Náttúrufegurð Útsýnið frá Snæfellsjökli er mikið og fagurt en vinsælt er fyrir göngugarpa að ganga upp jökulinn.
Náttúrufegurð Útsýnið frá Snæfellsjökli er mikið og fagurt en vinsælt er fyrir göngugarpa að ganga upp jökulinn.
Náttúrufegurðin á Snæfellsnesi er mikil og hennar má meðal annars njóta með frísklegum göngutúrum um svæðið. Að sögn Gunnars Njálssonar ferðamálafræðings er til dæmis mjög vinsælt að ganga frá Stapafelli og upp jökulinn.

Náttúrufegurðin á Snæfellsnesi er mikil og hennar má meðal annars njóta með frísklegum göngutúrum um svæðið. Að sögn Gunnars Njálssonar ferðamálafræðings er til dæmis mjög vinsælt að ganga frá Stapafelli og upp jökulinn. „Það er svo fallegt hérna og á sumrin er þetta sérstaklega dásamlegt. Það er hægt að keyra að Arnarstapa eða Hellnum. Svo er vegaslóði yfir jökulhálsinn og þá kemurðu niður í Ólafsvík að norðanverðu sem er ekki svo löng leið. Það eru margar gönguleiðir á þessu svæði og fólk hefur líka farið upp á jökul á þessu svæði, bæði gangandi og á vélsleðum.“

Frábært útsýni

Sjálfur hefur Gunnar oft gengið upp á jökulinn. „Það tekur svona 2-3 tíma að ganga á topp jökulsins en best er að fara snemma dags þegar snjórinn er harður eftir nóttina. Þetta er alveg frábært og útsýnið er mjög gott. Í góðu veðri sé ég alveg yfir á Reykjanes og alveg inn Breiðafjörðinn.“

Um þessar mundir er Gunnar að hanna gönguleið sem nær alveg frá Ljósafjöllum, rétt austan við Stykkishólm og vestur á Snæfellsjökul. „Þetta er um 80 kílómetra löng leið og það ætti því að taka um viku að ganga þetta. Það sem er sniðugt við þessa leið er að hægt er að byrja hvar sem viðkomandi vill og í raun líka hægt að koma niður hvar sem maður vill. En þetta er margra ára verkefni og verður því ekki tilbúið í sumar.“