5. apríl 1995 | Minningargreinar | 168 orð

GÍSLI H. DUNGAL

GÍSLI H. DUNGAL

Gísli Dungal fæddist í Reykjavík 27. september 1932. Hann lést 27. mars sl. í Víðinesi. Foreldar hans voru Halldór Pálsson Dungal og Nanna Ólafsson Dungal. Bræður Gísla eru Páll og Höskuldur. Hann útskrifaðist frá Verslunarskóla Íslands 1947 og tók mikinn þátt í félagslífinu þar. Hann vann hjá línudeild Pósts og síma, starfsmannadeild varnarliðsins 1948, bókhaldari hjá DAS, skrifstofumaður hjá ÍSAL, átti og rak fyrirtækið Landsstjörnuna og síðast átti hann og rak innflutningsfyrirtækið Bakaramiðstöðina. Gísli kvæntist Ingu Birnu Gunnarsdóttur 1955. Þau eignuðust þrjú börn, Halldór, Ævar Orra og Davíð Loga. Þau skildu 1963. Halldór býr á Spáni með sambýliskonu sinni Fransisku (Paqui) Vazquezlorbacho, þau eiga þrjú börn, tvær dætur og einn son. Halldór á einnig tvær dætur með fyrri sambýliskonum sínum. Ævar Orri á með konu sinni, Ásdísi Ámundadóttur, tvær dætur. Davíð Logi á með konu sinni Önnu Þórarinsdóttur, tvær dætur og einn son sem fermist ásamt dóttur Ævars næstkomandi sunnudag. Útför Gísla verður gerð frá Fossvogskapellu í dag, 5. apríl, og hefst athöfnin kl. 10.30.Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.