Fullkomið sunnudagsbrauð

Hollt, gott og fljótlegt!
Hollt, gott og fljótlegt! Eggert Jóhannesson

Ekkert lát virðist vera á dálæti Íslendinga á súrdeigsbrauði. Fólk leggur það hiklaust á sig að keyra út um borg og bý fyrir vel gerðan hleif af þessu heilnæma brauði. Hér kemur fljótleg uppskrift sem ég hendi gjarnan í þegar svangar vinkonur, litlir frændur, magnaðar mágkonur eða óþekk börn ber að garði. Súrdeigsbrauðið góða á ég yfirleitt niðurskorið í frysti svo þetta tekur innan við 5 mínútur að útbúa.

4 sneiðar ristað súrdeigsbrauð
4 msk. granateplakjarnar (fæst frosið en er best ferskt)
2 vel þroskaðar lárperur
Gott salat eða ferskt krydd eftir smekk t.d. klettasalat, spínat, spírur eða fjallasteinselja.
Sítrónuolía (eða 1 dl. olífuolía með 1 msk. af smátt rifnum sítrónuberki.)
Salt og pipar

  1. Leggið ristaðar sneiðarnar á disk.
  2. Stappið lárperuna í skál og deilið henni jafnt á sneiðarnar.
  3. Saltið og piprið.
  4. Setjið salatið á sneiðarnar og 1 msk. af granateplakjörnum ofan á.
  5. Hellið um 1 tsk. af sítrónuolíu yfir hverja sneið. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert