Dúi Karlsson stýrimaður var fæddur 1.10. 1936. Hann lést 19. júlí sl. Dúi var fæddur á Siglufirði. Hann var yngsta barn hjónanna Sigríðar Ögmundsdóttur frá Beruvík á Snæfellsnesi og Karls Dúasonar frá Fljótum í Skagafirði. Eftirlifandi systkin Dúa eru Grímur Karlsson, skipstjóri og líkanasmiður, Ásdís Karlsdóttir, fv. einkaritari sýslumannsins í Hafnarfirði, og Áslaug Karlsdóttir, fv. símamær. Dúi var lengst af starfsævi sinni sjómaður og mjög eftirsóttur sem slíkur. Hann var á togurunum Geir, Hallveigu Fróðadóttur, Norðlendingi, Apríl, Þormóði goða og Þorsteini þorskabít. Einnig var Dúi á bátum frá Suðurnesjum, lengst af á Bergvík og Hamravík, eða á annan áratug, þá stýrimaður. Síðustu ár starfsævinnar vann Dúi á Keflavíkurflugvelli. Útför Dúa fer fram frá Fossvogskirkju í dag, mánudaginn 27. júlí 2009, og hefst athöfnin kl. 13. Útför Dúa fer fram frá Fossvogskirkju í dag, mánudaginn 27. júlí kl. 13

Afi frændi er dáinn! Ég sakna hans rosalega mikið. Ég er með mynd af afa frænda í herberginu mínu!

Þetta eru setningar sem fjögurra ára heimasætan segir oft þessa dagana. Hún veit samt að afa frænda líður betur núna eftir að hafa verið mjög veikur undanfarna mánuði.

Deyr fé,

deyja frændur,

deyr sjálfur ið sama.

En orðstír

deyr aldregi

hveim er sér góðan getur.

Deyr fé,

deyja frændur,

deyr sjálfur ið sama.

Eg veit einn

að aldri deyr

dómur um dauðan hvern.

Njóttu veislunnar í Valhöll kæri frændi!

Dúi Grímur, Halldóra, Aðalheiður Karen og Jóhanna Kristín.