Ísskápur sem talar og les uppskriftir

Ísskápurinn er að sjálfsögðu tengdur við App þannig að hægt …
Ísskápurinn er að sjálfsögðu tengdur við App þannig að hægt er að athuga birgðastöðuna út í búð. Ljósmynd/Samsung

Þetta er ekki plat-fyrirsögn heldur dauðans alvara. Fyrir ótæknivæddar matarsálir sem eru ekki alveg með það nýjasta í heimilistækjabransanum á hreinu þá tilkynnist það hér með að til eru ísskápar sem geta talað og lesið upp fyrir þig uppskriftir meðan þú eldar, þekkja rödd þína og aðstoða við að gera innkaupalista. Þetta er bara brot af því sem þessi undratæki geta gert því svo geta þau líka haldið utan um dagskrá heimilismeðlima, sýnt þér hvað er inn í ísskápnum án þess að þú þurfir að opna hann og spilað tónlist.

Ísskápurinn á eftir að stökkbreytast á næstu árum – í þróunarlegum skilningi, ekki í alvörunni. Týpan sem kynnt var nú nýverið er töluvert uppfærð frá fyrstu gerðinni sem kom á markað. Samsung segist hafa átt í mikilum samskipti við þá viðskiptavini sem keyptu fyrstu gerðina til að þarfagreina notendur tækisins betur og finna út hvernig megi bæta það.

Ekki er vitað hvenær eða hvort þetta undratæki kemur hingað til lands en ísskápurinn kemur í verslanir í Bandaríkjunum síðar á árinu og mun kosta tæpar 700 þúsund krónur.

Leikarahjónin Dax Shepard og Kristen Bell leika í þessu stórskemmtielga myndbandi sem sýnir hvernig ísskápurinn getur bætt lífsgæði til muna sé hann notaður rétt.

Það er fátt annað í stöðunni en að skála fyrir …
Það er fátt annað í stöðunni en að skála fyrir þessu hugviti! Ljósmynd/Samsung
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert