Greinar fimmtudaginn 8. mars 2012

Fréttir

8. mars 2012 | Innlendar fréttir | 39 orð | 1 mynd

700IS Hreindýraland hefst 24. mars

Kvikmynda- og myndbandalistahátíðin 700IS Hreindýraland verður haldin í sjötta sinn á Egilsstöðum og Austurlandi dagana 24. til 29. mars. Norræna samstarfsverkefnið NOVA verður kynnt af framkvæmdastýrunni Kristínu Scheving. Meira
8. mars 2012 | Innlendar fréttir | 148 orð | 1 mynd

Auka samstarf á norðurslóðum

Íslendingar og Frakkar munu stórauka samstarf um rannsóknir á norðurslóðum. Meira
8. mars 2012 | Innlendar fréttir | 216 orð | 1 mynd

Á annað þúsund kort afrituð

Tveir erlendir karlmenn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 16. mars vegna rannsóknar á afritun greiðslukorta í hraðbanka. Talið er að þeir hafi náð að afrita vel á annað þúsund kort en ekki náð út miklum fjármunum. Meira
8. mars 2012 | Erlendar fréttir | 91 orð | 1 mynd

Á háhæluðum skó í umferðinni

Indverskur verkamaður reynsluekur bíl í líki háhælaðs skós á götum borgarinnar Hyderabad í suðurhluta Indlands í gær. Skórinn er hluti af sérstakri kvennalínu indverska bílahönnuðarins Sudhakars Yadavs í tilefni af alþjóðlegum degi kvenna sem er í dag. Meira
8. mars 2012 | Innlendar fréttir | 99 orð

Áhyggjur eystra

Stjórn Ferðamálasamtaka Austurlands hefur áhyggjur af því að ferðakostnaður sé farinn að rýra markaðsstöðu ferðaþjónustufyrirtækja á Austurlandi. Meira
8. mars 2012 | Innlendar fréttir | 107 orð | 1 mynd

Álft fær sér gott í gogginn

Álftin er einstaklega tignarlegur og fagur fugl en vissulega er erfitt að sjá fegurðina við álftina við þessar aðstæður, með gogginn á kafi í drullunni. Meira
8. mars 2012 | Innlendar fréttir | 151 orð | 1 mynd

Álið að jafnaði um 40% af vöruútflutningi Íslendinga og allt að 6,8% landframleiðslu

Árlegt framlag álfyrirtækjanna þriggja til vergrar landsframleiðslu er um það bil 85 til 96 milljarðar króna eða 6-6,8%. Meira
8. mars 2012 | Innlendar fréttir | 96 orð | 1 mynd

Bensínverð hefur hækkað um nærri 30 krónur á árinu

Bensínverð hækkar enn. Í gærkvöldi var lítrinn á dýrustu stöðvunum kominn í 259,70 kr. í sjálfsafgreiðslu og algengt verð á lítra af dísilolíu var 263,50 kr. Bensínlítrinn hefur hækkað um 3 krónur í þessari umferð. Meira
8. mars 2012 | Innlendar fréttir | 458 orð | 2 myndir

Blóðgjöf til bjargar mannslífum

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl. Meira
8. mars 2012 | Erlendar fréttir | 340 orð | 1 mynd

Breivik ákærður fyrir hryðjuverk

Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Fjöldamorðingjanum Anders Behring Breivik, sem myrti 77 manns í Útey og í Ósló 22. júlí í fyrra, voru kynntar formlegar ákærur í gær. Hann er ákærður fyrir hryðjuverk, morð að yfirlögðu ráði og morðtilraunir. Meira
8. mars 2012 | Erlendar fréttir | 237 orð | 1 mynd

Dýrar dauðarefsingar

Lyf sem notað er til þess að taka dauðadæmda fanga af lífi í Texas í Bandaríkjunum kostar ríkið fimmtánfalt meira nú en það gerði árið 2010. Breska ríkisútvarpið BBC segir frá þessu. Meira
8. mars 2012 | Erlendar fréttir | 136 orð | 1 mynd

Eigandi PIP settur á bak við lás og slá

Jean-Claude Mas, eigandi franska fyrirtækisins Poly Implant Prothese (PIP), sem framleiddi svikna brjóstapúða, var fangelsaður á mánudagskvöld þar sem hann hafði ekki greitt tryggingargjald. Breska dagblaðið The Guardian segir frá þessu. Meira
8. mars 2012 | Innlendar fréttir | 828 orð | 4 myndir

Eignasala gagnrýnd

sviðsljós Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Deilt er um það innan borgarstjórnar hvort réttilega hafi verið staðið að sölu á Enex Kína ehf. og Envent Holding ehf., eignum REI, dótturfélags Orkuveitunnar, síðastliðið haust. Meira
8. mars 2012 | Innlendar fréttir | 945 orð | 3 myndir

Ekki dæmdir út frá félagsskap

Baksvið Andri Karl andri@mbl.is Krafist er sex ára fangelsis yfir karlmanni sem játað hefur að hafa hleypt tvívegis af haglabyssu í átt að bifreið sem í voru tveir menn 18. nóvember sl. í Bryggjuhverfinu í Reykjavík. Meira
8. mars 2012 | Innlendar fréttir | 99 orð

Erfitt á loðnumiðunum

Veður hamlar loðnuveiðunum á Breiðafirði. Brælan kemur á slæmum tíma, þegar margir eru að reyna að klára kvótann áður en hrygningu lýkur. Nokkur loðnuskip náðu að kasta í gær þrátt fyrir veðrið en önnur bíða átekta. Meira
8. mars 2012 | Innlendar fréttir | 116 orð | 1 mynd

Fengist leyfi til útsendinga frá Landsdómi gæti uppsetning tekið hálfan dag

Aðeins tæki um hálfan dag að koma fyrir nettum, fjarstýrðum sjónvarpsmyndavélum í Landsdómi, ef leyfi dómsins fengist. Meira
8. mars 2012 | Innlendar fréttir | 179 orð | 1 mynd

Fjalla um framtíðarnýtingu orkuauðlinda

Afmælisráðstefna Verkfræðingafélags Íslands (VFÍ), sem haldin verður í dag, fimmtudaginn 8. mars á Grand hótel, fjallar um framtíðarnýtingu orkuauðlinda á Íslandi. Fjöldi áhugaverðra fyrirlesara verður á ráðstefnunni sem stendur frá kl. 9 til kl. 16.30. Meira
8. mars 2012 | Innlendar fréttir | 141 orð | 1 mynd

Framleiðsla mjólkur eykst

Guðmundur Heiðar Helgason Innvigtun mjólkur hefur verið umtalsvert meiri en á sama tíma í fyrra. Landssamband kúabænda greinir frá því á heimasíðu sinni að innvigtunin í liðinni viku hafi verið 2.584.284 lítrar. Það er um 90. Meira
8. mars 2012 | Innlendar fréttir | 41 orð | 1 mynd

Hin árlega Skattheimta Reglu...

...Hins Öfuga Pýramída heitir sérkennilega titluð tónleikadagskrá sem fram fer á Faktorý í kvöld. Meira
8. mars 2012 | Erlendar fréttir | 180 orð | 1 mynd

Hjálparstarfsmönnum hleypt inn í Baba Amr

Stafsmönnum Rauða hálfmánans var loks leyft að fara inn í Baba Amr-hverfi í borginni Homs í Sýrlandi í gær. Meira
8. mars 2012 | Innlendar fréttir | 682 orð | 4 myndir

Höfðu takmarkaðar upplýsingar um eignir og lán einstakra banka

Samantekt Egill Ólafsson egol@mbl.is Samráðshópur um fjármálastöðugleika hafði á árinu 2008 takmarkaðar upplýsingar um eignir einstakra banka. Meira
8. mars 2012 | Innlendar fréttir | 336 orð

Innanríkisráðuneytið skoðar kynningu ESB

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur falið sérfræðingi ráðuneytisins að skoða gaumgæfilega hvort kynningarstarf Evrópusambandsins hér á landi er í samræmi við íslensk lög og reglur. Meira
8. mars 2012 | Innlendar fréttir | 100 orð

Innritun að hefjast í framhaldsskólana

Forinnritun nemenda í 10. bekk (fæddir 1996 eða síðar) hefst mánudaginn 12. mars og lýkur 30. mars. Nemendur fá bréf frá menntamálaráðuneytinu með veflykli að innritunarvef og leiðbeiningum afhent í grunnskólunum. Meira
8. mars 2012 | Innlendar fréttir | 193 orð | 1 mynd

Í skýringar eftir jafntefli við meistara

Dagur Ragnarsson sigraði bandaríska FIDE-meistarann Keaton Kiewra í 2. umferð N1 Reykjavíkurmósins í skák í gær. Kiewra er um 500 skákstigum hærri en Dagur. Er þetta annar sigur Dags á mun stigahærri skákmanni. Meira
8. mars 2012 | Innlendar fréttir | 77 orð | 1 mynd

Kvennaframboðin

Vorið 1982 buðu konur fram til bæjarstjórnarkosninga á Akureyri og í Reykjavík. Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna hinn 8. mars verður haldið upp á 30 ára afmæli kvennaframboðanna á Hótel KEA. Meira
8. mars 2012 | Erlendar fréttir | 577 orð | 3 myndir

Leðjuslagur og engin úrslit enn í augsýn

Fréttaskýring Kristján Jónsson kjon@mbl.is Mitt Romney vann í sex ríkjum af tíu í forkosningum og forvali repúblikana á þriðjudag og er eftir sem áður líklegastur til að berjast um Hvíta húsið við Barack Obama í haust. Meira
8. mars 2012 | Innlendar fréttir | 231 orð

Málið er í sjálfheldu

„Miðstjórn ASÍ krefst þess að þingsályktun um rammaáætlun sem byggist á faglegum niðurstöðum verkefnisstjórnarinnar verði þegar lögð fyrir Alþingi,“ segir í ályktun frá miðstjórn ASÍ. Meira
8. mars 2012 | Erlendar fréttir | 85 orð | 1 mynd

Menn líkir górillum

Ný samanburðarrannsókn á genamengi górilla og manna sem birt var í gær bendir til þess að menn séu talsvert líkari apategundinni en talið var þrátt fyrir að tíu milljón ár séu síðan tegundirnar greindust hvor frá annarri. Meira
8. mars 2012 | Innlendar fréttir | 65 orð

Mette Manseth sigraði

Mette Manseth og Hnokki frá Þúfum sigruðu í fimmgangi á móti Meistaradeildar Norðurlands – KS deildar sem fram fór í reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki í gærkvöldi. Meira
8. mars 2012 | Innlendar fréttir | 47 orð | 1 mynd

Myrra Rós og Svavar Knútur á Kex Hostel

Tónlistarröð tónlistarveitunnar gogoyoko, „gogoyoko wireless“, verður fram haldið í kvöld á Kex Hostel. Fram koma Myrra Rós og Svavar Knútur en sú fyrrnefnda gaf út sína fyrstu plötu, Kveldúlfur, fyrir stuttu. Meira
8. mars 2012 | Innlendar fréttir | 398 orð | 2 myndir

Níu athugasemdir við Drottningarbrautarreit

ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Níu skriflegar athugasemdir bárust við tillögu að deiliskipulagi fyrir Drottningarbrautarreit í miðbænum. Meira
8. mars 2012 | Innlendar fréttir | 28 orð | 1 mynd

Ómar

Brim Það var heldur betur líf og fjör í sjónum við Gróttu á Seltjarnarnesinu þar sem þessir svellköldu kajakræðarar fóru mikinn og létu ölduganginn ekki á sig... Meira
8. mars 2012 | Innlendar fréttir | 114 orð | 1 mynd

Sala án auglýsingar

Minnihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur, fulltrúar Sjálfstæðisflokks og VG, telur að eignir dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur hafi verið seldar án auglýsingar og það sé ekki í anda verklagsreglna um sölu eigna OR. Meira
8. mars 2012 | Innlendar fréttir | 105 orð | 1 mynd

Skilyrði fyrir varpfugla í Vatnsmýri verða bætt

Guðmundur Heiðar Helgason Framkvæmdir standa yfir á friðlandinu í Vatnsmýrinni, milli Norræna hússins og Hringbrautar. Tilgangur framkvæmdanna er að bæta skilyrðin fyrir varpfugla á svæðinu. Meira
8. mars 2012 | Innlendar fréttir | 76 orð

Sláturfélögin greiða uppbót á innlegg

Norðlenska mun greiða sínum innleggjendum örlítið hærri uppbót á kjötinnlegg síðasta árs en SS, KS og SKVH á Hvammstanga hafa ákveðið að gera. Norðlenska tilkynnti í gær að uppbótin yrði 2,2% en hin félögin höfðu látið vita um greiðslu 2,15% uppbótar. Meira
8. mars 2012 | Innlendar fréttir | 381 orð | 2 myndir

Sorpbrennslu verður hætt á Húsavík í haust

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Sorpbrennslu á Húsavík verður hætt 1. september næstkomandi gangi áætlanir Sorpsamlags Þingeyinga ehf. eftir. Tilkynnt var um lokun sorpbrennslunnar í gær. Meira
8. mars 2012 | Innlendar fréttir | 95 orð | 1 mynd

Stuð á styrktarskemmtun í Hagaskóla

Það iðaði allt af lífi í Hagaskóla í Reykjavík seinnipartinn í gær þegar mikil styrktarskemmtun var þar haldin. Meira
8. mars 2012 | Innlendar fréttir | 66 orð

Sumarstörf

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um sumarstörf hjá Reykjavíkurborg. Allir þeir sem fæddir eru árið 1995 og fyrr og hafa lögheimili í Reykjavík geta sótt um störfin. Meira
8. mars 2012 | Innlendar fréttir | 712 orð | 2 myndir

Talar um ráðgefandi álit

VIÐTAL Sigrún Rósa Björnsdóttir sigrunrosa@mbl. Meira
8. mars 2012 | Innlendar fréttir | 101 orð

Tap af rekstri sveitarfélaga í fyrra

Afkoma sveitarfélaganna var neikvæð á síðasta ári sem nemur um 3,1 milljarði króna samkvæmt spá Sambands sveitarfélaga um afkomu sveitarfélaganna. Meira
8. mars 2012 | Innlendar fréttir | 539 orð | 2 myndir

Tók hálfan dag að koma vélunum fyrir

Sviðsljós Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Landsdómur hefur hafnað beiðnum um að senda beint út frá Landsdómi, m.a. með þeim rökum að upptökum fylgdi umstang og ónæði. Meira
8. mars 2012 | Innlendar fréttir | 341 orð | 1 mynd

Undirbúningur glæsihótelsins á fullri ferð

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Stefnt er að því að opna nýtt glæsihótel á Leirubakka í Landsveit á næsta ári. Ekki tekst að opna hótelið í vor eins og áður hafði verið ráðgert. Meira
8. mars 2012 | Innlendar fréttir | 352 orð | 1 mynd

Viðræður um fjármögnun

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Viðræður standa yfir við kínverska fyrirtækið CSST International um fjármögnun heilsuþorps að Flúðum. Heilsuþorpið Flúðum ehf. er nú að fara yfir viljayfirlýsingu sem Kínverjarnir sendu til undirritunar. Meira
8. mars 2012 | Innlendar fréttir | 404 orð | 1 mynd

Vilja aðgang að öllum upptökum

Andri Karl andri@mbl.is Sakborningar í svonefndu Al-Thani-máli mættu ekki til þingfestingar í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Reyna á að tryggja að þeir komi fyrir dóminn 29. mars nk. þegar málið verður tekið fyrir að nýju. Meira
8. mars 2012 | Innlendar fréttir | 236 orð

Vonlaust að minnka bankana

Baldur Arnarson Egill Ólafsson Óraunhæft er að ætla að stjórnvöld hefðu getað gripið í taumana og minnkað bankakerfið á árinu 2008 með því að þrýsta á bankana um að selja eignir og draga þannig úr umsvifum sínum. Meira
8. mars 2012 | Innlendar fréttir | 280 orð | 1 mynd

Þarf ekki að bíða eftir fiskveiðistefnunni

Sigrún Rósa Björnsdóttir sigrunrosa@mbl.is Íslendingar þurfa ekki að bíða eftir því að Evrópusambandið ljúki endurskoðun á fiskveiðistefnu sinni, áður en hægt er að taka fiskveiðikaflann til skoðunar í aðildarviðræðum. Meira
8. mars 2012 | Innlendar fréttir | 77 orð | 1 mynd

Ætli það sé óhætt að fara út?

Veðrið hefur verið þónokkuð rysjótt undanfarið og suma daga hefur fólk vaknað við sólskin og stillt veður að morgni en sofnað að kvöldi við snjókomu og hávaðarok. Meira

Ritstjórnargreinar

8. mars 2012 | Leiðarar | 631 orð

Barist til fátæktar

Ríkisstjórnir í siðuðum löndum þjappa þjóðum saman þegar á móti blæs Meira
8. mars 2012 | Staksteinar | 182 orð | 1 mynd

Grafinn hundur

Sumir þingmenn, bæði úr Hreyfingunni og úr klofningshópi Björns Vals Gíslasonar og annarra Evrópusinna í VG, rökstuddu ákafa sinn í að ákæra Geir H. Haarde m.a. með því að „ella yrði ekki hrunið gert upp“. Meira

Menning

8. mars 2012 | Bókmenntir | 483 orð | 1 mynd

„Þetta eru verðlaun sem skipta mig miklu máli“

Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Ég var hissa þegar ég var tilnefnd á sínum tíma og hoppaði þá hæð mína í loft upp, enda þótti mér það ótrúlega mikill heiður að vera tilnefnd til svona virtra verðlauna. Meira
8. mars 2012 | Bókmenntir | 84 orð | 1 mynd

Bók Úlfars með bestu bókum

Bók Úlfars Finnbjörnssonar, Stóra bókin um villibráð , varð meðal efstu bóka í aðalflokki Gourmand-verðlaunanna, Besta matreiðslubók heims árið 2011. Bókin Patagonia Cuisines sigraði í keppninni, en alls tóku bækur frá um 162 löndum þátt í keppninni. Meira
8. mars 2012 | Fjölmiðlar | 184 orð | 1 mynd

Brúðarkjólar í Rússlandi

Það er alltaf jafnhressandi og spennandi þegar athafnamaðurinn og friðarsinninn Ástþór Magnússon geysist fram á sviðið í íslenskri þjóðmálaumræðu. Meira
8. mars 2012 | Fólk í fréttum | 201 orð | 2 myndir

Fegurðin er áreynslaus

Ár hvert flæða inn á ritstjórnarskrifstofuna plötur frá einyrkjum sem standa utan við árfarveg tónlistarinnar, skúffuskáld sem finna það hjá sér, einn daginn, að þeir verði að koma verkum sínum út undir beran himinn. Meira
8. mars 2012 | Bókmenntir | 238 orð | 2 myndir

Fornbókauppboð

Nú er haldið bókauppboð á netinu á uppbod.is í samvinnu Gallerís Foldar og fornbókaverslunarinnar Bókarinnar á Klapparstíg. Uppboðið hófst í lok febrúar og því lýkur 18. mars næstkomandi. Meira
8. mars 2012 | Fólk í fréttum | 188 orð | 2 myndir

Færeyska innrásin á Gauknum

Mikið er um að vera fyrir tónlistarunnendur um helgina en fyrir áhugasama má heyra færeyska tóna á Gauknum á morgun en þar mun færeyski gítarleikarinn Benjamin halda tónleika ásamt Guðrið Hansdóttur. Meira
8. mars 2012 | Kvikmyndir | 81 orð | 1 mynd

Handrit Sumarsins 800 í undanúrslit

Handrit kvikmyndarinnar Sumarið 800 eftir Björn B. Björnsson er komið í undanúrslit í Bluecatscreenplay-handritakeppninni bandarísku. Alls komust 35 handrit í undanúrslitin, en 2.300 handrit voru send inn í keppnina að þessu sinni. Meira
8. mars 2012 | Tónlist | 307 orð | 1 mynd

Heimismenn halda ótrauðir áfram

„Það hefði verið of flókið og erfitt fyrir okkur að hætta alveg við ferðina, enda búnir að auglýsa tónleika í Borgarfirði kvöldið áður. Meira
8. mars 2012 | Leiklist | 595 orð | 1 mynd

Leika sér með mörk ímyndunar og veruleika

Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Ímyndaðar afstæðiskenningar nefnist nýtt leikrit eftir Ævar Þór Benediktsson í leikstjórn Árna Kristjánssonar sem Útvarpsleikhúsið frumflytur á Rás 1 nk. sunnudag kl. 14. Meira
8. mars 2012 | Fólk í fréttum | 272 orð | 2 myndir

Lítilfjörlegur ástarþríhyrningur

Leikstjórn: McG. Handrit: Timothy Dowling og Simon Kinberg. Aðalhlutverk: Reese Witherspoon, Chris Pine og Tom Hardy. 97 mín. Bandaríkin, 2012. Meira
8. mars 2012 | Menningarlíf | 87 orð | 1 mynd

Menningarverðlaun DV afhent

Menningarverðlaun DV voru afhent í Iðnó í gær. Veitt voru verðlaun fyrir framúrskarandi árangur á listasviðinu á síðastliðnu ári, en einnig voru veitt verðlaun í flokknum Val lesenda. Meira
8. mars 2012 | Bókmenntir | 67 orð | 1 mynd

NEI! - málþing um róttækni og andóf

Málþing um róttækni og andóf verður haldið í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi á sunnudaginn kl. 14-16 í tengslum við sýningu spænska listamannsins Santiagos Sierra. Meira
8. mars 2012 | Fólk í fréttum | 450 orð | 2 myndir

Orð Stjórans eru lög

Bruce Springsteen er eins amerískur og kleinuhringurinn – en ólíkt hollari. Hann er Bubbi/Mugison Bandaríkjamanna, ber með sér samvisku heillar þjóðar og á þar bakland sem teygir sig víða. Meira
8. mars 2012 | Bókmenntir | 76 orð

Tími nornarinnar á sænsku

Tími nornarinnar , skáldsaga Árna Þórarinssonar, kom út í Svíþjóð undir heitinu Häxans tid um miðjan febrúar og hefur verið vel tekið. Meira
8. mars 2012 | Fólk í fréttum | 486 orð | 1 mynd

Úr blankheitum varð til vinsæll þáttur

Vilhjálmur Andri Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Í kvöld kemur Andri Freyr Viðarssonar, dagskrárgerðarmaður Ríkisútvarpsins, aftur á skjái landsmanna í nýjum sjónvarpsþætti sínum sem nefnist Andraland. Meira

Umræðan

8. mars 2012 | Aðsent efni | 540 orð | 1 mynd

Ákall til kjörmanna í biskupskosningum 2012

Eftir Arnór Bjarka Blomsterberg: "Hvaða kosti þarf næsti biskup að bera svo kirkjan haldi velli? Hvað þarf næsti biskup að gera svo almenningur snúist á sveif með kirkjunni að nýju?" Meira
8. mars 2012 | Aðsent efni | 389 orð | 1 mynd

„Ástæðulaust að halda viðræðum áfram“

Eftir Illuga Gunnarsson: "Framkvæmdastjórn ESB hefur bent á í skýrslu sinni, frá október 2011, um umsóknarferli Íslands, að íslensk lög um fjárfestingar útlendinga í sjávarútvegi samrýmast ekki lögum ESB um þetta efni." Meira
8. mars 2012 | Aðsent efni | 667 orð | 1 mynd

Flýtimeðferð dómsmála

Eftir Sigurð Kára Kristjánsson: "Enn bíða einstaklingar og fyrirtæki eftir því að endanleg niðurstaða fáist um afdrif lánasamninga þeirra." Meira
8. mars 2012 | Aðsent efni | 736 orð | 1 mynd

Ísland í dróma

Eftir Elías Kristjánsson: "Goðin þurfa að beita þingheim heilun, svo þverpólitísk samstaða verði um að lögfesta afrit af Maastricht-samþykkt ESB, ásamt viðbótarákvæðum." Meira
8. mars 2012 | Bréf til blaðsins | 476 orð | 1 mynd

Lífið er sannleikurinn

Frá Árna Birni Guðjónssyni: "Við búum hérna á jörðinni okkar sem er agnarlítill depill í geimnum. Svo lítill að við erum ekki millimetri í þessum stærðarhlutföllum." Meira
8. mars 2012 | Aðsent efni | 571 orð | 1 mynd

Opið bréf til alþingismanna

Eftir Gunnar Rafn Jónsson: "Alþingismaður góður! Veistu hver þú ert? Veistu hvert þú ætlar? Hvert er hlutverk þitt og ábyrgð? Lestu, skynjaðu, líf þitt mun öðlast nýja vídd." Meira
8. mars 2012 | Aðsent efni | 729 orð | 1 mynd

Óstjórnin er alger / 110 % leið galin ásamt óraunhæfum vöxtum og verðbótum

Eftir Vilhelm Jónsson: "Stjórnmálamenn verða að hætta að afla sér vinsælda með óábyrgum hætti. Það verður dýru verði keypt að viðurkenna ekki efnahagsvandann." Meira
8. mars 2012 | Pistlar | 433 orð | 1 mynd

Skikkja lýðræðis

Hrifning margra leiðtoga þessa heims á lýðræði er býsna takmörkuð. Þeir kunna kannski að meta lýðræði komi það þeim til valda, en eru ekki tilbúnir að sleppa völdunum ef þeir falla í ónáð hjá kjósendum. Meira
8. mars 2012 | Velvakandi | 228 orð | 1 mynd

Velvakandi

Sögufélag í Kópavogi Ágæti Velvakandi. Meira
8. mars 2012 | Aðsent efni | 534 orð | 1 mynd

Verum grandvör

Eftir Ronald Björn Guðnason: "Að byggja nýjan grunn þýðir ekki að stofna nýjan stjórnmálaflokk, grundvallaðan á sömu gömlu gildunum, heldur það að samstilla siðgæðisvitund okkar" Meira

Minningargreinar

8. mars 2012 | Minningargreinar | 849 orð | 1 mynd

Birna Ingimarsdóttir Wæhle

Birna Ingimarsdóttir Wæhle, húsfreyja á Akureyri, fæddist að Litla-Hóli í Eyjafirði 13. mars 1910. Hún lést 1. mars 2012 á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri. Meira  Kaupa minningabók
8. mars 2012 | Minningargreinar | 650 orð | 1 mynd

Eiríkur Ó. Þorvaldsson

Eiríkur Ó. Þorvaldsson (Eddi í Nýjabæ) fæddist í Nýjabæ á Höfn í Hornafirði 12. nóvember 1947. Hann lést á Landspítalanum 24. febrúar 2012. Útför Eiríks fór fram frá Vestmannakirkju í Færeyjum 3. mars 2012. Meira  Kaupa minningabók
8. mars 2012 | Minningargreinar | 1279 orð | 1 mynd

Friðrik H. Ólafsson

Friðrik Halldórsson Ólafsson fæddist í Reykjavík 25. september 1946. Hann lést á heimili sínu 23. febrúar 2012. Foreldrar hans voru Guðrún Ingibjörg Erlendsdóttir, f. 9.11. 1915, d. 21.4. 2002 og Ólafur Helgi Auðunsson, f. 31.12. 1905, d. 20.10. 2000. Meira  Kaupa minningabók
8. mars 2012 | Minningargreinar | 403 orð | 1 mynd

Haukur Þorvaldsson

Haukur Þorvaldsson fæddist í Reykjavík 16. apríl 1964. Hann lést á heimili sínu í Oconomowoc í Wisconsin í Bandaríkjunum 3. febrúar 2012. Útför Hauks fór fram frá St. Mary‘s Episcopal Church í Dosman í Wisconsin 10. febrúar 2012. Meira  Kaupa minningabók
8. mars 2012 | Minningargreinar | 333 orð | 1 mynd

Herdís Guðmundsdóttir

Herdís Guðmundsdóttir fæddist 11. október 1910 í Neðri-Hundadal í Miðdölum. Hún lést 26. febrúar 2012 á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi á 102. aldursári. Útför Herdísar fór fram frá Borgarneskirkju 2. mars 2012. Meira  Kaupa minningabók
8. mars 2012 | Minningargreinar | 498 orð | 1 mynd

Hjalti Finnsson

Hjalti Finnsson var fæddur 5. apríl 1919 í Torfufelli í Eyjafjarðarsveit. Hann lést á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri þann 25. febrúar sl. Útför Hjalta fór fram frá Hólakirkju í Eyjafjarðarsveit 3. mars 2012. Meira  Kaupa minningabók
8. mars 2012 | Minningargreinar | 110 orð | 1 mynd

Ingibjörg Júlíusdóttir

Ingibjörg Júlíusdóttir fæddist í Hólskoti í Vatnsdal í A.-Hún. 13. ágúst 1919. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum 23. febrúar síðastliðinn. Útför Ingibjargar fór fram frá Grafarvogskirkju 2. mars 2012. Meira  Kaupa minningabók
8. mars 2012 | Minningargreinar | 3982 orð | 1 mynd

Katla Margrét Ólafsdóttir

Katla Margrét fæddist 7. ágúst 1936 í Reykjavík. Hún lést 26. febrúar 2012 á líknardeildinni í Kópavogi. Foreldrar hennar voru Ólafur G. H. Þorkelsson vörubílstjóri frá Ísafirði og Guðrún Halla Þorsteinsdóttir, húsmóðir frá Vestmannaeyjum. Meira  Kaupa minningabók
8. mars 2012 | Minningargreinar | 1333 orð | 1 mynd

Kristín Helgadóttir

Kristín Helgadóttir fæddist 25. febrúar 1943 í Keldunesi, Kelduhverfi, N-Þing. Hún lést 29. febrúar síðastliðinn á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Foreldrar Kristínar voru Þóra Stefánsdóttir, húsfreyja í Keldunesi, f. 12.5. 1920, d. 19.10. Meira  Kaupa minningabók
8. mars 2012 | Minningargreinar | 1670 orð | 1 mynd

Lára Kristjana Ólafson

Lára Kristjana Ólafson fæddist í Reykjavík 20. febrúar 1924. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu í Reykjavík 1. mars 2012. Foreldrar hennar voru Páll Ólafson tannlæknir f. 1. febr. 1893 í Winnipeg í Kanada, d. 12. nóv. Meira  Kaupa minningabók
8. mars 2012 | Minningargreinar | 164 orð | 1 mynd

Margrét Sigurðardóttir

Margrét Sigurðardóttir var fædd á Eyvindarhólum undir Austur-Eyjafjöllum 17. desember 1922. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 10. febrúar síðastliðinn. Útför Margrétar fór fram frá Eyvindarhólakirkju laugardaginn 25. febrúar 2012. Meira  Kaupa minningabók
8. mars 2012 | Minningargreinar | 656 orð | 1 mynd

Ólöf Jóhanna Vilhjálmsdóttir

Ólöf Jóhanna Vilhjálmsdóttir (Lóló) fæddist í Reykjavík 13. september 1931. Hún lést á Landspítalanum 27. febrúar 2012. Útför Ólafar fór fram frá Langholtskirkju 6. mars 2012. Meira  Kaupa minningabók
8. mars 2012 | Minningargreinar | 1555 orð | 1 mynd

Robert Christie

Robert George Norman Christie fæddist í Glasgow 10. nóvember 1955. Foreldrar hans voru Margaret Christie, fædd Matheson, og Robert Hay-Gow Christie, hjúkrunarfræðikennari. Hann átti eina systur, Anne, fædd 12. Meira  Kaupa minningabók
8. mars 2012 | Minningargreinar | 471 orð | 1 mynd

Sigríður Aðalbjörg Jónsdóttir

Sigríður Aðalbjörg Jónsdóttir fæddist að Tjörnum í Eyjafirði 13. nóvember 1928. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 23. febrúar 2012. Útför Sigríðar fór fram frá Hafnarfjarðarkirkju 7. mars 2012. Meira  Kaupa minningabók
8. mars 2012 | Minningargreinar | 285 orð | 1 mynd

Sævar Geir Svavarsson

Sævar Geir Svavarsson fæddist í Reykjavík 30. janúar 1944. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 25. febrúar. Útför Sævars fór fram frá Kálfatjarnarkirkju 6. mars 2012. Meira  Kaupa minningabók
8. mars 2012 | Minningargreinar | 200 orð | 1 mynd

Valdís Guðrún Þorkelsdóttir

Valdís Guðrún Þorkelsdóttir (Vallý) fæddist á Hróðnýjarstöðum, Laxárdal, Dalasýslu 22. ágúst 1918. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni 20. febrúar 2012. Valdís Guðrún var jarðsungin frá Neskirkju 1. mars 2012. Meira  Kaupa minningabók
8. mars 2012 | Minningargrein á mbl.is | 991 orð | 1 mynd | ókeypis

Valgeir Daðason

Valgeir Daðason fæddist á Ísafirði 30. ágúst 1951. Hann lést á Landspítalanum í Kópavogi 28. febrúar 2012. Foreldrar hans voru Daði Steinn Kristjánsson og Gerður Sturlaugsdóttir. Systkini hans eru: Kristján, f. 1945, Sturlaugur, f. 1946, Arnar, f. Meira  Kaupa minningabók
8. mars 2012 | Minningargreinar | 2296 orð | 1 mynd

Valgeir Daðason

Valgeir Daðason fæddist á Ísafirði 30. ágúst 1951. Hann lést á Landspítalanum í Kópavogi 28. febrúar 2012. Foreldrar hans voru Daði Steinn Kristjánsson og Gerður Sturlaugsdóttir. Systkini hans eru: Kristján, f. 1945, Sturlaugur, f. 1946, Arnar, f. Meira  Kaupa minningabók
8. mars 2012 | Minningargreinar | 321 orð | 1 mynd

Þórður Ólafsson

Þórður Ólafsson fæddist á Núpi í Dýrafirði 26. júlí 1948. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi að kvöldi þriðjudagsins 21. febrúar. Útför Þórðar fór fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði 2. mars 2012. Meira  Kaupa minningabók

Daglegt líf

8. mars 2012 | Daglegt líf | 461 orð | 1 mynd

Áhersla lögð á að nýta sér heildrænar lausnir

María Ólafsdóttir maria@mbl.is Þær Ása Harðardóttir heilsuráðgjafi, Gréta Jónsdóttir fjölskyldu- og hjónaráðgjafi og Sigríður Jónsdóttir fíkniráðgjafi og ADHD markþjálfi stofnuðu félagið Lifðu Lífinu, heildrænar lausnir fyrir ADHD og aðrar raskanir. Meira
8. mars 2012 | Neytendur | 349 orð

Helgartilboðin

Fjarðarkaup Gildir 8. - 10. mars verð nú áður mælie. verð Svínahnakki úrb. úr kjötborði 1.198 1.498 1.198 kr. kg Nauta innralæri úr kjötborði 2.698 3.298 2.698 kr. kg Hamborgarar, 2x115 g 396 480 396 kr. pk. FK lambasaltkjöt 798 1.229 798 kr. Meira
8. mars 2012 | Daglegt líf | 148 orð | 1 mynd

Rétta hljómsveitin fyrir þig

Ef þú ert búin/n að hlusta á öll lögin á lagalistanum þínum alla vega hundrað sinnum og langar að hlusta á eitthvað nýtt en veist ekki hvað þá er gnod.net rétta vefsíðan fyrir þig. Á gnod slær maður inn þrjár hljómsveitir sem eru í uppáhaldi hjá manni. Meira
8. mars 2012 | Daglegt líf | 63 orð | 1 mynd

...sækið mikla kóraveislu

Nú á sunnudaginn 11. mars verður kóraveisla í Guðríðarkirkju. Meira
8. mars 2012 | Daglegt líf | 928 orð | 4 myndir

Vinir Tungnarétta bretta upp ermar

Trippi í happdrættisvinning, söngur og önnur skemmtun verður í boði á morgun í Aratungu þegar Vinir Tungnarétta blása til fjáröflunarsamkomu. Safnað skal til endurbyggingar réttanna þar sem margur hefur átt góðar stundir í gegnum tíðina. Meira

Fastir þættir

8. mars 2012 | Árnað heilla | 41 orð | 1 mynd

70 ára

Dorothy Senior (Dottý), Bláskógum 3a í Hveragerði, verður sjötug 11. mars næstkomandi. Í tilefni þess ætlar fjölskylda hennar að hafa opið hús laugardaginn 10. mars, kl. 17 til 20, í gamla hótelinu í Hveragerði og vonast til að sjá sem... Meira
8. mars 2012 | Fastir þættir | 151 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Eftirsjá. Norður &spade;ÁG9632 &heart;93 ⋄ÁD9 &klubs;64 Vestur Austur &spade;D87 &spade;4 &heart;764 &heart;DG52 ⋄G764 ⋄10832 &klubs;973 &klubs;K1085 Suður &spade;K105 &heart;ÁK108 ⋄K5 &klubs;ÁDG2 Suður spilar 7G. Meira
8. mars 2012 | Í dag | 38 orð | 1 mynd

Hlutavelta

*Elísabet Sól Sigurðardóttir og Alda Lind Skúladóttir gengu í hús í hverfinu sínu og söfnuðu dóti á tombólu sem þær héldu við verslun Samkaupa í Hrísalundi á Akureyri og söfnuðu 10.528 kr. sem þær styrktu Rauða krossinn... Meira
8. mars 2012 | Í dag | 248 orð

Júdasarkoss í Kæró

Mér barst ágætt bréf frá Einari Jónssyni fiskifræðingi: „Fyrr í vetur bárust fréttir um víða veröld af því að Vatíkanið í Róm hefði kært alþjóðlega fataframleiðslufyrirtækið Benetton fyrir óviðurkvæmilega mynd af páfa (og fleiri hefðarmönnum) en... Meira
8. mars 2012 | Árnað heilla | 196 orð | 1 mynd

Kaffiboð í sumarbústað

„Það er ekkert ákveðið á sjálfan afmælisdaginn en um helgina ætla ég að vera með kaffiboð í sumarbústað hérna í Flóanum fyrir nánustu fjölskyldumeðlimi og vini,“ segir Grímur Hákonarson kvikmyndagerðarmaður sem verður 35 ára í dag. Meira
8. mars 2012 | Í dag | 127 orð | 1 mynd

Louis Vuitton hækkar staðalinn

Tískuheimurinn virðist hafa vaxið út fyrir sýningarpallinn eða gangveginn hefðbundna sem fylgt hefur tískuheiminum um áratugaskeið. Meira
8. mars 2012 | Í dag | 23 orð

Orð dagsins: Eitt sinn voruð þér myrkur, en nú eruð þér ljós í Drottni...

Orð dagsins: Eitt sinn voruð þér myrkur, en nú eruð þér ljós í Drottni. Hegðið yður eins og börn ljóssins. (Efes. 5, 8. Meira
8. mars 2012 | Fastir þættir | 144 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 Bb4+ 4. Bd2 a5 5. g3 d6 6. Bg2 Rbd7 7. 0-0 e5 8. e3 c6 9. Bc1 e4 10. a3 exf3 11. Bxf3 Bc5 12. dxc5 Rxc5 13. b3 0-0 14. Rd2 Bh3 15. Bg2 Bxg2 16. Kxg2 d5 17. Dc2 Rfe4 18. Hb1 De7 19. cxd5 cxd5 20. b4 axb4 21. axb4 Rxd2 22. Meira
8. mars 2012 | Fastir þættir | 310 orð

Víkverjiskrifar

Bruce Springsteen er snúinn aftur. Ný plata hans ber nafnið Wrecking Ball og þar rær hann á kunnugleg mið. Meira
8. mars 2012 | Í dag | 77 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

8. mars 1700 Tugir fiskibáta fórust á fáum klukkustundum í „hastarlegu og hræðilegu stormviðri af útsuðri,“ eins og segir í Vallaannál. Alls drukknuðu 136 menn. 8. mars 1843 Alþingi var endurreist með tilskipun konungs. Meira

Íþróttir

8. mars 2012 | Íþróttir | 187 orð | 1 mynd

Algarve-bikarinn Úrslitaleikur: Þýskaland – Japan 4:3 Dszenifer...

Algarve-bikarinn Úrslitaleikur: Þýskaland – Japan 4:3 Dszenifer Marozsan 20., Célia Okoyino da Mbabi 22., 88. (víti), 90. – Asuna Tanaka 55., 90., Nahomi Kawasumi 35. Úrslit um 3. sætið: Bandaríkin – Svíþjóð 4:0 Alex Morgan 4., 33.,... Meira
8. mars 2012 | Íþróttir | 669 orð | 4 myndir

„Margar fengu ómetanlega reynslu“

Algarve Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Sjötta sætið varð niðurstaðan hjá íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta í Algarve-bikarnum þetta árið. Ósigur gegn Dönum í leiknum um 5. Meira
8. mars 2012 | Íþróttir | 89 orð

Enn einn sigur hjá AG

Danska meistaraliðið AG Köbenhavn hélt sigurgöngu sinni áfram í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær þegar liðið sigraði Skanderborg á útivelli, 29:26. Meira
8. mars 2012 | Íþróttir | 419 orð | 3 myndir

Fólk sport@mbl.is

Þýskaland vann heimsmeistara Japans, 4:3, í mögnuðum úrslitaleik Algarve-bikarsins í knattspyrnu í Portúgal í gær en þrjú mörk voru skoruð á lokamínútum leiksins. Meira
8. mars 2012 | Íþróttir | 116 orð | 1 mynd

Fullt hús hjá Kiel

Kiel vann sinn 23. sigur í jafnmörgum leikjum í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld. Meistaraefnin tóku á móti Balingen og innbyrtu öruggan sigur, 35:21. Meira
8. mars 2012 | Íþróttir | 54 orð | 1 mynd

HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, N1-deildin: Höllin Ak.: Akureyri...

HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, N1-deildin: Höllin Ak.: Akureyri – HK 19 Framhús: Fram – Afturelding 19.30 Seltjarnarnes: Grótta – Haukar 19.30 Vodafonehöllin: Valur – FH 19. Meira
8. mars 2012 | Íþróttir | 866 orð | 2 myndir

Hann er bara steik

Handbolti Ívar Benediktsson iben@mbl.is „Við sem erum í liðinu og starfsfólkið á skrifstofunni lásum fyrst um að félagið hefði verið sett í gjaldþrot í fjölmiðlum,“ segir Björgvin Þór Hólmgeirsson, handknattleiksmaður hjá þýska 2. Meira
8. mars 2012 | Íþróttir | 468 orð | 1 mynd

Haukar – Keflavík 84:68 Schenkerhöllin - Ásvellir, Iceland Express...

Haukar – Keflavík 84:68 Schenkerhöllin - Ásvellir, Iceland Express deild kvenna, 07. mars 2012. Gangur leiksins : 3:4, 5:9, 8:15, 12:17 , 16:17, 21:24, 25:29, 32:36 , 40:36, 45:38, 55:41, 68:48 , 78:60, 82:62, 84:66, 84:68 . Meira
8. mars 2012 | Íþróttir | 57 orð

Helena var stigahæst

Helena Sverrisdóttir, nýútskrifuð af sjúkrahúsi, skoraði 29 stig og var stigahæst í liði Good Angels þegar liðið rótburstaði Cassovia í slóvesku úrvalsdeildinni í körfuknattleik í gærkvöld. Meira
8. mars 2012 | Íþróttir | 118 orð

Ísland spilar í Varazdin

Leikir Íslands í forkeppni handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í næsta mánuði fara fram í Varazdin í Króatíu en ekki í Zagreb eins og talið var í fyrstu. Meira
8. mars 2012 | Íþróttir | 353 orð | 2 myndir

Messi lék listir sínir og setti nýtt met

Meistaradeildin Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Hafi einhverjir efast um að Argentínumaðurinn Lionel Messi sé besti fótboltamaður heims þá hljóta þeir að endurskoða afstöðu sína. Meira
8. mars 2012 | Íþróttir | 612 orð | 2 myndir

Mistókst að landa titli

Körfubolti Ólafur Már Þórisson omt@mbl.is Keflavík var í dauðafæri til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna fyrir leiki gærkvöldsins. Meira
8. mars 2012 | Íþróttir | 221 orð | 1 mynd

Reynslubolti í liði ÍR-inga í sumar

Nigel Quashie, fyrrverandi landsliðsmaður Skotlands og leikmaður í ensku úrvalsdeildinni til fjölmargra ára, verður leikmaður og aðstoðarþjálfari ÍR-inga í 1. deildinni í sumar. Hann mun jafnframt sjá um afreksskóla ÍR fyrir efnilega leikmenn. Meira
8. mars 2012 | Íþróttir | 87 orð

Tottenham fór áfram

Eftir töp á móti Arsenal og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni gátu leikmenn Tottenham fagnað sigri en liðið tryggði sér í gærkvöld sæti í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar með því að leggja Stevenage, 3:1, í endurteknum leik sem háður var á... Meira
8. mars 2012 | Íþróttir | 281 orð | 1 mynd

Þýskaland A-DEILD: Kiel – Balingen 35:21 • Aron Pálmarsson...

Þýskaland A-DEILD: Kiel – Balingen 35:21 • Aron Pálmarsson skoraði 3 mörk fyrir Kiel. Alfreð Gíslason þjálfar liðið. Melsungen – RN Löwen 28:35 • Róbert Gunnarsson náði ekki að skora fyrir Löwen. Guðmundur Þ. Meira

Finnur.is

8. mars 2012 | Finnur.is | 85 orð | 1 mynd

Að forðast lögin með tannkremi

Kínverskur eigandi Porsche Boxster bíls hugðist plata laganna verði með því að breyta tölunni 1 á skráningarnúmeri bíls síns í 7 með tannkremi. Meira
8. mars 2012 | Finnur.is | 253 orð | 3 myndir

Að hvíla ekki í friði

Þegar bókin Svo fögur bein kom út voru viðbrögðin hvarvetna gríðarlega jákvæð. Þegar Peter Jackson réðst í að kvikmynda söguna kom annað hljóð í strokkinn. Meira
8. mars 2012 | Finnur.is | 383 orð | 2 myndir

Akureyri ætlar í olíuna

Ef vinnanleg olía finnst á Drekasvæðinu þurfum við að vera búin undir slíkt. Meira
8. mars 2012 | Finnur.is | 110 orð | 1 mynd

Ánægja með áherslur Eyþings

Ný vinnubrögð við gerð samgönguáætlunar og fjárfestingaáætlunar ríksins eru til framfara. Þetta er mat bæjarstjórnar Norðurþings sem ályktaði um málið. Er vísað til samþykktar Eyþings, samtaka sveitarfélaga við Eyjafjörð og í Þingeyjarsýslu. Meira
8. mars 2012 | Finnur.is | 264 orð | 3 myndir

Á vafasömum slóðum í Amsterdam

Sat á kaffihúsi í Jordaan-hverfinu og naut hollenskrar gestrisni. Meira
8. mars 2012 | Finnur.is | 228 orð | 1 mynd

BMW og Lexus láta nú undan síga

BMW tókst ekki að halda forystu sinni frá fyrra ári í sölu bíla í Bandaríkjunum nú í janúar. Á sl. ári seldi BMW flesta bíla í svokölluðum lúxusbílaflokki vestanhafs og skaut Mercedes Benz, Audi og Lexus aftur fyrir sig. Meira
8. mars 2012 | Finnur.is | 665 orð | 2 myndir

Bogomil í húsi hænsnabónda

Ég hef víða farið og búið en leiðin liggur alltaf aftur í Kópavoginn,“ segir Sigtryggur Baldursson tónlistarmaður sem býr við Sunnubraut í Kópavogi. Meira
8. mars 2012 | Finnur.is | 25 orð | 1 mynd

Dagskráin um helgina

Fimmtudagur My Blueberry Nights er lunkin og öðruvísi rómantísk mynd með söngfuglinum Norah Jones í aðalhlutverki. Jude Law sakar heldur ekki. Sýnd á Stöð 2... Meira
8. mars 2012 | Finnur.is | 148 orð | 1 mynd

Eins og nóbelsskáld til fara

Halldór Kiljan Laxness er eitt höfuðskáld okkar Íslendinga, þjóðarstolt og óskabarn. Meira
8. mars 2012 | Finnur.is | 121 orð

Engin miskunn hjá Magnúsi

Það er ekki óþekkt að menn nái ekki bílprófi í fyrstu tilraun. Óheppinn 28 ára maður í Leicesterskíri á Englandi þekkir það vel – og eiginlega rúmlega það – því hann hefur náð þeim einstaka árangri að falla á bóklega prófinu 92 sinnum. Meira
8. mars 2012 | Finnur.is | 139 orð | 1 mynd

Ewan McGregor og Emily Blunt á frumsýningu

Síðastliðinn mánudag var kvikmyndin Salmon Fishing in the Yemen frumsýnd í Los Angeles. Meira
8. mars 2012 | Finnur.is | 136 orð | 1 mynd

Fegurð krefst fórna

Tískuvikan í París stendur nú sem hæst og stóru tískuhúsin keppast við að sýna línur sínar fyrir næsta haust og vetur. Meira
8. mars 2012 | Finnur.is | 131 orð | 1 mynd

Fólki finnst ofsalega gaman að syngja

„Kórastarfið hér í Mosfellsbænum blómstrar. Átta kórar mæta á tónleikana á sunnudaginn en þegar allt er saman talið eru líklega þrettán kórar hér í bænum,“ segir Arnhildur Valgarðsdóttir, kórstjóri og organisti í Mosfellsbæ. Nk. sunnudag,... Meira
8. mars 2012 | Finnur.is | 141 orð | 1 mynd

Frekari stoðir undir samstarf

Vart hefur blekið þornað á samkomulagi um samstarf stærsta bílafyrirtækis Frakklands, Peugeot-Citroën, og General Motors á sviði bílaframleiðslu er vísbendingar koma fram um að Renault sé einnig á leið inn í bandalag af því tagi. Meira
8. mars 2012 | Finnur.is | 164 orð | 1 mynd

Föl en fáir vilja bílinn góða

Enginn bauð á uppboðsvefnum eBay í eðalbíl af gerðinni Chrysler 300 sem á sínum tíma var í eigu Baracks Obama Bandaríkjaforseta. Settur var milljón dollara verðmiði á limúsínuna sem enn er föl. Meira
8. mars 2012 | Finnur.is | 191 orð | 5 myndir

Gerir allt sem mig dreymir um

Söngkonan Hulda Björk Garðarsdóttir fer með aðalhlutverkið í stórvirkinu La Bohème eftir Puccini sem er vorverkefni Íslensku óperunnar í ár. Meira
8. mars 2012 | Finnur.is | 28 orð | 1 mynd

Hjónin Charles og Ray Eames hönnuðu fatahengið „Hang-It All&ldquo...

Hjónin Charles og Ray Eames hönnuðu fatahengið „Hang-It All“ árið 1953. Þau notuðu litríkar trékúlur í stað hanka til að fá börn til að hengja upp fötin... Meira
8. mars 2012 | Finnur.is | 97 orð | 9 myndir

Hlýleg nútímahönnun á súpersmart hóteli

Arkitektinn Katon Redgen Mathieson hannaði hótelið The Burbury í Canberra, Ástralíu. Svarti liturinn er áberandi á hótelinu þar sem viðarklæddir dökkir veggir fá að njóta sín, við dökk húsgögn og dökkar viðargardínur. Meira
8. mars 2012 | Finnur.is | 203 orð | 1 mynd

Jafna á metunum í lífeyrissjóðum

Samtök atvinnulífsins hafa tilnefnt 14 stjórnarmenn til setu í stjórnum átta lífeyrissjóða til næstu tveggja ára. Af þeim eru 10 konur. Meira
8. mars 2012 | Finnur.is | 586 orð | 7 myndir

Jón Ragnar Jónsson

Það eru engar ýkjur að Jón Jónsson söngvari á sér margar hliðar. Hann segist eiga það til að telja skrefin sín og hafa skilað sömu ritgerðinni í samtals sex skipti. Meira
8. mars 2012 | Finnur.is | 865 orð | 9 myndir

Lengri, breiðari og lægri

Þriðja kynslóð Bjöllunnar, Volkswagen Beetle, er komin á markað. Nýja Bjallan er talsvert breytt frá þeirri er kom á markað árið 1998. Er lengri, breiðari og lægri, auk þess sem farangursrýmið stækkar úr 209 lítrum í 310. Meira
8. mars 2012 | Finnur.is | 182 orð

Léttari grind og minni eyðsla

Í haust kemur á markað 2013-árgerð af Nissan Pathfinder. Meira
8. mars 2012 | Finnur.is | 166 orð | 6 myndir

Litla systir lætur að sér kveða

Tvíburasysturnar Ashley og Mary-Kate Olsen hafa löngum þótt með stællegri konum vestanhafs enda miklir vitringar þegar tískan er annars vegar. Meira
8. mars 2012 | Finnur.is | 646 orð | 1 mynd

Markaðurinn er ekki frosinn

Ég hef verið bílasali í nærri þrjá áratugi, þannig að ég ætti að þekkja markaðinn sæmilega. Ég byrjaði á Bílasölu Norðurlands, en hef rekið mína eigin sölu í nærri tvo áratugi. Meira
8. mars 2012 | Finnur.is | 228 orð | 3 myndir

MEÐMÆLI VIKUNNAR

Dægradvölin Fregnir bárust af því að sést hefði til lóu nú í vikunni. Óhætt er að segja að vorboðinn ljúfi sé snemma á ferð í ár og er það vel með hliðsjón af hinu snarbilaða veðri sem barið hefur á mörlandanum undanfarna mánuði. Meira
8. mars 2012 | Finnur.is | 181 orð | 1 mynd

Meiri peningar til kynningar á kúnst

Menntamálaráðherra hefur undirritað samninga um rekstrarframlag við kynningarmiðstöðvar listgreina og hönnunar. Samningarnir eru til þriggja ára, 2012 til 2014. Fela þeir í sér 63,2 % hækkun á framlagi til miðstöðvanna, úr 43,5 millj. kr. Meira
8. mars 2012 | Finnur.is | 178 orð | 1 mynd

Mikilvægt er að hefjast handa

„Ég hef skoðað olíuhreinsistöðvar í Noregi og tók eftir því hversu mikil áhersla er lögð á menntun og þekkingu allra starfsmanna. Meira
8. mars 2012 | Finnur.is | 162 orð | 1 mynd

Nýr bíll góðra gilda

Flestir bílaframleiðendur reyna að halda útliti nýrra bíla sinna leyndu áður en þeir eru frumsýndir á bílasýningum og sumum tekst það vissulega betur en öðrum. Aðrir lauma hins vegar út ljósmyndum og upplýsingum til þess að skapa spenning. Meira
8. mars 2012 | Finnur.is | 29 orð | 1 mynd

Nýr Mercedes Benz B-Class fær góða umsögn, m.a. fyrir aksturseiginleika...

Nýr Mercedes Benz B-Class fær góða umsögn, m.a. fyrir aksturseiginleika og stórt farangursrými. Með bílnum hyggst Benz ná til fjölskyldufólks og þeirra sem annars kaupa ekki bíla í... Meira
8. mars 2012 | Finnur.is | 164 orð | 1 mynd

Rafbíll Chevrolet bestur og fær viðurkenningu

Tilkynnt var í vikunni á bílasýningunni í Genf, sem nú stendur yfir, að rafbíllinn Chevrolet Volt og sams konar bíll sem Opel selur undir heitinu Ampera hafi hlotið titilinn Bíll ársins 2012. Meira
8. mars 2012 | Finnur.is | 144 orð | 1 mynd

Sparnaður en öryggið samt

Götulýsing á svokölluðum A-class vegum í Bretlandi verður líklega minnkuð verulega á næstunni í sparnaðarskyni líkt og hugleiðingar hafa verið um hér á landi undanfarið. Meira
8. mars 2012 | Finnur.is | 125 orð | 1 mynd

Starfsmenn álvers sendir í þjálfun á Reyðarfirði

Alcoa og sádi-arabíska námufyrirtækið Ma'aden byggja um þessar mundir eitt af stærri álverum heims í Sádi-Arabíu. Væntanlegur er hingað til lands nk. Meira
8. mars 2012 | Finnur.is | 42 orð | 1 mynd

Sumrin sem ég var í sveit að Lambanesi í Fljótum voru þroskandi.

Sumrin sem ég var í sveit að Lambanesi í Fljótum voru þroskandi. Þangað fór ég fyrst sex ára gamall og var til fimmtán ára aldurs. Á haustin hlakkaði ég alltaf til að koma aftur norður að vori. Guðmundur H. Meira
8. mars 2012 | Finnur.is | 207 orð | 1 mynd

Svart, hvítt og hljóðlaust

Eins og alkunna er fór franska myndin „The Artist“ með magnaðan sigur af hólmi er Óskarverðlaunin voru veitt í Los Angeles í síðasta mánuði. Meira
8. mars 2012 | Finnur.is | 415 orð | 3 myndir

Vantar ekkert nema íbúana í húsin

Gárungarnir segja að það vanti einungis fólkið í húsin, við afhendum þau tilbúin til notkunar. Meira
8. mars 2012 | Finnur.is | 247 orð | 2 myndir

Viðskiptin svar við þörf

Alls 354 kaupsamningum vegna fasteignaviðskipa var þinglýst hjá sýslumannsembættinu á höfuðborgarsvæðinu í febrúar sl. Heildarvelta nam 10,5 milljörðum kr. og meðalupphæð á hvern kaupsamning var 29,8 milljónir kr. Meira
8. mars 2012 | Finnur.is | 629 orð | 1 mynd

Vonlaus í sushi-gerð

Atli Þór Albertsson fer með 12 hlutverk í söngleiknum Vesalingunum sem frumsýndur var í Þjóðleikhúsinu um síðustu helgi. Meira
8. mars 2012 | Finnur.is | 156 orð | 1 mynd

Þurfum 1.800 nýjar eignir á ári

Þeir sem þekkja til húsnæðismarkaðarins í dag eru sammála um að breytinga sé þörf. Fyrir bankahrunið hafi verið byggður fjöldi stærri íbúða, fjögurra herbergja og gjarnan með bílskúr. Meira

Viðskiptablað

8. mars 2012 | Viðskiptablað | 182 orð | 1 mynd

11% vöxtur hjá Advania

Velta samstæðu Advania hf. (áður SKÝRR) nam 24,5 milljörðum króna á árinu 2011 miðað við 22,1 milljarð árið áður, ef miðað er við sambærilegan rekstur, en það er 11% vöxtur. Hagnaður samstæðunnar fyrir vexti, skatta og afskriftir (EBITDA) nam 1. Meira
8. mars 2012 | Viðskiptablað | 209 orð | 1 mynd

Álið og díalektíkin

Þýski heimspekingurinn Hegel fjallaði töluvert um díalektík hugsunarinnar. Díalektín snýr að andstæðum í heimi hlutveruleikans. Hegel taldi að frækorn andstæðunnar byggi í sérhverjum hlut. Meira
8. mars 2012 | Viðskiptablað | 2201 orð | 5 myndir

Áætlun um afnám hafta í uppnámi

Fréttaskýring Kristján Torfi Einarsson kristjantorfi@gmail.com Nú er tæpt ár frá því að Seðlabankinn lagði fram áætlun um afnám gjaldeyrishafta sem hafa formlega verið við lýði frá því í nóvember 2008. Meira
8. mars 2012 | Viðskiptablað | 96 orð | 1 mynd

Bílasýningin í Genf í Sviss

Bílasýningin í Genf í Sviss verður opnuð formlega í dag, 8. mars, í Palexpo Arena-sýningarhöllinni. Þetta er í áttugasta og annað skiptið sem sýningin er haldin í Genf. Meira
8. mars 2012 | Viðskiptablað | 269 orð | 1 mynd

Eykur líkurnar á óbreyttum stýrivöxtum

Hörður Ægisson hordur@mbl.is Líkur hafa aukist á því að Seðlabanki Íslands haldi vöxtum óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunarfundi bankans hinn 21. mars. Meira
8. mars 2012 | Viðskiptablað | 77 orð

Glitnir í Lúx. tekur yfir fasteignasafn

Dótturfélag Glitnis banka í Lúxemborg hefur tekið yfir fjárfestingafyrirtækið Bovista Invest, af danska fyrirtækinu Centerplan Nordic. Þar með er bankinn orðinn eigandi fasteignasafns upp á 370.000 fermetra. Söluverðið er 2,3 milljarðar sænskra króna. Meira
8. mars 2012 | Viðskiptablað | 370 orð | 1 mynd

Hegða sér betur á huggulegum stað

Næturlífið í Keflavík er líflegt um þessar mundir. Gunnar Adam Ingvarsson er meðeigandi og framkvæmdastjóri skemmtistaðarins Center en staðurinn var opnaður fyrir um einu og hálfu ári. Gunnar rekur skemmtistaðinn í félagi við Pálma Þór Erlingsson. Meira
8. mars 2012 | Viðskiptablað | 1316 orð | 3 myndir

Iceland Express er orðið stundvísasta flugfélagið í Leifsstöð

Viðtal Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Í síðustu viku skrifaði Skarphéðinn Berg Steinarsson undir samstarfssamning fyrir hönd Iceland Express við Holidays Czech Airlines. Meira
8. mars 2012 | Viðskiptablað | 57 orð | 1 mynd

Í störf hjá Straumi

Edda Guðrún Sverrisdóttir, hdl., hefur hafið störf á lögfræði- og regluvörslusviði Straums. Edda Guðrún er lögfræðingur frá Háskóla Íslands og starfaði áður hjá skilanefnd og síðar slitastjórn Kaupþings. Meira
8. mars 2012 | Viðskiptablað | 480 orð | 1 mynd

Koma oft auga á vannýtta möguleika

• Sérstaklega áríðandi að fá aðstoð skattasérfræðinga ef miklar breytingar hafa orðið á högum • Líklegt að margir nýti ekki til fulls réttindi á bótum og afsláttum • Skynsamlegt að halda heimilisbókhald á gamla mátan og geyma meira af kvittunum og nótum frekar en minna Meira
8. mars 2012 | Viðskiptablað | 176 orð | 1 mynd

Krónan er ekki ónýtur gjaldmiðill

Í umræðu um gjaldmiðlamál er því oft fleygt fram – einkum af talsmönnum annars ríkisstjórnarflokksins – að einu raunverulegu valkostir Íslands séu annars vegar innganga í ESB og upptaka evru eða áframhaldandi króna í viðjum gjaldeyrishafta. Meira
8. mars 2012 | Viðskiptablað | 590 orð | 3 myndir

Mikilvægi álsins eykst og eykst

• Útflutningur álsins orðinn 40% af vöruútflutningi Íslendinga og 25% af heildarútflutningnum • Framlag álsins til landsframleiðslu er 85-96 milljarðar • Tæplega 5.000 manns starfa í áliðnaði og tengdum greinum • Áliðnaður er grunniðnaður og mikilvægi hans hefur aukist til muna Meira
8. mars 2012 | Viðskiptablað | 545 orð | 2 myndir

Ókeypis hádegisverður?

Það hefur verið hávær lúðrablástur á mörkuðum síðustu vikur. Fjárfestar virðast ekki óttast lengur yfirvofandi hrinu gjaldþrota í evrópska bankakerfinu. Meira
8. mars 2012 | Viðskiptablað | 266 orð | 2 myndir

Segjum frá!

Fyrirtæki búa yfir mikilli þekkingu í mannauði sem með tiltölulega auðveldum hætti mætti nýta betur. Mikilvægt er að mótuð sé stefna um að nýta innanhússþekkingu, greina hvar hún liggur og ákveða að deila henni til annarra starfsmanna. Meira
8. mars 2012 | Viðskiptablað | 105 orð | 1 mynd

Semur um útgáfu í Bretlandi

Hugbúnaður, sem sérfræðingar Valitors hafa þróað fyrir íslenskan markað, nýtur vaxandi athygli og eftirspurnar í Bretlandi, samkvæmt fréttatilkynningu frá Valitor. Meira
8. mars 2012 | Viðskiptablað | 106 orð | 1 mynd

Skortir verklagsreglur

Fjármálaeftirlitið hefur gert athugasemdir við að stjórn Arctica Finance hf. hafi ekki sett verklagsreglur um hvernig skuli fylgst með að starfandi stjórnarformaður fari ekki út fyrir hlutverk sitt og ábyrgð sem stjórnarformaður Arctica Finance. Meira
8. mars 2012 | Viðskiptablað | 86 orð | 1 mynd

Skúli í stjórn Advania

Ný stjórn Advania hf. var kjörin á aðalfundi félagsins í gær. Aðalmenn eru Anna Rún Ingvarsdóttir, Einar Páll Tamimi, Finnbogi Jónsson, Skúli Mogensen og Þór Hauksson. Varastjórn skipa Erna Eiríksdóttir og Egill Tryggvason. Meira
8. mars 2012 | Viðskiptablað | 830 orð | 1 mynd

Spurning um sanngirni

Ásgeir Ingvarsson ai@mbl. Meira
8. mars 2012 | Viðskiptablað | 337 orð | 1 mynd

Tvær eignir seldar án auglýsingar

Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Haraldi Flosa Tryggvasyni, stjórnarformanni Orkuveitu Reykjavíkur: „Í tilefni þeirrar fjölmiðlaumræðu sem orðið hefur um sölu Reykjavík Energy Invest (REI) á hlut sínum í Enex-Kína og Envent,... Meira
8. mars 2012 | Viðskiptablað | 152 orð | 1 mynd

WOW Force One flýgur til austurrísku Alpanna

WOW Force One heitir önnur flugvéla WOW air flugfélagsins en að sögn Guðmundar Arnar Guðmundssonar markaðsstjóra fyrirtækisins er markmið hjá þeim að vera með skemmtilegar og athyglisverðar merkingar á vélum sínum. Meira
8. mars 2012 | Viðskiptablað | 623 orð | 2 myndir

Ætti skattbyrðin að vera lægri?

• Skattbyrði tekjuhærri Íslendinga nálgast það sem þekkist á hinum Norðurlöndunum • Mun lægri skattbyrði á lágtekjufólki en hátekjufólki • Hátt frítekjumark getur virkað eins og niðurgreiðsla á lægstu launum og skapar nokkurs konar tekjuvegg sem erfitt getur verið að klífa Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.