Elísabet Sigfriðsdóttir (Beta), fæddist í Reykjavík, 12. september 1963. Hún lést í Sönderborg, Danmörku, að morgni 12. febrúar sl. á heimili systur sinnar. Foreldrar hennar eru Erla Þórðardóttir og Sigfrið Ólafsson í Reykjavík. Hinn 10.7. 1987, fæddist henni sonur, Sigfrið Smári Jónsson, sem er búsettur í Rönne, Danmörku, og er þar í danska hernum, kærasta hans er Catrine Holm Nielsen, hún vinnur við tryggingasölu. 25.3. 1991 fæddist svo Hrannar Örn Karlsson en hann starfar hjá Tali eins og kærasta hans Guðfinna Kristinsdóttir. Systkini Betu eru Þórður Gústaf en hann býr í Svíþjóð ásamt konu sinn Banniku Chaiwan Sigfriðsson og eiga þau Melissu Erlu og Daníel Thor, Þórður átti fyrir Petru Dögg snyrtifræðing og Ýmir Gný nema í Danmörku. Systir Betu er Lára María og hennar sambýlismaður er Guðmundur Ólafsson en hann vinnur hjá Danfoss en Lára er sjúkraliði á elliheimili í Sönderborg, og þau eiga Tristan Orra Ragnar, en Lára átti fyrir Þórð sem er nemi í Háskóla Íslands. 16 ára fór Beta að vinna í fiskvinnslu í Þorlákshöfn. Síðan flutti hún til Reykjavíkur og fór að vinna á leikskólum, meðal annars í Fálkaborg og leikskólanum Hofi. Beta gekk í Breiðholtsskóla áður en hún fór út á vinnumarkaðinn. Árið 2000 fluttu hún og synirnir hennar til Sönderborgar og bjó hún þar til 2006 er hún flutti með Hrannari til Íslands, en Smári varð eftir í Danmörku. Útför Elísabetar fer fram frá Guðríðarkirkju, Grafarholti, í dag, 22. febrúar 2013, og hefst athöfnin kl. 13.

Vantrú, angist og djúp sorg voru fyrstu viðbrögð mín þegar kær vinkona okkar hringdi snemma á þriðjudagsmorgun og tilkynnti mér að þú værir látin elsku Beta mín. Ég á enn erfitt með að trúa því að þú komir ekki blaðskellandi til baka úr fríinu þínu frá Danmörku. Þú varst svo sæl og þakklát þegar strákarnir þínir tengdadætur  og Þórður systursonur þinn  gáfu þér ferð til Dk í jólagjöf svo þú gætir farið að hitta elsku Smára þinn og tengdadóttluna þína Catrine sem þú varst nýlega búin að kynnast og varst svo ánægð með hana og hvað þau Smári þinn voru hamingjusöm með hvort annað. Þú varst svo spennt að hitta líka Láru systur þína og fjölskyldu, alla góðu vini þína í Sönderborg og svo ætlaðir þú að skreppa til Tóta bróður þíns í Svíþjóð og dúllurnar hans sem þér þótti svo vænt um. Þú varst algjör barna kelling og elskaðir öll frændsystkini þín eins og þau væru þín eigin sama var með börn okkar vinkvenna þinna þér var mjög annt um þau öll. Börnin öll sem þú hefur passað í gegnum tíðina á Leikskólum borgarinnar eru heppin að hafa fengið að kynnast þér og njóta leiðsagnar þinnar og ástríki. Það eru margir sem eiga eftir að sakna þín elsku Betfríður Fjóla mín eins og ég kallaði þig oft og þú kallaðir mig Sólfríður Fjóla, smá innanhúss spaug hjá okkur eins og oftast hjá okkur mín kæra.

Okkar kynni hófust fyrir um 13 árum í Sönderborg þar sem við bjuggum báðar um nokkurra ára skeið. Vinskapurinn óx svo og dafnaði með árunum og við urðum mjög nánar vinkonur síðustu árin. Brölluðum svo margt skemmtilegt saman og er ég núna óendanlega þakklát fyrir allar þær yndislegu og skemmtilegu minningar sem ég get yljað mér við þegar ég sakna þín, sem ég á eftir að gera mikið. Bakarís ferðin okkar er orðin víðfræg og erum við mikið búnar að skemmta okkur vinkonurnar yfir þeirri frægðarför. Sumarbústaðaferðin okkar með Tinu (Turner) klúbbnum okkar sem var æðisleg, mikið hlegið dansað sungið borðað og smá Grand, farið í splitt og spáð í spil, út í göngutúra og gerðir snjóenglar, sumar þurftu smá hjálp við að standa upp. Já og pínu áhyggjur yfir hinu og þessu en aðallega ofsaleg gleði og gaman sem var alltaf þar sem þú varst, einstakur gleðipinni elskan mín. Jólapakkaleikjamatarpartýin hjá Elmu okkar og Gilsa með mömmu þinni og pabba voru svo skemmtileg og við slógumst um flottustu pakkana.

Það var góður tími hjá okkur þegar Smári kom heim með nokkra danska vini sína og við ákváðum að strákarnir þínir Hrannar og Smári yrðu heima hjá þér og gestirnir dönsku og þú fluttir til mín í 10 daga. Við sóluðum okkur í garðinum lásum sakamálasögur sem var algjört uppáhald hjá okkur báðum, elduðum góðan mat og gláptum á kellingamyndir mauluðum nammi og snakk, þetta var frábær tími og þú varst alltaf að pússa og uppþvottaburstinn var gróinn við lófann á þér. Þú varst einstakt snyrtimenni alltaf allt spikk og span og skipulagningin var í anda meyjunnar Betu, enda varst þú alltaf skipuð sem ritari og skipuleggjandi þegar við vinkonurnar vorum eitthvað að plana og græja.  Lára systir þín kom í sumarheimsókn og við fórum heilan dag saman á bæjarrölt í dásamlegu veðri og skemmtum okkur svo vel allar þrjár. Damefrokost ferðin okkar verður seint toppuð, þá fórum við nokkrar vinkonur til Sönderborg og gistum allar hjá Stínu okkar og hlógum út í eitt allan tímann. Svo fóru hinar hver til síns heima og við sparifrænkurnar urðum eftir,  sinntum búi á Grundtvigs Alle meðan Stína og Einar voru að vinna fórum út með Thino okkar sem meig á 3ja metra fresti og við hlógum okkur máttlausar yfir hvað mikill vökvi kæmi frá svona litlu kríli, skemmtum Ísak vini okkar sem leiddist ekki að hafa þessar skrýtnu og skemmtilegu sparifrænkur hjá sér. Sumarbústaðaferðin okkar með Björg vinkonu þinni kæru í Ölfusborgir þar sem við slöppuðum sko rækilega af við lestur, prjónaskap, heitan pott góðan mat og kjaftagang. Erfitt verður að geta aldrei aftur farið með þér elsku vina í okkar árlegu menningarferð um miðbæinn í desember, þar sem við eyddum heilum degi í ráp á milli handverkshúsa og Gallería, dáðumst að list landa okkar og fengum okkur gott að borða og drekka og í lok dags fengum við okkur gott kaffi og gúmmelaði með, kvöddumst síðan fótafúnar, krókloppnar en alsælar með daginn á stoppistöðinni í Lækjargötu. Allar stundirnar sem við áttum með Evu okkar þegar hún kom til landsins, þá var öllu flaggað sem til var í skápum og bakaríum bæjarins svo sátum við og snæddum og spjölluðum út í eitt. Toppurinn var svo Sönderborgar-hittingurinn okkar milli jóla og ný árs (ljótavasapartýið) Það var alveg magnað og hlegið út í eitt þar til okkur verkjaði í magavöðvana og allar myndirnar sem voru teknar af okkur vinkonunum  saman eru yndislegar. Þú varst svo mikil perla og góður vinur, alltaf tilbúin að hlusta og hjálpa ef ég þarfnaðist hjálpar þinnar. Þú varst mikið fyrir að skapa eitthvað fallegt, listakona með perlur og það sýndirðu með skartgripagerðinni þinni, svo fallegt allt sem þú gerðir og ég er svo heppin að eiga fullt af fallegum armböndum og hálsmenum frá þér sem ég stolt ber og heiðra minningu þína.

Þessar minningar eru svo dýrmætar fyrir okkur vini þína núna til að ylja okkur við á þessum erfiða tíma sem er framundan fyrir okkur öll og þá sérstaklega strákana þína Hrannar og Smára tengdadóttlurnar  þínar Guffu og Catrine,  foreldra þína og systkini og frændsystkini. Þín verður og er nú þegar sárt saknað Betan mín.

Ég bið allar góðar vættir að hlúa að og hugga drengina þína, foreldra þína, systkini, tengdadætur, alla ættingja þína og vini.

Ég kveð þig nú ljúfan með trega og tár en minning þín lifir um ókomin ár. Megi allir englar himins umvefja þig með kærleiksvængjum sínum, hvíl í friði elsku vinkona.

Hinsta kveðja.

Sólrún Helga Jónsdóttir.

Mikið er lífið skrítið þegar kærir vinir manns hverfa svona fljótt frá. Þú varst okkur mjög trú og kær vinkona.  Okkur langar að minnast þín með nokkrum orðum.  Við voru ákaflega heppinn að eignast þig fyrir vin. Við vorum  fólkið í  vinningsliðinu.

Við vorum ofur heppinn. Þú varst vinur sem alltaf kætir og huggaðir okkur.  Með þig sem vin var lífið litríkt af ævintýrum og við gátum bara verið við.  Þess vegna höfum við grátið og hlegið til skiptist af góðu minningunum okkar um þig. Einnig yfir því að geta ekki fengið fleiri tækifæri til að bralla meira með þér.  Við fáum ekki að heyra oftar orðin..Hahaha Elísa", Doddi..Doddiiii", Bull og Ertu ekki að grínast.  Við mun sakna þín ótrúlega mikið og þú varst okkur allt. Við vitum að við fáum ekki tækifæri til að hittast aftur á þessu jarðríki en við vitum að við hittumst aftur á ný.

Fyrir okkur varst þú akur sálar okkar, þegar við þögðum skildum við hvort annað.  Í hugsunum okkar voru langanir og vonir sem við notuðum bæði í gleði og bralli. Við sá í fjarlægð okkar að okkur þótti endalaust vænt um þig. Fyrir okkur lýsti gleðin þín og húmor upp heiminn.  Þú sýndir alltaf af þér mikinn kærleik og vináttu í garð fjölskyldu minnar.

Þú varst frábær mamma.  Elskaðir strákana þín og varst ávallt stolt af þeim.  Ást þín á þeim var mjúk sem dún og sterk og stál. Milljón trilljón orð duga ekki til að lýsa ást þinni á drengjunum þínu og tengdadætrum.  Þú sagðir mér að þú værir ótrúlega heppinn með þær og þú hafðir eignast flottar yndislegar dætur.  Enda hver mundi ekki vilja hafa þig sem tengdamömmu sína.

Beta okkar,  við elskuðum þig ekki aðeins fyrir það sem þú varst, heldur fyrir það sem við vorum þegar við vorum með þér. Við gátum treyst þér fyrir öllu og vissum að þú brytir aldrei þennan trúnað. Þú sagðir oft að það skiptir ekki máli hve lengi maður lifir heldur hversu vel.

Ég elskaði þegar þú fékkst hláturköstin þín, maður gat ekki annað en hlegið með þér. Oft var það ég sem gerði eitthvað, sem fékk þig grenja úr hlátri og ég skildi ekki upp né niður í neinu. Fannst þetta bara ósköp eðlilegt allt saman, sem það var auðvitað ekki..  ég var oft bara ofur óheppin og blátt áfram.

Þú vannst starf sem veitti þér gleði og ánægðu.  Náðir að góðum tengslum við börn á öllum aldri. Hafðir góð tók á þeim og varst vinur þeirra. Við fjölskyldan viljum þakka þér en og aftur fyrir að taka elsta son okkar í fóstur í eitt ár. Dugnaður og kraftur að taka þetta stóra verkefni að þér, þetta hefði engin gert fyrir okkur nema þú. Enda vissum við að við gæti treyst þér fullkomlega fyrir honum. Það lýsir því bara hversu traust vinasambönd okkar var.

Þú varst hugmyndarík og yfirnáttalega skipulögð. Komst aldrei of seint, þurftir oftast bíða eftir hinum. Þú varst kosinn gleðigjafi í vinnunni þinni, enda finnst okkur sá titill passa vel við og lýsa þér vel.

Elsku gullið mitt, þú þurftir dragast með hana Verkfríði með þér. Eins og þú kallaðir bakverkina þín og slitgigtina.  Versti dómurinn sem þú fékkst var að ekkert væri hægt að gera fyrir þig og þú mættir bara lifa með þessa verki þína. Þú varst alls ekki ánægð með það og þetta var ekki fyrir þig að stoppa að vinna. Enda prófaðir þú mörgum sinnum þar til þú játaðir þig sigraða. En þú varst gefin þeim kostum að gera grín af þessu, sem hjálpaðir þér í gegnum þetta. Það var samkomulag milli okkar, að þú mættir kvarta og kveina í mér. Annars kvartaðir þú aldrei, vildir ekki fá vorkunn frá neinum. En máttir aldrei aumt sjá, þá varst þú fyrst mætt á staðinn. Þér fannst svo gaman að gera grín. Þú og Þórður gátuð fíflast og strítt öllum í kringum ykkur. Stundum urðu þið eins og smá krakkar eftir mikið sælgætisát.

Elsku engill

Hvert svo sem för þinni er heitið, veit ég að leið þín mun verða ætið þrunginn gleði og hlátri. Ég veit að þú munt taka á móti mér þegar minn tími á jörðunni er allur.  Þá munum við fagna og hlægja á ný. Þá förum við pottþétt í eina bakarísferð.

Elsku hjartans Smári og Catrine, Hrannar og Guðfinna, foreldrar Sigfrið og Erla

systkini og ættingjar.

Megi guð gefa ykkur styrk á þessum erfiðum tímum. Að við góðu vinir ykkar munum annast ykkur í sorgum ykkar

Óðum steðjar að sá dagur,
afmæli þitt kemur enn.
Lítill drengur, ljós og fagur
lífsins skilning öðlast senn.
Vildi ég að alltaf yrði
við áhyggjurnar laus sem nú,
en allt fer hér á eina veginn,
í átt til foldar mjakast þú.

/

Ég vildi geta verið hjá þér
veslings barnið mitt.
Umlukið þig með örmum mínum.
Unir hver við sitt.
Oft ég hugsa auðmjúkt til þín
einkum, þegar húmar að.
Eins þótt fari óravegu
átt þú mer í hjarta stað.

/

Man ég munað slíkann,
er morgun rann með daglegt stress,
að ljúfur drengur lagði á sig
lítið ferðalag til þess
að koma í holu hlýja,
höfgum pabba sínum hjá.
Kúra sig í kotið hálsa
kærleiksorðin þurfti fá.

/

Einka þér til eftirbreytni
alla betri menn en mig.
Erfiðleikar að þó steðji
alltaf skaltu vara þig,
að færast ekki í fang svo mikið,
að festu þinnar brotni tré.
Allt hið góða í heimi haldi
í hönd á þér og með þér sé.

(Vilhjálmur Vilhjálmsson.)

Kær kveðja.

Elísa Henný, Þórður Kjeld, Sigurjón Ingi, Kristján Reynir og Finnbogi Gylfi.