Uppþvottavélin þrifin - aðferð

Uppþvottavélar eru uppáhald margra.
Uppþvottavélar eru uppáhald margra. Árni Sæberg

Það er nauðsynlegt að þrífa sjálfa uppþvottavélina reglulega til að hún geti skilað góðu verki. Hægt er að kaupa sérstakt efni í vélina til þess en það má einnig gera það með ókemískum efnum sem leynast í flestum eldhússkápum. Auk þess er gott að láta vélina ganga af og til án leirtaus til að skola sig.

Þú þarft:
Uppþvottalög
Hvítt edik
Matarsóda
Tannbursta
Uppþvottabursta

Svona lítur sían í flestum uppþvottavélum út.
Svona lítur sían í flestum uppþvottavélum út.
  1. Byrjið á að fjarlægja síuna úr vélinni en þar safnast gjarnan fitan og matarafgangar. Sían er staðsett í botni vélarinnar en hana þarf að þrífa reglulega. Látið síuna liggja í heitu sápuvatni í um 15 mínútur. Ef enn eru föst óhreinindi í síunni skaltu skrúbba hana varlega með tannbursta en sían er ekki mjög harðgerð svo farðu varlega.

  2. Setjið síugreyið aftur á sinn stað.

  3. Hellið 1 bolla af ediki í vélina og látið hana ganga á lengsta prógramminu. Sýran í edikinu hreinsar og losar vonda lykt.

  4. Dreifið einum bolla af matarsóda í botn vélarinnar og látið liggja yfir nótt.

  5. Skrúbbið botninn lauslega með uppþvottabursta.

  6. Setjið vélina í gang og látið hana ganga einn hring tóma.

  7. Nú ætti hún að vera skínandi fín og þvo mun betur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert