Huggulegar vegan-pönnukökur

Gömlu góðu pönnukökurnar í vegan-búningi.
Gömlu góðu pönnukökurnar í vegan-búningi. veganistur.is

„Þegar við systur gerðumst vegan datt okkur alls ekki í hug að það yrði jafnauðvelt að baka og áður. Við vorum í smá tíma fastar í því að það að sleppum eggjum, mjólk og smjöri myndi alveg útiloka það að gera góðar kökur og annars konar bakkelsi. Það höfum við þó á síðustu árum afsannað,“ segja Veganistur sem mæla með pönnukökum fyrir helgarbaksturinn.

„Við getum án þess að hika sagt að það er alls ekki neitt erfiðara að baka hvað sem hugurinn girnist vegan. Allt sem okkur hefur dottið í hug að gera, hvort sem það er klassísk súkkulaðikaka, tertur eða annars konar bakkelsi, hefur eftir eina eða fleiri tilraunir heppnast ótrúlega vel.

<span>​Okkur fannst því kominn tími til að deila með ykkur uppskrift að hinum hefðbundnu íslensku pönnukökum. Þunnar pönnukökur, upprúllaðar með sykri er eitthvað sem enginn Íslendingur segir nei við. Við eigum örugglega öll minningar um þessar kökur, hvort sem það er á sunnudegi heima hjá ömmu eða í fermingarveislu hjá fjölskyldunni. </span><span><b><br/></b></span> <span>​Eins og áður var ekkert mál að gera þessar kökur vegan en þær bragðast alveg ómótstæðilega vel. Við ákváðum að krydda aðeins upp á þessa hefðbundnu uppskrift og setja appelsínusafa og -börk í deigið, en Júlía kynntist þeirri aðferð úti í Danmörku þegar hún bjó þar. Okkur fannst það koma mjög skemmtilega út en auðvitað má sleppa appelsínunni og virkar þá uppskriftin sem venjulegar pönnukökur.“</span> <section class="recipe-card">

​Hráefni:

<ul> <li>6 dl hveiti</li> <li>2 msk. sykur (við notuðum kókospálmasykur en það má auðvitað nota venjulegan)</li> <li>1 tsk. lyftiduft</li> <li>1 tsk. vanilludropar</li> <li>9 dl mjólk</li> <li>2 msk. fljótandi kókosolía (eða annars konar bragðlaus olía)</li> <li>1 msk. appelsínubörkur</li> <li>1 msk. appelsínusafi</li> </ul> <div><strong>Aðferð</strong><br/>Blandið þurrefnunum saman í skál<br/>Bætið út í mjólkinni, vanilludropunum og appelsínunni og hrærið deigið með písk þar til slétt.<br/>Steikið á pönnukökupönnu upp úr vegan-smjörlíki í nokkrar mínútur á hvorri hlið.</div> </section><div> <section class="recipe-card">

Við bárum pönnukökurnar fram annars vegar með súkkulaði, rjóma og banana, og hins vegar hindberjasósu, rjóma og kókosmjöli. Okkur finnst þær þó bestar á gamla mátan, upprúllaðar með smá sykri.

</section> </div>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert