Silkimjúk kaffi- og súkkulaðimús

Einföld og bragðmikil súkkulaðimús fyrir kaffiunnendur.
Einföld og bragðmikil súkkulaðimús fyrir kaffiunnendur. Árni Sæberg

Kristín María Dýrfjörð markaðastjóri hjá Te og Kaffi er mikill kaffiunnandi og er því í réttu starfi. Hún segir kaffi ekki vera bara kaffi frekar en rauðvín eða súkkulaði. Gæðamunurinn geti verið mjög mikill. „Hver tegund hefur sitt sérkenni eftir því hvar hún vex í heiminum og hvernig hún er meðhöndluð.“

Ef þú vilt gera vel við þig “kaffilega” hvað drekkur þú þá ?
Fyrir utan Irish Coffee þá ?," segir Kristín og hlær. „ Ég er mjög veik fyrir öllu sem toppað er með rjóma, þeirri yndislegu náttúruafurð. Þessa dagana er Leppalúði mitt uppáhald, einn jóladrykkjanna okkar í ár, en það er tvöfaldur latte með irish cream sýrópi, rjóma og muldum piparbrjóstsykri.“

Hvaða mistök gerir fólk helst í kaffimálum?
„Mestu mistökin eru að nota ekki gott eða ferskt hráefni. Röng hlutföll af kaffi á móti vatni í uppáhellingu eru einnig algeng mistök. Það er, að mæla ekki og vigta. Ágæt þumalputtaregla er 60 grömm af kaffi á móti 1 lítwer af vatni.“

Það eru miklar sveiflur í kaffitísku. Hvað er vinsælt núna?
„Gamli uppáhellingurinn hefur verið vinsæll undanfarið, uppfærður á nýja tíma. Nú skiptir öllu máli að mæla og vigta. Hægt er að prófa marga mismunandi gerðir af uppáhelling á Micro Roast staðnum okkar í Aðalstræti sem dæmi. Hario, Aeropress, Siphon, Chemex og fleira en gaman er að sjá hvernig sama kaffið kemur mismunandi út með ólíkum uppáhelliaðferðum.“

Kristín deilir hér uppskrift af silkimjúkri kaffi- og súkkulaðimús.

Ég mæli með Hátíðarkaffi frá Te & Kaffi, það er …
Ég mæli með Hátíðarkaffi frá Te & Kaffi, það er fullkomið eftirréttakaffi. Kaffið er samvinnuverkefni 10 búgarða sem staðsettir eru í kringum RioNegro smábæinn í Iquira. Árni Sæberg
200 gr súkkulaði (100 gr suðusúkkulaði og 100 gr rjómasúkkulaði)
4 eggjarauður
500 ml rjómi
4 msk uppáhellt kaffi, ég notaði jólakaffi frá Te & Kaffi.

Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og látið kólna í smá stund.
Þeytið eggjarauður létt með gaffli og blandið kaffinu saman við þær.
Hrærið eggjablöndunni svo saman við súkkulaðið.
Blandan á að vera glansandi falleg. Léttþeytið rjómann og blandið súkkulaðinu varlega saman við.
Hellið í litlar skálar og kælið í ískáp í nokkrar klukkustundir.

Jólakaffið gerir músina hátíðlega en það er með sætum keim …
Jólakaffið gerir músina hátíðlega en það er með sætum keim af hitabeltisávöxtum. Árni Sæberg
Kristín María er er mikill kaffiunnandi og hellir kaffinu í …
Kristín María er er mikill kaffiunnandi og hellir kaffinu í kokteila og eftirrétti!
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert