Pantaðu pitsu með góðri samvisku

Pizzan í ár er samsett af Chorizo pylsu, furuhnetum, chili …
Pizzan í ár er samsett af Chorizo pylsu, furuhnetum, chili pipar í sætum legi, papriku, kjúklingi, ferskum mozzarella og chili majónesi.

Nú getur þú pantað pitsu með góðri samvisku því góðgerðarpitsa Domino's er komin í sölu. Þetta er í fjórða skipti sem Domino’s býður upp á góðgerðarpitsu en í fyrra söfnuðust 4,9 milljónir. „Salan á pitsunni fer mjög vel af stað, en við teljum það vera samblandi af girnilegri pitsu og góðum málstað að þakka,“ segir Anna Fríða Gísladóttir hjá Domino's en salan hófst á mánudag og verður pitsan til sölu út föstudag.

„Á seinasta ári veittum við Barnavinafélaginu Hróa Hetti rúmlega 4,9 milljónir. Við stefnum að því að gera enn betur í ár en öll salan af góðgerðarpitsunni rennur óskipt til Konukots. Við erum einstaklega stolt af þessu verkefni og hvetjum við fólk til að taka þátt og fjárfesta í einstaklega góðri pitsu og láta gott af sér leiða.”

Anna Fríða segir flatbökuna í ár vera með eindæmum góða og jafnvel betri en þá síðustu. „Ég tel að pitsan sé bragðmikil og rífi örlítið í, en ferski mozzarella-osturinn og sæti chilli-piparinn veita gott mótvægi. Hrefna Rósa Sætran hannar pitsuna líkt og síðustu ár og fær frjálsar hendur við samsetninguna. Pitsurnar hafa þótt einstaklega góðar og ég er ekki frá því að Hrefna hafi toppað sig í ár!“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert