Jólalegur kósýlisti Siggu Toll

Sigríður er mikil stemmingskona og deilir hér uppskrift af góðum …
Sigríður er mikil stemmingskona og deilir hér uppskrift af góðum jólaboðslista. Brynjar Snær Þrastarson

„Tónlist er auðvitað bara partur af öllu sem ég geri - og það er alltaf músík. Hins vegar finnst mér líka óskaplega gott að slökkva á henni og dvelja í þögn,“ segir Sigríður Thorlacius ein ástsælasta söngkona landsins betur þekkt sem Sigga Toll.

Er eitthvað sértakt lag sem hlustað er á við jólaborðhaldið á þínu heimili ?
„Ég er alin upp við það að hlustað er á jólamessuna í útvarpinu og sungið með. Þar er ég helst ekki til í að gera neinar málamiðlanir. Ef einhver jólahefð er mér mikilvæg þá er það þessi. Aðventan er eitt og svo jólin sjálf allt annað. Popplög mega hljóma á aðventunni. En á sjálfum jólunum þá fæ ég algjört popp-óþol.“

Hvaða jólalag er þér kærast ? 
„Jólakötturinn hennar Ingibjargar Þorbergs er mér eiginlega kærast. Mér finnst þessi saga af kettinum bara svo flott - og lagið litar söguna svo vel. Dramatískt, drungalegt og rammíslenskt.“

Hvernig er uppskrift af fullkomnu kósíkvöldi?
„Hún er ekki til. Hún fer eftir aðstæðum og einstaklingum. Svo finnst mér hugtakið óþolandi. Kósíkvöld. Get það ekki. En maður er auðvitað sífellt að eiga góðar og gefandi stundir.“

Matarvefurinn bað Siggu um að útbúa notlegan jólalista sem tilvalin væri til að hlusta á í jólaboðum.

„Þetta held ég að gæti verið ansi skotheldur lagalisti fyrir matarboð - það skal tekið fram að hann á við um borðhald. Svo væri ýmislegt kannski borið á borð eftir mat og irish - eða hvað það er sem fólk fær sér í jólakjölfarið," segir Sigga en sjálf gaf hún ásamt Sigga í Hjálmum út stórgott og notalegt lag sem tilvalið er að bæta við. Lagið geti þið séð hér að neðan.

  1. Jólasnjór (Ellý og Villi) 
  2. Hin fyrstu jól (Ingibjörg Þorbergs) 
  3. White Christmas (Mahalia Jackson) 
  4. Have Yourself a Merry Little Christmas (Judy Garland) 
  5. The Night Before Christmas Song (Russ Morgan) 
  6. Winter Wonderland (The Andrew Sisters) 
  7. Christmas Dreaming (Frank Sinatra) 
  8. Blue Christmas (Elvis Prestley) 
  9. Jólastelpa (Kósý) 
  10. What Christmas Means To Me (Stevie Wonder)


Siggi og Sigga verða með jólatónleika í Hörpu 20. des.
Siggi og Sigga verða með jólatónleika í Hörpu 20. des. Brynjar Snær Þrastarson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert