Fimm fæðutegundir sem hjálpa þér að sofa

Ætli þessi kona hafi fengið sér lax í kvöldmat?
Ætli þessi kona hafi fengið sér lax í kvöldmat? Wavebreakmedia Ltd

Það er ekkert grín að þjást af svefnleysi og þeir sem það þekkja eru yfirleitt tilbúnir að leggja allt í sölurnar til að fá góðan nætursvefn. Öll þekkjum við helstu aðferðafræðina; mikla hreyfingu, ekkert koffín, lítinn sykur, vakna snemma, halda rútínu og þar fram eftir götunum.

Það eru hins vegar færri sem virkilega velta sér upp úr fæðunni sem við neytum og áhrifa hennar á svefn okkar. Það vill nefnilega svo skemmtilega til að það er fullt af sniðugum fæðutegundum sem innihalda næringarefni sem auðvelda Óla lokbrá að koma í heimsókn.

  1. Mozzarella-ostur: Þetta er alls ekkert grín. Mozzarella-ostur inniheldur mikið af tryptophan sem er amínó sýra sem hjálpar líkamanum að framleiða serótónín sem veldur vellíðan. Þeirri vellíðan fylgir slökun sem auðveldar okkur að sofna.
  2. Lax: Skyldi engan undra. Lax virðist vera lausnin á öllum helstu heilsufarsvandamálum nútímans. Lax er ríkur af ómega 3-sýrum en ríkulegur ómega 3-búskapur hjálpar fólki að sofa lengur.
  3. Hnetur: Handfylli af hnetum inniheldur nánast 20% af ráðlögðum dagskammti af magnesíum en eins og allir vita hjálpar það líkamanum að slaka á vöðvum og róar hugann. Hneturnar innihalda einnig þó nokkuð af tryptopani þannig að hnetur eru sannkölluð alslemma.
  4. Haframjöl: Rétt eins og kirsuber þá inniheldur haframjöl mikið af melótóníni sem er þekkt fyrir að hjálpa til við svefn. Þar sem haframjölið inniheldur líka mikið af kolvetnum sem þyngja magann þá ætti hafragrautur með réttu að vera hin fullkomna kvöldmáltíð.
  5. Bananar: Við endum þessa upptalningu á bönunum sem er fæðutegund sem flestir elska. Þeir innihalda mikið af magnesíum, slatta af potassium sem er vöðvaslakandi og svo er líka þó nokkuð trytophani. Svo spillir ekki fyrir að þeir eru sætir og góðir og slökkva vel á sykurlöngun.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert