Verslun Ný verslunarmiðstöð við Engihjalla NÝ verslunar- og þjónustumiðstöð verður formlega opnuð á sunnudag við Engihjalla í Kópavogi. Hér er um að ræða húsnæði þar sem verslunin Kaupgarður var áður til húsa en hún hætti starfsemi sl. vor.

Verslun Ný verslunarmiðstöð við Engihjalla

NÝ verslunar- og þjónustumiðstöð verður formlega opnuð á sunnudag við Engihjalla í Kópavogi. Hér er um að ræða húsnæði þar sem verslunin Kaupgarður var áður til húsa en hún hætti starfsemi sl. vor.

Í hinni nýju verslunarmiðstöð verður matvöruverslunin 10.11, leikfanga- ritfangaverslunin Memo, Sveinn bakari, Efnalaugin Svanlaug, Snyrtivörustofan og -verslunin Rós, og Hárgreiðslustofa Siggu Finnbjörns en fyrir voru í húsinu söluturninn Snakkhornið, útibú frá Sparisjóði Kópavogs og kjötvinnsla Fjallalambs hf.

Húsnæði verslunarmiðstöðvarinnar er alls um 1.300 fermetrar en þar af er 10.11 verslunin með um 400 fermetra.

FRAMKVÆMDIR - Unnið er af miklum krafti að því að innrétta hina nýju verslunar- og þjónustumiðstöð í Engihjalla.