Besta leiðin til að þrífa blandarann

Að þrífa blandarann er auðveldara en marga grunar.
Að þrífa blandarann er auðveldara en marga grunar.

Blandarinn er notaður daglega á mínu heimili. Stundum oftar en einu sinni. Ekki fyrir löngu keypti ég mér blandara sem ekki er mælt með að setja í uppþvottavél. Þá kenndi mér góð kona þetta snilldar trix sem sjá má hér í myndbandinu að neðan. Þetta virkar best á blandara sem eru með heilli könnu það er að segja sem ekki þarf að skrúfa botninn undan til að þrífa. 

Þetta ráð er ekkert nýtt undir sólinni en það eru án efa einhverjir sem vita þetta ekki eins og ég og því kemur hér góð og gild upprifjun.

Að því sögðu er ágætispæling ef þú ert í blandarahugleiðingum – að kaupa blandara sem er með heilli könnu sem ekki þarf að skrúfa í sundur og helst úr plasti. Ég hef stútað ófáum glerkönnum með því að þvo þær með of heitu vatni eða almennum klunnaskap! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert