Greinar föstudaginn 31. desember 2010

Fréttir

31. desember 2010 | Innlendar fréttir | 1329 orð | 2 myndir

Aukið líf í laganámi

VIÐTAL Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Um áramótin lætur Þórður S. Gunnarsson af störfum sem forseti lagadeildar Háskólans í Reykjavík en hann hefur verið forseti deildarinnar frá upphafi. Meira
31. desember 2010 | Innlendar fréttir | 383 orð | 1 mynd

Árið 2010 var einkar gott og fer í veðurannála

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Veðurfar var óvenjulegt á árinu sem er að líða, sérstaklega um landið sunnan- og vestanvert. Í þeim landshlutum var það eitt hið hlýjasta sem vitað er um, jafnframt eitt hið þurrasta og snjóléttasta. Meira
31. desember 2010 | Innlent - greinar | 1189 orð | 1 mynd

Árið sem mótar framtíð Íslands

Margt bendir til þess að árið 2011 geti ráðið úrslitum um hvernig lífið verður á Íslandi til langrar framtíðar. Það á ekki aðeins við um efnahagsmálin heldur samfélagsgerðina alla. Það er algengt að erfiðleikatímar móti bæði menn og samfélög. Meira
31. desember 2010 | Innlendar fréttir | 500 orð | 2 myndir

Bensínverðið hækkar í áföngum

Fréttaskýring Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Verð á bensíni og dísilolíu mun hækka strax á nýársnótt vegna hækkunar á bensínsköttum ríkisins. Hluti hækkunarinnar kemur fram þá en gjöldin koma síðan að fullu fram með innkaupum á nýjum förmum. Meira
31. desember 2010 | Innlendar fréttir | 110 orð | 1 mynd

Björn hlýtur styrk úr minningarsjóði

Hanna Birna Kristjánsdóttir, forseti borgarstjórnar, afhenti Birni Thoroddsen, tónlistarmanni styrk úr minningarsjóði Gunnars Thoroddsen, fyrrverandi borgarstjóra og forsætisráðherra, við hátíðlega athöfn í Höfða í fyrradag. Meira
31. desember 2010 | Innlendar fréttir | 74 orð | 1 mynd

Borgin hirðir ekki jólatré frekar en hún gerði í fyrra

Sorphirða Reykjavíkur hirðir ekki jólatré fremur en í fyrra, að því er fram kemur í tilkynningu frá borginni. Meira
31. desember 2010 | Erlendar fréttir | 368 orð | 1 mynd

Dæmdur í sex ára fangelsi í viðbót

Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Dómari í Moskvu dæmdi í gær Míkhaíl Khodorkovskí í sex ára fangelsi til viðbótar fyrir stórfelldan fjárdrátt og peningaþvætti. Stjórnvöld í vestrænum ríkjum fordæmdu fangelsisdóminn og sögðu hann af pólitískum rótum runninn. Meira
31. desember 2010 | Innlendar fréttir | 182 orð | 1 mynd

Eftirlit sparaði um 800 milljónir

Talið er að hert eftirlit með bótasvikum hafi í heild sparað Vinnumálastofnun (VMST) um 800 milljónir króna á rúmu ári, samkvæmt upplýsingum stofnunarinnar. Meira
31. desember 2010 | Innlendar fréttir | 474 orð | 1 mynd

Fá banaslys urðu í umferðinni á þessu ári

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Átta höfðu látist vegna umferðarslysa á þessu ári um miðjan dag í gær. Fara þarf aftur til ársins 1968 þegar hægri umferð var tekin upp til að finna jafnfá fórnarlömb umferðarslysa á einu ári og þau voru orðin í gær. Meira
31. desember 2010 | Innlendar fréttir | 65 orð | 1 mynd

Fárviðri og tónaflóð

Menningarhluti áramótablaðs Morgunblaðsins er lagður undir uppgjörslista af ýmsu tagi og munu fleiri slíkir birtast í næstu blöðum. Tvo dóma er líka að finna um merka menningarviðburði sem áttu sér stað á miðvikudagskvöldið. Meira
31. desember 2010 | Innlendar fréttir | 224 orð | 1 mynd

Flestar fæðingar í september, fæstar í mars

Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Á tímabilinu 1. janúar til 1. desember voru 3.147 fæðingar á Landspítala – háskólasjúkrahúsi. Þessi tala segir ekki þó alla söguna um fjölda barna sem hafa fæðst þar á árinu, um er að ræða fjölda fæðinga. Meira
31. desember 2010 | Erlendar fréttir | 328 orð | 1 mynd

Fljúgandi asni og eðlur í nærhaldinu

Blessaðir málleysingjarnir eru ósjaldan uppspretta furðulegra frétta og árið 2010 var engin undantekning í þeim efnum. Aðbúnaður þeirra var misjafn á árinu. Meira
31. desember 2010 | Innlendar fréttir | 541 orð | 3 myndir

Flóð gætu orðið tíðari

Fréttaskýring Kristján Jónsson kjon@mbl.is Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna spáir því að yfirborð sjávar muni hækka um 20-60 sentimetra og jafnvel meira á öldinni vegna hlýnunar í lofthjúp jarðar. Meira
31. desember 2010 | Innlendar fréttir | 92 orð | 1 mynd

Fréttaþjónusta mbl.is um áramót

Morgunblaðið kemur næst út mánudaginn 3. janúar. Fréttavakt verður að venju á Fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is, um áramótin. Hægt er að senda ábendingar um fréttir á netfangið netfrett@mbl. Meira
31. desember 2010 | Innlendar fréttir | 131 orð

Fyrsta hjúkrunarheimilið reist á Seltjarnarnesi

Guðbjartur Hannesson, félags- og tryggingamálaráðherra og Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri, undirrituðu í gær samning um byggingu 30 rýma hjúkrunarheimilis á Seltjarnarnesi. Áætlað er að hönnunarvinna hefjist þegar í stað. Meira
31. desember 2010 | Innlendar fréttir | 223 orð

Gert að koma með allan grásleppuafla að landi

Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is Frá ársbyrjun 2012 verður grásleppusjómönnum gert að koma með allan afla að landi. Meira
31. desember 2010 | Innlendar fréttir | 229 orð | 1 mynd

Guðmundur Einarsson

Guðmundur Einarsson iðnhönnuður andaðist á krabbameinsdeild Landspítalans hinn 25. desember sl., 48 ára að aldri. Guðmundur fæddist í Kópavogi, hinn 3. apríl 1962. Hann var sonur hjónanna Einars H. Guðmundssonar múrarameistara, d. Meira
31. desember 2010 | Innlendar fréttir | 66 orð | 1 mynd

Heimildir lögreglunnar reyndust vel

Rannsóknarheimildir lögreglu í Svíþjóð og Danmörku komu að góðum notum á dögunum og óvíst hvort tekist hefði að afstýra hryðjuverkaárás sem skipulögð var á ritstjórnarskrifstofur Jyllands-Posten ef þær hefðu ekki verið fyrir hendi. Meira
31. desember 2010 | Innlendar fréttir | 754 orð | 3 myndir

Hryðjuverkaógnin aldrei nær íslenskum veruleika

Fréttaskýring Andri Karl andri@mbl. Meira
31. desember 2010 | Innlendar fréttir | 86 orð

Íbúarnir kjósa íþróttamanninn

Íþrótta- og tómstundaráð Garðabæjar hefur tilnefnt tíu íþróttamenn til titilsins „Íþróttamaður Garðabæjar 2010.“ Um er að ræða 6 karla og 4 konur. Meira
31. desember 2010 | Innlent - greinar | 1172 orð | 1 mynd

Ísland er komið vel á veg

Í lok árs 2010 er við hæfi að greina stöðu landsins og velta upp spurningunni: Hvar erum við á vegi stödd rúmum tveimur árum bak hruninu sem hér varð í október 2008? Meira
31. desember 2010 | Erlendar fréttir | 174 orð

Í varðhald vegna hryðjuverkaáforma

Þrír menn voru dæmdir í gæsluvarðhald í Danmörku í gær vegna gruns um að þeir hefðu ætlað að gera mannskæða árás á ritstjórnarskrifstofur Jyllands-Posten í Kaupmannahöfn. Dómari í Svíþjóð dæmdi fjórða manninn í tveggja vikna gæsluvarðhald vegna málsins. Meira
31. desember 2010 | Innlendar fréttir | 77 orð | 1 mynd

Jón Sigurðsson merktur

Koparplata með merkingu var í gær fest á fótstall styttunnar af Jóni Sigurðssyni á Austurvelli og þannig markað upphafið að 200. afmælisári Jóns, sem verður minnst með margvíslegum hætti allt árið 2011. Meira
31. desember 2010 | Innlendar fréttir | 376 orð | 1 mynd

Kortavelta eykst milli ára

Jónas Margeir Ingólfsson Jonasmargeir@mbl.is Erlend kortavelta Valitor jókst um 30% á milli ára og innlend kortavelta um 11%. Meira
31. desember 2010 | Innlendar fréttir | 87 orð

Mest fjallað um Steingrím

Mest var fjallað um Steingrím J. Sigfússon, fjármálaráðherra, í fréttum fjölmiðla á árinu samkvæmt úttekt Creditinfo. Í öðru sæti er Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, og Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, er í 3. sæti. Meira
31. desember 2010 | Innlendar fréttir | 144 orð | 1 mynd

Minnisvarði um Konráð Gíslason Fjölnismann

Rótaryklúbbur Sauðárkróks hefur undanfarna mánuði unnið að því að reisa minnisvarða um Konráð Gíslason, Fjölnismann og prófessor við Kaupmannahafnarháskóla. Verður hann afhjúpaður þriðjudaginn 4. janúar nk. Meira
31. desember 2010 | Innlendar fréttir | 515 orð | 1 mynd

Orðljótasti djákninn

Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Björgvin Magnússon vantar þrjú ár í nírætt. Nú um áramótin lætur hann af störfum hjá Viðlagatryggingu Íslands. Hann hefur fengist við ýmislegt í gegnum tíðina, enda starfsævin lengri en gengur og gerist. Meira
31. desember 2010 | Innlendar fréttir | 87 orð

Ólík sýn ráðherra á nýtt ráðuneyti

Á morgun taka tvö ný ráðuneyti til starfa innan stjórnarráðsins, innanríkis- og velferðarráðuneyti, en eftir breytingarnar verða ráðuneytin tíu talsins. Meira
31. desember 2010 | Innlendar fréttir | 164 orð | 1 mynd

Óljóst hvað þarf að hækka til að standa undir áfengisgjaldi

Fríhöfnin á Keflavíkurflugvelli mun ekki hækka verð á áfengi og tóbaki, þrátt fyrir að ríkið hafi nú lagt á ný vörugjöld á áfengi og tóbak sem selt er í fríhöfninni. Skv. Meira
31. desember 2010 | Innlendar fréttir | 188 orð | 1 mynd

Ríkið tekur 110 kr. af bensínlítra

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Þegar hækkanir á vörugjöldum og kolefnisgjöldum á eldsneyti koma að fullu fram má áætla að ríkið taki beint til sín 110 krónur af hverjum bensínlítra sem bíleigendur kaupa á bensínstöðvum landsins. Meira
31. desember 2010 | Innlendar fréttir | 118 orð | 1 mynd

Röng mynd birtist af gamla Þór

Þau mistök urðu í Morgunblaðinu í gær að mynd af varðskipinu Óðni birtist með frétt um gamla varðskipið Þór. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum og birtist hér rétt mynd af Þór að störfum fyrir Landhelgisgæsluna. Meira
31. desember 2010 | Innlendar fréttir | 71 orð | 1 mynd

Senda gervifætur til Palestínu

Félagar úr Ísland-Palestína héldu til Gaza fyrir jólin með efni í 36 gervifætur. Fæturnir verða smíðaðir á staðnum með aðferð sem Össur Kristinsson og fyrirtæki hans OK Prosthetics hafa þróað. Meira
31. desember 2010 | Innlendar fréttir | 69 orð | 1 mynd

Sindrandi stjörnuljós í Vesturbæjarlaug

Það stirndi á Vesturbæjarlaug í gær þegar sunddeild KR hélt sitt hefðbundna stjörnuljósasund sem þreytt hefur verið í 36 ár. Meira
31. desember 2010 | Innlendar fréttir | 476 orð | 2 myndir

Tvö ný ráðuneyti á morgun

FRÉTTASKÝRING Jónas Margeir Ingólfsson jonasmargeir@mbl.is 1. janúar taka tvö ný ráðuneyti til starfa innan Stjórnarráðs Íslands. Meira
31. desember 2010 | Innlent - greinar | 1166 orð | 1 mynd

Tökum stefnuna á réttlæti

I Ég veit að margir deila þeirri skoðun með mér að of seint gangi að endurreisa Ísland, allt sé enn í frosti og langt í réttlætið. Við erum enn í miðju hruni og í átökum hvers dags verður maður ekki var við miklar breytingar. Meira
31. desember 2010 | Innlendar fréttir | 6990 orð | 3 myndir

Umræðan á árinu

5. janúar Vinnumiðlun ríkisins Eftir Ólaf Hauksson Vinnumálastofnun er á góðri leið með að drepa þau fyrirtæki sem sinna vinnumiðlun hér á landi. Meira
31. desember 2010 | Innlendar fréttir | 49 orð | 1 mynd

Vandi vegna hækkandi sjávarborðs

Ef sjávarborð hækkar á öldinni í samræmi við spár yrði að gera ráðstafanir til að bæta fráveitukerfið í vesturhluta Reykjavíkur. Meira
31. desember 2010 | Innlent - greinar | 929 orð | 1 mynd

Við áramót

Árið 2010 var um margt ár uppgjörs og átaka. Sumpart var um að ræða óumflýjanleg ágreiningsefni, en sumpart var ágreiningur vegna einþykkju núverandi ráðamanna þjóðarinnar. Einnig fóru á árinu fram reglubundnar sveitarstjórnarkosningar. Meira
31. desember 2010 | Innlendar fréttir | 76 orð

Vill nýja ríkisstjórn um tiltekin verkefni

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, leggur til að mynduð verði ný ríkisstjórn um tiltekin verkefni til ákveðins tíma en síðan verði boðað til kosninga. Meira
31. desember 2010 | Innlent - greinar | 1006 orð | 1 mynd

Þjóðin uppsker á nýju ári

Þegar ósk barst um að formaður Samfylkingarinnar skrifaði áramótagrein í Morgunblaðið hugleiddi ég að verða ekki við þeirri beiðni, enda eiga rætin og lágkúruleg skrif núverandi ritstjóra blaðsins í garð undirritaðrar vart hliðstæðu í síðari tíma... Meira

Ritstjórnargreinar

31. desember 2010 | Leiðarar | 547 orð

Hinn góði ásetningur

Nýtt ár er eins og óskrifað blað öfugt við það gamla, sem er útpárað og fullt af útstrikunum og útúrdúrum. Nýtt ár gefur fyrirheit, tækifæri til að byrja upp á nýtt, slá striki yfir fortíðina og hefja sig upp á nýtt plan, ef ekki hefja nýtt líf. Meira
31. desember 2010 | Reykjavíkurbréf | 1413 orð | 1 mynd

Hvað varð? Hvers er að vænta?

Áramót eru hefðbundinn uppgjörstími. Nýliðið ár fær sjálft sína einkunn, en þó ekki síst þær persónur og leikendur sem á sviðinu stóðu það árið. Meira
31. desember 2010 | Leiðarar | 508 orð

Hver hefði trúað því...?

Framþróun er það sem fólk sækist eftir, en hér er boðið upp á hringavitleysu Meira
31. desember 2010 | Staksteinar | 192 orð | 1 mynd

Jólasveinn fær svigrúm

Fyrir ári lenti ríkisstjórnin í vandræðum þegar boðað var til þjóðaratkvæðagreiðslu vegna Icesave. Þá var settur í gang spuni um að framsóknarmenn væru að koma inn í stjórnina og einnig að Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði aftur upp í til Samfylkingar. Meira
31. desember 2010 | Leiðarar | 111 orð

Umræðan á árinu

Mikil og fjölbreytt umræða fer fram í Morgunblaðinu Meira

Menning

31. desember 2010 | Fjölmiðlar | 211 orð | 1 mynd

Árið er kvatt og allt það

Mér finnst eins og það hafi fallið í minn hlut fyrir nákvæmlega ári að skrifa þennan Ljósvakapistling, sem er síðasti pistill ársins. Meira
31. desember 2010 | Fólk í fréttum | 316 orð | 11 myndir

Bestu erlendu plöturnar

1 The National – High Violet „Ef það væri hægt að deyja úr hamingju yfir útgáfu eins geisladisks, hefði ég dáið eftir að ég hlustaði á High Violet í fyrsta skipti. Þvílíkt meistaraverk. Meira
31. desember 2010 | Fólk í fréttum | 402 orð | 10 myndir

Bestu íslensku plöturnar

1 Jónsi – Go „Með Go gerir Jónsi það sem hann hefur gert svo listilega vel með strákunum í Sigur Rós og Alex Somers í Jónsa & Alex; hann hleypir hlustandanum inn í sinn ævintýralega hugarheim og leyfir honum að gerast þátttakandi í öllu því... Meira
31. desember 2010 | Tónlist | 652 orð | 2 myndir

Innblásinn kynjaheimur Jónsa

Jón Þór Birgisson, Jónsi, söngur og gítar, ásamt Alex Somers á gítar, Ólafi Birni Ólafssyni á hljómborð og slagverk, Þorvaldi Þór Þorvaldssyni á trommur og slagverk og Úlfi Hanssyni á bassa og monome. Lúðrakvintettinn Brassgat í bala hitaði upp. Meira
31. desember 2010 | Fólk í fréttum | 51 orð | 1 mynd

Nýársfagnaður á Hótel Borg

Nýárinu verður fagnað með stæl á Hótel Borg í ár. Balkansveitin alíslenska Orphic Oxtra leikur, Sigríður Thorlacius úr Hjaltalín syngur og þegar nóttin leggst yfir fær Motown-stemning að ráða ríkjum. Veislustjóri verður Hilmar Guðjónsson leikari. Meira
31. desember 2010 | Menningarlíf | 177 orð | 2 myndir

Topplistar ársins 2010

Bestu leiksýningarnar Guðmundur Brynjólfsson 1 Hænuungarnir eftir Braga Ólafsson í leikstjórn Stefáns Jónssonar í Þjóðleikhúsinu. Mögnuð sýning þar sem frábært leikrit var sviðsett með slíkum hætti að jaðraði við fullkomnun. Leikur óaðfinnanlegur og leiksigrar nokkrir. Meira
31. desember 2010 | Bókmenntir | 505 orð | 11 myndir

Topplistar ársins 2010

Bestu bækurnarÁrni Matthíasson og Kolbrún Bergþórsdóttir1 Missir – Guðbergur Bergsson „Guðbergur hefur hér meistaraleg tök á efninu og frásögninni allri. Missir er tvímælalaust eitt af hans áhrifameiri verkum, knappt og meitlað og vekur lesendann til umhugsunar. Meira
31. desember 2010 | Menningarlíf | 385 orð | 1 mynd

Topplistar ársins 2010

Bestu myndlistarsýningarnar Anna Jóhannsdóttir og Þóra Þórisdóttir 1 Aðflutt landslag . Pétur Thomsen, Listasafn Íslands. „Pétur hefur næmt auga fyrir hinu myndræna og hver mynd er magnaður, fagurfræðilegur heimur sem birtir formrænt samspil og ummerki mannanna eins og grafíska „teikningu“... Meira
31. desember 2010 | Menningarlíf | 948 orð | 2 myndir

Við erum efnið sem draumar eru gerðir úr

Leikarar: Ingvar E. Meira
31. desember 2010 | Tónlist | 182 orð | 4 myndir

Það besta í djassinum

Bestu djassplötur ársins 1 Jóel Pálsson: Horn (Flugur 003). Heimsklassaverk þar sem Jóel Pálsson toppar sjálfan sig. Framsækið en um leið með báða fætur í hefðinni og spilamennska hljómsveitarinnar frábær. Meira

Umræðan

31. desember 2010 | Aðsent efni | 628 orð | 1 mynd

Að vera stjórnandi á heimili og í leikskóla í dag

Eftir Nichole Leigh Mosty: "Sem stjórnandi í leikskóla spyr ég borgaryfirvöld hvers vegna þau telja að vert sé að spara enn í leikskólarekstri? Leikskólar eru ekki reknir án skynsemi." Meira
31. desember 2010 | Aðsent efni | 384 orð | 1 mynd

Á snældu skaltu stinga þig

Eftir Gunnar Braga Sveinsson: "Formaður Framsóknarflokksins hefur talað fyrir því að mynduð verði þjóðstjórn." Meira
31. desember 2010 | Aðsent efni | 656 orð | 1 mynd

Höft eru leið til ánauðar

Eftir Kristin Inga Jónsson: "Á meðan höft eru til staðar er hvorki hægt að nýta skilvirkni markaðarins til fulls né fá erlenda fjárfestingu hingað til lands." Meira
31. desember 2010 | Aðsent efni | 411 orð | 1 mynd

Um sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti

Eftir Jón Bjarnason: "Í stefnumörkun ríkisstjórnar var í eldri drögum gert ráð fyrir að leggja niður ráðuneytið en í lokaendurskoðun nú í haust voru ákvæði þar um felld út." Meira
31. desember 2010 | Velvakandi | 164 orð | 4 myndir

Velvakandi

Lopapeysa Lopapeysa gleymdist í salnum á Aktu taktu við Skúlagötu fyrrihluta nóvembermánaðar síðastliðinn, hennar má vitja á staðnum. Týndur köttur Svört læða, sem var í pössun í Ásgarði, hvarf hinn 27. desember. Meira
31. desember 2010 | Aðsent efni | 618 orð | 1 mynd

Verslanir í Langholtshverfinu

Eftir Ólaf Steinar Björnsson: "Ég vona að Rangá, þessi skemmtilega og vel rekna verslun og sú langelsta með sama nafni, eigi enn eftir að vera í Skipasundinu um langa hríð." Meira

Minningargreinar

31. desember 2010 | Minningargreinar | 116 orð | 1 mynd

Anton Eyþór Hjörleifsson

Anton Eyþór Hjörleifsson var fæddur í Reykjavík 1. júlí 1941. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 10. desember sl. Útför Antons fór fram í kyrrþey frá Innri-Njarðvíkurkirkju 17. desember 2010. Meira  Kaupa minningabók
31. desember 2010 | Minningargreinar | 1364 orð | 1 mynd

Erling Sigurlaugsson

Erling Sigurlaugsson fæddist á Ísafirði 4. apríl 1936. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 21. desember 2010. Útför Erlings fór fram frá Seltjarnarneskirkju 30. desember 2010. Meira  Kaupa minningabók
31. desember 2010 | Minningargreinar | 946 orð | 1 mynd

Guðrún Kristín Erlendsdóttir

Guðrún Kristín Erlendsdóttir fæddist í Hamragörðum í Vestur-Eyjafjallahreppi 10. september 1929. Hún andaðist 23. desember 2010. Kristín var jarðsungin frá Digraneskirkju í Kópavogi 30. desember 2010. Meira  Kaupa minningabók
31. desember 2010 | Minningargreinar | 2065 orð | 1 mynd

Haukur Halldórsson

Haukur Halldórsson fæddist á Dýrastöðum í Norðurárdal 26. september 1950. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 23. desember 2010. Útför Hauks fór fram frá Áskirkju 30. desember 2010. Meira  Kaupa minningabók
31. desember 2010 | Minningargreinar | 516 orð | 1 mynd

Ingibjörg Þóra Sigurgrímsdóttir

Ingibjörg Þóra Sigurgrímsdóttir fæddist í Holti, Stokkseyrarhreppi, 17. júlí 1925. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 24. desember 2010. Útför Ingibjargar fór fram frá Stokkseyrarkirkju 30. desember 2010. Meira  Kaupa minningabók
31. desember 2010 | Minningargreinar | 645 orð | 1 mynd

Jón Erlendsson

Jón Erlendsson var fæddur á Ísafirði 2. apríl árið 1926. Hann lést á Landakotsspítala 19. desember 2010. Útför Jóns var gerð frá Laugarneskirkju 30. desember 2010. Meira  Kaupa minningabók
31. desember 2010 | Minningargreinar | 2154 orð | 1 mynd

Sigurður Ágústsson

Sigurður Ágústsson fæddist í Stykkishólmi 23. september 1925. Hann lést á St. Franciskusspítala í Stykkishólmi 22. desember 2010. Útför Sigurðar fór fram frá Stykkishólmskirku 30. desember 2010. Meira  Kaupa minningabók
31. desember 2010 | Minningargreinar | 2670 orð | 1 mynd

Sigurjón Jóhannsson

Sigurjón Jóhannsson fæddist á Siglufirði 8. september 1928. Hann lést á heimili sínu 22. desember 2010. Útför Sigurjóns fór fram frá Siglufjarðarkirkju 30. desember 2010. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

31. desember 2010 | Viðskiptafréttir | 64 orð

Erfitt að fá svör frá NBI um fyrirgreiðslu til 365

Morgunblaðið hefur á síðustu dögum reynt að fá svör við því hvers vegna Rauðsól ehf. var veitt fjögurra milljarða króna kúlulán hjá NBI til að kaupa fjölmiðlahluta 365 í nóvember 2008. Meira
31. desember 2010 | Viðskiptafréttir | 523 orð | 3 myndir

Fyrirframgreiðsla á arfi skerðir nýkynntar vaxtaniðurgreiðslur

Fréttaskýring Þórður Gunnarsson thg@mbl.is Sýslumannsembætti landsins hafa í óða önn verið að afgreiða beiðnir um fyrirframgreiðslu á arfi síðustu vikur. Helsta ástæðan er talin hækkun á erfðafjárskatti, sem mun hækka úr 5% í 10%. Meira
31. desember 2010 | Viðskiptafréttir | 353 orð | 1 mynd

Góð ávöxtun í ár þrátt fyrir taugatitringinn í haust

Örn Arnarson ornarnar@mbl.is Skuldabréfavísitala Gamma hækkaði um 14,1% á árinu. Óverðtryggð ríkisbréf drógu vagninn á árinu. Vísitala Gamma fyrir óverðtryggð bréf hækkaði um 18,6% en vísitalan fyrir verðtryggð bréf hækkaði um 12,2%. Meira
31. desember 2010 | Viðskiptafréttir | 77 orð | 1 mynd

Rannveig Rist hlaut Viðskiptaverðlaunin 2010

Rannveig Rist forstjóri Ísals, Rio Tinto Alcan í Straumsvík , hlaut í gær Viðskiptaverðlaunin 2010 hjá Viðskiptablaðinu. Meira
31. desember 2010 | Viðskiptafréttir | 147 orð | 1 mynd

Samningum um sparisjóði lokið

Seðlabanki Íslands hefur lokið samningum um skuldir fimm sparisjóða sem ekki uppfylltu skilyrði um lágmark eigin fjár í kjölfar bankahrunsins. Samkvæmt samningunum nema niðurfellingar krafna alls 4.564 milljónum króna, en til fullnustu krafna fengust 3. Meira

Daglegt líf

31. desember 2010 | Daglegt líf | 319 orð | 5 myndir

Áramótaförðun á léttum nótum

Glitrandi silfurlitað glimmer nýtur sín vel með fjólubláum og gráum tónum í fallegri förðun Bjargar Alfreðsdóttur förðunarmeistara. Meira
31. desember 2010 | Daglegt líf | 441 orð | 1 mynd

Heimur Skúla

Þegar allir ætla að borða mestan ís eða byggja stærsta sandkastalann þá liggur í augum uppi að hlutirnir geta bara endað illa. Það sama á við þegar fólk er gripið gamlársörvæntingunni. Meira
31. desember 2010 | Daglegt líf | 87 orð | 1 mynd

...komið heil inn í nýárið

Höldum gleði hátt á loft, njótum kvöldsins í kvöld og næturgamansins sem mest við megum, en pössum okkur samt að týna okkur ekki alveg. Þegar allt er þanið til hins ýtrasta er stundum stutt í tárin. Meira
31. desember 2010 | Daglegt líf | 171 orð | 1 mynd

Litríkir kokteilar á áramótum

Gamlárskvöld er jú eitt stærsta partíkvöld ársins og þá er glimmer, glans og skrautlegheit í hávegum höfð. Um að gera að missa sig aðeins í glamúr þegar það er svona líka rosalega leyfilegt, skreyta sig í bak og fyrir, fésið, hárið og skrokkinn. Meira
31. desember 2010 | Daglegt líf | 166 orð | 1 mynd

Pallíettur, brons og gull

Það þarf ekki að vera svo mikið mál að redda gamlárskvölds-dressinu á skömmum tíma. Ekki hafa áhyggjur af því að þú eigir ekkert og hafir gleymt að kaupa þér nýja flík í allri jólaösinni. Meira
31. desember 2010 | Daglegt líf | 191 orð | 1 mynd

Skemmtanir á gamlárskvöld

Á gamlárskvöld leggja margir leið sína í miðbæ Reykjavíkur. Hér að neðan má sjá nokkur dæmi þess sem um verður að vera á skemmtistöðunum. Austur: Á skemmtistaðnum Austur verður í boði glæsilegur áramótamatseðill. Meira

Fastir þættir

31. desember 2010 | Árnað heilla | 36 orð | 1 mynd

80 ára

Guðmundur Kristinsson rithöfundur og fyrrverandi féhirðir við Landsbankann á Selfossi verður áttræður í dag, 31. desember. Guðmundur og Ásdís, eiginkona hans, taka á móti gestum í Hótel Selfossi sunnudaginn 9. janúar frá kl. 14 til... Meira
31. desember 2010 | Árnað heilla | 25 orð | 1 mynd

90 ára

Sveinn Elíasson, fyrrverandi bankaútbússtjóri er níræður í dag, 31. desember. Sveinn og eiginkona hans, Sveinbjörg Zophoniasdóttir fagna þessum tímamótum með börnum sínum og fjölskyldum... Meira
31. desember 2010 | Í dag | 205 orð | 1 mynd

Agathe von Trapp er látin

Trapp-fjölskyldan er fræg söngfjölskylda frá Austurríki sem varð að efnivið í einhverri frægustu bíómynd síðustu aldar, The Sound of Music , þar sem Julie Andrews söng sig inn í hjörtu hins vestræna heims árið 1965. Meira
31. desember 2010 | Í dag | 254 orð

Blástu í glæður, vertu snör!

Karlinn á Laugaveginum var á hlaupum að sinna erindum sínum þegar ég hitti hann í gær, vildi vera skuldlaus við Guð og menn þegar nýja árið gengi í garð. Meira
31. desember 2010 | Fastir þættir | 157 orð

Brids - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Hundvond slemma. N-Allir. Meira
31. desember 2010 | Í dag | 157 orð | 1 mynd

Íslensk tónlist í bandarísku útvarpi

Bandaríska útvarpsstöðin KEXP FM 90,9 frá Seattle í Bandaríkjunum hefur verið ötul við að kynna íslenska tónlist í þáttum sínum KEXP sendi út frá Iceland Airwaves í október sl. Meira
31. desember 2010 | Fastir þættir | 1030 orð

Í sporum vesturs

Á aðfangadag jóla fengu lesendur Morgunblaðsins fimm þrautir til umhugsunar. Fjórar fyrstu lutu að útspilinu, en síðasta þrautin snerist um spilamennsku sagnhafa á opnu borði. Meira
31. desember 2010 | Fastir þættir | 386 orð | 10 myndir

Lausnir á jólaskákþrautum

Eins og fram kom í inngangi við skákdæmin átta þá voru þau misjafnlega erfið. Hér koma lausnirnar: Dæmi nr. 1 – T.P. Madely Mát í 1. leik! Lausn: 1. f4 mát! Dæmi nr. 2 – A. Galitskí Mát í 2. leik Lausn: 1. Dg5! 1.... Kb6 2. Dd8 mát, 1.... Meira
31. desember 2010 | Árnað heilla | 27 orð | 1 mynd

Nýirborgarar

Reykjavík Hrannar Valberg fæddist 10. ágúst kl. 8.50. Hann vó 4.890 g og var 54 cm langur. Foreldrar hans eru Valdís Vera Einarsdóttir og Atli Már... Meira
31. desember 2010 | Í dag | 19 orð

Orð dagsins: Guð sé oss náðugur og blessi oss, hann láti ásjónu sína...

Orð dagsins: Guð sé oss náðugur og blessi oss, hann láti ásjónu sína lýsa meðal vor. (Sálm. 67, 2. Meira
31. desember 2010 | Fastir þættir | 125 orð | 1 mynd

Skák - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. e4 g6 2. d4 Bg7 3. Rc3 d6 4. f4 a6 5. Rf3 Rd7 6. Be3 b5 7. Bd3 Bb7 8. 0-0 c5 9. dxc5 Rxc5 10. Bxc5 dxc5 11. e5 f5 12. Be2 Db6 13. De1 Rh6 14. Rg5 Rf7 15. Rxf7 Kxf7 16. Hd1 Hhd8 17. Df2 Hd4 18. Rb1 Had8 19. Hxd4 cxd4 20. Hd1 Bh6 21. Hd3 Be4 22. Meira
31. desember 2010 | Árnað heilla | 186 orð | 1 mynd

Sprengdi flugeld í stofunni

Þórarinn S. Gestsson verður fimmtugur í dag. Hann segist ekki ætla að fagna stórafmælinu heldur halda gamlársdag eins og hann gerir alltaf. „Það er ekkert um að vera nema þetta hefðbundna með nánustu fjölskyldunni. Meira
31. desember 2010 | Í dag | 88 orð | 1 mynd

Söngvari Boney M dáinn

Bobby Farrell sem var eini karl meðlimur hljómsveitarinnar Boney M er látinn aðeins 61 árs að aldri. Meira
31. desember 2010 | Í dag | 200 orð | 1 mynd

The Empire Strikes Back komið á safn

Mynd númer tvö í stjörnustríðs-myndaröðinni, The Empire Strikes Back, var tekin til varðveislu í kvikmyndahluta bandaríska bókasafnsins í vikunni. En núna eru þrjátíu ár liðin síðan þessi tímamótamynd var frumsýnd. Meira
31. desember 2010 | Fastir þættir | 275 orð

Víkverjiskrifar

Engum ætti að dyljast mikilvægi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, en slæmt er til þess að vita að flugeldasalan sé langmikilvægust og skipti sköpum í rekstrinum eins og Landsbjörg hefur rækilega auglýst undanfarna daga. Meira
31. desember 2010 | Í dag | 91 orð

Þetta gerðist...

31. desember 1791 Skólapiltar í Hólavallaskóla í Reykjavík héldu áramótabrennu, þá fyrstu sem skráðar sögur fara af hér á landi. 31. desember 1935 Vilhjálmur Þ. Gíslason, síðar útvarpsstjóri, flutti annál ársins í fyrsta sinn í Útvarpinu. Meira

Íþróttir

31. desember 2010 | Íþróttir | 146 orð | 1 mynd

Arnar og Sandra í sérflokki

Arnar Sigurðsson og Sandra Dís Kristjánsdóttir, bæði úr Tennisfélagi Kópavogs, sigruðu í einliðaleik á Bikar- og jólamóti Tennissambands Íslands og Tennishallarinnar sem lauk í gærkvöldi. Bæði unnu þau örugga sigra í úrslitaleikjunum. Meira
31. desember 2010 | Íþróttir | 142 orð | 2 myndir

Aron Pálmarsson

Aron Pálmarsson er miðjumaður í íslenska landsliðinu í handknattleik sem leikur í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í Svíþjóð sem fram fer daga 13.-30. janúar. Aron er 20 ára gamall, fæddur 19. júlí 1990. Meira
31. desember 2010 | Íþróttir | 50 orð | 1 mynd

Belgía Lokeren – Genk 2:2 • Alfreð Finnbogason verður...

Belgía Lokeren – Genk 2:2 • Alfreð Finnbogason verður löglegur með Lokeren eftir áramót. Sint-Truiden – Cercle Brugge frestað • Arnar Þór Viðarsson er leikmaður Cercle Brugge. Meira
31. desember 2010 | Íþróttir | 686 orð | 2 myndir

Ekkert sérstakur tími

VIÐTAL Ívar Benediktsson iben@mbl.is „Ég á talsvert meira inn en þetta. Ég gerði það fyrir kunningja minn að vera með og þegar kom að síðustu hringjunum ákvað ég aðeins að bæta í hraðann og ná Íslandsmetinu. Meira
31. desember 2010 | Íþróttir | 228 orð | 1 mynd

Fínt að byrja á erkifjendunum

Víðir Sigurðsson vs@mbl.is „Það er frábært að byrja árið á svona leik. Meira
31. desember 2010 | Íþróttir | 301 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH og kúluvarparinn Óðinn Björn Þorsteinsson , FH, hafa verið útnefnd íþróttamenn Hafnarfjarðar. Við sama tækifæri var karlalið FH í frjálsíþróttum valið íþróttalið bæjarins. Hrafnhildur varð m.a. Meira
31. desember 2010 | Íþróttir | 56 orð | 1 mynd

FRJÁLSÍÞRÓTTIR Hið árlega Gamlárshlaup ÍR fer fram í dag en það hefur...

FRJÁLSÍÞRÓTTIR Hið árlega Gamlárshlaup ÍR fer fram í dag en það hefur verið haldið samfleytt frá 1976. Keppendur eru ræstir við Ráðhús Reykjavíkur, á gatnamótum Hólavallagötu og Túngötu, og koma aftur þar í endamark eftir 10 km hlaup. Meira
31. desember 2010 | Íþróttir | 237 orð | 1 mynd

Jón Arnór frá í tvo mánuði vegna meiðsla

Slæmar fréttir bárust af snjallasta körfuknattleiksmanni þjóðarinnar, Jóni Arnóri Stefánssyni, í gær. Lið hans CB Granada greindi frá því á heimasíðu sinni að Jón Arnór yrði að öllum líkindum frá keppni næstu tvo mánuðina vegna hnémeiðsla. Meira
31. desember 2010 | Íþróttir | 171 orð | 1 mynd

NBA-deildin Atlanta – Golden State 103:93 Charlotte &ndash...

NBA-deildin Atlanta – Golden State 103:93 Charlotte – Cleveland 101:92 Washington – Indiana 104:90 Detroit – Boston 104:92 Minnesota – Denver 113:119 New Orleans – LA Lakers 88:103 Oklahoma City – New Jersey... Meira
31. desember 2010 | Íþróttir | 86 orð

Nýr Kani til Fjölnis

Bandaríski körfuknattleiksmaðurinn Brandon Springer mun leika með Fjölni í Iceland Express deildinni eftir áramót. Springer er 23 ára gamall og leysir af hólmi Ben Stywall sem látinn var fara á dögunum. Meira
31. desember 2010 | Íþróttir | 416 orð | 3 myndir

Risastórt afrek unnið á Akranesi

Birgir Leifur lék á gulum teigum sem gera Garðavöll 5.519 metra langan. Með honum í ráshópi léku þeir Björgólfur Jóhannsson, Friðrik J. Arngrímsson og Þórður Már Jóhannesson. Urðu þeir vitni að sögulegu íþróttaafreki. Meira
31. desember 2010 | Íþróttir | 172 orð

Viðeigandi endir á góðu ári hjá Guðmundi Ágústi

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, kylfingurinn efnilegi úr GR, lauk árinu 2010 með viðeigandi hætti og barðist um sigurinn á sterku ungmennagolfmóti sem lauk á Flórída í gærkvöldi. Guðmundur hafnaði í 4. - 5. Meira
31. desember 2010 | Íþróttir | 28 orð | 1 mynd

Þýskaland B-DEILD SUÐUR: Hüttenberg – Bergischer 24:29 &bull...

Þýskaland B-DEILD SUÐUR: Hüttenberg – Bergischer 24:29 • Rúnar Kárason skoraði fimm mörk fyrir Bergischer. Aue – Coburg 27:24 • Arnar Jón Agnarsson skoraði þrjú mörk fyrir... Meira

Sunnudagsblað

31. desember 2010 | Sunnudagsmoggi | 107 orð | 1 mynd

93% kjósenda sögðu nei

Þjóðin felldi frumvarp um staðfestingu samkomulags sem ríkisstjórnin gerði um greiðslur til stjórnvalda í Bretlandi og Hollandi vegna innistæðna á Icesave-reikningum Landsbankans. 93% kjósenda sögðu nei í sögulegri þjóðaratkvæðagreiðslu. Meira
31. desember 2010 | Sunnudagsmoggi | 78 orð | 1 mynd

Aðsúgur gerður að þingmönnum við setningu Alþingis

Yfir tvö þúsund manns mótmæltu ástandinu í þjóðfélaginu við þingsetningu í haust. Eggjum, tómötum og ýmsu lauslegu var látið rigna yfir ráðherra, alþingismenn, forseta, biskup og aðra gesti þegar gengið var úr Dómkirkjunni yfir í Alþingishúsið. Meira
31. desember 2010 | Sunnudagsmoggi | 70 orð | 1 mynd

Aukapar af skóm

Það er ekki hægt að stóla á gott veður á gamlárskvöld og oft er ískalt. Þess vegna er ekki mjög sniðug hugmynd að tipla úti á háum hælum eða frysta á sér tærnar úti við brennu. Meira
31. desember 2010 | Sunnudagsmoggi | 71 orð | 1 mynd

Áramótakossinn góði

Áramótakossinn er mjög áríðandi. Kossaflens er mikið þetta kvöld þegar fólk óskar hvað öðru gleðilegs nýs árs. En sumir eru líka að kyssast í fyrsta sinn þetta kvöld þar sem þeir mætast á áramótadansgólfinu og þá er mikilvægt að vanda vel til verka. Meira
31. desember 2010 | Sunnudagsmoggi | 460 orð | 1 mynd

Á vettvangi lífs og listarinnar

Steinunn Birna Ragnarsdóttir var í ágúst sl. ráðin tónlistarstjóri nýja tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu, sem opnað verður í maí næstkomandi. Hennar hlutverk þar er að móta áherslur og halda utan um tónlistarstarfsemi í húsinu. Meira
31. desember 2010 | Sunnudagsmoggi | 82 orð | 1 mynd

Bankamenn hnepptir í varðhald

Þrír fyrrverandi stjórnendur Kaupþings banka voru í maí hnepptir í gæsluvarðhald vegna rannsóknar sérstaks saksóknara á málefnum hins fallna banka. Meira
31. desember 2010 | Sunnudagsmoggi | 356 orð | 3 myndir

Barnagetraun

1Ný plata með tónlist eftir Micahel Jackson kom út fyrir skömmu. Hvað heitir platan? a) Michael b) Jackson c) Me and Bubbles d) Best of Michael Jackson 2 Í febrúar 2011 verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu barnaleikritið Ballið á Bessastöðum. Meira
31. desember 2010 | Sunnudagsmoggi | 381 orð | 1 mynd

Einfalt og ódýrt

Ari Eldjárn sló rækilega í gegn sem uppistandari – má segja sviðagjammi? – á árinu sem er að líða. Meira
31. desember 2010 | Sunnudagsmoggi | 606 orð | 1 mynd

Ekkert kemur á óvart í baráttunni

„Birting WikiLeaks á leyniskjölum hefur að minni hyggju heilmikil áhrif á fjölmiðlun í heiminum jafnt til lengri og skemmri tíma. Meira
31. desember 2010 | Sunnudagsmoggi | 52 orð | 1 mynd

Eldtungur hátt í loft upp

Stórtjón varð í eldsvoða á dekkjaverkstæði Pitstop við Rauðhellu í Hafnarfirði aðfaranótt 13. október. Eldtungur teygðu sig tugi metra í loft upp þegar slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kom á vettvang. Meira
31. desember 2010 | Sunnudagsmoggi | 698 orð | 1 mynd

Fengum uppreisn æru

„Þetta ár var stórkostlegt og það sem stendur upp úr er annars vegar að umræðan opnaðist og hins vegar að ég og hinar konurnar og fjölskyldurnar okkar fengum uppreisn æru. Meira
31. desember 2010 | Sunnudagsmoggi | 276 orð | 1 mynd

Frábær árangur

Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, segir átakið Inspired by Iceland það best heppnaða sem Íslendingar hafi farið í og muni hafa góð áhrif. Strax eftir að eldgosið hófst í Eyjafjallajökli var mikið um afbókanir á ferðum til Íslands. Meira
31. desember 2010 | Sunnudagsmoggi | 1548 orð | 7 myndir

Fullorðinsgetraun

1Hlaup varð í Svaðbælisá vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Hvaða tveir bæir urðu fyrir mestu tjóni vegna flóðsins? Meira
31. desember 2010 | Sunnudagsmoggi | 458 orð | 1 mynd

Grétum og grétum og föðmuðumst

Íris Mist Magnúsdóttir á ekki í neinum vandræðum með að svara þegar hún er spurð hvað standi upp úr frá liðnu ári. „Það er klárlega Evrópumótið, það var geðveikt,“ svarar þessi 23 ára gamla fimleikakona úr Gerplu. Meira
31. desember 2010 | Sunnudagsmoggi | 628 orð | 8 myndir

Grilluð nostalgía

Lífsstíll María Ólafsdóttir maria@mbl.is Þá er árið víst næstum því liðið og ekki seinna vænna að rifja upp allt það sem þótti flottast og eftirsóknarverðast á árinu. Í byrjun árs hélt lopapeysan áfram að vera smart og halda hita á okkur Íslendingum. Meira
31. desember 2010 | Sunnudagsmoggi | 81 orð | 1 mynd

Hamfarir og hörmungar á Haítí

Nær 250.000 manns fórust í landskjálfta sem reið yfir Haítí 12. janúar. Um 1,5 milljónir manna til viðbótar misstu heimili sitt og hafast nú við í tjaldbúðum. Meira
31. desember 2010 | Sunnudagsmoggi | 1133 orð | 3 myndir

Handa- og fótalaus maður synti yfir Ermarsund

Látinn maður fékk dvalarleyfi í Bretlandi, bréfberi giftist kettinum sínum, Venus særði blygðunarkennd nágrannanna, léttklæddar konur bera ábyrgð á jarðskjálftum og Jón Gnarr er ekki geimvera. Þetta og fleira í furðufréttum ársins. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Meira
31. desember 2010 | Sunnudagsmoggi | 927 orð | 5 myndir

Hér ertu, tónlist!

Tónlist Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Alltaf er maður jafn tómur í hausnum þegar maður er rekinn til annálaskrifa. Voru einhverjar tónlistarlegar hamfarir sem riðu yfir landið sem greypst hafa í hausinn? Greinilega ekki. Meira
31. desember 2010 | Sunnudagsmoggi | 504 orð | 2 myndir

Hjálp þar sem neyðin var stærst

„Það er mjög lærdómsríkt að taka þátt í svona verkefnum og sömuleiðis gefandi. Ég get hagað minni vinnu þannig að stundum er borð fyrir báru og get þá farið fyrirvaralítið af stað þegar kallið kemur. Meira
31. desember 2010 | Sunnudagsmoggi | 465 orð | 1 mynd

Hraust hross með hækkandi sól

Hitasótt sem herjaði á hross landsins setti svip sinn á árið hjá hestamönnum, eins og Valgerður Sveinsdóttir, formaður Fáks, rifjar upp. „Þetta setti mikið strik í reikninginn hjá okkur,“ segir hún. Meira
31. desember 2010 | Sunnudagsmoggi | 328 orð | 1 mynd

Hrikalegt ástand

„Ég vona innilega að við höfum gert eitthvert gagn,“ segir Ólafur Loftsson, einn stjórnenda alþjóðabjörgunarsveitar Landsbjargar sem fór til starfa á Haítí í kjölfar hamfaranna þar í byrjun árs. Meira
31. desember 2010 | Sunnudagsmoggi | 872 orð | 6 myndir

Hvert viljum við stefna?

Innlent Egill Ólafsson egol@mbl.is Á haustþinginu voru samþykkt 32 ný lög. Meira en helmingur þeirra fjallar um breytingu á sköttum eða aðgerðir sem snerta skuldavanda heimilanna eða beinar afleiðingar hrunsins. Meira
31. desember 2010 | Sunnudagsmoggi | 739 orð | 5 myndir

Hörmungar á hörmungar ofan

Erlent Bogi Þór Arason bogi@mbl. Meira
31. desember 2010 | Sunnudagsmoggi | 2291 orð | 20 myndir

Í kjölfar Shackletons

Texti og myndir: Ragnar Axelsson rax@mbl.is Ljósmyndir úr leiðangri Shackletons: Frank Hurley Það þurfti fimm atrennur áður en báturinn komst á milli skerja og klettadranganna og rann upp í fjöru. Meira
31. desember 2010 | Sunnudagsmoggi | 57 orð | 1 mynd

Jón Gnarr sest í borgarstjórastól

Besti flokkurinn vann sögulegan sigur í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík í lok maí, fékk 34,7% atkvæða og sex borgarfulltrúa. Jón Gnarr fagnaði niðurstöðunni í hópi stuðningsfólks. Meira
31. desember 2010 | Sunnudagsmoggi | 68 orð | 1 mynd

Kim lætur sverfa til stáls

Kommúnistastjórnin í Norður-Kóreu hélt áfram að bjóða umheiminum birginn á árinu, m.a. með kjarnorkutilraun og byggingu verksmiðju til að framleiða auðgað úran sem hægt væri að nota í kjarnavopn. Meira
31. desember 2010 | Sunnudagsmoggi | 71 orð | 1 mynd

Kínverjar æfir vegna verðlauna

Liu Xiaobo var sæmdur friðarverðlaunum Nóbels í ár en gat ekki tekið við verðlaununum þar sem hann afplánar nú ellefu ára fangelsisdóm í Kína fyrir andóf gegn kommúnistastjórn landsins. Meira
31. desember 2010 | Sunnudagsmoggi | 93 orð | 1 mynd

Kokkteill sem klikkar ekki

Góður áramótakokkteill er nauðsynlegur til að skála fyrir nýju ári. Sniðugt er að hrista saman eitthvað gamalt og gott sem öllum líkar. Eins er gaman að gera drykk sem auðvelt er að blanda í stóra könnu fyrir marga í einu. Meira
31. desember 2010 | Sunnudagsmoggi | 66 orð | 1 mynd

Krossgátuverðlaun

Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátttökuseðilinn ásamt úrlausninni í umslagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn krossgátu 31. desember rennur út 6. janúar. Meira
31. desember 2010 | Sunnudagsmoggi | 35 orð | 2 myndir

Með brons frá Austurríki

Íslenska handboltalandsliðið fékk hlýjar móttökur þegar það kom heim frá Evrópumeistaramótinu í Austurríki. Landsliðsmennirnir gáfu aðdáendum eiginhandaráritanir í Laugardalshöll. Meira
31. desember 2010 | Sunnudagsmoggi | 88 orð | 1 mynd

Mestu hamfarir í sögu Pakistans

Áætlað er að um sjö milljónir manna séu enn án viðunandi húsaskjóls af þeim rúmum 20 milljónum sem urðu fyrir tjóni af völdum flóða í Pakistan í júlí og ágúst – mestu náttúruhamfara í sögu landsins. Talið er að um 1. Meira
31. desember 2010 | Sunnudagsmoggi | 664 orð | 1 mynd

Mikil áhrif en allir þrauka ennþá

„Þetta voru miklar hamfarir og útlitið var alls ekki bjart á tímabili. Eigi að síður gekk ótrúlega vel að koma hlutunum í samt lag aftur í kjölfar eldgossins þannig að röskunin varð minni en útlit var fyrir á tímabili. Meira
31. desember 2010 | Sunnudagsmoggi | 323 orð | 1 mynd

Mjög sögulegt ár

Árið var sögulegt hjá Arnóri Atlasyni, landsliðsmanni í handbolta. Meira
31. desember 2010 | Sunnudagsmoggi | 117 orð | 1 mynd

Nasl og nóg af klaka

Gamlárskvöldið hefst nú oftast á því að allir fá sér eitthvað gott að borða. Kannski kalkún með tilheyrandi eða eitthvað allt annað. Alveg sama hvað fólk verður satt eftir matinn virðist naslþörf alltaf gera vart við sig þegar líður á kvöld. Meira
31. desember 2010 | Sunnudagsmoggi | 59 orð | 1 mynd

Olíuleki olli miklu tjóni

Sprenging varð í olíuborpalli BP í Mexíkóflóa 20. apríl og olli miklum olíuleka sem stóð í þrjá mánuði. Milljónir lítra af olíu láku í sjóinn á degi hverjum í einu mesta olíuslysi sögunnar. Meira
31. desember 2010 | Sunnudagsmoggi | 51 orð | 1 mynd

Ólga í evrópskum borgum

Mikil ólga hefur verið í Evrópulöndum á borð við Grikkland, Írland og Frakkland sem þurfa að grípa til erfiðra sparnaðaraðgerða vegna mikilla skulda og fjárlagahalla. Meira
31. desember 2010 | Sunnudagsmoggi | 1669 orð | 42 myndir

Plötur ársins 2010

Einfaldast er að lýsa árinu 2010 með því að allir hafi verið að spila allt. Sú fjölbreytni speglast vel í í þeim breiðskífum sem Árni Matthíasson nefnir sem bestu plötur ársins 2010. Meira
31. desember 2010 | Sunnudagsmoggi | 54 orð | 1 mynd

Pólska þjóðin harmi slegin

Harmur var kveðinn að pólsku þjóðinni þegar forseti Póllands, Lech Kaczynski, og 96 aðrir fórust í flugslysi í Rússlandi 10. apríl. Á meðal annarra sem létu lífið var eiginkona forsetans, seðlabankastjóri Póllands og allir helstu yfirmenn hersins. Meira
31. desember 2010 | Sunnudagsmoggi | 77 orð | 1 mynd

Rannsóknarskýrsla kynnt

Rannsóknarnefnd Alþingis vegna bankahrunsins skilaði niðurstöðum sínum í níu binda rannsóknarskýrslu á blaðamannafundi í apríl. Formaður nefndarinnar, Páll Hreinsson, lítur yfir staflann. Meira
31. desember 2010 | Sunnudagsmoggi | 743 orð | 5 myndir

Sér fyrir endann á Icesave?

Innlent Pétur Blöndal pebl@mbl.is Nýtt ár hefst á kunnuglegu stefi. Icesave er til umræðu á ný í þinginu, en forsendur hafa þó breyst. Meira
31. desember 2010 | Sunnudagsmoggi | 851 orð | 5 myndir

Sjálfsmynd þjóðar

Menning Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is Síðustu vikur ársins tekur listin yfir þjóðlífið. Meira
31. desember 2010 | Sunnudagsmoggi | 387 orð | 9 myndir

Skaupið skemmtir

Áramótaskaupinu leikstýrði Gunnar Björn á haustmánuðunum meðfram Gauragangi, sem leikstjórinn frumsýndi annan í jólum. Skaupið er vinsælasta sjónvarpsefni þjóðarinnar. Texti: Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Myndir: Ernir Eyjólfsson ernir@mbl.is Meira
31. desember 2010 | Sunnudagsmoggi | 240 orð | 1 mynd

Skaupið, stjörnuljós og áramótakoss

Í kvöld verður nýtt ár hringt inn og vinir og ættingjar fagna áramótunum saman með góðum mat, flugeldum og brennuferðum. Nýtt áramótaskaup verður að umræðuefni langt fram á næsta ár og margir strengja áramótaheit um að gera aðeins betur það árið. María Ólafsdóttir maria@mbl.is Meira
31. desember 2010 | Sunnudagsmoggi | 56 orð | 1 mynd

Sólin vermir landann

Sumarið 2010 var hið hlýjasta sem vitað er um síðan mælingar hófust víða um suðvestan- og vestanvert landið. Í Reykjavík var meðalhiti sumarsins 11,7 gráður, sá hæsti sem mælst hefur í 140 ár. Sumrin 1939 og 1941 voru nánast jafnhlý. Meira
31. desember 2010 | Sunnudagsmoggi | 48 orð | 1 mynd

Suu Kyi úr stofufangelsi

Aung San Suu Kyi, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Búrma, var leyst úr haldi í nóvember og stuðningsmenn hennar fagna henni hér í Rangoon. Hún hafði þá verið á bak við lás og slá eða í stofufangelsi í 15 af síðustu 20 árum. Meira
31. desember 2010 | Sunnudagsmoggi | 427 orð | 2 myndir

Tunnurnar eru ekki þagnaðar

„Þær aðgerðir sem við gripum til sýndu svo sannarlega að samtakamáttur fjöldans getur haft áhrif. Meira
31. desember 2010 | Sunnudagsmoggi | 212 orð | 4 myndir

Tvö eldgos úr eldstöð Eyjafjallajökuls raska lífi íbúanna

Tvö eldgos urðu úr eldstöð Eyjafjallajökuls á árinu. Það fyrra hófst á Fimmvörðuhálsi laugardaginn 20. mars. Töluvert gos var á sprungunni og strax fóru að myndast gígar. Mikið sjónarspil var þegar hraunið fór að renna niður í gil Goðalands. Meira
31. desember 2010 | Sunnudagsmoggi | 191 orð | 1 mynd

Ummæli vikunnar

„Ég veit ekkert um það. Ég ætla að eiga svolítinn fund með forsætisráðherra á morgun. Ég spyr hana þá að því.“ Þórunn Sveinbjarnardóttir, form. Meira
31. desember 2010 | Sunnudagsmoggi | 1749 orð | 6 myndir

Unglingagetraun

1Til umræðu kom á árinu hvort rétt væri að loka skíðasvæðinu í Bláfjöllum í sparnaðarskyni, en reksturinnn kostar Reykjavíkurborg 87 milljónir króna á vetri. Hversu lengi var opið í Bláfjöllum síðasta vetur? Meira
31. desember 2010 | Sunnudagsmoggi | 506 orð | 1 mynd

Vaxtarverkir í byrjun

„Þetta hefur verið mikil áskorun og krefjandi og jafnframt ögrandi starf,“ segir Ásta S. Helgadóttir sem tók við embætti umboðsmanns skuldara í ágúst. Meira
31. desember 2010 | Sunnudagsmoggi | 597 orð | 1 mynd

Vona að Óli geti fengið nýtt nýra

„Það hefur gengið á ýmsu undanfarið. Í byrjun september var Óli lagður inn vegna lungnabólgu og útskrifaðist ekki fyrr en í byrjun desember. Meira
31. desember 2010 | Sunnudagsmoggi | 77 orð | 1 mynd

WikiLeaks veldur fjaðrafoki

Julian Assange, einn stofnenda WikiLeaks, var lítt þekktur í byrjun ársins en er nú einn umtalaðasti maður heims eftir að uppljóstrunarvefurinn olli miklu uppnámi með því að birta hundruð þúsunda leyniskjala og tölvupósta úr gagnabönkum bandarískra... Meira
31. desember 2010 | Sunnudagsmoggi | 78 orð | 1 mynd

Þegar þakið ætlar af húsinu

Fyrir gamlárspartíið er sniðugt að velja dálítið breiðan lagalista. Byrja á einhverju ljúfu undir borðum og spýta svo meira í eftir því sem líður á kvöldið. Meira
31. desember 2010 | Sunnudagsmoggi | 49 orð | 1 mynd

Þjóðhetjum fagnað í Síle

Mikil gleði ríkti í Síle í október þegar 33 námumönnum var bjargað úr námugöngum sem hrundu í sprengingu. Námumennirnir lokuðust inni á rúmlega 600 metra dýpi og hírðust þar í rösklega 70 daga. Forseti Síle, Sebastian Pinera (t.h. Meira
31. desember 2010 | Sunnudagsmoggi | 777 orð | 5 myndir

Þjóð í viðjum hafta

Efnahagslíf Ívar Páll Jónsson ivarpall@mbl.is Þess væri óskandi að geta hafið umfjöllun um efnahagslíf ársins 2010 á jákvæðum nótum, en því miður verður að segjast eins og er að staða mála gefur ekki tilefni til mikillar bjartsýni. Meira
31. desember 2010 | Sunnudagsmoggi | 675 orð | 7 myndir

Þrjú lið stóðu upp úr

Íþróttir 2010 Víðir Sigurðsson vs@mbl. Meira
31. desember 2010 | Sunnudagsmoggi | 815 orð | 4 myndir

Örlagaár evrusvæðisins

Viðskipti Örn Arnarson ornarnar@mbl.is Það er ekki ofsögum sagt að það hafi hrikt í stoðum myntsamstarfs Evrópusambandsins á árinu sem er að líða. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.