Gómsætt heimagert múslí með trönuberjum

Múslíið bragðst dásamlega með grískri jógúrt og ferskum berjum.
Múslíið bragðst dásamlega með grískri jógúrt og ferskum berjum.

Þetta heimagerða múslí geta allir gert. Það tekur lítinn tíma og litla fyrirhöfn að útbúa en útkoman er gómsætt múslí sem bragðast vel með til dæmis skyri eða grískri jógúrt.

Hráefni:

  • Lúka af söxuðum möndlum
  • Lúka af graskersfræjum
  • Lúka af kasjúhnetum
  • u.þ.b. þrjár lúkur af haframjöli
  • Ein matskeið kókosflögur
  • þrjár matskeiðar af Sukrin Fiber-síróp (glært)
  • Hálf lúka af þurrkuðum trönuberjum
  • Hálf teskeið kanilduft

Aðferð:

  1. Forhitaðu ofninn í 180°.
  2. Settu möndlur, graskersfræ, kasjúhnetur, haframjöl, kókosflögur, kanilduft og síróp í skál og hrærðu vel.
  3. Dreifðu blöndunni á bökunarpappír á ofnplötu og bakaðu í ofni í um 15-20 mínútur.
  4. Að lokum er múslíið bragðbætt með þurrkuðum trönuberjum, rúsínum, súkkulaðispænum eða hverju sem er.
Glæra Sukrin Fiber sýrópið hentar vel í bakstur.
Glæra Sukrin Fiber sýrópið hentar vel í bakstur.
Það má nota hnetur og fræ af öllu tagi í …
Það má nota hnetur og fræ af öllu tagi í múslíið. Getty Images/iStockphoto
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert