Minnkar ringulreið í eldhússkúffunum

Mælistikuna má einnig nota til að smyrja brauð.
Mælistikuna má einnig nota til að smyrja brauð.

Hönnunarhúsið Polygons kynnti nýverið á Kickstarter afar hentuga mælistiku til baksturs og matargerðar. Um er að ræða einfalt plaststykki sem hægt er að bretta upp á á fjóra mismunandi vegu eftir mælieiningum. Mælistikan er sérlega einföld og kemur í veg fyrir ringulreið í eldhússkúffunni.

Þar sem stikan er bein og ferköntuð má einnig nota hana til þess að smyrja brauð eða skrapa saman leifar af því sem gæti hafa sullast á borðið. Mælistikan er einnig afar þétt þannig að í hana má setja hvers kyns vökva eða duft.

Mælistikan er sniðug nýjung sem safnar nú fé á kickstarter.com
Mælistikan er sniðug nýjung sem safnar nú fé á kickstarter.com
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert