Mangó- og gulrótaríspinnar

Gullfallegir og meinhollir íspinnar.
Gullfallegir og meinhollir íspinnar.

Þessir pinnar henta vel börnum sem eru að taka tennur og klæjar í góminn en þá er betra að sleppa hunanginu þar sem hunang er ekki æskilegt mjög ungum börnum. Pinnarnir eru sniðug leið til að fá börn til að að borða meira grænmeti en gulrætur eru mjög hollar og vítamínríkar. Safinn úr þeim er til dæmis mjög d-vítamínríkur.  

Fyrir fullorðna fólkið er sniðugt að setja vel af fersku engifer og túrmerik í pinnana en þá eru þeir orðnir sannkölluð heilsusprengja.

150 g frosið mangó
2 dl hreinn gulrótarsafi
1 dl appelsínusafi
1/2 tsk. ferskt engifer ef vill
2 msk. hunang ef vill

Öll hráefnin fara í blandara og er blandað saman þar til blandan verður kekkjalaus. Hellið í íspinnaform og frystið yfir nótt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert