Greinar þriðjudaginn 5. janúar 2010

Fréttir

5. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 495 orð | 2 myndir

Andstaða við lokun skóla

„Þjóðstjórnin“ í Borgarbyggð sprakk þegar oddviti Borgarlistans skildi fulltrúa hinna flokkanna eftir með viðkvæma og umdeilda tillögu um lokun skóla og sparnað í fræðslumálum. Meira
5. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 137 orð

„Ljóti missirinn ef ég hefði farið“

„ÉG er alveg í góðu lagi, en það var heppni að ég náði að koma mér ómeiddum út. Meira
5. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 71 orð | 1 mynd

Björgvin valinn Íþróttamaður Dalvíkur tíunda árið í röð

Skíðakappinn knái, Björgvin Björgvinsson , hefur verið valinn Íþróttamaður Dalvíkur árið 2009. Það telst til tíðinda í sambandi við valið, að þetta er tíunda árið í röð sem Björgvin hlýtur sæmdarheitið. Björgvin æfir íþrótt sína allt árið. Meira
5. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 123 orð | 1 mynd

Bækur seldust vel fyrir jólin

ÞEIR Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins og Pétur Már Ólafsson, útgefandi hjá Bjarti-Veröld, eru báðir á því að jólavertíðin í bóksölu þetta árið hafi verið góð og jafnframt hafi árið heilt yfir verið gott. Meira
5. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 161 orð

Dagsmet í desember

TÍÐARFAR var hagstætt í desember og óvenjuhlýtt var á landinu 11. og 12. Nýtt hámarksdagsmet fyrir landið var sett 12. desember er hiti komst í 15,1 stig á sjálfvirku stöðinni á Skjaldþingsstöðum, eldra hámark þennan dag var 14,5 stig. Meira
5. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 259 orð

Erlendar eignir ýktar?

Eftir Ívar Pál Jónsson ivarpall@mbl.is ERLEND staða þjóðarbúsins er sennilega hundruðum milljarða króna lakari en tölur Seðlabankans sýna. Meira
5. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 95 orð | 1 mynd

Framsókn í samskiptum við kommúnista í A-Berlín

TÖLUVERÐ samskipti voru milli Framsóknarflokksins og Bændaflokksins í A-Þýskalandi á tímum kalda stríðsins. Bændaflokkurinn var að nafninu til sjálfstæður stjórnmálaflokkur, en starfaði í skjóli og undir stjórn austurþýska kommúnistaflokksins. Meira
5. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 185 orð

Fær skaðabætur fyrir ólöglega frelsissviptingu

HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða unglingsstúlku 300 þúsund krónur í bætur fyrir ólöglega frelsissviptingu. Meira
5. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 577 orð | 2 myndir

Gósentíð hjá flokkunum árið 2006

Frá 2002 til 2006 fengu fjórir stærstu stjórnmálaflokkarnir samtals 784 milljónir í styrki frá lögaðilum og einstaklingum. Hæstu styrkina þáðu þeir árið 2006 áður en ný lög gengu í gildi. Meira
5. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 331 orð

Grunur um að brennuvargur gangi laus á Suðurnesjum

Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is LÖGREGLAN á Suðurnesjum vinnur nú að rannsókn á íkveikjum sem hafa verið tíðar í umdæminu. Grunur leikur á að brennuvargur gangi laus. Enginn hafði verið handtekinn vegna íkveikjanna síðdegis í gær. Meira
5. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 65 orð

Hitafundur í Eyjum

HÁTT í 100 manns mættu á fund skipstjóra- og stýrimannafélagsins Verðandi og Sjómannafélagsins Jötuns, sem haldinn var í Alþýðuhúsinu í Vestmannaeyjum 30. desember sl. Meira
5. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 154 orð | 1 mynd

Hægt að færa íbúðalán í 110% af markaðsvirði

VÐSKIPTAVINUM Landsbankans stendur nú til boða að færa íbúðalán bæði í erlendri mynt og íslenskum krónum niður í 110% af markaðsvirði eignar. Meira
5. janúar 2010 | Erlendar fréttir | 508 orð | 1 mynd

Hæsta bygging heims í notkun í miðborg Dubai

Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is HÆSTA bygging heims, Burj Dubai, var tekin í notkun með mikilli viðhöfn í miðborg Dubai í gær þrátt fyrir gríðarlegan skuldavanda furstadæmisins. Meira
5. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 203 orð

Inneignin hjá Nova hvarf á gamlársdag

VIÐSKIPTAVINUR Nova varð heldur óhress á gamlársdag þegar hann hugðist nýta afganginn af svokallaðri frelsisinneign sinni til að hringja nokkur símtöl í gsm-síma sínum. Meira
5. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 24 orð

Kosningar árið 2010

Kosið verður til sveitarstjórna hér á landi í lok maí næstkomandi. Morgunblaðið mun þangað til birta reglulega fréttir sem tengjast framboðum, prófkjörum, kosningafundum... Meira
5. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 377 orð | 2 myndir

Kragasjúkrahúsin geta tekið við meiru

Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl. Meira
5. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 225 orð | 1 mynd

Kröfur á þriðja tugþúsunda

SLITASTJÓRN Kaupþings reiknar með að á bilinu 27 til 29 þúsund kröfur hafi borist í þrotabú bankans, frá alls 111 löndum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem send var út gær. Frestur til að lýsa kröfum í þrotabúið rann út 30. desember síðastliðinn. Meira
5. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 62 orð | 1 mynd

Kvikmyndatónlist Atla Örvarssonar út um allan heim

Kvikmyndatónskáldið Atli Örvarsson er búinn að koma sér vel fyrir í draumaverksmiðjunni Hollywood og sífellt hleypur á snærið hjá honum. Meira
5. janúar 2010 | Erlendar fréttir | 79 orð | 1 mynd

Kvæntur þremur konum

JACOB Zuma, forseti Suður-Afríku (t.h.), dansar á brúðkaupi sínu í þorpinu Nkandla í KwaZulu Natal-héraði í gær. Zuma, sem er 67 ára fjölkvænismaður, kvæntist þá Thobeka Madiba, sem er 30 árum yngri. Meira
5. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 60 orð | 1 mynd

Margrét Lára og félagar áfram í Kristianstad

Sænska knattspyrnufélagið Kristianstad tilkynnti í gær að það hefði samið á ný við íslensku landsliðskonurnar Margréti Láru Viðarsdóttur, Guðnýju Björk Óðinsdóttur og Erlu Steinu Arnardóttur. Meira
5. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 64 orð | 1 mynd

Muna smáfuglana

FUGLAVERND vill minna fólk á að fóðra smáfuglana nú þegar vetur brestur á af fullum þunga. Fuglarnir þurfa fjölbreytta fæðu og eiginlega hefur hver tegund sinn matseðil. Meira
5. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 306 orð | 2 myndir

Nóg til af fiski til að bjarga þjóðarbúinu

Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is ÞEIR voru brosmildir félagarnir Jón Berg Reynisson og Vilhelm Arason, á netabátnum Árna í Teigi, sem landaði þorskaflanum í Grindavíkurhöfn í gær. Meira
5. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 532 orð | 2 myndir

Olían hækkar með nýjum birgðum

Hærri gjöld á eldsneyti þýða að verð á bensíni og díselolíu er farið að nálgast 200 krónur í sjálfsafgreiðslu. Hækki olíuverð á heimsmarkaði mun verðið rjúfa 200 króna múrinn á lítrann. Meira
5. janúar 2010 | Erlendar fréttir | 283 orð

Óttast árásir á sendiráð í Jemen

STJÓRNVÖLD í Bandaríkjunum hertu í gær reglur um öryggisgæslu á flugvöllum til að koma í veg fyrir að hryðjuverkamenn gætu laumað sprengjum í farþegaþotur. Meira
5. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 273 orð | 1 mynd

Óttast of mikla sókn

Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is ÞRÍR bátar fá leyfi til veiða á sæbjúgum á aðal veiðisvæðinu, við vestan- og norðvestanvert landið. Meira
5. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 211 orð | 1 mynd

Páll Pálsson sóknarprestur

PÁLL Pálsson prestur er látinn, 82 ára að aldri. Páll var fæddur 26. maí 1927 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Þuríður Káradóttir og Páll Sveinsson yfirkennari við Menntaskólann í Reykjavík. Páll lauk stúdentsprófi frá MR 1949 og kennaraprófi 1955. Meira
5. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 80 orð | 1 mynd

Reynt að endurvekja „þjóðstjórn“ í Borgarbyggð

ODDVITAR flokkanna sem eiga fulltrúa í sveitarstjórn Borgarbyggðar ræddu síðdegis í gær möguleika á að endurvekja samstjórn allra flokka. Meira
5. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 473 orð | 2 myndir

Samskipti við verkalýðsfélög héldu áfram eftir 1968

Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is Talsverð samskipti voru milli verkalýðshreyfingarinnar á Íslandi og Kommúnistaflokksins í A-Þýskalandi bæði fyrir og eftir að herir Varsjárbandalagsins réðust inn í Tékkóslóvakíu 1968. Meira
5. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 58 orð

Sjómannaafsláttur

AÐALFUNDUR Sjómannafélags Íslands var haldinn 29. desember sl. Á fundinum var samþykkt ályktun þar sem mótmælt var afnámi sjómannaafsláttarins. Meira
5. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 118 orð | 1 mynd

Skógarhöggsvél á Stálpastöðum í Skorradal

MIKIÐ var grisjað í Stálpastaðaskógi í Skorradal í nóvember og desember og er afraksturinn 600 tonn af timbri. Meira
5. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 57 orð | 1 mynd

Sólin kyssir kirkjuturninn

SÓL og snjór hefur löngum farið vel saman og þá flykkist fólk gjarnan út til að leika sér á einn eða annan hátt og svo var um pilta þessa sem æfðu sig í íshokkíi á Reykjavíkurtjörn í gær. Meira
5. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 392 orð | 2 myndir

Sparnaður vegna lyfja um 1,6 milljarðar

Lyfjakostnaður sjúkratrygginga lækkaði um 1,6 milljarða á nýliðnu ári vegna aðgerða sem gripið var til í heilbrigðisráðuneytinu og fylgt eftir undir stjórn þriggja ráðherra árið 2009. Meira
5. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 337 orð | 2 myndir

S&P gefur sér staðfestingu á Icesave

Eftir Örn Arnarson ornarnar@mbl.is EIN af forsendum þess að horfum varðandi lánshæfismat ríkisins hjá Standard & Poor's var breytt úr neikvæðum í stöðugar var sú að forseti Íslands muni staðfesta lög um ríkisábyrgð tryggingasjóðs innistæðueigenda. Meira
5. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 487 orð | 2 myndir

Staða til stækkunar

Góðar aðstæður eru til að stækka framleiðslufyrirtæki og verksmiðjur um þessar mundir, enda vinna við mannvirkjagerð ódýrari en oft áður sökum verkefnaskorts og lægra gengis. Meira
5. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 347 orð | 1 mynd

Synjun ekki banabiti stjórnvalda

Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl. Meira
5. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 59 orð

Tvær vikur í fyrsta leik

KARLALANDSLIÐIÐ í handknattleik kom saman til æfinga í gær og verður á fullri ferð út þennan mánuð. Eftir nákvæmlega tvær vikur, þriðjudaginn 19. janúar, mætir það Serbíu í fyrsta leik sínum í úrslitakeppni Evrópumótsins í Austurríki. Meira
5. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 130 orð | 1 mynd

Tæpir 24 milljarðar í bætur

GREIÐSLUSTOFA Vinnumálastofnunar greiddi tæplega 23,9 milljarða króna í atvinnuleysisbætur á síðasta ári. Er þetta langhæsta upphæð sem greidd hefur verið í atvinnuleysisbætur á einu ári til þessa. Meira
5. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 558 orð | 2 myndir

Töldu samþykki forseta hafa legið fyrir í haust

Formaður utanríkismálanefndar telur forseta Íslands myndu ganga gegn trú stjórnarliða með því að synja Icesave. Forseti Alþingis tjáir sig ekki um þá stöðu sem kæmi upp færi svo að forseti synjaði lögunum staðfestingar. Meira
5. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 481 orð

Útgerðin kostar loðnuleit Bjarna Sæm.

Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is HAFRANNSÓKNASKIPIN Árni Friðriksson RE 200 og Bjarni Sæmundsson RE 30 halda bæði til loðnuleitar klukkan 14 í dag. Engin fiskiskip taka þátt í loðnuleitinni að þessu sinni eins og þau hafa oft gert. Meira
5. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 235 orð | 1 mynd

Verður reiður vegna Icesave

„Mér finnst það til skammar að ég sé ekki búinn að fá svör. Meira
5. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 159 orð

Þjónustan á Vogi minnkar

FJÁRLÖG ríkisstjórnarinnar voru samþykkt rétt fyrir áramót og þá varð endanlega ljóst að framlög til sjúkrareksturs SÁÁ munu minnka um 13% á 2 árum. Þetta mun þýða að spara þarf um 70 milljónir króna á árinu 2010. Meira
5. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 48 orð | 1 mynd

Þrettándagleðin á Selfossi

JÓLIN verða kvödd á Selfossi með þrettándagleði á morgun. Farin verður blysför frá Tryggvaskála að brennustæði við tjaldsvæði Gesthúsa þar sem kveikt verður í þrettándabálkesti. Meira
5. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 367 orð | 1 mynd

Ölgerðin stendur við uppsagnir

Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynurorri@mbl.is EINS og er stendur ekki til að draga til baka uppsagnir hjá Ölgerðinni þótt ríkisstjórnin hafi hætt við nýtt 14% virðisaukaskattsþrep, sem m.a. átt að leggja á sykraða drykki. Meira

Ritstjórnargreinar

5. janúar 2010 | Leiðarar | 506 orð

Hvenær brýtur maður stjórnarskrá...?

Fundið er að því að íslenska stjórnarskráin sé ekki nægjanlega skýr um ýmis efni. Samt er það svo að margorð stjórnarskrá er ekki endilega trygging fyrir traustu stjórnarfari. Meira
5. janúar 2010 | Staksteinar | 278 orð | 1 mynd

Lesa ekki AMX

Það er ekki gott að vita með vissu hverjir lesa hvaða vef. En á hinn bóginn er vitað um nokkra sem ekki lesa þennan vef og ekki heldur hinn. Egill Helgason les til að mynda ekki vefinn AMX. Bara alls ekki. Hann veit hins vegar allt um þann vef. Meira

Menning

5. janúar 2010 | Bókmenntir | 394 orð | 1 mynd

„Jólavertíðin gekk vel“

Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is BÓKAÚTGEFENDUR sem rætt var við eru ánægðir með yfirstaðna jólavertíð og segja að í raun hafi bóksala allt síðasta ár verið með besta móti. Meira
5. janúar 2010 | Kvikmyndir | 104 orð | 1 mynd

Bjarnfreðarson og Mamma GóGó

GEORG Bjarnfreðarson gerir það að verkum að hin stórmerkilega og mikið auglýsta Avatar fékk ekki að vera nema eina viku á toppi Bíólistans. Kvikmyndin Bjarnfreðarson er nú sína aðra viku mest sótta myndin í íslenskum bíóhúsum. Meira
5. janúar 2010 | Menningarlíf | 82 orð | 1 mynd

Blúskvöld á Rósenberg á morgun

NÆSTA blúskvöld Blúsfélags Reykjavíkur verður haldið á morgun, miðvikudaginn 6. janúar á Rósenberg. Meira
5. janúar 2010 | Fólk í fréttum | 602 orð | 9 myndir

Einkennisfatnaður ársins

Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is ÞÆR hörðustu eru þegar komnar með svarið við því hverju skal klæðast á nýju ári, enda má ekki vera skrefi á eftir, helst nokkrum á undan. Meira
5. janúar 2010 | Fólk í fréttum | 121 orð | 1 mynd

Faðir í annað sinn

LEIKARINN Matthew McConaughey varð faðir í annað sinn á sunnudaginn var. McConaughey og unnusta hans, Camila Alves, eignuðust þá dótturina Vida Alves McConaughey. Bæði móður og barni heilsast vel. Fyrir eiga þau saman 18 mánaða gamlan son, Levi. Meira
5. janúar 2010 | Bókmenntir | 468 orð | 3 myndir

Gildishlaðin þjóðarveisla

eftir Bjarna Bjarnason. Uppheimar. 2009 – 278. Meira
5. janúar 2010 | Kvikmyndir | 266 orð | 3 myndir

Gimsteinarnir í bílsorpinu

Heimildarmynd. Leikstjórn, klipping, taka og handrit: Gunnar Sigurgeirsson. Aðstoð: Karl Þ. Þorvaldsson. Viðtöl við Sverri Andrésson, Guðna Ágústsson, ofl.. Filmsýn, Selfossi. 46 mín. DVD. Ísland 2009. Meira
5. janúar 2010 | Kvikmyndir | 854 orð | 2 myndir

Harmleikur við hafnarmynnið

Íslensk heimildarmynd. Leikstjóri: Björn B. Björnsson. Handritshöfundar: Jón Ársæll Þórðarson og Þór Whitehead. Tónlist: Tryggvi Baldursson. 2 x 60 mín. Reykjavík Films. RUV 2009/2010. Meira
5. janúar 2010 | Tónlist | 711 orð | 2 myndir

Harpa syngur hörpuljóð

Árið sem nú er runnið upp verður ár umræðunnar um nýja Tónlistarhúsið, Hörpu. Það mun taka á sig endanlega mynd á árinu hvað útlit snertir, og tími kominn til að ræða í þaula þá dagskrá og þá starfsemi sem þar verður. Meira
5. janúar 2010 | Menningarlíf | 85 orð | 1 mynd

Hákon Bjarnason heldur tónleika

Fyrir skömmu hlaut Hákon Bjarnason píanóleikari styrk að fjárhæð kr. 1.500.000 úr Minningarsjóði um Birgi Einarsson apótekara. Þetta er 16. styrkurinn sem veittur er úr sjóðnum frá því ekkja Birgis, Anna Egilsdóttir Einarsson, stofnaði sjóðinn 28. Meira
5. janúar 2010 | Tónlist | 282 orð | 3 myndir

Hitt og þetta

Mubla er titillinn á fyrstu plötu Kristínar Bergsdóttur, ungrar söngkonu sem hefur getið sér gott orð sem tónlistarmaður upp á síðkastið. Hún útskrifaðist frá tónlistarskóla FÍH sl. vor og hefur að undanförnu numið tónsmíðar við Listháskóla Íslands. Meira
5. janúar 2010 | Fólk í fréttum | 105 orð | 1 mynd

Hvenær fáum við svo járnbrautarlest?

*Í iðrum netsins þrífst margt furðulegt og fyrir tilstuðlan stóreflis samskiptavefja eins og Facebook, Twitter og fleiri mætti stundum halda að meirihluti mannskyns væri með illa hertar skrúfur. Meira
5. janúar 2010 | Fjölmiðlar | 190 orð | 1 mynd

Kryddsíldin bragðlaus, ekki Edda

Væntanlega vegna aðhalds í rekstri var fréttaannálum blandað inn í Kryddsíld Stöðvar 2 á gamlársdag, þar sem stjórnmálaforingjar hafa jafnan farið yfir árið í léttari dúr. Útkoman að þessu sinni varð bragðlaus Kryddsíld og afskaplega þung í maga. Meira
5. janúar 2010 | Myndlist | 215 orð | 1 mynd

Leita að beinum meistara

Í SUMAR, þann 18. júlí, eru liðin 400 ár síðan einn mesti myndlistarmaður sögunnar, ítalinn Caravaggio, lést í strandbænum Porto Ercole á Ítalíu, 39 ára gamall. Meira
5. janúar 2010 | Fólk í fréttum | 81 orð | 1 mynd

Lhasa de Sela látin

SÖNGKONAN Lhasa de Sela lést á heimili sínu í Montreal í Kanada á nýársdag, 38 ára að aldri, eftir baráttu við brjóstakrabbamein. Meira
5. janúar 2010 | Menningarlíf | 80 orð | 1 mynd

Munaðarleysingjar í Norræna húsinu

Leikhópurinn Munaðarleysingjar frumsýnir nýtt verk eftir Dennis Kelly, eitt heitasta leikskáld Bretlandseyja föstudaginn 8. janúar í sal Norræna hússins. Verkið heitir Orphans en á íslensku nefnist það Munaðarlaus . Meira
5. janúar 2010 | Fólk í fréttum | 219 orð | 1 mynd

Ótrúlegt ár að baki

Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl. Meira
5. janúar 2010 | Fólk í fréttum | 80 orð | 1 mynd

Ragnheiður Gröndal heldur útgáfutónleika

*Það er gaman að geta sagt frá því að Ragnheiður Gröndal hyggst halda útgáfutónleika vegna hinnar bráðvel heppnuðu Tregagásar þann 21. janúar næstkomandi í Fríkirkjunni í Reykjavík. Meira
5. janúar 2010 | Kvikmyndir | 350 orð | 2 myndir

Súrsæt fortíðarþrá

Leikstjórn og handrit: Ron Clements og John Musker. Leikraddir: Anika Noni Rose, Bruno Campos, Keith David, John Goodman, Oprah Winfrey o.fl. Íslenskar leikraddir: Selma Björnsdóttir, Rúnar Freyr Gíslason, Magnús Jónsson, Laddi, Egill Ólafsson. 97 mín. Bandaríkin, Walt Disney, 2009. Meira
5. janúar 2010 | Fólk í fréttum | 137 orð | 1 mynd

Tenderfoot með lag í lofaðri franskri mynd

*Það er merkilegt hvar íslensk tónlist dúkkar stundum upp. Franska myndin Le Fils de l'épicier eða sonur smákaupmannsins er lítil og margverðlaunuð neðanjarðarmynd sem vakti mikið umtal á síðasta ári. Meira
5. janúar 2010 | Tónlist | 749 orð | 1 mynd

Við erum eins og ABBA við hliðina á sumum þessum böndum

Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is ÞAÐ er of snemmt að segja til um hvaða þýðingu þetta hefur fyrir okkur en því er ekki að neita að stórar dyr gætu verið að opnast. Það eru allir þarna, öll útgáfufyrirtæki og blöð sem láta sig þungarokk varða. Meira

Umræðan

5. janúar 2010 | Pistlar | 450 orð | 1 mynd

Ákvörðunin er forsetans

Það hefur verið ýkja athyglisvert að fylgjast með Icesave-málinu öllu, undirskriftasöfnunum því tengdu og biðinni löngu eftir ákvörðun forseta um undirritun laga um ríkisábyrgð eður ei. Sumu mætti jafnvel draga nokkurn lærdóm af. Meira
5. janúar 2010 | Aðsent efni | 799 orð | 1 mynd

Fordómar í garð fólks með geðheilbrigðisvandamál

Eftir Héðin Unnsteinsson: "Fordómar eru sérstakt fyrirbrigði, afar huglægir og erfitt ef ekki ómögulegt að mæla. Upplifaðir fordómar eru eitt en skilgreindir fordómar annað." Meira
5. janúar 2010 | Aðsent efni | 787 orð | 1 mynd

Háskólamenntun í kjölfar hrunsins

Eftir Pétur Berg Matthíasson: "Að mínu mati hefur í raun háskólasamfélagið sloppið ótrúlega vel í allri þeirri umræðu sem sprottið hefur upp í kjölfar hrunsins og þáttur háskóla hefur að mjög takmörkuðu leyti verið skoðaður." Meira
5. janúar 2010 | Bréf til blaðsins | 393 orð | 1 mynd

Í Jesú nafni áfram enn

Frá Þórhalli Heimissyni: "ÞAÐ var ekki góð byrjun á hinu nýja ári að vera vakinn upp þann 2. janúar með þeim fréttum að Krýsuvíkurkirkja væri brunnin til grunna, líklega eftir íkveikju." Meira
5. janúar 2010 | Velvakandi | 248 orð | 1 mynd

Velvakandi

Prjónadót óskast Einstæð móðir óskar eftir prjónadóti gefins því hún hefur ekki efni á að kaupa garn og prjóna til að kenna börnunum að prjóna. Þeir sem eiga garn eða prjónadót aukreitis og geta veitt lið, vinsamlega hringið í síma 824-6737. Meira
5. janúar 2010 | Aðsent efni | 400 orð | 1 mynd

Vinnumiðlun ríkisins

Eftir Ólaf Hauksson: "Atvinnurekendur þurfa ekkert á ölmusu skattgreiðenda að halda við starfsmannaráðningar." Meira

Minningargreinar

5. janúar 2010 | Minningargrein á mbl.is | 1523 orð | 1 mynd | ókeypis

Ásta Jónsdóttir

Ásta Jónsdóttir lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 20. desember. Ásta er fædd 11. júlí í Reykjavík árið 1916 dóttir hjónanna Jóns Meyvantssonar sjómanns og verkamanns (1876-1956) og Guðrúnar Stefánsdóttur Húsmóður (1885-1947). Meira  Kaupa minningabók
5. janúar 2010 | Minningargreinar | 693 orð | 1 mynd

Ásta Jónsdóttir

Ásta Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 11. júlí 1916. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 20. desember sl. Ásta var dóttir hjónanna Jóns Meyvantssonar, sjómanns og verkamanns (1876-1956) og Guðrúnar Stefánsdóttur húsmóður (1885-1947). Meira  Kaupa minningabók
5. janúar 2010 | Minningargrein á mbl.is | 900 orð | 1 mynd | ókeypis

Björn Björnsson

Björn Björnsson fæddist á Syðra Laugalandi í Eyjafirði 8. júní 1947 Hann lést 18. desember sl. Foreldrar hans eru Margrét Þorsteinsdóttir húsmóðir, f. 12. febrúar 1922, d. 29. Meira  Kaupa minningabók
5. janúar 2010 | Minningargreinar | 707 orð | 1 mynd

Björn Björnsson

Björn Björnsson fæddist á Syðra Laugalandi í Eyjafirði 8. júní 1947 Hann lést 18. desember sl. Foreldrar hans eru Margrét Þorsteinsdóttir húsmóðir, f. 12. febrúar 1922, d. 29. Meira  Kaupa minningabók
5. janúar 2010 | Minningargreinar | 241 orð | 1 mynd

Erla Havsteen Þorsteinsdóttir

Erla Havsteen Þorsteinsdóttir fæddist í Reykjavík 22. desember 1928. Hún lést á Landspítala háskólasjúkrahúsi í Fossvogi hinn 8. desember. Móðir hennar var Emma Guðjónsdóttir, f. 1903 á Borðeyri, d. 1987, og faðir Þorsteinn Kristjánsson, f. Meira  Kaupa minningabók
5. janúar 2010 | Minningargrein á mbl.is | 1331 orð | 1 mynd | ókeypis

Inga Hrefna Búadóttir

Inga Hrefna Búadóttir fæddist í Reykjavík 15. apríl 1928. Hún lést á líknardeild Landakotsspítala 22. desember 2009. Foreldrar Ingu voru Búi Ásgeirsson póstur og bóndi á Stað í Hrútafirði, síðar verslunarmaður í Borganesi og í Reykjavík, f. á Hlaðhömrum í Meira  Kaupa minningabók
5. janúar 2010 | Minningargreinar | 659 orð | 1 mynd

Inga Hrefna Búadóttir

Inga Hrefna Búadóttir fæddist í Reykjavík 15. apríl 1928. Hún lést á líknardeild Landakotsspítala 22. desember 2009. Foreldrar Ingu voru Búi Ásgeirsson póstur og bóndi á Stað í Hrútafirði, síðar verslunarmaður í Borganesi og í Reykjavík, f. Meira  Kaupa minningabók
5. janúar 2010 | Minningargrein á mbl.is | 1098 orð | 1 mynd | ókeypis

Jóna Guðrún Ísaksdóttir

Jóna Guðrún Ísaksdóttir fæddist á Hofteigi 16 í Reykjavík þann 13. maí 1958. Hún lést á deild 11E Landspítalanum Hringbraut síðastliðna Þorláksmessu. Meira  Kaupa minningabók
5. janúar 2010 | Minningargreinar | 1106 orð | 1 mynd

Jóna Guðrún Ísaksdóttir

Jóna Guðrún Ísaksdóttir fæddist á Hofteigi 16 í Reykjavík 13. maí 1958. Hún lést á deild 11E á Landspítalanum við Hringbraut síðastliðna Þorláksmessu. Foreldrar hennar voru Ísak Jón Sigurðsson járnsmiður, f. á Ísafirði 11. janúar 1928, d. 22. Meira  Kaupa minningabók
5. janúar 2010 | Minningargreinar | 1024 orð | 1 mynd

Jón Kristberg Sigurðsson

Jón Kristberg Sigurðsson fæddist í Reykjavík 25. nóvember 1941. Hann lést á Landspítala við Hringbraut 23. desember sl. Foreldrar hans voru Sigurður Guðmundsson Jónsson, f. 1904, d. 1984 og Jónfríður Kristbjörg Halldórsdóttir, f. 1902, d. 1986. Meira  Kaupa minningabók
5. janúar 2010 | Minningargrein á mbl.is | 911 orð | 1 mynd | ókeypis

Jón Kristberg Sigurðsson

Jón Kristberg Sigurðsson fæddist í Reykjavík 25. nóvember 1941. Hann lést á Landspítala Hringbraut 23. desember sl. Foreldrar hans eru Sigurður Guðmundsson Jónsson, f. 1904, d. 1984 og Jónfríður Kristbjörg Halldórsdóttir, f. 1902, d. 1986. Meira  Kaupa minningabók
5. janúar 2010 | Minningargreinar | 827 orð | 1 mynd

Martin Max Wilhelm Meyer

Martin fæddist í Reykjavík 12.11. 1943. Hann lést á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi 22. desember.s.l. Foreldrar Martins voru Bryndís Óskarsdóttir Meyer f. 21.12. 1922, d. 30.1. 2001 og Gerhard Meyer f. 15.9. 1909, d. 13.6. 1981. Meira  Kaupa minningabók
5. janúar 2010 | Minningargrein á mbl.is | 885 orð | 1 mynd | ókeypis

Martin Max Wilhelm Meyer

Martin fæddist í Reykjavík 12.11. 1943. Hann lést á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi 22. desember.s.l. Meira  Kaupa minningabók
5. janúar 2010 | Minningargreinar | 129 orð | 1 mynd

Mary Amalie Einarsson

Mary var Norðmaður að uppruna, fædd í Ósló 5. janúar 1914. Hún andaðist á Ulset Sykehjem í Bergen miðvikudaginn 2. desember síðastliðinn. Mary giftist þann 6. júlí 1950 Magnúsi Einarssyni frá Stykkishólmi, f. 4. nóvember 1916, d. 29. júní 1965. Meira  Kaupa minningabók
5. janúar 2010 | Minningargrein á mbl.is | 670 orð | ókeypis

Mary Amalie Einarsson

Mary var Norðmaður að uppruna, fædd stuttu eftir lok seinni heimstyrjaldarinnar, í Osló 5. janúar 1914. Hún andaðist á Ulset Sykehjem í Bergen miðvikudaginn 2. desember síðast liðinn. Mary giftist Magnúsi Einarssyni frá Stykkishólmi þann 6. júlí 1950. Meira  Kaupa minningabók
5. janúar 2010 | Minningargrein á mbl.is | 880 orð | ókeypis

Ólafur Benóný Guðbjartsson

Ólafur Benóný Guðbjartsson fæddist í Bjarmalandi í Grindavík 4. janúar 1949. Hann lést sunnudaginn 27. desember sl. Hann var sonur hjónanna Maríusar Guðbjarts Guðbjartssonar frá Selárdal í Arnarfirði, f. 23. sept. 1900, d. 23. jan. Meira  Kaupa minningabók
5. janúar 2010 | Minningargreinar | 563 orð | 1 mynd

Ólafur Benóný Guðbjartsson

Ólafur Benóný Guðbjartsson fæddist í Bjarmalandi í Grindavík 4. janúar 1949. Hann lést sunnudaginn 27. desember sl. Hann var sonur hjónanna Maríusar Guðbjarts Guðbjartssonar frá Selárdal í Arnarfirði, f. 23. sept. 1900, d. 23. jan. Meira  Kaupa minningabók
5. janúar 2010 | Minningargrein á mbl.is | 464 orð | 1 mynd | ókeypis

Tryggvi Rúnar Guðjónsson

Tryggvi Rúnar fæddist í Reykjavík 8.júní 1965. Hann lést á Landspítalanum 26.desember síðastliðinn. Foreldrar hans eru Erla Tryggvadóttir og Guðjón Pálsson, uppeldisfaðir Tryggva frá 2 ára aldri er Ásólfur Geir Guðlaugsson. Meira  Kaupa minningabók
5. janúar 2010 | Minningargreinar | 99 orð | 1 mynd

Tryggvi Rúnar Guðjónsson

Tryggvi Rúnar fæddist í Reykjavík 8. júní 1965. Hann lést á Landspítalanum 26. desember síðastliðinn. Foreldrar hans eru Erla Tryggvadóttir og Guðjón Pálsson, uppeldisfaðir Tryggva frá 2 ára aldri er Ásólfur Geir Guðlaugsson. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

5. janúar 2010 | Viðskiptafréttir | 565 orð | 2 myndir

Erlend eign ofmetin?

Erlend staða þjóðarbúsins er að líkindum ofmetin um hundruð milljarða króna. Seðlabankinn tjáir sig ekki við Morgunblaðið um beina erlenda fjármunaeign þjóðarinnar. Meira
5. janúar 2010 | Viðskiptafréttir | 97 orð | 1 mynd

Horfur góðar

AÐ SÖGN Bloomberg-fréttaveitunar búast flestir sérfræðingar við að heimsmarkaðsverð á hrávörum muni hækka umtalsvert í ár og að fjárfesting í þeim muni skila meiri arði en kaup á verðbréfum á árinu. Meira
5. janúar 2010 | Viðskiptafréttir | 83 orð | 1 mynd

Kaupfélag Skagfirðinga kaupir í Mjólku

SÍÐAR í vikunni verður gengið frá kaupum Kaupfélags Skagfirðinga á hluta hlutafjár Mjólku ehf., sem framleiðir mjólkurvörur undir eigin vörumerki. Meira
5. janúar 2010 | Viðskiptafréttir | 150 orð

Nordea Banki gaf ófullnægjandi upplýsingar

DÓMSTÓLL í Finnlandi hefur dæmt Nordea Banka til að greiða til baka fé, sem viðskiptavinir töpuðu á fjárfestingu í Selekta skuldabréfasjóði bankans. Meira
5. janúar 2010 | Viðskiptafréttir | 47 orð

Skuldabréf lækka

Skuldabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,19 prósent í 5,46 milljarða króna viðskiptum í gær. Verðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,18 prósent og sá óverðtryggði um 0,26 prósent. Meira
5. janúar 2010 | Viðskiptafréttir | 65 orð | 1 mynd

United hyggur á skuldabréfaútboð

ENSKA knattspyrnufélagið Manchester United hyggur á stórt skuldabréfaútboð til að endurfjármagna skuldir sínar. Frá þessu var greint í enskum fjölmiðlum um helgina. Meira

Daglegt líf

5. janúar 2010 | Daglegt líf | 170 orð | 2 myndir

Álfar og tröll á áramótatónleikum Tónlistarfélags Reykjanesbæjar

Eftir Svanhildi Eiríksdóttur Reykjanesbær | Fullt var út úr dyrum á áramótatónleikum Tónlistarfélags Reykjanesbæjar, Álfar og tröll, en flytjendur voru allt listamenn á Suðurnesjum. Meira
5. janúar 2010 | Daglegt líf | 436 orð | 2 myndir

Laxamýri

Árið 2009 var Þingeyingum um margt hagstætt. Dilkar voru vænir, kýr mjólkuðu vel og það var gróska í hestamennsku sem er vaxandi búgrein. Nautakjötsframleiðsla er í sókn og Þingeyingar framleiddu hlutfallslega mest allra af úrvalsmjólk. Meira
5. janúar 2010 | Daglegt líf | 244 orð | 1 mynd

Nýr jólasálmur fyrir hver jól

DANÍEL Þorsteinsson tónlistarmaður býr ásamt fjölskyldu sinni í Reykárhverfi í Eyjafjarðarsveit. Meira

Fastir þættir

5. janúar 2010 | Í dag | 144 orð

Af heiðríkju og ilmi úr jörð

Björn Ingólfsson sendi nýárskveðju á leirinn, póstlista hagyrðinga, þar sem hann rifjaði upp: „Við lágum samtímis á Landsspítalanum í sumar tveir jafnaldrar, gamlir skólabræður og þess vegna vinir í nær hálfa öld. Meira
5. janúar 2010 | Árnað heilla | 177 orð | 1 mynd

Afmælisferð til Madeira

„ÉG er úti á Madeira og er að keyra út á flugvöll,“ sagði Iðunn Steinsdóttir, barnabókahöfundur og kennari þegar blaðamaður náði af henni tali í gærmorgun. Meira
5. janúar 2010 | Fastir þættir | 164 orð

Brids - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Gjafir bridsmanna. Norður &spade;974 &heart;KD4 ⋄87542 &klubs;96 Vestur Austur &spade;-- &spade;G83 &heart;10983 &heart;G7642 ⋄DG63 ⋄ÁK109 &klubs;G10875 &klubs;2 Suður &spade;ÁKD10652 &heart;Á ⋄-- &klubs;ÁKD43 Suður spilar 6&spade;. Meira
5. janúar 2010 | Í dag | 17 orð

Orð dagsins: Því hvar sem fjársjóður yðar er, þar mun og hjarta yðar...

Orð dagsins: Því hvar sem fjársjóður yðar er, þar mun og hjarta yðar vera. (Lúk. 12, 34. Meira
5. janúar 2010 | Fastir þættir | 118 orð | 1 mynd

Skák - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. O-O Rxe4 6. d4 b5 7. Bb3 d5 8. dxe5 Be6 9. c3 Bc5 10. Bc2 O-O 11. De2 He8 12. Be3 Bg4 13. Bxc5 Rxc5 14. De3 Bxf3 15. gxf3 Staðan kom upp á opnu móti sem haldið var í London fyrir skömmu. Meira
5. janúar 2010 | Fastir þættir | 299 orð

Víkverjiskrifar

Strætósamgöngur til og frá Kjalarnesi gætu verið betri. Meira
5. janúar 2010 | Í dag | 194 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

5. janúar 1848 Franskir skipbrotsmenn komu að landi í Breiðdal. Þeir höfðu lagt af stað frá Noregi til Frakklands í október en hrakist í hafi. 5. janúar 1874 Stjórnarskrá „um hin sérstöku málefni Íslands“ var staðfest af konungi. Meira

Íþróttir

5. janúar 2010 | Íþróttir | 178 orð | 1 mynd

Ásdís í samstarf með Robert Wagner

ÁSDÍS Hjálmsdóttir, Íslandsmethafi í spjótkasti kvenna úr Ármanni, hefur gert samning við Austurríkismanninn Robert Wagner um að hann verði umboðsmaður hennar næstu árin. Meira
5. janúar 2010 | Íþróttir | 118 orð

„Fengum ekki jólasvein í heimsókn“

FORMAÐUR danska handknattleiksfélagsins GOG sagði í gærkvöld að ákvörðun um framtíð félagsins hefði verið frestað til dagsins í dag. Meira
5. janúar 2010 | Íþróttir | 425 orð | 3 myndir

Fólk sport@mbl.is

Þau Tinna Helgadóttir og Helgi Jóhannesson hafa verið útnefnd badmintonfólk ársins 2009. Þau urðu bæði Íslandsmeistarar í einliða- og tvíliðaleik á árinu og Tinna í tvenndarleik að auki. Bæði spila nú í Danmörku , Tinna með Greve og Helgi með Randers . Meira
5. janúar 2010 | Íþróttir | 449 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Frjálsíþróttafólkið Einar Daði Lárusson og Jóhanna Ingadóttir voru á sunnudag útnefnd íþróttamaður og íþróttakona ÍR fyrir árið 2009. Kjörið fór fram í 18. skipti og var því lýst með viðhöfn í ÍR-heimilinu. Meira
5. janúar 2010 | Íþróttir | 634 orð | 3 myndir

Hárþurrkudagar hjá Ferguson á Old Trafford

Það hriktir svo sannarlega í stoðum hjá Englandsmeisturum Manchester United. Eftir ósigur á heimavelli gegn 2. deildarliði Leeds í bikarkeppninni á Old Trafford, 0:1, í fyrradag velta margir því fyrir sér hvað sé eiginlega að gerast í herbúðum Rauðu djöflanna. Meira
5. janúar 2010 | Íþróttir | 208 orð | 1 mynd

Helena komin í sögubækurnar hjá TCU

Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson seth@mbl.is KÖRFUBOLTAKONAN Helena Sverrisdóttir átti frábæran leik í 78:74 sigri bandaríska háskólaliðsins TCU gegn Texas A&M-Corpus Christi á laugardaginn. Meira
5. janúar 2010 | Íþróttir | 279 orð

Hlakka til að fá þetta tækifæri

„ÉG er klár í slaginn og hlakka til að takast á við þetta verkefni,“ sagði Gunnar Sverrisson í gær en hann hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs ÍR í körfuknattleik. Gunnar tekur við af Jóni Arnari Ingvarssyni sem hætti í lok sl. Meira
5. janúar 2010 | Íþróttir | 170 orð | 1 mynd

Hrefna í 1. deild með Þrótturum

HREFNA Jóhannesdóttir, ein reyndasta knattspyrnukona landsins, er hætt í KR og gengin til liðs við 1. deildarlið Þróttar úr Reykjavík. Meira
5. janúar 2010 | Íþróttir | 118 orð | 2 myndir

Hreiðar Levy Guðmundsson

HREIÐAR Levy Guðmundsson er annar tveggja markvarða íslenska landsliðsins í handknattleik sem leikur í úrslitakeppni Evrópumótsins í Austurríki 19.-31. janúar. Hreiðar er 29 ára gamall, fæddur 29. nóvember 1980. Meira
5. janúar 2010 | Íþróttir | 113 orð | 1 mynd

Keflvíkingar fá liðsstyrk

KEFLVÍKINGAR eru langt komnir með að semja við bandarískan leikmann í stað Rahson Clark sem var sagt upp störfum rétt fyrir jól. Meira
5. janúar 2010 | Íþróttir | 159 orð

KÖRFUKNATTLEIKUR NBA Úrslit í fyrrinótt: Cleveland – Charlotte...

KÖRFUKNATTLEIKUR NBA Úrslit í fyrrinótt: Cleveland – Charlotte 88:91 New York – Indiana 132:89 Toronto – San Antonio 91:86 Denver – Philadelphia 105:108 LA Lakers – Dallas 131:96 Staðan í Austurdeild: Boston Celtics... Meira
5. janúar 2010 | Íþróttir | 193 orð | 1 mynd

Margrét, Erla og Guðný sömdu við Kristianstad

SÆNSKA knattspyrnufélagið Kristianstad tilkynnti í gær að það hefði gert nýja tveggja ára samninga við íslensku landsliðskonurnar Margréti Láru Viðarsdóttur, Erlu Steinu Arnardóttur og Guðnýju Björk Óðinsdóttur. Meira
5. janúar 2010 | Íþróttir | 274 orð | 1 mynd

Tíu marka sigur á Taívan í Istanbúl

ÍSLENSKA U20 landsliðið í íshokkíi karla vann í gær öruggan sigur á Taívan í fyrsta leik liðsins í 3. deild heimsmeistaramótsins í íshokkíi sem þá hófst í Istanbúl í Tyrklandi. Leiknum lauk með því að íslenska liðið gerði 11 mörk gegn einu marki Taívan. Meira
5. janúar 2010 | Íþróttir | 715 orð | 1 mynd

Tíu tilnefndir en einn tekur við styttunni

KJÖRI íþróttamanns ársins 2009 verður lýst í kvöld í hófi á Grand hóteli Reykjavík. Það eru Samtök íþróttafréttamanna, SÍ, sem kjósa íþróttamann ársins og er þetta í 54. sinn sem SÍ stendur fyrir því. Meira
5. janúar 2010 | Íþróttir | 164 orð | 1 mynd

Tvær vikur í leikinn við Serba

STUTTUR og snarpur undirbúningur karlalandsliðsins í handknattleik fyrir Evrópumótið í Austurríki hófst í gærmorgun. Það eru aðeins tvær vikur í fyrsta leikinn á mótinu en hann er gegn Serbum í Linz þriðjudaginn 19. janúar. Meira

Ýmis aukablöð

5. janúar 2010 | Blaðaukar | 59 orð | 1 mynd

Að hlusta meira og tala minna

Í mars hefst námsbraut í markþjálfun í Opna Háskólanum í Háskólanum í Reykjavík. Meira
5. janúar 2010 | Blaðaukar | 91 orð | 1 mynd

Að skoða og þekkja fugla

Fuglar kallast námskeið sem haldið er á vegum Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða og Ferðamálasamtaka Vestfjarða. Á námskeiðinu verður fjallað um spurningar eins og; Hvaða fuglar eru algengir á viðkomandi stöðum? Hvenær koma þeir og hvenær fara þeir? Meira
5. janúar 2010 | Blaðaukar | 81 orð | 1 mynd

Aftur á skólabekk

Margir veigra sér við að hefja nám eftir langt hlé. Þó er aldrei of seint að byrja aftur og hefur gert mörgum gott að setjast aftur á skólabekk. Sérstaklega nú í því árferði sem ríkir hafa margir leitað aftur inn í skólana. Meira
5. janúar 2010 | Blaðaukar | 69 orð | 1 mynd

Allt í röð og reglu

Áður en sest er niður til að læra eða vinna heima fyrir er mikilvægt að allt sé í röð og reglu. Taktu vel til í skrifstofuherberginu eða aðstöðunni sem þú hefur. Taktu í burtu allan óþarfa sem gæti truflað einbeitinguna og passaðu þig að sitja þægilega. Meira
5. janúar 2010 | Blaðaukar | 575 orð | 1 mynd

Aukin tækni og sjálfstraust í ritlist

Úr neista í nýja bók er námskeið sem ætlað er að auka sjálfstraust og tækni fólks við bókaskrif. Fólk á öllum aldri hefur sótt námskeiðið sem byggist á fyrirlestrum og rithring. Meira
5. janúar 2010 | Blaðaukar | 374 orð | 2 myndir

Einblínt á talmál

Málaskólinn Lingva var stofnaður sumarið 2006 og þar er kennd spænska, ítalska, enska, norska, gríska og japanska auk íslensku fyrir útlendinga. Meira
5. janúar 2010 | Blaðaukar | 107 orð | 1 mynd

Einföld og ódýr hollusta

Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi býður ýmiss konar námskeið víða um Vesturland. Meðal þeirra eru ýmiss konar matreiðslunámskeið og þar á meðal námskeiðið Hagkvæm hollusta sem kennt er af Sólveigu Eiríksdóttur hjá Himneskri hollustu. Meira
5. janúar 2010 | Blaðaukar | 687 orð | 2 myndir

Fjölbreytt símenntun

Iðan fræðslusetur annar sérhæfðum námskeiðum í iðngreinum. Iðan er símenntamiðstöð í eigu stéttarfélagana og Samtaka iðnaðarins og varð til við sameiningu nokkurra símenntunarstöðva. Meira
5. janúar 2010 | Blaðaukar | 237 orð | 1 mynd

Fjölbreytt þekkingarnet

Þekkingarnet Austurlands rekur starfsstöðvar víða um Austurland en starfssvæði þess er allt Austurland, frá Skeiðará í suðri að Langanesi í norðri. Meira
5. janúar 2010 | Blaðaukar | 737 orð | 3 myndir

Frábær reynsla og upplifun

Að fara út í skiptinám er mikið ævintýri. AFS samtökin hafa 50 ára reynslu af því að senda skiptinema út um allan heim og á þeirra vegum eru nú um 60 ungmenni í námi erlendis. Meira
5. janúar 2010 | Blaðaukar | 108 orð | 5 myndir

Fróðleikur allt um kring

Lífið er fullt af fróðleik, sama hvort hans er aflað innan skólastofu eða utan. Að loknu hefðbundnu grunn-, framhalds- eða háskólanámi standa fólki ótal leiðir opnar til að mennta sig enn fremur. Meira
5. janúar 2010 | Blaðaukar | 729 orð | 2 myndir

Fyrstu skrefin í ostagerð

Það ætti ekki að vera nokkuð því til fyrirstöðu að búa til osta heima í eldhúsi fyrir þá sem finnst skemmtilegt að gera tilraunir í eldhúsinu. Þórarinn Egill Sveinsson mjólkurverkfræðingur kennir fólki réttu handtökin og helstu undirstöðuatriðin við ostagerðina. Meira
5. janúar 2010 | Blaðaukar | 73 orð

Gott að fríska sig

Gott er að fá sér frískt loft og teygja reglulega úr sér í amstri dagsins. Það er sniðug hugmynd að ganga í skólann ef hægt er og spara þannig bæði bensín og mengun. Meira
5. janúar 2010 | Blaðaukar | 75 orð | 1 mynd

Góð einbeiting

Einbeiting er nauðsynleg þegar sest er niður yfir námsbókunum. Afar misjafnt er hvort fólki finnst betra að læra á bókasöfnum eða heima fyrir. Meira
5. janúar 2010 | Blaðaukar | 368 orð | 1 mynd

Heimilislegur skóli

Handverks- og hússtjórnarskólinn á Hallormsstað er lítill, vinsæll og heimilislegur skóli í fögru umhverfi stærsta skógar á Íslandi. Skólahúsið er í gömlum stíl en það var byggt árið 1930 og er í skólanum heimavist og mötuneyti fyrir 20 til 24 nemendur. Meira
5. janúar 2010 | Blaðaukar | 626 orð | 1 mynd

Hnitmiðuð tölvunámskeið

Tæknin breytist hratt og mikilvægt fyrir þá sem starfa við tölvur að hafa vald á nýjustu tækni. Hjá fyrirtækinu Epco bjóðast hnitmiðuð námskeið í algengustu tölvuforritunum. Meira
5. janúar 2010 | Blaðaukar | 471 orð | 1 mynd

Innsýn í sorg barna og unglinga

Á námskeiðinu Sálgæsla er haft að leiðarljósi að veita fólki innsýn í sorg og áföll barna og unglinga. Einkum verður fjallað um sorg og áföll sem tengjast ytri atburðum eins og dauðsföllum, skilnuðum og veikindum. Einnig eru skoðuð áföll af mannavöldum. Meira
5. janúar 2010 | Blaðaukar | 234 orð | 1 mynd

Metnaður, fagmennska og ábyrgð

Þekkingarmiðlun er samfélagslega ábyrgt fyrirtæki sem hefur fjögur megingildi að leiðarljósi; metnað, fagmennsku, þjónustu og ábyrgð. Meira
5. janúar 2010 | Blaðaukar | 97 orð | 1 mynd

Nám í hestafræði

Í Háskólanum á Hólum er hægt að leggja stund á nám í hestafræði. Náminu er skipt niður í nokkur sérhæfð námssvið en sem dæmi má nefna nám sem kallast hestafræðingur og leiðbeinandi. Það er sérhæft starfsnám metið til 45 framhaldsskólaeininga. Meira
5. janúar 2010 | Blaðaukar | 62 orð | 1 mynd

Námsefninu skipt

Skipulag skiptir öllu máli þegar kemur að námi og mikilvægt að setja niður fyrir sér hvað maður ætlar sér að gera dag hvern. Þetta á sérstaklega við um verkefnaskil og í prófatíð. Meira
5. janúar 2010 | Blaðaukar | 299 orð | 1 mynd

Námskeið í töskugerð

Á vegum verslunarinnar Leður & list á Selfossi eru haldin grunnnámskeið í leðurtöskugerð fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna. Þessi námskeið eru tilvalin fyrir þá sem vilja búa til fallega tösku handa sjálfum sér eða eiga í gjöf. Meira
5. janúar 2010 | Blaðaukar | 82 orð

Nóg að borða

Það er varla hægt að læra á fastandi maga og því best að eiga nóg að grípa í heima fyrir ef þú ætlar að læra þar. Birgðu þig upp af því sem þér finnst best að eiga og sparaðu þannig tíma við að fara út í búð. Meira
5. janúar 2010 | Blaðaukar | 128 orð | 1 mynd

Nýting íslenskra jurta

HJÁ Símenntunarmiðstöð Suðurlands eru ýmiss konar námskeið í boði nú á vorönn. Meðal þeirra má nefna kvöldnámskeiðið Íslenskar lækningajurtir og nýting þeirra sem kennt er á Selfossi af Hildi Hákonardóttur. Meira
5. janúar 2010 | Blaðaukar | 431 orð | 1 mynd

Ókeypis fræðsla og námskeið

Í Rauðakrosshúsinu er rekin fjölbreytt starfsemi. Þangað getur fólk meðal annars sótt ókeypis fræðslu og námskeið í skák, tölvuaðstoð og jóga svo fátt eitt sé nefnt. Meira
5. janúar 2010 | Blaðaukar | 557 orð | 1 mynd

Rétt lýsing gerir mikið fyrir eign

Lýsingarfræði og lýsingarhönnun geta skipt miklu við hönnun og skipulag mannvirkja en bæði fögin eru kennd í endurmenntunarskóla Tækniskólans. Námið er mjög gagnlegt að sögn verkefnastjóra námsins en hann segir námið fyrst og fremst hugsað fyrir þá sem eru í faginu fyrir að einhverju leyti. Meira
5. janúar 2010 | Blaðaukar | 139 orð | 1 mynd

Sérhæft nám fyrir rekstraraðila

Ótal námsleiðir eru í boði hjá Háskólanum á Bifröst, bæði grunn- og meistaranám, svo og símenntun. Meðal símenntunarnámskeiðanna er námskeiðið Rekstur smærri fyrirtækja – RSF. Meira
5. janúar 2010 | Blaðaukar | 753 orð | 1 mynd

Sjálfstraust nauðsynlegt til að ná velgengni

Aðhald og þjálfun er ein af ástæðunum fyrir því að unglinganámskeið Dale Carnegie ber árangur að sögn þjálfara hjá Dale Carnegie. Hann segir það vera gríðarlega mikilvægt fyrir ungt fólk að kunna að setja sér markmið þannig að sá árangur sem það nær í lífinu sé ekki háður tilviljun. Meira
5. janúar 2010 | Blaðaukar | 882 orð | 2 myndir

Sjálfsþekking skiptir máli í námsvali

Staðalímyndir geta stjórnað starfsvali en mikilvægt er að sannreyna hugmyndir manns um hlutina og læra ekki eitthvað út frá hugboði að sögn Jónínu Kárdál í náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands. Í náms- og starfsvali skiptir sjálfsþekking miklu máli og að átta sig á forgangsröðinni í lífi sínu. Meira
5. janúar 2010 | Blaðaukar | 596 orð | 2 myndir

Skemmtilegt að vinna með börnum

Ingibjörg Hannesdóttir ákvað að stofna Myndlistarskóla Grafarvogs því það var mikil eftirspurn eftir slíkum skóla á svæðinu. Hún hefur lengi unnið með börnum og segir það skemmtilegasta starf í heimi. Í skólanum mun hún líka bjóða upp á myndlistarnámskeið fyrir fullorðna. Meira
5. janúar 2010 | Blaðaukar | 780 orð | 3 myndir

Skírnarkjóll er ævarandi eign

Í mörgum fjölskyldum tíðkast það að sami skírnarkjóllinn sé notaður fyrir nokkrar kynslóðir og því gaman að hann sé gerður af fjölskyldumeðlimi. Meira
5. janúar 2010 | Blaðaukar | 855 orð | 1 mynd

Skólastjórinn sér um forsönginn

Helgi Grímsson ákvað að verða kennari 15 ára gamall eftir að hafa unnið í sumarbúðum skáta á Úlfljótsvatni. Hann er í dag skólastjóri Sjálandsskóla í Garðabæ. Meira
5. janúar 2010 | Blaðaukar | 555 orð | 2 myndir

Smakkað á víni, súkkulaði og mat

Vínskólinn var stofnaður af Dominique Plédel Jónsson árið 2006. Á vegum skólans eru haldin ýmis konar smakknámskeið tengd víni og mat. Meira
5. janúar 2010 | Blaðaukar | 343 orð | 1 mynd

Stúdentspróf á skemmri tíma

Menntaskólinn Hraðbraut er hentugur valkostur fyrir metnaðarfulla nemendur sem vilja ljúka stúdentsprófi á skömmum tíma. Skólinn býður nám til stúdentsprófs á tveimur árum á náttúrufræðibraut og málabraut. Meira
5. janúar 2010 | Blaðaukar | 870 orð | 1 mynd

Tæknimiðstöð Íslands

Þrátt fyrir aragrúa safna um allt land er ekkert safn til á Íslandi sem heldur utan um frumkvöðlastarf landsmanna á sviði tækni og vísinda. Meira
5. janúar 2010 | Blaðaukar | 181 orð | 1 mynd

Valdatengsl og skipulag

Völd og lýðræði í skipulagi kallast námskeið sem kennt verður nú í janúar við endurmenntunardeild Landbúnaðarháskóla Íslands. Á námskeiðinu verður fjallað um mismuninn milli fræðilegrar skipulagsvinnu (idea of planning) og raunveruleikans, þ.e. Meira
5. janúar 2010 | Blaðaukar | 449 orð | 1 mynd

Ættfræðigrúsk í fjársjóðskistu

Ættfræðigrúskarar ættu að hoppa hæð sína yfir námskeiði sem Eyrún Ingadóttir sagnfræðingur heldur hjá Mími símenntun. Námskeiðið kallast Rýnt í ræturnar – Ættfræðigrúsk í fjársjóðskistu forfeðranna og þar eru gefin góð ráð við fjársjóðsleitina. Meira
5. janúar 2010 | Blaðaukar | 1347 orð | 2 myndir

Öll gögn á einum stað

Það getur verið þægilegt að hafa öll gögn og upplýsingar á sama stað þegar verið er að vinna að stóru verkefni en það er gert á einfaldan hátt með MindManager. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.