Bjórkippa sem má borða

Ætt efni sem fellur til við bjórframleiðsluna er notað til …
Ætt efni sem fellur til við bjórframleiðsluna er notað til að halda saman bjórdósunum. saltwaterbrewery.com

Plastið sem heldur saman áldósum í kippum er hættulegt náttúrunni og dýrum á borð við skjaldbökur og fugla. Nú hefur lítið bjórbrugghús að nafninu Saltwater Brewery í Flórída tekið vandamálið föstum tökum og hafið framleiðslu á ætu efni, úr þeim afurðum sem falla til þegar bjórinn er framleiddur.

Þannig er bæði verið að minnka úrgang við framleiðsluna og um leið fæða dýrin í stað þess að drepa þau en ekki er óalgengt að plasthringirnir fari um háls dýranna í sjónum þar sem mikið af rusli endar.

Stofnendur míkróbruggverksmiðjunnar segja leiðarljósið í allri sinni starfsemi vera að heiðra mesta undur veraldar, hafið, og gefa til baka bæði með því að menga ekki sjóinn með plasti og gefa hluta hagnaðarins í góðgerðarfélög.

Stofnendur míkróbruggsmiðjunnar elska hafið.
Stofnendur míkróbruggsmiðjunnar elska hafið. saltwaterbrewery.com

Efnið er framleitt meðal annars úr byggi og brotnar niður í náttúrunni án þess að menga nokkuð en er að sögn framleiðanda alveg jafnsterkt og plast. Nú er bara að bíða og sjá hvort fleiri framleiðendur taki upp þetta nýja efni og minnki þannig skaðleg áhrif á lífríkið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert