Greinar þriðjudaginn 3. október 2023

Fréttir

3. október 2023 | Innlendar fréttir | 125 orð | 1 mynd

750 ökumenn óku of hratt við skólana

Sérstakur myndavélabíll lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var við hraðakstursmælingar við á fjórða tug grunnskóla víða í umdæminu í ágúst og september sl. Við mælingarnar voru um 750 ökumenn staðnir að hraðakstri og fengu hinir sömu sekt á sig Meira
3. október 2023 | Innlendar fréttir | 267 orð | 1 mynd

Boðar breytingar á útlendingalögum

Dómsmálaráðherra, Guðrún Hafsteinsdóttir, boðar flutning lagafrumvarps sem hefur það að markmiði að breyta ákvæðum laga um útlendinga sem varða alþjóðlega vernd. Með frumvarpinu er ætlunin að breyta íslenskri löggjöf og framkvæmd í málaflokknum til… Meira
3. október 2023 | Innlendar fréttir | 178 orð | 1 mynd

Bólusetningar gegn covid og inflúensu hafnar

Bólusetningar hófust í gær gegn covid-19 og inflúensu þetta haustið, en covid-bóluefnið Comirnaty Omicron XBB.1.5 verður notað við bólusetningar í vetur. Hægt er að fá bólusetningu við bæði kórónuveirunni og inflúensu á sama tíma, en þó ekki fyrr en 16 Meira
3. október 2023 | Innlendar fréttir | 154 orð | 1 mynd

Brjáluð sala í bleiku blómkáli

Það hefur verið nóg að gera í grænmetisakrinum í Miðhvammi í Aðaldal undanfarna daga því uppskerutíminn er í hámarki. Það skiptir máli að taka upp áður en næturfrostin ná að skemma hráefnið en sem betur fer hefur veðráttan verið frekar mild Meira
3. október 2023 | Innlendar fréttir | 266 orð | 1 mynd

Bætur ef tjón verður af völdum bólusetningar

Bætur verða greiddar til þeirra sem verða fyrir tjóni vegna bólusetningar með bóluefni sem íslensk heilbrigðisyfirvöld leggja til, að því er fram kemur í drögum að nýju frumvarpi til laga um sjúklingatryggingu sem heilbrigðisráðherra hyggst leggja fram á Alþingi í vetur Meira
3. október 2023 | Innlendar fréttir | 320 orð

Endurskoðun á sáttmálanum liggi fyrir í nóvember

Endurskoðun á samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins ætti að liggja fyrir í næsta mánuði. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir í samtali við Morgunblaðið að ekki ætti að hætta við Borgarlínuna en að hann sé sammála því að umfang sáttmálans hafi verið of mikið fyrir þá tímalínu sem sett var Meira
3. október 2023 | Innlendar fréttir | 149 orð | 1 mynd

Garðskáli með kaffihúsi rís

Vinna er í fullum gangi við byggingu á garðskála í garði dvalarheimilisins Grundar við Hringbraut í Reykjavík en fyrsta skóflustungan var tekin í maí. „Það er verið að byggja garðskála fyrir heimilismenn og aðstandendur þeirra og þá er verið að taka lóðina í gegn Meira
3. október 2023 | Innlendar fréttir | 92 orð | 1 mynd

Gissur Páll og Antonía Hevesi undir yfirskriftinni „Hvað er ást?“

Tenórinn Gissur Páll Gissurarson verður gestur Antoníu Hevesi, píanóleikara og listræns stjórnanda hádegistónleikaraðarinnar í Hafnarborg í Hafnarfirði, í dag, þriðjudaginn 3 Meira
3. október 2023 | Innlendar fréttir | 435 orð | 1 mynd

Guðjón Arnar eini karlinn í samtökunum

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Guðjón Arnar Elíasson. starfsmaður hjá Landhelgisgæslunni, er eini karlmaðurinn í íslensku POWERtalk-samtökunum, áður Málfreyjunum, og annar karlinn sem kosinn hefur verið forseti Fífu, deildar samtakanna í Kópavogi, sem var stofnuð 1986. „Mikið má læra af konunum, ekki síst skipulag og tímastjórnun,“ segir hann og hvetur karlmenn til að bætast í hópinn. „Augljóslega er nægt pláss fyrir fleiri og ég hvet fólk til að mæta á kynningarfundinn annað kvöld.“ Meira
3. október 2023 | Erlendar fréttir | 513 orð

Heitir áfram stuðningi við Úkraínu

Joe Biden Bandaríkjaforseti hét því í fyrrakvöld að Bandaríkin myndu áfram styðja Úkraínu, þrátt fyrir að ákvæði um stuðning við landið hefði verið tekið út úr frumvarpi fulltrúadeildarinnar um fjárlög ríkisins á síðustu stundu á laugardag Meira
3. október 2023 | Erlendar fréttir | 121 orð | 1 mynd

Hærra kaup og hertari aðgerðir

Lágmarkslaun í Bretlandi munu hækka á næsta ári, að sögn fjármálaráðherrans Jeremy Hunt. Eftir hækkun verða lágmarkslaun minnst 11 pund á tímann, eða rúmlega 1.800 krónur íslenskar. Eins verður farið í átak gegn þeim einstaklingum sem þiggja atvinnuleysisbætur án þess að stunda virka atvinnuleit Meira
3. október 2023 | Fréttaskýringar | 665 orð | 3 myndir

Kaupmátturinn er á niðurleið

Kaupmáttur ráðstöfunartekna heimilanna dróst saman um 6,1% á öðrum ársfjórðungi, samkvæmt áætlun Hagstofunnar, og dróst með því saman fjórða fjórðunginn í röð. Vísað er til ársfjórðungslegra talna og breytingar frá sama fjórðungi árið á undan Meira
3. október 2023 | Innlendar fréttir | 114 orð | 1 mynd

Krefst átta ára fangelsisdóms

Gera þurfti hlé á aðalmeðferð í Bankastræti Club-málinu í gærmorgun, þegar aðalsakborningur málsins, Alexander Máni Björnsson, dró játningu til baka rétt áður en málflutningur saksóknara átti að hefjast Meira
3. október 2023 | Innlendar fréttir | 90 orð | 1 mynd

Kylfingar nýta hvern haustdag til að lengja tímabilið

Vel hefur viðrað undanfarið fyrir kylfinga að stunda sína íþrótt utandyra. Enn sem komið er hefur frostið ekki látið á sér kræla fyrir alvöru en líkur aukast á næturfrosti eftir því sem nær dregur vetri Meira
3. október 2023 | Erlendar fréttir | 113 orð | 1 mynd

Missum ekki sjónar á Afgönum

Alþjóðasamfélagið verður að halda athygli sinni á versnandi stöðu kvenna í Afganistan og vera óhrætt við að gagnrýna ógnarstjórn talibana. Þrátt fyrir djúpan ágreining megi ekki slíta öll opinber samskipti við ríkið Meira
3. október 2023 | Erlendar fréttir | 93 orð | 1 mynd

Nóbelsverðlaun fyrir mRNA-efni

Prófessorarnir Katalin Kariko frá Ungverjalandi og Drew Wessman frá Bandaríkjunum hlutu í gær Nóbelsverðlaun í læknavísindum fyrir vinnu sína í þróun á mRNA-bóluefni gegn covid-19. Fyrir faraldur var tæknin á frumstigi en nú hafa milljónir einstaklinga um heim allan fengið mRNA-efni Meira
3. október 2023 | Fréttaskýringar | 684 orð | 2 myndir

Sein svör Ulfs við vargöld í Svíþjóð

Baksvið Andrés Magnússon andres@mbl.is Það brá örugglega mörgum í brún á fimmtudagskvöld, og ekki bara Svíum, þegar Ulf Kristersson forsætisráðherra Svíþjóðar kom fram í sjónvarpi og kvaðst hafa veitt hernum umboð til þess að aðstoða lögregluna í baráttunni við gengjastríðin, sem logað hafa í landinu um langa hríð og ágerast sífellt. Meira
3. október 2023 | Innlendar fréttir | 306 orð | 1 mynd

Setur markmið í heilbrigðis- og öldrunarmálum

Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar kynnti í gær útspil flokksins um fimm þjóðarmarkmið í heilbrigðis- og öldrunarmálum. Þar er meðal annars kveðið á um að allir eigi að fá fastan heimilislækni og heimilisteymi Meira
3. október 2023 | Innlendar fréttir | 317 orð | 1 mynd

Skoða framtíð Gamla skála

Gamli skáli, elsta bygging sumarbúðanna í Vatnaskógi, er 80 ára á þessu ári og komið er að því að ræða um framtíð hússins, en húsið kallar á töluvert viðhald enda komið til ára sinna. Boðað hefur verið til fundar áhugafólks um starfsemina í Vatnaskógi á miðvikudaginn nk Meira
3. október 2023 | Innlendar fréttir | 202 orð | 1 mynd

Skoðar langtímamælingar á þreki

„Það sem ég hef gert með þessi gögn er að skoða þrekið á þessum fjórum tímapunktum, frá 7 og 9 ára og 15 og 17 ára. Þrekið er að aukast aðeins hjá börnum fram að 15 ára aldri en eftir það helst það óbreytt hjá stelpum á meðan það fer aðeins að … Meira
3. október 2023 | Innlendar fréttir | 359 orð | 1 mynd

Stefna um fiskeldi mótuð til 2040

Hörður Vilberg hordur@mbl.is Matvælaráðuneytið hefur hafið kynningu á framtíð rekstrarumhverfis sjókvíaeldis við Ísland. Framleiðendur, sveitarfélög, stofnanir og félagasamtök voru boðuð til kynningarfundar síðastliðinn föstudag. Helstu markmið stefnumótunar til 2040 og aðgerðir til 2028 voru kynntar. Aðgerðaáætlun verður birt í samráðsgátt stjórnvalda á morgun. Meira
3. október 2023 | Innlendar fréttir | 304 orð | 1 mynd

Stuðlar að viðhaldi vöðvamassa og beina

„Þetta er á vegum velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og er búið að vera í gangi í nokkur ár,“ segir Kári Kristófer Elíasson, þjálfari í verkefninu Vítamín í Val sem fer fram alla fimmtudagsmorgna klukkan 10 í Valsheimilinu Meira
3. október 2023 | Innlendar fréttir | 198 orð | 1 mynd

Vara við aukinni skriðuhættu

Veðurstofa Íslands hefur varað við aukinni skriðuhættu á Flateyjarskaga, Tröllaskaga og á Ströndum fram á miðvikudag. Gert er ráð fyrir mikilli úrkomu á norðan- og austanverðu landinu í dag. Hitastig á láglendi er 5-8°C og því gæti orðið slydda efst til fjalla Meira
3. október 2023 | Innlendar fréttir | 205 orð | 2 myndir

Vilja bílakjallara í Keldnalandið

Björn Gíslason borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur á fundi borgarstjórnar í dag fram tillögu fyrir hönd flokksins um að við gerð deiliskipulags á vinningstillögu um skipulag Keldnalands verði lóðarhöfum heimilt að byggja bílakjallara undir fjölbýlishúsum þar sem því verði við komið Meira
3. október 2023 | Innlendar fréttir | 235 orð | 1 mynd

Vísa frá ákærulið um hryðjuverk í annað sinn

Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í gær frá ákæru embættis héraðssaksóknara á hendur Sindra Snæ Birgissyni og Ísidóri Nathanssyni er varðar undirbúning hryðjuverka í hryðjuverkamálinu svokallaða. Sveinn Andri Sveinsson lögmaður Sindra Snæs hafði farið… Meira
3. október 2023 | Innlendar fréttir | 579 orð | 3 myndir

Þrek barna breytist eftir 15 ára aldur

Anna Rún Frímannsdóttir annarun@mbl.is „Rannsóknin byrjaði árið 2006, sem hluti af þessu verkefni sem hét Lífsstíll 7 og 9 ára, en þá var doktorsnemi að nafni Kristján Þór með það verkefni. Svo tókum ég, Rúna og Soffía við sem doktorsnemar og þá breyttist heiti verkefnisins í Heilsuhegðun ungra Íslendinga,“ segir Vaka Rögnvaldsdóttir, lektor í íþrótta- og heilsufræði við menntavísindasvið Háskóla Íslands. Meira

Ritstjórnargreinar

3. október 2023 | Leiðarar | 598 orð

Botninn orðinn laus

Talið um rafmagnsbílana á erfitt uppdráttar Meira
3. október 2023 | Staksteinar | 213 orð | 2 myndir

Popúlísk sveigja jafnaðarmanna

Kosningasigur Jafnaðarmannaflokksins í Slóvakíu undir forystu Roberts Fico um helgina er athyglisverður. Fico hrökklaðist úr forsætisráðherrastóli eftir morðið á blaðamanninum Ján Kuciak árið 2018, þetta er fyrsti eiginlegi kosningasigur evrópsks jafnaðarmannaflokks um langa hríð, en loks má nefna dálæti flokksins á Vladimír Pútín og andúð á vestrænni samvinnu – bæði NATO og ESB. Meira

Menning

3. október 2023 | Menningarlíf | 126 orð | 1 mynd

Andlega þenkjandi söngvaskáldið Fia

Sænska tónlistarkonan Fia Forsström, sem iðulega er bara kölluð Fia, heldur tónleika í Norðurljósasal Hörpu annað kvöld, miðvikudagskvöldið 4. október, kl. 20.30. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaferðalagi hennar The Trilogy Tour Meira
3. október 2023 | Menningarlíf | 97 orð | 1 mynd

Fritz Hendrik IV sýnir í Gallerí Kverk

Myndlistarmaðurinn Fritz Hendrik IV opnaði sýninguna Andlitshola í Gallerí Kverk um liðna helgi. Hún stendur til 29. október. „Í myndlist sinni fjallar hann m.a. um þá meðvituðu og ómeðvituðu sviðsetningu sem einkennir lífið, listir og… Meira
3. október 2023 | Menningarlíf | 56 orð | 1 mynd

Khaled Khalifa rithöfundur látinn

Sýrlenski rithöfundurinn Khaled Khalifa er látinn, 59 ára gamall. „Khaled var einstaklega skemmtilegur maður og stórkostlegur rithöfundur, einstakur sögumaður,“ segir m.a. á Facebook-síðu íslensks útgefanda hans, Angústúru Meira
3. október 2023 | Fjölmiðlar | 203 orð | 1 mynd

Meistarinn stökk inn í miðja byggð

Fyrir mörgum árum heyrði ég mergjaða sögu sem á að hafa gerst fyrir enn fleiri árum, meðan lýðveldið Ísland var enn ungt og saklaust. Bjarni Felixson íþróttafréttamaður og tökulið frá Sjónvarpinu voru þá á leið á Ólafsfjörð til að taka upp Íslandsmeistaramótið í skíðastökki Meira
3. október 2023 | Menningarlíf | 625 orð | 1 mynd

Rússíbanareið í tíu ár

„Við erum að fagna 10 ára rússíbanareið,“ segir Margrét Rán Magnúsdóttir, söngkona og aðalsprauta rafpoppssveitarinnar Vök sem býður til afmælistónleika í Eldborg laugardaginn 7. október kl Meira
3. október 2023 | Menningarlíf | 153 orð | 1 mynd

Segir frá reflinum frá Bayeux frá 11. öld

Haustdagskrá í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar hefst í kvöld, þriðjudaginn 3. október, kl. 20, með því að Reynir Tómas Geirsson, fyrrverandi prófessor og yfirlæknir, segir frá „hinum fræga refli frá Bayeux, sem saumaður var í Kent á Englandi á 11 Meira

Umræðan

3. október 2023 | Aðsent efni | 417 orð | 1 mynd

100 kílómetrar af nýjum jarðgöngum fyrir höfuðborgarsvæðið

Hefur komið í ljós að heildstætt neðanjarðar-gatnakerfi er ódýrasta lausnin til að koma umferðinni milli staða. Meira
3. október 2023 | Pistlar | 395 orð | 1 mynd

Auðlegð þjóða snýst um opin alþjóðaviðskipti

Þökk sé þeim mikla krafti sem verið hefur í alþjóðaviðskiptum undanfarna áratugi hafa lífskjör hundraða milljóna manna batnað verulega með auknum kaupmætti. Ísland hefur tekið virkan þátt í þessari þróun og er engum blöðum um það að fletta að… Meira
3. október 2023 | Aðsent efni | 475 orð | 1 mynd

Hvar liggur hugur kjörinna fulltrúa Alþingis

Áskorun til formanns Hagsmunasamtaka heimilanna, sem einnig er alþingismaður Flokks fólksins. Meira
3. október 2023 | Aðsent efni | 369 orð | 1 mynd

Illvirki Kristins E. Andréssonar

Á meðan hann þóttist vera að berjast fyrir réttlæti í heiminum vílaði hann ekki fyrir sér að reyna að eyðileggja líf barnungra dætra vina sinna. Meira
3. október 2023 | Aðsent efni | 614 orð | 1 mynd

Reykjavík er ekki milljónaborg

Í samgönguáætlun frá 2017 var reiknað með 100 km hraðvagnakerfi á Eugene-svæðinu og þreföldun farþega í framtíðinni. Hljómar þetta ekki kunnuglega? Meira
3. október 2023 | Aðsent efni | 461 orð | 1 mynd

Skjótt skipast veður í lofti í húsnæðismálum eldra fólks

Meirihlutinn felldi tillöguna með þeim rökum að þetta væri hvorki það sem þessi hópur þarf né vill. Nú er annað komið á daginn. Meira

Minningargreinar

3. október 2023 | Minningargreinar | 529 orð | 1 mynd

Anna Margrét Jensdóttir

Anna Margrét Jensdóttir fæddist 14. júlí 1921. Hún lést 8. september 2023. Útför Önnu var 20. september 2023. Meira  Kaupa minningabók
3. október 2023 | Minningargreinar | 1899 orð | 1 mynd

Ásbjörn Rannver Ásbjörnsson (Rammi)

Ásbjörn Rannver Ásbjörnsson fæddist í Neskaupstað 3. október 1953. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Fossahlíð, Seyðisfirði 21. desember 2022. Foreldrar Ramma voru Sólveig Pálsdóttir frá Reykjavik, f. 1918, d Meira  Kaupa minningabók
3. október 2023 | Minningargreinar | 331 orð | 1 mynd

Einar Guðberg Jónsson

Einar Guðberg Jónsson fæddist 16. mars 1978. Hann lést 5. september 2023. Útför Einars Guðbergs fór fram 15. september 2023. Meira  Kaupa minningabók
3. október 2023 | Minningargreinar | 356 orð | 1 mynd

Garðar Forberg

Garðar Forberg fæddist 9. ágúst 1933. Hann andaðist 11. september 2023. Garðar var jarðsunginn 22. september 2023. Meira  Kaupa minningabók
3. október 2023 | Minningargreinar | 1321 orð | 1 mynd

Geir Viðar Vilhjálmsson

Geir Viðar Vilhjálmsson fæddist á Landspítalanum í Reykjavík 12. janúar 1942. Hann lést á sjúkrahúsinu á Húsavík 21. september 2023. Foreldrar hans voru Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, f. 12. júlí 1914, d Meira  Kaupa minningabók
3. október 2023 | Minningargreinar | 2636 orð | 1 mynd

Guðbergur Bergsson

Guðbergur Bergsson rithöfundur fæddist 16. október 1932. Hann lést 4. september 2023. Kveðjuathöfn var haldin í Hörpu 29. september 2023. Meira  Kaupa minningabók
3. október 2023 | Minningargreinar | 1041 orð | 1 mynd

Hulda Hjálmarsdóttir

Hulda Hjálmarsdóttir fæddist á Kambi í Deildardal í Skagafirði 28. september 1938. Hún lést á líknardeild Landspítalans 22. september 2023. Hulda var dóttir hjónanna Hjálmars Pálssonar, f. 1904, d. 1983, og Steinunnar Hjálmarsdóttur, f Meira  Kaupa minningabók
3. október 2023 | Minningargreinar | 694 orð | 1 mynd

Inga Hólmsteinsdóttir

Inga Hólmsteinsdóttir fæddist 9. maí 1945. Hún lést þann 18. september 2023. Eiginmaður Ingu var Sigurður Hólmkelsson, fæddur 14. október 1932, dáinn 11. júlí 2008. Börn þeirra eru Hólmsteinn, Marsibil, Sigurður Ingi, f Meira  Kaupa minningabók
3. október 2023 | Minningargreinar | 2192 orð | 1 mynd

Jón Baldursson

Jón Baldursson fæddist 23. desember 1954. Hann lést 9. september 2023. Útför Jóns fór fram 26. september 2023. Meira  Kaupa minningabók
3. október 2023 | Minningargreinar | 795 orð | 1 mynd

Jón Gunnar Ottósson

Jón Gunnar Ottósson fæddist 27. nóvember 1950. Hann lést 15. september 2023. Jón Gunnar var jarðsunginn 27. september 2023. Meira  Kaupa minningabók
3. október 2023 | Minningargreinar | 1537 orð | 1 mynd

María Kristín Steinsson

María Kristín Steinsson fæddist í Reykjavík 21. maí 1976. Hún lést á heimili sínu 14. september 2023. Foreldrar hennar eru J. Guðrún Sveinsdóttir, f. 3. ágúst 1942, d. 16. febrúar 2006, og Helgi Steinsson, f Meira  Kaupa minningabók
3. október 2023 | Minningargreinar | 1989 orð | 1 mynd

Unnur Óskarsdóttir

Unnur Óskarsdóttir fæddist í Reykjavík 17. nóvember 1932. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni, 6. september 2023. Foreldrar Unnar voru Óskar Gunnarsson, f. 9.4. 1902, d. 23.7. 1970, og Jóna S. Hannesdóttir, f Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

3. október 2023 | Viðskiptafréttir | 244 orð | 1 mynd

Kaupverðið lækkar um hálfan milljarð

Kaup VÍS á Fossum fjárfestingarbanka eru nú að fullu frágengin. Kaupverðið hefur þó lækkað um rúman hálfan milljarð króna frá því sem upphaflega var áætlað, þar sem afkoma Fossa á fyrstu sex mánuðum ársins var verri en áætlanir gerðu ráð fyrir Meira
3. október 2023 | Viðskiptafréttir | 563 orð | 1 mynd

Mikil sókn í menntatækni

Magdalena Anna Torfadóttir magdalena@mbl.is Íslenska sprotafyrirtækið Atlas Primer hefur hafið samstarf við bandarísku menntasamtökin American Student Assistance (ASA) en samtökin hafa sérhæft sig í náms- og starfsráðgjöf. Í samstarfinu felst að tengja hugbúnað Atlas Primer við EvolveMe sem er stafrænn vettvangur hannaður til að undirbúa unglinga fyrir lífið eftir framhaldsskóla. Meira
3. október 2023 | Viðskiptafréttir | 179 orð | 1 mynd

Minni hlutabréfavelta en meiri með skuldabréf

Heildarviðskipti með hlutabréf í Kauphöllinni í september námu 61,4 milljörðum eða um 2,9 milljörðum króna á dag. Það er 34% aukning á milli mánaða en um 38% samdráttur á milli ára. Þetta kemur fram í mánaðarlegu yfirliti Kauphallarinnar Meira

Fastir þættir

3. október 2023 | Í dag | 64 orð

„Sum hjú eru svo matvönd að þau „fúlsa“ við góðum mat…

„Sum hjú eru svo matvönd að þau „fúlsa“ við góðum mat sem húsbændurnir borða …“ segir í Fjallkonunni 1903. Er hægt að fúlsa við mat en borða hann samt? var spurt Meira
3. október 2023 | Í dag | 59 orð | 1 mynd

Edward Ankamah

30 ára Edward er frá borginni Berekum í Gana en fluttist til Íslands 2019 og býr í Reykjavík. Hann vinnur hjá Ísfugli. Áhugamálin eru fótbolti og hlaup og Edward heldur með Arsenal í enska boltanum. Fjölskylda Sambýliskona Edwards er Agnes Kumi, f Meira
3. október 2023 | Í dag | 588 orð | 3 myndir

Loftleiðamaður af lífi og sál

Björn Theodórsson fæddist 3. október 1943 í Reykjavík og ólst upp á Guðrúnargötu 9. Björn var á Grænuborg, fór svo í Ísaksskóla, Æfingadeild Kennaraskólans og þaðan í landspróf. Hann var í Menntaskólanum í Reykjavík og varð stúdent þaðan 1964 Meira
3. október 2023 | Í dag | 436 orð

Mánans óvissu hliðar

Ingólfur Ómar sendi mér góðan póst: Heill og sæll Halldór, mér datt í hug að lauma að þér eins og tveimur vísum, annars vegar um mánann, það er fullt tungl núna þegar ég er að skrifa þessi orð, eins um norðurljósin, sem sáust svo vel hérna um daginn Meira
3. október 2023 | Í dag | 29 orð | 1 mynd

Reykjavík Kendrick Kyeremeh Ankamah fæddist 4. janúar 2023 kl. 18.09 á…

Reykjavík Kendrick Kyeremeh Ankamah fæddist 4. janúar 2023 kl. 18.09 á Landspítalanum. Hann vó 4.116 g og var 51 cm langur. Foreldrar hans eru Edward Ankamah og Agnes Kumi. Meira
3. október 2023 | Dagbók | 84 orð | 1 mynd

Shrek-húsið til leigu í Skotlandi

Heppnin er með þeim ævintýragjörnu en nú hefur húsið úr Shrek-kvikmyndunum verið byggt og verður til leigu yfir hrekkjavökuna á Airbnb. Kvikmyndinar um græna tröllkarlinn og asnann hans eru meðal farsælustu teiknimynda síðari ára Meira
3. október 2023 | Í dag | 174 orð | 1 mynd

Skák

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Bc5 4. c3 Rf6 5. d3 d6 6. 0-0 a5 7. He1 Ba7 8. Bb3 0-0 9. h3 h6 10. d4 exd4 11. cxd4 d5 12. e5 Re4 13. Rc3 Rxc3 14. bxc3 Bf5 15. Rh2 b5 16. Df3 Re7 17. Rg4 a4. Staðan kom upp í A-flokki Haustmóts Taflfélags Reykjavíkur sem er nýlokið Meira
3. október 2023 | Í dag | 189 orð

Stórar spurningar. N-NS

Norður ♠ 1053 ♥ G832 ♦ 8 ♣ KDG98 Vestur ♠ K6 ♥ 764 ♦ Á765 ♣ 7543 Austur ♠ G972 ♥ Á ♦ KG9432 ♣ Á10 Suður ♠ ÁD84 ♥ KD1095 ♦ D10 ♣ 62 Suður spilar 4♥ dobluð Meira

Íþróttir

3. október 2023 | Íþróttir | 77 orð | 1 mynd

Andri Lucas raðar inn mörkum

Andri Lucas Guðjohnsen skoraði í fjórða deildarleik sínum í röð og sitt sjötta mark í jafnmörgum leikjum í deild og bikar þegar Íslendingalið Lyngby vann sterkan útisigur á OB, 2:1, í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi Meira
3. október 2023 | Íþróttir | 62 orð

Dæmdur úr leik á Spáni

Þríþrautarkappinn Geir Ómarsson mátti bíta í það súra epli að vera dæmdur úr leik í hálfum járnkarli eftir að hafa komið annar í mark á eftir heimsmeistaranum í flokki 45-49 ára í Ironman-keppni sem haldin var í Barcelona á Spáni á sunnudag Meira
3. október 2023 | Íþróttir | 69 orð | 1 mynd

Elísabet hættir með Kristianstad

Elísabet Gunnarsdóttir hefur ákveðið að láta af störfum sem þjálfari kvennaliðs Kristianstad í knattspyrnu að loknu yfirstandandi tímabili. Elísabet tók við starfinu fyrir tímabilið 2009 og verður því búin að vera þjálfari Kristianstad í rétt tæplega 15 ár þegar tímabilinu lýkur Meira
3. október 2023 | Íþróttir | 139 orð | 1 mynd

Fögnuðu Evrópusætinu með stæl

Eggert Aron Guðmundsson átti enn einn stórleikinn fyrir Stjörnuna þegar hann skoraði tvívegis í afar sterkum 3:1-sigri liðsins á Íslandsmeisturum Víkings úr Reykjavík í efri hluta Bestu deildar karla í knattspyrnu í Garðabænum í gærkvöldi Meira
3. október 2023 | Íþróttir | 315 orð | 1 mynd

Hulda Hrund var best í 22. umferðinni

Hulda Hrund Arnarsdóttir, sóknarmaður Stjörnunnar, var besti leikmaðurinn í 22. umferð Bestu deildar kvenna að mati Morgunblaðsins. Hulda lék samt ekki nema í rúman hálftíma með Garðabæjarliðinu þegar það vann Þór/KA, 3:1, á Akureyri á laugardaginn Meira
3. október 2023 | Íþróttir | 74 orð | 1 mynd

Kærkominn sigur Chelsea

Chelsea gerði góða ferð til nágranna sinna í Fulham og hafði betur, 2:0, þegar liðin áttust við í 7. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla í gærkvöldi. Mykhailo Mudryk skoraði langþráð mark fyrir Chelsea, hans fyrsta fyrir liðið í 24 Meira
3. október 2023 | Íþróttir | 551 orð | 2 myndir

Markmiðið að ná í úrslit

„Þetta verkefni leggst vel í mig og við erum spenntir að takast á við þessa áskorun,“ sagði Pétur Rúnar Birgisson, fyrirliði Íslandsmeistara Tindastóls í körfuknattleik, í samtali við Morgunblaðið Meira
3. október 2023 | Íþróttir | 801 orð | 1 mynd

Mætum sterkir til leiks

Vestri Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Nýliðar Vestra munu mæta til leiks með sterkara lið og spila á nýju gervigrasi á heimavelli sínum á Ísafirði þegar Íslandsmótið í knattspyrnu hefst á ný í aprílmánuði 2024, ef áætlanir félagsins ganga eftir. Meira
3. október 2023 | Íþróttir | 84 orð | 1 mynd

Thelma og Margrét úr leik á HM

Thelma Aðalsteinsdóttir hafnaði í 66. sæti og Margrét Lea Kristinsdóttir í 99. sæti þegar þær tóku þátt á HM í áhaldafimleikum í Antwerp í Belgíu í gærkvöldi. Thelma vann sér inn 12.300 stig á bogahesti, 12.166 á svifrá, 12.133 á tvíslá og 12.500 í gólfi Meira
3. október 2023 | Íþróttir | 64 orð | 1 mynd

Tindastóll hefur leik í Evrópukeppni í Eistlandi í dag

Íslandsmeistarar Tindastóls í körfuknattleik karla hefja leik í undankeppni Evrópubikars FIBA þegar liðið mætir Pärnu Sadam frá Eistlandi í dag, en leikið er í Pärnu í Eistlandi. Stólarnir mæta svo Trepca frá Kósovó á morgun Meira
3. október 2023 | Íþróttir | 221 orð | 1 mynd

Þegar Ísfirðingar áttu síðast lið í efstu deild karla í fótbolta árin 1982…

Þegar Ísfirðingar áttu síðast lið í efstu deild karla í fótbolta árin 1982 og 1983 voru þeir harðskeyttir og erfiðir andstæðingar. Sérstaklega fyrra árið, 1982, þegar þeir héldu sæti sínu í deildinni með frábærum endaspretti og útisigrum gegn KA og… Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.