Heimalagað apríkósusúkkulaði

Það er fátt notalegra en að eiga súkkulaði í hollari …
Það er fátt notalegra en að eiga súkkulaði í hollari kantinum með kaffibollanum þegar lægðin lemur gluggann. Eggert Jóhannesson

Það er mun minna mál að gera sitt eigið súkkulaði en flesta grunar. 

120 g kakósmjör
30 g hnetusmjör
60 g hreint ósætt kakó
3 msk. hunang
¼ tsk. sjávarsalt
60 g apríkósur og goji-ber til að toppa með. Það má vel bæta við kókosflögum.

Bræðið kakósmjör og hnetusmjör í vatnsbaði.
Hrærið hunangi og kakói saman við með gafli.
Bætið saltinu við.
Hellið súkkulaðinu í konfektmót eða í bökunarpappírsklætt kökuform/skúffu.
Saxið apríkósurnar og dreifið yfir súkkulaðið ásamt goji-berjum.
Látið storkna í kæli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert