Ofnbakaðar fíkjur með geitaosti og hunangi

Ferskar fíkjur eru einstaklega safaríkar og bragðgóðar. Þær fást nú …
Ferskar fíkjur eru einstaklega safaríkar og bragðgóðar. Þær fást nú æ oftar hérlendis. alberteldar.com

Albert eldhúsmeistari er í feiknalegu fíkjustuði og „hendir“ í frábæran rétt sem hentar vel sem smáréttur eða forréttur.

„Á ferðalagi í Grikklandi fyrir mörgum árum bragðaði ég ferskar fíkjur í fyrsta skipti. VÁ! hvað þær brögðuðust vel. Það er langur bragðvegur frá þurrkuðum fíkjum til þeirra fersku.“

Hátíðlegur smáréttur sem hentar vel með góðu vínglasi.
Hátíðlegur smáréttur sem hentar vel með góðu vínglasi. alberteldar.com

Ofnbakaðar fíkjur með geitaosti og hunangi

8-10 ferskar fíkjur

100-130 g geitaostur

1 dl pekanhnetur

1 msk. mynta

2 msk. hunang

salt og pipar.

Skerið kross í fíkjurnar og kreistið þær neðst svo þær opnist. Setjið bita af geitaosti í sárið. Raðið í eldfast form. Stráið pekanhnetum í botninn á forminu, hellið hunanginu yfir fíkjurnar, stráið myntu yfir og aðeins af salti og pipar. Bakið við 180 í um 10 mín.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert