Meinholl og ódýr gulrótar- og rófusúpa

Uppskriftin er frá Nönnu Rögnvaldar sem er snillingur í notalegum …
Uppskriftin er frá Nönnu Rögnvaldar sem er snillingur í notalegum vetrarmat. islenskt.is

Á vef Íslenskra Grænmetisbænda er að finna gott uppskriftarsafn sem ég leita gjarnan í ef ég á grænmeti sem ég vil koma í not. Þessa súpu fann ég þar en hún er bráðholl, einföld og ódýr. Uppskriftin er frá Nönnu Rögnvaldar sem er snillingur í notalegum vetrarmat.

Súpuna borðaði ég með fersku kóríander og smá sýrðum rjóma. Ég setti líka aukalega af engifer til að losa um kvefpúkann.

500 g gulrætur
500 g rófur
½ l vatn
¼ l appelsínusafi
safi úr 1 sítrónu
1 msk grænmetiskraftur
2-3 cm bútur af engifer, saxaður smátt
1 tsk kummin (cumin; má sleppa)
nýmalaður pipar
salt
skvetta af tabasco-sósu
e.t.v. söxuð steinselja til skrauts

Gulrætur og gulrófur flysjaðar, skornar í fremur litla bita, settar í pott og síðan er vatni, appelsínusafa, sítrónusafa, grænmetiskrafti, engifer, kummini, pipar og salti bætt út í, hitað að suðu og látið malla við hægan hita þar til gulræturnar og rófurnar eru alveg meyrar.

Látið kólna ögn og síðan er allt saman sett í matvinnsluvél eða blandara (e.t.v. í nokkrum skömmtum) og maukað vel.

Súpan sett aftur í pottinn og hituð. Þynnt með dálitlu vatni ef hún er mjög þykk og síðan bragðbætt með tabascosósu, pipar og salti eftir þörfum (gott að nota mikinn pipar). Steinselju e.t.v. stráð yfir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert