaeigenda leggur til grundvallar því að fara nær 100 þúsund tonnum fram úr veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinnar finnst mér afskaplega... Meira

Viðskipti

19. október 2007 | Viðskiptafréttir | 320 orð | 1 mynd

Askar Capital í stórverkefni á Indlandi

Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl. Meira
19. október 2007 | Viðskiptafréttir | 140 orð | 1 mynd

Aukin tækifæri í Japan

SENDIRÁÐ Íslands í Japan efndi nýlega til viðskiptaþings þar í landi í samvinnu við japansk-íslenska verslunarráðið í Japan, Glitni og Fjárfestingastofu Japans. Frá þessu greinir í Stiklum utanríkisráðuneytisins. Meira
19. október 2007 | Viðskiptafréttir | 125 orð

Gróði SAP jókst um 10%

SAP, einn stærsti hugbúnaðarframleiðandi heims, hagnaðist um 408 milljónir evra á þriðja ársfjórðungi, jafnvirði um 35 milljarða króna, borið saman við 370 milljónir evra á sama tímabili í fyrra. Meira
19. október 2007 | Viðskiptafréttir | 144 orð | 1 mynd

Hyggst efla nýsköpun og þróun í þjónustugreinum

BJÖRGVIN Sigurðsson viðskiptaráðherra var gestur á morgunfundi Samtaka verslunar og þjónustu, SVÞ, í gær þar sem hann um leið opnaði endurbættan vef samtakanna, www.svth. Meira
19. október 2007 | Viðskiptafréttir | 99 orð

Selur öll bréf sín í New York Times

FJÁRFESTINGARBANKINN Morgan Stanley hefur selt öll hlutabréf sín í bandaríska dagblaðinu New York Times, að því er segir á fréttavef Bloomberg. Meira
19. október 2007 | Viðskiptafréttir | 146 orð | 1 mynd

Skoða sölu hluta af AMR

STJÓRNENDUR AMR Corp. hafa nú viðrað þann möguleika að selja frá sér hluta af starfsemi félagsins eins og til að mynda flugfélagið American Eagle, sem flýgur á áfangastaði í Bandaríkjunum, Kanada og Karabíska hafinu. Meira
19. október 2007 | Viðskiptafréttir | 84 orð | 1 mynd

Stjórnarformaður Deloitte

KNÚTUR Þórhallsson hefur verið kjörinn stjórnarformaður hjá Deloitte. Hjá fyrirtækinu starfar Knútur sem endurskoðandi auk þess sem hann er einn af eigendum fyrirtækisins. Knútur er löggiltur endurskoðandi og viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Meira
19. október 2007 | Viðskiptafréttir | 105 orð | 1 mynd

Stoðir Group verða Landic Property

FRÁ OG með gærdeginum heita Stoðir Group Landic Property en félagið varð til við samruna Stoða , Atlas Ejendomme og Keops . Meira
19. október 2007 | Viðskiptafréttir | 319 orð | 1 mynd

Velta smásölu dregst saman

VELTA í smásöluverslun í september var 11,5% minni en í ágúst á breytilegu verðlagi, að því er kemur fram í fréttatilkynningu frá Rannsóknarsetri verslunarinnar hjá Háskólanum á Bifröst Velta í dagvöruverslun jókst um 5% í september miðað við sama tíma... Meira
19. október 2007 | Viðskiptafréttir | 89 orð

Þær norrænu lækka

ÚRVALSVÍSITALA OMX á Íslandi lækkaði um 1% í gær og stendur vísitalan nú í 8.385 stigum . Umtalsverð lækkun varð á öllum norrænu hlutabréfavísitölunum eða nálægt 1,6% nema í kauphöll OMX í Helsinki. Meira

Daglegt líf

19. október 2007 | Daglegt líf | 71 orð | 1 mynd

Af hálsi Maríu Antoinette

Perlurnar sem hér sjást prýddu eitt sinn háls Maríu Antoinette síðustu drottningar Frakklands. Perlurnar sendi hún til Bretlands með vinkonu sinni Lafði Sutherland á tímum frönsku byltingarinnar. Meira
19. október 2007 | Daglegt líf | 137 orð

Af kúm og minnismiða

Hákon Aðalsteinsson skógarbóndi orti kveðjukvæði til Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar borgarstjóra: Situr Villi sár og hryggur, sefur illa um nætur. Framsókn enn í leyni liggur, litla barnið grætur. Bakherbergja bráður vandi, bræðralagið klýfur. Meira
19. október 2007 | Daglegt líf | 221 orð | 1 mynd

Á misjöfnu þrífast börnin best

SMÁVEGIS skammtur af óhreinindum gæti verið besta lyfið gegn ofnæmi í börnum því rannsóknir benda til að fjölgun ofnæmistilfella meðal barna megi rekja til dauðhreinsaðs umhverfis allt í kringum okkur. Meira
19. október 2007 | Daglegt líf | 73 orð | 1 mynd

Björgunarhundur

UPPFINNINGASEMI manna virðast stundum enginn takmörk sett er kemur að því að finna upp nýjar "nauðsynjavörur". Konan á myndinni er starfsmaður fyrirtækisins Sidereal Co. Meira
19. október 2007 | Daglegt líf | 625 orð | 2 myndir

Fjölskyldustemning í forgangi

Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Uppskrift að góðri helgi er í faðmi fjölskyldunnar. Meira
19. október 2007 | Daglegt líf | 610 orð | 4 myndir

Frönsk í fríhöfninni

Eftir Steingrím Sigurgeirsson sts@mbl.is Úrval vandaðra vína í fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli er orðið ansi athyglisvert og þar má fá mörg spennandi vín sem ekki eru fáanleg í hinum hefðbundnu vínbúðum. Meira
19. október 2007 | Daglegt líf | 987 orð | 4 myndir

Matreiðslumaður ársins fetaði í fótspor mömmu

Þráinn Freyr Vigfússon sigraði um síðustu helgi í keppninni um matreiðslumann ársins. Hann sagði Guðbjörgu R. Guðmundsdóttur að ferilinn hefði hann byrjað í eldhúsi á Sauðárkróki. Meira
19. október 2007 | Daglegt líf | 562 orð | 3 myndir

mælt með...

Út í kuldann Nú þegar rúm vika er í fyrsta vetrardag mega Frónbúar búast við alls konar veðratilbrigðum í náttúrunni. Meira
19. október 2007 | Daglegt líf | 175 orð | 1 mynd

Slæm sambönd heilsuspillandi

UPPSÖFNUÐ streita, sem oft er fylgifiskur slæmra sambanda, getur aukið hættu á hjartakvillum, að því er ný rannsókn bendir til. Meira

Fastir þættir

19. október 2007 | Árnað heilla | 44 orð | 1 mynd

60 ára afmæli. Hjónin Eygló Eymundsdóttir og Jakob Ólason ætla að fagna...

60 ára afmæli. Hjónin Eygló Eymundsdóttir og Jakob Ólason ætla að fagna sextugsafmælum sínum sameiginlega laugardaginn 20. október. Þau munu taka á móti vinum og vandamönnum í Artes-salnum á Reykjavíkurvegi 74 í Hafnarfirði, frá kl. Meira
19. október 2007 | Fastir þættir | 154 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is

Misheppnað útspilsdobl. Meira
19. október 2007 | Árnað heilla | 39 orð | 1 mynd

Gullbrúðkaup | Hjónin Þorbjörg Pálsdóttir og Eyjólfur Eysteinsson...

Gullbrúðkaup | Hjónin Þorbjörg Pálsdóttir og Eyjólfur Eysteinsson Suðurgötu 5, Keflavík, eiga gullbrúðkaup í dag, 19. október. Þau verða ekki heima á Fróni til þess að fagna þessum tímamótum en þau eru á ferðalagi um Evrópu um þessar... Meira
19. október 2007 | Í dag | 17 orð | 1 mynd

Í öllum regnbogans litum

ÞESSI fallegi regnbogi myndaðist yfir St. Peter und Paul-kirkjunni í þorpinu Klein-Auheim sunnan við Frankfurt í... Meira
19. október 2007 | Í dag | 14 orð

Orð dagsins: Verið því óhræddir, þér eruð meira verðir en margir...

Orð dagsins: Verið því óhræddir, þér eruð meira verðir en margir spörvar. (Mt. 10,31. Meira
19. október 2007 | Fastir þættir | 130 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is

1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. f3 d5 4. cxd5 Rxd5 5. e4 Rb6 6. Rc3 Bg7 7. Be3 O-O 8. Dd2 Rc6 9. O-O-O f5 10. h4 fxe4 11. h5 gxh5 12. Hxh5 Bf5 13. Hg5 Bg6 14. Be2 e5 15. d5 Rd4 16. fxe4 c6 17. dxc6 Rxc6 18. De1 Df6 19. Dg3 Rd4 20. Bh5 Bxh5 21. Hxh5 Hac8 22. Meira
19. október 2007 | Í dag | 121 orð | 1 mynd

Spurter... ritstjorn@mbl.is

1 Listaverkið Fivefold eye fór á metverði á uppboði. Hver er höfundur verksins? 2 Einn þekktasti stjórnmálamaður Pakistans snýr heim úr langri útlegð. Hvert er nafnið? 3 Enn og aftur nær hljómsveit efsta sætinu bæði á tón- og lagalistanum. Meira
19. október 2007 | Í dag | 328 orð | 1 mynd

Tengsl fáfræði og fordóma

Kristín Elva Viðarsdóttir fæddist í Reykjavík 1973. Hún lauk stúdentsprófi í Svíþjóð 1992, BEd-gráðu frá Kennaraháskóla Íslands 1997, MEd-gráðu frá sama skóla 2006, BA-gráðu í sálfræði frá HA 2007 og stundar nú Cand.Psych-nám við HÍ. Meira
19. október 2007 | Fastir þættir | 225 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar | vikverji@mbl.is

Víkverji á sér ýmsa uppáhaldsstaði í Reykjavík, en fáir eru honum kærari en Þjóðarbókhlaðan. Að koma inn í slíka bókhlöðu er upplífgandi og dvölin betrunarvist. Meira

Íþróttir

19. október 2007 | Íþróttir | 393 orð | 1 mynd

Bestir á vellinum í sumar

GUNNLEIFUR Gunnleifsson, markvörður HK, og Helgi Sigurðsson, framherji úr Val, urðu efstir og jafnir í einkunnagjöf Morgunblaðsins í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í sumar. Meira
19. október 2007 | Íþróttir | 163 orð

Forráðamenn Stabæk ósáttir

FORRÁÐAMENN norska liðsins Stabæk eru ekki sáttir við vinnubrögð Knattspyrnusambands Íslands vegna meiðsla Veigars Páls Gunnarssonar. Meira
19. október 2007 | Íþróttir | 340 orð | 2 myndir

Fólk folk@mbl.is

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik tapaði fyrir Hollendingum, 24:22, í fyrsta leiknum á alþjóðlegu móti sem hófst í Rotterdam í gærkvöld. Meira
19. október 2007 | Íþróttir | 351 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Samuel Eto'o , framherji Barce lona , hefur fengið spænskt ríkisfang sem hann hefur samhliða því kamerúnska. Þar af leiðandi telst Eto'o ekki lengur til útlendinga í spænskri knattspyrnu. Meira
19. október 2007 | Íþróttir | 138 orð

Griffin fór á kostum

GRINDVÍKINGAR lögðu Íslandsmeistara KR að velli í bráðfjörugum leik í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í gærkvöld, 109:100, þar sem úrslitin réðust á frábærum endaspretti Grindvíkinga í lokin. Meira
19. október 2007 | Íþróttir | 163 orð

Höskuldur ræðir við FH

HÖSKULDUR Eiríksson, fyrirliði knattspyrnuliðs Víkings síðustu árin, mun eiga annríkt í dag. Hann gengst undir aðgerð á ökkla og sest síðan að samningaborðinu með bikarmeisturum FH. Meira
19. október 2007 | Íþróttir | 592 orð

ÍR – Tindastóll 93:74 Seljaskóli, úrvalsdeild karla, Iceland...

ÍR – Tindastóll 93:74 Seljaskóli, úrvalsdeild karla, Iceland Express-deildin, fimmtudag 18. okt. 2007. Gangur leiksins : 0:3, 2:9, 8:16, 14:19 , 21:28, 27:29, 32:31, 34:36 , 43:42, 51:44, 59:49, 64:54 , 71:56, 77:61, 80:71, 88:71, 93:74. Meira
19. október 2007 | Íþróttir | 278 orð

Leikstaðirnir í forkeppni ÓL ákveðnir

ÁKVEÐIÐ hefur verið að leikið verði í Danmörku, Frakklandi og Póllandi í forkeppni Ólympíuleikanna í handknattleik karla næsta vor. Upp úr þessari forkeppni vinna sex þjóðir sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum sem fram fara í Peking í ágúst á næsta... Meira
19. október 2007 | Íþróttir | 976 orð | 4 myndir

Líður hvergi betur en í marki í fótboltaleik

TVEIR leikmenn Landsbankadeildar karla í knattspyrnu urðu efstir og jafnir í einkunnagjöf Morgunblaðsins í sumar. Þetta eru Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður HK, og Helgi Sigurðsson, sóknarmaður úr Val. Hvor um sig fékk 16 emm fyrir árangur sumarsins. Meira
19. október 2007 | Íþróttir | 952 orð | 1 mynd

"Sagan hjálpar ekkert"

NJARÐVÍKINGAR eru efstir í úrvalsdeildinni í körfuknattleik með fjögur stig eftir tvo leiki eftir sigur á Þór, 101:73, á Akureyri í gærkvöld. Í Seljaskóla unnu ÍR-ingar góðan sigur á nýliðum Tindastóls, 93:74, en þessir leikir voru alls ekki eins ójafnir og lokatölurnar gætu gefið til kynna. Meira
19. október 2007 | Íþróttir | 924 orð | 1 mynd

Þetta var þungt högg

"ÞAÐ var mjög þungt högg að horfa upp á íslenska landsliðið fá á sig annað og þriðja markið og tapa leiknum í Liechtenstein á þennan hátt. Meira

Bílablað

19. október 2007 | Bílablað | 109 orð | 1 mynd

Á breytingaskeiði vilja menn helst Porsche

Porsche Boxster er sá bíll sem miðaldra karlar á breytingaskeiði vildi helst eignast, samkvæmt rannsókn sem náði til 3.000 karla á aldrinum 35-45 ára. Fjórðungur þeirra, eða 23%, valdi Boxster sem eftirsóknarverðasta bílinn. Meira
19. október 2007 | Bílablað | 389 orð | 2 myndir

Citroën fer aftur til framtíðar

Eftir Ingvar Örn Ingvarsson ingvarorn@mbl. Meira
19. október 2007 | Bílablað | 548 orð | 2 myndir

Formúluvertíðin kostar 250 milljarða

Eftir Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Láta mun nærri að 290 milljónir manns fylgist með útsendingum frá móti í Formúlu-1 en vertíðinni í ár lýkur um helgina í Interlagos-brautinni í Sao Paulo í Brasilíu. Meira
19. október 2007 | Bílablað | 197 orð | 2 myndir

Framandi bílasýning í Tókýó

Það má búast við mjög forvitnilegri sýningu frá japönsku bílaframleiðendunum á bílasýningunni í Tókýó sem hefst í næstu viku. Meira
19. október 2007 | Bílablað | 377 orð | 4 myndir

Hamilton kemur vel út í tölulegum samanburði

Lewis Hamilton hjá McLaren skákar bæði liðsfélaga sínum Fernando Alonso og Kimi Räikkönen hjá Ferrari í alls konar tölfræðilegum samanburði. Hann hefur keppt 16 sinnum í Formúlu-1 og unnið fjögur mótanna eða 25% þeirra. Meira
19. október 2007 | Bílablað | 152 orð | 1 mynd

Hraðabyssur vanstilltar mánuðum saman

Lögreglan í Suður-Kent á Englandi hefur viðurkennt að bílstjórar sem sektaðir hafa verið fyrir hraðakstur undanfarna fjóra mánuði kunni að vera saklausir. Allir voru þeir gripnir með geislamæli sem haldið er á, svonefndum hraðabyssum. Meira
19. október 2007 | Bílablað | 203 orð | 1 mynd

Kemst langt á lítranum

Starfsmenn Nissan í Bretlandi tóku sig til nýverið og óku nýjum 1,5dCi Nissan Qashqai sem leið lá langsum eftir stóra Bretlandi, frá suðri til norðurs. Meira
19. október 2007 | Bílablað | 246 orð | 1 mynd

Ósvikinn lúxus

Hönnun, handverk og efni í hæsta gæðaflokki eru það sem ákvarðar lúxus í nútímabílum. Meira
19. október 2007 | Bílablað | 244 orð | 1 mynd

Renault víkur af stalli

Kappakstur helgarinnar í Sao Paulo í Brasilíu markar endalok tveggja ára veldis Renaultliðsins sem heimsmeistara bílsmiða. Geta keppnisbíla franska liðsins hefur ekki verið svipur hjá sjón í ár miðað við undanfarin ár. Meira
19. október 2007 | Bílablað | 576 orð | 1 mynd

Rúlluvippur

Leó M. Jónsson vélatæknifræðingur svarar fyrirspurnum á leoemm@simnet.is (Ath. Bréf geta verið stytt). Eldri spurningar og svör eru birt á www.leoemm. Meira
19. október 2007 | Bílablað | 632 orð | 8 myndir

Rúmgóður fjölskyldubíll

Það fer ekki á milli mála að hinn sjö sæta Kia Carnival er hannaður fyrst og fremst með fjölskylduna í huga og allt það sem fjölskylduakstur getur hugsanlega kallað á. Þar af leiðandi ber að skoða bílinn sem slíkan, þ.e.a.s. skoða hagnýti hans í t.d. Meira
19. október 2007 | Bílablað | 153 orð | 1 mynd

Stórfenglegur heimur BMW

Stór og glæsileg höll úr stáli og gleri var opnuð með hátíðlegri viðhöfn í München í gær. Höllin ber hið mikilfenglega nafn "BMW Welt" eða "Heimur BMW" en eins og nafnið gefur til kynna er höllin í eigu þýska bílaframleiðandans BMW. Meira
19. október 2007 | Bílablað | 225 orð | 1 mynd

Styttist í vetrarríkið

Bráðum hefur vetur konungur innreið sína og er eins gott fyrir ökumenn að vera vel útbúnir. Skiptir þá sem fyrr einna mestu máli að hafa vönduð dekk undir fjölskyldubílnum. Meira
19. október 2007 | Bílablað | 287 orð | 1 mynd

Tæknibúnaður í bílum varhugaverður?

Nýr bíll er í dag hlaðinn auka- og öryggisbúnaði, svo miklu af honum reyndar að upptalning búnaðar fyrir nútíma bíl kemst ekki lengur fyrir á einni A4-síðu. Meira
19. október 2007 | Bílablað | 144 orð | 1 mynd

Vara við villum í GPS-staðsetningartækjum

Sýsluráðið í Shropshire á Englandi hefur orðið fyrst héraðsstjórna til að reisa skilti við vegi til að vara ökumenn við villum í GPS-leiðsögutækjum sem eiga til að leiða þá út í ógöngur. Meira
19. október 2007 | Bílablað | 131 orð

Vill viðvaranir um skaðsemi í alla bíla

Nái frumvarp fram að ganga í Evrópuþinginu verða bílar seldir í Evrópu í framtíðinni með viðvörunarmiða á borð við þá sem er að finna á vindlingapökkum þar sem dregin er fram skilvirkni eldsneytisnotkunar og koltvíildislosun viðkomandi bifreiðar. Meira

Ýmis aukablöð

19. október 2007 | Blaðaukar | 401 orð | 2 myndir

100% náttúrulegar jurtir

Aubrey Organics er nýtt vörumerki sem numið hefur land á Íslandi en hefur í 40 ár verið skrefi framar í náttúrulegri húð-, hár- og líkamsumhirðu. Eins og segir í fréttatilkynningu frá Heilsu ehf sem er umboðsaðili vörumerkisins hér á landi. Meira
19. október 2007 | Blaðaukar | 621 orð | 1 mynd

Andlitið út á við

Eftir Kristínu Sólveigu Kristjánsdóttur kristin.solveig@hotmail.com Það að vera unglingur er nógu hressilegt verkefni með tilheyrandi efasemdum um eigið ágæti þó ekki bætist við unglingabólur. Meira
19. október 2007 | Blaðaukar | 391 orð | 3 myndir

Brún og frískleg í vetur – án sólar

Brúnkukrem hafa verið í sífelldri þróun frá því að þau komu fyrst á markaðinn fyrir nokkrum árum og fyrir föla eyjaskeggja í norðurhöfum, bæði konur og karla, eru þau sannkölluð himnasending, sérstaklega eftir að ljóst varð að útfjólubláir geislar bæði... Meira
19. október 2007 | Blaðaukar | 293 orð | 6 myndir

Dekurrófur verða dásamlegar konur

Heimilið er griðastaður okkar í tilverunni, staður þar sem við eigum að finna til vellíðunar, dekra við okkur. Meira
19. október 2007 | Blaðaukar | 269 orð | 13 myndir

Ertu búin að uppfæra snyrtibudduna 2007 | 2008?

Uppfærslur á hinu og þessu eru samgrónar nútímasamfélagi. Við konur köllum það tísku þegar föt og snyrtivörur eru annars vegar. Karlmenn kalla það hins vegar tækninýjungar þegar í hlut eiga bílar og tæki. Meira
19. október 2007 | Blaðaukar | 747 orð | 6 myndir

Farði er furðuverk sem þarf að læra á!

Það finnst mörgum konum erfitt að velja rétta farðann og vita ekki alveg hvernig þær eiga að bera sig að. Unnur H. Jóhannsdóttir spurði Sigurbjörgu Arnarsdóttur förðunarfræðing nokkurra grundvallarspurninga í þeim fræðum. Meira
19. október 2007 | Blaðaukar | 371 orð | 6 myndir

Fegurð er afstæð

Í nútímasamfélagi er oftar en ekki mikið ósamræmi á milli krafna samfélagsins, sem í besta falli getur verið skondið hafi fólk kímnigáfu fyrir ólíkindunum en í versta falli getur það valdið andlegum og líkamlegum óþægindum, jafnvel veikindum, reyni fólk... Meira
19. október 2007 | Blaðaukar | 346 orð | 1 mynd

Fegurð kostar erfiði – líka fyrir karlmenn

Eftir Unni H. Jóhannsdóttur uhj@mbl.is Rakspíri eru ekki lengur það sem karlmenn geta treyst á til þess að bjóða af sér góðan þokka og lokka jafnvel til sín konur. Meira
19. október 2007 | Blaðaukar | 20 orð | 4 myndir

Frá hversdegi til kvöldförðunar

Brúngyltir, grænir, bleikir og gráir litir njóta sín jafn vel í hversdagsförðun sem kvöldmálun - áherslurnar eru bara örlítið aðrar. Meira
19. október 2007 | Blaðaukar | 132 orð | 5 myndir

Fyrir hann og hana

Fjölmörg tískuhús og merki hanna ilmvatn bæði fyrir hann og hana. Það er nú ósköp sætt fyrir hjón eða kærustupar að eiga ilmvatn í stíl á fallegri baðhillu eða borði, enda eru nú mörg ilmvatnsglösin svo fallega hönnuð að þau eru fallegustu skreytimunir. Meira
19. október 2007 | Blaðaukar | 51 orð | 14 myndir

Glans og glamúr

Eftir Hildi Ingu Björnsdóttur hildur@xirena.is Í vetur er kvenleikinn undirstrikaður með glansi og glitri í fatnaði, skóm og fylgihlutum, s.s. prentmynstri, pallíettum og glitþráðum. Meira
19. október 2007 | Blaðaukar | 489 orð | 5 myndir

Gleraugun skapa andlitið

Í dag eru gleraugu ekki aðeins sjónhjálpartæki, þau eru ekki síður eins og skartgripir. Nicki Pfau stílisti hjá Opticial Studio leiddi Unni H. Jóhannsdóttur í allan sannleika um það. Meira
19. október 2007 | Blaðaukar | 51 orð | 4 myndir

Handhægar handtöskur

Nettar handtöskur, sem falla vel að líkamanum og fara vel við fallega yfirhöfn fara aldrei úr tísku og sumar konur kjósa ekkert annað. Þær hafa einfaldlega komið sér upp mínimalísku lífi í handtöskunni, svo þar kemst allt sem þær þurfa á að halda yfir daginn – og jafnvel um kvöldið líka. Meira
19. október 2007 | Blaðaukar | 724 orð | 6 myndir

Heimahúðmeðferðir aðþrengdra eiginkvenna

Eftir Unni H. Jóhannsdóttur uhj@mbl. Meira
19. október 2007 | Blaðaukar | 19 orð | 1 mynd

Hælaháir draumar

Hælaháir skór með örmjóum hæl og hvassri tá eru mjög áberandi í vetur, ekki síst lakkskór, gylltir og silfraðir Meira
19. október 2007 | Blaðaukar | 363 orð | 7 myndir

Hættum að plokka!

Eftir Sigurbjörgu Arnarsdóttur sibba@mbl. Meira
19. október 2007 | Blaðaukar | 586 orð | 6 myndir

Ímynd karlmennskunnar og snyrtivörur

Nútímakarlmaðurinn er að verða annálaður snyrtipinni við góðar undirtektir margra. Ingvar Örn Ingvarsson kannaði tengsl karlmennskunnar og notkun snyrtivara og hvar skórinn kreppi helst að. Eru rakakrem nauðsynleg fyrir karlmenn og er það satt að sumir noti naglalakk? Meira
19. október 2007 | Blaðaukar | 553 orð | 7 myndir

Karlmenn gerast kaldari í sokkakaupum

Eftir Ingvar Örn Ingvarsson ingvarorn@mbl. Meira
19. október 2007 | Blaðaukar | 41 orð | 8 myndir

Köflóttir, röndóttir, rósóttir

Hnésokkar eru ómissandi með kvartbuxum í vetur og fást í öllum litum og gerðum og reyndar líka flottir við pils og kjóla. Einlitir sokkar eru alltaf klassískir en einnig er gaman að brjóta upp stílinn með sterkum litum og allavega mynstrum. Meira
19. október 2007 | Blaðaukar | 159 orð | 4 myndir

Láttu vel að því sem þú stendur á!

Á veturna eru fæturnir sjaldnast sýnilegir. Þeir eru skiljanlega huldir sokkum og skóm í oft fimbulkulda, slagveðri eða næðingi vetrarkonungsins. En fæturnir þurfa ekki síður á umhirðu að halda þessa köldustu mánuði en þegar sólin skín og við viljum sýna tærnar. Meira
19. október 2007 | Blaðaukar | 575 orð | 8 myndir

Leyndarmál ljómandi andlitshúðar

Það er svo ótalmargt sem vita þarf um umhirðu andlitshúðarinnar og hreinsun hennar. Hver er svo munurinn á dag- og kvöldkremum og notkun þeirra? Unnur H. Jóhannsdóttir spurði og Hildur Ingadóttir snyrtifræðingur svaraði. Meira
19. október 2007 | Blaðaukar | 514 orð | 4 myndir

Litirnir heilla og sköpunin

Eftir Unni H. Jóhannsdóttur uhj@mbl.is Sara Valný Sigurjónsdóttir hannar skemmtilega skargripi bæði úr plasti og við. Hvað ertu búin að vera hanna þessa skartgripi lengi og hvað kom til að þú fórst að hanna skartgripi? Meira
19. október 2007 | Blaðaukar | 201 orð | 5 myndir

Meðferðir fyrir appelsínuhúð og erfiðu svæðin

Á NordicaSpa er lögð höfuð áhersla á gæði og persónulega þjónustu í björtu og fallegu umhverfi," segir Ragnheiður Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Nordica Spa. Meira
19. október 2007 | Blaðaukar | 246 orð | 8 myndir

Nýjustu línurnar frá Intercoiffure

Í París eru forkunnarfögur sköpunarverk gjarnan sýnd, í háborginni koma hönnuðir saman og sýna nýjustu straumana í tískunni, framtíðarsýnina, fegurðina. Meira
19. október 2007 | Blaðaukar | 112 orð | 1 mynd

Origin- línan

A Perfect World frá Origin andlitsmaskinn er rakagefandi maski sem byggir upp húðina á meðan þú sefur svo hún verður mjúk, slétt og fær aukinn ljóma. Maskinn kemur í veg fyrir skemmdir í húðinnni af völdum sindurefna en hann inniheldur m.a. Meira
19. október 2007 | Blaðaukar | 332 orð | 1 mynd

Pabbaskrúbb

Eftir Kristínu Sólveigu Kristjánsdóttur kristin.solveig@hotmail.com Fram að því að metrómaðurinn kom fram á sjónarsviðið í lok tuttugustu aldarinnar voru húðsnyrtivörur fyrir karlmenn nánast óþekkt fyrirbæri. Meira
19. október 2007 | Blaðaukar | 460 orð | 2 myndir

"Mikið er hárið á þér fínt"

Eftir Unni H. Jóhannsdóttur uhj@mbl.is Haddurinn getur verið höfuðprýði en til þess þarf að hirða hann og meðhöndla á réttan hátt. Það þarf að verja hárið eins og húðina svo það verði heilbrigt og glansandi og mataræði skiptir að sjálfsögðu einnig máli. Meira
19. október 2007 | Blaðaukar | 120 orð | 17 myndir

Rómantík sjötta áratugarins í vetrartísku

Eftir Hildi Ingu Björnsdóttur hildur@xirena.is Rómantíkin svífur yfir vötnum í vetrartískunni með áhrifum frá sjötta áratugnum. Kvenlegar yfirhafnir í stíl Audrey Hepburn eru vinsælar, ýmist aðsniðnar eða útvíðar með fellingum í bakið. Meira
19. október 2007 | Blaðaukar | 925 orð | 5 myndir

Slökun og fegurð að auki

Eru andlitsböð óþarfa pjatt, besta slökunin eða leyndarmálið á bak við fallega og geislandi húð? Hrund Hauksdóttir velti fyrir sér áhrifamætti andlitsbaða. Meira
19. október 2007 | Blaðaukar | 165 orð | 1 mynd

Sprungnar, þurrar varir

Þurrar, sprungnar varir eru ekki þokkafullar – og í vetrarkuldanum verður að verjast þeim ófögnuði og óþægindum sem hann hefur í för með sér af fullum þunga. Kuldaboli er vondur óvinur húðarinnar og líka varanna sem og snögg veðraskipti. Meira
19. október 2007 | Blaðaukar | 791 orð | 3 myndir

Töfravatnið sem táldregur

Bara ilmurinn getur dregið á tálar, verið svo töfrandi, laðað að og lokkað aðrar manneskjur. Það er þó ekki svo langt síðan evrópskar konur og karlmenn uppgötvuðu töfravatnið þokkafulla – ilmvatnið. Unnur H. Jóhannsdóttir grúskaði í sögu þessa sérstaka vatns. Meira
19. október 2007 | Blaðaukar | 1218 orð | 5 myndir

Úr - stöðutákn (nú)tímans

Eftir Ingvar Örn Ingvarsson ingvarorn@mbl.is Armbandsúr eru líklega á meðal algengustu skartgripa karlmanna og hefur svo verið um nokkuð langt skeið. Meira
19. október 2007 | Blaðaukar | 500 orð | 3 myndir

Vald veskjanna

Þær skilja þau ekki við sig, enda er í þeim líf þeirra, leyndarmál og yndi. Þar sem er kona, þar er veski en láttu þig bara dreyma um að fá að kíkja ofan í það. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.