Cappuccino-pavlovan hennar Nigellu Lawson

Sjónvarpskokkurinn Nigella lítur frábærlega út eins og flest sem hún …
Sjónvarpskokkurinn Nigella lítur frábærlega út eins og flest sem hún framreiðir í eldhúsinu. Skjáskot Stylist

Á næstu dögum eru margir með veislur fyrir fjölskyldu og vini og einnig styttist óðfluga í áramótin! Margir eru uppiskroppa með góðar hugmyndir að hátíðarmat. Því er tilvalið að kíkja á vinsælar uppskriftir frægra sjónvarpskokka. Nigella Lawson stendur alltaf fyrir sínu en hér er dýrindis Cappuccino-pavlova frá henni en fleiri uppskriftir má sjáí Sunnudagsblaðinu sem kom út í dag.

Fyrir 8-10

250 g sykur (fíngerður ef til er)
4 tsk. fínmalað instant espresso-duft (ekki malað kaffi heldur sérstakt duft notað í bakstur)
4 eggjahvítur (af stórum eggjum)
salt á hnífsoddi
2 tsk. maísmjöl
1 tsk. hvítvínsedik
300 ml rjómi
1 tsk. kakó

Hitaðu ofninn í 180 °C. Leggðu bökunarpappír ofan á ofnplötu og taktu 23 cm kringlótt form, leggðu það ofan á plötuna og teiknaðu hring eftir útlínunum.

Hrærðu sykri saman við instant espresso-duft í lítilli skál og settu til hliðar.

Stífþeytið eggjahvíturnar með saltinu í hrærivél. Haltu áfram að þeyta og bættu sykur-kaffi-blöndunni út í, einni skeið í einu. Þegar þú ert komin með stíft, ljósbrúnt marengs, settu þá maísmjöl og edik út í og hrærðu varlega.

Smyrðu marengsblöndunni inn í teiknaða hringinn. Notaðu spaða til að slétta og jafna.

Settu inn í ofn og lækkaðu strax í 150 °C og bakaðu í klukkutíma. Slökktu á ofni og láttu kólna inni í ofninum. Þegar marengsinn hefur kólnað, taktu hann út, hvolfdu honum og taktu pappírinn varlega af.

Þeyttu rjómann og smyrðu ofan á marengsinn. Ýttu kakói í gegnum sigti yfir kökuna með teskeið, eins og gert er yfir bolla af cappuccino.

Nigella Lawson stendur alltaf fyrir sínu en hér er dýrindis …
Nigella Lawson stendur alltaf fyrir sínu en hér er dýrindis Cappuccino-pavlova frá henni.
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert