Wellingtonsnittur á 35 mínútum

Wellington í bitastærð er án efa ein besta hugmynd heims …
Wellington í bitastærð er án efa ein besta hugmynd heims að mati nautakjötsunnenda. delish.com

Vefsíðan Delish stingur upp á þessum girnilegum Wellingtonbitum sem frábærum smárétti um hátíðirnar. Það besta er að smáréttaútgáfan af þessum dásamlega rétti tekur aðeins brot af þeim tíma sem annars tekur að útbúa kjötið og ekki er þörf á kjöthitamæli. Delsih gerir ráð fyrir 20 mínútum í undirbúning og 15 mínútum inn í ofni.

1 msk olía
2 pakkar af frosnu smjördeigi, afþýtt
900 gr nautalund snyrt og skorin í sirka 2,5 cm teninga
1 msk smjör
180 g sveppir (gjarnan blandaðir)
2 skarlottlaukar
1 msk ferskt rósmarín (auk stilkanna til að skreyta með)
4 msk dijon sinnep
1 egg, létt hrært
Salt
Svartur nýmalaður pipar

Hiti ofninn upp í 200 gráður og setjið bökunarpappír á tvær plötur.
Hitið olíu á stórri pönnu á meðal hita.
Þurrkið kjötið með eldhúsrúllu. Saltið og piprið.
Setjið kjötið á pönnuna og lokið kjötbitunum með því að brúna þá í um 2-3 mínútur.
Takið kjötið af pönnunni og setjið til hliðar.
Þrífið pönnuna.
Bræðið smjör á pönnunni á miðlungs hita. Steikið sveppina og skarlottlaukinn. Bætið rósmaríninu út á pönnuna og slökkvið undir henni.
Stráið hveiti á hreint yfirborð og takið smjördeigið úr pakkanum og fletjið það uns það er orðið sirka 0,3 cm.
Skerið hvert deig í um 16 ferninga.
Setjið 1 tsk af sinnepi á hvern ferning og einn kjötbita. Næst fer 1 msk af sveppablöndunni ofan á kjötið.
Lokið deiginu með því að brjóta það saman að ofan og gatið með gafli.
Raðið bögglum á plötu og penslið með egginu.
Bakið í 14-16 mínútur þar til deigið er tekið að gyllast.
Skreytið með rósmaríngreinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert