Tryllingur í íslenskum eldhúsum yfir döðlusykri

Döðlusykurinn inniheldur þurrkaðar og malaðar lífrænar döðlur en döðlusírópið inniheldur …
Döðlusykurinn inniheldur þurrkaðar og malaðar lífrænar döðlur en döðlusírópið inniheldur 79% lífrænar döðlur og 21% vatn.

Matarvefurinn er sífellt á vaktinni hvað nýjar og spennandi matvörur varðar. Það nýjasta hérlendis er döðlusykur og síróp sem nota má í stað sykurs og annarrar sætu í hvað sem er. Innflytjandi vörunnar hérlendis birti í gær myndir af döðlugóssinu á samfélagsmiðlum en viðbrögðin létu ekki á sér standa enda eru döðlur mjög vinsælar sem sætugjafi. Auk þess að vera dísætar á bragðið þá innihalda döðlur mikið af járni, trefjum, vítamínum og steinefnum.

Döðlusykurinn inniheldur þurrkaðar og malaðar lífrænar döðlur en döðlusírópið inniheldur 79% lífrænar döðlur og 21% vatn. Sérfræðingar segja að döðluefnið dásamlega megi nota eins og sykur í hvað sem er þó það sé ekki alveg eins sætt á bragðið og hefðbundinn sykur og síróp. 

Guðrún Húnfjörð er markaðastjóri hjá Innnes og veit allt um nýjasta döðluæðið. Við spurðum hana því um þessa nýju undravöru sem tryllir eldhús landsins.

Tapast ekki trefjarnar þegar sykur er unnin úr döðlunum?
„Ekki í sykrinum, hann inniheldur 9,9 g á 100 g af trefjum en í sírópinu hafa trefjarnar verið síaðar frá.“

Er hægt að nota hann eins og almennan sykur ?
Já, nema hann leysist ekki upp í vökva eins og annar sykur þar sem þetta er í raun bara döðluduft. En hann er æði í bakstur, eftirrétti, múslí og austurlenska matargerð.“

Er svipaður hitaeiningafjöldi í þessum vörum og hlynsírópi og hvítum sykri?

„Hitaeiningafjöldinn er sem hér segir:

kJ / kcal á 100 g

Döðlusykur: 1.399 kJ/330 kcal

Döðlusíróp: 1.229  kJ/289 kcal

Hlynsíróp: 1.143 kJ / 269 kcal

Þar sem enginn hvítur sykur er til í vöruvali Rapunzel erum við ekki með samanburðinn við hann,“ segir Guðrún að lokum ánægð með aukið vöruúrval hérlendis en hún segist ekki hafa séð sambærilega vöru hér á landi áður.

Auk þess að vera dísætar á bragðið þá innihalda döðlur …
Auk þess að vera dísætar á bragðið þá innihalda döðlur mikið af járni, trefjum, vítamínum og steinefnum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert