Blómkálsbotninn kemur skemmtilega á óvart

Áleggið er síðan valið eftir smekk hvers og eins.
Áleggið er síðan valið eftir smekk hvers og eins. Ljósmynd/Ljúfmeti og lekkerheit

Uppskriftinni að þessari dásamlegu pítsu með blómkálsbotni deildi Svava Gunnarsdóttir sem heldur úti matarblogginu Ljúfmeti og lekkerheit með lesendum sínum. „Hefðbundna hveitibotninum er skipt úr fyrir blómkálsbotn sem kemur skemmtilega á óvart og er bæði einfalt og gott,“ segir Svava um þessa girnilegu uppskrift. 

Pítsan er afar girnileg.
Pítsan er afar girnileg. Ljósmynd/Ljúfmeti og lekkerheit

Blómkálspítsabotn, uppskriftin gefur tvo þunna botna

  • 250 g ferskur mozzarella, rifinn (2 stórar kúlur)
  • 1 blómkálshaus, meðalstór
  • 2 egg
  • 70 g parmesanostur, rifinn
  • Salt og pipar
Hráefnunum blandað saman.
Hráefnunum blandað saman. Ljósmynd/Ljúfmeti og lekkerheit

Hitið ofninn í 200°C. Rífið mozzarella, blómkál og parmesanost og blandið saman við eggin. Saltið og piprið. Fletjið þunnt út á tvær ofnplötur og bakið í 20 mínútur. Takið botnana úr ofninum, setjið á álegg eftir smekk og látið síðan aftur í ofninn í 5 mínútur.

Botninn er fyrst bakaður í 20 mínútur einn inni í …
Botninn er fyrst bakaður í 20 mínútur einn inni í ofni. Ljósmynd/Ljúfmeti og lekkerheit
Eftir að búið er að setja áleggið á er pítsan …
Eftir að búið er að setja áleggið á er pítsan sett aftur inn í ofn í 5 mínútur. Ljósmynd/Ljúfmeti og lekkerheit
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert