Hamborgari í ostapilsi tryllir alnetið

Ostapilsið er dýrkað og dáð víða um heim.
Ostapilsið er dýrkað og dáð víða um heim.

Hamborgari í ostapilsi eða cheeseskirt er mjög vinsæll réttur í hinni hamborgaraóðu Ameríku. Pilsið er gert með því að steikja hamborgara með extra miklum osti svo að osturinn lekur út á pönnuna og harðnar þar í hálfgert ostasnakk. Það má einnig steikja ostinn sér ef fólk vill hafa hann aðskilinn (sjá myndband hér að neðan.) Ostapilsið hefur verið á matseðlum víða um heim í nokkur ár en vinsældir þess virðast aukast jafnt og þétt. Ekki síst þar sem myndbönd af slíkum gjörningi ganga nú um samfélagsmiðla. Sumir eru jafnvel farnir að ganga svo langt að steikja bara ost – og borða hann svo. 

Jóhannes Ásbjörnsson elskar hamborgara!
Jóhannes Ásbjörnsson elskar hamborgara!

Matarvefurinn hafði samband við Jóhannes Ásbjörnsson, betur þekktan sem Jóa á Hamborgarafabrikkunni, og spurði hvort pilsið yrði á matseðli Fabrikkunnar á komandi ári. „Þessi ostapils eru ágætishugmynd, en ekki á stefnuskránni hjá okkur á Fabrikkunni,“ segir Jói sem þó hefur reglulega verið að innleiða nýjungar.

Nú stendur veganúar sem hæst, munuð þið bjóða upp á vegan borgara?
„Okkar viðskiptavinir geta skipt út kjöti fyrir Oumph! og einnig fengið fjóra af vinsælustu borgurunum okkar í 100% vegan útgáfu.“  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert