Ragna Hermannsdóttir fæddist á Stóruvöllum í Bárðardal 29. mars 1924. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Holtsbúð 24. nóvember 2011. Vífilstöðum Foreldrarhennar voru Hermann Pálsson, f. 30. september 1895 á Stóruvöllum, d. á Hlíðskógum 16. janúar 1951 og Hulda Jónsdóttir, f. 2. desember 1902 á Mýri, d. 25. maí 1989. Foreldrar Hermanns voru Páll Hermann Jónsson, hreppstjóri á Stóruvöllum, f. 13. október 1860, d. 10. maí 1955 og Sigríður Jónsdóttir, f. 23. júlí 1869 Baldursheimi í Mývatnssveit, d. 20. apríl 1948. Foreldrar Huldu voru Jón Karlsson, f. 25. júní 1877, d. 13. apríl 1937 og Aðalbjörg Jónsdóttir, f. 7. ágúst 1880, d. 13. október 1943. Þau bjuggu á Mýri frá 1903-1937. Útför Rögnu fór fram í kyrrþey.

Fjölskylda Rögnu flutti á nýbýlið Hlíðskóga 9. júlí 1926, þá er hún á þriðja ári, og man hún flutningana. Henni leiddist í fyrstu að flytja úr fjölmenninu á Stóruvöllum. Nýja húsið var steinsteypt og var eldhús í kjallara undir stofu, sem er 15,5 fermetrar. Ragna segir húsið var hlýtt, eldavél í kjallara og hitinn átti greiða leið upp í stofuna þar sem líka var viðarofn. Svo var kýr í forstofunni þó ekki fyrsta árið, þá aðeins kvíga en 5 geitur áttu þau, og geitur voru hennar uppáhalds dýr, Ragna taldi þær svo vitrar. Þær beittu sér í skóginum og hlýddu kalli, og komu heim sjálfviljugar til mjalta á kvöldin.

Á Hlíðskógum fæðist svo önnur stúlka 1932, Svanhildur. Húsið á Hlíðskógum var stækkað 1934 og Ragna segir að þá var okkur aldrei hlýtt, viðbyggingin og stækkunin var svo köld, enda upphitunin ekki meiri en var áður í litla húsinu. 1937 fæðist svo drengur, Jón Aðalsteinn. Ragna fer í Héraðsskólann á Laugum 15 ára gömul og eftir það er hún aðeins í heimsókn á Hlíðskógum, og það var mikil gleði alltaf er hún kom heim, henni fylgdi ævintýrablær. Hún var í vist á Akureyri því ekki voru efni til að ljúka skólagöngu á Laugum þar til seinni heimsstyrjöldin skellur á, þá batnar efnahagurinn og Ragna lauk námi. Átján ár gömul fer hún í Garðyrkjuskólann í Hveragerði, og útskrifaðist þaðan sem garðyrkjufræðingur. Þegar hún kom á Kambabrúnir í fyrsta skipti þá ákvað hún að hér vildi hún eiga heima, sem svo varð. Maður Rögnu, Hannes Arngrímsson fæddur á Ísafirði 1921, garðyrkjumaður, giftu sig á gamlársdag 1944. Þau byggðu upp garðyrkjustöðina Garð Breiðamörk 8 í Hveragerði, framleiddu aðallega blóm.

Hannesi og Rögnu varð ekki barna auðið. Því tóku þau fyrst að sér Jóhönnu Óskarsdóttur þá á öðru ári, 1954 nokkrum árum seinna, Hrafn Ásgeirsson, þá um ársgamall og að nokkrum árum liðnum, bættist í fjölskylduna annar drengur tveggja ára Björn Jónsson. Börnin voru ekki ættleidd, því halda þau föðurnafni sínu. Börn fósturbarna Rögnu eru níu.
Ragna og Hannes ferðast mikið um Ísland og tóku myndir, þá fékk Ragna áhuga á að læra ljósmyndun, gerðist nemandi við amerískan bréfaskóla 1972-74. Alla tíð mun hafa blundað í Rögnu að auka og bæta við menntun sína enn meir, því hóf hún nám við öldungadeild Hamrahlíðarskóla í Reykjavík og varð stúdent frá skólanum 1980 í hópi þeirra fyrstu þaðan. Þá hóf hún nám við Nýlistadeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands og lauk námi þar 1983. Þar með hófst listnám hennar í Bandaríkjunum og Hollandi. Sjá ferilskrá  Googel.is Ragna Hermannsdóttir listakona.
Ragna hafði mikil áhrif á Hlíðskógafjölskylduna, og máski komið okkur til að gera eitthvað og sumt óvenjulegt. Nokkrar konur hafa látið þau orð falla að Ragna væri sín fyrirmynd og margra. Ragna fór til heimspekináms við Háskóla Íslands um 1991-8, var það endir á áratuga löngum námsferli, 74 ára (1998) að aldri og lauk þar heimspekinámi við Háskóla Íslands. Lokaritgerð hennar hét Um heimskuna. Segja má að með ljósmynduninni hafi listaferill Rögnu hafist er lýkur ekki fyrr en seint á árinu 2010 þá með krítarteikningum.

Ragna hafði áhyggjur af öllum verkum sínum, hvað af því öllu yrði. Ljósmyndasafn hennar er nú varðveitt í Skjalasafni Árnesinga á Selfossi, en öðrum verkum fól hún Safnahúsinu á Húsavík til varðveislu, eru það um 500 verk, grafík tölvugrafík og bókverk.
Ragna Hermannsdóttir hefur á árunum frá 19822001, haldið sextán einkasýningar og tekið þátt í sautján samsýningum í Reykjavík, Amsterdam, Hollandi, Vejle Danmörku, í Bárðardal, á Húsavík, Akureyri og Ísafirði. Þau hjón Ragna og Hannes slitu samvistum 1984.
Útför Rögnu fór fram í kyrrþey en til stendur að minningarathöfn um hana verði í Bárðardal á sumri komanda.

Jón Aðalsteinn Hermannsson frá Hlíðskógum.