Vinsælustu kokteilar bæjarins

Basil-gimlet er mjög smart drykkur. En varið ykkur – hann …
Basil-gimlet er mjög smart drykkur. En varið ykkur – hann rennur mjög hratt niður. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Matarvefurinn spurðist fyrir á nokkrum vinsælum börum í bænum um hvaða kokteill væri vinsælastur um þessar mundir. Basil-gimlet var oft nefndur í því samhengi í bænum en hann er þó langt frá því að vera nýr af nálinni og myndi því frekar flokkast sem klassík. Moscow-Mule var einnig oft nefndur sem og Wiskey-Sour, Espresso-martini og Apparol-Spritz en þær uppskriftir munu birtast á næstu vikum.

Ábending frá fagmanni: Kokteilsérfræðingurinn sem við ræddum við ítrekaði mikilvægi þess að kreista lime-safann samdægurs til að fá sem ferskast bragð. Sé afgangur af safanum er tilvalið að frysta hann í klakaboxi og eiga frískandi klaka út í kokteila, sódavatn eða morgunhristinginn.

Basil Gimlet

3 cl Beefeater gin eða annað gott gin 
3 cl Ferskur lime-safi
3 cl Sykursíróp
2-3 lauf af fersku basil
Allt sett í hristara og hrist vel.

Klakinn tekinn frá og sett i Martini-glas
Skreytt með einu basillaufi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert