Djúpsteiktur kjúklingur í morgunmat 2017

Grænmeti, djúpsteiktur kjúklingur í morgunmat og upprúllaður ís eru meðal …
Grænmeti, djúpsteiktur kjúklingur í morgunmat og upprúllaður ís eru meðal tískufyrirbæra árið 2017 samkvæmt sérfræðingum. Eggert Jóhannesson

Það er ekki aðeins nauðsyn­legt að borða held­ur er skemmti­legt að borða góðan mat. Það get­ur verið spenn­andi að smakka eitt­hvað nýtt eða gam­alt hrá­efni í nýj­um bún­ingi, eins og ís í rúll­um. Lyk­il­orðin á kom­andi ári eru ekki síst minni sóun og meiri nýt­ing, eins og fram kem­ur í grein Condé Nast Tra­veler. Það finna áreiðan­lega all­ir eitt­hvað við sitt hæfi í mat­ar­tísk­unni árið 2017.

Djúpsteiktur kjúklingur í morgunmat

Því er spáð að djúpsteiktur kjúklingur haldi áfram að vera vinsæll. Breytingin verði helst sú að hann verði á boðstólum líka í morgunmat.

Þeir sem leggja leið sína til Washington, DC geta heimsótt veitingastað sem gerir út á þetta. Astro Doughnuts & Friend Chicken býður eins og nafnið gefur til kynna upp á kleinuhringi og steiktan kjúkling, jafnvel borið fram saman þannig að djúpsteikti kjúklingurinn er inni í kleinuhringnum, rétt eins og þetta væri hamborgari.

Bragðmiklum samlokum af ýmsu tagi er líka spáð vinsældum sem morgunmatur, ekki síst út af því hversu auðvelt er að grípa eina með sér.

Djúpsteiktur kjúklingur verður enn vinsælli. Jafnvel í morgunmat.
Djúpsteiktur kjúklingur verður enn vinsælli. Jafnvel í morgunmat. Ljósmynd/Nanna Rögnvaldar

Upprúllaður ís

Ís af ein­hverju tagi mun alltaf eiga upp á pall­borðið en nú er kom­in ný tíska. Bragðaref­ur er kannski ein vin­sæl­asta teg­und­in á Íslandi en á heimsvísu er því spáð að næsta teg­und­in sem nái út­breiðslu verði ís í rúll­um. Einn af þeim stöðum sem selja slík­an ís er 10­Below í New York. Ísinn er bú­inn þannig til að fljót­andi efni er hellt á pönnu og hann síðan skor­inn í lengj­ur og rúllað upp. Oft­ar en ekki er hann bor­inn fram með ávöxt­um eða öðru góðgæti. Það allra nýj­asta er síðan að bera hann fram í vöfflu­formi sem minn­ir á takó.

Inn­blástur­inn að þess­ari tísku er hvernig ís er bor­inn fram hjá götu­söl­um í Taílandi.

Minni matarsóun

Al­menn­ing­ur verður sí­fellt meðvitaðri um mat­ar­sóun, eins og nýj­asta Ára­móta­s­kaupið end­ur­speglaði. En að öllu gamni slepptu held­ur þessi bar­átta áfram enda veit­ir ekki af, ein­um þriðja af mat sem fram­leidd­ur er í heim­in­um er hent, að mati Sam­einuðu þjóðanna.

Stór­markaðir með af­gangs­mat eru liður í þess­ari bar­áttu en einn slík­ur var opnaður í Dan­mörku á síðasta ári og mat­ar­sóun er hrein­lega bönnuð í stór­mörkuðum í Frakklandi.

Baum + Whitem­an spá­ir því að af­klipp­ur af græn­meti, eins og grös­in af gul­rót­um og öðru rót­argræn­meti, verði meira notaðar. Jafn­vel verði veit­ingastaðir með sér­staka rétti helgaða græn­meti sem áður var hent. Því fagna um­hverf­issinnaðir neyt­end­ur.

Matarsóun verður í brennidepli árið 2017.
Matarsóun verður í brennidepli árið 2017. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Hlaðvörp um mat

Hægt er að finna hlaðvörp um allt mögulegt á netinu og líka mat. Hlaðvörpum um mat fjölgar stöðugt og er hægt að velja úr hundruðum þeirra. Condé Nast Traveler mælir með Prince Street, Gastropod og Foodcast sem er á vegum hins þekkta tímarits Bon Appetit og ritstjórans Adam Rapoport. Tilvalið að hlusta á eitt hlaðvarp á meðan verið er að stússast í eldhúsinu.

Meiri áhersla á grænmeti

Matreiðslumenn munu leggja mikla áherslu á grænmeti árið 2017, meira að segja á veitingastöðum sem hafa áður snúist í kringum kjöt. Búast má við því að blómkál, gulrætur, rósakál og kúrbítur verði áberandi. Grænkál virðist hafa toppað þótt það eigi sína aðdáendur víða en aðrir verða fegnir að sjá minna af því.

Grænmeti verður í aðalhlutverki víða á veitingahúsum.
Grænmeti verður í aðalhlutverki víða á veitingahúsum. mbl.is/AFP

Vegan útfærslur í meira mæli

Samkvæmt árlegri skýrslu frá matarsérfræðingunum hjá Baum + Whiteman má búast við fleiri vegan-valkostum á nýju ári.

Þar á meðal verða ýmsar kjötlausar vörur sem líkjast kjöti eins og vegan-rifin sem eru á boðstólum hjá Suzy Spoon's Vegetarian Butcher í Sydney en þar er engum dýrum slátrað heldur eru steikurnar og pulsurnar sem þar fást kjötlausar.

Einnig er því spáð að það komist í tísku að bjóða upp á „charcuterie“-platta þar sem ekkert unnið kjöt kemur við sögu heldur sé grænmeti stillt upp á svipaðan hátt.

Niðurstaðan er að minnsta kosti sú að vegan-útfærslur af hefðbundnum réttum munu verða áberandi árið 2017.

Einnig var talað um dróna sem komandi trend í heimsendingu á mat. Sjá nánar hér.

 

Veganréttirnir munu njóta mikilla vinsælda. Þessi réttur er á matseðli …
Veganréttirnir munu njóta mikilla vinsælda. Þessi réttur er á matseðli Aalto bistró.
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert