Göldróttur morgundrykkur Ágústu Johnson

Ágústa Johnson hugsar vel um hvað hún lætur ofan í …
Ágústa Johnson hugsar vel um hvað hún lætur ofan í sig. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Morgunmaturinn minn er göróttur galdradrykkur, stútfullur af næringu og súper góður fyrir meltinguna,“ segir Ágústa Johnson, framkvæmdastýra Hreyfingar.

„Með drykknum fæ ég mér eina sneið af Sólkjarna-súrdeigsbrauði frá Brauðhúsinu í Grímsbæ með möndlumauki,“ segir Ágústa en með þessu drekkur hún vatnsglas og einn góðan kaffibolla. „Göldrótti drykkurinn er ósætur og sumum finnst hann þurfa að venjast eða bæta tveimur döðlum eða einum banana út í til að gera hann sætari en hann hentar mér vel svona eins og hann er, ég er södd til hádegis og finn enga löngun í sætmeti.“ 

Kaffi, morgundrykkurinn góði og súrdeigsbrauð.
Kaffi, morgundrykkurinn góði og súrdeigsbrauð.

„Ef ég er ekki með þennan drykk í morgunmat þá eru það lífrænir, spíraðir hafrar (fæst í hagkaup, Sprouted Oats) hitaðir í potti með 50/50 möndlumjólk og vatni. Kryddað með smá hlynsírópi, kanil og frosnum bláberjum. Spíraðir hafrar eru glútenlausir, en ég hef verið að prófa að minnka glúten-neyslu og finn að það fer mun betur í mig, minni meltingaróþægindi,“ segir líkamsræktardrottningin sem borðar eina súrdeigsbrauðsneið á dag en sleppir annars öllu glúteni. 

Ágústa hugsar vel um heilsuna en hennar uppáhaldsleikfimistími er Zumba sem er blanda af þolmfimi og dansi. „Zumba er það skemmtilegasta en ég æfi þó mjög fjölbreytt, Eftirbruni og Club Fit finnst mér líka æðislega skemmtilegir tímar. Ég reyni að fara ekki sjaldnar en þrisvar til fjórum sinnum í viku en geng líka í klukkustund með hundinn alla daga.“

Galdragóður - heilsubomba Ágústu
Sett í blandarann:

góð lófafylli af spínatsalati
1 avokadó
1 msk. chia-fræ í sirka 1,5 dl af vatni
túrmerik rót um það bil 1 cm
ferskt engifer 1 cm
1/2-1 dl góð kaldpressuð extra virgin ólífuolía eða hörfræolía
smá slurkur VitaBiosa-meltingargerlar
2 kíví, afhýdd
hnífsoddur svartur pipar
1 dl frosin ber
klaki

Allt maukað vel í blandaranum.
Hellt í fjögur glös og allir á heimilinu fá sinn skammt. 

Ágústa labbar daglega í klukkustund með heimilishundinn.
Ágústa labbar daglega í klukkustund með heimilishundinn. Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert