Töfraefnið sem gerir ofnþrifin leikandi létt

Rebekka er hæstánægð með undraefnið.
Rebekka er hæstánægð með undraefnið.

Facebook-færsla frá Rebekku Jóhannesdóttur hefur vakið töluverða athygli en þar deilir Rebekka myndum af bakarofni heimilisins bæði fyrir og eftir þrif en hún viðurkennir fúslega að ofnþrif séu það leiðinlegasta sem hún gerir. Rebekka notar hreinsiefnið Oven Pride til verksins og er árangurinn vægast sagt góður.

Rebekka lýsir þrifunum svo á Facebook-síðu sinni. „Eins og mínir nánustu vita þá er það leiðinlegasta sem ég geri, og þá er ég sko ekki að ýkja, að þrífa bakarofninn. Þar af leiðandi þríf ég hann of sjaldan (bannað að dæma) en í gær komst ég yfir töfraefni sem mun búa með mér alla ævi 😁, þetta er efni sem ég smurði á allan ofninn í gærkvöldi og á plöturnar og skúffurnar. Svo þegar ég vaknaði í morgun þurrkaði ég úr ofninum og ég þurfti ekkert að skrúbba og þá meina ég EKKERT. Myndirnar sanna orð mín. Tek það fram að ég fæ ekkert borgað fyrir þetta 😂😂, þetta fæst bara í Nettó.“

Lumar þú á góðu húsráði? Sendu okkur ábendingu á matur@mbl.is.

Bakarofninn eftir þrif. Ekkert skrúbb – bara skola efnið af.
Bakarofninn eftir þrif. Ekkert skrúbb – bara skola efnið af.
Bakarofn heimilisins fyrir þrif.
Bakarofn heimilisins fyrir þrif.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert