Greinar miðvikudaginn 19. apríl 2017

Fréttir

19. apríl 2017 | Innlendar fréttir | 350 orð | 1 mynd

600 lítrar í fyrstu tilraun

Elín Margrét Böðvarsdóttir elinm@mbl.is „Það er hægt að framleiða mat hérna á Íslandi. Þannig að þetta var allavega mjög skemmtileg tilraun,“ segir Hlín Hólm repjubóndi í samtali við Morgunblaðið. Meira
19. apríl 2017 | Erlendar fréttir | 98 orð | 1 mynd

Andstaðan segir brögð hafa verið í tafli

Stjórnarandstöðuflokkarnir í Tyrklandi segja að brögðum hafi verið beitt í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar á sunnudaginn, þar sem naumur meirihluti samþykkti umdeildar stjórnarskrárbreytingar. Meira
19. apríl 2017 | Innlendar fréttir | 348 orð | 2 myndir

Áfengissalan heldur áfram að aukast

Áfengissala hefur aukist talsvert fyrstu þrjá mánuði þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra samkvæmt nýjum tölum sem Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hefur birt. Sala á sígarettum og neftóbaki hefur aftur á móti dregist saman. Meira
19. apríl 2017 | Innlendar fréttir | 308 orð | 1 mynd

Ármann Ármannsson

Ármann Ármannsson, skipstjóri og útgerðarmaður, lést í faðmi fjölskyldu sinnar þann 16. apríl sl., 68 ára að aldri. Ármann var fæddur 2. mars. Meira
19. apríl 2017 | Innlendar fréttir | 438 orð | 1 mynd

„Hundaheppni að ekki fór verr“

Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Óvenjumikil umferð var á þjóðvegum landsins á páskadegi, sér í lagi vestanlands, vegna yfirvofandi óveðurs á öðrum degi páska. Meira
19. apríl 2017 | Innlendar fréttir | 100 orð | 1 mynd

Betri rekstrarniðurstaða

Rekstrarniðurstaða bæjarsjóðs Reykjanesbæjar og samstæðu er betri en áætlanir gerðu ráð fyrir, segir í fréttatilkynningu frá sveitarfélaginu. Ársreikningur Reykjanesbæjar 2016 var lagður fram til fyrri umræðu á bæjarstjórnarfundi í gær. Meira
19. apríl 2017 | Innlendar fréttir | 25 orð | 1 mynd

Bókaverðlaun barnanna afhent

Verðlaunaafhending Bókaverðlauna barnanna fer fram á morgun, fimmtudag, á Borgarbókasafninu í Grófinni en árlega tilnefna börn á aldrinum 6 til 15 ára bestu barnabækur... Meira
19. apríl 2017 | Innlendar fréttir | 128 orð | 1 mynd

Efla samskipti landanna

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fundaði með Boris Johnson, utanríkiráðherra Bretlands, í Lundúnum í gær. Þeir ræddu m.a. Meira
19. apríl 2017 | Innlendar fréttir | 31 orð | 1 mynd

Eggert

Leikur Misjafnt hafast þeir að mennirnir sem eiga leið upp á Arnarhól í miðbæ Reykjavíkur. Þessi viðraði hund sinn og gaf sér tíma til að leika við hann með skærlitum... Meira
19. apríl 2017 | Erlendar fréttir | 93 orð | 1 mynd

Facebook-morðingi svipti sig lífi

Steve Stephens, sem grunaður var um að hafa myrt eldri borgara í beinni útsendingu á samskiptamiðlinum Facebook, svipti sig lífi eftir stuttan eltingarleik við lögregluna í Pennsylvaníuríki. Meira
19. apríl 2017 | Innlendar fréttir | 627 orð | 3 myndir

Fjórir nýir sérsveitarbílar

Sviðsljós Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl. Meira
19. apríl 2017 | Innlendar fréttir | 352 orð | 1 mynd

Fjölmennasta og sterkasta skákmótið

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Alþjóðlega Reykjavíkurskákmótið verður sett í Hörpu í dag klukkan 14.30. Mótið verður hið sterkasta og fjölmennasta í 53 ára sögu þess, að sögn Gunnars Björnssonar, forseta Skáksambands Íslands. Meira
19. apríl 2017 | Innlendar fréttir | 166 orð | 1 mynd

Flestir vilja fara í Verzlunarskólann

Verzlunarskóli Íslands er eftirsóttasti framhaldsskólinn hjá þeim nemendum sem ljúka grunnskóla í vor. Forinnritun 10. bekkinga í framhaldsskóla fyrir haustönn 2017 er lokið og bárust umsóknir frá 88% nemenda, segir á vef Menntamálastofnunar. Meira
19. apríl 2017 | Innlendar fréttir | 196 orð | 1 mynd

Fyrsti bataskólinn hér á landi

Ríflega 100 manns fögnuðu opnun fyrsta bataskólans á Íslandi við hátíðlega athöfn í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í gær. Bataskólinn er samstarfsverkefni Geðhjálpar, Reykjavíkurborgar, HR, HÍ og Landspítalans. Meira
19. apríl 2017 | Innlendar fréttir | 290 orð | 1 mynd

Gestagjöld lögð til í þjóðgörðum

Lagðar eru til breytingar á heimildum til gjaldtöku í Þjóðgarðinum á Þingvöllum og Vatnajökulsþjóðgarði í drögum að frumvarpi um ýmsar breytingar á lögum um þjóðgarðana tvo, sem birt hafa verið til umsagnar á vef umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Meira
19. apríl 2017 | Innlendar fréttir | 161 orð | 2 myndir

Gjafmildar kvenfélagskonur á Þórshöfn

Þórshöfn | Björgunarsveitin Hafliði tók á móti myndarlegri gjöf um páskana þegar Kvenfélagið Hvöt á Þórshöfn færði sveitinni að gjöf 500 þúsund krónur til kaupa á nýjum tetrastöðvum ásamt fylgibúnaði. Meira
19. apríl 2017 | Innlendar fréttir | 44 orð | 1 mynd

Gospel með Harold Burr í Hannesarholti

Í kvöld klukkan 20 verður tónlistarmaðurinn Harold Burr með tónleika í Hannesarholti. Harold hefur búið á Íslandi undanfarin ár, en var á yngri árum meðlimur í hinni goðsagnakenndu hljómsveit The Platters. Meira
19. apríl 2017 | Innlendar fréttir | 448 orð | 1 mynd

Heilsa sumri með söng

Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl. Meira
19. apríl 2017 | Innlendar fréttir | 522 orð | 2 myndir

Helstu hættustaðir hjólreiða kortlagðir

Fréttaskýring Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Víða í Reykjavík er þörf úrbóta til að tryggja öryggi við hjólreiðar. Sérstaklega þarf að huga að undirgöngum og gatnamótum. Meira
19. apríl 2017 | Innlendar fréttir | 48 orð | 1 mynd

Hljómlist án landamæra í Reykjanesbæ

Á morgun, sumardaginn fyrsta kl. 20, fara fram tónleikar í Hljómahöll í Reykjanesbæ sem bera nafnið „Hljómlist án landamæra“. Meira
19. apríl 2017 | Innlendar fréttir | 277 orð | 1 mynd

Hótaði með öxi og öskraði á fólk

„Það kom hérna maður inn með öxi og hótaði starfsfólki. Við komumst öllsömul út á meðan hann fór bak við afgreiðsluborðið. Meira
19. apríl 2017 | Innlendar fréttir | 155 orð | 1 mynd

Kvennaríki í ættinni

Guðrún Erlingsdóttir gue32@hi.is Fimm ættliðir í beinan kvenlegg hittust á páskadag. Konurnar eiga það einnig sameiginlegt að vera fyrstu börn foreldra sinna. Meira
19. apríl 2017 | Innlendar fréttir | 108 orð | 1 mynd

Leikarnir að hefjast

Leikar Andrésar Andar, stærsta skíðamót landsins, hefjast í Hlíðarfjalli við Akureyri, í dag, 19. apríl. Leikunum lýkur næstkomandi sunnudag, en ár hvert taka alls um 800 keppendur á aldrinum 5 til 15 ára taka þátt í þeim. Meira
19. apríl 2017 | Erlendar fréttir | 228 orð | 1 mynd

Litríkar líkkistur og líkneski

Fornleifafræðingar í Egyptalandi hafa grafið upp átta múmíur, litríkar líkkistur og meira en 1.000 styttur úr gröf, sem talin er vera um 3.500 ára gömul. Gröfin, sem er rétt hjá borginni Lúxor, er sögð vera „mjög mikilvægur fundur“. Meira
19. apríl 2017 | Innlendar fréttir | 59 orð | 1 mynd

Lægra lóðaverð lækkar íbúðaverð

Þorvaldur Gissurarson, forstjóri verktakafyrirtækisins ÞG Verks, áætlar að breytingar á byggingarreglugerð, lægra lóðaverð og sveigjanlegri skipulagsskilmáli geri fermetraverð nýrra íbúða á Selfossi allt að 30% lægra en í nýju fjölbýli á... Meira
19. apríl 2017 | Erlendar fréttir | 476 orð | 3 myndir

May boðar til kosninga í júní

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Theresa May, forsætisráðherra Breta, tilkynnti í gær að hún hygðist boða til almennra þingkosninga í Bretlandi hinn 8. júní næstkomandi. Meira
19. apríl 2017 | Innlendar fréttir | 121 orð | 2 myndir

Merki um skynsamlega fiskveiðistjórnun

„Í heildina er þetta ákveðin vísbending um það sem kemur í júní og um leið er þetta líka merki um skynsamlega fiskveiðistjórnun. Meira
19. apríl 2017 | Innlendar fréttir | 419 orð | 2 myndir

Minni kvaðir lækka íbúðaverð

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Breytingar á byggingarreglugerð gera kleift að lækka byggingarkostnað nýrra íbúða. Þar er meðal annars um að ræða brotthvarf frá kröfum um stærðir rýma og einstakra herbergja. Meira
19. apríl 2017 | Innlendar fréttir | 181 orð | 1 mynd

Páskaeggjasalan gekk vonum framar

„Páskaeggjasalan gekk rosalega vel og við erum mjög ánægð með þessa vertíð,“ segir Pétur Thor Gunnarsson, sölu- og markaðsstjóri Freyju. Hann reiknar ekki með miklu magni af óseldum eggjum í verslunum í ár. Meira
19. apríl 2017 | Innlendar fréttir | 234 orð | 1 mynd

Rafræn rukkun í þjóðgarðinum

Magnús Heimir Jónasson Ómar Friðriksson „Vatnajökulsþjóðgarður hefur hingað til ekki verið að rukka inn bílastæðagjöld, en við erum að horfa til þess að geta gert það núna,“ segir Þórður H. Meira
19. apríl 2017 | Innlendar fréttir | 214 orð | 1 mynd

Sérsveitin eflir búnaðinn

Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Sérsveit ríkislögreglustjóra hefur fengið afhenta fjóra nýja sérsveitarbíla sem eru kraftmeiri og tæknilegri en þeir lögreglubílar sem sveitin hefur haft til umráða til þessa. Meira
19. apríl 2017 | Innlendar fréttir | 49 orð

SFS vonast eftir auknum kvóta

„Þetta gefur vonandi einhverjar vonir um það að kvótinn verði aukinn núna í ráðgjöfinni,“ segir Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Meira
19. apríl 2017 | Innlendar fréttir | 447 orð | 1 mynd

Sjálfvirkt rafrænt eftirlit og gjaldtaka

Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Hugbúnaðarfyrirtækið Computer Vision ehf. hefur sett upp rafrænt og sjálfvirkt eftirlits- og innheimtukerfi vegna gjaldtöku í Vatnajökulsþjóðgarðinum. Fyrirtækið samdi á dögunum við Vaðlaheiðargöng hf. Meira
19. apríl 2017 | Innlendar fréttir | 241 orð

Skiptar skoðanir innan Viðreisnar

Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Ekki stendur til að seinka gildistöku fyrirhugaðrar virðisaukaskattshækkunar á ferðaþjónustuna. Þetta segir Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra í skriflegu svari til Morgunblaðsins. Meira
19. apríl 2017 | Innlendar fréttir | 351 orð | 1 mynd

Starfsemin liggur niðri

„Það er búið að kalla til alla rannsóknaraðila sem til eru til þess að fá bara sem besta rannsókn á eldsupptökum,“ segir Kristleifur Andrésson, framkvæmdastjóri öryggis- og umhverfismála hjá United Silicon, en í fyrrinótt kom upp eldur í... Meira
19. apríl 2017 | Innlendar fréttir | 73 orð

Starfsmannaleigur sexfalda umsvif sín

Fjöldi starfsmanna á vegum starfsmannaleigna sexfaldaðist á 13 mánaða tímabili. Þeir voru 1.104 í lok mars síðastliðins, en voru 178 við lok febrúar á síðasta ári. Meira
19. apríl 2017 | Innlendar fréttir | 144 orð | 1 mynd

Sumri fagnað víða um borg

Sumardagurinn fyrsti verður haldinn hátíðlegur í öllum hverfum borgarinnar á morgun með lúðrablæstri, skrúðgöngum og margs konar skemmtan. Dagskrá verður á vegum frístundamiðstöðva, skátafélaga og íþróttafélaga og Dr. Meira
19. apríl 2017 | Innlendar fréttir | 163 orð | 1 mynd

Töluverð umferð þrátt fyrir óveðrið

Umferðartölur frá Vegagerðinni sýna glöggt að talsvert fleiri ökumenn voru á ferðinni á páskadegi en annan í páskum. Á páskunum á síðasta ári var þessu víðast hvar öfugt farið, en tekið skal fram að þá voru páskarnir mun fyrr á ferðinni en nú. Meira
19. apríl 2017 | Innlendar fréttir | 255 orð | 2 myndir

Undirbúningur hafinn vegna útboðs á þyrlum

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Undirbúningur er hafinn vegna útboðs á þremur nýjum björgunarþyrlum fyrir Landhelgisgæsluna. Þetta kemur fram í svari Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra við fyrirspurn Morgunblaðsins. Meira
19. apríl 2017 | Erlendar fréttir | 116 orð | 1 mynd

Verður „óþægilega nærri“

Smástirni á stærð við Gíbraltarklett mun þjóta framhjá jörðinni í dag. Að sögn stjörnufræðinga er engin hætta á því að smástirnið muni rekast á jörðina, en það mun engu að síður fara „óþægilega nærri“ miðað við smástirni af þessari stærð. Meira
19. apríl 2017 | Innlendar fréttir | 75 orð | 1 mynd

Vilja fjölga hjólandi

Á vef Reykjavíkurborgar er fullyrt að ávinningur af því þegar starfsmenn mæta á hjóli í stað bíls sé töluverður. Hver starfsmaður sem mætir á hjóli í stað einkabíls sparar fyrirtækinu árlega að meðaltali um 40. Meira
19. apríl 2017 | Innlendar fréttir | 393 orð | 1 mynd

Þorskstofninn hefur ekki mælst sterkari

Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Stofnvísitala þorsks hefur hækkað nær samfellt frá árinu 2007 og mældist í marsralli nú sú hæsta frá upphafi rannsóknanna árið 1985. Meira
19. apríl 2017 | Innlendar fréttir | 317 orð | 1 mynd

Þrír ættliðir í beinan karllegg saman á sjó

Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Þrír ættliðir í beinan karllegg héldu til humarveiða á Sigurði Ólafssyni SF44 í byrjun vikunnar, en skipið er gert út frá Hornafirði. Meira
19. apríl 2017 | Innlendar fréttir | 116 orð

Öflugur orkugjafi

Repja hefur gjarnan verið notuð til að framleiða lífdísil víða um heim og hefur einnig verið notuð í fóður fyrir skepnur. Meira

Ritstjórnargreinar

19. apríl 2017 | Staksteinar | 213 orð | 2 myndir

Ráðherra tjáir sig

Donald Trump hefur verið með afbrigðum afkastamikill á Twitter og oft látið hluti flakka sem betur hefðu verið ótístir. Meira
19. apríl 2017 | Leiðarar | 609 orð

Stundum er rétt að standast ekki freistingu

Þessi „gambítur“ úr refskákinni gæti gengið upp Meira

Menning

19. apríl 2017 | Tónlist | 862 orð | 2 myndir

„Tilraunakennd bít-ídýfa“

Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Tónlistarmaðurinn Muted, réttu nafni Bjarni Rafn Kjartansson, sendi fyrir fáeinum vikum frá sér plötuna Wizard is Nice og er það Möller Records sem gefur hana út. Meira
19. apríl 2017 | Menningarlíf | 485 orð | 4 myndir

Flókin fræði á mannamáli

Hér er ekki um kennslubók að ræða heldur almennan og skemmtilegan fróðleik. Lesendur þurfa ekki að hafa gráðu í stærðfræði eða eðlisfræði. Meira
19. apríl 2017 | Kvikmyndir | 123 orð | 2 myndir

Hasarinn heillar

Spennu- og hasarmyndin Fast and Furious 8 ( The Fate of the Furious ) var tekjuhæsta kvikmynd bíóhúsa landsins um páskahelgina. Meira
19. apríl 2017 | Tónlist | 63 orð | 1 mynd

Leika öll lögin á plötunni Bongó

Geisladiskurinn Bongó, með níu manna latínsveit bassaleikarans Tómasar R. Einarssonar, kom út í fyrra. Í kvöld, miðvikudag, mun Tómas ásamt hljómsveit sinni og salsadönsurum flytja plötuna í heild á Kex Hosteli við Skúlagötu. Hefjast leikar kl. 20.30. Meira
19. apríl 2017 | Kvikmyndir | 131 orð | 1 mynd

Pólskir kvikmyndadagar hefjast á síðustu mynd Andrzej Wajda

Pólskir kvikmyndadagar hefjast í Bíó Paradís á föstudag en þá verður frumsýnd kvikmyndin Afterimage , sem er síðasta kvikmyndin sem Andrzej Wajda leikstýrði en hann lést í fyrra. Kvikmyndin segir sögu listmálarans Wladyslaw Strzeminski (f. 1893, d. Meira
19. apríl 2017 | Menningarlíf | 108 orð | 1 mynd

Prince lést af stórum skammti verkjalyfja

Fjölmiðlar vestanhafs hafa greint frá því að læknir tónlistarmannsins Prince, sem lést í apríl í fyrra 57 ára að aldri, hafi nokkrum dögum fyrir andlát hans ávísað sterku verkjalyfi fyrir Prince á nafn náins vinar. Meira
19. apríl 2017 | Tónlist | 95 orð | 1 mynd

Reykjavík Mambo Band leikur á Björtuloftum

Hljómsveitin Reykjavík Mambó Band, leidd af básúnuleikaranum og útsetjaranum Sigrúnu Kristbjörgu Jónsdóttur, kemur fram á tónleikum Jazzklúbbsins Múlans á Björtuloftum í Hörpu í kvöld kl. 21. Meira
19. apríl 2017 | Tónlist | 96 orð | 1 mynd

Reykjavíkurhátíð sögð ólík öðrum

„Þetta er hátíð ólík öllum öðrum,“ skrifaði tónlistarrýnir dagblaðsins Los Angeles Times hrifinn um hina viðamiklu Reykjavíkurhátíð Fílharmóníuhljómsveitar Los Angeles-borgar sem staðið hefur undanfarnar tvær vikur. Meira
19. apríl 2017 | Myndlist | 127 orð | 1 mynd

Schneemann hlýtur heiðursverðlaun

Bandaríska myndlistarkonan Carolee Schneemann hlýtur Gullna ljónið, heiðursverðlaun Feneyjatvíæringsins, í ár en þessi viðamesta myndlistarhátíð sem þekkist hefst í 57. skipti 13. maí og stendur til haustsins. Meira
19. apríl 2017 | Myndlist | 141 orð | 1 mynd

Sumri fagnað með myndlistarsýningu í sal Grósku

Myndlistarsýning verður opnuð í dag kl. 12 í sýningarsal Grósku sem er að Garðatorgi 1 í Garðabæ og segir í tilkynningu að íslensku vorboðarnir séu tveir, þ.e. lóan sem þegar sé mætt til landsins og hin árlega sumarsýning Grósku. Meira
19. apríl 2017 | Myndlist | 135 orð | 1 mynd

Veisluborð úr safngripum í New York

Í liðinni viku var opnuð á þaki Metropolitan-safnsins í New York árleg sumarsýning þess en í þrítugasta skipti var listamanni falið að skapa innsetningu í hinum vinsæla þakgarði þar sem gestir geta notið dykkja og tignarlegs útsýnisins yfir Central Park... Meira

Umræðan

19. apríl 2017 | Aðsent efni | 903 orð | 1 mynd

Stríð, ógnanir og bjartsýni

Eftir Óla Björn Kárason: "Trump var tilbúinn til að breyta um stefnu í öryggis- og varnarmálum. Kannski fáum við að sjá svipaða stefnubreytingu þegar kemur að alþjóðaviðskiptum." Meira
19. apríl 2017 | Pistlar | 483 orð | 1 mynd

Verndið mig fyrir því sem ég þrái

Ég veit ekki með ykkur en þegar ég fer í bíó er það allt eins mikil tilhlökkun að borða poppkorn og það er að horfa á kvikmyndina sjálfa. Um þetta geta fjölskylda mín og bræður vitnað. Meira

Minningargreinar

19. apríl 2017 | Minningargreinar | 2519 orð | 1 mynd

Berglind Bragadóttir

Berglind Bragadóttir fæddist í Reykjavík 14. maí 1943. Hún lést á líknardeild Landspítalans 5. apríl 2017. Foreldrar Berglindar voru Hulda Þorsteinsdóttir, verkakona í Reykjavík, f. 15. nóvember 1921, d. 14. Meira  Kaupa minningabók
19. apríl 2017 | Minningargreinar | 1263 orð | 1 mynd

Bjarni Guðmundsson

Bjarni Guðmundsson fæddist 1. júlí 1996 í Reykjavík. Hann lést 1. apríl 2017 í Reykjavík. Foreldrar hans eru Elín Pálsdóttir, f. 31. október 1954, og Guðmundur Gísli Bjarnason, f. 10. janúar 1954. Meira  Kaupa minningabók
19. apríl 2017 | Minningargreinar | 310 orð | 1 mynd

Erla Rebekka Guðmundsdóttir

Erla Rebekka Guðmundsdóttir fæddist 26. febrúar 1931. Hún lést 3. apríl 2017. Jarðarförin fór fram 15. apríl 2017. Meira  Kaupa minningabók
19. apríl 2017 | Minningargreinar | 1844 orð | 1 mynd

Gréta María Ámundadóttir

Gréta María Ámundadóttir fæddist 12. júní 1926 í Mjóanesi í Þingvallasveit. Hún lést á hjartadeild Landspítalans í Reykjavík 7. apríl 2017. Foreldrar Grétu voru Ámundi Kristjánsson, f. 2. febrúar 1886, d. 25. Meira  Kaupa minningabók
19. apríl 2017 | Minningargreinar | 2665 orð | 1 mynd

Hreiðar Örn Gestsson

Hreiðar Örn Gestsson fæddist 14. maí 1963 og lést á líknardeild Landspítalans 6. apríl sl. Foreldrar hans eru Gestur Ottó Jónsson, f. 1929 d. 1999, og Jónína Sigurðardóttir f. 1934. Alsystkini Hreiðars eru Svala f. 1967 og Þröstur f. 1976. Meira  Kaupa minningabók
19. apríl 2017 | Minningargreinar | 1584 orð | 1 mynd

Jóhann Valdimarsson

Jóhann Valdimarsson fæddist í Reykjavík 18. febrúar 1923. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 6. apríl 2017. Foreldrar hans voru Una Ágústa Bjarnadóttir og Valdimar Sigurðsson. Meira  Kaupa minningabók
19. apríl 2017 | Minningargreinar | 3390 orð | 1 mynd

Kristine Eide Kristjánsson

Kristine Eide Kristjánsson fæddist í Reykjavík 22. október 1921. Hún lést á Droplaugarstöðum 6. apríl 2017. Foreldrar hennar voru Guðrún Vilborg Jónsdóttir, fædd í Gilsárteigi í Eiðaþinghá 1894, d. Meira  Kaupa minningabók
19. apríl 2017 | Minningargreinar | 754 orð | 1 mynd

Sigrún Dagbjört Marín Pétursdóttir

Sigrún Dagbjört Marín Pétursdóttir fæddist í Reykjavík 20.12.1921, dóttir hjónanna Péturs Jónssonar, f. 20. júní 1891, d. 19. júní, 1951 og Ólafíu Sigurðardóttur, f. 30. apríl 1898, d. 5. maí, 1983. Systkini Sigrúnar: Rafn Alexander, f. 1918, d. Meira  Kaupa minningabók
19. apríl 2017 | Minningargreinar | 6117 orð | 2 myndir

Sigurður A. Magnússon

Sigurður Aðalheiðarson Magnússon fæddist að Móum á Kjalarnesi 31. mars 1928. Hann andaðist á Landakotsspítala 2. apríl 2017. Foreldrar Sigurðar voru hjónin: Aðalheiður Jenný Lárusdóttir, f. 7. júní 1907, d. 11. júlí 1937, húsfreyja, og Magnús Jónsson,... Meira  Kaupa minningabók
19. apríl 2017 | Minningargreinar | 1251 orð | 1 mynd

Sigurjón Friðriksson

Sigurjón Friðriksson fæddist í Ytri-Hlíð Vopnafirði 29. ágúst 1928. Hann andaðist 7. apríl 2017. Foreldrar hans voru Friðrik Sigurjónsson, bóndi Ytri-Hlíð og hreppsstjóri, f. 6. júlí 1897, d. 13. Meira  Kaupa minningabók
19. apríl 2017 | Minningargreinar | 2154 orð | 1 mynd

Svala Gunnarsdóttir

Svala Gunnarsdóttir fæddist á Króksstöðum, Eyjafjarðarsveit, 11. maí 1935. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 11. apríl 2017. Foreldrar hennar voru Sigríður Helgadóttir, f. 16. júní 1915, d. 12. júní 1998, og Gunnar Friðriksson, f. 24. september 1908,... Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

19. apríl 2017 | Viðskiptafréttir | 308 orð | 1 mynd

Ekki þarf gólf á erlendar eignir lífeyrissjóða

Ein meginniðurstaða skýrslu starfshóps um erlendar fjárfestingar lífeyrissjóðanna, sem birt var á vef fjármálaráðuneytisins í gær, er að hvorki sé leyfilegt að setja gólf undir erlendar fjárfestingar sjóðanna, né heldur sé þörf á því. Meira
19. apríl 2017 | Viðskiptafréttir | 48 orð

Fiskafli jókst á milli ára

Fiskafli íslenskra skipa reyndist rúmlega 201 þúsund tonn í mars, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Það er 53% meira en heildaraflinn í mars í fyrra og munar þar mest um aukinn uppsjávarafla. Meira
19. apríl 2017 | Viðskiptafréttir | 186 orð | 1 mynd

Róbert Wessman inn í Pressuna

Stefnt er að því að hlutafé í útgáfufélaginu Pressunni ehf. verði aukið um 300 milljónir króna og verður formlega gengið frá skráningu nýs hlutafjár á næstu dögum, samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu. Meira
19. apríl 2017 | Viðskiptafréttir | 296 orð | 3 myndir

Sexfaldast á 13 mánuðum

Baksvið Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Fjöldi starfsmanna á vegum starfsmannaleiga sexfaldaðist á 13 mánaða tímabili. Þeir voru 1.104 í lok mars síðastliðins, en voru 178 við lok febrúar á síðasta ári, samkvæmt gögnum Vinnumálastofnunar. Meira

Daglegt líf

19. apríl 2017 | Daglegt líf | 56 orð | 1 mynd

Hús Andanna í brennidepli

Þema vorsins hjá leshringnum Sólkringlunni í Borgarbókasafninu í Sólheimum er bækur sem hafa verið kvikmyndaðar og tengist hver bók einni heimsálfu. Rætt verður um fyrstu skáldsögu Isabel Allende, Hús Andanna, sem segir sögu Trueba-fjölskyldunnar, kl. Meira
19. apríl 2017 | Daglegt líf | 171 orð | 2 myndir

Söngfjelagið og sjerlegir gestir syngja inn sumarið

Söngfjelagið stendur fyrir söngskemmtun og dansiballi í Iðnó við Tjörnina síðasta vetrardag, í kvöld, miðvikudag 19. apríl. Þar verður veturinn kvaddur með stæl og tekið fagnandi á móti sumri. Meira
19. apríl 2017 | Daglegt líf | 147 orð | 1 mynd

Um 600 nemendur á aldrinum 4ra til 87 ára sýna verk sín

Verk um 600 nemenda á aldrinum 4ra - 87 ára verða til sýnis í Myndlistaskólanum í Reykjavík kl. 13 - 17 á morgun, sumardaginn fyrsta, 20. apríl. Meira
19. apríl 2017 | Daglegt líf | 1057 orð | 7 myndir

Úr ys og þys borgarinnar í sveitasæluna

Anna Lilja Ómarsdóttir, hjúkrunarfræðingur, býr ein með einhverfum syni sínum. Hún starfaði á Landspítalanum í Reykjavík og síðan á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og líkaði vel í starfi sínu. Meira

Fastir þættir

19. apríl 2017 | Fastir þættir | 169 orð | 1 mynd

1. Rf3 d5 2. e3 Rf6 3. c4 e6 4. b3 c5 5. Bb2 Rc6 6. cxd5 exd5 7. Bb5 Bd6...

1. Rf3 d5 2. e3 Rf6 3. c4 e6 4. b3 c5 5. Bb2 Rc6 6. cxd5 exd5 7. Bb5 Bd6 8. O-O O-O 9. Bxc6 bxc6 10. d3 Hb8 11. Dc2 De7 12. Rbd2 Bg4 13. Hfe1 Rd7 14. e4 d4 15. e5 Bc7 16. Ba3 Dd8 17. Bxc5 Rxc5 18. Dxc5 Ba5 19. He4 Bc3 20. Hxg4 Bxa1 21. Re4 Bb2 22. Meira
19. apríl 2017 | Í dag | 48 orð | 1 mynd

Ása Magnea Vigfúsdóttir

30 ára Ása Magnea ólst upp á Eyrarbakka, býr í Hafnarfirði, lauk prófum í ljósmyndun frá Tækniskólanum árið 2015 og hefur verið sjálfstætt starfandi ljósmyndari síðan. Maki: Ellert Hlöðversson, f. 1982, verkfræðingur. Meira
19. apríl 2017 | Í dag | 640 orð | 4 myndir

„Hef sloppið dável en stundum fyrir horn“

Eggert Hauksson fæddist í Reykjavík 19.4. 1942 og ólst fyrstu fjögur árin upp á Bárugötu 14. Meira
19. apríl 2017 | Árnað heilla | 29 orð | 1 mynd

Benedikta Björk Þrastardóttir , Þóra Magnúsdóttir og Kristján Bjartur...

Benedikta Björk Þrastardóttir , Þóra Magnúsdóttir og Kristján Bjartur Brynjarsson söfnuðu flöskum og seldu dót á tombólu. Þau söfnuðu 26.624 kr. sem þau gáfu Rauða krossinum til góðra... Meira
19. apríl 2017 | Í dag | 12 orð

Blessun Drottins auðgar og erfiði mannsins bætir engu við hana. (Orðskv...

Blessun Drottins auðgar og erfiði mannsins bætir engu við hana. (Orðskv. Meira
19. apríl 2017 | Í dag | 247 orð | 1 mynd

Guðmundur Steinsson

Guðmundur Steinsson fæddist í Steinsbæ á Eyrarbakka 19.4. 1925. Foreldrar hans voru Gísli Jónsson, ættaður úr Eyrarsveit, og Þórunn Guðmundsdóttir. Fósturfaðir Guðmundar var Kristján C. Jónsson. Meira
19. apríl 2017 | Í dag | 50 orð | 1 mynd

Lára Herborg Ólafsdóttir

30 ára Lára er Reykvíkingur, lauk ML-prófi í lögfræði frá HR, er lögmaður á lögmannsstofunni Juris og stefnir á framhaldsnám í Berkeley-háskóla í haust. Maki: Sindri M. Stephensen, f. 1989, lögmaður. Foreldrar: Arndís Björnsdóttir, f. Meira
19. apríl 2017 | Í dag | 55 orð

Málið

„Öllum er ljóst hvar skóinn kreppir í heilbrigðisþjónustunni.“ Þar ætti að standa skórinn . Orðtakið að vita ( sjá eða finna ) hvar skórinn kreppir (að) merkir að vita hvað er að , hverjir erfiðleikarnir eru . Meira
19. apríl 2017 | Í dag | 208 orð | 1 mynd

Oft er hið kunnuglega langbest

Á tímum efnisveitna eins og Netflix og Hulu hefur úrval sófakartaflna aldrei verið meira og aldrei auðveldara að missa sig í sjónvarpsglápinu. Meira
19. apríl 2017 | Í dag | 312 orð

Ort af ýmsum vegna hátíðarinnar

Ýmsir hafa kvatt sér hljóðs eins og Steinunn P. Hafstað á Boðnarmiði „vegna hátíðarinnar!“: Ætla að fara í andans leit, enda mál að sinni rímsins list, sem vona og veit, að vesaldómnum linni. Sólskinið í sinni ber þótt svalur gustur næði. Meira
19. apríl 2017 | Í dag | 42 orð | 1 mynd

Snædís Hjartardóttir

30 ára Snædís ólst upp í Reykjavík, býr á Seltjarnarnesi og starfar við Valhúsaskóla. Maki: Georg Arnar Halldórsson, f. 1986, matreiðslumaður. Börn: Elma Georgsdóttir, f. 2015. Foreldrar: María Bjarnadóttir, f. Meira
19. apríl 2017 | Árnað heilla | 200 orð | 1 mynd

Stundar skíði, göngur, veiðar og jóga

Guðmundur Geir Gunnarsson mjólkurtæknifræðingur á 60 ára afmæli í dag. Hann hefur unnið hjá Mjólkursamsölunni í meira en 40 ár, var lengi framleiðslustjóri hjá Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi og síðan mjólkurbússtjóri þar í tíu ár. Meira
19. apríl 2017 | Í dag | 157 orð

Til hamingju með daginn

85 ára Guðríður Sigurlaug Jónsdóttir Jónína M. Guðmundsdóttir 80 ára Jakob Jónatansson 75 ára Eggert Hauksson Guðbjörg Ólöf Bjarnadóttir Hans Sigfússon Ingibjörg G. Haraldsdóttir 70 ára Anna L. Meira
19. apríl 2017 | Fastir þættir | 157 orð

Vanmat. A-Allir Norður &spade;Á95 &heart;ÁD73 ⋄G &klubs;65432...

Vanmat. A-Allir Norður &spade;Á95 &heart;ÁD73 ⋄G &klubs;65432 Vestur Austur &spade;876432 &spade;DG10 &heart;6542 &heart;G1098 ⋄-- ⋄KD1064 &klubs;1097 &klubs;K Suður &spade;K &heart;K ⋄Á987532 &klubs;ÁDG8 Suður spilar 6G. Meira
19. apríl 2017 | Fastir þættir | 287 orð

Víkverji

Víkverji komst að því nýverið að framrás tækninnar hefur ekki aðeins framfarir í för með sér. Einn daginn hætti netið heima hjá honum að virka og sjónvarpið datt út. Þetta var á föstudagskvöldi. Meira
19. apríl 2017 | Í dag | 102 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

19. apríl 1917 Leikfélag Akureyrar var stofnað sem áhugamannafélag, en það hefur rekið atvinnuleikhús síðan 1973. Leikfélagið hefur frá upphafi haft aðsetur í Samkomuhúsi Akureyrar. 19. Meira

Íþróttir

19. apríl 2017 | Íþróttir | 318 orð | 5 myndir

* Albert Guðmundsson er í liði vikunnar í hollensku B-deildinni í...

* Albert Guðmundsson er í liði vikunnar í hollensku B-deildinni í knattspyrnu fyrir frammistöðu sína með varaliði PSV í fyrradag. Meira
19. apríl 2017 | Íþróttir | 70 orð | 1 mynd

Dominos-deild karla Fyrsti úrslitaleikur: KR – Grindavík 98:65...

Dominos-deild karla Fyrsti úrslitaleikur: KR – Grindavík 98:65 *Staðan er 1:0 fyrir KR og annar leikur í Grindavík á föstudagskvöld. Meira
19. apríl 2017 | Íþróttir | 263 orð | 1 mynd

Ég fékk að kíkja á körfuboltaleik í Borgarnesi á dögunum (í íþróttasal...

Ég fékk að kíkja á körfuboltaleik í Borgarnesi á dögunum (í íþróttasal sem ég hafði reyndar ekki komið inn í síðan á kvöldvöku á fótboltamóti fyrir aðeins of mörgum árum ((þá var Skólarapp „vinsælt“ lag og mig minnir að mótið hafi verið... Meira
19. apríl 2017 | Íþróttir | 78 orð | 1 mynd

Flestar í liðinu úr Fram og Gróttu

Fram og Grótta eiga tvo fulltrúa hvort félag í úrvalsliði Olísdeildar kvenna í handknattleik sem valið var af þjálfurum deildarinnar og kynnt í gær. Valur, Stjarnan og Selfoss eiga einn leikmann hvert félag. Meira
19. apríl 2017 | Íþróttir | 462 orð | 2 myndir

Grindvíkingar hlupu á vegg í Vesturbænum

Í Vesturbænum Kristján Jónsson kris@mbl.is Eftir fjóra sigra í röð í úrslitakeppni Íslandsmóts karla í körfuknattleik fékk Grindavík skell í fyrsta úrslitaleiknum í DHL-höllinni í gærkvöldi. Meira
19. apríl 2017 | Íþróttir | 930 orð | 2 myndir

Guðmundur Helgi kleif þrítugan hamarinn

Handbolti Ívar Benediktsson iben@mbl.is Óhætt er að segja að árangur karlaliðs Fram á Íslandsmótinu í handknattleik karla sé óvæntur en liðið mætir Val í fyrsta leik undanúrslitanna um Íslandsmeistaratitilinn í kvöld. Meira
19. apríl 2017 | Íþróttir | 39 orð | 1 mynd

HANDKNATTLEIKUR Undanúrslit karla, fyrsti leikur: Kaplakriki: FH &ndash...

HANDKNATTLEIKUR Undanúrslit karla, fyrsti leikur: Kaplakriki: FH – Afturelding 20 Framhús: Fram – Valur 20 Umspil karla, undanúrslit, fyrsti leikur: Austurberg: ÍR – Þróttur 19. Meira
19. apríl 2017 | Íþróttir | 418 orð | 2 myndir

Hikaði og hugsaði sig um

Handbolti Ívar Benediktsson iben@mbl. Meira
19. apríl 2017 | Íþróttir | 137 orð | 2 myndir

KR – Grindavík 98:65

DHL-höllin, fyrsti úrslitaleikur karla, þriðjudag 18. apríl 2017. Gangur leiksins : 4:3, 12:7, 15:14, 20:23 , 25:23, 31:26, 38:29, 48:35 , 53:39, 58:41, 69:47, 75:55 , 81:58, 88:60, 92:65, 98:65 . Meira
19. apríl 2017 | Íþróttir | 93 orð | 1 mynd

Leikið um sæti í úrvalsdeild

Í kvöld hefjast einvígin tvö í umspili 1. deildar karla í handbolta, þar sem liðin í 2.-5. sæti taka þátt. Meira
19. apríl 2017 | Íþróttir | 129 orð | 1 mynd

Meistaradeild Evrópu 8 liða úrslit, seinni leikir: Leicester &ndash...

Meistaradeild Evrópu 8 liða úrslit, seinni leikir: Leicester – Atlético Madrid 1:1 Jamie Vardy 61. – Saúl 26. *Atlético áfram, 2:1 samanlagt. Real Madrid – Bayern München (frl.) 4:2 Cristiano Ronaldo 76., 104., 109., Marco Asensio 112. Meira
19. apríl 2017 | Íþróttir | 176 orð | 1 mynd

Meistararnir byrjuðu betur

Íslandsmeistarar HK unnu 3:1-sigur á deildarmeisturum Stjörnunnar í fyrsta leik liðanna í úrslitum Íslandsmóts karla í blaki í Garðabæ í gærkvöld. Liðin mætast aftur á morgun, í Kópavogi, en vinna þarf þrjá leiki til að landa titlinum. Meira
19. apríl 2017 | Íþróttir | 219 orð | 1 mynd

Ronaldo með 100 en Real fékk aðstoð

Cristiano Ronaldo afrekaði það fyrstur manna í gærkvöld að rjúfa 100 marka múrinn í sögu Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Meira
19. apríl 2017 | Íþróttir | 92 orð | 1 mynd

Sindri bætti skólametið

Spjótkastarinn Sindri Hrafn Guðmundsson bætti eigið skólamet hjá Utah State-háskólanum í Bandaríkjunum þegar hann fagnaði sigri á háskólamóti í Los Angeles fyrir skömmu. Sindri kastaði spjótinu þá 73,06 metra. Meira
19. apríl 2017 | Íþróttir | 126 orð | 2 myndir

Snæfell – Keflavík 69:75

Stykkishólmur, fyrsti úrslitaleikur kvenna, þriðjudag 18. apríl 2017. Gangur leiksins : 4:0, 8:9, 17:14, 22:18 , 22:25, 26:29, 32:32, 34:37 , 39:39, 48:41, 53:51, 56:54, 56:57 , 61:59, 65:63, 67:68, 69:71, 69:75 . Meira
19. apríl 2017 | Íþróttir | 45 orð | 1 mynd

Svíþjóð 8 liða úrslit, annar leikur: Sävehof – Redbergslid 23:29...

Svíþjóð 8 liða úrslit, annar leikur: Sävehof – Redbergslid 23:29 • Atli Ævar Ingólfsson var ekki á meðal markaskorara Sävehof. *Staðan er 2:0 fyrir Redbergslid. Meira
19. apríl 2017 | Íþróttir | 231 orð | 1 mynd

Það eru 60% líkur á að við vinnum

Leikmenn og þjálfari Juventus eru hæfilega bjartsýnir á að komast áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu þrátt fyrir að vera 3:0 yfir í einvígi sínu við Barcelona. Meira
19. apríl 2017 | Íþróttir | 378 orð | 2 myndir

Þreytumerki voru hvergi sjáanleg

Í Hólminum Ríkharður Hrafnkelsson sport@mbl.is Snæfell fékk Keflavík í heimsókn í Stykkishólm í gær, í fyrsta leik úrsliateinvígisins í Dominos-deild kvenna. Keflavík yfirgaf Hólminn með sigur í farteskinu, 75:69, eftir spennuleik. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.