Greinar fimmtudaginn 2. febrúar 2012

Fréttir

2. febrúar 2012 | Innlendar fréttir | 394 orð | 3 myndir

300 króna múrinn senn rofinn

baksvið Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Verð á eldsneyti er í hæstu hæðum hér á landi og farið að koma verulega við pyngju landsmanna. Einhverju sinni voru mjólkur- og bensínlítrinn á svipuðu verði en það er löngu liðin tíð. Meira
2. febrúar 2012 | Innlendar fréttir | 166 orð | 1 mynd

Barnabókasetur við Háskólann á Akureyri

Barnabókasetur – rannsóknasetur um barnabókmenntir og lestur barna við Háskólann á Akureyri – verður stofnað laugardaginn 4. febrúar. Auk háskólans standa Amtsbókasafnið og Minjasafnið á Akureyri að setrinu. Meira
2. febrúar 2012 | Innlendar fréttir | 520 orð | 1 mynd

„Halda ekki nægilega aftur af sér“

Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Á vinnumarkaði fara áhyggjur vaxandi af að verðhækkanir þessa dagana kyndi undir verðbólgu sem getur ef hún blæs út á skömmum tíma étið upp kaupmáttarávinning kjarasamninganna. Meira
2. febrúar 2012 | Innlendar fréttir | 159 orð | 1 mynd

„Man ekki eftir öðru eins og hefur það þó oft verið gott“

Eftir metróður í fyrradag þar sem 24 tonn fengust í 3½ trossu voru net Bárðar SH 81 enn bunkuð út af Ólafsvík í gær. Eftir að hafa dregið eina trossu skutust Pétur Pétursson skipstjóri og hans menn í land og lönduðu tólf tonnum. Meira
2. febrúar 2012 | Innlendar fréttir | 489 orð | 2 myndir

„Það er góður andi þarna“

Kristján Jónsson kjon@mbl.is Ragna Rósantsdóttir hefur unnið sjálfboðaliðastarf í tvo áratugi, síðustu árin hjá Fjölskylduhjálp Íslands en þar áður hjá Mæðrastyrksnefnd. Meira
2. febrúar 2012 | Innlendar fréttir | 34 orð | 1 mynd

Draumasmiðjan fær undirbúningsstyrk

Draumasmiðjan hefur hlotið undirbúningsstyrk frá Norræna menningarsjóðnum til að skipuleggja leiksýningu ungra „döff“ (heyrnarlausra) á Norður-Atlantshafssvæðinu. Meira
2. febrúar 2012 | Innlendar fréttir | 161 orð | 1 mynd

Ekki val um göng eða annað

Oddný G. Harðardóttir fjármálaráðherra leggur fram á næstu dögum frumvarp um heimild ríkisins til að ganga til samninga við félagið Vaðlaheiðargöng hf. um lánveitingu á byggingartíma ganganna. Meira
2. febrúar 2012 | Erlendar fréttir | 61 orð | 1 mynd

En allir mega víst sofa undir brúnni

Heimilislaust fólk í Holesovice-hverfi í Prag bauð kuldanum byrginn í gær og svaf undir Libbensky-brúnni, stór grýlukerti skreyta brúna. Meira
2. febrúar 2012 | Innlendar fréttir | 272 orð | 1 mynd

Eru í startholunum

Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is Engar formlegar samningaviðræður hafa átt sér stað vegna framkvæmda við Vaðlaheiðargöng, en lægsta tilboðið í verkið rennur út 14. febrúar. Tilboð voru opnuð 11. október sl. og áttu ÍAV/Marti Contractors Lts. Meira
2. febrúar 2012 | Innlendar fréttir | 76 orð | 1 mynd

Fasteignaskattur á hesthúsum áttfaldast á milli ára

Reykjavíkurborg hækkaði fasteignaskatt á hesthúsum í þéttbýli nú um áramótin. Skatturinn áttfaldast, fer úr 0,225 í 1,65%. Hesthús eru nú flokkuð með iðnaðarhúsnæði í stað íbúðar- og frístundahúsa. Meira
2. febrúar 2012 | Innlendar fréttir | 176 orð | 1 mynd

Fá aukið fjármagn

Heilbrigðisstofnunin á Sauðárkróki, HS, hefur fengið vilyrði Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra fyrir auknu fjármagni á þessu ári. Meira
2. febrúar 2012 | Innlendar fréttir | 66 orð | 1 mynd

Fjallar um finnsku forsetakosningarnar

Irma Ertman, sendiherra Finnlands á Íslandi, fjallar um finnsku forsetakosningarnar á opnum fundi Félags stjórnmálafræðinga og Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands í hádeginu í dag, kl. 12 til 13, í stofu 101 í Lögbergi. Meira
2. febrúar 2012 | Innlendar fréttir | 125 orð | 1 mynd

Foreldrar reiðir og óánægðir

„Hvað þarf margar undirskriftir til að þið hættið við þetta? Meira
2. febrúar 2012 | Erlendar fréttir | 146 orð | 1 mynd

Gátu endurskapað hugsun

Vísindamönnum við Berkeley-háskóla í Kaliforníu hefur tekist að nota heilabylgjur til að „lesa“ orð og þar með hugsanir sjúklings sem ekki getur tjáð sig með tali, að sögn BBC . Sagt er frá tilrauninni í vefritinu PLoS Biology . Meira
2. febrúar 2012 | Innlendar fréttir | 58 orð

Hleranir ofnotaðar?

Málfundafélag Lögréttu stendur fyrir málstofu í dag klukkan 16-17:30 í stofu V101 í Háskólanum í Reykjavík. Meira
2. febrúar 2012 | Innlendar fréttir | 469 orð | 1 mynd

Horfur á litlum hafís við landið

Kristján Jónsson kjon@mbl.is Páll Bergþórsson, fyrrverandi veðurstofustjóri, hefur árlega sent frá sér hafísspá frá 1969 en þá var mikill hafís við landið og hefur aldrei orðið eins mikill síðan. Meira
2. febrúar 2012 | Innlendar fréttir | 183 orð

Jólareikningurinn var 9 milljarðar

Nú um mánaðamótin þurfa heimilin í landinu að greiða kortareikninga sem stofnað var til fyrir jólin. Mikið var verslað í jólamánuðinum því samkvæmt yfirliti frá Seðlabankanum voru útgjöld heimilanna um 9 milljörðum meiri í desember en í nóvember. Meira
2. febrúar 2012 | Innlendar fréttir | 320 orð

Komið að sársaukamörkum

Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Þetta er vissulega komið að sársaukamörkum,“ segir Oddný G. Harðardóttir fjármálaráðherra um hátt eldsneytisverð í dag en það hafi hins vegar ekki komið til tals að ríkið lækki álögur á eldsneyti. Meira
2. febrúar 2012 | Innlendar fréttir | 185 orð | 1 mynd

Leitað að manni og bíl

Fjarskiptamiðstöð lögreglunnar vanmat alvöru tilkynningar um sprengingu í miðborginni á þriðjudagsmorgun, að sögn Jóns Bjartmarz, yfirlögregluþjóns hjá Ríkislögreglustjóra. Meira
2. febrúar 2012 | Erlendar fréttir | 183 orð | 1 mynd

Leyniþjónusta Pakistans sögð hjálpa talibönum

Utanríkisráðherra Pakistans, Hina Rabbani Khar, neitaði í gær ásökunum, sem fram koma í leynilegri skýrslu Atlantshafsbandalagsins, um að pakistanskar öryggisstofnanir hafi aðstoðað talibana í Afganistan. Meira
2. febrúar 2012 | Erlendar fréttir | 374 orð | 2 myndir

Meint mannréttindabrot varpa skugga á flottheitin

Bakú. AFP. | Ráðgert er að Söngvakeppni Evrópu, Evróvisjón, verði haldin í glæsilegri tónlistarhöll, Kristalshöllinni, sem verið er að reisa í Bakú, höfuðborg Aserbaídsjans. Meira
2. febrúar 2012 | Innlendar fréttir | 220 orð | 1 mynd

Metaðsókn á Framadaga

Framadagar háskólanna voru haldnir í 18. skipti í gær. Að þessu sinni fóru þeir fram í Sólinni í Háskólanum í Reykjavík. Meira
2. febrúar 2012 | Innlendar fréttir | 625 orð | 2 myndir

Metróður og góð byrjun á vertíðinni á Snæfellsnesi

Baksvið Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Fiskgengd hefur verið stigvaxandi undanfarin ár, en ég held að þetta sé að verða það allra besta sem ég man eftir,“ segir Pétur Pétursson, skipstjóri og útgerðarmaður á Bárði SH 81. Meira
2. febrúar 2012 | Innlendar fréttir | 371 orð | 1 mynd

Mikil reiði á fundi vegna sameiningar

Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl. Meira
2. febrúar 2012 | Innlendar fréttir | 607 orð | 2 myndir

Nýtt varðskip fer í viðgerð til Noregs

Fréttaskýring Skúli Hansen skulih@mbl.is Varðskipið Þór hefur verið bundið við bryggju í Reykjavíkurhöfn í rúman mánuð, eða frá því í desember í fyrra, vegna vélarbilunar. Meira
2. febrúar 2012 | Innlendar fréttir | 30 orð | 1 mynd

Ómar

Lífshlaupið Börn í Smáraskóla í Kópavogi hófu nýtt lífshlaupsár í gær með þátttöku í þraut í anda Skólahreysti en markmið Lífshlaupsins er að hvetja almenning til að hreyfa sig... Meira
2. febrúar 2012 | Innlendar fréttir | 94 orð | 1 mynd

Páll spáir litlum hafís á þessu ári

Líklegt er að lítill hafís verði við Ísland á árinu, að sögn Páls Bergþórssonar, fyrrverandi veðurstofustjóra. Hann segir að mikið samhengi sé að jafnaði milli hita á Jan Mayen að hausti og ísmyndunar árið eftir. Meira
2. febrúar 2012 | Innlendar fréttir | 69 orð

Rangt föðurnafn

Rangt föðurnafn Í frétt í blaðinu í gær um fund í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis var farið rangt með nafn formanns nefndarinnar. Hún heitir Valgerður Bjarnadóttir. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Meira
2. febrúar 2012 | Innlendar fréttir | 350 orð | 1 mynd

Röskva og Vaka einu framboðin

Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is Kosningu til Stúdentaráðs og Háskólaráðs Háskóla Íslands lýkur í dag en einnig var kosið í gær. Kosið er rafrænt, þriðja árið í röð, í gegnum Uglu, innri vef HÍ, og stendur kosningin í dag frá kl. 9-18. Meira
2. febrúar 2012 | Erlendar fréttir | 87 orð | 1 mynd

Segi ekki frá viðtalinu

Trond Henry Blattmann, leiðtogi norskra samtaka sem stofnuð voru til að styðja fórnarlömb fjöldamorðanna í Noregi 22. Meira
2. febrúar 2012 | Erlendar fréttir | 361 orð | 2 myndir

Sigurinn gæti markað þáttaskil í baráttunni

Bogi Þór Arason bogi@mbl. Meira
2. febrúar 2012 | Innlendar fréttir | 478 orð | 3 myndir

Sjallanum breytt í hótel?

ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Hugmyndir eru uppi um að breyta Sjallanum í hótel. Fjárfestar í höfuðborginni hafa gert kauptilboð í húsið og stefna að því að opna hótel fyrir sumarið 2013. Meira
2. febrúar 2012 | Innlendar fréttir | 962 orð | 3 myndir

Skattlagðir út úr þéttbýlinu

Fréttaskýring Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Eigendur hesthúsa í Reykjavík eiga von á „glaðningi“ frá borginni. Á álagningarseðli fasteignagjalda verður meira en áttfalt hærri fasteignaskattur. Meira
2. febrúar 2012 | Innlendar fréttir | 524 orð | 1 mynd

Skera 530 fjár frá Merki á Jökuldal vegna riðu

Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Það skilur mann eftir hálftóman að fá svona fréttir,“ sagði Stefán Ólason, bóndi í Merki á Jökuldal. Riða greindist í heilasýni úr fullorðinni kind frá bænum sem slátrað var í haust. Meira
2. febrúar 2012 | Innlendar fréttir | 535 orð | 1 mynd

Snjóþungur og illviðrasamur

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Nýliðinn janúarmánuður telst hafa verið úrkomu- og illviðrasamur um meginhluta landsins. Svo segir Trausti Jónsson veðurfræðingur í yfirliti sínu og er óhætt að segja að sú umsögn komi landsmönnum ekki á óvart. Meira
2. febrúar 2012 | Innlendar fréttir | 71 orð | 1 mynd

Sorg ungs fólks

Ný dögun, samtök um sorg og sorgarviðbrögð, standa annað kvöld fyrir fræðslukvöldi um ungt fólk og sorg. Í tilkynningu segir að unglingum og ungu fólki reynist oft erfitt að takast á við áföll eins og ótímabær dauðsföll í sínu nánasta umhverfi. Meira
2. febrúar 2012 | Innlendar fréttir | 132 orð | 1 mynd

Starf kvenfélaganna í landinu blómstrar

Dagur kvenfélagskonunnar, sem er jafnframt stofndagur Kvenfélagasambands Íslands, var haldinn hátíðlegur í gær. Kvenfélagasamband Íslands (KÍ) var með opið hús í Kvennaheimilinu Hallveigarstöðum í tilefni dagsins. Meira
2. febrúar 2012 | Innlendar fréttir | 53 orð | 1 mynd

Svanasöngur LOTH á Gauki á Stöng

Hljómsveitin Lights on the Highway ætlar að taka sér ótímabundið hlé og af því tilefni verða lokatónleikar sveitarinnar, í bili a.m.k., á Gauki á Stöng í kvöld kl. 22. Meira
2. febrúar 2012 | Innlendar fréttir | 325 orð | 1 mynd

Svik með afrituðum kortum

„Það er hringt í mig á föstudagskvöldi frá Valitor og ég spurður hvort ég sé staddur í Bandaríkjunum, sem ég var ekki. Þá kemur í ljós að það er einhver að versla út á kreditkortið mitt úti í Bandaríkjunum og þeir stoppa það,“ segir Stefán... Meira
2. febrúar 2012 | Innlendar fréttir | 62 orð

Tvöfaldur lottópottur fór til Danmerkur

Tveir Danir skiptu með sér hæsta vinningnum í Víkingalottóinu í gærkvöldi. Var fyrsti vinningur tvöfaldur að þessu sinni og hlaut hvor um sig tæpar 130 milljónir í vinning. Einn hlaut hinn alíslenska bónusvinning og fær hann rúmar 5 milljónir króna. Meira
2. febrúar 2012 | Innlendar fréttir | 90 orð | 1 mynd

Útibú umboðsmans skuldara á Akureyri

Embætti umboðsmanns skuldara opnar útibú á Akureyri á morgun. Útibúið er á Glerárgötu 26, 1. hæð. Tveir ráðgjafar munu starfa á Akureyri, Harpa Halldórsdóttir viðskiptafræðingur og Heiðrún Ósk Ólafsdóttir lögfræðingur. Meira
2. febrúar 2012 | Innlendar fréttir | 44 orð | 1 mynd

Valdimar treður upp í Hvíta húsinu

Keflavíkursveitin Valdimar hefur Vetrartónleikaröðina í Hvíta húsinu annað kvöld eftir stutt jólafrí. Mikilli stemningu er lofað en Valdimar er þessa dagana að vinna í nýju efni og er stefnan sett á að gefa út nýja plötu á þessu ári. Meira
2. febrúar 2012 | Innlendar fréttir | 138 orð | 1 mynd

Vegagerðina vantar 700 milljónir

Umframkostnaður Vegagerðarinnar við snjómokstur og -ruðning er á milli 600 og 700 milljónir í ár. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir að þessi mikli kostnaður bitni á öðrum framkvæmdum. Meira
2. febrúar 2012 | Innlendar fréttir | 172 orð

Viðræðum slitið

„Við mátum það svo að það væru ekki pólitískar forsendur fyrir því að halda þessum viðræðum áfram. En þetta er fullreynt í bili,“ sagði Ármann Kr. Ólafsson, oddviti sjálfstæðismanna í Kópavogi. Meira
2. febrúar 2012 | Innlendar fréttir | 396 orð | 2 myndir

Vinna við umsóknir rannsóknaleyfa hafin

FRÉTTASKÝRING Sigrún Rósa Björnsdóttir sigrunrosa@mbl. Meira
2. febrúar 2012 | Innlendar fréttir | 176 orð | 1 mynd

Víkingur AK fékk fallega loðnu á Grímseyjarsundi

Víkingur AK kom til Vopnafjarðar í gærkvöldi með fullfermi, um 1.400 tonn, af fallegri loðnu. „Hún var þarna í Grímseyjarsundinu,“ sagði Gunnar Gunnarsson skipstjóri. Nokkur loðnuskip leituðu loðnu á sundinu í gær. Meira
2. febrúar 2012 | Erlendar fréttir | 100 orð | 1 mynd

Þróa fjarstýrða kúlu

Bandaríska vopnaverksmiðjan Sandia, sem er undirverktaki Lockheed, er nú að þróa byssukúlu með örlitlum uggum, hægt verður að fjarstýra henni með leysigeisla og getur kúlan skipt um stefnu allt að 30 sinnum á sekúndu, að sögn BBC . Meira
2. febrúar 2012 | Innlendar fréttir | 138 orð | 1 mynd

Þyrlan sótt til Noregs

Leiguþyrla Landhelgisgæslunnar er væntanleg til landsins í dag eða á morgun. Með henni mun aftur aukast björgunargeta þyrlusveitarinnar sem haft hefur eina björgunarþyrlu frá því Líf fór í stóra skoðun í Noregi fyrir miðjan janúar. Meira

Ritstjórnargreinar

2. febrúar 2012 | Leiðarar | 440 orð

Gerði síðasti neyðarfundur gagn?

Hætt er við að efnahagslegur stöðugleiki Evrópu sé jafn fjarlægur og áður Meira
2. febrúar 2012 | Staksteinar | 180 orð | 2 myndir

Sannleiksleit

Styrmir Gunnarsson segir: „Það er óáran og vont andrúmsloft á vettvangi stjórnmálanna. Þingmenn sem eiga langa þingsetu að baki muna ekki annað eins. Illindi og heift einkenna samskipti fólks á þeim vettvangi. Meira
2. febrúar 2012 | Leiðarar | 125 orð

Þrjú ár af skattahækkunum

Þingmenn Samfylkingarinnar fögnuðu afmælinu einir Meira

Menning

2. febrúar 2012 | Tónlist | 67 orð | 1 mynd

Balkantónlist á Café Haítí

Annað kvöld, föstudag klukkan 21.30, mun hljómsveitin Skuggamyndir frá Býsans leika tónlist frá Balkanlöndunum á Café Haítí, Geirsgötu 7b. Hljómsveitin hefur haldið þar mánaðarlega tónleika síðan í ágúst 2011 við góðar undirtektir. Meira
2. febrúar 2012 | Fólk í fréttum | 97 orð | 1 mynd

Colbert hrifinn af Biophiliu Bjarkar

Bandaríski þáttastjórnandinn Stephen Colbert hélt varla vatni þegar Björk Guðmundsdóttir var gestur í þætti hans, The Colbet Report, á þriðjudagskvöldið. Meira
2. febrúar 2012 | Tónlist | 287 orð | 1 mynd

Eldborgarsalurinn hljómar eins og frábært hljóðfæri

Árni Matthíasson arnim@mbl.is Finnski hljómsveitarstjórinn Osmo Vänskä er Íslendingum að góðu kunnur, enda var hann aðalstjórnandi Sinfóníunnar á árunum 1993 til 1996. Hann hefur og oft stýrt sveitinni upp frá því, síðast í mars síðastliðnum. Meira
2. febrúar 2012 | Tónlist | 277 orð | 2 myndir

Fram og aftur í eilífðinni

Það frýjar varla nokkur Roots-liðum metnaði enda nóg að líta til þeirrar tónlistar sem liggur eftir sveitina síðustu fimmtán árin. Meira
2. febrúar 2012 | Fólk í fréttum | 402 orð | 2 myndir

Franskur farsi af bestu gerð

Leikstjórn: Léa Fazer. Aðalhlutverk:Nathalie Baye, Pierre Arditi og Aïssa Maïga. Frakkland, 2009, 96 mínútur. Meira
2. febrúar 2012 | Tónlist | 21 orð

Frestað

Vegna veikinda hefur tónleikum Ólafar Arnalds og Skúla Sverrissonar sem vera áttu á Rósenberg í kvöld verið frestað um óákveðinn... Meira
2. febrúar 2012 | Bókmenntir | 75 orð | 1 mynd

Gefin bók frá fimmtándu öld

Dr. Margaret Cormack hefur fært Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum dýrmæta gjöf, bókina Super li brum Sapientia , sem inniheldur útleggingar á Speki Salómons eftir Robert Holkot (d. 1349). Meira
2. febrúar 2012 | Tónlist | 333 orð | 1 mynd

Góðar undirtektir á tónleikunum í Carnegie Hall

Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þetta var mjög skemmtilegt, undirtektir góðar og allt gekk vel. Meira
2. febrúar 2012 | Menningarlíf | 59 orð | 1 mynd

Halda tónleika við kertaljós

Næstkomandi sunnudag halda Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari og Richard Simm píanóleikari tónleika í Hlöðunni að Kvoslæk í Fljótshlíð. Tónleikarnir hefjast kl. 15.00. Meira
2. febrúar 2012 | Fólk í fréttum | 147 orð | 1 mynd

Kalli Klappsen og Blæbrigði bestu myndirnar

Stuttmyndahátíðin Ljósvakaljóð fór fram sl. laugardag í Bíó Paradís og var gríðarlega vel sótt, að sögn aðstandenda. Veitt voru verðlaun fyrir besta frumsamda og óframleidda stuttmyndahandritið og það leiklesið fyrir áhorfendur. Meira
2. febrúar 2012 | Fólk í fréttum | 69 orð | 1 mynd

Lokasýning á Uppnámi á morgun

Lokasýning á verkinu Uppnám, sem hefur verið sýnt í haust í Þjóðleikhúskjallaranum, verður á morgun, föstudag. Uppnámið hefst á framlagi Pörupilta, þeirra Dóra Maack, Nonna Bö og Hermanns Gunnarssonar. Meira
2. febrúar 2012 | Tónlist | 331 orð | 2 myndir

Myrkir músíkdagar

Giacinto Scelsi: Hymnos (1963). Atli Ingólfsson: Mani (2011). Hugi Guðmundsson: Orkestur (2011, frumflutningur). Iannis Xenakis: Metastasis (1954). Hans Abrahamsen: Ten Sinfonias fyrir hljómsveit (2010). Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórnandi: Ilan Volkov. Fimmtudaginn 26. janúar kl.19:30. Meira
2. febrúar 2012 | Fólk í fréttum | 196 orð | 1 mynd

Oft erfitt að ná réttu myndinni

Næstkomandi laugardag kl. 16 munu útskriftarnemar Ljósmyndaskólans opna sýningu á Laugavegi 95 og stendur hún til 12. febrúar. Meira
2. febrúar 2012 | Tónlist | 109 orð | 1 mynd

Ólík verk í stíl en kallast vel á

Þórarinn Stefánsson leikur píanóverk eftir Snorra Sigfús Birgisson og Kolbein Bjarnason á hádegistónleikum sem Tónlistarfélag Akureyrar stendur fyrir í Ketilhúsinu á morgun kl. 12.00. „Þetta eru ólík verk í stíl, en kallast vel á. Meira
2. febrúar 2012 | Tónlist | 149 orð | 1 mynd

Rímað rafpopp

Toronto-búinn Abel Tesfaye, sem gefur út undir nafninu The Weeknd, sendi frá sér býsna skemmtilega skífu á síðasta ári, þá sem hér um ræðir, House of Balloons. Meira
2. febrúar 2012 | Fólk í fréttum | 73 orð | 1 mynd

Scarlett komin með kærasta

Scarlett Johansson er komin með nýjan upp á arminn. Sá heppni heitir Nate og er forstjóri auglýsingafyrirtækis en eftirnafnið er enn á huldu, að því er fram kemur á Radar Online. Meira
2. febrúar 2012 | Tónlist | 145 orð | 1 mynd

Svartur sauður?

Hunter Hunt-Hendrix, leiðtogi Brooklyn-bandsins Liturgy, er sannkallað „enfant terrible“ svartmálmsins. Hataður af ýmsum ástæðum. Meira
2. febrúar 2012 | Myndlist | 67 orð | 1 mynd

Sýningu Guðmundar hrósað

Guðmundur Thoroddsen myndlistarmaður er þessa dagana með sína fyrstu einkasýningu í New York, í Asya Geisberh Gallery í Chelsea-hverfinu. Hefur sýningin hlotið góða dóma, ekki síst í Time Out-tímaritinu þar sem hún fær fjórar stjörnur af fimm mögulegum. Meira
2. febrúar 2012 | Fólk í fréttum | 490 orð | 1 mynd

Táknrænt samstarf

Ylfa Kristín K. Árnadóttir ylfa@mbl.is Íslendingar eiga stóran þátt í nýjustu kvikmynd hins virta lettneska leikstjóra Inara Kolmane, Monu. Meira
2. febrúar 2012 | Fólk í fréttum | 125 orð | 1 mynd

Verðlaunuð fyrir framúrskarandi kvikmyndatöku

Myndin Chasing Ice vann verðlaun fyrir framúrskarandi kvikmyndatöku á Sundance-kvikmyndahátíðinni í Utah í Bandaríkjunum en henni lauk um sl. helgi. Meira
2. febrúar 2012 | Fjölmiðlar | 188 orð | 1 mynd

Öll erum við sigurvegarar

Það var freistandi eftir þriðjudagskvöldið, eftir að hafa horft á nýja norska spennuþáttaröð í Sjónvarpinu, að skrifa langan pistil um að Norðmenn gætu ekki gert spennumynd án þess að hafa Svía innanborðs. Meira

Umræðan

2. febrúar 2012 | Aðsent efni | 454 orð | 1 mynd

Aðgengi fyrir alla

Eftir Þorkel Sigurlaugsson: "Gífurlegar framfarir og hugarfarsbreyting hafa orðið á undanförnum árum til málefna fatlaðra. Ég fagna þessum áfanga – nýrri byggingarreglugerð." Meira
2. febrúar 2012 | Aðsent efni | 335 orð | 1 mynd

Af virkjunum og hagsmunum komandi kynslóða

Eftir Gústaf Adolf Skúlason: "Veit ekki hvert ýmsir sækja umboð til að tala í nafni komandi kynslóða" Meira
2. febrúar 2012 | Aðsent efni | 764 orð | 1 mynd

Ár Drekans

Eftir Elías Kristjánsson: "Götusópari sem vinnur verk sitt af alúð, hefur meiri virðing en keisari, sem vinnur verk sitt með hyskni" Meira
2. febrúar 2012 | Aðsent efni | 815 orð | 1 mynd

Björgun evrunnar?

Eftir Ásgeir Geirsson: "Höldum völdunum heima og stígum varlega til jarðar þegar kemur að þeim gjaldmiðli sem snýr að Evrópuumræðunni." Meira
2. febrúar 2012 | Bréf til blaðsins | 467 orð | 1 mynd

Hrunið ekki það versta

Frá Halldóri Úlfarssyni: "Stærsta vandamál þjóðarinnar í dag er ekki hrunið sjálft, heldur „norræna velferðarstjórnin“ eftir hrun. Þegar maður á svona vini þarf maður ekki óvini, segir einhvers staðar." Meira
2. febrúar 2012 | Bréf til blaðsins | 449 orð | 1 mynd

Íslensk framleiðsla frá einum stað

Frá Gísla Holgerssyni: "Við ægifagran Arnarnesvog í Garðabæ stendur markaðstorg sjávar og sveita." Meira
2. febrúar 2012 | Pistlar | 419 orð | 1 mynd

Samfylking á villigötum

Nú er svo illa komið að ræðuflutningur formanns Samfylkingarinnar fælir jafnaðarmenn frá fylgi við flokkinn. Hver semur þann hroða sem ræður Jóhönnu Sigurðardóttur eru? Meira
2. febrúar 2012 | Aðsent efni | 604 orð | 1 mynd

Stefna stjórnvalda gagnvart Norðurlandi vestra

Eftir Sigurjón Þórðarson: "Stefnan sem stjórnvöld hafa rekið gagnvart Norðurlandi vestra á kjörtímabilinu hefur verið mjög mótdræg íbúum" Meira
2. febrúar 2012 | Aðsent efni | 700 orð | 1 mynd

Vaðlaheiðargöng – hin mikla ógn við ríkissjóð

Eftir Pétur Þór Jónasson: "Áformin nú ganga út á að flýta þessari framkvæmd og fyrir þá flýtingu ætla menn að borga með veggjöldum." Meira
2. febrúar 2012 | Velvakandi | 135 orð | 1 mynd

Velvakandi

Steingrímur og ESB Ég heyrði Steingrím J. Sigfússon agnúast út í Vigdísi Hauksdóttur á Alþingi í gær. Hún drægi ESB inn í alla umræðu og ekki mætti ræða mengunarmál eða neitt svo hún færi ekki að skammast út í blessað Evrópusambandið. Meira

Minningargreinar

2. febrúar 2012 | Minningargreinar | 314 orð | 1 mynd

Bergþóra Eyjólfsdóttir

Bergþóra Eide Eyjólfsdóttir fæddist á Fáskrúðsfirði 26. september 1929. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi 13. janúar 2012. Útför Bergþóru var gerð frá Keflavíkurkirkju 20. janúar 2012. Meira  Kaupa minningabók
2. febrúar 2012 | Minningargreinar | 287 orð | 1 mynd

Bjarni Guðmann Ágústsson

Bjarni Guðmann Ágústsson fæddist í Grindavík 9. desember 1931. Hann lést á heimili sínu 14. janúar 2012. Útför Bjarna fór fram frá Grindavíkurkirkju 24. janúar 2012. Meira  Kaupa minningabók
2. febrúar 2012 | Minningargreinar | 267 orð | 1 mynd

Björn H. Tryggvason

Björn H. Tryggvason var fæddur á Hólmavík 3. ágúst 1949. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 18. janúar 2012. Útför Björns fór fram frá Akraneskirkju 27. janúar 2012. Meira  Kaupa minningabók
2. febrúar 2012 | Minningargreinar | 2390 orð | 1 mynd

Brynjar Gunnarsson

Brynjar Gunnarsson fæddist á Ísafirði 22. desember 1935. Hann lést á Salsburger-sjúkrahúsinu í Salsburg í Austurríki 6. desember 2011. Foreldrar Brynjars voru Gunnar Bjarnason innheimtufulltrúi hjá Hafnarfjarðarbæ, f. 10. október 1913, d. 30. Meira  Kaupa minningabók
2. febrúar 2012 | Minningargreinar | 419 orð | 1 mynd

Einar Helgi Sigurðsson

Einar Helgi Sigurðsson fæddist á Akureyri 8. nóvember 1947. Hann lést 15. janúar 2012. Einar Helgi var jarðsunginn frá Grafarvogskirkju 26. janúar 2012. Meira  Kaupa minningabók
2. febrúar 2012 | Minningargreinar | 849 orð | 1 mynd

Erlingur Aðalsteinsson

Erlingur Friðrik Aðalsteinsson fæddist á Akureyri 21. apríl 1946. Hann lést á Akureyri 23. janúar 2012. Útför Erlings fór fram frá Akureyrarkirkju 30. janúar 2012. Meira  Kaupa minningabók
2. febrúar 2012 | Minningargreinar | 473 orð | 1 mynd

Guðrún Jósefsdóttir

Guðrún Jósefsdóttir fæddist á Böggvisstöðum í Svarfaðardal 27. desember 1935. Hún lést á heimili sínu, Hjarðarhóli 8 á Húsavík, 20. janúar 2012. Útför Guðrúnar fór fram frá Húsavíkurkirkju 28. janúar 2012. Meira  Kaupa minningabók
2. febrúar 2012 | Minningargreinar | 550 orð | 1 mynd

Ingimundur Eyjólfsson

Ingimundur Eyjólfsson fæddist í Reykjavík 28. júní 1951. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 22. janúar 2012. Útför Ingimundar var gerð frá Fossvogskirkju mánudaginn 30. janúar 2012. Meira  Kaupa minningabók
2. febrúar 2012 | Minningargreinar | 566 orð | 1 mynd

Jóhannes Guðmann Kolbeinsson

Jóhannes Guðmann Kolbeinsson fæddist í Eyvík í Grímsnesi 3. júlí 1917. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 20. janúar 2012. Útför Jóhannesar var gerð frá Langholtskirkju 31. janúar 2012. Meira  Kaupa minningabók
2. febrúar 2012 | Minningargreinar | 667 orð | 1 mynd

Loftur Gunnarsson

Loftur Gunnarsson fæddist á Landspítalanum í Reykjavík 11. september 1979. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi 20. janúar 2012. Loftur var jarðsunginn frá Garðakirkju 31. janúar 2012, kl. 13. Meira  Kaupa minningabók
2. febrúar 2012 | Minningargreinar | 645 orð | 1 mynd

Ólöf Unnur Þórðardóttir

Ólöf Unnur Þórðardóttir fæddist í Reykjavík 4. febrúar 1929. Hún lést á Sólvangi í Hafnarfirði 19. janúar 2012. Foreldrar Unnar voru Þórður Gíslason og Guðríður Árnadóttir. Meira  Kaupa minningabók
2. febrúar 2012 | Minningargreinar | 346 orð | 1 mynd

Óskar Páll Daníelsson

Óskar Páll Daníelsson fæddist í Hafnarfirði 18. október 1979. Hann lést af slysförum 12. janúar 2012. Útför Óskars Páls fór fram frá Hafnarfjarðarkirkju 23. janúar 2012. Meira  Kaupa minningabók
2. febrúar 2012 | Minningargreinar | 831 orð | 1 mynd

Petra Sveinsdóttir

Petra Sveinsdóttir, steinasafnari á Stöðvarfirði, lést á hjúkrunarheimilinu Uppsölum á Fáskrúðsfirði 10. janúar 2012. Hún hét fullu nafni Ljósbjörg Petra María og var fædd á aðfangadag jóla árið 1922 á Bæjarstöðum við norðanverðan Stöðvarfjörð. Meira  Kaupa minningabók
2. febrúar 2012 | Minningargreinar | 2423 orð | 1 mynd

Rannveig Matthíasdóttir

Rannveig Matthíasdóttir fæddist í Fremri Arnardal 24. febrúar 1941. Hún lést á Landspítala – háskólasjúkrahúsi 24. janúar 2012. Foreldrar hennar voru hjónin Halldóra Friðgerður Katarínusdóttir, fædd í Fremri-húsum í Arnardal 16. Meira  Kaupa minningabók
2. febrúar 2012 | Minningargreinar | 266 orð | 1 mynd

Sesselja Sigríður Jóhannsdóttir

Sesselja Sigríður Jóhannsdóttir (Sísí) frá Valbjarnarvöllum fæddist í Fornahvammi 27. júlí 1929. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Mörk 8. janúar 2012. Útför Sesselju Sigríðar (Sísíar) fór fram frá Fossvogskirkju 23. janúar 2012. Meira  Kaupa minningabók
2. febrúar 2012 | Minningargreinar | 1999 orð | 1 mynd

Sigríður Hjaltberg Vilhjálmsdóttir

Sigríður Hjaltberg Vilhjálmsdóttir fæddist að Gunnfríðarstöðum í Langadal, A-Húnavatnssýslu, 14. nóvember 1921. Hún lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 21. janúar 2012. Foreldrar hennar voru þau Vilhjálmur Benediktsson, f. 7.4. 1894, d. 2.10. Meira  Kaupa minningabók
2. febrúar 2012 | Minningargreinar | 2301 orð | 1 mynd

Steinþór Haukur Oddsson

Steinþór Haukur Oddsson fæddist í Steinholti í Fáskrúðsfirði 5.6. 1941. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 26. janúar 2012. Foreldrar hans voru Oddur Stefánsson, sjómaður og bóndi frá Skálavík í Fáskrúðsfirði, f. 7.8. 1911, d. 17.11. Meira  Kaupa minningabók
2. febrúar 2012 | Minningargreinar | 1960 orð | 1 mynd

Sæmundur Haraldsson

Sæmundur Haraldsson fæddist í Neskaupstað 20. september 1944. Hann lést á heilbrigðisstofnun Suðurnesja 25. janúar 2012. Hann var sonur hjónanna Haraldar Harðar Hjálmarssonar frá Haga í Mjóafirði, f. 18. febrúar 1919, d. 1. Meira  Kaupa minningabók

Daglegt líf

2. febrúar 2012 | Daglegt líf | 779 orð | 3 myndir

Brjóstakrabbamein er ekki einn sjúkdómur

Allar þær upplýsingar sem hafa safnast með grunnrannsóknum færast sífellt nær því að geta nýst í meðferð og greiningu á brjóstakrabbameini. Meira
2. febrúar 2012 | Daglegt líf | 179 orð | 1 mynd

Endurunnin prjónakarfa

Vefsíðan designsponge.com er full af skemmtilegum hlutum fyrir heimilið. Þar má meðal annars finna leiðbeiningar um það hvernig búa má til fallega körfu úr endurunnum papír. Þetta er t.d. Meira
2. febrúar 2012 | Neytendur | 403 orð | 1 mynd

Helgartilboðin

Fjarðarkaup Gildir 2. - 4. febrúar verð nú áður mælie. verð Svínalundir úr kjötborði 1.598 2.198 1.598 kr. kg Nautagúllas úr kjötborði 1.798 2.198 1.798 kr. kg Svínahnakki úr kjötborði 1.198 1.498 1.198 kr. kg Ísfugl frosinn kjúklingur 669 785 669 kr. Meira
2. febrúar 2012 | Daglegt líf | 130 orð | 1 mynd

...hlýðið á lifandi og gáskafulla Balkantónlist á Café Haítí

Annað kvöld mun hljómsveitin Skuggamyndir frá Býsans leika tónlist frá Balkanlöndunum á Café Haítí, Geirsgötu 7b. Meira
2. febrúar 2012 | Daglegt líf | 178 orð | 1 mynd

Hugleiðsla notuð til að tengjast orku móður jarðar

Margir huga að sjálfsrækt á þessum tíma árs og auðvitað allan ársins hring líka. En ágætt er að nota þennan rólega tíma í slíkt. Helgina 17.-19. Meira

Fastir þættir

2. febrúar 2012 | Í dag | 143 orð

Af minningum og afmæli

Góðvinur Vísnahornsins Ármann Þorgrímsson komst nýverið á níræðisaldur. Hann gerði að gamni sínu á afmælisdaginn og orti: Áður las ég lofnarblóm í lundum ungra svanna. Núna heyri aðeins óm endurminninganna. Meira
2. febrúar 2012 | Árnað heilla | 195 orð | 1 mynd

Á hestbaki á afmælinu

„Það eru náttúrulega einstök forréttindi að áhugamálið og atvinnan skuli fara saman, en hestamennska er hvort tveggja í mínu lífi,“ segir Sigurbjörn Bárðarson, hestamaður með meiru. Meira
2. febrúar 2012 | Fastir þættir | 155 orð

Brids - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Trompvald. S-AV. Norður &spade;G6 &heart;Á87 ⋄D875 &klubs;ÁD92 Vestur Austur &spade;D984 &spade;ÁK10732 &heart;G &heart;9632 ⋄9642 ⋄3 &klubs;K1063 &klubs;G5 Suður &spade;5 &heart;KD1054 ⋄ÁKG10 &klubs;874 Suður spilar 4&heart;. Meira
2. febrúar 2012 | Í dag | 25 orð

Orð dagsins: „Ef þér hafið þekkt mig, munuð þér og þekkja föður...

Orð dagsins: „Ef þér hafið þekkt mig, munuð þér og þekkja föður minn. Héðan af þekkið þér hann og hafið séð hann.“ (Jóh. 14, 7. Meira
2. febrúar 2012 | Fastir þættir | 167 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 d5 4. cxd5 exd5 5. Bg5 Bb4 6. e3 Rbd7 7. Rf3 c5 8. Be2 h6 9. Bxf6 Rxf6 10. O-O Bxc3 11. bxc3 c4 12. Re5 O-O 13. Dc2 Dc7 14. f4 b6 15. Bf3 Bb7 16. g4 Hae8 17. Dg2 Dd6 18. h4 g5 19. hxg5 hxg5 20. Dh2 Rh7 21. Kf2 f6 22. Hh1 Dc7... Meira
2. febrúar 2012 | Fastir þættir | 280 orð

Víkverjiskrifar

Tölur eru túlkaðar með ýmsum hætti. Meira
2. febrúar 2012 | Í dag | 154 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

2. febrúar 1983 Alþingi samþykkti með 29 atkvæðum gegn 28 að mótmæla ekki hvalveiðibanni Alþjóða hvalveiðiráðsins sem átti að taka gildi að þremur árum liðnum. 2. Meira

Íþróttir

2. febrúar 2012 | Íþróttir | 203 orð | 1 mynd

Andstæðingar Íslands í undanúrslit

Japan sem verður mótherji íslenska karlalandsliðsins í handknattleik í forkeppni Ólympíuleikanna tryggði sér sæti í undanúrslitum á Asíumótinu í gær. Meira
2. febrúar 2012 | Íþróttir | 569 orð | 2 myndir

„Ég tek vissa áhættu“

Fótbolti Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is „Það var ekki á blaðinu til að byrja með að fara til Randers. Meira
2. febrúar 2012 | Íþróttir | 539 orð | 2 myndir

„Stórhættulegar með Jordan innanborðs“

Körfubolti Ólafur Már Þórisson omt@mbl.is Snæfell vann sinn fyrsta sigur í sex tilraunum þegar topplið Keflavíkur í Iceland Express-deild kvenna kom í heimsókn í gær. Snæfell náði strax undirtökunum og komst meðal annars í 6:0. Meira
2. febrúar 2012 | Íþróttir | 378 orð | 2 myndir

Bergur til Svíþjóðar?

Frjálsar Kristján Jónsson kris@mbl.is FH-ingurinn Bergur Ingi Pétursson, Íslandsmethafi í sleggjukasti, leggur nú drög að því að flytjast tímabundið til Svíþjóðar. Meira
2. febrúar 2012 | Íþróttir | 212 orð | 1 mynd

Björninn verður sterkari

Íshokkí Kristján Jónsson kris@mbl.is Skautafélagið Björninn mun tefla fram öflugu liði á lokaspretti Íslandsmóts karla í íshokkí. Meira
2. febrúar 2012 | Íþróttir | 283 orð | 1 mynd

England A-DEILD: Aston Villa – QPR 2:2 Darren Bent 45., Charles...

England A-DEILD: Aston Villa – QPR 2:2 Darren Bent 45., Charles N-Zogbia 79. – Djibril Cissé 12., Stephen Warnock 29. (sjálfsm.). • Heiðar Helguson lék ekki með QPR vegna meiðsla. Blackburn – Newcastle 0:2 Scott Dann 12. (sjálfsm. Meira
2. febrúar 2012 | Íþróttir | 107 orð | 1 mynd

Ferna dugði ekki til sigurs

Þegar fótboltamaður skorar fjögur mörk í leik mætti ætla að þau myndu duga til sigurs. Diego Milito, argentínski framherjinn hjá Inter Mílanó, upplifði það í gærkvöld að skora fernu en fara bara með eitt stig af velli. Meira
2. febrúar 2012 | Íþróttir | 752 orð | 2 myndir

Finnur fékk bróður sinn til færeysku meistaranna

Handbolti Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Færeyska handknattleiksliðið Neistin í Færeyjum skartar nú íslenskum bræðrum í liði sínu. Finnur Hansson hefur leikið með því síðustu árin en í vikunni gekk bróðir hans, Daníel, í raðir félagsins. Meira
2. febrúar 2012 | Íþróttir | 437 orð | 3 myndir

Fólk sport@mbl.is

Valsmenn fengu í gær til liðs við sig Kristin Frey Sigurðsson , knattspyrnumann úr Fjölni, og sömdu við hann til fjögurra ára. Kristinn er 22 ára gamall og hefur leikið á miðjunni hjá Fjölni undanfarin ár en hann er uppalinn hjá Grafarvogsfélaginu. Meira
2. febrúar 2012 | Íþróttir | 74 orð | 1 mynd

HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, N1-deildin: Höllin Ak.: Akureyri...

HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, N1-deildin: Höllin Ak.: Akureyri – HK 19 Framhús: Fram – Grótta 19.30 Kaplakriki: FH – Afturelding 19.30 Vodafonehöllin: Valur – Haukar 19. Meira
2. febrúar 2012 | Íþróttir | 275 orð

Kæra frá Keflvíkingum veldur óvissu

Ekki er hægt að taka ákvörðun um hvenær spila eigi leiki í undanúrslitum kvenna í Powerade-bikarnum, bikarkeppni Körfuknattleikssambands Íslands. Meira
2. febrúar 2012 | Íþróttir | 66 orð | 1 mynd

Messi brást á punktinum

Diego Alves, markvörður Valencia, var hetja liðsins í gærkvöld þegar hann varði vítaspyrnu frá Lionel Messi. Það gerði hann í fyrri undanúrslitaleiknum gegn Barcleona í spænsku bikarkeppninni í knattspyrnu og þar með urðu lokatölur í Valencia, 1:1. Meira
2. febrúar 2012 | Íþróttir | 280 orð

Newcastle blandar sér í baráttuna

Newcastle renndi sér upp fyrir Liverpool og Arsenal og í fimmta sætið í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöld með góðum útisigri á Blackburn. Arsenal seig hinsvegar niður í 7. sætið eftir markalaust jafntefli í Bolton. Meira
2. febrúar 2012 | Íþróttir | 207 orð | 1 mynd

Óvissunni um Crosby ekki verið eytt

Óvissunni um hugsanlega endurkomu Kanadamannsins Sidney Crosby á ísinn hefur ekki ennþá verið eytt en kappinn þjáist vegna höfuðáverka og hefur lítið sem ekkert leikið í rúmt ár með liði Pittsburgh Penquins í NHL-deildinni amerísku í íshokkí. Meira
2. febrúar 2012 | Íþróttir | 458 orð | 1 mynd

Snæfell – Keflavík 91:83 Stykkishólmur, IE-deild kvenna, 1...

Snæfell – Keflavík 91:83 Stykkishólmur, IE-deild kvenna, 1. febrúar 2012. Gangur leiksins : 8:0, 14:6, 19:13, 29:18 , 29:20, 37:23, 39:26, 45:38 , 50:40, 52:45, 58:53, 63:59 , 72:66, 77:70, 83:76, 91:83 . Meira
2. febrúar 2012 | Íþróttir | 77 orð | 1 mynd

Tveir stórir til Hamborgar?

Kiril Lazarov, stórskyttan frá Makedóníu, gæti verið á leið til Hamburg í Þýskalandi að þessu keppnistímabili loknu. Meira
2. febrúar 2012 | Íþróttir | 441 orð | 2 myndir

Viðurkenning sterkt vopn

Golf Kristján Jónsson kris@mbl.is „Ég horfi fyrst og fremst á þetta sem viðurkenningu fyrir alla íslenska golfvelli og íþróttina á Íslandi. Meira

Finnur.is

2. febrúar 2012 | Finnur.is | 195 orð | 1 mynd

Að bera sannleikanum vitni

Pistlahöfundur dagsins liggur löngum stundum í sófanum, krumpaður eins og kartafla, og hlustar á útvarpið. Stillir jafnan á Rás 1 sem hefur alla yfirburði að því leyti að efnið hefur vitsmunalega þyngd og er annað og meira en froða. Meira
2. febrúar 2012 | Finnur.is | 106 orð

Átta ferðir í viku á Akureyri

Fyrr í vikunni var undirritaður samningur milli samtaka sveitarfélaga á Norður- og Vesturlandi um áframhaldandi akstur á leiðum frá Reykjavík og upp í Borgarnes, á Snæfellsnes, vestur í Dali, á Sauðárkók, til Siglurfjarðar og norður á Akureyri. Meira
2. febrúar 2012 | Finnur.is | 367 orð | 2 myndir

Barnabókasetur stofnað við Háskólann á Akureyri

Laugardaginn 4. febrúar nk. verður stofnað Barnabókasetur – rannsóknasetur um barnabókmenntir og lestur barna við Háskólann á Akureyri. Stofnfundurinn fer fram á Amtsbókasafninu á Akureyri kl. 12:00. Að setrinu standa auk háskólans Amtsbókasafnið og Minjasafnið á Akureyri, segir í tilkynningu. Meira
2. febrúar 2012 | Finnur.is | 184 orð | 1 mynd

Bíllinn á tvær milljónir vina

Sértu vinur Porsche á Facebook eru allar líkur á að mynd af þér sé að finna á einstakri útgáfu af Cayman S-bílnum. Á yfirbygginguna hafa nefnilega verið límdar myndir tveggja milljóna vina þýska sportbílasmiðsins. Meira
2. febrúar 2012 | Finnur.is | 110 orð | 3 myndir

Breyttur bakki

Svo oft hef ég sýnt ykkur hvernig má nota hluti undir annað en þeirra upprunalega hlutverk var. Að þessu sinni gerði ég alveg stóreinfaldan hlut, ætlaði að vera löngu búin að þessu. Meira
2. febrúar 2012 | Finnur.is | 29 orð | 1 mynd

Dagskráin um helgina

Fimmtudagur Fyrir þá sem hafa aðgang að TCM rásinni er ráð að kíkja á hinn klassíska spennutrylli Point Blank með sjálfan Lee Marvin. Hann er í hefndarhug og rúmlega... Meira
2. febrúar 2012 | Finnur.is | 251 orð | 2 myndir

Danir kaupa Spark og Aygo

Innflytjendur og seljendur nýrra bíla í Danmörku hafa ástæðu til að gleðjast. Aldrei hafa fleiri nýir bílar verið seldir þar í landi á einu ári en á því nýliðna. Alls voru nýskráningar 169. Meira
2. febrúar 2012 | Finnur.is | 34 orð | 1 mynd

Dekk bíla eru í ólagi, segir Sjóvá. Starfsmenn þar skoðuðu dekk á 57...

Dekk bíla eru í ólagi, segir Sjóvá. Starfsmenn þar skoðuðu dekk á 57 tjónabílum í janúar og reyndist fjórðungur á slitnum dekkjum. 32% voru nagladekkjum sem oft voru svo léleg að öryggi var... Meira
2. febrúar 2012 | Finnur.is | 539 orð | 3 myndir

Duglegir og vel að manni komnir

Auðvitað er leitt að geta ekki tekið í áhöfnina þessa stráka sem vilja komast á sjó. Nú er hins vegar mun þrengra um alla vinnu og menn sleppa ekki því sem þeir hafa. Hjá okkur hefur verið sami kjarninn í áhöfn sl. Meira
2. febrúar 2012 | Finnur.is | 382 orð | 1 mynd

Eyðslan er minni og kraftur aukinn

Þegar olíuverð í Bandaríkjunum hækkaði á áttunda áratug liðinnar aldar áttu stærstu bílaframleiðendurnir engin svör við því. Ráðin sem þeir gripu til voru að minnka bílana og vélarnar, með misgóðum árangri. Meira
2. febrúar 2012 | Finnur.is | 949 orð | 2 myndir

Fimm Siggur í einni götu

Járnsmiðurinn Jens Kristján Arngrímsson reisti hús fyrir smiðju sína á Eyrinni á Ísafirði á því herrans ári 1853. Á þeim tíma var að myndast þéttbýli á Skutulsfjarðareyri og í fyllingu tímans fjölgaði húsum og fólki. Meira
2. febrúar 2012 | Finnur.is | 314 orð | 5 myndir

Flutningar, fundir og tónleikar í bígerð

Fór og sótti nýjan hjóla-trainer í búðina og kíkti við í partí hjá SAGAFILM og hitta allt „fræga“ fólkið. Meira
2. febrúar 2012 | Finnur.is | 43 orð | 1 mynd

Fyrsta starfið

Fyrsta starfið Ferilinn byrjaði ég ellefu ára sem blaðasali í Austurstræti í Reykjavík. Gerði það ágætt en enginn átti þó roð í Óla blaðasala. Seinna var ég svo í sveit; vestur á fjörðum, norður í landi og austur á Skeiðum. Meira
2. febrúar 2012 | Finnur.is | 26 orð | 1 mynd

GE-byggingin, sem áður kallaðist RCA-byggingin, er skýjakljúfur í art...

GE-byggingin, sem áður kallaðist RCA-byggingin, er skýjakljúfur í art deco-stíl í New York. Hann hefur heimilisfangið 30 Rockefeller Plaza og er því oft kallaður 30... Meira
2. febrúar 2012 | Finnur.is | 217 orð | 3 myndir

Góður Powers gulli betri

Ofurnjósnarinn Austin Powers sló rækilega í gegn þegar fyrsta myndin um hann var frumsýnd árið 1997. Yfir henni sveif ómótstæðilegur andi Lundúnaborgar á árunum eftir 1960 og Mike Myers festi sig í sessi sem einn fremsti gamanleikari samtímans. Meira
2. febrúar 2012 | Finnur.is | 209 orð | 9 myndir

Iðnaðarhúsnæði breytt í aðlaðandi íbúð

Það er eitthvað við iðnaðarhúsnæði sem er svo sjarmerandi, það er að segja ef það er meðhöndlað rétt. Poteet-arkitekastofan sannar hér að nóg af hvítu skipalakki getur gert kraftaverk. Meira
2. febrúar 2012 | Finnur.is | 492 orð | 1 mynd

Innkaupavenjur breyttust eftir hrunið

Elín Hirst, fyrrverandi fréttastjóri RÚV, situr ekki auðum höndum. Hún heldur vinsæl námskeið fyrir konur sem vilja þjálfa færni sína í að koma fram í viðtölum í sjónvarpi. Einnig er Elín að vinna að gerð heimildarmyndar um stofnfrumur. Meira
2. febrúar 2012 | Finnur.is | 194 orð | 4 myndir

Íslenska vatnið best

Annie Mist Þórisdóttir minnti landann á að Ísland er sannarlega best í heimi þegar hún varð heimsmeistari í CrossFit þann 31. júlí á síðasta ári. Meira
2. febrúar 2012 | Finnur.is | 155 orð | 1 mynd

Kaffiboð og skráir íslenskan kveðskap

„Þetta er nú ekki stórafmæli en venju samkvæmt kemur nánasta fjölskylda og vinir í kaffi til okkar, 30-35 manna hópur og alltaf gaman að hitta fólkið sitt á þessum degi,“ segir Óli H. Þórðarson, fyrrv. Meira
2. febrúar 2012 | Finnur.is | 807 orð | 6 myndir

Meðal ljúfustu bíla

Það þykja ávallt fréttir þegar Audi kynnir nýja kynslóð af A6-bíl sínum. Ekki er langt síðan hann kom til sölu hér á landi og er hann af fjórðu kynslóð. Sú fyrsta var kynnt til sögunnar árið 1994 og leysti þá af Audi 100-bílinn. Meira
2. febrúar 2012 | Finnur.is | 207 orð | 3 myndir

MEÐMÆLI VIKUNNAR

Menningin Sýningin Kjólar og korselett í Þjóðminjasafninu er tízkusýning með stóru T-i. Straumum og stefnum 20. aldar í kvenfatnaði eru gerð einstök skil og sýningarstjóri er sjálf Steinunn Sigurðardóttir. Meira
2. febrúar 2012 | Finnur.is | 123 orð | 1 mynd

Mikil sala í Japan og Kína

Síðasti fjórðungur liðins árs var gjöfull suðurkóreska framleiðandanum Hyundai, en hagnaður fyrirtækisins jókst um 35% vegna aukinnar sölu á lykilmörkuðum. Þeir markaðir eru Kína og Bandaríkin, en einnig gekk vel á heimamarkaði sem og í Evrópu. Meira
2. febrúar 2012 | Finnur.is | 535 orð | 2 myndir

Nýr sjópottur og betri klefar

Það var kominn tími á gagngerar endurbætur og viðhald hér í Laugardalnum. Meira
2. febrúar 2012 | Finnur.is | 141 orð | 4 myndir

Reese og rauði liturinn

Meðal mikilvægustu mála á yfirstandandi vertíð kvikmyndaverðlauna hverskonar eru kjólarnir sem helstu leikkonur Hollywood klæðast á rauða dreglinum. Er nú svo komið að fregnir af viðburðunum snúast frekar um fallegustu kjólana en handhafa verðlaunanna. Meira
2. febrúar 2012 | Finnur.is | 153 orð | 1 mynd

Reyklaust haust

Í októberbyrjun 1984 gripu opinberir starfsmenn til verkfallsvopnsins í kjarabaráttu sinni svo eftir var tekið. Skólastarf lá niðri því Kennarasambandið var þá innan BSRB. Meira
2. febrúar 2012 | Finnur.is | 403 orð | 9 myndir

Rúnar Þór Pétursson

Sannkallað úrvalslið íslenskra tónlistarmanna kemur saman í Salnum í Kópavogi á föstudag, en þar mun Rúnar Þór Pétursson fá til sín gamla félaga og fagna 25 ára útgáfuafmæli gestgjafans. Meira
2. febrúar 2012 | Finnur.is | 84 orð | 3 myndir

Sigurganga The Artist heldur áfram

Meðal mærðustu kvikmynda sem frumsýndar voru á síðasta ári er tvímælalaust hin þögla mynd The Artist. Hún hefur rakað að sér verðlaunum og vegtyllum og fékk nú síðast hin svokölluðu „Made In Hollywood“-verðlaun. Meira
2. febrúar 2012 | Finnur.is | 112 orð | 1 mynd

Stóðst ekki öryggisreglurnar

Ekkert verður af því að litli hugmyndabíllinn Rocketman verði að einum af framleiðslubílum Mini. Bíllinn var frumsýndur á Genfarsýningunni í fyrra en nú hefur BMW ákveðið að hætta verkefninu. Meira
2. febrúar 2012 | Finnur.is | 115 orð | 1 mynd

Stækkar með nýrri kynslóð

Hæstur á stalli GT bíla sem ættir eiga að rekja til venjulegra fólksbíla er líklega Golf GTI. Sá bíll var ekki ýkja stór í upphafi en hefur stækkað með hverri kynslóðinni. Þá varð til Volkswagen Polo og í kjölfar hans Polo GTI. Meira

Viðskiptablað

2. febrúar 2012 | Viðskiptablað | 164 orð | 1 mynd

Atvinnuleysisbölið er vágestur svo allt of víða

Þau mörg þúsund störf sem Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hefur ítrekað lofað undanfarin ár að yrðu til á Íslandi láta hvergi á sér kræla. Meira
2. febrúar 2012 | Viðskiptablað | 469 orð | 5 myndir

Bankastjóri sviptur nafnbót

Baksvið Karl Blöndal kbl@mbl.is Ákvörðun Elísabetar II. Bretlandsdrottningar um að svipta Fred Goodwin, fyrrverandi forstjóra Royal Bank of Scotland, RBS, riddaratign hefur mælst misjafnlega fyrir. Meira
2. febrúar 2012 | Viðskiptablað | 440 orð | 2 myndir

„Mörg heimili alvarlega vantryggð“

• Segir skiljanlegt en um leið varhugavert að heimilin minnki við sig tryggingar þegar illa árar • Hörð verðsamkeppni á tryggingamarkaði og rík áhersla á fræðslu og forvarnir • Íslendingar eru ekki nógu vel tryggðir á sumum sviðum miðað við nágrannaþjóðir okkar Meira
2. febrúar 2012 | Viðskiptablað | 120 orð | 1 mynd

FME skoðar Haga

FME hefur frá því snemma í desember haft til skoðunar með hvaða hætti Arion banki stóð að útboði á hlut í Högum, en einungis degi eftir að útboðinu lauk, birti bankinn aukaútboðslýsingu, þar sem greint var frá því að við endurskoðun hefði liðlega hálfur... Meira
2. febrúar 2012 | Viðskiptablað | 130 orð | 1 mynd

Góð afkoma hjá Marel

Hagnaður Marels á síðasta ári nam 34,5 milljónum evra, 5,6 milljörðum króna á síðasta ári samanborið við 13,6 milljónir evra árið á undan. Er þetta 152,9% aukning á milli ára. Meira
2. febrúar 2012 | Viðskiptablað | 415 orð | 1 mynd

Kaupa aflandskrónur

Hörður Ægisson hordur@mbl. Meira
2. febrúar 2012 | Viðskiptablað | 452 orð | 1 mynd

Má ekki láta tryggingarnar sitja á hakanum

Guðmundur Hafsteinsson tryggingaráðgjafi segir tryggingamálum margra fyrirtækja hér á landi ábótavant. Guðmundur er framkvæmdastjóri Consello-tryggingaráðgjafar. „Tryggingarnar eru liður í rekstri fyrirtækja, sem of oft er látinn sitja á hakanum. Meira
2. febrúar 2012 | Viðskiptablað | 421 orð | 2 myndir

Mikið af fólki á eftir að tapa miklu af peningum

Fjárfestirinn Kyle Bass er vinsæll viðmælandi fjölmiðla vestanhafs. Hann er frá Texas og varð moldríkur af því að spá hruninu og fjárfesta í samræmi við það. Meira
2. febrúar 2012 | Viðskiptablað | 632 orð | 4 myndir

Neikvæðir raunvextir betri en engir vextir

Fréttaskýring Hörður Ægisson hordur@mbl. Meira
2. febrúar 2012 | Viðskiptablað | 231 orð | 1 mynd

Óvænt millifærsla dró dilk á eftir sér

Atvinnulaus Grænlendingur, sem allt í einu fékk fúlgur fjár inn á reikninginn sinn, hefur verið dæmdur til að endurgreiða peningana. Meira
2. febrúar 2012 | Viðskiptablað | 226 orð | 2 myndir

Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja

Fyrirtæki vinna nú markvissar að samfélagslegri ábyrgð og flétta hana inn í áætlanir til langs tíma. Meira
2. febrúar 2012 | Viðskiptablað | 205 orð | 1 mynd

Stjórnvöld í Kaliforníuríki að verða uppiskroppa með handbært fé

Kalifornía mun verða uppiskroppa með fé í byrjun mars verði ekki gripið strax til aðgerða, greiðslum frestað og tekin lán. Meira
2. febrúar 2012 | Viðskiptablað | 402 orð | 1 mynd

Taka slaginn fyrir tjónþola

Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is „Það er of algengt að Íslendingar nýti ekki bótarétt sinn og telji sig ranglega ekki eiga rétt á bótum eftir slys eða eignatjón. Oft halda t.d. Meira
2. febrúar 2012 | Viðskiptablað | 191 orð | 1 mynd

Tunglið er ekki úr osti

Útherji hefur fylgst með umfjöllun um fyrirtækið ORF í gegnum tíðina og séð krossfara fátæktar og örbirgðar skrifa gegn því árum saman. Hann getur ekki annað en dáðst að fyrirtækinu og forsvarsmönnum þess. Meira
2. febrúar 2012 | Viðskiptablað | 739 orð | 3 myndir

Verðmætaaukning í sjávarútvegi dregur áfram hagvaxtarvagninn

Fréttaskýring Hörður Ægisson hordur@mbl.is Hagvöxtur síðasta árs stafar fyrst og fremst af aukningu í útflutningsverðmæti – ekki síst í útflutningi sjávarafurða. Meira
2. febrúar 2012 | Viðskiptablað | 3274 orð | 3 myndir

Verður prótein ein mikilvægasta útflutningsvara Íslands?

Fréttaskýring Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Árið 2001 stofnuðu þrír vísindamenn líftæknifyrirtæki sem í dag er með árstekjur upp á tæplega 400 milljónir króna, 40 manns í vinnu og er það stærsta í heiminum á sínu sviði. Meira
2. febrúar 2012 | Viðskiptablað | 290 orð | 1 mynd

Við búðarborðið í nærri hálfa öld

Verslunarmenn gerast varla elskulegri en Erla Wigelund. Viðskiptavinir Verðlistans við Laugalæk geta vitnað um það, en þar hefur Erla staðið vaktina í bráðum 47 ár. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.