Greinar laugardaginn 11. júlí 2015

Fréttir

11. júlí 2015 | Innlendar fréttir | 133 orð | 1 mynd

Aukin aðsókn að útsölum

Sumarútsölum verslunarmiðstöðvanna var hleypt af stokkunum fyrir stuttu og fara þær vel af stað ef marka má aðsóknina. „Samanburður milli ára sýnir okkur að aðsóknin hefur aukist. Meira
11. júlí 2015 | Innlendar fréttir | 161 orð | 4 myndir

„Magni gríðarlega mikilvægur í samfélaginu“

Íþróttafélagið Magni á Grenivík varð 100 ára í gær og hélt upp á daginn með 4:0 sigri á Berserkjum í 3. deildinni í fótbolta á heimavelli. Margt var um manninn á vellinum og stemningin góð, eins og nærri má geta, en Magni er langefstur í deildinni. Meira
11. júlí 2015 | Innlendar fréttir | 104 orð | 1 mynd

„Vegurinn“ til Eyja tepptur af ferðafólki

Fjölgun ferðamanna til Vestmannaeyja hefur verið svo mikil að undanförnu að nú er svo komið að eyjaskeggjar fá vart pláss í Herjólfi til og frá eyjunni. Hafa farþegar í Herjólfi í júnímánuði aldrei verið fleiri og voru 48.781 í ár. Meira
11. júlí 2015 | Innlendar fréttir | 1160 orð | 6 myndir

Bæjartorfan friðlýst með flæðiengjum

Baksvið Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Forsætisráðherra mun í dag staðfesta heildarfriðlýsingar gömlu bæjartorfunnar á Hvanneyri ásamt búsetu- og ræktunarminjum, á alls rúmlega 100 hektara svæði. Meira
11. júlí 2015 | Erlendar fréttir | 71 orð | 1 mynd

Danir kvarta yfir sumrinu

Danir eru ekki ánægðir með veðrið í sumar. „Við klæðum okkur í jakka og flíspeysur þessa dagana því veðrið er eins og á hausti en ekki sumri,“ segir á vef danska ríkisútvarpsins. Meira
11. júlí 2015 | Erlendar fréttir | 133 orð | 1 mynd

Eftirvænting eftir bók Harper Lee

Dagblöðin The Wall Street Journal og The Guardian birtu í gær fyrsta kafla bókarinnar Go Set a Watchman , eftir bandarísku skáldkonuna Harper Lee. Meira
11. júlí 2015 | Innlendar fréttir | 94 orð

Ekkert sumarfrí hjá samninganefnd BHM

Viðræðunefnd Bandalags háskólamanna (BHM) afhenti gerðardómi í gær þau gögn sem lögð hafa verið fram af hálfu BHM í viðræðunum við ríkið. Einnig voru lagðar fram 18 möppur af aðildarfélögum BHM. Meira
11. júlí 2015 | Innlendar fréttir | 582 orð | 2 myndir

Eyjamenn komast ekki í Herjólf

Ísak Rúnarsson isak@mbl.is „Ef þetta fer þannig að koma ferðamanna bitnar á lífsgæðum Íslendinga þá hverfur velviljinn í garð þessarar mikilvægu atvinnugreinar og þá verður vonlaust að byggja upp ferðaþjónustu. Meira
11. júlí 2015 | Erlendar fréttir | 372 orð | 1 mynd

Frakkar segja efnahagsáætlun Grikkja raunhæfa

Guðm. Sv. Hermannsson gummi@mbl.is Evruhópurinn, sem skipaður er fjármálaráðherrum evruríkjanna, segir að efnahagsáætlun sú, sem Grikkir lögðu fram á fimmtudagskvöld, sé ýtarleg. Meira
11. júlí 2015 | Innlendar fréttir | 240 orð | 1 mynd

Freri fékk nafnið Blængur

Síldarvinnslan hf. hefur keypt frystitogarann Frera RE-73 af Ögurvík hf. og gerir hann nú út undir nafninu Blængur NK-125. Skipið hefur legið í Reykjavíkurhöfn síðustu ár eftir að Ögurvík lagði honum, að eigin sögn vegna hárra veiðigjalda. Meira
11. júlí 2015 | Innlendar fréttir | 337 orð | 5 myndir

Gegn aðvífandi ófriðarmönnum

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Nyrst á víðfeðmu Bessastaðanesi, í fjörunni Skerjafjarðarmegin, er Skansinn. Þægilegasta gönguleiðin að honum er frá bæjunum Breiðabólstað og Jörva á svonefndu Norðurnesi. Meira
11. júlí 2015 | Innlendar fréttir | 143 orð | 1 mynd

Grunur um brot gegn níu piltum

Sigurður Ingi Þórðarson, betur þekktur undir nafninu Siggi hakkari, hefur verið ákærður fyrir brot gegn níu drengjum, meðal annars kynferðisbrot. RÚV greindi frá þessu í gærkvöldi. Í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir Sigurði, sem féll í Hæstarétti 5. Meira
11. júlí 2015 | Innlendar fréttir | 473 orð | 3 myndir

Gætu sparað sér milljarða

Ingvar Smári Birgisson isb@mbl.is Landsbankinn hefur hafnað mörgum ódýrari lóðakostum en lóðinni við hliðina á Hörpunni sem bankinn hyggst reisa höfuðstöðvar sínar á. Þetta herma heimildir Morgunblaðsins. Meira
11. júlí 2015 | Innlendar fréttir | 815 orð | 3 myndir

Göngurnar „rosalega kröftugar“

Stangveiði Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Veiðimenn og staðarhaldarar við laxveiðiár á Vestur- og Suð-vesturlandi eru lukkulegir þessa dagana, smálaxinn „hellist inn,“ segja þeir. Meira
11. júlí 2015 | Innlendar fréttir | 97 orð | 1 mynd

Hafnarlestin af stað í dag

Hafnarlestin verður í fyrsta sinn í sumar í ferðum fyrir almenning um Reykjavíkurhöfn um helgina. Lestin mun fara á heila tímanum frá klukkan 13 og tekur hver ferð um 30 mínútur, þar sem ekið er frá Ægisgarði, að Hvalasafninu úti á Granda og til baka. Meira
11. júlí 2015 | Innlendar fréttir | 465 orð | 2 myndir

Halarófa um allan Laugaveginn

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Þetta hafa verið frábærir dagar á fjöllum og sólin skinið allan tímann. Meira
11. júlí 2015 | Innlendar fréttir | 131 orð | 1 mynd

Hjóla Gullhringinn frá Laugarvatni

Hjólreiðakeppnin KIA Gullhringurinn fer fram á Laugarvatni í dag. Keppnin er orðin næststærsta hjólreiðakeppnin hér á landi á eftir WOW Cyclothon, en tæplega 700 keppendur hjóla af stað síðdegis. Meira
11. júlí 2015 | Innlendar fréttir | 174 orð | 1 mynd

Hlýindin láta í minni pokann

Hlýindin undanfarna daga láta í minni pokann fyrir vætu og kuldatíð. Gert er ráð fyrir lítils háttar rigningu á Suðurlandinu öllu á hádegi í dag og hita á bilinu 7-13 stig. Austast á Suðurlandi verður svo talsverður vindur eða um 10 metrar á sekúndu. Meira
11. júlí 2015 | Innlendar fréttir | 486 orð | 2 myndir

Húsin á horni Lækjargötu til sölu

Bjarni Steinar Ottósson bso@mbl.is Reykjavíkurborg auglýsir nú til sölu Lækjargötu 2 og 2b, og Austurstræti 22. Húsin eru tengd með sameiginlegum kjallara og eru seld sem ein heild. Húsin brunnu eins og þekkt er árið 2007. Meira
11. júlí 2015 | Erlendar fréttir | 76 orð | 1 mynd

Hættulegt nautahlaup í Pamplona

Tæpur tugur manna hefur slasast það sem af er nautahlaupinu í spænsku borginni Pamplona þetta sumarið. Dagana 7. til 14. Meira
11. júlí 2015 | Innlendar fréttir | 897 orð | 3 myndir

Klerkur á kantinum hjá Geir

Sviðsljós Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Geir Sveinsson, þjálfari Magdeburg í þýska handboltanum, hafði óvenjulegan liðsmann í sínum herbúðum í vetur, ef svo má segja. Meira
11. júlí 2015 | Innlendar fréttir | 556 orð | 3 myndir

Koma siðareglur í stað boða og banna?

Fréttaskýring Ingvar Smári Birgisson isb@mbl.is Með aukinni hnattvæðingu verður með hverjum deginum erfiðara að framfylgja boðum og bönnum. Eitt af þeim boðum er bann við áfengisauglýsingum. Meira
11. júlí 2015 | Innlendar fréttir | 298 orð

Kona dæmd í 16 ára fangelsi fyrir manndráp

Kona á sextugsaldri var í gær dæmd í 16 ára fangelsi fyrir að hafa orðið unnusta sínum til níu ára að bana með hnífstungu í Hafnarfirði 14. febrúar sl. Konan neitaði allan tímann sök í málinu. Meira
11. júlí 2015 | Innlendar fréttir | 67 orð | 1 mynd

Landsbankinn hafnaði ódýrari lóðum

Landsbankanum hafa staðið til boða aðrir og ódýrari lóðakostir en sá sem varð fyrir valinu, við hliðina á Hörpu, undir nýjar höfuðstöðvar. Mannverk var eitt þeirra fyrirtækja sem buðu bankanum lóð en var hafnað. Meira
11. júlí 2015 | Innlendar fréttir | 69 orð | 1 mynd

Lundinn sem starir á hafið

Eydís Eyjólfsdóttir áhugaljósmyndari myndaði þennan spaka lunda í björgunum við Látrabjarg í vikunni. Eydís lagðist á jörðina og skreið eins nálægt og hún komst, svo manninum hennar stóð ekki á sama, enda 200 metra þverhnípi niður. Meira
11. júlí 2015 | Innlendar fréttir | 74 orð

Lækjargötuhús komin í sölu

Reykjavíkurborg hefur auglýst til sölu húsin við Lækjargötu 2 og 2b og Austurstræti 22. Húsin eru tengd með sameiginlegum kjallara og seld sem ein eining. Þessar byggingar urðu eldi að bráð árið 2007 og í kjölfarið keypti borgin byggingarreitinn. Meira
11. júlí 2015 | Innlendar fréttir | 253 orð | 1 mynd

Lögmenn flykkjast í löggildingu

Ísak Rúnarsson isak@mbl.is Undanfarna daga hefur töluverður fjöldi lögmanna öðlast réttindi til fasteignasölu en samþykkt var á Alþingi þann 30. júní að breyta lögum um fasteignasala. Breytingarnar höfðu m.a. Meira
11. júlí 2015 | Erlendar fréttir | 160 orð | 1 mynd

Maður skaut tvö til bana í Þýskalandi

Karlmaður á fimmtugsaldri var handtekinn í Bæjaralandi í suðurhluta Þýskalands í gærmorgun eftir að hann skaut 82 ára gamla konu og 72 ára gamlan karlmann til bana. Meira
11. júlí 2015 | Innlendar fréttir | 34 orð | 1 mynd

RAX

Flatmagað í sælunni Sællegur selur virðir fyrir sér ferðalang við Jökulsárlón. Selir hafa það gott í lóninu. Það er hæfilega svalt og inn í það ganga fiskar sem fáir fúlsa við, allra síst... Meira
11. júlí 2015 | Erlendar fréttir | 184 orð | 1 mynd

Reykingar tengdar við geðsýki

Rannsókn sem fjallað er um í breska læknablaðinu Lancet Psychiatry í gær bendir til þess að daglegar tóbaksreykingar kunni að vera orsakaþáttur í geðsjúkdómum. Fólk sem þjáist af geðsjúkdómum er um það bil þrisvar sinnum líklegra til að reykja en aðrir. Meira
11. júlí 2015 | Erlendar fréttir | 70 orð | 1 mynd

Segir samkomulag við Íran í sjónmáli

Vladímír Pútín, forseti Rússlands, sagði í gær að hann teldi að vesturveldin og Íran næðu brátt samkomulagi um kjarnorkuáætlun Írana. Viðræður hafa staðið yfir undanfarnar vikur í Vínarborg. Meira
11. júlí 2015 | Innlendar fréttir | 96 orð

Segja samskipti við hakkara ekki óeðlileg

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segist ekki hafa átt nein viðskipti fyrir ítalska fyrirtækið Hacking Team, sem sérhæfir sig í tölvunjósnabúnaði, og hafnar því að samskipti lögreglumanns við það hafi falið í sér óeðlilega háttsemi. Meira
11. júlí 2015 | Innlendar fréttir | 67 orð | 1 mynd

Skjöldur afhjúpaður á gamla biskupssetrinu

Hinn 10. júlí fyrir 200 árum var Hið íslenska biblíufélag stofnað á biskupssetrinu að Aðalstræti 10 í Reykjavík. Af því tilefni var í gær haldin guðsþjónusta í Dómkirkjunni en að henni lokinni var afhjúpaður skjöldur sem settur hefur verið á húsið. Meira
11. júlí 2015 | Innlendar fréttir | 267 orð | 1 mynd

Slapp þrisvar úr sjávarháska

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Á um tíu ára tímabili upp úr miðri síðustu öld lenti Magnús Jónsson þrisvar í sjávarháska. Fyrsta skipið var nærri sokkið langt frá Íslandsströndum vegna leka. Meira
11. júlí 2015 | Innlendar fréttir | 209 orð | 1 mynd

Tollar af 1933 vörunúmerum afnumdir

Tollar af 1933 vörunúmerum verða afnumdir á tímabilinu 1. janúar 2016 til 1. janúar 2017, samkvæmt frétt á heimasíðu fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Stefnt er að afnámi tolla á fatnað og skó 1. Meira
11. júlí 2015 | Innlendar fréttir | 96 orð | 1 mynd

Tvö prestsembætti auglýst

Biskup Íslands hefur auglýst laust til umsóknar embætti sóknarprests í Grafarholtsprestakalli, Reykjavíkurprófastsdæmi eystra frá 1. september nk. Biskup skipar í embættið til fimm ára. Meira
11. júlí 2015 | Innlendar fréttir | 408 orð | 14 myndir

Upplýsingar og ábendingar sendist á netfangið bio@mbl.is

Ted 2 Kjaftfori og hressi bangsinn Ted er snúinn aftur. Metacritic 48/100 IMDB 7,1/10 Laugarásbíó 20.00 Sambíóin Egilshöll 20.00, 22.35 Sambíóin Keflavík 20.00 Smárabíó 14.30, 17.15, 20.00, 22.30 Háskólabíó 17.30, 20.00, 22.10 Borgarbíó Akureyri 22. Meira
11. júlí 2015 | Innlendar fréttir | 105 orð | 1 mynd

Veiði víða betri en á sama tíma í fyrra

Veiðitölur eru víðast hvar betri en það hörmungarsumar sem laxveiðivertíðin í fyrra reyndist vera. Eins og staðan var 8. júlí sl. voru komnir 630 laxar á land í Norðurá á 15 stangir en Blanda er næstaflahæsta áin með 515 fiska. Meira
11. júlí 2015 | Innlendar fréttir | 304 orð | 2 myndir

Veldur breytingum á upphafssögu Reykjavíkur

„Fundur skálans við Lækjargötu bendir til þess að það hafi verið fleiri bæir og fjölmennari byggð í Reykjavík strax á landnámsöld,“ segir Adolf Friðriksson, forstöðumaður Fornleifastofnunar Íslands, en þannig breytist sú mynd sem áður var á... Meira
11. júlí 2015 | Innlendar fréttir | 99 orð | 1 mynd

Virða ákvörðun stjórnvalda

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að forvígismenn Evrópusambandsins virði að fullu ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að afturkalla aðildarumsókn Íslands að sambandinu. Þeir hafi góðan skilning á þeirri afstöðu. Meira
11. júlí 2015 | Erlendar fréttir | 119 orð

Þvætta fíkniefnapeninga í getraunum

Grænlenskur þingmaður segir að grænlenskir fíkniefnasalar virðist í auknum mæli þvætta ágóða af ólöglegri hasssölu gegnum knattspyrnugetraunir og lottó, sem danska ríkisfyrirtækið Danske Spil rekur. Meira

Ritstjórnargreinar

11. júlí 2015 | Staksteinar | 210 orð | 2 myndir

ESB virðir ákvarðanir á sinn hátt

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sagði frá því, eftir að Grikkir höfðu í þjóðaratkvæði hafnað kröfum sambandsins, að sambandið virti niðurstöðuna. Meira
11. júlí 2015 | Leiðarar | 263 orð

Tíminn að renna út

Viðvarandi atvinnuleysi í Evrópusambandinu getur valdið varanlegum skaða Meira
11. júlí 2015 | Leiðarar | 390 orð

Þjóðarmorð fyrir allra augum

Varanlegur smánarblettur á sögu Evrópu Meira

Menning

11. júlí 2015 | Bókmenntir | 816 orð | 4 myndir

Ekki raunverulegar minningar

Einar Falur Ingólfsson efi@mbl. Meira
11. júlí 2015 | Fjölmiðlar | 199 orð | 1 mynd

Fjölmiðlarnir og strætisvagninn

Í vikunni bar til tíðinda að tveimur útvarpskonum sem starfa á Rás 1 var sagt upp störfum. Á fésbók var fjargviðrast yfir þessu og kjarni þeirrar umræðu var sá að heimsk væru mannana ráð. Þær Hanna G. Meira
11. júlí 2015 | Tónlist | 134 orð | 1 mynd

Heldur tvenna útgáfutónleika

Söngkonan og tónlistarkennarinn Hjálmfríður Þöll Friðriksdóttir, sem syngur eigin lög og texta undir listamannsnafninu Frida Fridriks, heldur tvenna útgáfutónleika til að kynna nýútkomna plötu sína, Lend Me Your Shoulder . Meira
11. júlí 2015 | Tónlist | 624 orð | 4 myndir

Helvítis rokking rokk

Sludge-metal Bretarnir náðu klárlega að hreinsa út úr öllum opum, eins og Stefán sagði sjálfur nú á dögunum. Meira
11. júlí 2015 | Tónlist | 96 orð | 1 mynd

Hip Hop Jazz Mash á Gauknum

Hip Hop Jazz Mash nefnast tónleikar sem haldnir verða á Gauknum í kvöld kl. 22. Meira
11. júlí 2015 | Myndlist | 202 orð | 2 myndir

Ingólfur og Þuríður sýna saman í Skaftfelli

Myndlistarmennirnir Ingólfur Arnarsson og Þuríður Rós Sigurþórsdóttir opna sýningu í Skaftfelli á Seyðisfirði í dag kl. 16. Í tilkynningu segir um verk Ingólfs og Þuríðar að við fyrstu sýn virðist þau nota ólíkar leiðir í listsköpun sinni. Meira
11. júlí 2015 | Tónlist | 47 orð | 1 mynd

Leika lög úr safni KK og gömul blúslög

Tónlistarmennirnir KK, Þorleifur Guðjónsson og Magnús R. Einarsson halda tónleika á Café Rosenberg kl. 22 í kvöld. Þeir munu flytja lög úr lagasafni KK auk lagasmíða annarra, m.a. Meira
11. júlí 2015 | Tónlist | 142 orð | 1 mynd

Leikur í Hallgrímskirkju og í Dijon

Hörður Áskelsson, organisti Hallgrímskirkju, leikur á tvennum tónleikum Alþjóðlegs orgelsumars í Hallgrímskirkju um helgina, kl. 12 á í dag og kl. Meira
11. júlí 2015 | Kvikmyndir | 127 orð | 1 mynd

Omar Sharif látinn

Egypski kvikmyndaleikarinn Omar Sharif lést af völdum hjartaáfalls í Kaíró í gær, 83 ára að aldri. Að sögn Steve Kenis, umboðsmanns Sharifs, hafði leikarinn dvalist á sjúkrahúsi fyrir Alzheimersjúklinga en hann greindist með sjúkdóminn fyrr á þessu ári. Meira
11. júlí 2015 | Tónlist | 34 orð | 1 mynd

Ólöf og Skúli fagna sumri í Mengi

Ólöf Arnalds og Skúli Sverrisson ætla að fagna sumrinu með tónlistar- og ljóðadagskrá í menningarhúsinu Mengi í kvöld kl. 21, með aðstoð vina og óvæntu samspili gesta. Mengi er á Óðinsgötu 2 í... Meira
11. júlí 2015 | Tónlist | 506 orð | 2 myndir

Sumarbrúðkaup í Finnlandi

Til eru ótal kenningar um hvernig tónlist litar líf okkar á margvíslega vegu og hvernig við nýtum okkur hana, meðvitað sem ómeðvitað. Stundum er hún reyndar svo sjálfsögð að við tökum varla eftir henni. Meira
11. júlí 2015 | Tónlist | 67 orð | 1 mynd

Tríó Sunnu leikur á Bohemia Jazz Fest

Sunna Gunnlaugs Trio er á tónleikaferðalagi í Evrópu um þessar mundir og leikur í dag í Leipzig í Þýskalandi. Meira
11. júlí 2015 | Tónlist | 467 orð | 1 mynd

Von á mikilli söngveislu í Selvoginum

Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl. Meira

Umræðan

11. júlí 2015 | Pistlar | 356 orð

Dularfulli ræðismaðurinn

Á meðan Ísland var á bresku valdsvæði 1807-1941, vildu Bretar ekki stjórna landinu beint, nema sérstaklega stæði á. Þetta kom í ljós í Norðurálfuófriðnum mikla 1914-1918. Strax 12. Meira
11. júlí 2015 | Bréf til blaðsins | 78 orð

FEB Reykjavík Mánudaginn 6. júlí var spilaður tvímenningur á 15 borðum...

FEB Reykjavík Mánudaginn 6. júlí var spilaður tvímenningur á 15 borðum hjá bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Efstu pör í N/S Pétur Antonsson – Guðlaugur Nielsen 418 Jón Hákon Jónss. – Sigtryggur Jónss. Meira
11. júlí 2015 | Aðsent efni | 39 orð | 1 mynd

Hettusótt

Það kom fram í fréttum um daginn að hér hafa um þrjátíu manns greinst með hettusótt nýlega, einkum á suðvesturhorni landsins. Landlæknir hvetur þá sem ekki hafa verið bólusettir eða ekki fengið hettusótt til að láta bólusetja sig.... Meira
11. júlí 2015 | Aðsent efni | 685 orð | 1 mynd

Horft til ýmissa átta

Eftir Helga Seljan: "Vaxtamunurinn og milljarðagróðinn eru táknin um þetta svokallaða heilbrigði." Meira
11. júlí 2015 | Pistlar | 439 orð | 1 mynd

Internetið étur börnin sín

Enn berast fregnir af því að tölvuþrjótar hafi komist yfir persónuupplýsingar milljóna opinberra starfsmanna og almennra borgara í Bandaríkjunum. Meira
11. júlí 2015 | Aðsent efni | 1207 orð | 1 mynd

Lífríki og lífsstíll

Eftir Gunnar Kristjánsson: "Aukin lífsgæði og verndun lífríkisins ættu að geta átt samleið en þar kemur ekkert af sjálfu sér." Meira
11. júlí 2015 | Pistlar | 460 orð | 2 myndir

Maður lifandi

Því var haldið að okkur í skóla að í íslensku táknaði orðið maður manneskjur af báðum kynjum, karla jafnt sem konur, andstætt nágrannamálunum þar sem sami orðstofn hefur fengið merkinguna karlmaður. Meira
11. júlí 2015 | Aðsent efni | 576 orð | 1 mynd

Orkubyltingin mikla er að hefjast

Eftir Kjartan Garðarsson: "Það sem er sérstakt við þessa kjarnaofna er að þeir geta notað þóríum, úran og plútón sem eldsneyti og breyta allt að 99% orkunnar í varma í stað 2-3% nýtingar eins og hún er í dag." Meira
11. júlí 2015 | Pistlar | 843 orð | 1 mynd

Sporgöngumenn Una hins danska

Alþýðufyrirlestrar Jóns Jónssonar Aðils eiga erindi við nútímann Meira
11. júlí 2015 | Aðsent efni | 497 orð | 1 mynd

Sumarbæn

Eftir Sigurbjörn Þorkelsson: "Hin íslenska sumarnótt er engu lík. Kyrrð kvöldanna og stillur morgnanna eru augnablik sem ég gæti hugsað mér að þreifa á og gera að eilífð." Meira

Minningargreinar

11. júlí 2015 | Minningargreinar | 538 orð | 1 mynd

Agnar Jónsson

Agnar Jónsson 26. júlí 1927. Hann lést 24. júní 2015. Útför fór fram 6. júlí 2015. Meira  Kaupa minningabók
11. júlí 2015 | Minningargreinar | 2315 orð | 1 mynd

Ása Sigríður Helgadóttir

Ása Sigríður Helgadóttir var fædd í Vestmannaeyjum 18. mars 1930. Hún lést á heimili sínu, Sauðármýri 3, Sauðárkróki, 5. júlí 2015. Meira  Kaupa minningabók
11. júlí 2015 | Minningargrein á mbl.is | 1263 orð | ókeypis

Bjarni Valtýr Guðjónsson

Bjarni Valtýr Guðjónsson fæddist á Svignaskarði í Borgarfirði 17. febrúar 1929. Hann lést á Landspítalanum 28. júní 2015. Hann var sonur hjónanna Málfríðar Þorbjargar Þorbergsdóttur húsfreyju, f. 13. janúar 1896, d. 6. Meira  Kaupa minningabók
11. júlí 2015 | Minningargreinar | 6401 orð | 1 mynd

Bjarni Valtýr Guðjónsson

Bjarni Valtýr Guðjónsson fæddist á Svignaskarði í Borgarfirði 17. febrúar 1929. Hann lést á Landspítalanum 28. júní 2015. Hann var sonur hjónanna Málfríðar Þorbjargar Þorbergsdóttur húsfreyju, f. 13. janúar 1896, d. 6. Meira  Kaupa minningabók
11. júlí 2015 | Minningargreinar | 828 orð | 1 mynd

Jón Kristinsson

Jón Kristinsson fæddist 28. apríl 1928 á Ketilsstöðum á Völlum á Fljótsdalshéraði. Hann lést 30. júní 2015. Foreldrar hans voru Salný Jónsdóttir, f. 1886, frá Grófargerði á Völlum og Kristinn Eiríksson, f. 1896, frá Refsmýri í Fellum á Héraði. Meira  Kaupa minningabók
11. júlí 2015 | Minningargreinar | 4389 orð | 1 mynd

Pétur H. Blöndal

Pétur H. Blöndal fæddist í Reykjavík 24. júní 1944. Hann lést á heimili sínu 26. júní 2015. Foreldrar Péturs voru Haraldur H.J. Blöndal, sjómaður og verkamaður, fæddur 29. mars 1917, dáinn 22. júní 1964, og Sigríður G. Blöndal skrifstofumaður, fædd 5. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

11. júlí 2015 | Viðskiptafréttir | 66 orð

Euromoney segir Íslandsbanka bestan

Íslandsbanki hefur verið valinn þriðja árið í röð besti bankinn á Íslandi af alþjóðlega fjármálatímaritinu Euromoney. Meira
11. júlí 2015 | Viðskiptafréttir | 264 orð | 1 mynd

Flugfélag Íslands festir kaup á þrem flugvélum

Margrét Kr. Sigurðardóttir margret@mbl. Meira
11. júlí 2015 | Viðskiptafréttir | 357 orð | 1 mynd

FME geti takmarkað hámark veðsetningar

Stefán E. Stefánsson ses@mbl. Meira
11. júlí 2015 | Viðskiptafréttir | 462 orð | 2 myndir

Framleiðnivandi Íslands liggur ekki í nýsköpun

Baksvið Sigurður Tómasson sigurdurt@mbl.is Til að auka framleiðni þarf að efla nýsköpunarumhverfið og auðvelda útbreiðslu þekkingar um hagkerfið, samkvæmt nýrri skýrslu frá OECD. Meira
11. júlí 2015 | Viðskiptafréttir | 222 orð | 1 mynd

Ísland í 18. sæti í ferðamennsku

Ísland er í 18. sæti af 141 landi sem World Economic Forum (WEF) segir að séu vel búin til að taka á móti ferðamönnum og Ísland nær 5. sæti þegar horft er til þess hvaða lönd setja ferðaþjónustu í forgang. Meira
11. júlí 2015 | Viðskiptafréttir | 92 orð

Verðbólguspárnar fyrir júlí vísa í ólíkar áttir

Arion banki gerir ráð fyrir hóflegri lækkun á vísitölu neysluverðs í júlímánuði upp á 0,2%. Við það ætti 12 mánaða verðbólga að fara í 1,5% . Á sama tíma gerir Íslandsbanki ráð fyrir 0,1% hækkun vísitölunnar fyrir sama tímabil. Meira

Daglegt líf

11. júlí 2015 | Daglegt líf | 64 orð | 1 mynd

Dramatískar bókmenntir og óperusöngur

Óperusöngvarinn Ágúst Ólafsson og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari mæta kl. 14 í dag í Bókamarkað Bókabæjanna austanfjalls í Hveragerði og flytja nokkur falleg og sígild verk, t.d. Meira
11. júlí 2015 | Daglegt líf | 85 orð | 1 mynd

Fræðsla um einær sumarblóm

Á morgun kl. 11 mun Grasagarður Reykjavíkur standa að fræðslu um notkun einærra sumarblóma í görðum. Sumarblóm eru allstór og fjölbreyttur hópur garðplantna sem sáð er til snemma vors og forræktaðar í gróðurhúsi þar til þær eru gróðursettar úti. Meira
11. júlí 2015 | Daglegt líf | 1525 orð | 3 myndir

Fyrst Þú og ég, síðan Svanurinn

Ása Helga Hjörleifsdóttir er ein þriggja kvikmyndagerðarmanna sem hafa fengið vilyrði Kvikmyndamiðstöðvar Íslands fyrir framleiðslustyrk kvikmyndar í fullri lengd árið 2016. Meira
11. júlí 2015 | Daglegt líf | 124 orð | 2 myndir

Harmonikuhátíð og heyannir

Margir af bestu og þekktustu harmonikuleikurum landsins koma fram og spila eins og þeim einum er lagið á hinni árlegu Harmonikuhátíð Reykjavíkur í Árbæjarsafni á morgun, 12. júlí. Þeir hefja leikinn kl. 13. Meira
11. júlí 2015 | Daglegt líf | 122 orð | 1 mynd

Verum græn og sjálfbær

Í kjölfar kynningar á bókinni Verum græn! Ferðalag í átt að sjálfbærni gefst gestum kostur á að taka þátt í listasmiðju í Sesseljuhúsi á Sólheimum í Grímsnesi á morgun kl. 14 til 16. Meira

Fastir þættir

11. júlí 2015 | Fastir þættir | 161 orð | 1 mynd

1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2 Be7 4. e5 Rh6 5. c3 c5 6. Bd3 cxd4 7. cxd4 Rc6...

1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2 Be7 4. e5 Rh6 5. c3 c5 6. Bd3 cxd4 7. cxd4 Rc6 8. Re2 Rf5 9. 0-0 Db6 10. Rf3 Bd7 11. Bc2 Hc8 12. a3 a5 13. Hb1 h6 14. Be3 Rd8 15. Rf4 Rxe3 16. fxe3 Bb5 17. Hf2 0-0 18. g4 Bg5 19. Rxg5 hxg5 20. Rh5 Dc7 21. Df3 Dxc2 22. Meira
11. júlí 2015 | Árnað heilla | 35 orð | 1 mynd

70 ára

Guðrún María Gunnarsdóttir , frá Kirkjubæ, Vestmannaeyjum, er 70 ára í dag, 11.júlí. Hún mun taka á móti vinum og vandamönnum að heimili sínu, Tröllakór 14, í Kópavogi, milli klukkan 14 og 18 í... Meira
11. júlí 2015 | Í dag | 208 orð

Af hamskiptum

Síðasta vísnagáta var eftir Guðmund Arngrímsson sem endranær: Fagur margan fuglinn skreytir, Fatnaður sá blautur er. Ofsareiði útrás veitir. Eitilharður bjargar sér. Árni Blöndal á þessa lausn: Skreytir fugla fagur hamur. Fór úr blautum ham í gær. Meira
11. júlí 2015 | Í dag | 22 orð

Ef einhver er í Kristi er hann orðinn nýr maður, hið liðna varð að engu...

Ef einhver er í Kristi er hann orðinn nýr maður, hið liðna varð að engu, nýtt er orðið til. Meira
11. júlí 2015 | Fastir þættir | 180 orð

Grannaslagur. A-Allir Norður &spade;G10 &heart;K65 ⋄ÁG1086...

Grannaslagur. A-Allir Norður &spade;G10 &heart;K65 ⋄ÁG1086 &klubs;Á109 Vestur Austur &spade;D97 &spade;K8632 &heart;Á82 &heart;1074 ⋄D942 ⋄K5 &klubs;852 &klubs;G74 Suður &spade;Á54 &heart;DG93 ⋄73 &klubs;KD63 Suður spilar 3G dobluð. Meira
11. júlí 2015 | Í dag | 252 orð | 1 mynd

Hermann Ragnar Stefánsson

Hermann Ragnar fæddist í Reykjavík 11.7. 1927. Foreldrar hans voru Rannveig Ólafsdóttir, ættuð frá Torfastöðum í Jökulsárhlíð, og Stefán Sveinsson, kennari og verkstjóri, ættaður frá Neðri-Rauðalæk á Þelamörk í Eyjafirði. Meira
11. júlí 2015 | Í dag | 574 orð | 2 myndir

Hressar systur úr Hrísey

Arnheiður og Ólöf fæddust á Akureyri 11.7. 1975 en ólust upp í Hrísey frá þriggja ára aldri. Þær voru í Grunnskólanum í Hrísey. Starfsferill Arnheiðar Arnheiður lauk stúdentsprófi frá MA 1995, B.Sc.-prófi í rekstrarfræði frá HA og M.Sc. Meira
11. júlí 2015 | Árnað heilla | 242 orð | 1 mynd

Kynntist konunni á skautum á Tjörninni

Ólafur Már Ásgeirsson hefur unnið við dúklagningar og veggfóðranir meirihluta ævi sinnar, en hann lærði fagið hjá föður sínum, Ásgeiri Val Einarssyni. Meira
11. júlí 2015 | Í dag | 46 orð

Málið

Far er smágert orð en rúmar furðumikið. Spor, ísrek, farartæki, farangur, flutningur, atferli, allt er þetta far . Meira
11. júlí 2015 | Í dag | 869 orð | 1 mynd

Messur á morgun

Orð dagsins: Jesús kennir af skipi. Meira
11. júlí 2015 | Fastir þættir | 567 orð | 3 myndir

Næsti heimsmeistari gæti komið frá Kína

Hannes Hlífar Stefánsson er stigahæstur íslenskra skákmanna samkvæmt júlí-lista FIDE með 2.593 elo-stig. Það skipar honum í 193. sæti á heimslistanum. Í 2. sæti er Héðinn Steingrímsson með 2.562 elo og í 3. sæti Hjörvar Steinn Grétarsson með 2.559 elo. Meira
11. júlí 2015 | Í dag | 408 orð

Til hamingju með daginn

Laugardagur 95 ára Guðbjörg Guðbrandsdóttir Guðmundur E. Erlendsson 85 ára Björn Guðbrandsson Erla Gústafsdóttir Geir Sigurjónsson Sigurður Guðjónsson 80 ára Edda Alice Kristjánsdóttir Hrafnhildur L. Meira
11. júlí 2015 | Fastir þættir | 280 orð

Víkverji

Víkverji fór til Vestmannaeyja ekki alls fyrir löngu. Þar er gaman að vera. Herjólfur stoppaði í Landeyjahöfn aldrei þessu vant. Meira
11. júlí 2015 | Í dag | 108 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

11. júlí 1927 Ekið var á bifreið yfir Holtavörðuheiði. Ferðin tók fjórar og hálfa klukkustund frá Fornahvammi í Borgarfirði að Stað í Hrútafirði. Meira

Íþróttir

11. júlí 2015 | Íþróttir | 735 orð | 2 myndir

Af Beckham og þróun Íslands

Gervigras Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is David Beckham, stórvirkið The Big Lebowski, Shola Ameobi, möndulhalli jarðar, Michael Jordan og íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu. Meira
11. júlí 2015 | Íþróttir | 318 orð | 2 myndir

Bosníski framherjinn Ismar Tandir hefur yfirgefið herbúðir Breiðabliks...

Bosníski framherjinn Ismar Tandir hefur yfirgefið herbúðir Breiðabliks og hélt hann af landi brott í gær. Meira
11. júlí 2015 | Íþróttir | 64 orð | 1 mynd

Cavendish vann á endasprettinum

Englendingurinn Mark Cavendish vann sjöundu dagleið Frakklandshjólreiðanna í dag. Hjólað var frá Livarot til Fougères eða 190 kílómetra leið. Cavendish hafði sigur á endasprettinum en hann komst ekki í forystu fyrr en 50 metrar voru í mark. Meira
11. júlí 2015 | Íþróttir | 149 orð | 1 mynd

Federer í úrslit í tíunda sinn

Roger Federer og Novak Djokovic munu mætast í úrslitum Wimbledon-mótsins í tennis á morgun eftir örugga sigra þeirra beggja í undanúrslitunum. Djokovic mætti Frakkanum Richard Gasquet í fyrri leik gærdagsins. Meira
11. júlí 2015 | Íþróttir | 75 orð | 1 mynd

Fer Matthías til Rússlands?

Matthías Vilhjálmsson, leikmaður norska knattspyrnuliðsins Start, segist ætla að taka ákvörðun um framtíð sína eftir leikinn gegn Tromsö en fregnir bárust af því í gær að Start hefði tekið tilboði frá rússneska úrvalsdeildarliðinu Ufa í Matthías. Meira
11. júlí 2015 | Íþróttir | 289 orð | 1 mynd

Finnst við vera að þró-ast í rétta átt

Jóhannes Tómasson johannes@mbl.is Íslenska kvennalandsliðið í körfuknattleik mátti sætta sig við sárt tap gegn Finnum, 78:76, í þriðja og síðasta leik sínum á æfingamótinu í Danmörku í gær. Meira
11. júlí 2015 | Íþróttir | 163 orð | 1 mynd

Fylkir gaf Þrótti engin grið

Fylkir klifrar upp í 6. sæti Pepsi-deildarinnar eftir öruggan 4:0 útisigur á Þrótti í 9. umferð Pepsi-deildar kvenna í gærkvöld en Þróttur situr enn sem fyrr í 9. sæti og leitar að fyrsta sigrinum á tímabilinu. Meira
11. júlí 2015 | Íþróttir | 69 orð | 1 mynd

Fyrsti leikur Hermanns í Krikanum

Hermann Hreiðarsson stýrir Fylkisliðinu í fyrsta skipti annað kvöld þegar liðið sækir topplið FH-inga heim í Kaplakrika í 11. umferð Pepsi-deildarinnar. Meira
11. júlí 2015 | Íþróttir | 120 orð | 1 mynd

Heiner Brand snýr aftur

Gamla kempan Heiner Brand, fyrrverandi landsliðsþjálfari Þýskalands í handknattleik, er að snúa aftur í boltann eftir þriggja ára fjarveru. Meira
11. júlí 2015 | Íþróttir | 166 orð | 1 mynd

Hreinn úrslitaleikur við Noreg

Íslenska karlalandsliðið í golfi tapaði gegn Austurríki 5:2 í holukeppni í keppni fjögurra efstu þjóðanna í 2. deild á Evrópumeistaramóti áhugamanna í Póllandi í gær. Meira
11. júlí 2015 | Íþróttir | 91 orð | 1 mynd

Hvorugt fór áfram í gær

Arna Stefanía Guðmundsdóttir og Kolbeinn Höður Gunnarsson komust hvorugt áfram úr undanriðlum á Evrópumeistaramóti 20-22 ára í frjálsum íþróttum í Tallinn í Eistlandi í gær. Meira
11. júlí 2015 | Íþróttir | 180 orð | 1 mynd

Ísland með níunda besta lið Evrópu

Ísland er með níunda besta kvennalandslið Evrópu og átjánda besta lið heims, samkvæmt nýjum heimslista FIFA í kvennaflokki sem gefinn var út í gær. Ísland hækkar sig úr 20. í 18. Meira
11. júlí 2015 | Íþróttir | 83 orð | 1 mynd

Íþrótta maðurdagsins

• Sigurjón Pétursson hafnaði í 5. sæti af 29 keppendum í 82,5 kg flokki í grísk-rómverskri glímu á Ólympíuleikunum sem haldnir voru í Stokkhólmi 6. til 22. júlí árið 1912. • Sigurjón fæddist 1888 og lést 1955. Meira
11. júlí 2015 | Íþróttir | 128 orð | 1 mynd

KNATTSPYRNA Borgunarbikar kvenna, 8-liða úrslit: Vodafonevöllur: Valur...

KNATTSPYRNA Borgunarbikar kvenna, 8-liða úrslit: Vodafonevöllur: Valur – KR L14 Úrvalsdeild karla, Pepsi-deildin: Norðurálsvöllur: ÍA – ÍBV S17 Kaplakriki: FH – Fylkir S19.15 Víkingsvöllur: Víkingur R. – KR S19. Meira
11. júlí 2015 | Íþróttir | 220 orð | 1 mynd

Pepsi-deild karla Stjarnan – Valur 1:2 Staðan: FH 1072123:1023...

Pepsi-deild karla Stjarnan – Valur 1:2 Staðan: FH 1072123:1023 Valur 1163222:1421 KR 1062216:1020 Breiðablik 1054116:819 Fjölnir 1052315:1217 Stjarnan 1143413:1415 Fylkir 1034311:1213 Víkingur R. 1023513:179 Leiknir R. Meira
11. júlí 2015 | Íþróttir | 962 orð | 2 myndir

Sérstakt að spila á Íslandi

Viðtal Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Hólmar Örn Eyjólfsson er á leiðinni til Íslands eftir að ljóst varð í fyrrakvöld að félag hans, norska toppliðið Rosenborg, yrði andstæðingur KR-inga í annarri umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA. Meira
11. júlí 2015 | Íþróttir | 352 orð | 2 myndir

Svo mikið þakklæti og gleði

HM fatlaðra Pétur Hreinsson peturhreins@mbl.is Landslið fatlaðra í sundi hélt í gær til Glasgow í Skotlandi þar sem liðið mun taka þátt á heimsmeistaramótinu í sundi en mótið fer fram dagana 13. til 19. júlí. Meira
11. júlí 2015 | Íþróttir | 134 orð | 1 mynd

Uppgjör grannliðanna

Það er stórleikur á Akureyri í dag þegar grannliðin KA og Þór mætast í fyrsta sinn í deildarkeppni í þrjú ár, en síðast léku þau saman í 1. deildinni sumarið 2012. Meira
11. júlí 2015 | Íþróttir | 666 orð | 4 myndir

Valsmenn sendu skýr skilaboð

Í Garðabæ Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Valsmenn sendu skýr skilaboð eftir 2:1 útisigur gegn Íslandsmeisturum Stjörnunnar í fyrsta leik 11. umferðar í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í gærkvöld. Meira
11. júlí 2015 | Íþróttir | 284 orð | 1 mynd

Það er létt yfir gjaldkerum knattspyrnudeilda Stjörnunnar, KR og FH. Það...

Það er létt yfir gjaldkerum knattspyrnudeilda Stjörnunnar, KR og FH. Það er ekki nema von. Meira
11. júlí 2015 | Íþróttir | 108 orð | 1 mynd

Öruggt gegn Lúxemborg

Íslenska kvennalandsliðið í golfi hóf leik í C-riðli á Evrópumeistaramóti áhugamanna á Helsingör-vellinum í Danmörku í gær. Eftir að hafa leikið 36 holu höggleik endaði liðið í 19. sæti á samtals 60 höggum yfir pari, og klárar mótið í neðsta riðlinum. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.