Glæsilegasta gamlárspartýið var hjá Ömmu Áslaugu

Það var mikið fjör hjá börnunum í gamlárspartýi. Á myndinni, …
Það var mikið fjör hjá börnunum í gamlárspartýi. Á myndinni, frá vinstri: Thor Davíð, Jón Jökull, Alba og Einar Kári. Áslaug Snorradóttir

Það var kátt á hjalla hjá vinunum sem komu saman í gamlárspartý. Matur í þeirra stærð var á boðstólum sem gerði það auðvelt fyrir litla putta að meðhöndla. Öll dýrin í skóginum, hvort sem er hér á landi eða í heitu löndunum, prýddu borðið ásamt blómum og dýrindis kræsingum.

Gúrkubrauðterta. Raspaðar gúrkur, formbrauð og majónes. Brauðið skorið út eða …
Gúrkubrauðterta. Raspaðar gúrkur, formbrauð og majónes. Brauðið skorið út eða klippt með skærum í réttar stærðir og hvítlauksbættu majónesi smurt á hverja sneið. Áslaug Snorradóttir

Áslaug Snorradóttir, ljósmyndari og frumkvöðull í matarmenningu á Íslandi, sá um boðið fyrir börnin en hún segir það gamlan draum að halda lekkert boð fyrir litlar manneskjur. „Fjölbreyttar samverustundir eru það besta. Ég finn fyrir eintómri gleði við að gera hverja máltíð skemmtilegri og gera sér alltaf dagamun. Þá reynir á sköpunargáfuna, því það þarf hvorki að vera flókið né vesen. En maður á alltaf að dekra við sig og hrista upp í vananum. Það er svo nauðsynlegt fyrir okkur að upplifa alltaf eitthvað nýtt, því lífið er alltaf nýtt og nýtum það upp á nýtt,“ segir Áslaug kát. „Svo eigum við að nota allt sparidótið okkar óspart, ekki vera að geyma það fyrir einhverjar sérstakar stundir því allar stundir eru sérstakar.“

Bananabátur með caprese-stöng. Mozarella ostakúlur og kirsuberjatómatur ásamt basilíkulauf.
Bananabátur með caprese-stöng. Mozarella ostakúlur og kirsuberjatómatur ásamt basilíkulauf. Áslaug Snorradóttir
Áslaug Snorradóttir matarlistakona hélt stórkostlegt gamlárspartý fyrir dótturdóttur sína.
Áslaug Snorradóttir matarlistakona hélt stórkostlegt gamlárspartý fyrir dótturdóttur sína. Áslaug Snorradóttir

Áslaug vinnur iðulega með vinkonu sinni og samstarfsfélaga til margra ára, Kristínu Björgvinsdóttur, útstillingahönnuði. Saman eru þær gjarnan kallaðar „raðarinn og myndatakarinn“ en þær gáfu til dæmis saman út bókina About Fish sem vakti mikla lukku á sínum tíma. Þær hafa skreytt og hannað mat fyrir ófáar veislurnar og hlotið mikið lof fyrir. „Ég hef sérstaklega gaman af því að dúllast með míníatúrmat eftir að ég varð amma,“ segir Áslaug en barnabarnið hennar Alba er einmitt í matarboðinu á myndunum. „Ég kalla það Ölbutapas og set þá allskonar smotterí á dúkkudiska og barnið situr og nýtur þess að stinga upp í sig í langan tíma sem er bæði róandi, skemmtileg og falleg stund.“

Alba og vinkona hennar skemmtu sér vel enda eru fáir …
Alba og vinkona hennar skemmtu sér vel enda eru fáir betri í að halda skemmtilegar veislur en amma Áslaug. Áslaug Snorradóttir

Áslaug segir að árið 2017 verði spennandi með nýjum matarvenjum. Íslendingar muni í auknum mæli opna heimili sín fyrir ferðamönnum og allt verði mun frjálslegra en áður. „Við verðum meira í lautarferðum og útisamkomum og matarvögnum mun fjölga um allt. Formið „út að borða“ mun breytast sem spennandi verður að fylgjast með“.

Núðluskálar og banabátar með tómat og mosarellaspjótum.
Núðluskálar og banabátar með tómat og mosarellaspjótum. Áslaug Snorradóttir
Girnilegur grjónagrautur.
Girnilegur grjónagrautur. Áslaug Snorradóttir
Heit súkkulaði í dúkkubollum og smágerðar kjötbollur voru meðal veitinga. …
Heit súkkulaði í dúkkubollum og smágerðar kjötbollur voru meðal veitinga. Allt rann þetta ljúflega niður. Áslaug Snorradóttir
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert