Burt með steikarbræluna

Steikingarbræla er óþolandi og getur hangið yfir heimilinu í fleiri …
Steikingarbræla er óþolandi og getur hangið yfir heimilinu í fleiri daga.

Steikarbræla er hvimleið sérstaklega ef verið er að steikja kjöt á borð við beikon. Ýmis ráð geta hjálpað til við að koma í veg fyrir að steikarbrælan hangi í húsinu jafnvel dögum saman.

1. Áður en hafist er handa viða steikja er mikilvægt að loka inn í öll herbergi og opna glugga. Efni á borð við rúmföt og gluggatjöld draga í sig lykt. Það er því best að loka skápum og þeim rýmum sem hægt er.

2. Mikilvægt er að þrífa strax potta og pönnur, borð og annað sem fitan nær til og fara út með ruslið séu matarleifar í því. Lyktin hangir lengur í loftinu sé fitan enn á staðnum.

4. Sjóðið 2 bolla af vatni með 2 msk af ediki út í ú um það bil 10 mínútur. Bætið  við kanilstöng eða fersku kryddi.

5. Það hefur gefist vel að skilja eftir opið ílát með kaffikorg, matarsóda eða ediki á eldhúsbekknum til að draga í sig lyktina.

6. Ef allt þrýtur mælir vefsíðan Food52 með því að baka smákökur til að fá aftur góða lykt í loftið!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert