Morgunkorn sem verður aldrei lint

Svona helst morgunkornið stökkt dögum saman!
Svona helst morgunkornið stökkt dögum saman! obol.co

Obol er nýjasta æðið hjá lötum morgunkornsunnendum. Skálin vissulega nýsköpun sem mun breyta lífi þeirra sem elska að borða fyrir framan sjónvarpið eða þeirra sem eru lengi að borða og gæti því jafnvel unnið gegn matarsóun. Skálin er tvískipt svo morgunkornið fer öðru megin í hana en mjólkin hinumegin. Hugmyndin er því að morgunkornið sé sett í skeiðina og skeiðinni dýft í mjólk. Þannig er morgunkornið alltaf stökkt og það má vel setja afganginn inn í ísskáp. Skálin er einnig með sérstöku handfangi svo auðvelt er að halda á henni í sófa.

Sérstakt handfang er undir skálinni til að hægt sé aðborða …
Sérstakt handfang er undir skálinni til að hægt sé aðborða uppi í rúmi eða sófa. Obol.co

Obol hefur fengið mikla athygli í Bandaríkjunum og verið prufuð í vinsælum morgunþáttum á borð við The Chew. Skálin er framleidd í Kanada en hana má kaupa á Amazon fyrir sem nemur 1.700 krónum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert