RÍKARÐUR Ríkarðsson setti á föstudagskvöldið Íslandsmet í 100 m flugsundi í 50 m laug. Ríkarður tók þátt í bandaríska meistaramótinu sem haldið er í Seattle og synti þar á 56,22 sekúndum og bætti eigið met frá því í júlí síðastliðnum um 5/100 úr sekúndu.
RÍKARÐUR Ríkarðsson setti á föstudagskvöldið Íslandsmet í 100 m flugsundi í 50 m laug. Ríkarður tók þátt í bandaríska meistaramótinu sem haldið er í Seattle og synti þar á 56,22 sekúndum og bætti eigið met frá því í júlí síðastliðnum um 5/100 úr sekúndu.

Ríkarður stefnir að því að komast á Ólympíuleikana í Sydney og er nú 97/100 úr sekúndu frá lágmarkinu sem er 55,25 sekúndur.